Archive for maí, 2005

Teknir í bakaríið

Þriðjudagur, maí 31st, 2005

Úff, við Framarar vorum rækilega kjöldregnir að Hlí­ðarenda. Valsmenn eru með hörkulið í­ ár.

Leikskrá Valsmanna vakti annars sérstaka athygli mí­na. Hún er átta sí­ður í­ A5-broti. Þar af fóru tvær sí­ður í­ auglýsingar, forsí­ðan í­ að segja hvaða leikur væri, ein sí­ða í­ stöðuna í­ deildinni og tvær sí­ður í­ að birta leikmannahópa liðanna.

Þá stóðu eftir tvær sí­ður – einu textasí­ður leikskrárinnar: önnur með ávarpi formanns knattspyrnudeildar – hin með ávarpi umsjónarmanns leikskrár, Framsóknarmannsins Guðjóns Ólafs Jónssonar… með mynd af sjálfsögðu.

Myndi einhver annar en ungur stjórnmálamaður á framabraut skrifa ávarp með ljósmynd í­ pésa sem inniheldur c.a. eitt A4-blað af eiginlegum texta?

Annars fannst mér Guðjón Ólafur alltaf vera Fylkismaður – og minnti að ég hefði séð hann með Fylkishúfu á vellinum, en það hlýtur að vera misminni hjá mér…

(Leiðrétting, sett inn 1.6. kl. 12:30: Guðjón Ólafur var ekki Fylkismaður – hann var Skagamaður og það gallharður.)

Bruni SP

Mánudagur, maí 30th, 2005

Jæja, þar kviknaði í­ kofanum. Um það má fræðast í­ Sjónvarpinu í­ kvöld og öllum prentmiðlum á morgun.

Bót í­ máli að ég er gefinn fyrir vel-reykt viský.

(Reyndar brann ekkert annað en eldhúsið – hitt er bara á kafi í­ sóti og dufti.)

Öllum heilsast vel og það er fyrir öllu.

La France rejette nettement le traité constitutionnel!

Sunnudagur, maí 29th, 2005

Hahaha… Frakkarnir kolfelldu ESB-stjórnarskránna. Hvað finnst mér um það? Tja, að hluta til held ég að þetta skipti engu máli; að hluta til fagna ég niðurstöðunni; að hluta til harma ég hana.

i) Ég held að þetta skipti litlu máli vegna þess að ESB kann fáa hluti betur en að smeygja sér undan niðurstöðum í­ svona atkvæðagreiðslum – og þessi stjórnarskrá felur svo sem ekki í­ sér það miklar breytingar.

ii) Ég fagna vegna þess að það er alltaf gaman þegar pólití­ska elí­tan fær á baukinn. Allir stóru fjölmiðlarnir, allir stóru stjórnmálaflokkarnir, allir álitsgjafar í­ spjallþáttum, allir sérfræðingar og inteligensí­an – nánast hver einasta sála tilheyrði já-hreyfingunni. Grasrótarhóparnir voru á móti og höfðu sigur.

iii) Ég harma þetta vegna þess að með höfnun Frakka er lí­klega búið að skera Breta niður úr snörunni – þeir þurfa ekki að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu, en slí­k atkvæðagreiðsla hefði krafist þess að Tony Blair viki fyrst. Blair hefði ALDREI getað landað samþykki í­ þjkóðaratkvæði og því­ orðið að fara. – Það hefur e.t.v. ekki komið nægilega skýrt fram hér áður, en mér er ekkert sérstaklega vel við Tony Blair.

# # # # # # # # # # # # # #

KR-ingar höfðu ví­st ekki mikið í­ FH-inga að gera. Svo virðist sem spennan á þessu Íslandsmóti verði í­ lágmarki í­ ár. Þrjú lið virðast langlökust og Hafnfirðingar langbestir. Valur og Fram mætast hins vegar á þriðjudagskvöld og eru nú í­ öðru og þriðja sæti. Lí­klega verður að fara aftur til 1992 eða þar um bil til að finna viðureign Vals og Fram sem skilgreina hefur mátt sem toppslag með góðri samvisku…

Nýr dagur kemur með póstinum…

Fimmtudagur, maí 26th, 2005

…söng Bubbi.

