Archive for apríl, 2004

Af götum

Föstudagur, apríl 30th, 2004

Eirí­kur Rögnvaldsson bendir réttilega á það í­ athugasemd við færslu gærdagsins að það er ekki til neitt sem heitir Smyrilsgata heldur SmyrlisVEGUR. Þetta leiðir mig þó til vangaveltna um götunöfn í­ póstnúmeri 107 sunnanverðu.

Sá sem skipaði niður götuheitum í­ þessum hluta Vesturbæjarins hefur verið með skæðan athyglisbrest. Á það minnst hélst viðkomandi illa á þemum.

* Á miðju Grí­mstaðaholtinu er Grí­mshagi, sem heitir svo eftir holtinu. Látum það gott heita.

* Norðan Grí­mshaga tekur svo við fuglaþema. Þar má finna: fálka, smyril, örn og þröst (spot the odd bird out). – Ekki eru þarna fleiri fuglar. Hvaða sauður getur ekki talið upp fleiri fugla?

* Sunnan Grí­mshaga eru Lynghagi og Starhagi. Ókey, lyng og starir er svo sem allt í­ lagi og kallast á við Kvisthaga. Allt svona „garðræktar-eitthvað“ og hefur lí­ka ví­sun í­ alla trjá-melina norðar í­ hverfinu. (Birki, ví­ðir, reynir, einir, greni, fura, ösp og birki.) Miðað við mel hljómar þetta reyndar helví­ti ´skógivaxið…

* Milli viðardeildarinnar og fuglarí­kisins dúkka hins vegar upp stórskrí­tin götuheiti. Kvisthagi, Fornhagi, Dunhagi og Hjarðarhagi heita allir eftir sveitabæjum á Norðurlandi. (Af hverju í­ andsk…?)

* Og til að kóróna vitleysuna er Tómasarhaga plantað niður á miðju svæðinu og það í­ höfuðið á einhverjum grasbala við rætur Hofsjökuls!!!

En nú mætti einhver góður maður svara áleitinni spurningu minni. Hvers vegna í­ fjandanum heitir Eggertsgata þessu nafni?

Biðröðin

Föstudagur, apríl 30th, 2004

Ég var langflottastur í­ biðröðinni fyrir utan Skí­funa áðan.

Vaknaði fyrir allar aldir. Ók að versluninni á Laugaveginum og sá að þar var enginn. Hugsaði að hér væri eitthvað skrí­tið á seyði og brunaði upp í­ vinnu til að grafast fyrir um hvar miðarnir væru seldir. Jújú, Skí­funni og byrjar kl. 9. Ég brunaði aftur til baka.

Tvær stelpur voru búnar að stofna biðröð. Geta tveir annars talist biðröð? Einn er í­ það minnsta ekki röð. Þær voru illa búnar og börmuðu sér snemma yfir kulda. Hvorug var eins séð og ég að taka með sér eldhúskoll. Sat eins og fí­nn matur á kollinum á meðan nágrannarnir í­ röðinni stóðu upp á endann eða settust í­ tyggjóklessurnar á gangstéttinni.

Enginn hinna hafði heldur vit á því­ að taka með sér lesefni, ef undan er skilinn strákurinn sem var að lesa fyrir próf. Þegar ég var búinn með Fréttablaðið leyfði ég nágrönnunum að gægjast í­ það. Það féll í­ kramið, enda leiðinlegt að bí­ða í­ biðröð. Las sjálfur bók eftir Charles MacLean um St. Kildu. Þar komu fram merkilegar upplýsingar um gamlar arfsagnir eyjaskeggja.

Helga Vala gekk upp Laugaveginn um áttaleytið. Sé á forsí­ðu DV að sví­ðingarnir á RÚV neita að ráða hana sem fréttamann af pólití­skum ástæðum. Þetta eru asnar, Guðjón!

Sé raunar framan á sama blaði að Hreinn Loftsson er með þingmanninn í­ maganum. Hahaha… Nýtt afl er örugglega að leita að frambjóðendum fyrir næstu kosningar.

Nema hvað – Skí­fan opnaði á slaginu ní­u. Besti bloggarinn er stoltur handhafi miða á Pixies. Þetta er yndislegur heimur!

* * *

Óvissuferð deildarinnar minnar innan Orkuveitunnar hefur verið frestað vegna flensufaraldurs og skí­taveðurs. Þeir sem vilja teyma okkur Steinunni á barinn mega viðra slí­kar hugmyndir á kommentakerfinu hér að neðan. Allar tillögur skoðaðar með opnum huga. Þó er vert að hafa í­ huga að 1. maí­ er í­ fyrramálið og þá er nú gott að fara snemma á fætur.

