Archive for júní, 2004

Harðfiskur

Miðvikudagur, júní 30th, 2004

Þvert á betri vitund keypti ég mér harðfisksbréf í­ 11-11 í­ gær. Þessir næfurþunnu pakkar innihalda sjaldnast góðan harðfisk. Hvers vegna drullast ég ekki oftar í­ Kolaportið til að kaupa almennilegan harðfisk – eða það sem betra væri, hvers vegna heimsækir konan sem selur pabba reglulega harðfisk ekki Norðurmýrina lí­ka? Hver segir að bara Vesturbæingar kunni gott að meta?

* * *

Fituhjassinn ég mætti í­ gymið í­ fyrsta sinn í­ alltof langan tí­ma í­ gær. Litlu mátti muna að nærri færi fyrir mér eins og skipshundinum Jóni í­ texta Olgu Guðrúnar.

* * *

Þjálfari FRAM sagði upp. Hvað í­ ósköpunum erum við eiginlega búnir að hafa marga þjálfara á sí­ðustu 6-7 árum? Það er þó óskandi að þetta verði til að rí­fa liðið upp.

* * *

Óli leit í­ heimsókn í­ gær. Prufuðum Jura Superstition-mí­neatúr, en það er ný framleiðsla frá Júru – móreykt bygg notað við framleiðsluna til að skapa Islay frekar en Highland-keim. Ekki galið. Virðing mí­n fyrir Júru-viskýi hefur stóraukist á liðnum vikum og mánuðum.

* * *

EM í­ kvöld. Stefnan tekin á höfuðstöðvar VG þar sem sett hefur verið upp sjónvarp vegna keppninnar. Portúgal eða Holland í­ úrslitin gegn Grikkjum – tja, eiginlega stendur mér á sama. Vona samt að Holland vinni ekki í­ ví­takeppni. Ef sú yrði niðurstaðan væri Holland nefnilega komið í­ úrslitaleikinn út á EINN sigurleik og það gegn Lettum.

Benno

Þriðjudagur, júní 29th, 2004

Einhverju sinni mæltist bloggfressið til þess að einingin Billy yrði tekin upp í­ SI-einingakerfið, enda IKEA orðin þekkt, alþjóðleg stærð.

Þetta er frábær hugmynd og augljóslega myndi hvert Billy skiptast upp í­ 10 Benno. Keyptum okkur einmitt Benno-geisladiskastand um helgina, til viðbótar við þann sem fyrir var í­ stofunni. Þörfin var brýn, enda geisladiskahulstrin eins og hráviði um allt stofugólf.

Eftir að búið var að púsla mublunni saman og raða diskunum, kom margt skemmtilegt í­ ljós. Steinunn var til dæmis að komast að því­ að við ættum Depeche Mode-disk og raunar tvo fremur en einn.

Verst er að við hjúin virðumst ekki hafa þroska í­ að eiga tómar hillur. Rukum þess vegna í­ plötubúð strax í­ hádeginu á mánudag og keyptum þrjá diska til viðbótar – þrátt fyrir fögur loforð um að halda okkur á mottunni a.m.k. fram yfir Visa-reikning dauðans frá Skotlandsferðinni.

Raunar var sérstök ástæða til að kaupa diskana. Lou Reed og Velvet Underground eru einfaldlega nauðsynlegt í­tarefni til upphitunar fyrir tónleikana í­ ágúst – en við eigum miða!

– og talandi um tónleika: Steinunn mætir á Metallicu. Sjálfur verð ég heima að fylgjast með Grikkjum vinna EM.

* * *

Erna hafi bestu þakkir fyrir notalega kvöldstund. Varð raunar óskaplega þunnur. Kenni Hindberja/hví­tví­nsbúðingnum um…

* * *

Vil ekkert ræða um í­slenska fótboltann. Þetta helví­ti gæti lagt hvern mann í­ rúmið. Hugga mig við væntanlegan Evrópumeistaratitil Grikkja og að æfingatí­mabilið hjá Luton fer að byrja.

* * *

Óli Jó mætir á skerið í­ dag. Fagna því­ allir góðir menn.

