Archive for ágúst, 2004

Læðan

Þriðjudagur, ágúst 31st, 2004

Steinunn dró okkur í­ bí­ó í­ gærkvöld. Sennilega hefur hún óttast að ég myndi skafa málningu fram eftir kvöldi og næra þannig enn frekar þráhyggjutendensana. Skynsamlega hugsað.

Tilgangurinn var að velja heilalausa afþreyingu. Það tókst fullkomlega – Catwoman var fullkomin miðað við markmiðslýsinguna.

Hvers vegna er þessi mynd ekki auglýst undir í­slenska heitinu „Læðan“ það er miklu hljómfegurra en að heyra Íslendinga tala um „Kattvúman“ eða „Kattarkonuna“.

Kjánalegri gerist söguþráðurinn ekki, enda greinilegt að leikstjórinn taldi sig myndu komast upp með að sleppa öllu slí­ku með því­ að sýna bara nóg af leðurklæddum afturendanum á Berry. – Fékk skæðan kjánahroll á nokkrum stöðum. Annars fí­nt.

* * *

Fótbolti í­ kvöld – bæði sem áhorfandi og þátttakandi.

FRAM tekur á móti KR í­ kvöld. Lofa skemmtilegri FRAMfærslu fyrir áhorfendur.

Sí­ðan er fótboltahópurinn að koma saman í­ fyrsta sinn eftir sumarfrí­. Nýr staður, nýr tí­mi. Við erum hættir á Seltjarnarnesinu eftir áratug. Jafnframt hættir á sunnudagseftirmiðdögum. – KR-heimilið á þriðjudagskvöldum er hinn nýi tí­mi. Get varla beðið.

* * *

Luton vann sjötta leikinn í­ röð. 18 stig eftir 6 umferðir er magnað!

Mike Newell er hetja og snillingur!

Afsal – hjálp!

Mánudagur, ágúst 30th, 2004

Hvar finnur maður standard afsals-eyðublað fyrir í­búðaviðskipti?

Starfsfólk einnar fasteignasölu benti mér á íbúðalánasjóð eða bókaverslun.

Bókaverslunin kannaðist ekki við að eiga svona pappí­r.

íbúðalánasjóður sagði að þetta væri bara til á fasteignasölunum.

Og önnur fasteignasala sagði að útilokað væri að fá standard afsalsblað útprentað frá þeim og að hver fasteignasala og lögmannsstofa gerði sí­n eigin blöð og þeim væri ekki útbýtt.

Samt lí­ta nánast öll afsöl eins út, þannig að einhver er fyrirmyndin.

Er einhver vefsí­ða eða annar staður þar sem ég get nálgast afsalseyðublað?

Hjálp!

Diskótek

Mánudagur, ágúst 30th, 2004

Auglýsing úr blaði starfsmanna Rafmagnsveitu Reykjaví­kur frá árinu 1968:

Hljómplötur

Á ráði er að hafa „opið hús“ í­ félagsheimilinu af or til, þar sem verður m.a. diskótek-músí­k á boðstólum, en til þess þarf félagið að eignast dálí­tið af hljómplötum. Nokkur ví­sir að plötusafni er til, en ekki nóg. Er ví­ skorað á starfsfólk, sem á plötur, sem það er hætt að spila, að gefa félagsheimilinu þær. Öðrum getur þótt skemmtileg lög, sem þið eruð búin að fá leið á, en þær verða að vera heilar. Allar tegundir af músí­k eru þegnar: Bí­tlalög, jazz, dægurlög, létt tónlist og klassí­sk.

Stjórnin.

Úff, hvað það hefur komið skrautlegt plötusafn út úr þessu! Hins vegar kemur nokkuð á óvart að sjá orðið „diskótek-músí­k“ í­ texta frá 1968. Einhvern veginn tengið ég hugtakið diskótek við átttunda áratuginn, diskóið og það allt saman.

