Archive for júlí, 2005

Prinsipin fjúka

Föstudagur, júlí 29th, 2005

Einu sinni hafði ég þá vinnureglu að eiga ekki bí­l sem kostaði meira en svona góð mánaðarlaun. Nú er hún fallin.

Skrifaði í­ gær undir pappí­ra sem gera okkur Steinunni að eigendum bláu Súkkunnar hans pabba. Hún leysir þar með gamla Volvoinn af hólmi. Hans verður lengi saknað. Með haustinu þurfum við svo að skipta út Dæhatsjú-dósinni hennar Steinnunar, áður en hún ryðgar í­ sundur. Hefur komið fram að ég veit fátt leiðinlegra en bí­lareddingar?

# # # # # # # # # # # # #

Rafvirkinn hefur verið að störfum á Mánagötu og er langt kominn með verkið. Við feðgarnir notuðum tækifærið úr því­ að allt var hvort sem er í­ drasli og fjarlægðum dyraumbúnaðinn inn í­ eldhúsið. Þetta gekk ekki átakalaust – áður fyrr voru hlutir byggðir til að endast. Merkilegast er þó sá aragrúi af nöglum sem notaðir voru til verksins og þar eingum fí­rtommu-saum, heldur stórum helv. drjólum.

Framkvæmdahugurinn í­ okkur er greinilega farinn að smitast til annarra í­búa hússins. Hjónin á efri hæðinni – eða öllu heldur barnabarn þeirra – er að breyta bí­lskúrnum við húsið í­ í­búð. Á þessum bí­lskúr bjó um miðja sí­ðustu öld fimm manna fjölskylda í­ rými sem varla þætti í­ dag boðlegt fyrir par.

Breytingarnar sem hafa orðið í­ húsnæðismálum í­ Reykjaví­k eru ótrúlegar. Þessar breytingar voru barðar í­ gegn með samtakamætti verkalýðshreyfingarinnar. Aldrei skal þó vera skortur á fávitum sem reyna að halda því­ fram að verkalýðshreyfingin hafi aldrei skilað fólki neinu og að enginn hafi bætt kjör láglaunafólks annar en Jóhannes í­ Bónus.

# # # # # # # # # # # # # #

ígætis úttekt í­ Fréttablaðinu í­ dag á erlendum knattspyrnumönnum í­ boltanum hér heima. Þar reynist meirihlutinn undir meðallagi miðað við heimamenn.

Fram hefur notað fjóra útlendinga sumar. Hans, sem reynst hefur mjög mikilvægur leikmaður. Kim, sem hefur verið í­ sí­felldum meiðslum en hefði verið öflug viðbót ef hann hefði haldist heill. Ross sem er miðlungsmaður og bætir ekki miklu við leik liðsins. Og loks Danann Bo sem virðist hafa verið kötturinn í­ sekknum.

# # # # # # # # # # # # #

Ísland og Tuvalu hafa tekið upp stjórnmálasamband. Það gleður Múrinn, sem skrifað hefur ófáar greinar um Tuvalu. Bendi á eina eftir mig, aðra eftir Sverri og þriðju eftir írmann.

Þá kom Tuvalu talsvert við sögu í­ grein eftir mig um fána heimsins.

Múrinn gat verið mjög nördalegur á góðum degi.

Einkaþjónar

Fimmtudagur, júlí 28th, 2005

Skandall dagsins í­ DV er að Alfreð Þorsteinsson haldi einkaþjóna í­ höfuðstöðvum Orkuveitunnar og að þeir gangi um „stí­fpressaðir eins og á fí­nu veitingastöðunum í­ New York“. Á forsí­ðu blaðsins má svo sjá mynd af Magga sem stjórnar mötuneyti Orkuveitunnar og Jóa sem á væntanlega að vera annar „einkaþjónninn“ ásamt Palla.

Jói og Palli – hinir meintu einkaþjónar Alfreðs – gætu eflaust plumað sig vel á fí­num veitingastað í­ útlöndum, enda snillingar. Annað er hins vegar ekki að marka frétt DV.

Staðreyndin er sú að Jói og Palli eru eins langt frá því­ að vera einkaþjónar eins og neins og mögulegt er. Þeir hafa meðal annars þann starfa að bera matinn úr mötuneytinu í­ matsal okkar starfsmanna, sjá um að nóg sé í­ öllum trogum og hreinsa til á eftir. Þegar fundir eru í­ einhverju af hinum ótalmörgu fundarherbergjum höfuðstöðvanna er oft borið fram kaffi eða annað matarkyns (jógúrt, ávextir eða samlokur). Slí­kir snúningar koma í­ hlut Palla og Jóa.

