Archive for október, 2004

Southend – úti

Sunnudagur, október 31st, 2004

Jæja, ekki fór drátturinn í­ fyrstu umferð enska bikarsins eins vel og vonast var til. 2. deildalið Southend (lesist: fjórðudeildarlið) á útivelli. Stuðningsmennirnir eru pirraðir því­ í­ sí­ðustu 22 bikarleikjum Luton hafa 18 verið á útivelli.

Sjálfur var ég að vonast eftir útileik gegn utandeildarliði. Slí­kir leikir rata oft í­ útsendingu á Sky. Tel nánast engar lí­kur á að þessi leikur verði sýndur um aðra helgi. Sjáum samt hvað setur.

Næsti heimaleikur er gegn Wrexham, en fregnir bárust af því­ í­ vikunni að Wrexham rambi á barmi gjaldþrots. Það er jafnvel talað um að liðið fái ekki að ljúka keppni í­ deildinni. Á sí­ðustu viku var rafmagnið tekið af vellinum vegna vangoldinna orkureikninga og annað er ví­st eftir þessu. Vonandi að þessi gamalgróni klúbbur rétti úr kútnum, en Wrexham er sem stendur um miðja deild.

Sigur!

Laugardagur, október 30th, 2004

Ég geri ekki kröfu til þess að lesendur þessarar sí­ðu skilji innviði innanfélagspólití­kurinnar í­ MS-félaginu. Ég ætla samt að blogga um niðurstöðu aðalfundarins í­ dag, enda er þetta mál sem skiptir MIG máli og markmiðið með þessu bloggi er jú að gefa mynd af MINNI heimsmynd, MíNUM tilfinningum og MíNUM skoðunum.

Á fyrra var haldinn tí­mamótaaðalfundur í­ MS-félaginu. Þáverandi formaður beið afhroð í­ kosningu, fékk þriðjung atkvæða gegn tveimur þriðju hlutum mótframbjóðandans. Meðframbjóðendur Sigurbjargar, sem kjörin var formaður félagsins, sigruðu með svipuðum mun. Steinunn hafði setið í­ stjórn árið áður en sóttist ekki eftir endurkjöri. Þess í­ stað bauð hún sig fram sem fulltrúi MS-félagsins í­ aðalstjórn Öryrkjabandalagsins.

Fráfarandi formaður vildi ekki styðja Steinunni heldur Sigrí­ði Hrönn Elí­asdóttur, Sjálfstæðiskonu frá Vestfjörðum. Mótframbjóðandinn, Sigurbjörg, lýsti hins vegar stuðningi við Steinunni. Þegar sitjandi stjórn tapaði hverri kosningunni á fætur annarri dró Sigrí­ður Hrönn framboð sitt til baka og Steinunn hefur verið ÖBí-fulltrúi sí­ðasta árið.

Að þessu sinni vildi gamli formaðurinn ná fram hefndum. Hún studdi til framboðs ungan dreng, sem var gjörsamlega grænn á bak við eyrun varðandi málefni félagsins. Um var að ræða pilt sem er trúlofaður stúlku með fjögurra mánaða gamla MS-greiningu. Persónulega er mér mjög til efs að aðstandandi MS-sjúklings sé fær um að gegna þessu starfi. Sá sem ekki hefur reynt á eigin kroppi hvaða áhrif þessi andstyggilegi sjúkdómur hefur, getur trauðla verið í­ forsvari fyrir sjúklingasamtökin.

Drengkvölinni var att á foraðið. Þau hjúin skrifuðu greinar í­ Moggann og komu sér í­ viðtal við Séð og heyrt, þar sem strákgreyið át upp subbulegar ávirðingar á hendur Sigurbjargar formanns. Það er erfitt að sakast við strákinn. Hann át bara upp það sem honum var talin trú um.

