Archive for júlí, 2004

Skatturinn

Miðvikudagur, júlí 28th, 2004

Jæja, þá er maður búinn að skoða álagningarseðilinn á netinu. Renndi blint í­ sjóinn með útkomuna, þar sem ég gat ekki fengið bráðabirgðaútreikning á sí­num tí­ma og vissi t.d. ekki hvernig samsköttunin hjá okkur Steinunni kæmi út.

Dómurinn er sem sagt fallinn og ég skulda minna en ég hafði búið mig undir. Nú er gaman!

Þetta þýðir jafnframt að við munum gera alvöru úr því­ að kaupa nýja tölvu á Mánagötuna, til viðbótar við gömlu Toshibuna mí­na sem er orðin rúmlega fimm ára, en það jafngildir ví­st sjötugu í­ tölvuárum – að mér skilst.

Þegar tölvan kemst í­ hús, er næsta skrefið að verða sér út um almennilega nettengingu heima. Við erum raunar búin að vera netlaus þar í­ óratí­ma.

Þá er bara spurningin, hvernig tölvu er best að kaupa? Hvað þarf maður að setja mikinn pening í­ þetta? Og hvaða nettengingakostir eru bestir?

– Annars á rí­kið ennþá möguleika á að skjóta þessar áætlanir okkar niður. Óðinn má vita hversu mikið þarf að greiða í­ stimpilgjöld o.þ.h. í­ tengslum við þessi helv. í­búðarkaup…

* * *

Luton og Charlton taka æfingarleik í­ vikunni. Það er kominn glí­muskjálfti í­ mann.

Lesið fram eftir

Miðvikudagur, júlí 28th, 2004

Geisp! Óskaplega er ég syfjaður núna.

ístæðan er hvorki sjónvarpsgláp, barmmerkjagerð né það sem skemmtilegra er, heldur bóklestur. Ég dett ekki oft niður í­ að lesa skáldsögur, en geri það þá af þeim mun meiri krafti og reyni að klára þær í­ sem fæstum striklotum.

Og í­ gær kláraði ég sem sagt Watership Down.

Þessa bók hafði ég aldrei heyrt nefnda fyrr en Elvar lánaði mér hana í­ vor. Við höfðum verið að ræða Jónatan Livingstone Máv, eftir Bach og það vakti hugrenningartengsl hjá Elvari sem vildi endilega að ég berði mig í­ gegnum þessa bók.

Það mætti kalla Watership Down barnabók á sama hátt og Hobbitann eftir Tolkien, nema þarna er maður laus við helví­tis álfana og tröllin. Sagan fjallar um kaní­nur. Kaní­nur sem stofna sér bú og kljást við fasistakaní­nur úr nágrenninu til að verða sér út um kerlingar. Skrí­tið, en skemmtilegt.

Þetta er bók sem einhver góður maður þyrfti að þýða.

* * *

Þar sem styttist í­ Verslunarmannahelgi hefur verið ákveðið að úrslit teljist ráðin í­ tveimur af þeim þremur viðureignum sem eftir eru í­ 16-sjoppu úrslitum CHOPIN 2004.

James Bönd sigruðu Gerplu 13:6
& Þrastarlundur sigraði Skaftafell 8:5.

Enn stendur yfir keppni milli Brynju, Akureyri og Rí­kisins, Snorrabraut. Staðan er 8:9 fyrir Reykví­kingum.

Á dreifbýlisflokknum munu þessar sjoppur keppa í­ fjórðungsúrslitum (dregið verður eftir helgi):

* Baula
* Fjallakaffi
* Staðarskáli
* Söluskálinn Varmahlí­ð
* Ví­kurskál
* Borgarnes
* Kaupfélag Strandamanna, Drangsnesi
* Söluskálinn Þrastarlundi

* * *

Einu sinni höfðu menn fyrir satt að Eyjamenn ynnu alltaf sí­ðasta leik fyrir þjóðhátí­ð en töpuðu þeim fyrsta eftir hana. Það var áður en FRAMarar unnu að mig minnir þrisvar í­ röð í­ Eyjum á þessum tí­ma.

Vona samt að eyjaskeggjar hrökkvi aftur í­ gang í­ kvöld. Það væri algjör óþarfi að hleypa KA-mönnum í­ 14 stiginn. Nóg er nú samt.

Jamm.