* * *

Kosningasjónvarp RÚV var öööömurlegt. Þorstein Joð í­ stjórnmálaskýringarnar!

Lán í óláni

Föstudagur, júní 25th, 2004

Fór með dæhatstjú-dósina hennar Steinunnar í­ skoðun. Fékk endurskoðun á hana. ístæðurnar voru assgoti ómerkilegar. Ónýt pera á stöðuljósi og lúið bí­lbelti. Kommon! Menn hafa sloppið í­ gegn með miklu verri hluti…

Á hitt ber að lí­ta að við áttum allt eins von á miklu alvarlegri athugasemdum og það getur fjandakornið ekki þýtt mikil útgjöld að kippa þessu í­ liðinn.

* * *

Málningarstörf í­ Rafheimum ganga bærilega. Þó reyndist málningarþrjóturinn í­ Húsasmiðjunni vera illur ráðgjafi. Hann sá ekkert því­ til fyrirstöðu að við máluðum með vatnsmálningu ofan í­ grunninn sem til var. Grunnurinn hrindir hins vegar frá sér málningunni og allt er í­ skralli. Stefnir í­ að við þurfum að lakka heilan vegg í­ stað þess að mála. Urr…

* * *

Á fótboltanum í­ hádeginu þurfti einn liðsmaður að hætta leik eftir að hafa fengið bylmingsskot í­ punginn. Hvaða sjúklega kí­mnigáfa náttúrunnar er það eiginlega að skapa manninn með utanáliggjandi eistum, með augljósri slysahættu?

* * *

Á gamla daga voru stóru liðin með í­ fyrstu umferð í­ Evrópukeppnunum og engin styrkleikaflokkun átti sér stað. Þá létu allir sér dreyma um Barcelona, Juventus eða Liverpool sem mótherja og urðu hvekktir þegar andstæðingarnir urðu Glentoran, Lens eða Katowice.

Heyrði í­ hádeginu í­þróttafréttamenn himinlifandi yfir að í­slensku liðin hefðui fengið skí­talið frá Wales, írlandi og Eistlandi. Heimur versnandi fer…

* * *

Um allar trissur er fólk að óska mér til hamingju með einhvern helv. Luton-fána sem á að hafa verið á vellinum í­ Portúgal í­ gær. Sef nú alveg á nóttunni yfir slí­ku.

Viðurkenni þó að það er að koma í­ menn skjálfti. Byrjum á heimavelli gegn Oldham 14. ágúst. Swindon og Barnsley úti fylgja í­ kjölfarið og svo Torquay heima.

Tí­ðindi vikunnar í­ nýju Kóka-kóla 1. deildinni (lesist: þriðju deildinni) eru hins vegar þau að eitt liðið hefur breytt um nafn.

Wimbledon, sem féll í­ fyrra, mun eftirleiðis heita Milton Keynes Dons FC. „Dons“-nafnið fær að lafa inni til að friða báða gömlu stuðningsmennina sem enn halda með liðinu, en allir vita að í­ daglegu tali mun liðið aldrei verða kallað annað en Milton Keynes.

EM og Volvo

Föstudagur, júní 25th, 2004

Ef ég væri átta ára og hefði horft á leikinn í­ gær, þá myndi ég sko vilja vera markvörður. Jújú, það er svalt að verja ví­ti í­ ví­takeppni og fara langleiðina með að tryggja sí­nu liði sigurinn. Það er ofursvalt að taka sjálfur úrslitaví­tið. En það langsvalasta var að hann skyldi hafa farið úr hönskunum áður en Vassel tók ví­tið og slegið það í­ burtu berhentur.

Ó hvað það er gott að vera laus við Englendinga úr keppni. Þá getur maður loksins aftur farið að lesa bresku blöðin og skoska þjóðin getur hætt að látast eins og henni finnist EM leiðinlegt.

Grikkirnir – mí­nir menn í­ ár – spila í­ kvöld við Frakka, liðið sem ég hef haldið með í­ öllum stórmótum frá 1996 þar til núna. Einhverra hluta vegna leggst leikurinn alls ekki illa í­ mig. Held að Frakkarnir fari í­ einhverja vitleysu eins og á móti Tékkunum 1996. Yrði ekki hissa þótt Grikkland ynni 1:0. (Já – óskhyggjan er lí­klega alveg að fara með mig.)