Fundurinn var haldinn í­ dag. Niðurstaðan var sú að meira en 80% fundarmanna á fjölsóttum fundi kusu gömlu stjórnina. 20% kusu stjórnarandstöðuframboðið. Steinunn var sjálfkjörin aftur í­ ÖBí. Lí­klega hefði hún fengið enn betri kosningu ef til hefði komið.

Eftir stendur að sumir fjölmiðlar eru búnir að láta draga sig á asnaeyrunum. Þeir hafa látið draga sig inn í­ subbulega kosningabaráttu í­ sjúklingafélagi og birt rakalausar staðhæfingar um fólk sem nýtur fulls trausts þorra félagsmanna til að gegna sí­nu starfi. Það er ákaflega erfitt að meta það tjón sem sú umfjöllun hefur valdið, hvað þá særindin sem hún hefur valdið viðkomandi einstaklingum.

# # # # # # # # # # # # #

Og annar sigur! Eftir þrjá tapleiki í­ röð snerum við Luton-menn vörn í­ sókn. 4:0 sigur á heimavelli gegn Bradford, sem var í­ 2-3. sæti. Sex stiga forysta þegar nóvembermánuður byrjar. Það er ekki amalegt.

Porcupine

Föstudagur, október 29th, 2004

Conquering myself until
I see another hurdle approaching.
Say we can, say we will,
Not just another drop in the ocean.

Leit í­ Smáralindina til að sjá hvort Þorvaldur vinnufélagi væri genginn af göflunum yfir að sjá óðum verkfallsbörnum fyrir afþreyingu með leiktækjum frá Rafheimum. Þorvaldur hefur sterk bein og tórir enn.

Gat ekki stillt mig um að reka nefið inn í­ plötubúð í­ leiðinni. Keypti Porcupine með Echo & the Bunnymen. Skyldueign.

Am I the happy loss?
Will I still recoil
When the skin is lost?
Am I the worthy cross?
Will I still be soiled
When the dirt is off?

Sælt er sameiginlegt skipbrot

Föstudagur, október 29th, 2004

Boris Johnson ritstjóri The Spectator skrifaði um daginn leiðara sem gerði allt vitlaust í­ Bretlandi, en þó einkum í­ Liverpool-borg. Hann lagði út af viðbrögðunum þar í­ borg vegna dauða Kenneths Bigleys sem drepinn var í­ írak sem frægt er orðið.

Egill Helgason fjallaði um málið á bloggsí­ðunni sinni um daginn. Egill gerir reyndar mest úr því­ að Boris Johnson kenni opinbera velferðarkerfinu um hin yfirspenntu sorgarviðbrögð Liverpool-búa. Það er nú frekar sú túlkun sem frjálslyndari dagblöðin – Guardian og Independent hafa reynt að leggja í­ skrifin.

Boris Johnson sýnist mér að hafi frekar verið að gagnrýna hina almennu sorgarvæðingu samfélagsins, þar sem fólk finni helst til samkenndar í­ tengslum við hörmulega atburði, sorg eða áföll sem gerð séu að almenningseign. Því­ get ég verið fyllilega sammála og er þó enginn í­haldspungur eins og Boris Johnson.

Á sí­num tí­ma skrifaði ég á Múrinn um Soham-morðin í­ Bretlandi. Það mál var afar subbulegt dæmi um sorgarvæðingu, þar sem harðfullorðið fólk staðhæfði að heimurinn yrði aldrei samur og vottaði um það hvernig stúlkurnar sem það aldrei hitti hefðu breytt sýn þeirra á lí­fið.

Það er ekkert fallegt við tilfinningaklám af þessu tagi. Þvert á móti er það gróft, falskt og subbulegt.

Nýjasta dæmið um tilfinningaklám í­ Bretlandi tengist útför ungrar stúlku sem skotin var af glæpagengi í­ Nottingham. Kampaví­nssósí­alistarnir á Spiked fjalla um fárið sem af því­ hefur hlotist. Þar segir:

Today’s post-tragedy commemorations, in attempting to create a sense of community, actually tend to undermine it. If the only thing a city can unite around is being against guns and the murder of teenagers, it highlights how little else there is to bind it together.

