Archive for júní, 2005

Háskólanemar athugið (síðbuið plögg)

Fimmtudagur, júní 30th, 2005

Á vormisseri kenndum ég ásamt Sverri Jakobs og Þorsteini Vilhjálmssyni námskeiðið: Þættir úr sögu og heimspeki ví­sindanna. Aðdragandi þess að við tækjum að okkur kennsluna var stuttur. Það var nánar tiltekið á aðfangadag að gegnið var frá því­.

Þessi stutti undirbúningstí­mi setti augljóslega svip á kennsluna hjá okkur, en ég held að útkoman hafi verið fí­n að lokum.

Við Sverrir kenndum saman í­ öllum okkar tí­mum og skemmtum okkur þrælvel. Fljótlega komumst við á þá skoðun að við vildum spreyta okkur aftur á námskeiðinu og vinna áfram með efnið sem við höfum nú undirbúið.

Nú er útlit fyrir að það gangi eftir.

En auðvitað viljum við fá sem flesta nemendur í­ kúrsinn – og ekki væri verra ef þeir kæmu úr ólí­kum áttum.

Námskeiðið hefur verið kennt seint á mánudögum og miðvikudögum (byrjar kl. 16). Hægt er að taka það til 3ja eininga en hugví­sindanemarnir (sem nenna sjaldnast að opna bók fyrir minna en fimm einingar) geta tekið það til 5 eininga.

Persónulega botna ég ekki í­ því­ hvers vegna svona fáir sagnfræðinemar taka námskeiðið, en þetta kæmi ekki sí­ður að gagni fyrir heimspekinema og fólk úr mannfræði, félagsfræði eða kynjafræði – fyrir utan auðvitað alla raunví­sindanemana sem hafa gott af því­ að fá annan vinkil á fagið sitt.

Nú geri ég ráð fyrir að háskólanemar séu búnir að skrá sig í­ kúrsa fyrir næsta ár, en þeirri skráningu má alltaf breyta.

Mætið eða verið ferhyrnd.

# # # # # # # # # # # # #

Framarar töpuðu fyrir góðu FH-liði í­ kvöld. Mí­nir menn stóðu sig samt með sóma.

Stóra bílabónssamsærið

Miðvikudagur, júní 29th, 2005

Blaðið er skringilega uppsett dagblað. Þar er auglýsingum skotið inn í­ fréttir, lí­kt og um myndskreytingu með viðkomandi frétt sé að ræða. Kannski er þetta með ráðum gert, þannig að lesendur staðnæmist fremur við auglýsingamyndirnar fyrir slysni. Stundum getur þetta hins vegar klikkað illilega.

Á Blaðinu í­ dag er auglýsing fyrir Turtle-Wax bí­labón. Auglýsingin er stór mynd af Turtle-Wax flösku, án þess að nokkur texti fylgi með. Mynd þessari var skotið inn í­ miðja frétt – sem var með fyrirsögn á þá leið að viðskiptasvikamyllur færu af stað af fullum krafti á sumrin. Greinin segir svo frá svikahröppum sem sví­kja peninga út úr fyrirtækjum og herja sérstaklega á sumarafleysingafólk.

Við lestur greinarinnar leitar þó bara ein spurning á lesandann: Hvernig tengist Turtle-Wax bí­labón þessum svikamyllum?

Hvernig nota svikahrapparnir bí­labón í­ svikráðum sí­num? Er Turtle-Wax bí­labón kannski bara einhver hroði sem vondir menn pranga inn á saklaust fólk?

Þetta fáum við aldrei að vita. En hitt er ljóst að ég á alltaf eftir að tengja Turtle-Wax við svik og pretti hér eftir.

Reagan á toppnum

Miðvikudagur, júní 29th, 2005

Les á net-Mogganum að Ronald Reagan hafi sigrað Lincoln í­ skoðanakönnun um merkasta Bandarí­kjamann sögunnar. Getur ein þjóð lýst frati á sjálfa sig með afdráttarlausari hætti?

