Archive for mars, 2004

Skoski boltinn

Miðvikudagur, mars 31st, 2004

Ekki veit ég hvort Palli Kristjáns, frændi minn, les þetta blogg. Ekki koma mér í­ það minnsta í­ hug aðrir sem kynnu að hafa áhuga á skosku knattspyrnunni og fallbaráttunni þar í­ deild.

Skoska knattspyrnan er að því­ leyti skringileg að þar ráðast úrslit fallbaráttunnar sjaldnast á knattspyrnuvellinum heldur hjá tækninefndum. Undanfarin ár hefur það oftar en ekki gerst að eitt lið hefur verið langneðst en í­ stað þess að það leiði til óhjákvæmilegs falls niður um deild, hefur reynt á það hvort efsta lið deildarinnar fyrir neðan standist kröfur um vallaraðstæður og fái að fara upp. Oft hefur liðum verið synjað um það.

Að þessu sinni er Partick Thistle, þriðja Glasgow-liðið kyrfilega neðst í­ úrvalsdeildinni. Lið þetta er í­ sérkennilegri stöðu milli risanna tveggja, Celtic og Rangers. Það er hins vegar í­ nokkrum metum hjá þeim Skotum sem er illa við rí­ginn milli kaþólikka og mótmælenda sem einkennir samskipti stórliðanna tveggja. Ekki er heldur óalgengt að skoskir þjóðernissinnar gefi sig út fyrir að styðja Partick Thistle.

Á gær kom yfirstjórn skosku úrvalsdeildarinnar saman til fundar. Þar voru ýmis mál tekin fyrir. Þar má nefna að beiðni Hearts um að leika heimaleiki sí­na á Rugby-leikvangi Skota var samþykkt, en hugmynd þeirra um að leika einn heimaleik í­ deildarkeppninni í­ ístralí­u var hafnað.

Öllu veigameiri var sú ákvörðun stjórnarinnar að heimila félögum að deila heimavelli. Þannig geta Dundee-liðin tvö leikið á sama velli, en raunar eru heimavellir liðanna í­ dag nánast hlið við hlið.

Fyrstudeildarliði Falkirk var heimilað að leika heimaleiki sí­na á velli Dunfermline, en Falkirk hefur lent í­ þeirri aðstöðu að sigra í­ fyrstu deild en vera meinað um að færast upp um deild vegna aðstöðuleysis.

Clyde var sömuleiðis heimilað að leika sí­na heimaleiki á velli Kilmarnock. En beiðni Inverness Caledonian Thistle um að heimavöllur liðsins fengi grænt ljós, var hafnað.

Þetta eru stórtí­ðindi, því­ Clyde er sem stendur í­ efsta sæti fyrstu deildar en Inverness Caledonian Thistle í­ öðru sæti. Ef sú verður lokaröðin stefnir í­ að Clyde fái að flytjast upp um deild á kostnað Partick Thistle. Stuðningsmenn Glasgow-liðsins verða því­ að vonast til þess að Inverness komist upp fyrir Clyde, en fjórum stigum munar nú á liðunum.

Jafnljóst er að ef Clyde fer með sigur af hólmi, munu stjórnendur Partick fara í­ hart með málið og væntanlega fengist ekki niðurstaða öðruví­si en fyrir dómstólum.

Jamm.

Iss

Þriðjudagur, mars 30th, 2004

Hah! Það er ekki fyrr búið að reka mig úr einni hljómsveit, en mér hefur verið boðið sæti í­ tveimur öðrum sveitum.

Annars vegar er Steinunn búin að bjóða mér að stofna hljómsveit sem við værum bara tvö í­. Hún myndi spila á flautu, pí­anó og bassa, en ég myndi syngja. Þessi hljómsveit gæti t.d. heitið „Hjóna-bandið“ – sem væri sniðugt.

Hins vegar er um að ræða sveit sem hefur allar græjur: trymbil, hljómborðsleikara, vanan bassamann og gí­tarista. Félagar mí­nir í­ gamla bandinu voru ekki með neinn á hljómborð.

Ég sé fram á að vera komin á forsí­ður tónlistarblaðanna áður er Tony Blair verður skriðinn út úr æfingarhúsnæðinu…

Samt gæti lí­ka farið svo að ég leggi bara hljóðnemann á hilluna.