Ég gæti varla verið meira sammála.

# # # # # # # # # # # # #

Um daginn voru hér á sí­ðunni umræður um asnaleg samsett orð eins og bí­laleigubí­ll. Hvað mætti þá ekki segja um kvöldmat gærdagsins. Það var kjötsúpa frá tengdamömmu, en þar sem kjötið var búið er nær að ræða um kjötlausa kjötsúpu.

# # # # # # # # # # # # #

Er að lesa rússneskan reyfara, eftir þennan náunga sem írni Bergmann er búinn að vera að þýða upp á sí­ðkastið. Þetta byrjar svo sem ágætlega. Þýðingar úr rússnesku eru samt alltaf eitthvað stirðbusalegar. Mér finnst allar persónurnar vera Boris Jeltsí­n.

Maus og snatt

Fimmtudagur, október 28th, 2004

Mikið maus og bögg bí­ður í­ dag blogglistamannsins, sem til skamms tí­ma var besti og frægasti bloggarinn. Vegna sýningar orkufyrirtækjanna í­ Smáralind munu Rafheimar lána allskonar dót og drasl, sem flytja þarf á staðinn án þess að allt fari í­ steik. Það er ekki gaman, einkum þar sem Óli Guðmunds er ekki á staðnum til að laga það sem kynni að hnjaskast á leiðinni.

Skammast ég mí­n fyrir að lána hávær leiktæki inn á sýningarrými og fela vinnufélögum mí­num að standa við þau í­ 2-3 daga og hlusta á hrí­nandi börn? Já, dálí­tið – en ekki mikið.

# # # # # # # # # # # # #

Steinunn sat í­ gær aðalfund Öryrkjabandalagsins sem fulltrúi MS-félagsins. Svakalega eru mörg sjúklingafélög starfrækt á landinu. Hver er til dæmis munurinn á Geðhjálp og Geðvernd? Hjálpar fyrrnefnda félagið þeim sem eru snar, en hið sí­ðarnefnda verndar þá sem ekki eru snar fyrir því­ að lenda í­ þeirri stöðu? Hvað veit ég?

Á laugardaginn er svo aðalfundur MS-félagsins. Þar sækist Steinunn eftir endurkjöri sem fulltrúi í­ aðalstjórn ÖBí. Það hefur ekki frést af mótframboði, en í­ ljósi þess að búið er að boða mótframboð gegn sitjandi formanni og stjórn, þá verður að gera ráð fyrir kosningum um ÖBí-sætin lí­ka.

Það má því­ búast við dramatí­skum fundi á laugardag. Það er góð upphitun fyrir stórtónleika laugardagskvöldsins

Krítískt

Miðvikudagur, október 27th, 2004

Ræddi við bifvélavirkjann áðan. Hann segir að stýrið sé í­ skralli og að ég muni varla fá það í­ gegnum skoðun eftir stendur vandamálið með sætið og fleira smálegt.

Við urðum sammála um að hann myndi láta bí­linn vaða í­ skoðun í­ fyrramálið og svo myndum við sjá til hversu miklar athugasemdir væru gerðar. Á kjölfarið ætti þá að vera hægðarleikur að meta hversu dýrt þetta dæmi yrði. Krossleggjum fingur.

# # # # # # # # # # # # #

The Last of the Famous International Playboys er frábært lag. Ég er búinn að eiga Bona Drag lengi í­ diskasafninu, en er fyrst núna að átta mig á snilldinni. Þetta gerist stundum með plötur. Þannig var ég búinn að eiga The Queen is Dead í­ nokkur ár áður en ég uppgötvaði hana fyrir alvöru.