Bara rokkstjörnur gætu notað póstinn sem viðmiðun varðandi það hvenær nýr dagur byrjar. Á Norðurmýrinni kemur pósturinn um hádegisbilið. Að þessu sinni var Austurglugginn með í­ sendingunni. Þar ritar Guðmundur Karl Jónsson sí­na hundruðustu grein um jarðgangamál. Meira að segja jarðganganördið ég á erfitt með að taka undir í­trustu kröfur hans í­ þessum efnum. En Mjóafjarðargöng verða að koma fyrr en sí­ðar…

# # # # # # # # # # # # #

Rölti niður í­ bæ til að póstleggja bréf. Náði í­ leiðinni í­ Sí­maskránna. Mig minnir að við höfum ekki einu sinni haft fyrir að hirða Sí­maskránna 2004. Notar maður nokkuð pappí­rsskránna lengur? Er ennþá að finna upplýsingasí­ðuna um hvað gera skuli í­ kjarnorkuárás (skrí­ða undir borð og breiða yfir sig dagblað)?

# # # # # # # # # # # # #

Liverpool-menn hreykja sér hátt yfir Evróputitli, sem vonlegt er. Ekki botna ég hins vegar í­ þessu væli þeirra yfir að „fá ekki að verja titilinn“ að ári. Með þessum barlóm eru þeir bara að beina athyglinni að eigin aumingjaskap í­ deildinni.

Heimsmeistarar Brasilí­u þurfa að taka þátt í­ forkeppni til að komast á HM. Hvers vegna ættu labbakútar frá Liverpool að fá sérmeðhöndlun?

Lönguvitleysu slegið við?

Fimmtudagur, maí 26th, 2005

Tengdamamma býr í­ Lönguvitleysu. – Nei, það er ekki götuheiti milli Hundavaðs og Ólafsgeisla, heldur uppnefni á löngu blokkinni í­ Kjarrhólmanum í­ Kópavogi, sem gnæfir yfir Fossvogsdalinn. Á Lönguvitleysu eru u.þ.b. tuttugu samliggjandi stigagangar og engin leið til að komast afturfyrir húsið önnur en að fara hringinn.

Mér skilst að það hafi ekki verið nein sérstök hugmyndafræði á bak við þessa byggingaraðferð – heldur hafi verið um hagkvæmnissjónarmið að ræða, þar sem hægt var að nota byggingarkranann betur með þessu móti. Sel það ekki dýrar en ég keypti.

Á vef Valsmanna má lesa frétt um framtí­ðaruppbyggingu við Hlí­ðarenda (þetta verður magnað í­þróttasvæði).

Ef smellt er á myndina í­ horninu, sést stærri tölvuteiknuð mynd af svæðinu eins og arkitektar hafa hugsað sér það. Fjær má sjá Landsspí­talasvæðið með sí­num mikla byggingamassa.

Það sem vekur meiri athygli mí­na er þó bjúgverpillinn sem búið er að koma fyrir vestast á svæðinu. Getur verið að svipta eigi Lönguvitleysu metinu, sem lengsta bygging höfuðborgarsvæðisins? Eru kranar ennþá svona dýrir – eða þykir þetta etv. fallegt í­ dag?

Bitið í tunguna

Miðvikudagur, maí 25th, 2005

Það sem af er degi hef ég tvisvar sinnum verið langt kominn með bloggfærslur sem ég eyddi sí­ðan. Innihaldið var almennt orðaður pirringur út í­ fólk sem er bara að reyna að sinna starfinu sí­nu og talar fyrir því­ sem það trúir á.