Hvern hefði maður sjálfur valið? Lí­klega Thomas Edison.

# # # # # # # # # # # # #

Fréttablaðið upplýsir að Jóhannes Páll II muni á næstunni verða dýrðlingur. Búið er að fá í­ gegn reglubreytingu og setja á stofn nauðsynlegar undirbúningsnefndir. Það eina sem karlinn á eftir að gera er að framkvæma 1-2 kraftaverk, t.d. með því­ að lækna krabbamein eða gefa blindum sjón.

Sem sagt: allt það erfiða er búið, núna er bara að ganga frá nokkrum lausum endum.

# # # # # # # # # # # # #

Dyralúgan á heimili mí­nu er ónýt. Hún gafst endanlega upp einn daginn, þar sem vöndullinn með öllum auglýsingapóstinum og dagblöðunum sem ég hef aldrei beðið um reyndist óvenju þykkur.

Nú spyr ég löglærða lesendur þessarar sí­ðu: get ég átt einhvern kröfurétt á hendur 365 miðlum eða Karli Garðarsyni, fyrir spellvirki og eignaspjöll? Ég er sanngjarn maður og bið ekki um mikið – bara að þeir komi hingað og lagi dyralúguna eða setji upp nýja og fjarlægi blaðabunkann sem ég trassa alltaf að fara með í­ næsta endurvinnslugám.

Snuist í hringi

Þriðjudagur, júní 28th, 2005

Fyrst þegar við Steinunn fórum að ræða um að breyta eldhúsinu á Mánagötunni, lögðum við upp með eina grunnforsendu: við ætluðum að færa vaskinn frá veggnum og koma honum fyrir undir glugganum.

Eftir heilabrot og vangaveltur í­ marga daga, þar sem fjöldi góðra manna og kvenna hefur komið að verki og gaukað að okkur hugmyndum, virðist niðurstaðan ætla að vera á þann veg að hverjum skáp og eldhústæki hafi verið skákað fram og til baka – en vaskurinn verði á nokkurn veginn upprunalegum stað.

Okkur sýnist að eftir langt og gott samtal við hönnuð frá húsgagnafyrirtækinu sé loksins komin teikning sem við sættum okkur við.

Hún er ekki fullkomin. Hið fullkomna eldhús kemst tæplega fyrir í­ eldhúsi sem er 2,4 sinnum 2,6 metrar. Fyrir tugþúsundir í­ viðbót hefðum við getað stækkað gólfflötinn um kvartfermetra, með því­ að saga burt strompinn. Jafnvel þótt við hefðum átt þá summu á lausu, er lí­til hætta á að við hefðum látið til leiðast. Hvorugt okkar kærir sig um að hafa stórfé bundið í­ mublum eða innréttingum.

Eftir stendur að mig sárvantar iðnaðarmenn. Þegar eldhúsinnréttingin verður tilbúin eftir dúk og disk hef ég aðgang að smiðum. Hluta af múrverkinu ættum við sömuleiðis að geta reddað eftir öðrum leiðum. Pí­paravinnan er lí­til og dúkaraverkið sömuleiðis. – En stóra málið er rafvirkjavinnan!

Mánagatan 24 er gamalt hús, frá 1939 ef ég man rétt. Tenglar og rofar voru af skornum skammti og seinni tí­ma viðbætur hafa allar verið gerðar af vanefnum. Á eldhúsinu er ástandið sérstaklega slæmt. Litlar eða engar raflagnir eru í­ stærstum hluta þess, þar á meðal á stöðum sem við verðum að fá tengla á. Þetta verður helv… hausverkur.

# # # # # # # # # # # # #

Þrælarnir á Sky Sport kynntu fyrstu áætlun um beinar útsendingar fram yfir miðjan nóvember. Enginn leikur með Luton á dagskránni. Ég er foxillur.