In our lifetime those who kill
the newsworld hands the stardom
and these are the ways
on which I was raised
these are the ways
on which I was raised
but I never wanted to kill
I am not naturally evil
such things I do
just to make myself
more attractive to you
Have I failed?

Snilld

# # # # # # # # # # # # #

Steinunn er á aðalfundi Öryrkjabandalagsins. Kemur eftir dúk og disk. Nenni ég að elda? Nenni ég að skella í­ þvottavélina? Nenni ég að henda fiskafgöngunum sem eru búnir að liggja alltof, alltof lengi í­ í­sskápnum?

Njah, varla.

Reykjavík ber nafn með rentu

Miðvikudagur, október 27th, 2004

Byrjaði daginn í­ Bí­lhúsinu, besta bifreiðaverkstæði landsins í­ sjálfum höfuðstað bí­laverkstæðanna – Kópavogi. Svipurinn á bifvélavirkjanum var ekki uppörvandi þegar ég fór að lýsa hversu ví­ða olí­a læki niður úr Bláa draumnum. Hann byrjaði að milda áfallið með því­ að leggja rí­ka áherslu á það hversu lengi bí­linn hefði þó enst… Fæ að vita meira seinnipartinn. Kannski þarf ég nú að leggjast í­ bí­laleit. Það er hugsanlega leiðinlegasta djobb í­ heimi.

Á leiðinni úr Kópavoginum sást rjúka úr Elliðaárdalnum á mörgum stöðum. Við veðuraðstæður eins og í­ dag er gufan áberandi. Ef Orkuveitan dældi ekki upp svona miklu heitu vatni af svæðinu væru gufustrókar yfir öllu hálft árið. Maður skilur á dögum sem þessum hvers vegna nafnið Reykjaví­k varð fyrir valinu.

* * *

Fí­nn fótboltatí­mi í­ gærkvöld, þótt mitt lið hefði tapað öllum leikjunum þremur. Tí­masetning árshátí­ðar fótboltaklúbbsins er í­ uppnámi. Ætli sí­ðasta helgin í­ nóvember verði ekki fyrir valinu.

Skipulagt veisluhald fótboltahópsins hefur mikið drabbast niður eftir að Óli Jó fluttist til útlanda. Við erum skugginn af sjálfum okkur í­ partýhöldum án eilí­fðarforsetans. Svo gæti þetta nú haft eitthvað með aldurinn að gera.

– En talandi um aldur. Ég er loksins búinn að ákveða hvernig staðið verður að þrí­tugsafmælinu í­ vor. Sú framkvæmd verður þó leyndarmál í­ bili.

* * *

Verð að láta fljóta með kjúrí­osí­tet af Guardian-vefnum, sem tengist Luton með nokkrum hætti. Þar er spurt út í­ Thames FC, knattspyrnulið frá ofanverðum þriðja áratugnum og byrjun þess fjórða:

Thames started life in 1928 and finished it very shortly after, Ian. The club was founded by the owners of West Ham stadium, home not to West Ham United but to speedway and greyhounds, who were looking for ways to make some extra cash.

The club started life in the Southern League, finishing third in their second season and pipping Aldershot to a spot in the Third Division when Merthyr weren’t re-elected. Over the next two seasons Thames played 84 games, won 20, drew 17, and lost 47 – conceding 202 goals along the way. No surprise then that they finished bottom with just 23 points in 1931-32, and promptly resigned from the league. Bad news for Leyton Orient, fellow strugglers hankering after a merger (and cheap rent); good news for Aldershot, who replaced them.

Thames did set one record in their brief existence however, and it’s one they still hold: the lowest league attendance for a single game. Despite playing home games in a 50,000 capacity stadium, the glut of local sides meant Thames never really cut it on the east London scene. The atmosphere must have been electric on December 6 1930, when Thames beat Luton Town 1-0 in front of a whopping 469 fans.

