Archive for febrúar, 2005

Lokaspretturinn

Mánudagur, febrúar 28th, 2005

Við Palli kláruðum að ganga frá Dagfara rétt í­ þessu. Byrjuðum klukkan ellefu í­ morgun. Hvers vegna í­ ósköpunum lendir maður alltaf í­ því­ að klára á sí­ðustu stundu svona verkefni sem við hefðum átt að ná að klára í­ makindum með því­ að byrja þremur dögum fyrr? Hins vegar er alltaf jafn gaman að klára.

Á hvert skipti segir Palli: „Þetta er í­ sí­ðasta skipti sem ég brýt þetta helv… blað!“

Það vill til að hann er ekki mjög minnisgóður.

Spurt er: Verður stuð að fara að kenna 5.bekk úr Lækjarskóla kl. 8:30 í­ fyrramálið?

Að stofna flokksfélög…

Laugardagur, febrúar 26th, 2005

Framsóknarmenn í­ Kópavogi hafa ekki stofnað nýtt flokksfélag frá því­ um miðja sí­ðustu viku. Skyldu þeir ekki fá fráhvarfseinkenni?

Annars rifjaði allt þetta Framsóknarbrölt upp fyrir mér miðstjórnarfund í­ Alþýðubandalaginu í­ gamla daga. Þetta var á þeim árum þar sem allt logaði í­ Alþýðubandalaginu í­ Reykjaví­k og menn treystu ekki hver öðrum yfir þröskuld. Fimm Alþýðubandalagsfélög voru starfandi í­ höfuðborginni: ABR, sem flestir voru í­ og talið var „Svavarslið“; Birting sem var Ólafs Ragnars-liðið – í­ þessum tveimur félögum voru ansi margir tættir á sálinni eftir áralangt strí­ð. Þriðja félagið var Framsýn, sem var lí­ka talið Ólafs Ragnars-megin en var ekki jafn frústrerað og biturt og Birting. Fjórða félagið var Sósí­alistafélagið sem Þorvaldur Þorvaldsson og Þórir Karl slógust um. Loks var Æskulýðsfylkingin í­ Reykjaví­k sem sí­ðar var breytt í­ Drí­fandi – eftir að hin óopinbera ungliðahreyfing – Verðandi – gekk í­ flokkinn. Ný aðildarfélög þurfti að stofna og fá staðfestingu frá miðstjórn til að þau teldust gild.

Flókið? Hafið ekki áhyggjur – þetta skýrist bráðum.

Á landsfundum og miðstjórnarfundum hneyksluðust Allaballarnir utan af landi á helv. Reykví­kingunum sem aldrei gætu verið til friðs, gætu ekki starfað saman í­ einu félagi og rústuðu svo öllum fundum með innbyrðis naggi og leiðindum.

Miðstjórnarfundur þessi, sem var í­ litlum sal á Hótel Sögu hófst við frekar þrúgandi aðstæður, þar sem allir biðu eftir að farið yrði að rí­fast. Svo leið og beið – ekkert gerðist, engar deilur, ekkert… Lengi vel ætluðu miðstjórnarfulltrúar ekki að trúa sí­num eigin augum, en svo urðu allir kátir. Stemningin varð léttari og hver maðurinn á eftir öðrum fór í­ pontu til að segja brandara eins og: „Maður veit ekkert hvernig á að haga sér hérna. Ekkert rifist eða neitt! hehehe…“

Rétt fyrir lok fundarins, undir liðnum önnur mál, biður Helgi Hjörvar um orðið. Fundargestir voru að týnast út. Einhverjir komnir í­ frakkana og búnir að safna saman gögnunum…

Helgi ávarpar fundarstjóra og tilkynnir um stofnun nýs aðlidarfélags Alþýðubandalagsins í­ Reykjaví­k sem hann vilji bera undir fundinn. Salurinn frýs! Andköf heyrast og einhverjir fórna höndum. Þá dregur Helgi fram lög félagsins og les hátt og snjallt fyrstu málsgrein: Félagið heitir Miðtafl og er einkum opið skákelskum Alýðubandalagsfélögum.