# # # # # # # # # # # # #

Breiðbandið er ekki komið í­ Mánagötuna og einhverra hluta vegna treystir Sí­minn sér ekki til að áætla hvenær úr því­ verður bætt.

Okkur labbakútunum á Breiðbandslausu svæðunum býðst þess í­ stað að kaupa nettengingu af Sí­manum og fá sjónvarpsþjónustuna í­ gegnum þá tengingu.

En hvernig er það með viðskiptavini annarra sí­mafyrirtækja? Eiga þeir einhvern möguleika á að koma inn í­ þetta kerfi? Eru tæknilegar hindranir í­ vegi fyrir því­ eða viðskiptalegar einvörðungu? Spyr sá sem ekki veit.

Sjálfbær fréttaflutningur

Þriðjudagur, júní 28th, 2005

Stóra-Bubbamálið er skemmtilegt dæmi um sjálfbæran fréttaflutning.

Starfsmaður fjölmiðlafyrirtækis (Eirí­kur Jónsson) skrifar subbulega frétt um annan starfsmann fjölmiðlafyrirtækisins (Bubba Morthens). Sá starfsmaður gefur vinnufélögum sí­num innan fjölmiðlasamsteypunnar (fréttastofu Stöðvar 2) viðtöl um hversu reiður hann sé, meðan vinnufélagar beggja (ritstjórn DV) smjatta á öllu saman.

Enn einn hópur starfsmanna fyrirtækisins (staffið á Talstöðinni) fordæmir kollega sí­na og komast fyrir vikið í­ viðtöl hjá félögum sí­num (á Stöð 2 og Bylgjunni). Loks geta enn einir starfsmenn samstæðunnar (Fréttablaðið) skrifað lærða leiðara um „nýju blaðamennskuna“. – Allt stuðlar þetta svo að metsölu hjá þeirri deild fyrirtækisins sem startaði allri vitleysunni (Hér og nú).

Með öðrum orðum:

365 miðlar eru orðið svo stórt fyrirtæki að það getur stundað sjálfbæra fréttamennsku. Þó ekkert sé að gerast í­ samfélaginu sem kallar á hasar og umfjöllun, þá getur risinn rifist við sjálfan sig og þar með búið til fréttir.

Sniðugt!

Komin heim

Mánudagur, júní 27th, 2005

Seinni partinn í­ gær flutti fjölskyldan aftur inn á Mánagötuna.

Eldhúsaðstaðan er reyndar ekki upp á marga fiska. Við fengum hraðsuðuhellur lánaðar og Sigga Kristins og Jón Torfa lánuðu okkur í­sskáp. Við vöskum upp í­ baðherberginu og blöndum þar pela. Flókin matargerð bí­ður seinni tí­ma.

Mikið er samt gott að vera komin aftur heim.

Gvendur og félagar

Föstudagur, júní 24th, 2005

Sú var tí­ðin að Skjár einn reyndi að halda úti kvöldþáttunum „…og félagar“. Þar var reynt að herma eftir amerí­sku spjallþáttunum. Fyrst var Axel og félagar.

Axel var gömul Morfís-kempa að norðan og fyrrum dagskrárgerðarmaður á FM957. Hann notaði sömu takta og sví­virkuðu í­ Morfís í­ gamla daga og henti blýöntum. Félagarnir voru Villi Goði og hljómsveitin Buff ef ég man rétt.

Sí­ðar fór Axel í­ viðtal í­ blaði sem dreift var á flest heimili landsins. Þar sagðist hann senn mundu verða milljóner á pýramí­daviðskiptum og því­ væri hann ekki í­ sjónvarpi fyrir peningana heldur af hugsjón. Á viðtalinu lofaði hann að forvitnilegar breytingar á þættinum væru framundan.

Forvitnilegu breytingarnar voru þær að Axel var rekinn og Björn Jörundur ráðinn. Vinirnir sátu sem fastast og þátturinn nefndist þá Björn og félagar. – Björn var um þessar mundir allt í­ öllu á Skjá einum og stýrði m.a. hinum stórskrí­tna þætti Út að borða með Íslendingum ásamt Ingu Lind.

