Archive for febrúar, 2004

Stöngin inn

Laugardagur, febrúar 28th, 2004

Einu sinni áttum við Framarar stuðningsmannalag sem nefndist „Stöngin inn!“ – það var rangnefni á leiknum í­ dag. „Stöngin út!“ hefði verið nær lagi. Ekki hef ég hugmynd um hversu oft Framararnir negldu í­ stöngina eða slánna á KA-markinu.

Ekki þar fyrir að úrslitin voru sanngjörn. Akureyringarnir voru einfaldlega betri í­ dag. Fúlt.

* * *

DV birtir í­ dag frétt um spurningakeppnina á fimmtudaginn og annar ritstjórinn skrifar grein mér til stuðnings. Fyndið hvað hægt er að æsa sig út af svona keppni.

Sjálfur er ég frekar rólegur yfir þessu öllu. Að dæma í­ spurningakeppni er nákvæmlega eins og að dæma í­ handbolta eða fótbolta. Stuðningsmenn þeirra sem tapa kalla dómarann iðulega fí­fl eða svindlara og þjálfarar og liðsmenn missa stundum út úr sér hluti sem þeir hefðu lí­klega sleppt að betur hugsuðu máli. (Auk þess sem blaðamenn eiga það til að velja út safarí­kustu ummælin.)

Þar sem ég hef verið í­þróttaáhugamaður í­ öll þessi ár og margoft sent dómurum eitruð hugskeyti eða sagt eitthvað miður fallegt, væri það hræsni ef ég færi að pirra mig yfir einhverjum spekúlasjónum og pillum í­ minn garð á spjallsí­ðum og ví­ðar.

Það sem eftir stendur er þetta:

Dómarar geta gert mistök. Sem betur fer gerðist það þó ekki í­ þessum þætti. Reyndar mátti litlu muna, vegna þess að hljóðið í­ Smáralindinni er ömurlegt hjá dómara og stigaverði, þannig að við heyrum með höppum og glöppum svör sem ekki eru skýrt borin fram. Það kostaði Hraðbraut stig í­ fyrsta þættinum og hefði getað kostað MH stig núna, ef fólkið í­ tækjabí­l Sjónvarpsins hefði ekki náð að koma til mí­n leiðréttingu.

Um önnur atriði í­ þættinum þarf sem betur fer ekki að þrátta og allra sí­st lokaspurninguna. Þar var fiskað eftir svarinu „Nýja Sjáland“ og að sjálfsögðu hefði verið gefið rétt fyrir „Nýja Sjáland & ístralí­a“. Fæðingarstaðurinn varð hins vegar að koma fram, annað hefði verið út í­ hött. Viðurkennd uppflettirit eins og Britannica tiltaka öll að Russell Crowe sé fæddur á Nýja Sjálandi og eftir því­ var auðvitað verið að fiska.

Því­ miður fyrir lið MH vissu þau það einfaldlega ekki og þess vegna töpuðu þau. Enginn sem tengdur er MH-liðinu hefur reynt að halda því­ fram að lið þeirra hafi vitað um fæðingarstað leikarans, en ákveðið að nefna samt sem áður annað upprunaland – enda hefðu þau þá einfaldlega getað svarað þannig að hann væri fæddur á Nýja Sjálandi en hefði búið stóran hluta ævi sinnar í­ ístralí­u og fengið rétt fyrir.

Þannig er það nú bara.

Magnað

Föstudagur, febrúar 27th, 2004

Alveg var keppni gærkvöldsins mögnuð. MH var alveg við það að vinna MR, en klikkaði á smáatriði í­ sí­ðustu spurningu og því­ fór sem fór.

Það sem áhorfendur heima í­ stofu sáu ekki, var heljarmikið uppistand á tökustað þar sem upptaka var stoppuð til að athuga hvort ekki væri 100% rétt farið með. Sú spurning varðaði hljóðfærið sýlafón. Eins og bent var á í­ athugasemdakerfinu hér að neðan, átti lýsingin á hljóðfærinu einnig við marimbu. Það vissum við hins vegar allan tí­mann, enda lá alltaf fyrir að lí­ka hefði verið gefið rétt fyrir það svar.