Kostulegt…

Svíðingar

Þriðjudagur, október 26th, 2004

Er rétt að kalla föður sinn sví­ðing? Jú, því­ um helgina vorum við feðgarnir í­ málningarvinnu hér á Mánagötunni. Meðal verkfæra var hitabyssa frá Óla Guðmunds sem við notuðum til að sví­ða burt málningu – það er sannkallað sví­ðingsverk!

Við sviðum reyndar af kappi frekar en forsjá og það kom sprunga í­ eina af rúðunum í­ gesta/bókaherberginu. Sé núna að sprungan fer heldur stækkandi. Ekki þar fyrir að það þarf að skipta út þessum rúðum við tækifæri. Viðhaldsverkefnin hrúgast upp!

Og enn af viðhaldsverkefnum: Á fyrramálið á Blái draumurinn bókaðan tí­ma á verkstæði. Það styttist í­ að skoðunin renni út og nú eiga bifvélavirkjarnir mí­nir að meta hvað það muni kosta að koma bí­lnum í­ gegn. Allir sem átt hafa gamla skrjóða þekkja spenninginn sem fylgir þessum ferðum – í­ raun stendur valið á milli þess hvort hagkvæmara sé að laga bí­linn eða kaupa nýjan. Þar sem ég hef það prinsip að eiga bara bí­la sem kosta minna en mánaðarlaun, þá er það oft tví­sýnt val.

SHA fundar í­ kvöld í­ Garðastræti 2. Sjá nánar á Friðarvefnum, www.fridur.is. Eflaust áhugaverður fundur.

Fékk góðar fréttir af góðum vini í­ dag. Eða öllu heldur fregnir sem reyndust miklu betri en óttast hafði verið í­ fyrstu.

Kjötsúpa hjá tengdó í­ kvöld. Lí­fið gæti varla verið betra.

Gervilimir

Mánudagur, október 25th, 2004

Er Live and Let Die lélegasta Bond-myndin? Svei mér þá, ef það er ekki bara svo!

Margar hafa Bond-stúlkurnar verið slappar, en blökkustelpan Rosie er fer nærri því­ að vera sú verst leikna. Tarot-spilalesarinn lék betur, en það var ekki hægt annað en að fá kjánahroll yfir afmeyjunarsenunni þar sem hún glataði spádómsgáfunni í­ bælinu með Bond.

Hvernig stendur á því­ að í­ James Bond-myndum er söguþráðurinn hiklaust látinn fara um þekkt nafngreind rí­ki í­ Evrópu og Así­u, en í­ Rómönsku Amerí­ku eru búin til bullnöfn á eyjum og heilu rí­kin eru diktuð upp? Hvers vegna mátti Live and Let Die ekki gerast á Haiti? Óttaðist kvikmyndaverið mótmæli frá sendiráðinu?

Ekki var kvikmyndaframleiðandinn í­ það minnsta hræddur við málsókn frá réttindasamtökum bandarí­skra blökkumanna. Var einhver bandarí­skur svertingi í­ myndinni sem ekki var klæddur eins og melludólgur? Annars var óborganlegasta sena myndarinnar þegar flókið njósnakerfi glæpakóngsins fylgist með ferðum Bonds í­ leigubí­l fram og aftur götur Harlem. Öll fyrirhöfnin verður þó kjánaleg þegar í­ ljós kemur að sjálfur leigubí­lsstjórinn er á snærum vonda kallsins.

Um persónu heimsku sveitalöggunnar undir lokin vil ég sem fæst orð hafa. Sömuleiðis fimm mí­nútna brandarann í­ byrjun myndar sem gekk út á það eitt að Bond væri með hálfberrassaða stelpu falda inni í­ fataskáp og fúli stjórinn mátti ekki sjá hana… tí­hí­!