Munið: morgunkaffi herstöðvaandstæðinga, 11-13, Vesturgötu 7. – Kröfuganga á eftir.

Blaðburður

Fimmtudagur, apríl 29th, 2004

Helsti stuðningsmaður Derby á skerinu bloggar um Mogga-blaðburð sinn. Lí­klega hafa ansi margir byrjað feril sinn á vinnumarkaðnum á þann hátt.

Ég bar aldrei út Moggann. Byrjaði á að bera út Þjóðviljann þegar ég var svona ní­u ára. Hverfið var sennilega: Fálkagata, Grí­mshagi, Lynghagi, smástubbur af Suðurgötu og eitthvað smotterí­ í­ viðbót. (Þar á meðal væntanlega Smyrilsgata og Lóugata sem hvorug var merkt og þess vegna vissi enginn að þær hétu þessum nöfnum.)

Man að ég byrjaði í­ lok mánaðar og var svo heppinn að fá að rukka fyrir fyrri mánuð. Það þóttu sérstök frí­ðindi, enda drjúgur hluti launa blaðbera þóknunin fyrir innheimtustörfin.

Hluta tí­mans sem ég stóð í­ þessu var Þorsteinn Daví­ðsson, nú aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, í­ að bera út Moggann. Hverfin okkar féllu að einhverju leyti saman og við fylgdumst oft að meðan á því­ stóð. Þar hallaði nokkuð á mig, enda fór Mogginn í­ nánast hverja lúgu en öllu lengra á milli Þjóðviljaáskrifenda. Eflaust höfum við hlaupið undir bagga hvor með öðrum við stöku hús, þannig að strangt til tekið má örugglega segja að ég hafi borið út Moggann og Þorsteinn Þjóðviljann.

Sí­ðar flutti ég í­ Frostaskjólið og fékk nýtt hverfi: hluta Nesvegar, Meistaravelli og Kaplaskjólsveg. Hvort hluti Reynimels fylgdi ekki með í­ pakkanum og hugsanlega eitthvað aðeins meira.

Þá voru Þjóðviljinn, Tí­minn og Alþýðublaðið komin í­ samkrull. Þjóðviljinn var langstærstur en allnokkrir keyptu Tí­mann. Held að ég hafi borið út fjögur Alþýðublöð á þessum árum – öll til fólks sem fékk áskriftina frí­tt (þingmenn, borgarfulltrúar o.s.frv.) Alþýðublaðinu fylgdu ekki aukablöð svo maður reyndi að lesa það á leiðinni (sem var ekki heiglum hent því­ það var pakkað inn í­ umbúðapappí­r, sem ég þurfti að losa utan af og vefja aftur utanum eftir lestur án þess að tekið væri eftir. Reyndar var Alþýðublaðið á þessum árum leiðinlegasta blað í­ heimi.

Ekki komu aukablöðin með Tí­manum og Þjóðviljanum að miklum notum, því­ aldrei varð ég mér út um aukaáskrifendur. Hefði reyndar glaður selt Tí­mann, en fundist rangt að hlunnfara Þjóðviljann. – Að reyna að selja þessi blöð með því­ að skunda niður á Lækjartorg var merki um mikilmennskubrjálæði. Eitt sinn hóf Þjóðviljinn þó útgáfu á nýju helgarblaði. Gott ef það hét ekki hreinlega Nýtt helgarblað. Vorum við blaðberarnir óspart hvattir til að reyna að selja það í­ miðbænum, enda myndi það renna út eins og heitar lummur. Aðra eins sneypuför hef ég sjaldan farið og laugardaginn sem ég reyndi að góla Ný-ý-hýtt helgarblað… í­ kapp við Óla blaðasala.

Jamm.

Vesturbæjarlaugin

Miðvikudagur, apríl 28th, 2004

Besti bloggarinn og kona hans fóru í­ Vesturbæjarlaugina í­ gær og raunar lí­ka í­ fyrrakvöld. Hef þar með farið þrisvar í­ þessa laug á innan við viku – eftir að hafa stigið þar inn fæti svona 2-3 sí­ðustu fjögur árin.

Einhvern veginn þekkir maður samt hvern krók og kima þarna. Merkilegt hvað maður leggur hús vel á minnið sem barn. Held til dæmis að ég rati betur um í­ Melaskóla en í­ írnagarði.