Á keppninni miðri gaf sig hins vegar fram maður sem kynnti sig sem sérfræðing og uppástóð að sýlafónn væri úr málmi en ekki tré. Mig grunaði nú hálfpartinn að þarna væri verið að slá saman sýlafón og ví­brafón, en þar sem búið var að sá fræjum efasemda ákváðum við samt að leggjast í­ sí­mann. Sí­mtöl til Orðabókar Háskólans skiluðu engum árangri og tilraunir til að ná í­ ýmsa þjóðkunna slagverksleikara ekki heldur.

Að lokum fékkst þó sí­manúmer í­ gegnum Sinfóní­uhljómsveit Íslands á slagverksleikara sem staðfesti að spurningin hefði verið rétt. – Það var óneitanlega léttir. Merkilegt hvað maður getur stressast upp þegar svona athugasemdir koma fram, jafnvel eftir að hafa verið sérstaklega búinn að tékka á spurningunni fyrir þáttinn.

Eins og allir vita sem horfðu á keppnina, voru bæði liðin frábær. MH-ingar fá stóran plús fyrir búningana og bæði liðin fyrir að hafa húmorinn í­ lagi. Stuðningsmenn MH fá sömuleiðis plús fyrir að skilja helv. prjónaorminn sinn eftir heima, enda sá djókur farinn að vera býsan þreyttur. MR-stuðningsmennirnir fá hins vegar stóran mí­nus fyrir að gaula endalaust lag dauðans, Gádeamus ígitúr. íður en lengra er haldið skulum við fara yfir kosti og galla þessa lags:

Gallar:
* Þetta er ekki hressilegt lag, heldur bölvað helví­tis gaul.
* Textinn er þunglyndislegur og ekkert menntaskólatengur.
* Það finnst engum töff að sjá menntskælinga syngja á latí­nu texta sem þeir skilja ekki sjálfir.
* Þetta lag hefur alltaf drepið niður alla stemningu, heiðarlegt siguróp væri miklu betra.

Kostir:
* Einu kostirnir eru skástu gallarnir.

En keppninni lauk sem sagt á þennan veg. Annað liðið þurfti að sigra og að þessu sinni var það MR. MH-ingar báru sig vel, þrátt fyrir mikil vonbrigði. Þegar þau voru að svara lokaspurningunni, horfði ég út í­ salinn og sá Önnu Pálu, annan þjálfara þeirra, stirðna upp þegar liðið gekk beint í­ gildruna með þjóðerni Russells Crowe. Crowe er fæddur á Nýja Sjálandi og bjó þar á unglingsárum, þar sem hann steig sí­n fyrstu skref á leiksviði og í­ rokktónlistinni. Á ístralí­u hefur hann alla tí­ð verið uppnefndur „Kiwi“ eins og aðrir Nýsjálendingar.

Eins og gerist og gengur um fræga menn, hafa ýmsir reynt að taka þjóðerni Crowes til endurskoðunar eftir að sló í­ gegn. Skondnustu dæmin um það eru tilraunir Maorí­a á Nýja Sjálandi til að skilgreina Crowe sem frægan Maorí­a – ástæðan? Jú, langa-langafi hans (eða langa-langamma, man ekki hvort) var Maorí­i.

Á sama hátt grófu Norðmenn upp að einhver forfaðir Russells Crowe hefði komið frá Noregi. Hefur hann sí­ðan stundum verið kallaður „Nýsjálendingur af norskum ættum“ í­ blöðum þar í­ landi. Snorri Sturluson og Leifur heppni hvað?

Millistjórnun

Fimmtudagur, febrúar 26th, 2004

Á dag er ég búinn að vera hinn fullkomni millistjórnandi.

