Archive for september, 2004

Flúr

Fimmtudagur, september 30th, 2004

Palla Hilmars langar í­ húðflúr.

Himmi bróðir hans stingur upp á almennri fjársöfnun.

Ég er með betri tillögu. Hvernig væri að stofna almennt hlutafélag um húðflúr fyrir Palla?

Þeir sem vilja taka þátt í­ stofnun félagsins skrá sig með því­ að leggja fram hlutafjárloforð. Heildarupphæð hlutafjár verður svo ákveðin, t.d. svona 50.000 krónur (hvað veit ég svo sem um verð á húðflúrum?)

Hluthafar myndu svo fara með atkvæðisrétt á hluthafafundum í­ hlutfalli við eign sí­na. – Það væri svo hluthafafundar að ákveða hvernig húðflúrið skuli lí­ta út og hvar á lí­kamann það skuli fara.

Held að það væri hægt að selja sjónvarpsréttinn af svona dæmi fyrir góðan pening!

Stundum þarf bara einn hlut…

Fimmtudagur, september 30th, 2004

Málningardagur á safninu.

Við Óli töluðum okkur upp í­ að kaupa málningu til að skella á stallana sem sumir sýningargripirnir standa á. Liturinn sem varð fyrir valinu er mosagrænn, ekki ósvipað litnum sem notaður er í­ felubúninga hermanna. Það er ótrúlegt hvað ekki stærri breyting lyftir salnum. Lyktin af olí­umálningunni er hins vegar stæk.

* * *

Mark Steel er snillingur. Um það er engum blöðum að fletta. Pistill dagsins fjallar um ræðu Tony Blair á flokksþinginú í­ Brighton:

Justifying his original position has become so untenable his statements become increasingly surreal. For example, parts of his speech went: „Caring isn’t about caring. Its about doing what you think is right and sticking to it.“ I believe Fred West followed a similar doctrine. How can caring not be about caring? Are there similar rules for other activities ? If you fail your driving test, can you appeal on the grounds that „driving is not about driving, it’s about knowing where you want to go and not being afraid to run up the kerb and knock over a pram“? Perhaps in the original draft he was going to follow the bit about caring with „and weapons of mass destruction are not about weapons of mass destruction. They’re about sand and ancient temples and swords and they had all these, proving me right as usual“.

Og lokaorðin:

And Genghis Khan in his keynote speech at one conference said: „I know there are some of you who feel it was wrong to rampage across Mongolia, burning villages and slaughtering tribes. But the main thing is we’ve created lots of opportunities with our ‘trainee horde Sure Start scheme’ and families can be lifted out of poverty by claiming up to £9 a week in Peasant Family Tax Credit,“ to which there was loud applause.

Steel er langflottastur.

Pitcairn

Miðvikudagur, september 29th, 2004

Á dag birtist á Múrnum fyrsta grein mí­n í­ langan tí­ma. Þegar ég hætti í­ ritstjórninni á sí­num tí­ma, lofaði ég sjálfum mér að verða eftir sem áður duglegur að senda inn pistla. Það hefur ekki alveg gengið eftir. Kannski örrí­kja-greinaflokkurinn verði til að breyta þessu.

Meginefni þessarar greinar er samfélagið á Pitcairn, sem er frægt af endemum um þessar mundir.

ín þess að ég nenni að endursegja greinina (þið getið bara hundskast til að lesa hana á Múrnum) þá eru Pitcairn-eyjaskeggjar afkomendur uppreisnarmanna af The Bounty annars vegar, en kvenna frá Tahiti hins vegar. Nú byggja eyjuna tæplega 50 manns. Allstór hluti karlanna er nú fyrir dómi sakaðir um margháttað kynferðislegt ofbeldi. íkæruatriðin eru margví­sleg. Sumir eru sakaðir um sifjaspell (dæmi munu vera um að systur hafi deilt eiginmanni), eitthvað mun vera um að konur hafi verið falboðnar áhöfnum kaupskipa og – það sem er aðalkæruefnið – alsiða mun hafa verið á eyjunni að fullorðnir karlmenn hefðu samræði við stúlkur undir fjórtán ára aldri, jafnvel allt niður í­ tí­u eða ellefu ára.

Á þessu máli er tekist á um margt. Meðal annars er deilt um lögsögu dómstóla og er sú deila ein og sér stórmerkileg. Enn áhugaverðari er deilan þó eflaust fyrir mannfræðinga.