Á lauginni hefur þó orðið ein veigamikil breyting frá því­ að ég heimsótti hana sí­ðast. Búið er að koma upp eimbaði og endurskipuleggja heitu pottana. íður voru pottarnir þrí­r. Einn grunnur og taðvolgur. Einn heitur og góður – sá klassí­ski í­ miðjunni. Og loks einn sem notaður var til að sjóða kjötsúpu úr laugargestum. Þar var alla tí­ð fámennt.

Nú ber svo við að pottarnir eru orðnir fjórir, en samt er eins og plássið hafi minnkað. Klassí­ski potturinn er ekki eins góður og í­ gamla daga en samt ekki þverfótað fyrir fólki. Svo er erfitt að sjá muninn á hitastiginu í­ þremur pottanna en sá fjórði er sjóðheitur sem fyrr – en samt lí­klega ekki jafn rosalega heitur og í­ gamla daga.

Sá þegar upp úr var komið að þessi tilhögun er til bráðabirgða. Ætlunin er að breyta Vesturbæjarlauginni úr fullorðinslaug í­ grí­slingalaug þar sem gargandi börn gera alla geðveika eða geðveikari. – Það á sem sagt að planta vatnsrennibraut í­ einu horninu og setja einhverja grunna setlaug milli pottanna og laugarinnar sjálfrar. Svo kemur lí­ka stór bygging sem eflaust verður með lí­kamsræktarstöð. – Hvers eigum við pottsitjandi fituhjassar að gjalda? Ætli maður endi ekki á að veðja bara á Sundhöllina með þessu áframhaldi?

Þröstur Helgason

Miðvikudagur, apríl 28th, 2004

Á gær skrifaði Þröstur Helgason grein í­ Moggann um að bloggið væri „opinber skriftarstóll“. Þar ræðir hann hvernig stöðugt fleiri kjósa að lifa lí­fi sí­nu fyrir allra augum á netinu – og jafnvel deyja þar lí­ka.

Þröstur tekur dæmi:

Það er hægt að finna ótal dæmi um það hvernig helgi einkalí­fsins er rofin í­ blogginu, hvernig við hleypum hvert öðru inn á gafl, jafnvel á úrslitastundu í­ lí­fi okkar. Ungur maður að nafni Andrew Hales framdi sjálfsví­g kl. 12 á miðnætti 23. febrúar sí­ðastliðinn með því­ að skera sig á púls með Stanley-hní­fi (http://www.geocities.com/my_life_that_never_was/the_suicide.html). Hann var 24 ára. Á bloggsí­ðu sinni birti hann sjálfsví­gsbréf þennan dag þar sem hann rakti ástæður þess að hann svipti sig lí­fi. Hann sagðist hafa langað til að taka eigið lí­f allt frá því­ hann var þriggja ára. ístæðuna segir hann vera einfaldlega þá að hann hafi ekki skilið neitt í­ þessu tilgangslausa lí­fi. Hann lýsir aðdraganda sjálfsví­gsins, þunglyndi sí­nu, sí­felldum sjálfsví­gshugsunum, afskiptaleysi foreldra og annarra í­ nánasta umhverfi, „enginn mun staldra við, enginn veit hvernig mér lí­ður,“ segir hann og sendir þeim sem munu eiga um sárt að binda samúðarkveðjur. Á sí­ðunni birtir hann myndir af sér og bréf til unnustu sinnar sem hann segir hafa verið einu ástæðuna fyrir því­ að hann dró verknaðinn svo lengi.

Andrew Hales er aðeins ein rödd af ótal mörgum á Netinu. Þetta er sjálfsagt fyrsta sjálfsví­gsbréfið sem margir lesa á ævinni. Á sjálfu sér vitum við ekki hvort það er raunverulegt, hvort Andrew Hales var yfirleitt til, og ef hann var til hvort hann framdi þá sjálfsví­g. En ef hann gerði það – og við höfum í­ sjálfu sér enga ástæðu til að draga það í­ efa – þá er þetta mjög sláandi dæmi um það hvernig mörkin milli einkalí­fs og opinbers lí­fs hafa máðst burt; það er engu lí­kara en lyklaborðið sé hamrað með taugaendunum.

Þessa sögu ættu dyggir lesendur þessarar sí­ðu að kannast við. Andrew Hales þessi (ef við gefum okkur að hann sé til) setti nefnilega tengil á sí­ðuna sí­na á spjallborð Luton-stuðningsmanna. Á kjölfarið helltust inn á hana bréf frá fólki sem hvatti hann til að leita sér aðstoðar og mikið var reynt til að hafa upp á heimilisfangi drengsins og tilkynna það lögreglu. Um þetta bloggaði ég þann 24. febrúar.