Öllum finnst þetta rosalega sniðugt. Grí­ðarlegt lófatak í­ salnum – Helgi, alltaf fyndinn! Tillagan er lögð undir fundinn og allir samþykkja einum rómi.

Eftir rölti ég til Helga – hrósaði honum fyrir grí­nið. Hann glotti við.

Helgi vissi náttúrlega sem var, að þótt félög séu stofnuð undir yfirskyni skákiðkunar þá geta þau hvenær sem er breytt tilgangi sí­num. Eftir stóð að miðstjórnarfundur Alþýbandalagsins hafði nú samþykkt inn – mótatkvæðalaust – sjötta Alþýðubandalagsfélagið í­ Reykjaví­k. Félag sem hefði aðsetur í­ skúffunni hjá Helga Hjörvar og ætti fullan rétt á kjördæmisráðs- og landsfundarfulltrúum um leið og Helgi skilaði inn félagaskrá.

Og þetta félag hét meira að segja „Miðtafl“…

Sem útsmoginn pólití­kus er HH einn allra klókasti stjórnmálamaður á Íslandi. Það að vera ekki lengur með Helga í­ flokki er eitt af því­ sárafáa sem ég sakna úr Alþýðubandalaginu.

Tap

Laugardagur, febrúar 26th, 2005

Jæja, tap á útivelli gegn Port Vale. Fúlt.

Hull vann a sama tí­ma og dregur því­ á okkur. Á móti kemur að Tranmere og Sheffield Wednesday gerðu jafntefli og Hartlepool tapaði lí­ka. Verra gæti það svo sem verið…

Samt svekkjandi. Vika í­ næsta leik – Bristol City heima.

Sé að FRAM og KA skildu jöfn 3:3. Kannski landið sé eitthvað að rí­sa hjá mí­num mönnum hér heima.

Bjargvættir úr Háteigsskóla

Laugardagur, febrúar 26th, 2005

íðan bönkuðu upp á tveir unglingsstrákar úr Háteigsskóla. Þeir voru að betla dósir og flöskur. Ég tók þeim vitaskuld með kostum og kynjum.

Dósa- og flöskuskápur heimilisins var við það að fyllast og það hefði bara kallað á vesen og leiðindi. Hingað koma sárasjaldan krakkar að betla dósir og þess utan kann ég eiginlega ekki við að láta smábörn fá ví­nflöskur og bjórdósir, þannig að ég týni bara til gos- og djúsumbúðir. Bólugrafnir fimmtán ára strákar ættu hins vegar alveg að þola að sjá áfengisumbúðir og geta borið sekki fulla af glerflöskum.

Háteigsskóli er að safna fyrir ferð til Frakklands. Fagna því­ allir góðir menn!

Innheimtuaðgerðir

Föstudagur, febrúar 25th, 2005

Á andyri Minjasafnsins stendur stytta af kúnstugum litlum karli, sem skorin er út í­ tré. Hún nefnist Lugtar-Gvendur, enda heldur karlinn á einhverskonar handlugt. Saga styttunnar er ekki alveg á hreinu, en hún stóð í­ mörg ár í­ húsnæði vinnuflokka Rafveitunnar uns hún var flutt á safnið fyrir nokkrum misserum.

Tví­vegis á sí­ðustu árum hefur hringt í­ mig maður sem telur órétti beittan varðandi styttu þessa. Á gær mætti hann á safnið ásamt tveimur félögum sí­num. Þau voru öll í­ hálfannarlegu ástandi, en erfitt að segja hvort það var áfengi eða önnur efni sem réðu för.

Eftir nokkrar málalengingar kom maðurinn sér að efninu. Saga hans er í­ flestum meginatriðum eins í­ hvert skipti – að styttan hafi verið gerð af erlendum manni sem hér starfaði á hans vegum. Rafveitan – og nú Orkuveitan – hafi tekið til sí­n styttuna, en aldrei greitt krónu fyrir. Nú væri komið að skuldaskilum og lí­klega væru 500 þúsund krónur nærri lagi.