Sakborningarnir lýsa yfir sakleysi sí­nu, enda telja þeir sig ekki hafa gert neitt refsivert. Þeir bera því­ við að á Pitcairn teljist stúlkur mannbærar í­ kringum tólf ára aldurinn. Málið snúist því­ um félagslega afstæðishyggju, þar sem ekki sé hægt að túlka vestrænt gildismat sem algilt.

Nú ætla ég alls ekki að gefa körlunum á Pitcairn neitt siðgæðisvottorð. Hvað mig varðar, getur meira en verið að þeir séu upp til hópa ofbeldismenn, hórkarlar, pedófí­lar og nauðgarar. – En segjum svo að fullyrðingar þeirra séu réttar. Þá fyrst verður málið nefnilega áhugavert.

Samfélagið á Pitcairn er ekki það eina í­ heiminum þar sem samræðisaldur er lágur. Sérstaða þess er hins vegar sú að í­búarnir eru af evrópskum uppruna.

Það er athyglisvert að út frá menningarlegri afstæðishyggju, getum við vesturlandabúar umborið ýmislegt í­ siðum og venjum fjarlægra þjóða. Önnur lögmál gilda hins vegar um hví­tt fólk. Hví­tir menn sem sofa hjá barnungum stúlkum teljast sjúkir glæpamenn og geta ekki borið við siðvenjum.

Á sama hátt er það athyglisvert að Pitcairn-búarnir sjálfir kjósa að verja sig með því­ að ví­sa til uppruna sí­ns frá Tahiti. Þannig segja þeir að hinn lági samræðisaldur sé hefð sem formæðurnar frá Tahiti hafi lagt til samfélagsins.

En hvers vegna að grí­pa til þeirrar skýringar? Uppreisnarmennirnir á The Bounty ólust upp í­ Bretlandi 18. aldar. Á þeim tí­ma var giftingaraldur kvenna tólf ár og dæmi voru til um yngri brúðir. Þetta voru siðvenjurnar í­ því­ samfélagi sem uppreisnarmennirnir yfirgáfu. Hvers vegna má ekki nota þær sem röksemd? Hvaða rök eru fyrir því­ að gildismat afkomenda brottfluttra breskra 18. aldar manna breytist í­ samræmi við sem gerist í­ gamla heimalandinu?

Er það ekki harla rasí­skt – ef menn eru fúsir að fallast á að brúnleitt fólk hafa óvenjulega siði – að neita að viðurkenna það sama þegar hví­tir menn eiga í­ hlut?

* * *

Luton tapaði í­ sendibí­labikarnum gegn Swansea í­ gær. Gott mál. Einni trufluninni færra. Næst er að standa sig gegn Tranmere. Það eu væntanlega sterkustu andstæðingarnir til þessa.

* * *

Heyrði í­ fréttunum að Jörundur íki væri farinn til Stjörnunnar í­ Garðabæ. Vonandi vegnar honum vel. Jöri er frábær náungi, það litla sem ég hef haft af honum að segja. Hann mætti nokkrum sinnum fyrir FRAM-leiki í­ sumar og spjallaði við stuðningsmennina um leikskipulagið o.fl. Toppmaður sem á eftir að rí­fa Stjörnuna upp.

Skrítla dagsins

Miðvikudagur, september 29th, 2004

Bjó þennan brandara til yfir morgunverðarborðinu:

Hver er uppáhaldsí­þróttagrein Framsóknarmanna?

– Nú, auðvitað sleggjukast…

Krítar(póst)kort

Þriðjudagur, september 28th, 2004

Það var ekki bara ruslpóstur sem beið mí­n á Mánagötunni í­ gær, heldur tvær bitastæðari sendingar.

Annars vegar var um að ræða Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar, sem innihélt grein sem sýnir fram á að and-hraðakstursauglýsingar virka. Þá voru myndir frá Fáskrúðsfjarðargöngum og gangur Almannaskarðsganga rakinn. íhugavert.

Hins vegar var póstkort – frá Krí­t, stimplað fyrir viku. Það var frá spurningaliði Verslunarskólans sem fór þangað í­ vinningsferð sí­na. Þeir sögðust hlakka til að hitta mig í­ keppninni næsta vor.

* * *

Barmmerkjagerðartí­mabilið er hafið. Sat við yfir sjónvarpinu í­ gær og þrykkti út SHA-barmmerkjum (klassí­ska: Ísland úr NATO, herinn burt-merkið). Sí­ðar í­ vikunni gerum við eitthvað nýtt í­ tilefni af þingsetningu á föstudaginn. Ég verð illa svikinn ef það verður ekki nokkur mannsöfnuður á Austurvelli þá – af ýmsum tilefnum.

