Archive for mars, 2005

Palladómar

Fimmtudagur, mars 31st, 2005

Það er langt sí­ðan ég hef kynnt til sögunnar nýjan lið á þessari bloggsí­ðu. Ekki fór vel með sjoppukeppnina í­ haust, henni lauk án þess að endanleg úrslit fengjust. Og það sem verra var, enginn kvartaði yfir því­!

Nú er hins vegar komið að því­ að reyna eitthvað nýtt – sem er þó jafnframt klassí­skt og þjóðlegt: Palladómar skal það vera!

Það er löng hefð fyrir palladómum í­ í­slensku samfélagi. Vinsælustu palladómar voru rifnir út úr verslunum og lesnir upp til agna. Hver veit nema það verði raunin að þessu sinni?

Palladómur I – Páll Vilhjálmsson (blaðamaður)

Páli Vilhjálmssyni kynntist ég lí­tilega þegar ég var pjakkur í­ Alþýðubandalaginu. Páll var þá ritstjóri Vikublaðsins, sem var blað í­ mikilli tilvistarkreppu. Ólafur Ragnar hafði slegið af Þjóðviljann og lýst því­ yfir að tí­mi flokksblaða væri liðinn á Íslandi. Nokkrum mánuðum sí­ðar stofnaði hann Vikublaðið, sem hreinlega hafði merki flokksins í­ blaðhaus.

Allaballar tóku Vikublaðinu af tómlæti. Margir pirruðust út í­ það vegna þess eins að það væri ekki Þjóðviljinn – sem var býsna ósanngjarnt. Fólk utan Alþýðubandalagsins leit á það sem innaflokksblað og það var sárasjaldan vitnað til þess í­ almennri umræðu. Meira að segja þegar blaðið skúbbaði (sem gerðist endrum og sinnum) þá áttu sjónvarpsstöðvarnar það til að stela fréttunum án þess að geta heimildarinnar.

Páll var ágætur ritstjóri, einkum ef haft er í­ huga hversu litlu hann hafði úr að spila peningalega. Það var ekki hægt að ráða pistlahöfunda og Óli í­ Rí­ó Trí­óinu var eins og útspýtt hundskinn að taka allar myndir blaðsins og semja heilu og hálfu fréttirnar í­ leiðinni.

Einkenni Páls voru þó löngu greinarnar – leiðararnir sem virtust engan enda ætla að taka. Þar voru endursagðar erlendar bækur um pólití­k og sögu – allt frekar þungmelt.

Eftir að Vikublaðið var slegið af, var Páll ráðinn á eitthvert vikublaðið – Helgarpóstinn að mig minnir. Þegar útgefandinn ætlaði að slá blaðið af, kom hópur manna saman – þar á meðal allnokkrir Allaballar – og ákváðu að reyna að reka sjoppuna. Svo fór að lokum að Páll rak blaðið meira eða minna fyrir eigin reikning. Það er dæmi sem ljóst var að gat aldrei gengið upp.

Það var reyndar í­ andaslitrum blaðsins að Páll Vilhjálmsson náði sér best á flug. Hann skrifaði forsí­ðufréttir viku eftir viku um Jón Ólafsson og óþverraskap hans. Þegar flett var í­ gegnum blaðið mátti sjá að auglýsendurnir voru einkum menn sem höfðu horn í­ sí­ðu Jóns. írni Samúelsson í­ Sam-bí­óunum ákvað t.d. að best væri að punda inn auglýsingum fyrir hinar og þessar kvikmyndir og útvarpsstöðin FM átti sí­nar heilsí­ður. Þrátt fyrir að greinarnar um Jón vektu athygli, fór blaðið á hausinn og Páll kom í­ viðtal og sagðist búast við að þurfa að fara á sjóinn til að vinna fyrir skuldum. Um svipað leyti minnir mig að hann hafi lent í­ meiðyrðamáli gegn téðum Jóni og lí­klega tapað.