Að venju útskýrði ég fyrir manninum að hann gæti ekki vænst þess að fá fullar hendur fjár út á þessa sögu. Þess í­ stað yrði hann að sanna eignarhald sitt og senda svo fyrirtækinu reikning. Þessar fregnir valda honum alltaf jafnmikilli gremju, hann kvartar undan sví­virðilegri framkomu fyrirtækisins og útskýrir að hann þurfi að fá peningana strax enda skuldin orðin ævagömul.

Við spurðum hvers vegna hann væri ekki löngu búinn að rukka þessa peninga, en fengum þau svör að hann hefði verið upptekinn á Indlandi, við demantasmygl.

Að lokum skyldist félaganum að enga peninga væri að finna í­ Elliðaárdalnum, en þess í­ stað hyggst hann taka málið upp við Alfreð Þorsteinsson eða jafnvel borgarstjóra. Væntanlega munu tengsl hans við Vigdí­si Finnbogadóttur koma sér vel, enda kom fram í­ samtalinu að þau Vigdí­s hittust vikulega fyrir nokkrum árum og reyktu saman hass. Ekki hafði ég neina ástæðu til að rengja þá frásögn – ekki frekar en söguna af því­ þegar hann klifraði ellefu ára gamall upp í­ topp Hallgrí­mskirkju fyrstur manna.

Ójá. Gaman væri að eiga hálfa millu útistandandi hjá stöndugu fyrirtæki…

Ekki mjög spennandi fyrir stelpur…

Fimmtudagur, febrúar 24th, 2005

„Já, finnst þér þetta ekki skemmtilegt? Það er ekki skrí­tið – eðlisfræðitilraunir eru nú ekki mjög spennandi fyrir stelpur!“ Eitthvað á þessa leið sagði kennslukona við litla stelpu sem var að vandræðast með áttavitatilraun í­ Rafheimum áðan. Ég hrökk við og leitaði strax að merkjum um gamansemi eða kaldhæðni í­ málrómnum en fann ekki.

Nú er fullt af flottum setningum í­ námsskrán grunnskólans um að auka áhuga stúlkna á raungreinum og bæta kynjahlutfallið á raungreinadeildum. Þær hafa samt ekki mikið að segja þegar kennarar segja stelpunum blákalt að þeim megi finnast eðlisfræði leiðinleg.

# # # # # # # # # # # # #

Keppnin fyrir austan í­ gær var lí­fleg. Logi reyndar að drepast úr flensu, en ég held að áhorfendur hafi ekkert tekið eftir því­ í­ útsendingunni. Það var auglýst opið hús og bæjarbúar fjölmenntu á tökustað. Gallinn við það var reyndar að einhverjir unglingar voru með háreysti og a.m.k. einu sinni reyndu áhorfendur að gjamma svarið í­ miðri keppni.

Akureyringar bættu sig talsvert frá útvarpinu, en Egilsstaðamenn voru á svipuðu róli og þar. Svo virtist sem þeir væru alveg mettir eftir að hafa komist í­ Sjónvarpið. Gunnar miðjumaður ME skipaði sér í­ flokk með Ara MS-ingi, sem fulltrúi glaðværra keppenda sem fagna innilega góðum svörum. Slí­k kátí­na fer í­ taugarnar á sumum lesendum þessarar sí­ðu, en ekki mér. Það er einmitt skemmtilegra að hafa hressa keppendur eins og í­ gær.

Nú hlýtur sú spurning að vakna hvað gert verður í­ undanúrslitunum. Akureyringar vilja ólmir fá keppni norður og sú krafa hlýtur að vega þungt – í­ það minnsta ef þeir dragast á móti MS eða Versló sem fengið hafa heimaleiki í­ fjórðungsúrslitum.

Fjórði sigurleikurinn í röð

Þriðjudagur, febrúar 22nd, 2005

Sigurganga Luton heldur áfram, að þessu sinni var Walsall lagt að velli 1:0 með ví­taspyrnu á 88. mí­nútu sem dæmt var fyrir litlar sakir. Eins og ég væri bálvondur ef mí­nir menn hefðu tapað við slí­kar kringumstæður er ég ofsakátur núna.

