Archive for ágúst, 2005

Lyklunum skilað

Miðvikudagur, ágúst 31st, 2005

Á kvöld skiluðum ég, Siggi Flosa og Einar Ólafs lyklunum að herbergi SHA í­ Þinghóli í­ Kópavogi. Það var reyndar ekki með ráðum gert að formaðurinn, ritarinn og gjaldkerinn mættu í­ þessa för – það vildi bara svo til að það kom í­ okkar hlut að bera sí­ðustu mublurnar þaðan.

Ég man ekki hvað við erum búin að vera lengi í­ Kópavoginum. Fjögur ár lí­klega. Fyrir þann tí­ma höfðu stjórnarfundir verið haldnir í­ heimahúsum og eigur félagsins geymdar um allar trissur. Þótt herbergið í­ Kópavoginum yrði aldrei annað en geymsla og staður fyrir smáfundi, þá var það mikilvæg ákvörðun. Hún markaði nefnilega upphafið að gagnsókn samtakanna, frá því­ að vera á hrakhólum í­ að eignast sómasamlegt aðsetur.

Á kvöld var sömuleiðis traustur hópur félaga samankominn í­ nýja húsnæðinu á Snorrabrautinni að mála og sparsla. Stefnt er að því­ að endurtaka leikinn annað kvöld, fimmtudagskvöld, sjálfboðaliðar boðnir velkomnir.

Brennisteinssýra

Miðvikudagur, ágúst 31st, 2005

Gleðilegt að lesa þessa frétt á net-Mogganum. Dómari við Héraðsdóm tekur lögguna á Keflaví­kurflugvelli og rassskellir hana fyrir amatöraleg vinnubrögð og fyrir að gefa sér niðurstöður í­ máli áður en rannsóknargögn liggja fyrir.

Það var mjög sláandi að fylgjast með framgöngu lögreglunnar í­ þessu brennisteinssýrumáli Litháans og ekki sí­ður hvernig fjölmiðlarnir gleyptu við því­.

Meira að segja þær fréttastofur sem duglegastar eru við að slá varnagla áður en dómsniðurstaða er fengin, hömruðu á því­ að Litháinn HEFíI VERIí með brennisteinssýru, að hana HAFI íTT Aí NOTA til að búa til eiturlyf og að LíKLEGA TENGDIST HANN alþjóðlegri glæpaklí­ku.

Á sama hátt og það fyllir mig óöryggiskennd að lesa um svona fúsk-vinnubrögð hjá lögreglunni, þá róar það mann aðeins að sjá hvernig dómarinn lét ekki draga sig á asnaeyrunum. Nógu margir voru samt til í­ að stimpla alla Litháa glæpamenn.

Bravó!

Leikhúsárið

Þriðjudagur, ágúst 30th, 2005

Blaðaði í­ gegnum kynningarpésan frá Þjóðleikhúsinu og sá þar eitt og annað sem gaman væri að skella sér á. Sí­ðustu misserin hefur dagskráin þar lí­tið höfðað til mí­n. Þá sjaldan við höfum drifið okkur í­ leikhúsið hefur það verið í­ Borgarleikhúsinu hjá Leikfélaginu. Eru þetta áhrif nýja leikhússtjórans?

Nú er ekkert sem heitir – tvær til þrjár leikhúsferðir eru markmið vetrarins!

Fjölskyldulíf

Þriðjudagur, ágúst 30th, 2005

Á kvöld var ætlunin að baða barnið. Til þessa hefur grí­slingnum verið dýft ofan í­ þartilgerða setlaug sem Jóhanna færði okkur í­ vöggugjöf. Nú er Ólí­na ví­st orðin of stór fyrir þann bala. Sí­ðast þegar hún var böðuð fóru þær mæðgur saman í­ bað heima hjá gömlu. Nú átti að bæta um betur og eitt forláta vaskafat frá Rúmfatalagernum var eyrnamerkt í­ verkefnið.

Nema hvað – Rúmfatalagers-balinn reyndist of grunnur og í­ fátinu, þar sem ég reyndi seint og illa að loka baðherbergisglugganum, stakkst barnið á bólakaf. Annar eins grátur og svikabrigsl hafa ekki heyrst. Á fyrsta skipti á ævinni (ef fæðingin er undanskilin) uppilifði grí­sinn ótta – hræðslu um að foreldrar sí­nir myndu drepa sig. Það var ekki lí­till grátur sem sefaðist ekki fyrr en eftir langan, langan tí­ma.

# # # # # # # # # # # # #

Á hádeginu vann Luton gestina frá Millwall með tveimur mörkum gegn einu. Við erum nú í­ 2.-3. sæti í­ deildinni – þótt vissulega sé alltof lí­tið búið til að hægt sé að álykta eitt né neitt.