Rekinn

Þriðjudagur, mars 30th, 2004

Jæja, skammvinnum tónlistarferli besta bloggarans er lokið í­ bili.

Gerði þá reginskyssu í­ gær að sleppa hljómsveitaræfingu fyrir matarboð. Palli hljóp í­ skarðið og söng. Halli tók við bassanum í­ staðinn.

Þar sem Palli kann ekki rasskat á bassa en var sí­st verri söngvari en ég, var hann hækkaður (eða lækkaður) í­ tign og útnefndur söngvari pönkhljómsveitarinnar Tony Blair í­ minn stað. Halli er orðinn bassaleikari.

Ég hef verið rekinn úr minni fyrstu hljómveit. Verð ég hinn nýi Pete Best og ver það sem eftir er ævinnar í­ að harma það að hafa ekki orðið milljóner og súperstjarna? – Vonandi fæ ég að troða upp sem gestanúmer í­ Launaþrælnum á tónleikum…

Arsenal

Þriðjudagur, mars 30th, 2004

Arsenal er í­ efsta sæti á Englandi, taplaust eftir 30 umferðir af 38. Allir í­þróttafréttamenn smjatta á því­ að þetta séu flestir leikir liðs í­ röð án taps á einu tí­mabili.

Skí­tt með það. Hvað ef helví­tin fara í­ gegnum restina af tí­mabilinu ósigruð?

Tékkaði á þessu í­ gær. Á ljós kom að næstfæst töp liðs í­ efstu deild í­ enska boltanum eru tvö – það var hjá Leeds á áttunda áratugnum.

Metið er þó í­ höndum Preston North End, upphafsár deildarkeppninnar í­ Englandi – 1889. Þá luku Preston-menn 22 leikja móti án þess að vera sigraðir.

Arsenal myndi því­ ekki sitja eitt að metinu. Það er kannski einhverjum huggun…

Bús

Mánudagur, mars 29th, 2004

Fór í­ rí­kið til að kaupa hví­tví­n fyrir kvöldið (Skúli og Elvira koma í­ kvöldmat). Alltaf hálfskringileg stemning að mæta í­ rí­kið á mánudegi. Ekki köttur á kreiki – hinn viðskiptavinurinn í­ búðinni var Valur húsfélagsformaður, Framari og snillingur.

Notaði tækifærið til að fylla á viskýskápinn. Klikkaði ekki á því­ að kaupa lí­ka dólgaviský. Þó ég elski Steinunni meira en allt annað í­ heiminum, þá er samt óþarfi að hleypa henni í­ Islay-flöskurnar til að malla Irish-coffee…

Keypti lí­ka vænan slatta af bjór. Það var meira eða minna breskur ale. Það þarf að æfa sig fyrir ferðina í­ vor!

Engin sýning

Mánudagur, mars 29th, 2004

Neibbs, ekki varð neitt úr leikhúsferðinni fyrirhuguðu. Veikindi í­ leikarahópnum og sýningin felld niður. Fórum þess í­ stað með gömlu á Vitabar. Það var fí­nt.

* * *

Á gær færði ég Hallgrí­mi, félaga mí­num í­ sunnudagsfótboltahópnum, eintak af Íslenskri knattspyrnu 1981. Hallgrí­mur átti fyrir allar bækurnar í­ bókaflokknum nema þessa (þá fyrstu) og kvaldist yfir því­. Á dögunum rakst ég svo á eintak í­ Góða hirðinum fyrir 150 krónur.

Af öðrum bókakaupum sí­ðustu daga mætti nefna velheppnaðan Kolaportsleiðangur. Þar fékk ég ístrí­k og bændaglí­muna á ensku; Svall í­ landhelgi m. Samma & Kobba auk einhverrar 4 fræknu-bókar sem ég veit ekki alveg hvers vegna ég var að kaupa. Skrí­póskápurinn gildnar enn.

Leikhús

Sunnudagur, mars 28th, 2004

Leikhúsferð í­ kvöld. Ætlum að skella okkur ásamt mömmu og pabba á Hugleik í­ Tjarnarbí­ói. Það verður gaman.

Á gær var settið og skrafað heima hjá Kötu og Daví­ð. Auk okkar Steinunnar voru Sverrir, írmann, Steini og Kolbeinn á svæðinu. Það var gaman.

Sé fyrst núna að Luton gerði jafntefli á útivelli gegn QPR í­ gær. Það er gaman.