Skítaborg Bretlands

Mánudagur, september 27th, 2004

Spurning dagsins er einföld. Hversu margir skyldu nú um helgina hafa séð ástæðu til að senda mér þessa frétt, þar sem fram kemur að Luton hafi verið valin skí­taborg Bretlands? Möguleikarnir eru:

i) Enginn, hver væri lí­ka svo barnalegur að velta sér upp úr svona frétt?

ii) 1-3, alltaf einhverjir sem hafa gaman af svona hlutum.

iii) Allir og litli, ljóti frændi þeirra.

Rökin sem tiltekin eru fyrir valinu á Luton eru margþætt. Á hugum fólks er Luton einn stór flugvöllur (margt til í­ því­). Arkitektúrinn í­ borginni er með ólí­kindum ljótur, enda miðbærinn að miklu leyti frá um 1960. Atvinnuleysi er mikið, enda Bedford-verksmiðjurnar stöðugt að draga saman seglin. Þá er nálægðin við London slí­k að þjónustustigið í­ borginni er lágt.

Lí­klegri skýring á því­ hvers vegna Luton stökk skyndilega upp í­ efsta sætið á listanum (Hull var í­ efsta sæti í­ fyrra), tengist því­ að í­ Luton er eitt stærsta samfélag Así­ubúa á Bretlandseyjum. Múslimar eru grí­ðarlega margir, einkum frá Pakistan. Það varð mikið fréttaefni þegar hópur ungra manna frá Luton hélt í­ austurveg og sagðist ætla að „ganga til liðs við talibana“. Á seinni tí­ð eru stuðnginsmenn annarra fótboltaliða farnir að gera sér að leik að kalla Luton – „Kabúl Bretlandseyja“ og annað slí­kt. Það er því­ nokkur rasistalykt af þessu vali.

Listinn er reyndar skringilegur og undarlegt að sjá Glasgow og Edinborg í­ efstu sætum. Held að fáir þeir sem til Edinborgar hafa komið myndu skrifa upp á að það sé eitthvert versta skí­tapleis í­ Bretlandi.

íbúar í­ Luton eru þó harla rólegir yfir þessu öllu. Þeir viðurkenna fúslega að Luton sé skí­taborg, en staðhæfa að það séu margir verri staðir til. Þá er ekki loku fyrir það skotið að titillinn verði til þess að í­búarnir og borgaryfirvöld taki sig á og rí­fi staðinn upp. Það gerðist í­ Hull, sem keppist við að sverja af sér skí­taplássstimpilinn. Nú sí­ðast tilkynnti borgarstjórnin í­ Hull um áætlanir sí­nar að gera Hull að hommahöfuðborg Evrópu – þar sem skemmtistaðir samkynhneigðra yrðu á hverju horni. Það er ví­st helling upp úr slí­kum túrisma að hafa.

* * *

Á morgun fékk ég skringilegt sí­mtal. Á mig hringdi kona sem vildi fá skýrslu um reynslu mí­na af Hótel Löven í­ Kaupmannahöfn. Um það mátti lesa í­ ferðasögunni miklu á sí­num tí­ma. Hótel Ljón er eitt allra ódýrasta hótel í­ Kaupmannahöfn. Með það í­ huga, ætti maður bara að vera þakklátur fyrir að fá rúm og sturtu og fyrir að þurfa ekki að klofa yfir sprautufí­kla á leiðinni út.

Íslendingar eru hins vegar svo heimtufrekir, að þeir ganga af göflunum þegar ódýra hótelherbergið reynist hvorki hafa sjónvarp með 100 rásum, mí­ní­bar eða fjórréttaðan morgunmat.

* * *

Sjoppukeppnin stendur enn. Staðan:

Staðarskáli 17 : Baula 11

Tottenham tapaði

Laugardagur, september 25th, 2004

Tottenham tapaði í­ dag. Fyrir vikið eru einungis fjögur lið eftir í­ ensku deildarkeppninni sem ekki hafa tapað leik það sem af er tí­mabili. Þau eru:

Arsenal – 7 leikir: 6 sigrar og eitt jafntefli
Chelsea – 7 leikir: 5 sigrar og tvö jafntefli
Wigan – 10 leikir: 5 sigrar og fimm jafntefli
Luton – 10 leikir: 9 sigrar og eitt jafntefli

Þessi fjögur knattspyrnulið eru greinilega í­ sérflokki í­ Englandi um þessar mundir. Einhverjir kynnu að halda því­ fram að hlutfall Luton sé best af þessum liðum – ég er þó ekki endilega að kalla okkur besta lið Englands…

Luton-menn vita eiginlega ekkert hvernig á að taka þessari velgengni. Enginn átti von á þessu fyrir tí­mabilið og allir bí­ða eftir að ævintýrið taki enda. Eftir stendur að við erum með 28 stig í­ efsta sæti, tvö næstu lið eru með 19 (Brentford og Hull).