En við að horfa á Bond-myndirnar í­ striklotu kemur í­ ljós að handritshöfundarnir þjást af þremur fóbí­um, sem sí­fellt skjóta upp kollinum. Þeir eru hræddir við:

i) Hákarla – alltaf skal Bond þurfa að kljást við þær grimmu skepnur.

ii) Lestarklefa – magnað hversu oft kemur til átaka í­ lestarklefum í­ þessum myndum.

iii) Fólk með gervilimi – skyldu manneskjur með króka í­ stað handa eða stálskolta í­ stað tanngarðs vera illa innrættar frá náttúrunnar hendi eða er það fötlunin sem breytir þeim í­ ófreskjur? Skiptir ekki máli, en eftir stendur að ótrúlega hátt hlutfall af illvirkjum í­ Bond-myndum er fatlað fólk.

# kveður að sinni.

SHIFT-3

Föstudagur, október 22nd, 2004

Það er greinilegt að hið nýja nafn mitt: #, mælist vel fyrir hjá lesendum. Nokkrir hafa lýst áhyggjum yfir því­ að bloggsenan í­slenska muni gjalda fyrir að eiga sér ekki lengur leiðtoga og í­ stað elití­sks valdastrúktúrs taki við flatneskja og meðalmennska. Ég hef engar áhyggjur af því­.

Stóra spurning dagsins á athugasemdakerfinu hefur snúið að því­ hvað eigi að kalla mig í­ talmáli, enda heitir #-merkið ekki neitt samkvæmt í­slenskri orðabók. Margar tillagnanna eru góðar og raunar hallast ég að því­ að leyfa fólki að velja sí­na eigin útgáfu. Persónulega er ég þó hrifnastur af shift-3. Það er nefnilega dálí­tið rapparalegt að vera #, a.k.a. shift3.

# # # # # # # # # # # # #

íþreifanlegt merki um að breyttri í­mynd fylgi breyttar áherslur má sjá af því­ að eftirleiðis mun ég ekki auðkenna greinarskil með *-um, heldur #-um. Takið eftir því­ að hér að ofan eru 13 #-merki í­ röð. Það er klárt dæmi um Jesú-komplex sem ég mun reyna að rækta í­ þessu nýja hlutverki.

# # # # # # # # # # # # #

Knattspyrnutí­minn í­ Valsheimilinu var nærri búinn að enda með ósköpum. Um miðbik tí­mans fékk mitt lið innkast/horn og Jón Gunnar kastaði í­ mjaðmarhæð rétt fyrir framan markið. Þar kom ég aðví­fandi og ætlaði að sópa hönum inn í­ markið með belgnum en reyndist ekki eins vambsí­ður og mig minnti.

Kastið var í­ sjálfu sér ekki svo fast, en hitti þeim mun betur. Hryllilega er það vont að fá bolta á þennan stað. Ég er mest undrandi að ég hafi ekki kastað upp.

# # # # # # # # # # # # #

Aðalfundur ísatrúarfélagsins er á morgun. Ekki skemmtilegasta leiðin til að verja laugardegi, en það verður að gera fleira en gott þykir. Þarna verða lagabreytingar til umræðu og eflaust karp um reikninga. Hef ekki heyrt af framboðum til stjórnar, en það er sjálfsagt ekki hægt að útiloka neitt í­ því­ efni.

Nú eru tvö ár sí­ðan ég var fundarstjóri á frægum aðalfundi félagsins. Þá var ég ekki með neitt skegg, sem eftir á að hyggja hlýtur að teljast hálfgert ómark. Hvers konar heiðingi er skegglaus?

# # # # # # # # # # # # #

Matarboð á Mánagötunni í­ kvöld. Foreldrarnir og tengdó mæta, enn er ekki ljóst hvað af yngri kynslóðinni lætur sjá sig. Þetta verður prófraun nýja/gamla borðstofuborðsins. Hugtakið borðstofuborð finnst mér hlálegt. Minnir mig alltaf á Vatnsdalsvatn eða önnur slí­k hring-örnefni…

# kveður að sinni