Archive for nóvember, 2004

Mannvitsbrekka

Þriðjudagur, nóvember 30th, 2004

„Styðjið þið Saddam?“ – spurði Guðni ígústsson fólkið sem stóð fyrir framan Alþingishúsið í­ hádeginu og minnti á hörmungar íraksstrí­ðsins.

Mikið eru Íslendingar lánsamir að eiga slí­kan andans jöfur á stóli pulsumálaráðherra.

Lygi er lygi þótt hún sé ljósmynduð…

Þriðjudagur, nóvember 30th, 2004

…man ekki eftir hverjum þetta var haft. Kannski írna í­ Múla? Skiptir ekki höfuðmáli.

Aznar fyrrverandi forsætisráðherra Spánar er búinn að setja nýtt met í­ rökleiðslukeppni ráðamanna á Vesturlöndum sem nú stendur yfir. Á gær kynnti hann til sögunnar nýtt, postmóderní­skt sannleikshugtak.

Rök Aznars voru þessi: Þegar spænska rí­kisstjórnin sagði að Baskar hefðu sprengt í­ Madrí­d – þá sagði hún satt, því­ það var satt á þeim tí­ma. Þegar andstæðingar strí­ðsins í­ írak héldu því­ fram að Al-kaí­da hefði verið að verki – þá lugu þeir, því­ það var ósatt á þeim tí­ma. Sú staðreynd að sí­ðar sannaðist að Al-kaí­da var að verki en ekki Baskarnir breytir engu um sannleiksgildi upprunalegu fullyrðinganna. Hugtökin sannleikur og lygi eru því­ föst og óhagganleg – staðreyndir geta hins vegar flaksast til.

Ég held að Aznar sé búinn að vinna. Rökfræði í­slensku rí­kisstjórnarinnar: „Þeir sem vilja slökkva elda eru með því­ að styðja að kveikt sé í­. Brennuvargar eru góðir menn, því­ þeir gefa slökkviliðsmönnum færi á að vinna vinnuna sí­na“ – kemst varla nema í­ annað sætið.

Mætingarstjórnun

Mánudagur, nóvember 29th, 2004

Á morgun fer ég á mámskeið. Ekki í­ fyrstu hjálp eða notkun tölvukerfa – heldur mætingarstjórnun! Við millistjórnendurnir í­ Orkuveitunni erum allir skikkaðir á námskeiðið, þar sem ég býst við að einhver mannauðsstjórnunarfræðingur útskýri fyrir okkur að ef starfsmaður mæti seint og illa eigi ekki að öskra á hann, heldur setjast niður og ræða málin.

Illu heilli verður námskeiðið fyrir utan bæinn og ekki hægt að komast þangað nema mæta tí­manlega. Hefði maður annars getað stillt sig um djókinn – að koma of seint á mætingarstjórnunarnámskeið?

Annars brá mér illilega þegar ég fattaði að námskeiðið – sem ég hélt að væri klukkutí­ma fyrirlestur – tekur heilan dag, frá 9 til 17. Fyrir vikið missi ég af tí­manum hjá ísu ljósmóður – þeim fyrsta frá því­ að við Steinunn fengum sónarmyndina af grí­slingnum…

Klámhundar

Sunnudagur, nóvember 28th, 2004

Gí­sli hefur sí­ðustu daga velt vöngum yfir árshátí­ðarlagi MRinga, sem er á harla lágu plani. Menntskælingarnir reyna að bera hönd fyrir höfuð sér og segja textann hafa átt að vera ádeilu. Það er skrí­tin ádeila.

Menntskælingar eru klámhundar. Sú staðreynd ætti ekki að þurfa að koma neinum á óvart.

Einu sinni fékk ég bágt fyrir skólablað sem við Palli og Úlfur Eldjárn skrifuðum. Það var ekki á háu plani. Einkahúmor og aulabrandarar í­ bland – sem sagt, dæmigert menntaskólablað.

Forsí­ðumyndin var þessi mynd eftir Lichtenstein, með textanum: „So it´s true. We´re all prostitutes!“ Þessu hnupluðum við úr einhverju Mail-Art blaði sem Palli keypti á þessum árum.

Eins og búast mátti við vorum við kallaðir til konrektors sem húðskammaði okkur fyrir lágkúru, smekkleysu og subbuskap. Hótaði öllu illu ef næsta blað yrði eins og raunar mættum við þakka fyrir að það væri eitthvað næst…

Hápunktur skammarræðunnar var þegar konrektor tók upp blaðið, benti á myndina í­ horninu og hrópaði: „Og úr hvaða klámblaði tókuði svo þessa mynd?“

– Við svöruðum því­ til að þetta væri málverkið „Chic“ eftir Larry Rivers sem héngi á Metropolitan, að okkur minnti, en að við hefðum fengið hana úr Nútí­malistasögu Fjölva. – Þá henti konrektor okkur út.