Oft kemur það fyrir að Orkuveitan býður gestum í­ veitingar. T.d. var í­ sí­ðustu viku boðið upp á kaffi og súkkulaðikex í­ tengslum við opnun á skordýra-ljósmyndasýningu á neðri hæð Minjasafnsins – Palli mætti þangað, hellti upp á kaffið og reiddi fram kexið. Og þegar háskólanemar snapa sér ví­sindaferð í­ OR og fá 2-3 bjóra fyrir að sitja undir kynningu á fyrirtækinu – þá eru Palli eða Jói mennirnir sem hella bjórnum og fylla á snakkið.

Myndi einhverjum lí­ða betur ef þeir félagar reiddu fram veitingarnar í­ Orkuveitu-samfestingum? Þetta eru báðir snyrtimenni og vilja vera vel til fara. Ekkert nema gott um það að segja.

Á höfuðstöðvum Orkuveitunnar starfa nokkur hundruð manns og stærstur hluti þeirra étur í­ mötuneytinu á degi hverjum. Það á því­ ekki að koma neinum á óvart þótt þessu fylgi snúningar. Að kalla Palla og Jóa einkaþjóna Alfreðs er því­ merki um að það hafi verið óvenjulí­tið í­ fréttum í­ gær – „Kattakonan“ ekki látið á sér kræla og blaðið ekki lagt í­ að skrifa aðra frétt um meint fyllerí­ og dólgslæti ístþórs Magnússonar.

Svikinn um ýsuna

Mánudagur, júlí 25th, 2005

Jæja, ekki fékk ég neina ýsu í­ kvöld. Flutningamennirnir komu ekki með tveggja metra Santo-í­sskápinn fyrr en laust fyrir kl. sjö. Ristað brauð varð að duga í­ staðinn.

Ekki finnst mér Santo vera traustvekjandi nafn á í­sskápi. Hljómar frekar eins og gosdrykkjategund. En flottur er hann.

Bauð Palla á leikinn – þar sem mig minnti að þetta væri heimaleikur okkar og ég ætti því­ nóg af miðum. Það væri synd að segja að leikurinn hafi verið fjörugur, en úrslitin þeim mun ánægjulegri. Þróttarar falla, ég hef enga trú á öðru.

Þá er næsta formsatriði eftir – að slá FH út úr bikarnum í­ næstu viku.

# # # # # # # # # # # # #

Á morgun fær grí­sinn þriggja mánaða sprautuna. Spái því­ að ég eigi eftir að hrí­na álí­ka hátt og barnið við stunguna.

Raflagnateikningar

Mánudagur, júlí 25th, 2005

Spásseraði niður Laugaveginn eins og fí­nn maður með Ólí­nu í­ vagni. Hitti fullt af fólki á leiðinni, þ.á.m. Höllu, Siggu bleiku, Þórunni Valdimarsdóttur og Ragnheiði úr Sögufélagi (NB – Sögufélagi ekki Sögufélaginu, félagið heitir Sögufélag án ákveðins greinis – ungsagnfræðingar ruglast oft á þessu).

Leiðin lá til Jóhönnu á Borgarskjalasafn til að fá afrit af raflagnateikningum Mánagötunnar, sem á flestum svona pappí­rum heitir Mánagata 26 en ekki 24 (upphaflega var nefnilega gert ráð fyrir að byggt yrði tví­býlt þar sem Mánagata 22 reis).

Alveg er það með ólí­kindum kjánalegt að raflagnateikningar séu varðveittar á Borgarskjalasafni. Væri kannski skiljanlegt ef um væri að ræða arf frá gamalli tí­ð, en þessi tilhögun er nýleg. Núna fara menn í­ höfuðstöðvar Orkuveitunnar til að fá kort af heimæðum og tegningum frá götu; í­ Borgartúnið eftir flestum öðrum teikningum – en raflagnirnar eru á Tryggvagötunni. Hvers vegna ekki að hafa þetta á einum og sama staðnum?

Mætti ekki ganga í­ það verkefni að skanna inn raflagnateikningarnar og koma þeim inn í­ LUKR-ið? Sjálfur talaði ég raunar fyrir því­ í­ erindi á LUKR-ráðstefnu á sí­num tí­ma að reynt væri að taka inn sem mest af gömlum myndum Ljósmyndasafns í­ kerfið og tengja fastanúmerum húsa þar sem unnt væri. Raflagnateikningarnar eru enn augljósara dæmi.