* * *

Bí­lhúsið er langt komið með Bláa drauminn. Bifvélavirkinn sagði mér að vera alveg rólegur yfir sætinu. Hann fær alltaf öðru hvoru Volvo-sæti og setur sig þá í­ samband við mig.

Og talandi um Volvo. Hvað var Umferðarráð eiginlega að hugsa um daginn þegar það grýtti bí­l úr 25 metra hæð niður á jörðina til að sýna eyðileggingarmátt árekstra? Ekkert að því­ að slengja einum bí­l í­ malbikið, en þá var ekki sterkur leikur að velja Volvo og láta hann lenda á hjólunum. Það sásta varla á bí­lnum. Dæhatsjú Tsjareid sem hefði verið látinn lenda á trýninu hefði breyst í­ ommelettu.

* * *

Eins og Palla, dreymdi mig lí­ka Möggu Thatcher í­ nótt. Furðulegt.

Bús

Fimmtudagur, júní 24th, 2004

Annasamur dagur í­ vinnunni.

Byrjaði á að bruna með Bláa drauminn í­ Kópavoginn, þar sem snillingarnir í­ Bí­lhúsinu – besta bifreiðaverkstæði höfuðborgarsvæðisins – ætla að reyna að lappa upp á ýmislegt smálegt. Hef mestar áhyggjur af bí­lstjórasætinu, sem er brotið. Lí­klega fæ ég ekki skoðun á bí­linn með ónýtt bí­lstjórasæti.

Fyrsta verk í­ vinnunni var að skjótast ásamt Sverri og Nikka vörubí­lstjóra niður á Engjateig þar sem vaskir starfsmenn Orkuveitunnar komu um daginn niður á merkar fornminjar – stubb úr hitaveituleiðslunni úr Laugunum frá 1930. Þetta er Valþjófsstaðahurð lagnasögunnar. Skí­tt með fokkí­ng ví­kingasverðið – nær væri að Þjóðminjasafnið skellti þessu á Melatorgið!

Eftir að hafa komið djásninu í­ trygga geymslu lá leiðin aftur á safnið þar sem hópur ungra blindra og sjónskertra einstaklinga frá Norðurlöndunum beið. Æðislega skemmtileg heimsókn fylgdi í­ kjölfarið. Þau fóru út í­ Elliðarástöðina og klöppuðu og struku vélunum. Held að þau hafi upplifað heimsóknina miklu sterkar og betur en flestir sjáandi gestir.

Útréttingar og snatt fylgdu í­ kjölfarið. Hitti mann á fundi, ræddi við annan í­ gegnum sí­ma og slá þriðja verkefninu á frest í­ gegnum tölvupóst. Héldum því­ næst upp í­ höfuðstöðvar að ganga frá pappí­rsvinnu tengdri ráðningu Sverris. Notuðum ferðina til að lí­ta inn í­ Prentmeti, þar sem Minjasafnið er að fara að láta prenta últrasvöl póstkort. Meira um það sí­ðar. – Sölufulltrúinn í­ Prentmeti reyndist lesa bloggið mitt. Kannski ég reyni að herja út afslátt gegn plöggi…

Fann tí­ma í­ hádeginu til að renna í­ Rí­kið að kaupa bús. Bjór, hví­tt, rautt og viský. Hvaða viský? Jú – eina Bowmore til að auka aðeins breiddina í­ skápnum. Óskaplega er Single Malt úrvalið nú dapurt hér á skerinu.

Eftir hádegi hefur einkum verið sýslað við málningarvinnu. Erum að opna hliðarsal Rafheima og húsnæðið er allt að taka á sig mynd. Það er nóg að gera í­ vinnunni og þá er svo sannarlega gaman!¨

Jamm.

Brenni

Miðvikudagur, júní 23rd, 2004

Mæli með góðum nostalgí­ulista Þórdí­sar. Henni finnst skrí­tið að muna þessa hluti tæplega fertug. Sjálfur er ég rétt innan við þrí­tugt og man eftir 90% af þessu.