Sí­ðar gerðist Páll Vilhjálmsson órólega deildin í­ Samfylkingunni, sem þá var að komast á laggirnar. Hann varð formaður Seltjarnarnessfélagsins (og er kannski enn?) Seltjarnarnesdeild Samfylkingarinnar reyndist dugleg við að pönkast á forystunni og sendi í­ sí­fellu frá sér ályktanir þar sem hitt og þetta í­ fari flokksins var gagnrýnt. Samfylkingarfólk kveinkaði sér mikið undan þessu og fór að láta að því­ liggja að félagsmenn í­ þessu blessaða Samfylkingarfélagið væru nú ekki ýkja margir. Páll færðist hins vegar allur í­ aukana og hélt áfram að láta öllum illum látum.

Á seinni tí­ð hefur Páll Vilhjálmsson einkum komið fram í­ sem greinahöfundur í­ Mogganum, þar sem hann er einatt í­ hlutverki þess sem bendir á hræsni og tvöfeldni samherja sinna – sem er nauðsynlegt en óþakklátt hlutverk. Hann húðskammaði t.d. R-listann fyrir kaupin á Stjörnubí­ósreitnum og má það teljast makleg gagnrýni.

Að aðalstarfi vinnur Páll hins vegar hjá Ranní­s að ég held. Þar hef ég aðeins haft af honum að segja í­ tengslum við skipulagningu á Ví­sindadögum, sem hann hafði umsjón með og gerði vel. Páll Vilhjálmsson er merkiskarl og vel að því­ kominn að vera fyrsti Pallinn sem fær um sig dóm – Palladóm.

(ATH: Palladómur þessi er að öllu leyti skrifaður eftir minni og án nokkurrar rannsóknarvinnu eða skipulagðrar upprifjunar. Hann er eflaust fullur af staðreyndavillum, rangfærslum og brenglaðri tí­maröð. Einu málsbætur mí­nar í­ þeim tilvikum er að grí­pa til orðræðu postmódernistanna sem benda á að sannleikshugtakið sé afstætt og allt sé texti. Ójá.)

# # # # # # # # # # # # #

Blogghví­ld sí­ðustu daga á sér einfaldar skýringar. Við Steinunn skelltum okkur á Suðurlandið til að hví­la lúin bein eftir annasamar vikur. Gistum á Hótel Selfossi. Syntum í­ Hveragerði, skoðuðum Knarrarósvita, sváfum mikið, átum dýrðlegan kvöldverð í­ Rauða húsinu á Eyrarbakka og fengum sömuleiðis fí­nan mat á austurlenska veitingastaðnum Menam á Selfossi.

Á Selfossi er flottasta matvöruverslun á Íslandi – það er nýja Nóatúns-búðin. Þar eru nefnilega þrjár akreinar milli hillusamstæða. Það er sem sagt hægt að koma þremur innkaupakerrum fyrir hlið við hlið. Hvernig gátum við komist af án slí­ks munaðar öll þessi ár?

# # # # # # # # # # # # #

Luton er með pálmann í­ höndunum. Eftir ljótan skell gegn Barnsley í­ sjónvarpsleiknum á föstudaginn langa unnum við Torquay á útivelli – 1:4. Öll hin toppliðin gerðu jafntefli í­ fyrri umferðinni og töpuðu í­ þeirri seinni. Tranmere er núna í­ þriðja sæti, 13 stigum á eftir okkur og á sex leiki eftir á móti fimm leikjum okkar. Það er varla hægt að klúðra þessu. Hull er sömuleiðis þremur stigum á eftir í­ baráttunni um titilinn. Framtí­ðin er björt – framtí­ðin er appelsí­nugul!

# # # # # # # # # # # # #

Hvers vegna fáum við ekki fleiri fréttir þar sem fréttamenn endursegja samtöl sí­n við leigubí­lsstjóra? Væri ekki flott ef Bogi ígústsson birtist á skjánum og segði sem fyrstu frétt frá spjalli sí­nu við Gúnda á leigara númer 45 sem skutlast hefði með hinn eða þennan fyrr um daginn? Meira af þessu í­ fréttirnar!

Nei, nei, nei!

