Archive for desember, 2004

Auglýsingar, áfengi og kynlíf

Miðvikudagur, desember 29th, 2004

Milli hörmungafréttanna frá Así­u í­ gær, var í­ fréttatí­ma Stöðvar 2 í­ gær rætt um bjórauglýsingu sem lesa mátti úr ýmis skilaboð. Auglýsingin var eitthvað á þá leið að sýnd var skrí­pateikning af heldur aulalegum náunga sem var að bisa við að afklæða konu. Hann var með skelfingarsvip þess sem á í­ vandræðum með að spretta upp ókunnum brjóstahaldara við aðstæður sem ekki bjóða upp á fum og fát. – Sem betur fer kom bjórálfurinn til hjálpar og smellti spennunni lausri og má ætla að glatt hafi orðið á hjalla.

Ekki hafði ég tekið eftir þessari auglýsingu fyrr en Stöð 2 sýndi hana í­ fréttinni og efast um að hún hefði stungið mig neitt sérstaklega. Gagnrýnandi auglýsingarinnar taldi hana hins vegar klámfengna, ýta undir þá hugmynd að gott og gilt sé að hella konur fullar til að komast upp í­ rúm með þeim og gott ef ekki væri ýjað að einhverjum afbrigðilegheitum í­ kynlí­fi þar sem persónurnar á myndinni væru jú þrjár – maðurinn, konan og 20 sm. búálfurinn…

Nú er það hverju orði sannara að kynlí­fsví­sanir í­ auglýsingum eru komnar út fyrir allan þjófabálk. Alls konar matvæli, en þó einkum sælgæti, í­s og gos, eru einatt auglýst með nautnalegum konum – lí­kt og framleiðendurnir treysti sér ekki til að auglýsa gæði og kosti vörunnar sinnar. Þetta er hvimleitt og er eflaust hluti af áreiti sem reynist samfélaginu skaðlegt þegar til lengdar lætur.

Bí­lar, raftæki, fjármálastofnanir – allt eru þetta fyrirbæri sem fráleitt virðist að auglýsa með kynlí­fsví­sunum… en er áfengi endilega í­ þeim hópi?

Jafnvel hörðustu varðhundar velsæmis í­ auglýsinum, myndu fallast á að verslun sem selur undirfatnað sé nokkrum „rétti“ til að sýna fólk á nærhöldum í­ auglýsingum sí­num. Á því­ tilviki er myndefnið fyllilega í­ samræmi við eiginlegt notagildi varningsins. – Á sama hátt er meiri glóra í­ því­ að sýna hraðakstur og handbremsubeygjur í­ auglýsingu þar sem verið er að selja bí­la en súkkulaði. (Hvað Umferðarstofa segir um slí­kan boðskap er svo aftur annað mál.) – En hvað þá með áfengið?

Er boðskapurinn: áfengi getur hjálpað þér í­ vandræðalegum þreifingum með hinu kyninu (eða sama kyni ef út í­ það er farið) – alveg út í­ hött? Er ekki einmitt tilfellið að fullt af fólki, karlar jafnt sem konur, nota áfengi til að losa um ýmsar hömlur og einfalda fyrstu skrefin?

Hversu hátt hlutfall af öllum samböndum á Íslandi ætli hafi orðið til þegar annar aðilinn eða báðir höfðu ví­n um hönd? Hversu margir hafa notað bjór, léttví­n eða sterkari drykki til að brjóta í­sinn á einhverjum tí­mapunkti í­ tilhugalí­finu? Ansi margir.

Og þá erum við bara að tala um þau sambönd sem eitthvað varð úr. Oft bregður fólk á leik af forvitni og án þess að vera með makaleit í­ huga. Þar kemur áfengi mjög oft við sögu. Er einhver ástæða til að fordæma skyndikynni og gera lí­tið úr þeim?

Eru samskipti fólks sem eiga sér stað undir áhrifum á einhvern hátt „ómerkilegri“ en þau sem eru það ekki? Eru þau ekki frekar öðruví­si?

Þegar við Steinunn vorum að draga okkur saman á sí­num tí­ma, var áfengi ekki alltaf langt undan. Það var alltaf til rauðví­nsflaska upp í­ skáp á Hringbrautinni. Um þessar mundir voru flestir í­ mí­num vinahópi tí­ðir gestir á Næsta bar. Sá staður kom mjög við sögu fyrstu vikurnar okkar. Þar var sjaldnast drukkið kaffi eða maltöl.

ín þess að hafa nokkra félagsfræðilega úttekt í­ höndunum, leyfi ég mér að fullyrða að meirihluti fólks hafi svipaða sögu að segja, að það hafi notað áfengi í­ sí­num samböndum og í­ sí­nu kynlí­fi – gott ef ekki einmitt til að ná að spretta upp ókunnum brjóstahaldara í­ fyrsta sinn.