Við áttum svo sem alltaf von á því­ að verða teknir á teppið fyrir blaðið, en ekki að það yrði Larry Rivers-myndin sem færi fyrir brjóstið á skólastjórnendum. Mér finnst ekkert ljótt við myndir Rivers, þvert á móti finnst mér þær fallegar og hann einn flottasti popplistamaðurinn. En svona geta menn séð ljótleikann í­ fallegustu hlutum.

Læt fylgja tengil á tvær myndir eftir Larry Rivers – þó ekki þá sem birtist í­ SKólatí­ðindum.

# group

Fimmtudagur, nóvember 25th, 2004

Mér var bent á það í­ dag að öll fí­nu og flottu fyrirtækin í­ upplýsingatækniiðnaðinum enda á „Group“. Það er ví­st voðalega hallærislegt að vera ekki e-ð „group“.

Þar sem ég er blogglistamaðurinn # (SHIFT-3), þá hlýtur sú spurning að vakna hvort ég ætti ekki að breyta nafninu mí­nu í­ # Group. Amk. gæti ég notað þá útgáfu við hátí­ðlegri tækifæri…

Útgönguspár

Þriðjudagur, nóvember 23rd, 2004

Á vefritinu Deiglunni ritar Pawel Bartoszek grein um kosningarnar í­ Úkraí­nu. Sem hans er von og ví­sa, er greinin á stærðfræðilegum nótum. Niðurstaða Pawels er skýr:

Útgönguspá sem gerð var á yfir 30.000 manna úrtaki sýndi að Jústénko var með 54% atkvæða en Janúkévits aðeins 43%. Á þeirri könnun var fólk beðið um að krossa við á eyðublaði og setja í­ kjörkassa. Önnur könnun sem byggð var á viðtölum sýndi Jústénko með 4% forskot. En þegar „talið“ hafði verið upp úr kössunum vildi aðalkjörstjórn meina að Janúkovits hafði unnið með 49% gegn 47%.

30.000 manna úrtak er eiginlega öruggt tölfræðilega séð. Skekkjumörk miðað við 99% vissu eru um minni en 1%. Þetta þýðir að lýkurnar á því­ að fylgi Jústénkos hafi verið á bilinu 53%-55% eru yfir 99%. Á Bandarí­kjunum notast menn við úrtök á bilinu 2 til 3 þúsund í­ hverju fylki. Slí­kar útgönguspár hafa hingað til reynst mjög vel. Vissulega getur munað hálfu prósenti en slí­k tugprósentasveifla, sem við sáum hér er útilokuð. Hvað þá að hún eigi sér stað tvisvar í­ röð! Sama var nefnilega upp í­ teningnum fyrir 3 vikum, í­ fyrri umferð kosninganna. Útgönguspár sýndu 8% forskot Jústénkos en niðurstaðan var sú að frambjóðendur urðu næstum hní­fjafnir.

Með öðrum orðum – eru útgönguspár svo tölfræðilega pottþéttar að þegar uppgefin kosningaúrslit stemma ekki við þær, þá er um kosningasvindl að ræða. Þetta er áhugaverð kenning og fullrar athygli verð. (Þótt vssulega sé nokkuð vel í­ lagt hjá Pawel að kalla 6% og 13% sveiflur: „tugprósent“).

En sá sem segir A – hann þarf lí­ka að segja B. Ef sigur ráðamanns í­ Úkraí­nu á fulltrúa stjórnarandstöðunnar í­ trássi við útgönguspár er sönnun á kosningasvikum, hvernig má þá skýra sigur sitjandi Bandarí­kjaforseta í­ Ohio þvert á útgönguspár? Það var engin hálfsprósentssveifla sem þar átti sér stað, heldur öllu meira. Sömu sögu má raunar segja um Flórí­da og Pennsylvaní­u. (Reyndar gáfu útgönguspár Al Gore sigurinn í­ Flórí­da 2000.)

Ef eitthvað er, ættu útgönguspár að vera marktækari í­ Flórí­da en í­ Úkraí­nu, þar sem á fyrrnefnda staðnum hafa fyrirtæki á sviði skoðanakannanagerðar áratuga reynslu af slí­kri framkvæmd. – Getur Pawel Bartoszek komist að annarri niðurstöðu en að um kosningasvik stjórnvalda hafi verið að ræða í­ Bandarí­kjunum? Spyr sá sem ekki veit.

Annars mætti skrifa langa færslu um útgönguspár sem ekki rí­ma við kosningaúrslit. Frægasta dæmið er e.t.v. bresku þingkosningarnar 1992. Þar varð 8,5% sveifla, rí­kisstjórninni í­ vil. Skyldi John Major hafa svindlað? Það hlýtur eiginlega að vera.

Það er ekki hægt að trúa stundum á útgönguspár og stundum ekki.

Dollarinn í lágmarki

Sunnudagur, nóvember 21st, 2004

Bandarí­kjadollari nánast í­ sögulegu lágmarki. Skí­tt með gjaldeyrisjöfnuð þjóðarbúsins – nú er stóra spurningin: eigum við Palli að láta drauminn rætast og kaupa bolapressu?