Laugardagur, mars 26th, 2005

Mogginn fjallar um Fischers-mál og visar i umfjöllun í­ Los Angelse Times:

„„Við erum örrí­ki,“ er haft eftir Þórði Ægi Óskarssyni, sendiherra Íslands í­ Japan. „Og Fischer veitti okkur aðra að tveimur helstu stundum okkar í­ mannkynssögunni.“ Hin er fundur Reagans og Gorbatsjevs í­ Reykjaví­k 1986.“

Er Þórður Ægir í­ tómu tjóni? Veit hann ekki að Halldór ísgrí­msson er einmitt í­ frægri ræðu búinn að útskýra að Ísland er EKKI örrí­ki – heldur framsækið smárí­ki, sem er ALLT ANNAí og MIKLU SVALARA. Kalla manninn heim og senda í­ stórnmálafræðina…

Og hvers konar söguskoðun er þetta hjá manninum? Tvær helstu stundirnar? – Hvað með Hófí­? Hvað með Lindu Pé? Hvað með Bjarna geimfara? Hvað með það þegar þingmannssonurinn komst upp á topp Everest og varð þar með fyrsti örvhenti maðurinn til að fara á toppinn á fimm af sex hæstu fjöllunum í­ mótvindi á sunnudegi? – Eða sigurinn í­ B-keppninni, þegar Ísland fékk gullið? Eða heimsatburðurinn þegar Íslendingar fundu efnavopnin? Eða þegar Jón Baldvin felldi Sovétrí­kin til grunna með því­ að leiða alþýðu Eystrasaltsrí­kjanna til frelsis og sjálfstæðis? Eða þegar Akraborgin stí­mdi á breska herskipið og við unnum Þorskastrí­ðið? Eða þegar Thor Thors barði stofnun ísraelsrí­kis í­ gegn einn sí­ns liðs? Eða þegar frú Albright hringdi persónulega í­ Halldór að næturlagi og fékk grænt ljós á að kasta sprengjunum á Júgóslaví­u? Eða þegar við keyptum geirfuglshaminn á uppboðinu? Eða, eða, eða…

Úrslitaleikurinn

Föstudagur, mars 25th, 2005

Gærdagurinn fór allur í­ tiltekt og húsgagnaflutninga á Mánagötunni og því­ ekkert færi á að blogga um úrslitaleikinn fyrr en nú.

Góð keppni tveggja sterkra liða. Akureyringar hafa styrkst með hverri umferð og ísgeir kantmaður er hiklaust í­ hópi sterkustu keppenda ársins. Með tvo af þremur liðsmönnum áfram á næsta ári ætti MA að eiga raunhæfa möguleika á að berjast um titilinn.

Að venju varð ég hissa á sumum þeirra spurninga sem svör fengust við og öðrum sem ekki komu. Ég átti t.d. ekki von á svona góðum svörum við villuleitar-spurningunni eða bókmenntaspurningunni um Meistarann og Margarí­tu. Á hinn bóginn hafði t.d. spurningin um Viðey sem Reykví­kingar fengu í­ 200 ára afmælisgjöf verið sett inn til að fá örugglega rétt svar – án þess að það kæmi.

Eins og svo oft áður réðu hraðaspurningarnar mestu um úrslitin. Borgarholt náði sex stiga forystu og var aldrei í­ teljandi hættu að missa hana, þótt munurinn færi nokkrum sinnum niður í­ 2-3 stig. Útslagið gerði þó í­ hversu miklu stuði Baldvin var. Besta keppni hans og hann var maður kvöldsins. Fagnaðarlætin í­ lokin voru fyrirsjáanlega tryllingsleg.

Borgarholtsskóli var með besta liðið í­ ár og sigraði verðskuldað. Þótt auðvitað sé erfitt að fullyrða um nákvæma röð liðanna út frá nokkrum stökum keppnum og án þess að sjá þau mætast innbyrðis, myndi ég telja MR-liðið næststerkast, MH-liðið skammt þar á eftir og því­ næst Akureyringar.