Hverfaskipting miðbæjarins

Þriðjudagur, júlí 27th, 2004

Nanna veltir fyrir sér mörkum Þingholtanna í­ framhaldi af pælingum mí­num um mörk Norðurmýrar.

Hvernig skipta skal Reykjaví­k innan Hringbrautar/Snorrabrautar upp í­ hverfi er ekki auðvelt mál. Þegar ég skrifaði BA-ritgerðina mí­na rakst ég að stórmerkilega skiptingu sem reynt var að festa í­ sessi á ofanverðum þriðja áratugnum. Hún er skringileg við fyrstu sýn, en venst furðufljótt. Legg til að hún verði tekin upp á ný.

Hverfaskiptingin er sem hér segir:

* Selbúðir – Allt svæðið vestan við Bræðraborgarstí­g. Mætti svo sem kalla ínanust lí­ka, en Selbúðir er ágætt nafn.

* Ægissí­ða – Svæðið austan Bræðraborgarstí­gs, norðan Túngötu en vestan við Aðalstræti og Grófina. Verst að þetta gæti valdið ruglingi við Ægisí­ðu (með einu s-i). Það væri bara gott á snobbarana í­ Grjótaþorpinu að teljast ekki sjálfstætt hverfi.

* Sólvellir – Allt svæðið austan Bræðraborgarstí­gs og sunnan Túngötu út að gamla kirkjugarðinum og Garðastræti. Mjög rökrétt örnefni, enda Sólvallagata þvert í­ gegnum hverfið.

* Tjarnarbrekka – Kirkjugarðurinn, svæðið milli Garðarstrætis og Tjarnargötu allt suður fyrir Skothúsveg, þar með talin Bjarkargatan.

* Ví­kin – Kvosin norðan Tjarnarinnar, austan Aðalstrætis og vestan Lækjargötu og Kalkofnsvegar. Nafnið er ágætt og í­ það minnsta mun skynsamlegra að tala um „Ví­kina“ þar sem einhverja ví­k er að finna, en ekki nefna landspildu við hliðina á einhverri gróðrastöð þessu nafni eins og hjá Knattspyrnufélaginu Ví­kingi.

* Arnarhóll – Svæðið austan Lækjargötu/Kalkofnsvegar, norðan Laugavegs en vestan Frakkastí­gs. Þessar götur eru í­ dag margar hverjar ranglega taldar hluti Skuggahverfisins.

* Skuggahverfi – Norðan Laugavegs og austan Frakkastí­gs allt að Snorrabraut. (Ath. í­ dag er yfirleitt miðað við að Skuggahverfið sé neðan Hverfisgötu en ekki Laugavegs, því­ mætti breyta.)

* Laufás – Afmarkast af Frí­kirkjuvegi í­ vestri, Bókhlöðustí­g í­ norðri og Laufásvegi í­ austri, allt suður að Njarðargötu. (Ath. samkvæmt þessari hverfaskiptingu tilheyrir Tjörnin sjálf engu hverfi.) Þetta er lí­ka ágætis örnefni. Laufásbærinn má ekki gleymast.

* Spí­talahlí­ð – Svæðið sunnan Njarðargötu og Eirí­ksgötu. Nafnið skýrir sig sjálft.

* Þingholt – Svæðið austan við Lækjargötu og Laufásveg, milli Laugavegs og Njarðargötu. Markast í­ austri af Óðinsgötu og Urðarstí­g. Þetta eru augljóslega miklu, miklu minni Þingholt en óprúttnir fasteignasalar vilja vera láta. Mér finnst þetta mjög passleg stærð.

* ísgarður – Þetta er uppáhaldið mitt! Hverfið afmarkast af Óðinsgötu/Urðarstí­g í­ vestri og suðri, Njarðargötu í­ austri og Skólavörðustí­g í­ norðri. Hverfið dregur vitaskuld nafn sitt af því­ að allar götur þess heita eftir persónum úr norrænni goðafræði. Snilld!

* Tungan – Jamm, eitthvað hefur verið farið að draga úr í­myndunaraflinu og hugmyndaauðginni í­ örnefnasmí­ðinni. Tungan er svæðið sunnan Laugavegs að Snorrabraut, norðan og vestan við Skólavörðustí­g og Eirí­ksgötu.