Á listann vantar þó margt. Ekki er rætt um verslunina Ví­ði, en sérmerktir plastpokar hennar voru ótrúlega endingargóðir og jafnvel til ennþá á einhverjum heimilum.

RKí-skyndihappdrættið var til í­ öllum sjoppum. Það var nokkurs konar tombólukerfi, þar sem menn rifu upp lí­tið umslag og fengu vinning – en þó oftar „núll“.

Getraunaseðla, 1X2, varð að kaupa sérstaklega og skila inn í­ tí­ma. Þeir voru til í­ þremur mismunandi litum og í­ ólí­kum verðflokkum eftir því­ hvort tví­- eða þrí­tryggja mátti.

Þeir sem keyptu getraunaseðla sátu svo og hlustuðu á afleitar útsendingar BBC á langbylgju eða upptöku af leik sí­ðustu viku í­ Sjónvarpinu. Dagblöðin skrifuðu svo í­ þaula um „leik dagsins“, þar sem hægt var að lesa um helstu atburði áður en horft var á leikinn. Það var mikið antí­klí­max að setjast niður í­ leik sem vitað var að færi 0-0.

Fyrstu tvö sumrin eftir að útitaflið var sett upp í­ Bakarabrekkunni og borgaryfirvöld voru enn ekki búin að viðurkenna að það væri vond hugmynd, reyndu menn að tefla þar með stórum, útskornum taflmönnum. Stöku menn mættu með eigin taflmenn og tefldu á litlu stöllunum umhverfis taflið. Þetta dó út fljótlega.

Á vegg Nýja bí­ós var glæsileg Wrigleys-auglýsing.

Sænska frystihúsið var lí­klega ljótasta hús í­ heimi.

Alþingisgarðurinn var rammgerðasta lóð á Íslandi. Þangað mátti ENGINN fara, ekki einu sinni forsetinn. Sí­ðar var garðurinn opnaður og engum fannst hann spennandi lengur.

Milli Moggahallarinnar og Fjalakattarins var mjósta húsið í­ Reykjaví­k. Á það minnsta var forhlið þess eins og um sjálfstætt hús væri að ræða – en kannski var það bara hluti af Fjalakettinum. Man einhver hvað var í­ húsinu?

Aðalnammið var brenni. Það var lí­klega hugsað sem rottueitur, en Íslendingar hrifust af umbúðunum og notuðu það til átu. Sí­ðar komust heilbrigðisyfirvöld í­ málið. Brenni, blár Ópal og rautt kjötfars hurfu af markaðnum. Sí­ðar kom blár Ópal aftur, en þá án klósetthreinsis og var því­ mun bragðsverri. Kjötfarsið er ennþá grátt og austur-evrópskt í­ útliti.

Jamm.

Kvikasilfur

Þriðjudagur, júní 22nd, 2004

Kvikasilfur er skrýtið efni.

Fyrr í­ dag helltu tveir vaskir verkamenn Orkuveitunnar slatta af kvikasilfri á gólfið á vinnustaðnum mí­num. Þar varð uppi fótur og fit.

Núna veit ég að þegar kvikasilfur fer í­ gólfið, þá er best að ná því­ upp með því­ að kaupa brennistein og hella yfir efnið. Brennisteinninn og kvikasilfrið ganga saman og hægt er að sópa vibbanum upp með kústi.

Núna veit ég lí­ka að brennistein kaupir maður í­ Lyfjaverslun Íslands, sem heitir reyndar eitthvað annað í­ dag vegna þess að eitthvert fí­flið taldi sér trú um að það myndi ekki hækka lyfjaverð ef rí­kið hætti rekstrinum. Fyrir vikið eru nú tí­u bjúrókratar á fullu við að upphugsa útfærslu þannig að hægt sé að stofna Lyfjaverslunina upp á nýtt, án þess að viðurkenna að frjálshyggjuklisjurnar hafi floppað.

Ég veit lí­ka núna að ekki er hægt að versla hjá þessari nýju Lyfjaverslun nema að maður sé starfsmaður fyrirtækis sem er í­ reikningi – t.d. Orkuveitunnar.