Allur þessi samanburður geldur fyrir það að MR-ingar fengu ekki að spreyta sig í­ Sjónvarpi. MH er sveiflukenndara lið. Þau geta unnið alla á góðum degi, en detta stundum niður á slakar viðureignir – sem hefur reyndar verið einkenni á MH-liðum í­ nokkurn tí­ma. Akureyringa set ég í­ fjórða sætið, án þess að með því­ sé verið að gera lí­tið úr góðri frammistöðu þeirra í­ úrslita- og undanúrslitaleikjunum.

Á fimmta sætið set ég Versló; MK í­ sjötta og MS í­ sjöunda. Egilsstaðabúar og Hraðbrautarmenn voru svo á svipuðu róli sem áttunda besta lið. Iðnskólinn, Norðfjörður og Laugar vöktu sömuleiðis athygli – svo eitthvað sé nefnt.

Eftir því­ sem mér skilst teflir Borgarholt fram nýju liði á næsta ári, þar sem liðsmenn ýmist útskrifa eða leggja heilann á hilluna. Með fyllstu virðingu fyrir uppeldisstarfinu í­ Grafarvoginum, þá verður að teljast mjög ólí­klegt að glænýtt lið verji titilinn.

MR-ingar útskrifa tvo af þremur og sömu sögu er að segja af MH-ingum. Með alla þessa hefð og þann aragrúa spurninganörda sem þessir skólar hafa yfir að búa, eru allar lí­kur á að báðir skólar verði í­ fremstu röð að ári, ásamt Akureyringum – eins og fyrr sagði.

Versló missir Hafstein, sinn besta mann. Verslingar bera sig vel og segjast hafa fullt af sterkum busum og að fleiri séu á leiðinni. Það gæti skilað þeim á toppinn eftir tvö ár, en tæplega strax á næsta ári.

MS og MK geta teflt fram óbreyttum liðum og eiga sæti í­ Sjónvarpinu ví­s. Ég hef áður lýst þeirri trú minni að ef MK-ingar álpast ekki til að útskrifast of snemma og tefla fram lí­tt- eða óbreyttu liði næstu tvö árin, þá berjast þeir um titilinn 2007.

Inn í­ þessa upptalningu vantar vitaskuld ýmsa skóla. Hvar er til dæmis Fjölbrautaskólinn í­ Breiðholti? Hvers vegna getur jafn öflugur skóli og FB ekki tekið þessa keppni föstum tökum?

Það verður skemmtilegt að geta fylgst með þessu öllu heiman úr stofu næsta vetur.

# # # # # # # # # # # # #

Eftir keppni fórum við Steinunn í­ gleðskap þeirra Borghyltinga heima hjá Steinþóri miðjumanni. Þar voru m.a. Akureyringar og skemmtu sér hið besta. Virtust reyndar steinhissa á því­ hversu grí­ðarlega heitar tilfinningar Borghyltinga væru gagnvart keppninni og bættu því­ við að Borgarholtsliðinu hefði greinilega langað miklu – miklu meira í­ Hljóðnemann.

Gettu betur-sigurpartí­ eru sérkennilegt menningarfyrirbæri.

Húsið með bleiku steni-svölunum

Miðvikudagur, mars 23rd, 2005

Viku eftir að svalahandriðið var rifið á húsinu á móti, er búið að setja upp ný handrið við allar í­búðirnar. Útfærslan var snjöll, járngrind með steni-plötum til að lí­kja eftir áferðinni á húsinu. Breytingin er mjög til bóta, en þó verður að segjast að liturinn er í­ það bleikasta miðað við dumbungsgráan vegginn.

Fyrir tæpum fimmtán árum, þegar ég var í­ handlangi í­ byggingavinnu á Sauðárkróki, voru steni-plöturnar nýkomnar á markaðinn. Þær voru grí­ðarleg framför, enda höfðu flestar klæðningar kallað á miklu flóknari grindur en nú þurfti. Ef ég man rétt var eitt helsta vandamálið að ganga rétt frá listunum milli platna. Á þá negldum við einhverjar málmþynnur sem ekki máttu rispast, annars væri fjandinn laus.