Smá gúggl á netinu tengir hins vegar Bí­tlana við „the discoteque revolution“ á haustmánuðum 1968. – Hvað segja orðsifjafræðingar um uppruna heitisins diskótek?

* * *

Eyjamenn komnir á topp deildarinnar! Þessu hefði ég ekki trúað í­ vor þegar ég horfði á FRAMara spila á Hásteinsvelli. Þá hefði ég giskað á að FRAM sigldi lygnan sjó um miðja deild en íBV yrði nær fallbaráttunni. Það er aðdáunarvert hversu mikil seigla er alltaf í­ liðinum frá Eyjum. 31 mark – átta mörkum meira en næsta lið er heldur ekkert slor.

Fylkir-KA á Sýn í­ kvöld. Tap sendir KA hálfa leið niður um deild. Spurning um að bjóða sér í­ heimsókn á einhverju Sýnar-væddu heimili eða lí­ta á einhverja knæpuna. – Einhver annar sem hefur hug á að fylgjast með stórleiknum?

Lostæti

Laugardagur, ágúst 28th, 2004

Nammi namm – hvað við átum góðan kvöldmat í­ gær.

Eftir vinnu renndi ég við hjá Jóa Fel og keypti ólí­fu-snittubrauð og fór því­ næst í­ fylgifiska og keypti bleikjurétt til að skella í­ ofn.

Um sjöleytið náði ég svo í­ Sverri Jakobs og við héldum á Ölver þar sem Stefán Hrafn beið okkar. Við sáum hans menn í­ QPR vinna Gillingham, 0:1 og var mikið fagnað. Á næsta borði við okkur sat litháí­sk kona sem keðjureykti yfir körfuboltaleik ítala og Litháa (sem Sverrir vill raunar skrifa „Litáa“ og „Litáen“). Hún hefur væntanlega orðið svekkt í­ leikslok.

Að leik loknum skunduðum við allir í­ 10-11, þar sem nafni gekk berserksgang í­ kaupum á grænmeti. Á Mánagötu sýndi hann svo grí­ðarlega færni í­ að saxa niður kál og tómata í­ dýrindis salöt.

Maturinn rann ljúflega niður með áströlsku hví­tví­ni. Kaffi og koní­ak á eftir. Við nafni fengum okkur viský en Sverrir hélt sig við rommið. Spjölluðum öll fjögur fram eftir nóttu. Þrusukvöld, enda ekki dónalegur félagsskapur!

* * *

Vaknaði klukkan hálf tí­u í­ morgun við það að vinnugemsinn hringdi. Það var einhver kona frá upplýsingamiðstöð ferðamála sem taldi að þetta væri heppilegur tí­mi til að leita upplýsinga um vetraropnunartí­ma safnsins. Urr…

* * *

Sí­ðasta helgin á safninu með sumaropnunartí­ma. Á vetur verða laugardagarnir sem sagt notaðir í­ annað en að fylgjast með framvindu mála hjá Luton. Staðan er annars góð núna. Steve Howard er búinn að skora í­ sí­num fimmta leik í­ röð. Það er félagsmet eftir því­ sem næst verður komist. Howard er hetja! Við verðum að halda honum í­ okkar herbúðum…

Útvarpsmóment dagsins…

Föstudagur, ágúst 27th, 2004

…er í­ boði Skonrokks.

Valtýr Björn segir ljóskubrandara sem hann fékk sendan frá vini sí­num.

Brandarinn gengur út á ljósku sem fer í­ „Viltu vinna milljón“. Hún ýmist sleppir spurningum, spyr salinn, lætur taka burt svör eða hringir í­ vin. Spurningarnar eru meðal annars:

Hversu lengi stóð 100 ára strí­ðið? (Einn valkosturinn er – 100 ár)

Á hvaða landi voru Panama-hattarnir fundnir upp? (Einn valkosturinn er – Panama)

Hvað hét Georg VI að skí­rnarnafni? (Einn valkosturinn er – Georg)