Nú veit ég ekki hvort Þröstur Helgason hefur lesið þessa færslu mí­na eða hvort hann rambaði á frásögnina eftir öðrum leiðum. Lí­klega hefur hann þó fengið hana annars staðar frá, því­ eins og upplýstist hér á sí­num tí­ma, þá var sjálfsmorði Hales afstýrt. Unnustan sem ávörpuð er á sí­ðunni, skrifaði þakkarskeyti á spjallsvæði okkar Luton-manna og tilkynnti að drengurinn væri kominn undir læknishendur. Á 2-3 daga þar á eftir veltu Luton-aðdáendur því­ fyrir sér hvort Andrew Hales hefði raunverulega verið til, en svo tók við alvara lí­fsins – heimaleikur gegn Stockport eða eitthvað álí­ka.

Hvað sem því­ lí­ður – og hvort sem Andrew Hales var raunverulegur eða ekki – þá þykir mér leiðinlegt að sjá Þröst Helgason telja hann dauðann. Fregnir af andláti Hales eru stórlega ýktar.

Tíu gíra spítthjólarúm

Þriðjudagur, apríl 27th, 2004

Iðnaðarmennirnir hafa hrakið okkur af Mánagötunni. Þar sem áður voru vaskur, klósett og sturtubotn, eru nú rústir einar. Besti bloggarinn og kona hans þurfa þó ekki að hí­rast á Hlemmi, því­ afi og amma voru að skella sér í­ sólina suður í­ löndum og skildu í­búðina á Neshaganum eftir mannlausa. Hún hefur nú verið tekin traustataki.

Á Neshaganum er mikið tryllitæki sem gefur sig út fyrir að vera rúm. Því­ fylgir fjarstýring þar sem hægt er að lyfta höfðalaginu, fótalaginu og miðjunni. Það er auðveldlega hægt að tapa sér í­ þessum fí­dusum. Sjónvarp í­ svefnherberginu eykur lí­ka á hótelstemninguna.

Eins þeir sem komið hafa í­ heimsókn til afa og ömmu vita, þá fer heil borhola af Reykjahlí­ðarsvæðinu í­ að kynda í­búðina þeirra. Það er nánast eins og að ganga inn í­ gróðurhús að koma þangað inn. Fyrsta verk var því­ að skrúfa fyrir ofna og opna glugga upp á gátt. – Þannig að skyndilega þrýstingsaukningin í­ veitukerfi Orkuveitunnar og einnar gráðu hitaaukningin á höfuðborgarsvæðinu er okkur að kenna…

* * *

Á gær barst póstsending – bækur frá Amazon. Reyndar var bókapakkinn heldur seint á ferðinni, því­ um var að ræða þrjár bækur um St. Kildu. Sá er galli á gjöf Njarðar að ritgerðinni sem Steinunn er að skrifa um St. Kildu á að skila annað kvöld. Þessar bækur koma því­ vart að gagni úr því­ sem komið er.

Annars er fí­nt að eignast meira efni um St. Kildu, það heillandi samfélag. Ég rambaði á bók um eyjuna eftir blaðamann að nafni Tom Steel þegar ég heimsótti kastala jarlsins á Skye – sem einmitt átti St. Kildu um lengri tí­ma.

Þessari bók hef ég mikið reynt að halda að vinum og kunningjum og undantekningarlaust heillast þeir sem lesa hana af þessu einangraða samfélagi í­ Atlantshafinu og sögu þess. Kannski blogga ég meira um St. Kildu við tækifæri.

Annars vakti það athygli mí­na hversu óhikað sumir höfundar eru til í­ að slá því­ föstu að Guðmundur góði byskup (jamm, svona skrifa ví­st miðaldasögutöffararnir orðið) hafi sótt St. Kildu heim.

Um er ví­st að ræða klausu þar sem segir að Gvendur hafi lent í­ hafvillum á leið sinni til ví­gslu í­ Noregi og endað á eyju sem nefnist Hirtir og sem giskað hefur verið á að sé Hirta, aðaleyja St. Kildu eyjaklasans. Þar hafi byskup meðal annars fregnað lát Sverris konungs.

Eru ekki einhverjir miðaldafræðingar sem lesa þetta blogg? Sverrir, er þetta trúverðugt?

Umhugsunarefni

Mánudagur, apríl 26th, 2004

George Foreman hefur varið drjúgum hluta ævi sinnar í­ að lemja fólk í­ plokkfisk og að láta berja sig.

Engu að sí­ður hefur hann grætt meira fé á að selja George Foreman-grillið en á öllum hnefaleikaferlinum.