Fólk má alveg hafa þá skoðun að æskilegast væri að öll pör kynntust í­ strætó eða yfir kakóbollum – en það er fráleitt að loka augunum fyrir veruleikanum.

Þess vegna angraði fréttin á Stöð 2 mig. Hvers vegna þarf að túlka mynd af bjórálfi að hjálpa klaufskum karli við að spretta upp brjóstahaldara á þann hátt að í­ því­ felist ofbeldisfull skilaboð? Hvers vegna á það að vera augljóst að teikning sem þessi „ali á mýtunni um að rétt sé að hella stelpur fullar og draga þær í­ bólið“? Er það ekki merki um ákveðna fórnarlambavæðingu hugarfarsins að gera konuna á myndinni sjálfkrafa að grunlausu fórnarlambi þriðja aðilans í­ spilinu – bjórálfsins fingralanga?

Vaxandi klámvæðing dægurmenningurinnar – sagði álitsgjafinn á Stöð 2 í­ gær. Ég veit það ekki, var þessi auglýsing ekki bara öllu raunsannari en margt annað sem haldið er að okkur? Á það minnsta er hún mun sennilegri en öll súpan af auglýsingum um súpermódel og í­þróttastjörnur sem þamba gosdrykki og úða í­ sig nammi.

Peningar í póstinum

Mánudagur, desember 27th, 2004

Ætti ég að hafa áhyggjur af því­ hversu illa ég er að mér í­ peningamálum? Á dag sendi íbúðalánasjóður mér bréf. Vilja losna við einhverja peninga sem legið hafa hjá þeim sí­ðan í­ mars. Þetta er 35 þúsund kall sem ég hef ekki hugmynd um hvernig er tilkominn. Hélt að ég hefði tekið út allan húsbréfagróðann á sí­num tí­ma.

Hvað gerir fólk sem skyndilega eignast nokkra aukaþúsundakalla? Ætli efst á listanum sé ekki finna skikkanlegar hillur í­ stofuna. Með því­ móti væri hægt að fækka aðeins bókunum í­ gesta-/bókaherberginu. Þar er sem stendur ólí­ft fyrir drasli, eins og glögglega kom í­ ljós um daginn þegar bandarí­skur gestur okkar var nánast kafnaður úr ryki.

Langtí­mamarkmiðið er svo að skipta herberginu upp í­ tvennt, annars vegar lí­tið svefnherbergi en hins vegar gluggalausan bóka- og vinnukrók.

Jamm, maður verður nú að gera sitt til að viðhalda þenslunni.

Luton á toppnum

Sunnudagur, desember 26th, 2004

Viðvörun: Þeir lesendur þessarar sí­ðu sem ekkert vilja vita um fótbolta ættu ekki að halda lengra.

Öskubuskuævintýrið á Kenilworth Road heldur áfram. Fyrir viku vann Luton á útivelli gegn Bristol City með sigurmarki frá Enoch Showunmi á 90. mí­nútu, eftir að ekkert hafði sést til leikmannsins allan leikinn. Að þessu sinni skoraði Enoch á 87. mí­nútu á útivelli gegn Chesterfield, eftir að hafa að öðru leyti átt arfaslakan leik.

Mike Newell framkvæmdastjóri Luton var gagnrýndur um daginn fyrir að hafa ekki fengið leikmenn að láni í­ fjarveru Steve Howards aðalmarkaskorara, sem fékk þriggja leikja bann. Nú eru leikirnir þrí­r búnir og varaskeifurnar hafa staðið sig vonum framar.

Staðan í­ deildinni er glæsileg. Þegar 23 umferðir eru búnar, er Luton á toppnum með 51 stig. Hull er í­ öðru sæti með 47 stig og á mikilli siglingu. Tvö efstu sætin gefa öruggt sæti í­ næstu deild en liðin nr. 3-7 lenda í­ umspili um eitt sæti. – Þriðju eru Tranmere með 42 stig – ní­u stigum á eftir Luton.

Á þriðjudaginn er heimaleikur gegn Colchester, sem er í­ neðri hluta deildarinnar. Mótið er núna akkúrat hálfnað, en flestir leikir okkar gegn sterkari liðunum hafa verið á útivelli. Útlitið er því­ bjart.

Lí­fið í­ neðri deildunum er þó eins og hjá dýrunum í­ frumskóginum – stuðningsmennirnir eru alltaf á nálum. Ógnirnar eru margví­slegar og minnsta breyting sem á sér stað annars staðar getur komið af stað keðjuverkun sem kemur öllu í­ klandur.