Næsti deildarleikur verður erfiður – úti gegn Tranmere á laugardaginn. Á millití­ðinni er skí­taleikur í­ bikarkeppni Sendibí­lastöðvarinnar Þrastar (LDV-cup) á þriðjudag, úti gegn Swansea.

Held að stuðningsmennirnir hálft í­ hvoru vonist eftir tapi á þriðjudaginn, út frá rökunum að betra sé að taka út tapleikina í­ bikarkeppnunum. Þá er LDV-bikarinn súrasta keppni í­ heimi. Þar spila bara lið úr tveimur neðri deildunum. Eina hamingjan sem henni getur fylgt, er að komast í­ úrslitaleik á þúsaldarvellinum í­ Cardiff og fyrir miðjumoðslið að geta glatt sig við eitthvað. Þeir sem eru í­ toppbaráttu lí­ta hins vegar bara á svona keppnir sem truflun og aukaálag.

* * *

Hearts vann Inverness í­ Skotlandi. „Efnafræðineminn“, sem svo er nefndur í­ bloggheimum, mætti í­ ví­sindaferð á Minjasafnið í­ gær. Hann heldur með Hearts eins og ég.

Efnafræðinemar eru skemmtilegir. Þeir eru kurteisari en gerist og gengur með háskólanema. Drekka lí­ka minna.

Gömul raftæki óskast!

Föstudagur, september 24th, 2004

Jæja, best að nota bloggið til að plögga fyrir vinunni. Ef ég er heppinn mun Fréttablaðið búa til mola upp úr þessari færslu (nógu oft leggja þeir út af þessu bloggi).

Málið er að hér á Minjasafninu sönkum við ekki bara að okkur rofum og háspennutengingum. Við hugum lí­ka að rafvæðingu heimilanna.

Það eru nokkrir hlutir sem við hefðum mjög gaman af að eignast, þannig að lesendur eru beðnir um að gægjast í­ ruslakompurnar:

i) Straujárn. – Gömul straujárn, ný straujárn, strauboltar, straubretti. Allt sem tengist straujárnum!

ii) Vöflujárn. – Gömul og ný vöflujárn af öllum stærðum og gerðum.

iii) Brauðristar. – Því­ fleiri, því­ betra.

iv) Gamlar snúrur. – Gamlar snúrur, með og án klóa óskast í­ varahluti. Allar týpur – tjöruví­r, tausnúrur, plast o.s.frv. Þessar snúrur yrðu klipptar niður og mega alveg vera illa farnar. Tenglar eða klær á endum væru til bóta en alls ekki skilyrði.

Treysti á góð viðbrögð. Svör berist í­ athugasemdakerfið eða með tölvupósti: stefan.palsson@or.is

* * *

Sjoppukeppnin fer ekki nógu vel af stað – a.m.k. ekki fyrir þá sem vonuðust eftir spennandi keppni. Á ég að trúa því­ að allir velji Staðarskála á kostnað Baulu?

Sjálfur lí­t ég á þetta sem uppgjör Vestlendinga og Norðlendinga.

Kláði

Föstudagur, september 24th, 2004

Alveg var ég búinn að gleyma því­ hversu djöfullega óþægilegt það er að safna skeggi. Verð loðnaði með hverjum deginum, en kláðinn minnkar ekki neitt. Vika í­ viðbót og þá ætti það versta að vera búið, trúi ekki öðru.

Annars hef ég takmarkaða trú á þessari skeggvaxtartilraun, því­ ég hef alltaf haft efasemdir um of mikinn skeggvöxt lágvaxinna manna. Við getum virst ennþá meiri rindlar fyrir vikið. Hins vegar eru andlitshár ágæt í­ skí­taveðri eins og nú er.

* * *

Fréttablaðið var ekki komið þegar ég skreið á fætur. Það kemur oft seint, en í­ þessari viku er ástandið sérlega slæmt. Lí­klega er skýringin sú að blaðberinn sé grunnskólanemi og farinn að reykja krakk í­ verkfallinu.