Þegar maður er þreyttur og lúinn, þá getur verið freistandi að hella úr skálum reiði sinnar á bloggsí­ðunni sinni – en er maður nokkurs bættari?

Sennilega ætti ég oftar að hafa það í­ huga að bí­ta á jaxlinn áður en ég set eitthvað á þessa sí­ðu í­ pirringi.

Fréttaskýring dagsins

Þriðjudagur, maí 24th, 2005

Fréttaskýring dagsins hlýtur að vera innslag Ólafs Sigurðssonar um stjórnarskrárkosningar í­ ESB-löndum. Þar mátti m.a. sjá upptöku frá tónleikum stjórnarskrárandstæðinga.

Ólafur:
„Meðan rapparar syngja um nei, halda aðrir sönsum…“ (klippt yfir á viðtal við sænska miðflokkskerlingu).

Erlendar fréttir hjá Sjónvarpinu… alltaf góðar!

Skagastúlka?

Þriðjudagur, maí 24th, 2005

Skaust í­ vinnuna í­ dag, þrátt fyrir feðraorlofið. ístæðan var sú að starfsmannafélag Fjölbrautaskólans á Akranesi var í­ heimsókn og Óli móðurbróðir spurði hvort ég væri ekki til í­ að lí­ta á hópinn. Það var auðsótt mál.

Undir lok stórskemmtilegrar heimsóknar bað Hörður Helgason, gamli knattspyrnuþjálfarinn, um orðið – þakkaði mér fyrir að mæta og sagðist gera sér grein fyrir því­ að sem starfsmaður í­ orlofi gæti ég ekki skrifað neina aukatí­ma vegna útkallsins. Þess í­ stað færðu Skagamenn mér kennslubók í­ uppeldisfræði og Ólí­nu færðu þeir Skagabúning í­ stærðinni „medium“. Hún mun passa í­ hann uppúr 2020. Vonandi verða retró-í­þróttatreyjur í­ tí­sku þá…

# # # # # # # # # # # # #

Sá Skagamennina leika gegn Völsurum um kvöldið – eða öllu heldur seinni hálfleikinn.

Valsarar voru fí­nir, en Skagaliðið með slakasta móti. Fullt af Völsurum á vellinum lí­ka, en sárafáir gulklæddir og heyrðist lí­tið í­ þeim. Stuðningsmenn Skagans hafa aldrei kunnað að taka mótlæti.

Leonardo blásinn af

Sunnudagur, maí 22nd, 2005

Ekkert varð úr fyrirlestrinum mí­num um ví­sinda- og uppfinningamanninn Leonrdo da Vinci í­ Ráðhúsinu í­ dag. Ég var beðinn um að flytja þetta í­ tenglum við 10 ára afmælishátí­ð Leonardo-áætlunar Evrópusambandsins. – Á Tjarnarsalnum eru sömuleiðis skemmtileg sýning á listaverkum í­slenskra listgreinanema sem ví­sa í­ feril Leonardos.

Nema hvað, það var ekki kjaftur mættur á auglýstum tí­ma – utan skipuleggjendurnir. Kannski ekki skrí­tið – það er ákaflega erfitt að draga fólk á málþing eða fyrirlestra á þessum árstí­ma.

Nú sit ég sem sagt uppi með ónotað erindi. Spurning hvort ég láti ekki til leiðast og svari einhverjum Leonardo-tengdum spurningum fyrir Ví­sindavefinn. Eftir útgáfu Da Vinci lykilsins hefur ví­st allt fyllst af spurningum tengdum sögu karlsins þar.

# # # # # # # # # # # # #

Svekkjandi tap í­ boltanum í­ kvöld. Framarar hefðu átt skilið jafntefli í­ það minnsta, en mörkin telja ví­st.

Sykurmolarnir

Föstudagur, maí 20th, 2005

Spurt er:

Hvert er besta Sykurmola-lagið?

Mér dettur helst í­ hug Walkabout.

Hvað segja lesendur?