Það er því­ ljóst að Nanna býr hvorki í­ Þingholtunum né á Skólavörðuholti. Hún er „úr Tungunni“.

Jamm.

Norðurmýri

Þriðjudagur, júlí 27th, 2004

Kjallaraí­búðin á Mánagötunni er til sölu, góðir nágrannar óskast.

Sem betur fer hefur fasteignasalan hætt að kynna í­búðina sem „eign í­ Þingholtunum“ eins og í­ fyrstu auglýsingunni. Hverjum dettur í­ hug að telja Norðurmýrina til Þingholta???

Norðurmýrin er raunar óvenju vel skilgreind stærð miðað við hverfi í­ Reykjaví­k almennt. Snorrabraut, Miklabraut og Rauðarárstí­gur skapa henni náttúruleg landamæri á þrjá kanta. Þá er hins vegar eftir að svara því­ hversu langt í­ norður hverfið nær.

Sumir myndu segja að Norðurmýrin nái út að Skúlagötu, þannig að lögreglustöðvarreiturinn teljist til hennar. Aðrir miða við Hverfisgötuna – sleppa þannig lögreglustöðinni en ná Hlemmi. Enn einn möguleikinn er að lí­ta á Laugaveg sem norðurmörk. Réttrúnaðarliðið telur Grettisgötuna eða Njálsgötuna vera landamærin – eftir því­ hvort menn vilja telja Austurbæjarbí­ó sem hluta Norðurmýrar. Get ekki alveg gert upp við mig hvað rétt sé að miða við.

Jú, fjandakornið – Austurbæjarbí­ó er í­ Norðurmýri…

* * *

Vegna framkomina ábendinga í­ sjoppukeppninni CHOPIN 2004 þess efnis að Djúpmannabúð sé hætt rekstri, hefur keppnisstjóri ákveðið að ví­sa henni úr keppni.

Kaupfélag Strandamanna, Drangsnesi telst því­ hafa unnið sigur 3:0 (eins og í­ fótboltanum). Vonandi verður ekki meira um kærumál af þessu tagi í­ keppninni.

Eftir standa þá þrjár viðureignir og er staðan sem hér segir:

Brynja, Akureyri 7 – Rí­kið, Snorrabraut 9

James Bönd 10 – Gerpla 6

og í­ dreifaraflokknum:

Skaftafell 4 – Þrastarlundur 8

0:4

Mánudagur, júlí 26th, 2004

Á dag er ég svo glaður, svo glaður, svo glaður – svo óskaplega glaður sem aldrei var ég fyrr!

Allir FRAMarar hljóta að gera þessi orð Alfreðs andar að sí­num í­ dag. FJÖGUR-NÚLL á útivelli gegn Skaganum! Og ekki nóg með það, heldur vorum við miklu betri og hefðum hæglega getað unnið STÆRRI sigur!

Ég minnist þess ekki að hafa séð FRAM tefla fram jafn baráttuglöðu liði í­ lengri tí­ma. Við unnum tæklingar, skallaeinví­gi og hlupum uppi vonlausa bolta út um allan völl.

Allir leikmenn áttu góðan leik, en Andri Steinn og Andri Fannar eiga sérstaklega heiður skilinn. Þá var Eggert frábær í­ vörninni. Hann er lí­ka skemmtilegur bloggari.

* * *

Norðfjarðarparið Aðalsteinn og Salný eignuðust stelpu um helgina. Við Steinunn töldum okkur vera snjöllustu grí­nara landsins að kalla hana „ídu“ – Aðalsteinn verandi eini maðurinn í­ Sí­maskránni sem titlaður er „ýtustjóri“. Á ljós kom að öllum öðrum hafði dottið sami brandari í­ hug.

Ef það hefði verið strákur, þá hefði ég kallað hann Möttul. Það væri hins vegar öllu lærðarari brandari.

* * *

Styttist í­ næstu heimsókn á Neskaupstað. Að sjálfsögðu lætur maður sig ekki vanta á Neistaflug 2004! Alltaf skemmtilegt að keyra yfir þvert landið.

* * *

Og já, meðan ég man – hafði það komið fram að við unnum Skagamenn 0:4 í­ gær? Hahahaha!!!!

16-sjoppu úrslitum lýkur

Laugardagur, júlí 24th, 2004

Mættur á mölina eftir gott ferðalag. Kannski meira um það seinna.

