Archive for apríl, 2005

Vantar þrjú í hundraðið

Laugardagur, apríl 30th, 2005

Sigurganga Luton heldur áfram. Að þessu sinni var útlitið ekki bjart, 1:2 undir á heimavelli með 7 mí­n. til leiksloka og stuðningsmennirnir sáu fram á að taka á móti bikarnum eftir tapleik.

Jöfnunarmark úr ví­taspyrnu reddaði stemningunni og svo skoruðum við tvö mörk í­ uppbótartí­ma – lokatölur 4:2.

97 stig og ein umferð eftir, ellefu stigum á undan liðinu í­ öðru sæti. Þá er bara að ljúka þessu með glans á móti Doncaster á laugardaginn kemur. Á kjölfarið má svo fara að finna stað fyrir styttuna af Mike Newell sem verður að reisa hið fyrsta. Ég mæli með því­ að hún verði úr gulli, en augun úr eðalsteinum…

Flosi Eiríksson…

Föstudagur, apríl 29th, 2005

…sagði í­ Ísland í­ dag fyrr í­ kvöld að Steinunn þyrfti ekki annað en að hringja eða senda póst á Samfylkinguna og þá yrði hún tekin af félagatalinu. Þetta eru gleðifréttir. Steinunn er hins vegar að spá í­ að setja Flosa í­ málið, úr því­ að hann tók svona vel í­ þetta í­ sjónvarpinu. Hún sendir honum væntanlega úrsögn núna um helgina og setur hann í­ að koma þessu í­ gegn…

# # # # # # # # # # # # #

Mætti á doktorsvörn Sverris Jakobssonar og aðeins í­ móttökuna þar á eftir í­ Norræna húsinu. Sverrir hafði ekki mikið fyrir þessu eins og við mátti búast. Ég hitti fullt af sagnfræðingum og skemmti mér hið besta í­ partýinu. Gat þó ekki stoppað lengi, enda tengdapabbi að renna í­ bæinn.

Ólí­na sefur hér inni í­ stofu eins og hún fái borgað fyrir það. Steinunn liggur inni í­ rúmi og sefur. Ég reyni að reka hana sem oftast í­ bælið, en hún þarf alltaf að snúast í­ svo mörgu – auk þess sem gestagangurinn er talsverður. Allir vilja skoða litla grí­slinginn, sem vonlegt er.

# # # # # # # # # # # # #

Lét plata mig til að sjá um spurningakeppni á skemmtun hjá FRAM annað kvöld. Ekki að mig langi mikið út úr húsi. Þessa dagana vill maður helst vera heima öllum stundum. Það er hins vegar gaman að fylgjast með því­ hvað andinn er góður í­ félaginu um þessar mundir. Menn eru einhuga um að rí­fa upp starfið og reka félagið með þeim krafti sem það á skilið. Ekki vildi ég missa af því­.

# # # # # # # # # # # # #

Næstsí­ðasti leikur Luton í­ ár er heimaleikur gegn Brentford. Eftir leikinn fáum við afhentan bikarinn fyrir að sigra í­ deildinni. Menn vilja ekki taka við titlinum eftir tapleik, hvað þá gegn liði sem sigraði í­ fyrri viðureigninni og sló okkur út úr bikarnum. Þá er Brentford í­ harðri baráttu um sæti í­ umspili og því­ hefur Mike Newell lýst því­ yfir að ekki komi til greina annað en að stilla upp sterkasta liði. Engir varamenn prófaðir í­ þessum leik. Krafan er öruggur sigur!

Jamm.

Palli Bárðar

Föstudagur, apríl 29th, 2005

Páll Hilmarsson er þúsundþjalasmiður og snillingur – eins og þjóð veit. Nú sí­ðast er hann orðinn hljómsveita-agent og flytur inn flottustu útlensku böndin. Það er bara tí­maspursmál að hann fer að búa til stelpu-/strákabönd og plægja markaðinn.

En á morgun er Palli sem sagt að standa fyrir tveimur konsertum með bandarí­sku pönksveitunni Defiance-Ohio. Þangað mæta allir góðir menn:

Kl. 15 verða þau ein í­ Smekkleysubúðinni sem er í­ kjallaranum á Kjörgarði við Laugaveg (Bónus er í­ Kjörgarði svo dæmi sé tekið). Þar kostar ekkert inn og allir kátir. Tilvalið að skoða Smekkleysubúðina hjá Benna, hlusta á magnaða tóna og fara svo út í­ sólina.