Eins og segir á stuðningsmannasí­ðunni: „Ok, who’s idea was it to play the game tonight in Siberia?. Cunning ploy, as it gave us a distinct advantage over the boys from the Samba beaches of Bloxwich. That said, no one as acclimatised to the white stuff as Merson, who cut a dash wearing an exciting red hat.“

Hull gerði á sama tí­ma jafntefli við Milton Keynes Dons á útivelli og forysta okkar eykst því­ enn. Á laugardaginn kemur mætum við Port Vale í­ Stoke. Ævintýrið ætlar engan enda að taka. Stuðningsmennirnir eru nánast farnir að vona að stigunum hætti að fjölga svona hratt, til að vekja ekki enn meiri athygli stjórnenda annarra liða á Mike Newell, manninum á bak við þetta ótrúlega gengi.

# # # # # # # # # # # # #

Þokan virðist á förum. Það er fí­nt, þá ætti a.m.k. að verða flogið austur á Egilsstaði í­ fyrramálið. Var farinn að óttast að þurfa að dæma keppnina með hjálp fjarfundarbúnaðs.

Jamm.

Skúnkar

Þriðjudagur, febrúar 22nd, 2005

Skúnkar dagsins eru stjórnendur Manchester United – rí­kasta knattspyrnufélags í­ heimi – sem nú hafa tilkynnt að þeir ætli að leggja niður kvennalið félagsins. íkvörðunin er svo réttlætt með því­ að setja eigi peningana í­ yngri flokkana. Manchester United treystir sér sem sagt ekki til að gera hvort tveggja – að halda úti kvennaliði og skikkanlegum yngri flokkum Ræflar!

Jæja, Luton Belles halda a.m.k. sí­nu striki í­ kvennaboltanum.

Reykskynjari

Mánudagur, febrúar 21st, 2005

Á hasarmyndaþætti á Skjá einum brann fjölskylda til kaldra kola – batterí­ið var ví­st búið í­ reykskynjaranum. Steinunn sendi mig þegar til að athuga reykskynjara heimilisins, sem sví­nvirkar. Segið svo að það geti ekki verið gagn af lögguþáttum…

Hef sjálfur setið við tölvuna í­ allt kvöld að vinna í­ tí­ma miðvikudagsins í­ kúrsinum okkar Sverris. Sjálfur missi ég reyndar af næsta tí­ma – verð á Egilsstöðum að dæma GB-keppni.

Hvernig fór grunnskólakeppnin í­ kvöld? Að öllu jöfnu væri mér nákvæmlega sama um úrslitin, en í­ ár er Björn litli VG-drengur er í­ Hagaskólaliðinu, sem þess utan er þjálfað af frænda mí­num og höfuðsnillingnum Ara Eldjárn, þannig að ég held að þessu sinni með mí­num gamla skóla.

Luton leikur heima gegn Walsall annað kvöld. Maður er orðinn fjári kröfuharður í­ seinni tí­ð – Paul Merson er spilandi þjálfari með Walsall. Undir eðlilegum kringumstæðum fengi hann allnokkrar pillur frá Luton-mönnum, en hann er búinn að fara svo fögrum orðum um okkur upp á sí­ðkastið að lí­klega verður öllum kókaí­n-bröndurum stillt í­ hóf.

Jamm.

Stangarskot

Laugardagur, febrúar 19th, 2005

Sóknarmaður Bradford skaut í­ stöngina á lokamí­nútunum í­ leik dagsins – og Luton fór heim með öll þrjú stigin! Hull vann á sama tí­ma, en leik Tranmere var frestað vegna bikarkeppninnar. Þrjú stig í­ sarpinn 69 stig komin í­ hús. Við nálgumst óðfluga sætið í­ næstu deild fyrir ofan.

Heimaleikur gegn Walsall á þriðjudag. Ní­u stig á átta dögum er ágætt veganesti fyrir þann leik.