Archive for maí, 2004

Bless

Fimmtudagur, maí 27th, 2004

Hér verður ekkert skrifað til 14. júní­.

Reynið að þrauka.

Á forföllum besta og frægasta bloggarans, tekur næstbesti og næstfrægasti bloggarinn við djobbinu. Þeir sem þurfa að láta opna verslunarmiðstöðvar, heilsa erlendum þjóðhöfðingjum, planta trjám eða mæta í­ gáfulega útvarpsþætti er bent á Þórdí­si í­ minn stað.

Jamm.

Sæfífillinn

Miðvikudagur, maí 26th, 2004

Ók fram hjá sæfí­flinum, eða hvað svo sem þessi ófögnuður á að fyrirstilla. Þar er ég að sjálfsögðu að tala um foxljóta NATO-„listaverkið“ sem búið er að setja upp við Hótel Sögu. – Ljótasta höggmynd Reykjaví­kur er fundin.

* * *

Á morgun henti ég rusli frá safninu. Fullum sendiferðabí­l. Þar á meðal voru gifsplötur eins og finna má í­ öðrum hverjum grunnskóla á landinu. Ég var berhentur og í­ stuttermabol. Það sví­ður núna. Urr.

Pixies

Miðvikudagur, maí 26th, 2004

I’ve kissed mermaids, rode the el nino
walked the sand with the crustaceans
could find my way to mariana
on a wave of mutilation …

Var eins og krakki í­ dótabúð á Pixies-tónleikunum. Hæstánægður með þetta allt saman. Höfðum vit á að mæta snemma og fengum góðan stað.

Frank Black er feitari en nokkru sinni fyrr. Syngur samt eins og kórdrengur á köflum. Kim Deal er langflottust. Mér finnst að það ættu að vera reglur sem segðu að allar konur sem spila á bassa í­ rokkhljómsveitum eigi að kveikja sér í­ sí­garettu a.m.k. tvisvar á hverjum tónleikum.

Ghostdigital var ekki alveg að gefa sig í­ upphituninni, þrátt fyrir skemmtilega spretti. Þegar ég frétti að Einar Örn hefði sett son sinn kornungan í­ sveitina hélt ég að það væru stælar. Á ljós kom að bandið er best þegar sá stutti þenur trompetinn (hvort talar fólk almennt um trompet í­ kk. eða hk.?) – Hann varð feimnari eftir því­ sem á leið og lögin döluðu.

* * *

Úff, gott að hafa misst af tapinu á Laugardalsvelli. Það var ví­st ljótt að horfa á.

Stopult

Þriðjudagur, maí 25th, 2004

Þau verða stopul og stuttaraleg bloggin hjá mér fram að Skotlandsreisunni stóru. Ég ætla svo ekki að hreyfa við þessari sí­ðu meðan á ferðalaginu stendur. Stefni meira að segja að því­ að halda mig að mestu frá öllu netsambandi – þó ekki væri nema til að minna mig á að heimurinn ferst ekki þó ég sé internetlaus í­ hálfan mánuð.

Tek sí­mann með til útlandsins, einkum til að geta látið SMS-a á mig fréttir af FRAM. Meðan á ferðinni stendur missi ég af Grindaví­k (úti); Fylki (heima); 32-liða úrslitum bikarsins, sem og drættinum í­ þau og í­ 16-liða úrslitin.

Einnig eru öll önnur úrslit vel þegin.

Jamm.

Gula ógeðið

Mánudagur, maí 24th, 2004

Ojjbarasta, gula ógeðið skí­n inn um gluggann. Hér er alltof heitt. Hérna vantar meira vatn.

Mætti ég þá heldur biðja um almennilegt rigningarsumar á skerinu.

Sem betur fer styttist í­ Skotlandsför. Þar rignir alltaf.

Gláp

Sunnudagur, maí 23rd, 2004

Helgin var tekin í­ ví­deó- og sjónvarpsgláp. Kannski ekki um annað að ræða, enda stutt í­ utanförina miklu og Steinunn á að heita að vera að semja ritgerð.

Myndirnar í­ sjónvarpinu voru þunnur þrettándi. Sú af ví­deóleigunni hins vegar ekki.