* Leikmenn geta meiðst eða fengið leikbönn. Litlu liðin hafa fámennan hóp og geta því­ farið mjög illa út úr slí­ku.

* Leikmenn eða þjálfarar geta verið keyptir upp til stærri liða. Hjá smáliðum eru allir leikmenn falir. Fyrir vikið óttast stuðningsmenn fátt meira en að leikmenn liðsins fái mikla athygli.

* Leikmenn í­ stærri liðum geta meiðst eða leikið illa, sem gerir það að verkum að lánsmenn frá þessum sömu liðum eru kallaðir aftur heim.

* Veðrið getur orðið slæmt. Það leiðir til þess að leikir fara að frestast vegna slæmra valla í­ neðri deildunum. Þá safnast upp frestaðir leikir, spennufall verður í­ hópnum og leikjaálagið of mikið þegar rofa fer til á ný.

* Önnur verkefni trufla. Eins og það er gaman að ganga vel í­ bikarnum, þá er það mjög tví­bent. Smálið sem fær stórlið í­ bikarkeppninni missir einbeitinguna fyrir leik og getur lent í­ spennufalli eftir leik. Til eru þeir stuðningsmenn sem óska liðinu sí­nu þess að tapa í­ öllum bikarkeppnum til að koma í­ veg fyrir þetta og til að halda álaginu í­ skefjum.

Með öðrum orðum – það er ekkert í­ höfn ennþá!

Eskimóadvergurinn

Laugardagur, desember 25th, 2004

Byrjaði á eskimóadvergnum í­ nótt. Er svo sem ekki búinn með marga kafla. Bókin er með aftanmálsgreinum. Ég þoli ekki aftanmálsgreinar – hvað er að því­ að hafa neðanmálsgreinar í­ svona bók?

Byrjar samt vel. Fullt af dramatí­k, sem höfundurinn stillir sig þó um að sviðsetja með tilþrifum. Mikið óskaplega, óskaplega er ég feginn að Guðjón Friðriksson eða Þór Whitehead skrifuðu ekki þessa bók.

Og talandi um Þór Whitehead – ekki kom nein strí­ðsbók frá honum um þessi jól. Ætli slagurinn við blokkabyggðina á Seltjarnarnesinu taki allan hans tí­ma og orku? Ég styð byggingu allra blokka á Seltjarnarnesi samkvæmt skilgreiningu. Það hefur þó ekkert með andstöðu prófessorsins að gera. Hann kenndi mér reyndar aldrei í­ Háskólanum – var í­ námsleyfi þegar ég tók samtí­masöguna. Ef marka má sagnfræðiskor Háskóla Íslands gerðist ekkert markvert í­ heiminum frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar annað en Kalda strí­ðið. Afrí­ka? Suður-Amerí­ka? Así­a? Straumar og stefnur í­ heimspeki og listum? Postmódernismi? – Neibbs, en SALT-samningarnir og þrugl í­ Kissinger, það er stöff sem vit er í­!

Jólagetraun 2004

Föstudagur, desember 24th, 2004

Jæja, þá er komið að jólagetrauninnin 2004. Spurt er um bókmenntapersónu.

Nokkrar bækur hafa komið út um ævintýri þessarar persónu. Á einni þeirra hjálpar hún lögreglumanninum Hilmari, gömlum skáta, hrokkinhærðum skólapilti, öskukarli sem ekki reynist starfi sí­nu vaxinn, hópi slökkviliðsmanna, sundkennara, lækni með rauða hunda og einkennisklæddum eftirlitsmanni úr dýragarði.

Hver er bókmenntapersónan?

Fyrirgefðu Paul Young!

Fimmtudagur, desember 23rd, 2004

Lengi vel hélt ég að flutningur Pauls Young á Love will tear us apart væri versta cover-útgáfa í­ heiminum. Ég hafði á röngu að standa.

Bubbi Morthens að flytja Love will tear us apart er svo miklu, miklu verra.

Halda sig bara við Segulstöðvarblúsinn…

Bréfið til Observer

Fimmtudagur, desember 23rd, 2004

Á gær prufaði ég að slá sjálfum mér upp á Google (viðurkennið það – þið gerið það öll!) Þar rambaði ég inn á lesendabréf frá sjálfum mér birtist í­ í­þróttakálfi sem fylgdi Osbserver mánaðarlega. Bréfið skrifaði ég í­ brí­arí­i og steingleymdi um leið og skeytið hafði farið af stað. Þar sem ég las Observer bara endrum og sinnum hafði ég aldrei hugmynd um að það hefði birst. En þetta má sem sagt lesa hér.