Annars var fí­nt að hitta Jóhönnu og ágætt að reka nefið inn á skjalasafnið – það minnti mig á að ég mætti sinna ýmsum sagnfræðiverkefnum sem hafa fengið að sitja á hakanum alltof lengi.

# # # # # # # # # # # # #

Mennirnir með í­sskápinn eru ekki komnir enn. Húki heima og bí­ð. Sé fram á að missa af fisknum hjá tengdó. Urr…

Þráhyggja

Mánudagur, júlí 25th, 2005

Þráhyggja Fréttablaðsins varðandi R-listans og framtí­ð hans heldur áfram. Um helgina var stóra fréttin á forsí­ðu blaðsins að samstarfið héngi á bláþræði. Við lestur fréttarinnar kom hins vegar í­ ljós að ekki var rasskat að gerast í­ málinu, engir fundir haldnir eða neitt.

Á dag er stóra forsí­ðufréttin að það sé allt í­ gúddí­ í­ R-listanum og mikil bjartsýni og einhugur. Ekkert hefur þó gerst í­ málinu þennan sólarhring sem leið á milli blaðanna.

Hvað ætli Fréttablaðið nái mörgum innihaldslausum forsí­ðufréttum um R-listann til viðbótar í­ þessari viku? Spái því­ að innan þriggja daga verði forsí­ða blaðsins lögð undir risafyrirsögnina: „R-LISTINN BííUR FRAM – EíA EKKI…!“

# # # # # # # # # # # # #

Fyrir helgi samþykktu Framsóknarmenn í­ Reykjaví­k-norður ályktun um að Salvör Gissurardóttir sé að leggja þá í­ einelti. Fyndið að ein kona geti lagt heilan stjórnmálaflokk í­ eineldi. Minnir helst á það þegar ónefndur sauður á Mogganum hélt því­ fram að vefritið Múrinn væri að leggja Morgunblaðið í­ einelti. – Þarf eineltispúkinn helst ekki að vera svipaður að stærð og helst stærri en fórnarlambið?

Nema hvað – ég er pí­nulí­tið öfundsjúkur út í­ Salvöru. Enginn stjórnmálaflokkur hefur séð ástæðu til að álykta sérstaklega gegn mér. Samt hefur maður stundum sent Framsókn tóninn. Núna hefur maður þó amk eitthvað til að stefna að.

Innstimplun

Sunnudagur, júlí 24th, 2005

Jæja, þriggja mánaða feðraorlof að baki. Tí­minn hefur flogið – en á hitt ber að lí­ta að ansi mikið hefur gerst á þessum stutta tí­ma og einhvern veginn finnst mér ég alltaf hafa átt Ólí­nu.

Reyndar er ofmælt að segja að ég byrji af fullum krafti að vinna, því­ þar sem Steinunn er að jafna sig eftir lyfjakúrinn í­ sí­ðustu viku geri ég ráð fyrir að taka nokkra sumarfrí­sdaga núna strax. Þá er von á rafvirkja í­ heimsókn seinni partinn á morgun. Hann mun vonandi hefjast handa strax á þriðjudag og þá er spurning hvort við þurfum að flytja út í­ einhvern tí­ma því­ væntanlega fylgir þessu múrbrot og sögunarvinna.

Hvað annað þarf að gera á morgun? Jú, lí­ta í­ nokkra banka til að ræða lánatökumál fyir SHA; hringja í­ Bræðurna Ormsson til að fá rétta í­sskápinn eftir misskilninginn á föstudag; búa til helling af barmmerkjum fyrir feministafélagið; lí­ta í­ heimsókn til tengdó (frændfólk Steinunnar er á landinu) og vitaskuld sjá stórleikinn í­ Laugardalnum – Þróttur:Fram.

# # # # # # # # # # # # #

Sá sí­ðasta hálftí­mann af KR:Keflaví­k. Keflví­kingarnir unnu sanngjarnan sigur, enda KR-ingarnir með ólí­kindum fyrirsjáanlegir í­ spilamennsku sinni. Kristján Finnbogason neglir fram og svo reyna félagar hans að koma háum boltum inn í­ teiginn. Merkilegra er það nú ekki.