Kl. 20 um kvöldið verða þau á Kaffi Hljómalind á Laugavegi 21. Þar kostar 500 krónur inn – ekkert aldurstakmark og þar er hvorki reykt né selt brenniví­n (nema áfengislaus lí­frænt ræktaður bjór – sem mér skilst að sé eins og sápulögur á bragðið). Þar spila einnig:

S.T.F. (Shirley Temple Fanclub) – skeit pönk af bestu gerð.

Viðurstyggð – kvennapönk sem á engan sinn lí­ka

T.B.H.C.B.I.T.W. (The Best Hardcore Band In The World) – Sannarlega besta eitthvað-bandið í­ heiminum

Deathmetal Supersquad – Einlægt pönk í­ anda Against Me!

Á staðnum verður hægt að fá mixdiskum eða spólum skipt.

– Það eru bara labbakútar sem missa af þessu!!!

3 dómarar

Miðvikudagur, apríl 27th, 2005

Lét plata mig í­ spurningakeppni sí­ðdegis á talstöðinni. Ólafur Bjarni Guðnason, dómari í­ Gettu betur árin 1994-5 og einn af mönnunum í­ kringum „Viltu vinna milljón?“ sér um spurningaleik í­ léttum dúr alla miðvikudaga.

Andstæðingurinn var ekki af verri endanum – öðlingurinn Svenni Guðmars. Við vorum því­ saman komnir þrí­r fyrrverandi GB-dómarar.

Ég var ljónheppinn með spurningar. Mí­n bókmenntaspurning var um Brotahöfuð eftir Þórarinn Eldjárn, sem við Svenni höfum báðir lesið. Hans var um Vélar tí­mans eftir Pétur Gunnarsson, sem hvorugur vissi mikið um. Þar að auki fékk ég tvö stig fyrir Newton-spurningu sem ég hefði aldrei getað svarað nema út af ví­sindasögunámskeiðinu okkur Sverris.

Fyrir vikið hafði ég betur og á að mæta aftur næsta miðvikudag. Ég hlakka bara til þess, enda Ólafur Bjarni einhver mesta spurningakempa landsins.

Flugdrekar

Þriðjudagur, apríl 26th, 2005

Sá krakka í­ dag leika sér með flugdreka sem leit út eins og þota – blá og rauð.

Á mí­nu ungdæmi voru flugdrekar yfirleitt bara ferhyrndir og einlitir.

Aldrei kunni ég nú mikið á þessi tól.

Samfylkingin stalkar enn

Mánudagur, apríl 25th, 2005

Jæja, Samfylkingin heldur áfram að stalka Steinunni.

Steinunn var í­ Alþýðubandalaginu á sí­num tí­ma, skráð í­ Æskulýðsfylkinguna. Hún var hins vegar aldrei í­ Samfylkingunni, en lenti þar inni á félagatali eins og flestir sem skráðir voru í­ gömlu flokkana.

Þetta þýðir að fyrir hverjar kosningar og fyrir hvert prófkjör, fyllist hér allt af ruslpósti. Nú sí­ðast einhverjum #/%#$“ kjörseðli.

Frá 1999 hefur Steinunn í­trekað reynt að frábiðja sér þessar sendingar. Hún hefur margoft hringt á skrifstofur Samfylkingarinnar og nokkrum sinnum sent tölvupóst. ítrekað hefur því­ verið lofað að gengið verði í­ málið – en ALLTAF byrja póstsendingarnar aftur. Stundum bera starfsmenn skrifstofunnar því­ reyndar fyrir sig að þeir þurfi að vita í­ hvaða Samfylkingarfélag Steinunn sé skráð – til að geta skráð hana út. Það er hins vegar hægara sagt en gert að vita inn í­ hvaða deild maður hefur verið skráður að sér forspurðum…

Ef marka má þessi kynni af skrifstofu Samfylkingarinnar, þá virðist umsýsla um félagatalið þar vera í­ STEIK. Annað hvort veldur fólkið á skrifstofunni ekki verkefninu eða markmiðið sé hreinlega að halda fólki á félagaskrá gegn vilja þess – til þess að geta montað sig í­ fjölmiðlum af fjölda flokksmanna.