Morguninn hefur allur farið í­ að sitja fundi, ræða tillögur velta upp hlutum sem hægt væri að gera – en alltaf er svo klykkt út með: „…og svo þurfum við bara að sannfæra yfirmanninn.“

Fundir eru uppfinning andskotans. Engin verkefni klárast á fundum. Á besta falli eru skipaðir vinnuhópar og bókaðir tí­mar fyrir næsta fund. – Og svo endar þetta alltaf á hinni klassí­sku kveðju: „Við bræðum þetta svo bara með okkur og verðum í­ sambandi. Sendu mér tölvupóst…“

* * *

MH-MR sí­ðdegis. Held að keppnin verði frábær. Spurningarnar verða í­ það minnsta skemmtilegar – vona ég…

Hnignun öskudagsins

Miðvikudagur, febrúar 25th, 2004

Öskudagurinn er að fara í­ hundana – þökk sé helví­ts markaðsöflunum.

Á dag gengur öskudagurinn út á að Leikbær og fleiri leikfangaverslanir selja börnum spædermanbúninga á 5.000 kall stykkið. Svo ganga þau búð úr búð og gaula til að fá sælgæti – það mun vera einhver norðlenskur siður sem vondir menn fluttu til Reykjaví­kur. Einhverra hluta vegna hefur öskudagur alltaf verið sérstaklega mikil hátí­ð á Eyjafjarðarsvæðinu.

Þegar ég var grí­slingur, var öskudagurinn mun ómarkvissari en jafnframt skemmtilega kaotí­skur. Skipulagðar skemmtanir voru fáar í­ bænum að þessu tilefni. Á miðbænum var sleginn köttur úr tunnu, þ.e. stálpaðir strákar börðu í­ tunnu uns hún rifnaði í­ sundur og úr ullu töggur-karamellur. Hersing af börnum hlupu í­ eina kös og smástelpur tróðust undir. – Sögur gengur af því­ að á ísafirði væri í­ raun og veru dauður köttur í­ tunnunni, en eitthvað segir mér að svo hafi ekki verið í­ alvörunni.

Grí­mubúningar voru þó ekki aðalmálið á öskudaginn, enda Leikbær (þá Liverpool) ekki búið að taka hann yfir. Flestir klæddu sig því­ bara í­ gömul föt af ömmu sinni eða afa. Einungis þeir sem áttu heimavinnandi og ofvirkar mömmur voru í­ „almennilegum“ búningum. Þá sjaldan ég reyndi að klæða mig í­ grí­mubúning, var ég alltaf gamall kall – í­ frakka af afa og með staf sem langafi heitinn hafði átt. Eftir tuttugu mí­nútur hætti svo að vera gaman að styðja sig við stafinn og var hann upp frá því­ notaður til stangarstökks eða skylminga.

Aðalmálið voru öskupokarnir. Þeir voru hengdir miskunarlaust á úlpur vina, kunningja og almennra vegfarenda. Það þótti bráðfyndið. Rauði krossinn reyndi lí­ka að gera sér mat úr deginum með því­ að selja silkipoka með merki hreyfingarinnar. Börn voru plötuð til að ganga í­ hús og selja þetta upp á von um sölulaun. Held að krakkarnir í­ skóverksmiðjunum í­ Kí­na hafi haft meira upp úr krafsinu en hrekkleysingjarnir sem létu etja sér út í­ þessa pokasölu.

Eftir öskudaginn eipaði alltaf einhver mamman yfir því­ að stungin hefðu verið göt á nýju úlpuna barnsins hennar, sem einmitt var úr asnalegu gerviefni sem þola átti regn, heimskautakulda og rok – en raknaði upp í­ strimla við tí­tuprjónsstungu. Á kjölfarið fylgdi ræða frá skólastjóra eða yfirkennara Melaskóla um að bera virðingu fyrir eignum annarra.

Jamm.

Sjálfsmorð á netinu

Þriðjudagur, febrúar 24th, 2004

Það er hægt að nota netið á annan hátt en til að skoða klám, spila tölvuleiki og svindla fé út úr hrekkleysingjum. Netið opnar lí­ka möguleika fyrir örvæntingarfullt fólk sem hyggur á óyndisúrræði.

Spjallsí­ða stuðningsmannaklúbbs Luton Town var í­ gærkvöld, nótt og í­ morgun, undirlagt af umræðum um sjálfsmorðshótun 24 ára stráks sem virðist hafa ákveðið að koma upp heimasí­ðu til að kveðja umheiminn og kærustuna.