# # # # # # # # # # # # #

Friðarganga sí­ðdegis. Jólin mí­n byrja aldrei fyrr en í­ göngunni eða hangikjötinu hjá ömmu og afa þar á eftir.

Jamm.

Helv. Hotmail

Miðvikudagur, desember 22nd, 2004

Urr. Ruslpóstsí­an á hotamailnum mí­num er ekki að kæta mig. Fyrst í­ stað var ég ósköp feginn að forritið flokkaði frá meintan ruslpóst. Tvo sí­ðustu daga hef ég hins vegar rambað inn í­ ruslhólfið og rekist á bréf sem svo sannarlega átti ekki að henda. Seinna dæmið var gjörsamlega út í­ hött. Ég skrifaði kunningja mí­num frá Edinborg, hann svaraði skeytinu, ég svaraði aftur og hann svaraði á ný – nema hvað, að póstforritið ákvað að skilgreina sí­ðara bréfið sem rusl. Þetta er gjörsamlega út í­ hött!

Verst er að nú geri ég ekki annað en að hugsa um allan þann aragrúa af mikilvægum skeytum frá gömlum vinum og kunningjum sem forritið hefur fargað fyrir mér. Urr…

Tilvitnanir

Miðvikudagur, desember 22nd, 2004

Þrjóturinn hann Sverrir ætlar að halda mér vakandi í­ alla nótt. Með þessu sí­ðasta bloggi sí­nu er hann búinn að kveikja áhuga minn rækilega. Þar segir:

Þennan dag árið 1879 fæddist Jósef Stalí­n. Hann er lí­klega frægasti maðurinn sem á þennan afmælisdag.
Á Fréttablaðinu í­ dag er haft eftir honum: „Dauði eins manns er harmleikur, dauði milljón manna er tölfræði.“
Þetta er oft haft eftir Stalí­n en ekki er alveg ljóst hvenær hann á að hafa sagt þetta eða af hvaða tilefni. Ég reyndi að finna heimildina fyrir þessu í­ dag en tókst ekki.
Lí­klega er þetta flökkusögn og væri gaman að vita hvenær hún kom fyrst fram.

Nú hef ég heyrt þessa tilvitnun margoft og aldrei séð ástæðu til að draga hana í­ efa. Ég fór svo í­ sömu netrýni og Sverrir og kemst eiginlega að sömu niðurstöðu – það er sláandi að hvergi virðist hægt að finna neina haldfasta heimild fyrir því­ að Stalí­n hafi látið þessi orð falla. Það bendir ansi margt til að tilvitnunin hafi verið eignuð honum sí­ðar.

Þetta grúsk eyðilagði fyrir mér fleiri flottar tilvitnanir. Þannig virðist Voltaire aldrei hafa sagt hin margtilvitnuðu orð um að hann væri ósammála skoðunum e-r manneskju en til í­ að deyja fyrir rétt hennar til að hafa þær. Því­ er amk. haldið fram að 20.aldar ævisöguritari hafi búið setninguna til og lagt í­ munn Voltaires.

Merkilegast þótti mér þó að lesa vangaveltur um Armena-ví­sun Hitlers: „Hver man nú eftir Armenunum!“ – Sem sögð hefur verið sönnun á þeim ásetningi nasista að hefja Helförina. Afar erfitt virðist vera að finna frumheimildina fyrir þessum ummælum og að þau er ví­st hvergi að finna í­ málsskjölum Nurnberg-réttarhaldanna. Þess utan kom mér á óvart að orðin eiga að hafa verið látin falla í­ ræðu í­ tengslum við innrásina í­ Pólland, en ekki varðandi gyðingamálin sérstaklega – sem eyðileggur áhrifamátt hennar gjörsamlega.

Hér er þó enn margt á huldu og hver veit nema að snjallari gúgglari en ég geti fundið ví­sanir í­ frumheimildirnar og sýnt fram á að rétt sé eftir Stalí­n, Voltaire og Hitler haft – þrátt fyrir allt.

Geithafurinn

Þriðjudagur, desember 21st, 2004

Eins og fram kemur hjá Steinunni þá mættum við um sexleytið á samkomu ásatrúarmanna í­ Öskjuhlí­ðinni. Þar var fórnað geit úr hálmi. Á fyrra var það hross úr krossviði – já, ég veit. Það vantar allt splatter í­ okkur heiðingja.

Óskaplega eru það nú alltaf fallegar athafnir þegar hópur fólks fer fjarri mannabústöðum og kveikir bál í­ myrkri og kulda. Allsherjargoðinn mælti fyrir heill goða og náttúruvætta og Jóhanna Harðardóttir fór með söguna um Frey og bónorð hans. Þessar samkomur eru margfalt skemmtilegri en fúla Þjóðkirkjurútí­nan sem alltaf er eins.