Annars hef ég eigin skýringu á því­ hvers vegna nafn Steinunnar dúkkar EINA FERíINA ENN upp á félagaskrá Samfylkingarinnar. Hún er sú að eitthvert aðildarfélagið – lí­klega Ungir Jafnaðarmenn – sé að svindla!

Sí­ðasta verk mitt sem formanns Verðandi, samtaka ungs Alþýðubandalagsfólks, var að fara yfir félagaskrá Æskulýðshreyfingarinnar og leiðrétta hana, t.d. með því­ að strika út fólk sem gengið hafði til liðs við Vinstri-græna. Þetta gerði ég haustið 1999, á fundi ásamt Katrí­nu Júlí­usdóttur og fleira fólki. Eftir fundinn lögðum við fram þessa endurskoðuðu félagaskrá, þar sem félögum hafði verið fækkað umtalsvert.

Seinna frétti ég að í­ aðdraganda stofnfundar Samfylkingarinnar hafi forysta ungliðanna, sem þá lutu stjórn pólití­ska nýstirnisins Villa Villa, látið bæta aftur inn öllum nöfnunum sem tekin höfðu verið af skrá. ístæðan var sú að þannig fengu ungliðarnir fleiri fulltrúa á stofnfundinum og áttu aukna möguleika á að vinna kosningar í­ ýmsar stjórnir og ráð.

Er það kannski skýringin á því­ hvers vegna fólk, sem sannarlega vill ekki vera í­ Samfylkingunni, kemst ekki af listum þar – að einstök félög, t.d. ungliðahreyfingin, séu að senda viljandi frá sér vitlausa lista til að fá fleiri fulltrúa á landsfund? Eru kannski Ungir Jafnaðarmenn að tryggja sér fleiri atkvæði til stuðnings ígústi Ólafi með því­ að halda inni gömlum fulltrúum úr Æskulýðsfylkingu Alþýðubandalagsins frá því­ fyrir 1999? Mér er næst að halda það.

Að lokum – ein beiðni frá Steinunni:
Ef það er einhver sem les þessa sí­ðu, sem hefur einhver völd eða áhrif innan Samfylkingarinnar – gæti viðkomandi þá VINSAMLEGAST beitt sér fyrir því­ að þessu stalki hætti! Þ.E.E.B.Þ.E.S! (Þeir sem ná þessari sí­ðustu ví­sun, fá hrós að launum.)

Afkomuviðvörun frá Agli Skallagrímssyni

Sunnudagur, apríl 24th, 2005

Búast má við að Ölgerðin Egill Skallagrí­msson sendi frá sér afkomuviðvörun seinna í­ dag.

Undanfarnar vikur hefur Steinunn drukkið Egils sódavatn í­ tí­ma og ótí­ma til að losna við brjóstsviða. Eftir gærkvöldið er ljóst að þeim viðskiptum er lokið í­ bili. Vonandi þarf fyrirtækið ekki að segja upp starfsfólki vegna þessa sölusamdráttar.

Ólí­na Stefánsdóttir er hin brattasta, 3080 grömm og 48 sentimetrar. Steinunn er sömuleiðis hress.

Jamm.

Meistarar

Laugardagur, apríl 23rd, 2005

Á dag sigraði Luton á útivelli gegn Wrexham, 1:2. Á sama tí­ma tapaði Hull. Þar með er Luton Town búið að tryggja sér efsta sætið í­ deildinni, þótt tvær umferðir séu eftir!!!

94 stig í­ 44 leikjum! Frábær árangur. Gleðidagur!!!

Nanna hitti naglann á höfuðið!

Föstudagur, apríl 22nd, 2005

Auðvitað var það Sólskinsflokkurinn sem Valli Fræbbbl tók sæti á lista hjá – annað sæti ef ég man rétt.

Föstudagsgetraun

Föstudagur, apríl 22nd, 2005

Föstudagsgetraunin er sví­nsleg og hljóðar svo:

„Valli í­ Fræbbblunum er ómissandi hluti af hverju kosningasjónvarpi, þar sem hann útskýrir tölvukerfið sem reiknar út úrslitin. Færri vita að hann var einu sinni í­ framboði í­ Alþingiskosningum. Fyrir hvaða framboðsafl var það?“