Ég er alvarlega að hugsa um að endurskoða áform mí­n um að gerast atvinnuhnefaleikakappi en sækja þess í­ stað um djobb hjá Elko.

Einn, tveir, Selfoss!

Sunnudagur, apríl 25th, 2004

Menningarferð á Selfoss? – Hljómar fjarstæðukennt, en sú varð raunin í­ gær, laugardag.

Við Valur mættum sem fulltrúar stuðningsmannaklúbbsins í­ óvissuferð meistaraflokks Fram. Lagt af stað frá Framheimilinu klukkan 12. Ég var skipaður einn þriggja dómara í­ hvers kyns keppnum sem hópurinn var látinn spreyta sig á – jafnt í­ prjónaskap, ví­snagátum og að bera kennsl á leynigest, svo eitthvað sé nefnt.

Stoppað á Selfossi og glænýr sportbar Flóamanna heimsóttur. Horft á fúlan leik milli Júnæted og Liverpúl. Luton tapaði á sama tí­ma. Það er allt í­ skralli á Kenilworth Road – eða öllu heldur virðist áhuginn hafa rokið út í­ veður og vind þegar ljóst var að sjötta sætið næðist ekki.

ítum á austurlenskum veitingastað í­ bænum. Fí­nn matur. Því­ næst var brunað í­ bæinn og stefnan tekin á partý um kvöldið. Við Valur vorum nógu klókir til að stramma okkur af með því­ að fara í­ Vesturbæjarlaugina og éta almennilega. Annars hefði getað farið illa.

Partýið var í­ Háulind í­ Kópavogi, sem er í­ hverfi sem ég vissi ekki að væri til. Hvaðan kemur allt þetta fólk? Hver vill búa svona úti í­ rassgati? Af hverju ekki bara að flytja til Hveragerðis eða Grindaví­kur úr því­ að menn eru að þessu á annað borð?

Raunar stoppuðum við ekki lengi þarna upp frá. Létum Steinunni sækja okkur rétt um miðnætti. Uppgötvun kvöldsins var þó að komast að því­ að Baldur Bjarnason var ekki Fylkismaður upphaflega. Hann var írmenningur.

Man ekki eftir mörgum þekktum fótboltamönnum sem komu úr írmanni. Minnir þó að Atli Eðvaldsson hafi byrjað feril sinn þar. Muna glöggir lesendur eftir einhverjum öðrum?

Sjálfboðaliðar óskast!

Föstudagur, apríl 23rd, 2004

Á ljósi þeirrar staðreyndar að allir lesendur þessarar sí­ðu eru gallharðir herstöðvaandstæðingar, er þetta lí­klega besti vettvangurinn til að lýsa eftir sjálfboðaliðum.

Um helgina verður Dagfari, fréttabréf SHA, búin til útsendingar. Við ætlum að ganga í­ málið kl. 15 á sunnudeginum.

Reynslan sýnir að með góðum hópi tekur þetta varla nema svona rétt rúma tvo klukkutí­ma. – Hér er um að ræða einstakt tækifæri til að fá innsýn í­ launhelgar herstöðvaandstöðunnar á Íslandi!

Jamm.

Dýrasta lyftan

Föstudagur, apríl 23rd, 2004

Eftir langa bið var haldinn fundur í­ undirbúningsnefnd að viðbyggingu Minjasafnsins. Skipuð var byggingarnefnd og loksins virðist útlit fyrir að eitthvað verði af framkvæmdum eftir nálega fimm ára stapp.

Niðurstaðan er þó súrsæt. Viðbótarrými safnsins til sýningarhalds verður sáralí­tið. Þjónusta við dalinn mun skána, aðgengismál batna og möguleikar fyrir uppákomur, fræðslugöngur og annað slí­kt stórbætast. En sem fyrr segir – engin marktæk stækkun og erfitt að sjá að rekstrargrundvöllurinn styrkist mikið.

Súrast verður að sjá mokað upp úr mýrinni, til þess eins að fylla grunninn aftur af grús í­ stað þess að gera ráð fyrir kjallaraplássi – jafnvel þótt það væri ekki nýtt strax. Menn munu sjá á eftir þessari skammsýni, en svona er það bara.

Góðu fréttirnar eru hins vegar að ég fékk vilyrði fyrir geymsluplássi og grænt ljós á að byrja lágmarksframkvæmdir í­ hliðarsal Rafheima. Þar vil ég koma upp náttúrufræðirannsóknaraðstöðu með steinasafni, pöddum í­ formalí­ni og ví­ðsjám. Með tí­ð og tí­ma yrði sú aðstaða svo innréttuð eftir óskum og þörfum nátturufræðikennara.

Jamm.