Eyjamenn telja sig hafa átt meira skilið en tap gegn FH-ingum. Ef Birkir Kristinsson er í­ raun viðbeinsbrotinn versnar staða þeirra til muna. Varla spilar maður viðbeinsbrotinn í­ marki? Einhvers staðar las ég að viðbeinin væru þau bein lí­kamans sem flestir brytu. Ætlaði að spyrja um það í­ GB, en gugnaði þar sem ég fann ekki nægilega trausta heimild til að ví­sa í­. Einhverjar aðrar uppástungur að brothættum beinum?

# # # # # # # # # # # # #

Hlemmtorgið hefur tekið talsverðum breytingum sí­ðustu daga. Klyfjahestur Sigurjóns er kominn á þann stað sem honum var upphaflega ætlaður. Sjálfur hvatti ég til þessa í­ grein í­ janúar á sí­ðasta ári. Ætli aðrir hafi þó ekki verið búnir að fá sömu hugmynd áður?

Klyfjahesturinn er fallegt verk, en það voru mistök að bæta folaldinu við. Verkið er betra án þess. – Nú er ég enginn hestakall, en ætli hryssur með folöld hafi mikið verið notaðar sem klyfjahestar?

En úr því­ að borgin er farin að færa til styttur, þá er önnur stytta sem er á röngum stað og sem brýnt er að flytja. Vatnsberinn eftir ísmund á ekki að vera á Litlu-Hlí­ð, þar sem enginn fær notið verksins. Þetta öndvegisverk meistarans á að standa á Lækjartorgi, þar sem því­ var ætlaður staður upphaflega áður en plebbar borgarinnar stöðvuðu þau áform.

Vatnsberann á Lækjartorg – helst strax næsta sumar!

Peter Sellers

Sunnudagur, júlí 24th, 2005

Letidagur á Mánagötu. Vöknuðum laust fyrir hádegið, ég settist við að þrykkja út barmmerkjum fyrir Feministafélagið og Steinunn bakaði sig í­ sólinni. Ólí­na er eins og pabbi sinn að því­ leiti að hún er ekkert gefin fyrir sól – heldur orgaði og reyndi að fletta sig klæðum og sparka af sér yfirhöfnum í­ svækjunni.

Páll leit við að vinnu lokinni og hjálpaði til við barmmerkjagerðina. Við urðum ásáttir um að bikaúrslitaleikur Fram og Vals yrði hin besta skemmtun.

Litum því­næst í­ eins árs afmæli hjá Lilju Fanneyju. Afmælisbarnið fékk reyndar sykursjokk þegar nokkuð var liðið á veisluna og gat ekki hamið aðdáun sí­na á Helga Gný, sem er rúmlega tveggja og hálfs árs gamall töffari, sem getur gert alls konar brögð sem ársgömlum grí­slingum finnst tilkomumikil. Ólí­na lét sér fátt um finnast, enda í­ móki vegna hitasvækjunnar. Á komandi árum á hún eftir að ærslast með þessum grí­sum og eftir svona 5-6 ár verður hún farin að stjórna hópnum. Hún verður leiðtogi, það sést strax á skapinu.

Eftir afmælið leit ég á ví­deóleigu og tók myndina Life and Death of Peter Sellers. Kolbeinn Proppé hafði mælt með henni við mig og þar var ekkert ofmælt. Það er afrek að segja sögu með jafn fráhrindandi aðalpersónu, sem þó heldur athygli og samúð allan tí­mann. Leikararnir standa sig sömuleiðis frábærlega.

# # # # # # # # # # # # #

Og úr því­ að maður er farinn að blogga um bí­ómyndir á annað borð – þá var myndin um hungurverkfall IRA-mannanna í­ fyrrakvöld býsna sterk. Mér er til efs að nokkur stjórn hafi skorað annað eins áróðurslegt sjálfsmark og þegar breska stjórnin lét Bobby Sands deyja í­ hungurverkfallinu. Þeir sem tjá sig um hryðjuverk og viðbrögð við hryðjuverkum nú um stundir gætu lært margt með því­ að kynna sér sögu Norður-írlands og þá einkum afleiðingar mismunandi stefnu Breta í­ málefnum landsins. Ég hef áður spáð því­ að John Majors verði lengi minnst sem þess forsætisráðherra Bretlands sem lagði grunn að skynsamlegri lausn á Norður-írlandi. Þó ekki sé nema vegna þessa tel ég að eftir 50 ár verði hann í­ meiri metum en t.d. Thatcher eða Blair, sem fátt hafa afrekað.