Við hvaða dýr eru Kanarí­eyjar kenndar? (Einn valkosturinn er – Kanarí­fuglar)

Valtýr endursegir brandarann í­ löngu máli og er að rifna af hlátri á meðan – hí­hí­ voða fyndið að ljóskan giski ekki á augljósu svörin… Hlustendur bí­ða eftir að pönslænið komi, þar sem Valtýri útskýri að ljóskan hafi ekki verið svo vitlaus – að þvert á það sem margir haldi séu Kanarí­eyjar kenndar við hunda ekki kanarí­fugla; að 100 ára strí­ðið hafi í­ raun verið meira en 100 ár; að Panamahattarnir séu frá Kólumbí­u o.s.frv.

…en nei! Valtýr lýkur brandaranum á að flissa yfir vitlausu ljóskunni sem ekkert viti. Tí­hí­, tí­hí­ – 100 ára strí­ðið – hmm…. hvað skyldi það nú hafa staðið lengi? Tí­hí­… – Engin afkynning, ekkert!

Valtýr Björn klikkar ekki!

Bloggorðin 10

Föstudagur, ágúst 27th, 2004

1. bloggorð – Ópera:

Fórum í­ óperuna ásamt mömmu og pabba að sjá Happy End. Þetta var stórskemmtileg sýning og óhætt að mæla með henni, annars fer örugglega hver að verða sí­ðastur að ná sumaróperunni. Þekkti annan hvern mann í­ salnum, þannig að þetta var mjög heimilislegt.

* * *

2. bloggorð – Clinton:

Allt þusið um Clinton-heimsóknina minnti mig á klassí­skan aulabrandara úr leikþætti sem við Palli og Úlfur Eldjárn sömdum fyrir árshátí­ðarskemmtun í­ MR fyrir löngu. Þar komu mjög við sögu bandarí­sku forsetahjónin – þau Hill og Billegari Clinton.

Úlfur lék Billegari Clinton og spilaði á saxafón sem fullur var af logandi sí­garettum. Mig minnir að salurinn hafi ekki allur náð upp í­ fyndnina…

* * *

3. bloggorð – Hafnfirðingar:

Fjári var það vel af sér vikið hjá FH-ingum að leggja Dunfermline í­ Evrópukeppninni í­ gær. Útivallarsigrar í­slenskra liða í­ keppninni eru afar fáir frá upphafi.

Glasgow-blaðið The Herald segir: Dunfermline crashed out of Europe last night as Scottish footballÂ’s integrity was given another kick in the teeth. Annað í­ umfjöllun blaðsins er í­ sama dúr.

* * *

4. bloggorð – Viský:

Valur og Laufey eru á leið til námsdvalar í­ Englandi. Fyrir vikið þurfti Valur að losa sig við þær viský-flöskur sem langt eru komnar og geymast því­ ekki. ífengisskápur heimilisins að Mánagötu 24 er því­ í­ sögulegu hámarki í­ flöskum talið, þótt ví­nandamagnið sé ekki alveg í­ samræmi við það. Því­ fagna góðir menn.

* * *

5. bloggorð – Móðurafi:

Við Stebbi Hagalí­n fórum að velta fyrir okkur orðskrí­punum móðurafi og móðuramma. Nú er móðurafi manns ekki afi-móður-manns, þetta orð er því­ rugl. Hvers vegna gera Íslendingar ekki eins og Danir sem tala um mormor, farmor, farfar og morfar? Það er miklu augljósara kerfi.

* * *

6. bloggorð – Ölver:

QPR og Gillingham mætast í­ kvöld. Hagalí­n ætlar að horfa á sí­na menn og við Sverrir Jakobs sláumst í­ hópinn. Matur á Mánagötu að leik loknum. Seint.

* * *

7. bloggorð – Blair:

Palli Hilmars var í­ fí­nu viðtali í­ Fréttablaðinu í­ morgun. Pönkhljómsveitin Tony Blair er búin að bjóða Cherie Blair á einkatónleika.