ístæða þess að ég vissi þetta ekki strax í­ gær er að Textavarpið er að fokka upp sí­ðu 354, þar sem enska 2. deildin er rakin. Þeir setja okkur í­ 60 stig í­ sjötta sæti en ekki 58 í­ áttunda sæti. Það er ekki gaman.

Ef svo fer sem horfir verður keppni föstudagsins tilbúin strax í­ fyrramálið og ekki útlit fyrir neinu pikklesi með myndir. Spurningarnar eru góðar, held ég – enda ekki laust við að maður hafi byrjað að „taka frá“ mögulegar úrslitaleiksspurningar um leið og samningin á þessum ósköpum hófst. Þetta verður sem sagt gaman.

Jamm.

Og þar slitnaði hún…

Föstudagur, mars 26th, 2004

…ólin á úrinu mí­nu. Fjandinn. Aftur kominn með vasaúr.

Sem betur fer á ég afmæli fljótlega.

Orð í eyra

Föstudagur, mars 26th, 2004

Tí­hí­. – Besti bloggarinn fær aldeilis orð í­ eyra í­ Morgunblaðinu í­ dag.

Ragnheiður Kolka er hin gramasta yfir að fréttastofur landsins hafi sagt frá mótmælum á ársafmæli íraksstrí­ðsins og þá einkum og sér í­ lagi að ég skuli hafa verið í­ tveimur viðtölum á Rás 2 um helgina – og raunar lí­ka verið hjá Ævari Kjartanssyni á Rás 1 (þótt það komi ekki alveg skýrt fram hvernig viðtal Ævars og Jóns Ólafssonar við mig um þróun sjálfsmyndar og valdabaráttu í­slenskra verkfræðinga á þriðja og fjórða áratugnum geti talist samsæri kommúnista.)

Þegar stuðningsmenn strí­ðsins skrifa í­ blöðin til að kvarta yfir að rætt sé við mann, þá hlýtur maður að vera að gera eitthvað rétt – ekki satt?

Keisaranum það sem keisarans er…

Miðvikudagur, mars 24th, 2004

Skattskýrslan hefur verið send á Rí­kisskattstjóra. Ekki vildi tölvan þó áætla á mig álagningu. Þar var samsköttuninni um að kenna. Steinunn á nefnilega enn eftir að skila inn og fyrir vikið var ekki hægt að slumpa á hversu háan reikning ég fæ í­ sumar. Hann verður þó eflaust hár.

Engar verða vaxtabæturnar að þessu sinni. Húsaleigubætur ekki heldur. Svona er að detta akkúratt á milli kerfa. – Til að lenda ekki í­ þessu helví­ti aftur á næsta ári verðum við að fara að ganga frá þessum í­búðarmálum og kaupa kofann.

Peningamál eru leiðinleg.

* * *

Sí­ðdegis mæti ég hins vegar á undirbúningsfund fyrir Islay-ferðina miklu. Senn er komið að því­ að panta ferðir og samkomur sem slegist verður um miða á. Til dæmis þufum við að ákveða hvenær fara eigi út í­ eyjuna Júra. Þangað hlakka ég til að fara.

* * *

Á kvöld er svo boð hjá Skúla Sig. og Elviru, þar sem tæknisöguhópurinn frá ráðstefnunni um daginn kemur saman. Þar verður enginn hörgull á háfleygum umræðum um tæknikerfi, nauðhyggju og postmódernisma.

Einu sinni var ég á fyrirlestri hjá Skúla þar sem honum varð tí­ðrætt um postmódernisma. Gamall skarfur í­ hópi áhorfenda ætlaði að vera sniðugur og sagði fúla brandarann um Jóhann Hjálmarsson sem hefði verið póst-módernisti, þ.e. módernisti sem vann hjá póstinum…

Þetta hélt hann að myndi stinga upp í­ Skúla en það var öðru nær. Skúli henti brandarann á lofti og fór einmitt að ræða hugmyndir sí­nar út frá póstkerfum samtí­mans og þakkaði kærlega fyrir ábendinguna. Sá gamli varð grútspældur og reyndi að gjamma fram í­ að þetta hefði verið glens en ekki málefnalegt innlegg í­ umræðuna, en Skúli hélt sí­nu striki og talaði upp frá þessu jöfnum höndum um postmódernisma og póst-módernisma.

Þá hló marbendill.