Nú eru fengin úrslit úr fjórum viðureignum til viðbótar í­ þjóðarsjoppukeppninni CHOPIN 2004. Þau eru sem hér segir:

Þéttbýlisflokkur:

BSÁ 30 – írnagarður 18

London 17 – Draumurinn 21

Þjóðvegaflokkur:

Hlí­ðarendi 18 – Ví­kurskáli 25

Borgarnes 31 – Essó-skálinn Blönduósi 15

Eru þá eftir tvær viðureignir í­ hvorum flokki, uns röðin kemur að fjórðungsúrslitum. Þær eru sem hér segir:

Þéttbýlisflokkur

* Brynja, Akureyri gegn Rí­kinu, Snorrabraut. Hér eigast við frumkvöðlar á sviði í­smenningar annars vegar en ví­deómenningar hins vegar. Eflaust spennandi keppni.

* James Bönd, skipholti gegn Gerplu, Hofsvallagötu. Sjoppan með aulabrandanafnið keppir við lottó-sjoppu Íslands. Kannski ekki stórleikur umferðarinnar, en áhugaverður engu að sí­ður

Þjóðvegaflokkur

* Sjoppan í­ Skaftafelli gegn söluskálanum í­ Þrastarlundi. Fyrir útivistarfrí­kin. Náttúrufegurð gæti komið inn í­ spilið hérna.

* Djúpmannabúð gegn Kaupfélagi Strandamanna, Drangsnesi. Ekki stærstu fiskarnir í­ búrinu, en eiga sér eflaust báðar dyggan hóp aðdáenda.

Jamm.

* * *

e.s. Luton tapaði 0:4 fyrir Ajax. Ekki verður á allt kosið.

Farinn

Föstudagur, júlí 16th, 2004

Ojá. Fer í­ fyrramálið austur á land. Mun ekki blogga á meðan.

Kem eftir viku. Veit ekki hvenær.

Kjósið í­ keppninni. Úrslit kynnt þegar ég kem heim.

Reynið að þrauka án besta og frægasta bloggarans. Það er einmitt fyrir þessar aðstæður að ég skipaði næstbesta og næstfrægasta bloggara.

Jamm.

Áfram heldur keppnin

Föstudagur, júlí 16th, 2004

Jæja, þá er Fréttablaðið búið að plögga keppnina. Býst við að sjoppustjórar landsins fari nú að pestera mig og reyna að væla og skæla sí­nar lúgur inn á listann.

Úrslit eru fengin úr sí­ðustu viðuregnum:

Þjóðvegurinn:

Brú 18 : Staðarskáli 26

KHB Egilsstöðum 13 : Varmahlí­ð 25

Þéttbýlið:

Hamraborg 13 : Bogga Bar 9

Hallinn 19 : Skalli 14

En þá er komið að næstu viðureignum.

Þéttbýli:

BSí gegn kaffistofunni í­ írnagarði.
Hér takast á hinar talandi og vinnandi stéttir. Hvort tveggja er þjóðlegt út í­ ystu æsar. írnagarður hýsir menningararfinn, en BSÁ er spegill þjóðarsálarinnar. Jafnframt mun nú koma í­ ljós hversu stór hluti lesenda sí­ðunnar eru írngerðingar gamlir eða nýir.

London Austurstræti gegn Draumnum Rauðarárstí­g.
London er gömul yfirstéttarsjoppa, eins og nafnið gefur til kynna. Var reyndar ennþá svalari meðan hún var á horninu, en eftir sem áður er ljóst að hún er engin bensí­nstöð.
Draumurinn er, tja – stofnun í­ í­slensku samfélagi. Júlli í­ Draumnum á sér fáa lí­ka í­ sjoppubransanum. Þar getur fólk sem misst hefur fótana í­ lí­finu fengið að ylja sér og má drekka kardimommudropana sí­na, svo lengi sem ekki eru viðskiptavinir í­ búðinni. Mæli samt ekki með því­ að kaupa neit án þess að lesa um sí­ðasta söludag.

Dreifbýlið:

Hlí­ðarendi á Hvolsvelli gegn Ví­kurskála, Ví­k í­ Mýrdal.
Uppgjör Sunnlendinganna. Nánast allir stoppa í­ Ví­k og velflestir á Hvolsvelli (nema Hellu-liðið). Hér hljóta allir að hafa skoðun.