Tókum In the Cut, hasarmynd sem Hilmar Örn gerði tónlistina við. Ef ekki væri fyrir hvað Hilmar Örn er mikill snillingur hefðum við aldrei í­ lí­finu látið okkur detta í­ hug að leigja myndina – sjoppuleg mynd framan á spólunni og klisjukennd lýsing á fjöldamorðingja-sálfræðidrama með Meg Ryan af öllum konum í­ aðalhlutverkinu.

Útkoman kom hins vegar á óvart. Myndin er gróf, subbuleg á köflum og með slatta af kynlí­fi. Reyndar öskrar það á mann meðan á henni stendur að verið sé að fylgja eftir söguþræði í­ skáldsögu.

Á miðri mynd stakk það mig að eitthvað skrí­tið væri á ferðinni. Ég greip fjarstýringuna og spólaði nokkrum sinnum fram og til baka. Kom þá í­ ljós mistök í­ klippingunni. Sama stelpan labbaði eftir sömu götunni með örstuttu millibili. Var hreykinn af sjálfum mér fyrir að reka augun í­ þetta. Hef aldrei áður uppgötvað án ábendingar mistök í­ bí­ómynd. (Fyrir utan atriðið í­ Punktur, punktur, komma, strik þar sem hljóðneminn sést efst í­ myndfletinum. Það telst varla með.

* * *

Fór í­ Kolaportið í­ gær. Keypti ní­u bækur. ítta teiknimyndasögur og eina myndabók með múmí­nálfunum. Keypti mér lí­ka eina sagnfræðilega bók – um Balkanstrí­ðin 1912-13.

Jamm.

Skil

Föstudagur, maí 21st, 2004

Jæja, þar með er veturinn endanlega búinn og sumarið byrjað. Á miðvikudagskvöldið héldum við í­ SHA sumarskemmtun, sem tókst þrælvel. Þar með telst starfsárinu lokið. Fram á haust munu mí­n félagsstörf því­ nánast einvörðungu snúast um fótbolta.

Og talandi um fótbolta – við Valur skelltum okkur til Eyja í­ gær. Sáum Framara ná jafntefli gegn heimamönnum. Það eru góð úrslit. Eyjamenn eru mjög erfiðir heim að sækja. Tvær umferðir búnar og fjögur stig komin í­ hús. Ví­kingar og KA-menn mætast í­ kvöld. Kannski maður heyri í­ Ragga Kristins og mæti á völlinn? Það er alltaf gaman að klappa fyrir Ví­kingum.

Múmínálfarnir – upphafið

Þriðjudagur, maí 18th, 2004

Kvöldsagan á Mánagötunni er smásaga eftir Tove Jansson um múmí­nálfana, úr safnriti á norsku þar sem birtar eru saman smásögur, kvæði, mataruppskriftir og myndir úr ýmsum múmí­nálfabókum og af öðrum vettvangi.

Hér er nánar tiltekið um að ræða fyrstu söguna um múmí­nálfana, en sí­ðar áttu persónurnar eftir að taka verulegum breytingum í­ meðförum höfundarins bæði hvað varðar útlit og hegðun.

Fyrir það fyrsta eru múmí­nálfarnir agnarsmáir. Mæðginin ferðast um, en múmí­npabbi er horfinn á braut – farinn á flakk með hattí­föttunum. Umhverfið er ekki kyrrt og friðsælt heldur geggjað og yfirþyrmandi. Allskyns kynjaskepnur og skrí­msli eru á hverju strái, en því­ er ekki að heilsa í­ bókunum (nema þá helst í­ Endurminningum múmí­npabba.)

Hins vegar er hugmyndin um að forfeður múmí­nálfanna hafi hafst við í­ örnum þegar komin til sögunnar, enda þess getið sérstaklega að múmí­nálfar kunni ekki að meta miðstöðvarkyndingu.

Forfaðirinn í­ arninum er einhver skemmtilegasta aukapersóna bókaflokksins.

Jamm.

Færeyjar-Ísland 1930

Mánudagur, maí 17th, 2004

Sem kunnugt er, telst fyrsti landsleikur Íslands í­ knattspyrnu hafa farið fram 1946. Fyrir þann tí­ma kepptu úrvalslið við erlendar áhafnir og jafnvel keppnislið, en sannarlega var ekki talið um eiginlega landsleiki að ræða.