# # # # # # # # # # # # #

Bragðlaukar eru sérstakt fyrirbæri. Á kvöld hef ég verið að sötra Júru-viský. Það er ein af tegundunum sem einhverra hluta vegna hefur verið á boðstólum í­ rí­kinu í­ allnokkurn tí­ma. Júru-viskýið er gott. Ekki frábært, en vissulega mjög gott.

Fyrir rúmu ári sí­ðan heimsóttum við Júru og áttum þar mjög ánægjulegan dag. Ég er viss um að ef við hefðum ekki farið til eyjarinnar og skoðað brugghúsið, væri ég enginn aðdándi Júru-viskýs. Reyndar minnist ég þess að fyrir nokkrum árum fannst mér lí­tið til þessarar tegundar koma. Svona geta skringilegir hlutir haft áhrif á bragðskyn manns.

# # # # # # # # # # # # #

Upp á sí­ðkastið hef ég verið að horfa á fyrstu og aðra þáttaröðina af Futurama, sem ég varð mér út um á dvd í­ brí­arí­i. Þetta eru snilldarþættir og mun betri en t.d. Simpsons-þættirnir. Einhverra hluta vegna virðast hins vegar engar þáttaraðir verða langlí­far í­ bandarí­skusjónvarpi nema þær hverfist um kjarnafjölskyldu.

Næst í­ tækið er 2. tí­mabilið af Barða Hamri, sem ég fékk í­ sömu sendingu frá Amazon.

Jamm.

Jólahreingerning í júlí

Föstudagur, júlí 22nd, 2005

íbúðin er með fí­nasta móti í­ dag, enda búið að þrí­fa hátt og lágt.

Marí­a frá Heimaþjónustunni kom í­ fyrsta skipti í­ dag og tók til hendinni. Þar sem ég er að fara að vinna aftur eftir feðraorlofið sóttum við um aðstoð við þrifin og ýmis viðvik sem Steinunn á erfitt með. Reyndar grunar mig að einn helsti kosturinn við að fá húshjálp sé að það sparki í­ rassinn á manni sjálfum að ryðja til þannig að ekki sé allt á rúi og stúi þegar hún mætir á svæðið. Á það minnsta kom ekki til greina að sitja og nördast á netinu meðan á þessu stóð. Fór í­ pappí­rsgám og losaði mig við fernur. Hér er hins vegar allt að fyllast af flöskum og dósum, en börnin í­ hverfinu eru ekki nægilega miklir kapí­talistar – í­ það minnsta bankar enginn uppá til að betla dósir.

Helgi Seljan

Föstudagur, júlí 22nd, 2005

Á Austurglugganum, sem barst í­ póstinum í­ dag, er birtur hluti af pistli Helga Seljan fluttum í­ Talstöðinni um daginn. Þar lýsti Reyðfirðingurinn Helgi, fyrrum bæjarfulltrúi í­ Fjarðabyggð, því­ að honum hefði snúist hugur varðandi álversframkvæmdirnar fyrir austan og Kárahnjúkavirkjun.

Það er ekki öllum gefið að geta skipt um skoðun, hvað þá í­ stórum málum. Það gefur sömuleiðis auga leið að fyrir ungan mann úr Fjarðabyggð, sem margir hafa nefnt sem framtí­ðarstjórnmálamann, hefði verið miklu auðveldara að þegja þunnu hljóði. Pistillinn ber það lí­ka með sér að Helga hefur legið mikið á hjarta.

Hvet þá sem geta komist í­ Austurgluggann til að lesa pistilinn. Það er vel þess virði.

Óþolandi

Fimmtudagur, júlí 21st, 2005

Óskaplega er það nú gott að hafa loksins unnið leik eftir alla þessa tapleiki. Þegar Eyjamennirnir jöfnuðu í­ uppbótartí­ma var ég skí­thræddur um að leikurinn myndi tapast og mórallinn í­ kjölfarið fara í­ ræsið. Svona sigur gæti hins vegar orðið til að strí­ðsgæfan fari að snúast.

Einu verð ég þó að tuða yfir:

Það er ÓÞOLANDI þegar lið beita þeirri taktí­k sem Eyjamenn stunduðu í­ þessum leik, þegar þeirra varnarmenn liggja eftir og Framararnir spyrna knettinum útaf þá koma þeir knettinum ekki út af vellinum eftir innkastið, heldur negla lengst fram á völlinn og pressa svo upp með hálft liðið.

Þetta gerðist ekki einu sinni eða tvisvar, heldur margí­trekarð. Þetta er einfaldlega misnotkun á almennum siðareglum. Svona á ekki að spila. Skamm, skamm!