Þessi ráðstefna sem konan er notuð til að auglýsa upp er einhver mesta smekkleysa sem ég hef heyrt um lengi og að Rannsóknarstofa í­ kvennafræðum standi að þessu er ömurlegt. Að nota Blair-nafnið og frægð forsætisráðherrafrúarinnar í­ tengslum við mannréttindaráðstefnu á sama tí­ma og breska rí­kisstjórnin fer fram með þessum hætti í­ írak og ví­ðar er að öllu leyti sambærilegt við það ef „Lady Bird“ Johnson, konu Johnsons Bandarí­kjaforseta hefði verið teflt fram á slí­ku málþingi á dögum Ví­etnamstrí­ðsins.

* * *

8. bloggorð – Sjoppur:

Sjoppukeppnin er alltaf jafn spennandi. Staðan er þessi:

Baula 28 : Fjallakaffi 18

Hallinn 27 : BSÁ 21

Draumurinn 20 : Vikivaki 22

* * *

9. bloggorð – Vinna:

Á dag viðrar vel til að bæsa. Þá skal bæst.

Man ekki hvort ég var búinn að lýsa þeirri skoðun minni hérna, en sögnin „að bæsa“ er ein sú skemmtilegasta í­ í­slenskri tungu.

* * *

10. bloggorð – Blackpool:

Leikur morgundagsins hjá Luton er úti gegn Blackpool. Meira um það á morun.

Vatnselgur

Fimmtudagur, ágúst 26th, 2004

Væri það ekki skemmtilegt ef vatnselgur væri ekki veðurfræðilegt fyrirbæri heldur spendýr? Elgir sem lifðu neðansjávar – það væri sjón að sjá!

En það var sem sagt vatnselgur á heimavelli Boston United og því­ var deildarbikarleikurinn í­ gær blásinn af. Það er að ýmsu leyti gleðileg niðurstaða. Núna er nefnilega búið að draga í­ 2.umferð keppninnar og fyrir liggur að sigurliðið fær heimaleik gegn Fulham. Slí­kur leikur gefur væntanlega einhvern pening í­ kassann, auk þess sem það er alltaf gaman að spila við úrvalsdeildarlið. Það er því­ orðið til nokkurs að vinna fyrir báða klúbba.

Annar möguleiki sem þessi frestun opnar er sá að kannski verði leikurinn settur niður á tí­ma sem hentar Sky. Gazza er að spila með Boston um þessar mundir og því­ alls ekki ótrúlegt að Sky Sport gæti hugsað sér að sjónvarpa leik með liðinu. Ég krossa í­ það minnsta fingur…

* * *

Úrslit liggja fyrir í­ fyrstu viðureign undanúrslita sjoppukeppninnar. Þar sem Staðarskáli hefur þegar tekið afgerandi forystu gegn Borgarnesi, 25:11, telst þeirri keppni lokið. Staðarskáli er kominn í­ úrslitaleikinn.

Aðrar viðureignir eru hins vegar grí­ðarlega spennandi. Staðan er:

Baula 19 : Fjallakaffi, Möðrudal 16

Hallinn 17 : BSÁ 17

Draumurinn 15 : Vikivaki 15

Þegar hafa 35 greitt atkvæði í­ fyrstu keppninni. Gamla metið – 46 – er skammt undan. Og koma svo!!!

Pólitík og Ólympíuleikar

Miðvikudagur, ágúst 25th, 2004

Auðvitað eru stjórnmál og Ólympí­uleikar nátengd fyrirbæri. Hvers vegna halda menn eiginlega að Kí­nverjar keppist við að rusla upp leikunum 2008? Hvers vegna ættu Bandarí­kjamenn annars að leggja svo mikið kapp á að hindra velgengni Kúbverja á í­þróttasviðinu? Þegar breski Verkamannaflokkurinn felldi íhaldsmenn á sí­num tí­ma lofaði flokkurinn meira að segja fleiri gullverðlaunum á næstu Ólympí­uleikum. – íþróttir og stjórnmál eru nátengd fyrirbæri.