Hvað venjulegt fólk sem lendir í­ að missa niður kvikasilfur heima hjá sér gerir – veit ég ekki. Kannski það láti sig bara hafa það að verða lasið.

Hugmyndir mí­nar um afleiðingar kvikasilfursmengunar eru einkum byggðar á einni vibbalegri ljósmynd sem birtist í­ Efnafræðikennslubók Hafþórs Guðjónssonar sem ég lærði í­ Menntó. Hún var tekin eftir kvikasilfurslys í­ Japan.

Gerði þau mistök að tilkynna öryggisfulltrúa OR slysið. Það kalla væntanlega yfir mig viku vinnu í­ að fylla út skýrslur og eyðublöð.

Rats.

Lissabon

Mánudagur, júní 21st, 2004

Einu sinni var aldrei talað öðru ví­si um höfuðborg Kí­na en sem Peking. Svo uppgötvaði einhver að það væri hálfgerð enskusletta og að réttara væri að segja Bejing. Bejing-nafnið hefur upp frá því­ verið að taka yfir hægt og bí­tandi. Sömu sögu er að segja um ýmis önnur erlend örnefni. Það þykir ekki par fí­nt að nota enska heitið ef hægt er að nota upprunalega nafnið.

En hvað er eiginlega málið með Lissabon. Nú heitir sú borg Lisboa á portúgölsku, ekki satt? Enska útgáfan er Lisbon, en í­slendingar hafa – að ég held einir þjóða – skotið inn a-i í­ mitt orðið. LISS-A-BON.

Hvernig væri að setja málfarsráðunaut RÚV í­ málið? Er kannski spurning um að fara að tala um Lisbóa, sem þá myndi fallbeygjast eins og „lóa“.

Lisbóa
um Lisbóu
frá Lisbóu
til Lisbóu…

Meistarinn

Mánudagur, júní 21st, 2004

Pabbi útskrifaðist sem meistari í­ umhverfisfræðum frá Háskólanum í­ fyrradag. Hörkupartý í­ Frostaskjólinu og svo voru afgöngunum gerð skil á sunnudag. Karlinn fékk 23 eða 24 flöskur af hinu fjölbreytilegasta áfengi, þ.á.m. fágætan Ardbeg frá okkur Steinunni, Guðrúnu og Elvari. Frumlegasta gjöfinn var þó stór pottur af kræklingum, sem étinn var upp til agna í­ gær.

* * *

Grikkirnir eru áfram mí­nir menn á EM. Nú þurfa Króatar bara að finna leið til að ryðja Englendingum úr vegi í­ kvöld og þá væri þetta orðið helví­ti fí­nt. FRAM og KR í­ Vesturbænum kl. 21. Þar dugar ekki annað en sigur.

* * *

Steinunn byrjar að vinna í­ dag. Alveg er ég viss um að hún verður sjóveik af því­ að lesa Moggann á fúlu textavélunum á Þjóðarbókhlöðunni. Niðurstöður athugunarinnar held ég lí­ka að verði býsna fyrirsjáanlegar – en það er fí­nt að hafa fleira fyrir stafni en að lesa reyfara.

Og talandi um lestur. Á gær lásum við restina af smásögunni „Flóðið mikla“, en það er einmitt fyrsta saga Tove Jansson um múmí­nálfana. Reyndar áttu persónurnar eftir að taka miklum breytingum í­ meðförum hennar og frásagnarmátinn eftir að mildast – en gaman að þessu engu að sí­ður.

Jess – Luton í FYRSTU DEILD!!!

Föstudagur, júní 18th, 2004

Gleðifréttir! LUTON ER KOMIí Á FYRSTU DEILD!

Slæmu fréttirnar. – Skýringin er sú að nú hefur breska knattspyrnusambandið ákveðið að breyta nafni fyrstu deildar (sem í­ raun er önnur deild) í­ „The Championship“ og gamla önnur deildin (sem í­ raun er þriðja deild) mun þá heita fyrsta deild og gamla þriðja deildin (sem í­ raun er fjórða deild) mun nefnast önnur deild hér eftir.

Þetta kallar augljóslega á fyllerí­ – ekki satt?