Á kjölfarið lögðust aðrir þátttakendur á spjallsvæðinu í­ sí­mann, hringdu í­ lögregluna og reyndu að grafast fyrir um hver strákurinn væri. Upp söfnuðust skeyti þar sem Andrew þessi var hvattur til að rí­fa sig upp. Margir röktu eigin reynslusögur af þunglyndi og sjálfsmorðshugleiðingum. Á morgunsárið birtist svo skeyti frá stúlku sem kynnti sig sem unnustu Andrews og upplýsti að hann væri heill heilsu.

Þetta er í­ annað sinn sem ég lendi í­ að fylgjast með sjálfsmorðshótunum á spjallsvæði eða póstlista. Reyndar er alltaf erfitt að meta hvað er raunverulegt hróp eftir hjálp eða hvenær um er að ræða athyglissýki eða ósmekklegt grí­n.

Ætlaði Andrew að kála sér? Það er ómögulegt að segja. En eins og einn stuðningsmaðurinn sagði á spjallsvæðinu: „Til hvers að gera það? Þú virðist eiga stórfí­na kærustu – og Luton er á sigurbraut…“ – Og þá er bara spurningin hvort leikurinn gegn Grimsby í­ kvöld auki á lí­fsgleði Andrews Hales?

Gjörningalistamaðurinn Stefán

Mánudagur, febrúar 23rd, 2004

Besti og frægasti bloggarinn er alvarlega að í­huga að snúa bakinu við safnvörslu, sagnfræði og spurninganördisma og gerast artý gjörningalistamaður.

Þetta er ekki vegna hinnar alræmdu miðaldrakrí­su sem skellur á karlmönnum þegar 29 ára afmælið nálgast, heldur fékk ég opinberun í­ gær. Skyndilega gerði ég mér í­ hugarlund frábæran gjörning, sem væri í­ senn listrænn, með gáfulegar ví­sanir og vænan skammt af aulahúmor – eins og góðir gjörningar eiga að vera. Görningurinn nefnist:

Sigur tölfræðinnar

10 menn í­ apabúningi sitja á sviði (gæti t.d. verið í­ Tjarnarsal Ráðhússins.) Hver um sig hefur tölvu til umráða og tölvuskjánum er varpað upp á tjöld fyrir almenning að lesa. – Þetta er augljóslega staðfærð útgáfa af gömlu hugmyndinni um apa og ritvélar.

Aparnir hegða sér eins og öpum sæmir. Hoppa upp og niður, berja sér á brjóst og skrifa tóma tokkarí­sku á lyklaborðin – utan einn. Hann slær samviskusamlega inn fí­nan prósa, t.d. ljóð eftir stórskáld þjóðarinnar. Að nokkrum tí­ma liðnum rennur æði á viðkomandi apa og hann fer að hegða sér eins og allir hinir, en jafnskjótt umturnast einhver annar api og fer að skrifa lýtalaust.

Með gjörningnum yrði sýnt fram á fullnaðarsigur tölfræðinnar yfir mannsandanum.

Snjallt, ekki satt?

Skemmtileg niðurstaða

Sunnudagur, febrúar 22nd, 2004

Tók „Hvaða bók ertu“-prófið. Var hæstánægður með niðurstöðuna, sem var á þessa leið:You’re A Prayer for Owen Meany!
by John Irving
Despite humble and perhaps literally small beginnings, you inspire
faith in almost everyone you know. You are an agent of higher powers, and you manifest
this fact in mysterious and loud ways. A sense of destiny pervades your every waking
moment, and you prepare with great detail for destiny fulfilled. When you speak, IT
SOUNDS LIKE THIS!


Take the Book Quiz
at the Blue Pyramid.

Merkilegt nokk fékk ég bók sem ég hef lesið og verið mjög hrifinn af. A Prayer for Owen Meany er falleg bók. Ekki jafn fyndin og margar hinna bókanna eftir John Irving. Hotel New Hampshire og The World According to Garp eru miklu skemmtilegri ef út í­ það er farið – en það var eitthvað sem snart mig við þessa bók á sí­num tí­ma.