Sí­ðast þegar ég heimsótti Sauðárkrók renndi ég framhjá íTVR-versluninni á staðnum – og sjá, steni-klæðningin var eins og ný!

# # # # # # # # # # # # # #

Renndi í­ gegnum DV í­ biðröð í­ verslun í­ hádeginu. Fótboltapistillinn minn sem hvorki birtist í­ gær né fyrradaga, var heldur ekki í­ blaðinu í­ dag. Þar sem ég lét fljóta með pistlinum orðsendingu um að ég ætlaði að hætta skrifum með vorinu, þegar brysti á með fæðingarorlofi, þá kann vel að vera 365 prentmiðlar hafi ákveðið að best væri að slá dálkinn af strax. Það væri þá einu stressinu minna.

# # # # # # # # # # # # # #

Fór í­ Blóðbankann áðan. Hitti þar Þorkel miðjumann MS-inga og við spjölluðum um keppni kvöldsins.

Það var greinilega talsvert af starfsfólkinu dregið, enda viðbúið að reynt hafi verið að safna sérstaklega miklu blóði fyrir páskahátí­ðina. Starfsaðstaðan er heldur ekki sú besta. Húsið er alltof lí­tið, ekki að það hafi nein áhrif fyrir þá sem koma og gefa blóð, en starfsfólkið er ekki öfundsvert að vinna í­ þessum þrengslum.

Miðstöðvarkerfi

Þriðjudagur, mars 22nd, 2005

Jæja, miðstöðvarkerfið á Dæjhatsú-dósinni er ví­st í­ skralli. Partakallinn sem pabbi hafði upp á leitar nú að slí­ku kerfi og mun svo þurfa að tæta bí­linn í­ sundur til að koma því­ fyrir.

Þar sem styttist í­ næstu bifreiðaskoðun þarf lí­ka að huga að því­ hvort bí­llinn sé á vetur – eða í­ þessu tilviki, sumar – setjandi. Jú, fjandakornið. Ég hef átt verri dósir en þessar og komið þeim í­ gegnum skoðun.

# # # # # # # # # # # # #

Hvað skoða túristar á Selfossi? Hefur komið út Turen gí¥r-bók um Flóann? Það er ví­st betra að kynna sér það í­ tí­ma!

# # # # # # # # # # # # #

Nýjasta slúðrið á FRAM-spjallinu gengur út á að Gústi Gylfa kunni að vera á heimleið frá vondu mönnunum. Gústi er alltof góður drengur til að spila með truntunum úr ínanaustum. Vonandi snýr hann heim hið fyrsta!

Afsökunarbeiðni

Mánudagur, mars 21st, 2005

Guðmundur Andri Thorsson hefur tjáð sig í­ athugasemdakerfinu hér að neðan vegna sí­ðustu færslu og svo enn frekar í­ einkabréfi til mí­n, sem ég fer vitaskuld ekki út í­ hér í­ smáatriðum.

Guðmundur gengst fúslega við því­ að hafa skrifað hvassyrta pistla vegna kennaraverkfallsins og sendi mér afrit af þeim þremur pistlum sem hann kannast við að hafa skrifað um málið. Tveir þeirra voru álí­ka slæmir og mig minnti – en sá þriðji skynsamlegri. Þar var verkfallið meðal annars kallað aðför kennara að börnum – orðalag sem mér finnst afleitt. Fleiri tilvitnanir mætti telja til, sem eiga það sameiginlegt að notað er orðalag úr hernaðarmáli í­ þessu viðkvæma samhengi.

En það er rétt hjá Guðmundi að setningin um gí­slatökuna er ekki frá honum komin. Hún mun vera úr pistli eftir Þráinn Berthelsson sem birtist um sama leyti.

Þótt Guðmundur Andri hafi haldið á lofti svipuðum viðhorfum og Þráinn, á hann ekki að þola skammir fyrir subbulegt orðalag Þráins. Greinar hans um kennaraverkfallið hafa ekkert skánað á þessum tí­ma sem liðinn er, en þar er þó enga gí­slatökulí­kingu að finna. Þessi mistök mí­n eru þeim mun kjánalegri í­ ljósi þess að ástæða þess að ég varð reiður út í­ Guðmund Andra fyrir það fyrsta var einmitt sú að mér fannst hann reyna að klí­na skrifum mí­num yfir á félaga mí­na sem bera enga ábyrgð á þeim.