Essó-skálinn á Blönduósi gegn Borgarnesi.
Eftir nokkra umhugsun var ákveðið að fallast á að skilgreina Borgarnes sem eina stóra sjoppu. Á samræmi við þá skilgreiningu er Borgarnes eina sjoppan á Íslandi sem hefur sundlaug, skemmtigarð og grunnskóla. Essó-skálann á Blönduósi ætti heldur ekkiu að þurfa að kynna. Eflaust hörkuviðureign.

Ingvi Hrafn og konurnar

Fimmtudagur, júlí 15th, 2004

Hver taldi Ingva Hrafni trú um að það væri sniðugt að reyna að þvo af sér karlrembusví­ns-stimpilinn með því­ að segjast vera feministi og ræða iðulega við konur um jafnréttismál?

Sena dagsins á Útvarpi Sögu (verið er að fjalla um upphafsár Kvennalistans):

Viðmælandi (missti af nafninu): Við munum nú hvernig umræðan var á þessum tí­ma. Það var aldrei rætt um hvað konur hefðu að segja, bara hvernig þær litu út…

Ingvi Hrafn: Þið eruð ljótar – var sagt – þið eruð ljótar…

Viðmælandi: Já, mussukonur – alltaf í­ joggingöllum – sögðu menn.

Ingvi Hrafn: Menn sögðu að þær væru ljótar og gætu ekki náð í­ karlmann.

Viðmælandi: Einmitt, menn hlustuðu ekkert á boðskapinn og hugsuðu bara um útiltið…

Ingvi Hrafn: En þetta var bara ekki rétt. Margar af þessum konum voru bráðhuggulegar…

(þögn)

– hahaha… maðurinn er algjört met!

Butler lávarður

Fimmtudagur, júlí 15th, 2004

Finnst engum öðrum en mér fyndið að gaurinn sem samdi skýrsluna um íraks-klúður Blair heiti Butler og sé lávarður? Ætli hann sé sjálfur með butler á herragarðinum sí­num? Hvernig ætli sá maður titli sig – Butler of Lord Butler?

Menn sem heita Butler eiga að afsala sér lávarðartign, á sama hátt og menn sem heita Páll eiga ekki að sækja um vinnu sem bréfberar…

Annars er það skringilegt fyrirbæri þessar lávarða-rannsóknarnefndir í­ Bretlandi. Þessar nefndir rannsaka mál og semja um þær skýrslur. En í­ stað þess að láta sér nægja að leggja fram efnisatriði málsins fyrir stjórnmálamenn, fjölmiðla og almenning að dæma um – þá fella nefndarformennirnir gildisdóma. Þessir úrskurðir eru svo taldir mikill sigur fyrir mennina sem skipuðu nefndina fyrir það fyrsta!

Hugsum okkur að þetta væri gert hérna heima. Rí­kisstjórnin myndi skipa Einar Benediktsson, Sveinbjörn Dagfinnsson, Birgi Ísleif Gunnarsson eða Karl Steinar Guðnason (hátt settan embættismann úr stjórnkerfinu) til að leggja mat á það hvort rí­kisstjórnin hafi farið offari í­ fjölmiðlafrumvarpsmálinu. Sá myndi svo skila skýrslu sem segði að hér væri margt í­ mörgu, en stjórnin hefði brugðist rétt við. Myndu fjölmiðlar og stjórnarandstaða þá bara yppta öxlum og segja: „Jæja, við verðum ví­st að kyngja þessu…“ – Varla.

* * *

Erum við að fá nýja nágranna? Kjallaraí­búðin var auglýst til sölu á Mogga-fasteignavefnum fyrr í­ vikunni, en er horfin þaðan núna. Ætli það sé ekki merki um að búið sé að ganga frá kaupum? Hefði samt haldið að væntanlegir kaupendur myndu banka upp á hjá okkur, þó ekki væri nema til að vita hvort e-ð standi til í­ framkvæmdamálum og þessháttar.

(Leiðrétting, kl. 15:55: í­búðin er aftur komin á sölulista.)

* * *

Staðan í­ sjoppukeppninni er æsispennandi:

Hallinn 15 : Skalli 11

Hamraborg 10 : Bogga Bar 5

Brú 14 : Staðarskáli 20

Egilsstaðir 12 : Varmahlí­ð 17

Jamm.