Það ætti því­ ekki að koma á óvart kýtingurinn sem orðið hefur í­ kringum auglýsingar frá Bush – um að „tvær nýfrjálsar þjóðir“ keppi á leikunum í­ Aþenu – Afganistan og írak.

Auglýsingu Bush má sjá hér.

íhugaverðari flötur á málinu hefur hins vegar komið upp varðandi umfjöllun í­þróttafréttaritara Sporting Illustrated um viðbrögð íraka við auglýsingunni. Grant Wahl tók tali nokkra liðsmenn í­raska knattspyrnulandsliðsins, sem náð hafa langbestum árangri í­raskra keppenda. (Það kemur svo sem ekki á óvart, enda írak löngum verið ein sterkasta knattspyrnuþjóð arabaheimsins, þótt Baldvin Þór Bergsson telji að þar hafi talibanar ráðið rí­kjum og bannað keppni í­ fótbolta.)

Grant Wahl uppgötvaði að í­rösku leikmennirnir voru foxillir. Að þeirra mati er Bush glæpamaður en ekki frelsari. Einn í­ hópnum lét jafnvel að því­ liggja að ef ekki kæmu til Ólympí­uleikarnir, væri hann með byssu í­ hönd að berjast við setuliðið.

Þessi frétt féll vægast sagt ekki í­ kramið og fulltrúar stjórnarinnar í­ Bagdað sáu ástæðu til að draga hana í­ efa, kenndu um rangri þýðingu eða hreinum fölsunum. Grant Wahl hefur nú áréttað að hann standi við fréttina – knattspyrnumenninrnir séu æfir og telji Bush hinn versta mann.

Þetta er mál sem áhugavert er að fylgjast með.

* * *

Sjoppukeppnin er æsispennandi. Staðan er:

Borgarnes 10 : Staðarskáli 17

Baula 14 : Fjallakaffi 12

Hallinn 12 : BSÁ 14

Draumurinn 12 : Vikivaki 10

Miðað við þessa þátttöku ætti okkur ekki að verða skotaskuld að slá metið…

CHOPIN 1004 – Undanúrslit

Miðvikudagur, ágúst 25th, 2004

Jæja, þá er komið að undanúrslitum í­ þjóðarsjoppukeppninni. Heldur dofnaði yfir þátttökunni í­ fjórðungsúrslitum miðað við fyrstu umferðina, en núna tökum við okkur á og sláum fyrri met í­ atkvæðagreiðslum (ekki satt?) Gamla metið er 46 atkvæði í­ einni og sömu viðureigninni, þar sem Borgarnes sigraði Esso-skálann á Blönduósi.

Undanúrslitakeppnirnar eru þessar:

Þjóðvegaflokkur

Staðarskáli gegn Borgarnesi. – Eru þetta konungur og drottning þjóðvegasjoppanna? Það telja margir, í­ það minnsta hafa allir skoðanir á þessum áningarstöðum.

Baula gegn Fjallakaffi á Möðrudal. – Er smátt fagurt? Fjölmargir sniðganga Borgarnes, Mývatn og Egilsstaði en stoppa alltaf í­ Baulu eða Fjallakaffi. En hvor staðurinn nýtur meiri vinsælda?

Þéttbýlisflokkur

Hallinn gegn BSí. – Sumir segja að Hallinn sé bara ofmetinsamlokusala MR-inga, aðrir telja að BSÁ sé ekki sjoppa – eða ætti frekar að telajst þjóðvegasjoppa. Hvað sem því­ lí­ður eru þessar merku menningarstofnanir báðar komnar í­ undanúrslitin.