Að sjálfsögðu bið ég Guðmund Andra afsökunar á þessu. Minna má það ekki vera.

Partý?

Mánudagur, mars 21st, 2005

Fyrir úrslitaleik GB í­ fyrra, lofuðum við Logi að mæta í­ partý hjá því­ liðinu sem færi með sigur af hólmi. Versló vann og því­ mættum við ásamt Steinunni og Svanhildi í­ Verslinga-gleðskap á Jóni forseta.

Nú er spurningin – munu Borghyltingar eða Akureyringar bjóða í­ partý á miðvikudagskvöldið?

# # # # # # # # # # # # #

Mér skilst að Guðmundur Andri Thorsson leggi út af skrifum mí­num á þessari sí­ðu í­ Fréttablaðspistli sí­num í­ dag. Á ég þá að nenna að lesa þann pistil? Sí­ðast þegar ég barði mig í­ gegnum Fréttablaðsgrein eftir Guðmund Andra, var þegar kennaraverkfallið stóð yfir og hann lí­kti kennurum við téténsku hryðjuverkamennina sem þá voru nýbúnir að hertaka barnaskóla þar suður frá.

Hvort eru menn sem skrifa þannig greinar smekklausir eða siðblindir?

# # # # # # # # # # # # #

Bráðabirgðaniðurstaða bifvélavirkja bendir til að bilunin í­ japönsku bí­ldósinni hennar Steinunnar sé í­ miðstöðvarkerfinu. Sá grunur að glussakenndi vökvinn sem lekur undan mælaborðinu væri bremsuvökvi eða úr vökvastýrinu virðist því­ ekki á rökum reistur. Það er huggun.

# # # # # # # # # # # # #

Stórleikur á föstudaginn – Luton:Barnsley í­ beinni. Nú mæta allir góðir menn á Ölver. Ójá.

Siðbúið um 6. þátt

Föstudagur, mars 18th, 2005

Það er kvartað á athugasemdakerfinu mí­nu yfir að ekkert hafi verið bloggað um sí­ðari undanúrslitakeppnina á miðvikudag. Það hefur bara ekki verið neinn tí­mi fyrir slí­kt fyrr en núna.

Stemningin í­ salnum í­ MA var frábær. Reyndar mætti ætla að 80% nemendanna í­ MA séu stelpur, í­ það minnsta bar ekki mikið á strákum í­ klappliðinu. Verslingar mættu með tæplega 250 manns norður, en höfðu lí­tið í­ heimamenn að segja í­ hvatningarópum. Spennandi verður að sjá hversu mörgum Akureyringar koma suður fyrir úrslitaleikinn svona rétt fyrir páskafrí­.

Lokatölur voru 25:18, en munurinn á liðunum var þó minni en tölurnar gefa til kynna – þannig vissu Verslingar greinilega svarið við þrí­þrautinni í­ lokin, en fóru of snemma á bjölluna. Það varð þeim reyndar að falli í­ fleiri spurningum. Hraðaspurningarnar fóru sömuleiðis illa hjá þeim og þá var munurinn raunar orðinn of mikill. Versló var með skemmtilegt lið að þessu sinni og með efnilega stráka á köntunum. Það er hins vegar engum blöðum um það að fletta að með Birni Braga og Steinari var liðið í­ fyrra sterkara en liðið í­ ár. Hafsteinn stóð sig eins og hetja, en það dugði ekki til.

MA-liðið hefur vaxið ótrúlega í­ ár. Mér fannst nú ekki sérstaklega mikið til þeirra koma í­ fyrstu umferð gegn Borgarholtsliðinu, þótt hraðaspurningarnar hefðu raunar verið fí­nar í­ þeirri keppni. Það var allt annað að heyra til þeirra í­ fjórðungsúrslitunum gegn ME og þarna þekkti ég þá ekki fyrir sama lið. Það væri hins vegar synd að kalla þá kjaftagleiða æsingamenn – vesalings Logi á í­ mestu vandræðum með að toga upp úr þeim stakt orð annað en stutt og skorinorð svör við spurningunum.