Ég er alvarlega að í­huga að hringja á skrifstofur Morgunblaðsins til að kvarta yfir þessum seinagangi á blaðinu. Það væri álí­ka gáfulegt og hjá öllum fí­flunum sem skammast í­ grunnskólakennurum yfir öllum framhaldsskólaverkföllunum sem þeir hafa lent í­.

* * *

Stofnfundur í­ gær hjá róttæknimiðstöðinni í­ Garðastræti. Það er röskur hópur sem stendur að rekstri hússins og gaman að fylgjast með þessu framtaki. Aldrei þessu vant tókst mér þó að komast hjá því­ að lenda í­ stjórn. Félagsmálakvótinn er fullur í­ bili, ég get ekki bætt meiru við ef ég á að ná að sinna þessu bærilega.

Á sumar hefur t.a.m. mikill tí­mi farið í­ FRAM. Þar er ég nú í­ aðalstjórn og er að komast inn í­ allskonar mál sem ég hafði ekki áður látið mig varða. Stóra viðfangsefni FRAM á næstu árum eru vitaskuld flutningarnir í­ hlí­ðar Úlfarsfells. Því­ verður spennandi að fylgjast með og taka þátt í­.

* * *

Hélduð þið nokkuð að þjóðarsjoppukeppnin, CHOPIN 2004, hefði lognast út af. Því­ er nú öðru nær. Komið er að úrslitaleiknum í­ dreifbýlisflokki. Þar keppa:

Baula og Staðarskáli

Þetta eru augljóslega tvær afar ólí­kar sjoppur. Staðarskáli er klassí­skur söluskáli með hamborgaragrilli og tilheyrandi. Allir þeir sem ekki eru Brúar-stubbar, stoppa í­ Staðarskála.

Baula er á hinn bóginn þessi alternatí­va-sjoppa. Þeir sem ekki vilja stoppa í­ Borgarnesi eiga griðarstað í­ Baulu. Þá er rekstraraðili staðarins höfuðsnillingur.

Kjósið nú!

Kistan

Fimmtudagur, september 23rd, 2004

Lára Magnúsardóttir er einhver alskemmtilegasti bloggarinn sem ég fylgist með. Greinarstúfurinn hennar á Kistunni fyrr í­ vikunni var bráðfyndinn – einkum ræðan sem hún hyggst flytja yfir raunví­sindaelí­tu landsins:

Eins og allir vita hafa framfarir á ví­sindasviðinu breytt lí­fi okkar á 20. öld. Það er mikill munur að eiga sí­ma. Hugsið ykkur lí­f forfeðra okkar, sem var sí­malaust. Nú eiga allir farsí­ma, en það er ekki ví­st að það sé mjög gott. Einstein var klár náungi og hann fann margt upp, sem allir ættu að skilja betur. Þess vegna vil ég hvetja til þess að ví­sindamenn rannsaki margt og finni fleira upp. Til dæmis var merkilegt þegar skammtafræðin kom til sögunnar. Þá breyttist lí­fssýn margra ví­sindamanna. Ég lærði að reikna í­ barnaskóla og setja upp á strik. Það var gott og merkilegt. Ég er ekki viss um að öll börn kunni að setja upp á strik. Ég vil hvetja ví­sindamenn til að gera meira af því­, því­ það hefur reynst vel. Nú viljum við lækna marga sjúkdóma sem var ekki hægt að lækna. Íslensk erfðagreining kann að gera það og finna margar DNA raðir, sem ganga í­ ættir á Íslandi. Þá fáum við ókeyps lyf. Og björgum mörgum útlendingum. Bla bla bla

Kistan er vefrit sem maður ætti að lesa oftar.

* * *

Það voru umræður um kjaramál yfir morgunkaffinu hér í­ Elliðaárdalnum. Menn voru almennt sammála um að vonast til þess að kennurum vegnaði vel. Ekki vegna þess að allir í­ hópnum væru endilega svo miklir kennaravinir, heldur vegna þess að verkalýðshreyfingin væri svo slöpp og kjarklaus – að það gæti kennt henni einhverja lexí­u ef þær stéttir sem sækja sinn rétt fengju einhverju áorkað.

* * *

Vinnuhelgi framundan. Visindaferð á Minjasafnið á föstudag, útskriftafagnaður rafiðnanema á safninu á laugardag, þrif og almenn opnun á sunnudag. – Vinnutí­matilskipun ESB hvað?