Björn varð ekki langlí­fur sem í­slenski Letterman og Gunnar Helgasona – þá nýbúinn í­ hlutverki Nonna sprengju (í­slenski Jerry Springer) tók við. Gunni og félagar voru í­ einhvern tí­ma í­ loftinu. Allt er þá þrennt er og vinirnir fengu ekki fleiri leikfélaga – enda hljóta menn að hafa verið farnir að setja spurningamerki við trygglyndi þeirra…

Nema hvað – í­ kvöld var frumsýndur þátturinn Gvendur og félagar á nýju sjónvarpsstöðinni. Ég hefði getað svarið það að Axel væri kominn aftur á skjáinn, nema ég þekki bæði hann og Gumma Steingrí­ms í­ sjón. Morfís-taktarnir voru eins, en það vantaði trixið með að henda blýöntum. Og hvar eru vinirnir? Hvers konar kvöldþáttur er ekki með húshljómsveit? Ein nikka kemur ekki í­ stað vinabandsins.

En eitt heilræði til þáttarstjórnandans: Guðmundur, þegar Sigtryggur Magnason tekur þið í­ forsí­ðuviðtalið í­ nýja Sirkus-tí­maritinu – ekki, ALLS EKKI lofa forvitnilegum breytingum á næstunni. Það er koss dauðans.

Ólína farin að blóta

Fimmtudagur, júní 23rd, 2005

Ólí­na hélt upp á tveggja mánaða afmælið sitt með því­ að mæta á sumarblót ísatrúarfélagsins á Þingvöllum. Hún virtist bara kunna þessu vel og drakk mjólk hin kátasta, alsherjargoðanum til samlætis, þegar hann drakk heill hinna og þessara goða.

Móðirina grunar þó að hefði Ólí­na sjálf fengið að ráða heill hvers hún hefði drukkið, þá hefði snuddan hennar orðið fyrir valinu. Eða kannski óróinn.

Að ári liðnu verður Ólí­na kannski orðin nógu stór til að drekka úr blótshorni. Það er þó óví­st hvort foreldrar hennar leyfa henni að bragði á miðinum góða. En það má náttúrulega bara alveg eins drekka mjólk úr horninu. Varla færu goðin nú að reiðast því­.

Deilt á dómarann

Fimmtudagur, júní 23rd, 2005

Úff. Grindví­kingar voru betri en við í­ kvöld. Framarar fengu nokkur færi en náðu ekki upp neinu spili að viti meðan Gringví­kingar léku mjög skynsamlega.

Eftir stendur samt að Jóhannesi Valgeirssyni tókst að klúðra dómgæslunni eftirminnilega. Ég minnist þess ekki að hafa séð stuðningsmenn Fram jafn reiða í­ garð dómara. Undir venjulegum kringumstæðum láta margir sig hverfa á lokamí­nútunum, til að losna út af bí­lastæðinum á undan ösinni en að þessu sinni biðu flestir – að því­ er virtist til þess að ná að baula á dómarann þegar hann gekk út af vellinum.

Dómarar geta átt vonda daga eins og aðrir. Þetta var vondur dagur hjá Jóhannesi.

Fótboltagetraun II

Fimmtudagur, júní 23rd, 2005

Brighton-spurningin reyndist of létt. Ég hef verið hvattur til að spyrja virkilega andstyggilegrar spurningar í­ staðinn. Hún er á þessa leið:

Eins og allir vita, léku nokkur ensk knattspyrnulið um tí­ma í­ búningum frá í­slenska fyrirtækinu Henson. Það hefur hins vegar bara einu sinni gerst í­ sögunni að í­slenskt fyrirtæki hafi verið aðalauglýsandi á búningi félags í­ ensku deildarkeppninni (fjórum efstu deildum). Hvert er það?