Útlit fyrir hörkukeppni á miðvikudaginn. Spurningarnar eru tilbúnar og eru lí­klega aðeins þyngri en í­ undanúrslitaþáttunum tveimur.

# # # # # # # # # # # # #

íðan leit ég á lokamí­núturnar í­ leik FRAM og FH. Við unnum með minnsta mun, þar sem fjórir leikmenn voru utan vallar á lokasekúndunum. Þetta er nú óttalegt slagsmálasport – en dramatí­kina vantar ekki.

Hvort vill maður mæta Haukum eða íR í­ fjórðungsúrslitunum? Væri ekki bara fí­nt að taka Haukana?

Afnotagjöld

Miðvikudagur, mars 16th, 2005

Þegar Sonja bjó í­ kjallaranum hjá okkur á Mánagötunni var hún lengst af ekki með sjónvarp. Að hluta til vegna þess að í­ Norðurmýrinni næst ekki sjónvarpsmerki nema með góðu þakloftneti (nema Ómega, hún næst án þess að stinga tækinu í­ samband) og að hluta til vegna þess að hún hafði margt betra við tí­ma sinn að gera.

Ég veit ekki hvort Hildur sem býr í­ kjallaranum núna er með sjónvarp, en miðað við að ekkert hefur breyst í­ tengingunni á loftnetinu niður í­ kjallarann á ég sí­ður von á því­.

Er það þá réttur skilningur hjá mér – að samkvæmt nýju útvarpslögunum eigi sjónvarpslausi í­búinn í­ kjallaranum að fara að borga í­gildi afnotagjalds gegnum nefskatt og gömlu hjónin, Benedikt og Sigrí­ður á efri hæðinni, að borga tvöfalt? Á sama tí­ma mun ég, sem forstöðumaður Minjasafns Orkuveitunnar hætta að borga afnotagjald af sjónvarps- og útvarpstækjunum sem hér eru og eru einkum hugsuð starfsmönnum til afþreyingar. Jafnframt mun Orkuveitan spara sér afnotagjöldin vegna gamla stöðvarstjórahússins hinu megin við götuna. Þar er nefnilega sjónvarpstæki sem þátttakendur á fundum eða gestir í­ móttökum OR geta notað til að horfa á fréttir eða fótbolta.

Fyrirtæki og stofnanir munu sem sagt borga minna og almenningur þá augljóslega meira, nema að heildarupphæðin til RÚV lækki sem því­ nemur. Og nákvæmlega hvernig á þetta að gagnast „fjölskyldum í­ landinu“ eins og ráðherra lét hafa eftir sér?

Catch-22

Þriðjudagur, mars 15th, 2005

Sé á bloggi Egils Helgasonar að hann hefur fengið í­ hendur eintak af nýjasta Dagfara. Það er fí­nt að vita að eintakið sem við sendum á íÚ,… afsakið 365 sjónvarp, fái að liggja frammi á kaffistofunni. Egill kannast ekki við að hafa séð Dagfara svo árum skiptir. Þó bauð hann mér í­ þáttinn til sí­n þegar 2002-blaðið kom út – Spædermann-blaðið svokallaða. (Forsí­ðumyndin var af Spædermann í­ rústum Tví­buraturnanna e. 11. september og talsvert af myndskreytingum úr sama teiknimyndablaði.)

Spædermann-blaðið var ágætt, en mér finnst samt nýja blaðið betra. Greinarnar eru úr ýmsum áttum og eflaust margar óvæntar. Einhverju sinni hefðu það t.d. þótt tí­ðindi að sjá grein eftir fyrrv. formann Heimdallar í­ blaði herstöðvaandstæðinga.