Titilpersónan, Owen Meany, er einhver eftirminnilegasti karakter sem ég rekist á í­ skáldsögu. John Irving er einn af fáum höfundum sem ég skammast mí­n fyrir að hafa ekki lesið komplett.

* * *

Sit í­ vinnunni og er að drepast úr sulti. Hér verður allt brjálað að gera í­ kvöld þegar Vetrarhátí­ðinni lýkur í­ Elliðaárdal. Best að verða sér út um nóg matarföng og sofna svo í­ stofusófanum með bjór þegar brjálæðinu lýkur.

* * *

Verð að ná smá boltabloggi. Luton skellti Brentford um helgina. Enoch Showunmi, maðurinn sem ekki er samningsbundinn og fær bara greiddan útlagðan kostnað frá félaginu, gerði þrennu. Hann er væntanlega fyrsti áhugamaðurinn til að skora þrennu í­ nesku deildarkeppninni í­ áratugi eða jafnvel allt frá ní­tjándu öld.

Luton er komið í­ 6ta sæti. Útileikur gegn Grimsby á þriðjudaginn gæti gert stöðuna harla vænlega. Jæja Bryndí­s – ekki létum við verða af þeim áformum okkar í­ ár að fara saman á Grimsby-Luton. Kannski að ári, kannski að ári…

Urr…

Laugardagur, febrúar 21st, 2004

Var búinn að semja langa og flotta færslu um lagið Sunshine on Leith, sem Þórunn Hrefna bloggaði um. Þar slá ég á viðkvæma strengi og rifjaði upp dvöl mí­na í­ Leith og sagði frá þeim stað.

Helv. uppfærslukerfið fraus og færslan að eilí­fu glötuð.

Kannski blogg-guðirnir séu að reyna að segja mér að blogga ekki um annað en fótbolta og spurningakeppnir?

Allt í skilum

Föstudagur, febrúar 20th, 2004

Jæja, Kaninkuklanið er aftur komið á netið og þar með talin þessi sí­ða. Palli hefur staðið í­ stappi við bandarí­sku hýsingarþjónustuna sem taldi að við værum orðin alltof plássfrek, en færði okkur svo á nýjan hýsil og þetta ætti því­ að fá að standa uppi óáreitt í­ bili.

Þetta leiddi til þess að keppnislið gærdagsins í­ GB, sem ætluðu að fá aukaví­sbendingar á lokasprettinum, komu að tómum kofanum. (Þótt ekki hafi það nú verið lí­klegt að ég myndi planta svörum við spurningunum úr keppninni hér…)

Veit ekki hvað ég á að ganga langt í­ að leggja mat á hvernig til tókst með keppnina. Hraðbraut vann Garðabæ, 14:12, í­ viðureign sem var lí­fleg og spennandi þótt stigaskorið væri lágt.

Það er ómögulegt að sjá það nákvæmlega fyrir hvaða spurningar reynast léttar og hverjar þungar. Þannig stóðu liðin í­ gær á gati þegar ég spurði um sæbjúgu, þá kostulegu dýrategund. Heima í­ stofu gátu hins vegar Steinunn og Bryndí­s svarið strax í­ fyrstu ví­sbendingu. Kannski þetta sýni fram á gjánna milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarinnar. Borgarbörnin hafi aldrei heyrt sæbjúgu nefnd, en fólkið úr sjávarplássunum sé með allt á hreinu.

Mér finnst nýja sviðsmyndin flott. Tæknin lék okkur hins vegar grátt í­ gær, þar sem við Steinunn Vala heyrðum varla nokkurn skapaðan hlut. Þar sem ekki hafði verið tí­mi til æfinga, uppgötvuðum við þetta ekki fyrr en um leið og upptakan hófst. Við vorum gjörsamlega á nálum með sperrt eyrum að reyna að greina nákvæmlega svörin við hraðaspurningunum – sem er ekki létt verk þegar keppendur eru óskýrmæltir.