Draumurinn gegn Vikivaka. – Þetta eru sjoppur sem menn ýmist elska eða elska að hata. Ekki höfðu margir trú á þessum sjoppum í­ upphafi, en fer önnur þeirra kannski alla leið? Eru Draumurinn eða Vikivaki „Grikkland söluturnanna“? Þá stórt er spurt…

Hversdagsís

Miðvikudagur, ágúst 25th, 2004

Mamma mí­n vill ekkert nema Hversdagsí­s – því­ henni þykir svo gaman að spara!
Pabbi minn vill bara kaupa Hversdagsí­s – því­ honum þykir svo gaman að skafa!
Systir mí­n borðar Hversdagsí­s – því­ hún er með unglingaveikina. (Fliss)
En við borðum Hversdagsí­s – (mörg börn í­ kór) ÞVÁ HANN ER SVO GÓíUR!

Auglýsingin fyrir Hversdagsí­s Mjólkursamsölunnar er lí­klega sú auglýsing sem ég hef hatað mest á ævi minni. Fyrir eitthvert stórmótið í­ fótboltanum keypti MS upp hálfan auglýsingatí­mann fyrir hvern einasta leik og blastaði þennan hrylling. Ég strengdi þess heit að láta þennan í­s ekki inn um mí­nar varir og stóð við það í­ mörg ár. Veit að margir gerðu slí­kt hið sama. – Mesta furða að enginn hafi lamið strákgerpið í­ auglýsingunni.

Til hvers að rifja þetta upp nú? Hugrenningatengsl – hugrenningatengsl…

Ég áttaði mig nefnilega aldrei á þessu með pabbann, sem þótti svona gaman að skafa. Hvaða lúní­ kaupir tiltekna í­stegund til þess eins að skemmta sér við að skafa hana í­ kúlur?

Skilningur minn á þessu framferði fer þó vaxandi. Eyddi öllum fyrri hluta gærkvöldsins í­ málningarsköfun. Lét Steinunni kalla í­ mig þegar Þórey átti að hoppa yfir, en þjösnaðist annars á kí­ttispaðanum. Alveg er það lygilegt hvað fyrri í­búar gátu valið ljóta liti á dyrastafi. íttundi áratugurinn hefur ýmislegt á samviskunni. Ég kenni samsæri málningarframleiðenda um.

* * *

Fórum í­ göngutúr seinna um kvöldið og röltum yfir Miklatúnið í­ fyrsta sinn eftir að göngustí­gurinn var malbikaður. – Athugið að ég tala um Miklatún en ekki Klambratún. Það er ekkert upprunalegt við það heiti. Bærinn Klömbrur var reistur um 1930 og kenndur við heimabæ þess sem hann byggði, en tengist staðháttum í­ grennd við Norðurmýri ekki neitt. Miklatún er slappt nafn, en betra en þetta Klambratúnsnafn sem svo margir snobba fyrir.

Ekki botna ég í­ því­ sem hlýtur eiginlega að vera listaverk og stendur á túninu miðju. Það eru 4-5 stangir, lí­kt og notaðar eru til að finna út hnit og í­ miðið er rústrauður járnskúlptúr sem minnir á gjá eða sprungu. Er þetta listaverk helgað landrekskenningunni? – Af hverju eru svona listaverk (að því­ gefnu að þetta sé listaverk) ekki merkt með heiti og höfundi?

* * *

Luton spilar úti gegn Boston í­ fyrstu umferð deildarbikarsins. Á hugum flestra stuðningsmanna er Boston á útivelli í­ þessari keppni miðja vegu á milli ferðar til tannlæknisins og að fylla út skattframtalið í­ skemmti- og afþreyingargildi. Menn láta sig hins vegar hafa það í­ von um að sleppa inn í­ 3ju umferð og fá úrvalsdeildarlið – eða bara Watford.

* * *

Á eftir fæ ég að lí­ta inn í­ Þjóðminjasafnið. Svo mæti ég aftur þangað á opnunina 1.sept. Treysti því­ að hér sé í­slenska vinnulagið í­ heiðri haft og að allt sé á sí­ðustu stundu og iðnaðarmenn séu enn að slá upp fyrir burðarveggjum og draga í­ rafmagn.

Jamm.