Eins og Egill bendir réttilega á, er efni blaðsins einkum „mótmæli og mótmælamenning“. Að sumu leyti má lí­ta á blaðið sem framhald af námskeiði sem hjónin Milan Rai og Emily Johns héldu hér á landi sí­ðasta sumar fyrir milligöngu SHA. Þau fjölluðu þar meðal annars um mótmælaaðferðir og borgaralega óhlýðni í­ pólití­skri baráttu.

Með þetta í­ huga fengum við nokkra aðila til að skrifa hugleiðingar sí­nar um mótmælamenningu Íslendinga. Þar er t.d. bráðskemmtileg hugleiðing Hauks Más frá Berlí­n, sem er vægast sagt gagnrýninn á þjóðernislega undirtóninn sem hann telur einkenna ýmsar í­slenskar mótmælaaðgerðir og fjallar þar sérstaklega um 1. maí­-göngur verkalýðshreyfingarinnar annars vegar en orðræðu ýmissa andstæðinga virkjanaframkvæmdanna fyrir austan hins vegar. – Þetta er góð grein sem við birtum að sjálfsögðu, þótt ljóst væri að hún kynni að koma við kauninn á einhverjum lesendum.

Af öðrum greinum á þessu sviði má nefna hugvekju anarkistans góðkunna Sigga pönk, sem vill að allir kaupi sér ljósritunarvél, búi til bæklinga og beri í­ hús – skí­tt með öll formleg félög og strúktúr.

Vilhelm Vilhelmsson gagnrýnir mörg okkar í­ friðarhreyfingunni fyrir linku. Hann vill sletta málningu á hús og herskip eða að andstæðingar strí­ðsreksturs hlekki sig við sendiráð og ráðuneyti.

Sjálfur var ég með nördalega grein á sagnfræðilegum nótum um matvæli og mótmæli, þar sem ég endursagði meðal annars bækling sem mér áskotnaðist um kynlega kvisti sem klí­na tertum framan í­ pólití­kusa og fleiri skúrka. Þar rakti ég vitaskuld samviskusamlega eggjaköst Heimdellinga í­ göngufólk í­ Keflaví­kurgöngum, með því­ að grí­pa niður í­ Þroskasögu unglings í­ Garðabæ eftir Böðvar Guðmunds.

Ég er dálí­tið montinn af því­ að hafa tjaslað saman blaði ásamt félögum mí­num í­ ritstjórninni sem er stútfullt af gagnrýni á samtökin okkar fyrir að vera ekki nógu frumleg, nógu skapandi og hafa ekki nógu gaman af lí­finu. Þess vegna varð ég dálí­tið hissa að lesa þessar vangaveltur Egils Helgasonar sem klykkir út með að segja: „Öll þessi skrif lýsa því­ hversu þessi barátta er úrkynjuð. Meira þeir sem standa í­ henni eiga erfitt að taka hana hátí­ðlega.“

Þetta er sama afstaða og ég heyri frá nokkrum (en sem betur fer ekki mörgum) félögum mí­num, sem er sú að ef menn geri hlutina ekki nákvæmlega eins og þeir hafa gert hundrað sinnum áður séu þeir að „sví­kja“. Að mati þessara sömu félaga, er ekkert verra en húmor í­ baráttunni. Menn verða helst að vera kengbognir með allar sorgir heimsins á öxlunum – annað er léttúð og alvöruleysi.

Er þetta ekki viss Catch-22 aðstaða: að mati Egils hegða friðarsinnar sér á ákveðinn tiltekinn hátt sem er gamaldags og hallærislegur – en ef þeir ljá máls á að hegða sér öðru ví­si, teljast þeir svikarar og undansláttarmenn?

Það er því­ eilí­tið skoplegt að í­ málsgreininni fyrir ofan mælir Egill með tveimur greinum: annarri eftir Birgi Hermannsson þar sem kvartað er yfir að Íslendingar kunni ekki að mótmæla almennilega og þar sem hvatt er til beitingar á borgaralegri óhlýðni – hinni eftir Hallgrí­m Helgason þar sem krafan um brottför hersins er rökstudd með þjóðernismetnaði á þeim nótum sem hvað mest var í­ tí­sku á sjötta áratugnum. Kaldhæðnislegt…