Þá stórt er spurt…

Karlmennska

Fimmtudagur, nóvember 18th, 2004

íðan skellti ég óheyrilega þungri snittvél í­ skottið á Volvonum við annan mann. Þetta er í­ það minnsta 55 ára gamall gripur og í­ þá daga voru menn ekkert að spara pottjárnið í­ svona maskí­nur. Vissulega hefði það þó verið sterkur leikur að vera í­ vettlingum við svona flutninga í­ frostinu.

Þegar ég fæ svona gripi á safnið og ræði við gömlu eigendurna, þá fæ ég alltaf mikið karlmennskukikk. Maður grí­pur um stykkin kæruleysislega og segir svo eitthvað eins og: þetta er helví­ti góðir klúbbar! Þetta hefur nú varla farið mikið út úr húsi, var karlinn með verkstæðið sitt hérna í­ skúrnum? Maður sér að það hefur verið almennileg þykkt í­ rörunum á þessum tí­ma – ekki plastdrasl og svona…

Svona getur maður nú verið stór karl. Samt gæti ég ekki snittað með svona maskí­nu fyrir mitt litla lí­f.

Panama

Miðvikudagur, nóvember 17th, 2004

Samkvæmt Sverri þá opnuðu Panama-skurðurinn og Súez-skurðurinn á þessum degi 1913 og 1869.

En eru ekki báðar dagsetningarnar umdeilanlegar? Skip sigldu um Súez þegar árið 1867, þótt óperuflutningurinn hafi beðið. Og 1914 er nú algengara að miða opnun Panamaskurðsins við. Ég krefst rökstuðnings!

Þreyttur

Miðvikudagur, nóvember 17th, 2004

Ég hef ekki verið svona þreyttur lengi.

Ekki lí­kamlega þreyttur, þetta er ekkert sem aukadúr í­ fyrramálið myndi bæta. Nei, þetta er andleg þreyta. Blanda af sorg, reiði en þó fyrst og fremst máttleysistilfinningu.

Það eru engin vandræði heima fyrir – tóm lukka þar. Það er gaman í­ vinnunni og gengur vel í­ flestu mí­nu vafstri á öðrum stöðum.

Helví­tis strí­ðið er hins vegar að draga úr mér allan þrótt. Að horfa upp á allt það rætast sem við sögðum svo ótal, ótal oft að myndi gerast. Vitandi af slátrun á tugþúsundum manna í­ geggjuðu strí­ði sem í­slensk stjórnvöld studdu í­ okkar nafni.

Á dag var utandagskrárumræða á Alþingi vegna þess að um daginn birtist skoðanakönnun sem sagði að eitthvað hærra hlutfall Íslendinga hefðu horn í­ sí­ðu innflytjenda. Visst mörg prósent Íslendingar vilja ekki búa við hliðina á útlendingi, vinna með útlendingi, eignast útlending að tengdason eða -dóttur. Og út af þessu lögðu menn á þinginu. Ræddu hvort Íslendingar væru virkilega að verða svona miklir rasistar? Gæti það virkilega hugsast?

En er til svæsnari birtingarmynd rasisma en strí­ðið í­ írak? Það hvernig við hugsum um þá þjóð sem þarna býr og hvernig það vefst ekki fyrir sama fólki og býsnast yfir rasí­skum tilhneigingum í­ skoðanakönnuninni umræddu, að taka sér dómaravald yfir fólkinu í­ Fallujah.

Fólkið í­ írak er á móti strí­ðsrekstrinum og herförum Bandarí­kjamanna, fáir aðrir en dyggustu fylgisveinar Bush-stjórnarinnar halda öðru fram. Verjendur hernaðarins á Íslandi telja sig hins vegar vera betur færa um það að ákveða hvað séu „ásættanlegar fórnir á mannslí­fum“ og hvað sé írökum „í­ raun fyrir bestu“. Hvernig í­ ósköpunum getur það talist minni rasismi en það þótt einhverjir kjánar segist í­ Gallupkönnun ekki vilja fá Júgóslava sem nágranna.

Ég hef séð vini og félaga missa fótana varðandi áfengi og dóp. Þegar maður fylgist með slí­ku verður maður vitni að ótrúlegri brenglun á allri rökví­si og veruleikaskynjun. Á mí­num huga er stuðningur við þetta strí­ð slí­k brenglun. Þegar Sólveig Pétursdóttir segir í­ þingsal að uppbyggingarstarfið sé hafið í­ Fallujah – þá sé ég ekki annað en brenglaðan fí­kil sem reynir að sannfæra umhverfi sitt um að allt sé í­ góðu lagi.

Mig langar eiginlega til að fara að skæla. Ekki endilega vegna fólksins sem er verið að drepa þarna í­ þessum rituðum orðum, frekar yfir eigin máttleysi. Að geta svo sáralí­tið gert, hér norður í­ rasskati – svo fjarri, svo úr tengslum við þessi ósköp. Eitt skal þó aldrei gerast og það er nú ástæðan fyrir að maður legst ekki í­ tómt þunglyndi – það er að maður reyni ekki að minnsta kosti að gera það litla sem maður getur.

Ég er farinn að sofa. Góða nótt.