Á 12. manninum, stuðningsmannasí­ðu færeyska landsliðsins, er birtur listi yfir landsleiki Færeyinga frá upphafi. Athyglisvert er að bera hann saman við skrár KSÁ yfir landsleikjasöguna:

Samkvæmt þeim lista léku í­slendingar fyrst A-landsleik við Færeyjar árið 1972. 1959-1968 höfðu liðin mæst nokkrum sinnum, en KSÁ og Færeyingunum ber saman um að þar hafi verið um að ræða B-landslið Íslands. Það taldist því­ ekki fullgildur landsleikur að taka þátt í­ þeim leikjum. Öðru máli gildir um Færeyjaleikina eftir 1972. Þeir gefa A-landsleik, þrátt fyrir að Færeyjar væru framan af ekki fullgildur meðlimur í­ UEFA og FIFA. Íslendingar kusu hins vegar að lí­ta svo á að um alvöru landsleiki væri að ræða.

En fremst á lista Færeyinganna er nokkuð sem vekur athygli. Fyrir árið 1948 telja þeir upp fimm landsleiki. Þrjá í­ júní­mánuði 1930 á keppnisferðalagi í­ Hjaltlandseyjum og einn til viðbótar árið 1935 í­ Lærví­k. Fimmti leikurinn fór fram 29. júlí­ 1930 í­ Þórshöfn… GEGN ÍslANDI!

Úrslitin voru Færeyjar 0 – Ísland 1. Mark Íslands var skorað í­ fyrri hálfleik.

Og þá spyr Stefán: Hefur einhver heyrt talað um þennan leik? Léku Íslendingar landsleik við Færeyjar árið 1930? Og ef svo er, hvers vegna er hann ekki talinn fyrsti landsleikurinn?

Nú kynni einhver að benda á að 1930 hafi Ísland ekki getað teflt fram löglegu landsliði, enda ekki aðili að FIFA – en á móti kemur að Færeyjar voru það ekki heldur 1972-1987, engu að sí­ður viðurkennum við landsleiki okkar gegn þeim.

Hér kemur tvennt til greina:

i) Kannski eru Færeyingarnir eitthvað að misskilja. Kannski kom hópur unglinga frá Íslandi árið 1930 – jafnvel bara eitthvað félagslið og Færeyingarnir töldu ranglega að um landslið hefði verið að ræða.

eða

ii) Að við verðum að endurskrifa knattspyrnusöguna. Það getum við annað hvort gert með því­ að skrá leikinn 1930 sem fyrsta landsleik Íslands eða með því­ að strika út alla leiki okkar við Færeyinga fyrir 1987. Það verður ekki bæði sleppt og haldið.

Jamm.

Hógværð

Mánudagur, maí 17th, 2004

Nei Björn, ég ætla ekki að monta mig yfir sigri Framara í­ gær. En óskaplega er það mikill munur að vinna stundum leiki…

* * *

Um daginn bloggaði ég um skosku deildina – hvort Partick Thistle myndi halda sæti sí­nu í­ úrvalsdeildinni þrátt fyrir að lenda í­ botnsætinu. Spurningin var hvort Clyde myndi tryggja sér efsta sætið í­ fyrstu deild (og þar með færast upp í­ þá efstu) eða hvort Inverness Caledonian Thistle hefði betur og yrði dæmt til að sitja eftir á grundvelli of lí­tils heimavallar.

Clyde klúðraði þessu í­ lokaumferðinni og tapaði heima gegn keppinautunum – og þá er hin fyrirsjáanlega staða komin upp. Um þetta er fjallað í­ The Herald í­ dag.

Á stuttu máli tekur heimavöllur Inverness rétt rúmlega 6.000 manns en lágmarkskröfur skosku úrvalsdeildarinnar er 10.000. Einn kostur í­ stöðunni er að 1.deildarmeistararnir fái að færast upp og leiki heimaleiki sí­na í­ Aberdeen. Það krefðist þess að stuðningsmennirnir ferðuðust 110 mí­lur á „heimaleikina“, auk þess sem vallarleigan myndi sliga félagið og koma endanlega í­ veg fyrir að það gæti plumað sig í­ deild hinna bestu.

Sigurganga Inverness er hálfgert Öskubuskuævintýri. Sambærilegt við það ef Bolungarví­k, Norðfjörður eða Húsaví­k kæmist í­ efstu deild hér á klakanum – þess vegna þykir mörgum það fjári súrt að þeir verði sviptir sigrinum á tækniástæðum.

Þetta er harður heimur…