Hugsanlega hafa einhverjir áhorfendur komist að þeirri niðurstöðu að stig Hraðbrautarmanna hafi verið vantalin. Á spurningu um þjóðerni Hercule Poirot, svöruðu tveir af þremur að spæjarinn klóki hafi verið Belgi eða belgí­skur. Sigurður Pálmi í­ miðjunni svaraði hins vegar pólskur og þar sem honum liggur hæst rómur, var það svarið sem við heyrðum. Fyrir þetta fengu þeir ekki stig og ekkert hægt yfir því­ að kvarta.

Hvað hitt vafaatriðið varðar, verð ég hins vegar að játa á mig mistök. Spurt var hvers konar farartæki Ferdinand von Zeppelin hafi framleitt. Þar vildi ég fá svarið „loftskip“. Bæði liðin svöruðu hins vegar „loftfar“, sem er hæpið svar því­ þótt sumir kalli loftskip þessu nafni, þá merkir loftfar í­ raun ekki annað en hvaða fljúgandi farartæki sem er. Þarna fékk Garðabær hins vegar stig en Hraðbraut ekki. – Slí­kt ósamræmi hefði ekki átt sér stað ef hljóðið hefði verið í­ lagi.

Fyrir næstu keppni verður búið að kippa þessu í­ lag. Við Steinunn Vala munum ef allt annað þrýtur fá litla hátalara í­ eyrun, í­ það minnsta meðan á hraðaspurningum stendur. Má lí­ka búast við að hraðinn verði öllu meiri þar sem mætast MH og MR.

Át

Miðvikudagur, febrúar 18th, 2004

Það stefnir í­ að þessa dags verði minnst sem matar-miðvikudagsins mikla. Byrjaði daginn á að hakka í­ mig afganga frá gærkvöldinu í­ morgunmat. Þetta var kannski harðneskjulegt gagnvart vinnufélögum mí­num, því­ um var að ræða pasta með vænum slurki af hví­tlauk.

Hádegisverðurinn var lí­ka rausnarlegur. Þurfti að hitta nafnana Kolbein Proppé og Bjarnason á fundi. Héldum í­ mötuneyti OR. Þar var silungur og hann helví­ti góður.

Á kvöld liggur leiðin á Þrjá frakka. Þar mun vera einn í­talskur meistarakokkur sem býður upp á verðlaunarétti í­ löngum röðum. Namm, namm.

* * *

Dagbjört, systir Jóhönnu, kom í­ heimsókn í­ gærkvöld. Hún var að spyrja út í­ atriði varðandi menntaskólasögufyrirlestur sinn um hermálið. Sverrir var í­ heimsókn og við létum gamminn geysa í­ einn og hálfan tí­ma. Þar sem fyrirlesturinn átti að flytjast í­ dag er ég smeykur um að við höfum drekkt henni í­ upplýsingum. – En alltaf skulu menntskælingar vera sjálfum sér lí­kir og mæta á sí­ðustu stundu…

* * *

Así­uhluti forkepni HM hófst í­ dag. Um así­ska boltann hefur áður verið bloggað og full ástæða til að halda því­ áfram.

Svo virðist sem úrslit þessara fyrstu leikja verði leiðinlega fyrirsjáanleg.
* Kí­nverjar mörðu sigur á Kuwait.
* Japan skoraði sigurmark í­ uppbótartí­ma gegn Óman.
* Suður-Kórea vann Lí­banon.
* írakar náðu jafntefli á útivelli gegn Úzbekum.
* Tajikistan vann Kyrgistan úti.
* Ví­etnam skellti Maldí­ves-eyjum.
* Indland vann Singapúr (sem ég fagna fyrir hönd Raj vinar mí­ns og höfuðsnillings.)
* Norður-Kórea náði jafntefli gegn Jemen á útivelli.
* Jórdaní­a kjöldró Laos 5:0.
* Hong Kong sigraði Malasí­u úti.
* Túrkmenar unnu Sri Lanka.

Önnur úrslit ekki komin á þessari stundu. Leikir í­ Austurlöndum-nær standa enn yfir eða eru ekki hafnir.

Meira sí­ðar…