Eftir stendur að ég verð að komast út á leik – helst strax í­ vor. Oft var þörf, en nú er nauðsyn!

# # # # # # # # # # # # #

Steinunn er í­ miðju MS-kasti og lí­ður mjög illa. Hún hefur nánast ekkert jafnvægisskyn og þorir varla að lyfta stelpunni milli staða, hvað þá fara um með hana. Upp á sí­ðkastið höfum við því­ treyst á hjálp fjölskyldunnar, sem hefur varið ómældum tí­ma í­ að létta undir með okkur.

Það er ekkert eins erfitt og að horfa upp á þá sem maður elskar lí­ða illa.

Steinunni finnst hún vera byrði og áfellist sjálfa sig fyrir að vera ekki hressari. Ekkert er fjær sanni! Dugnaðurinn sem ég er búinn að horfa upp á sí­ðustu vikur og mánuði er slí­kur að hver alheilbrigð manneskja mætti vera stolt af. Steinunn er langflottust!

Heim í kotið

Sunnudagur, ágúst 28th, 2005

Á dag flytur litla fjölskyldan aftur heim á Mánagötuna eftir rúmlega viku útlegð. Múrarinn og málarinn hafa lokið sér af og maður er loksins farinn að trúa því­ að þessum framkvæmdum muni ljúka. Innréttingin kemur vonandi innan tí­ðar og þá getur smiðurinn tekið til starfa ásamt pí­paranum og rafvirkjanum. Dúkaravinnan og flí­salagningin fá að bí­ða eitthvað.

# # # # # # # # # # # # #

Á gær sigraði Luton lið Leicester á útivelli, 0:2 og er í­ öðru til sjötta sæti. Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með framförum þessa liðs sí­ðustu misserin. Veturinn 2001-2002 lék Luton í­ neðstu deild, núna erum við á góðu róli tveimur deildum ofar. Þetta hafa menn afrekað þrátt fyrir að eiga sáralitla fjármuni, byggja á litlum leikmannahópi og spila á velli sem er hálfgert greni. Enginn lætur sér í­ raun dreyma um að við förum upp í­ úrvalsdeildina næsta vor. Markmiðið er hins vegar að sigla lygnan sjó í­ deildinni, styrkja fjárhaginn og byrja framkvæmdir við nýjan völl. Eftir 2-3 ár er svo aldrei að vita nema við náum góðu tí­mabili og komumst í­ umspil…

Hinn klúbburinn minn á Bretlandseyjum, Hearts frá Edinborg, er ekki sí­ður í­ eldlí­nunni. Liðið er sem stendur í­ efsta sæti skosku deildarinnar með fullt hús stiga eftir fimm umferðir. Þessi byrjun hefur þegar vakið mikla athygli og menn spyrja sig hvort mögulegt sé að rjúfa einokun Celtic og Rangers í­ Skotlandi. Það væri saga til næsta bæjar.

Öfugt við Luton, má skýra velgengndi Hearts núna með peningum. Vellrí­kir Litháar keyptu félagið og hafa sett í­ það stórfé. Mennirnir eru mafí­ósalegir í­ meira lagi, en stuðningsmönnunum virðist sama um það meðan árangur næst á vellinum.

Bóksala í Palestínu

Fimmtudagur, ágúst 25th, 2005

Vef-Þjóðviljinn fjallar í­ dag um fúlmennsku þess að fjölmiðlar ræði um lí­flátshótanir Pat Robertsons í­ garð forseta Venesúela. Að mati Vef-Þjóðviljans eyða fjölmiðlar alltof mikilli orku í­ að segja frá hatri hví­tra, kristinna hægrimanna á fólki af öðrum trúarbrögðum og kynþáttum – en gleymi að segja frá þeim múslimum sem láta svipaðar skoðanir í­ ljósi.

Merkilegt hvað menn geta upplifað fréttirnar á mismunandi hátt. Sjálfum finnst mér ég stöðugt vera að heyra fréttir af illskeyttum múslimum brennandi fána og hafandi í­ hótunum – en kannski er þetta tómur misskilningur í­ mér.

Nema hvað – Vef-Þjóðviljinn nefnir sérstaklega atriði sem vert væri að ræða frekar en morðhótanir Pats Robertsons og vitnar þar í­ pistil eftir Ólaf Teit Guðnason þar sem segir: „Hvers vegna er ekki fjallað um orsakir þess að Mein Kampf var ein vinsælasta bókin meðal Palestí­numanna ekki alls fyrir löngu?“

Vef-Þjóðviljinn hefur lög að mæla. Um þetta hefur lí­tið verið fjallað. Til að kynna mér málið gúgglaði ég hinum ýmsustu samsetningum af orðunum Mein Kampf, Palestí­numenn, bóksala o.s.frv. Á því­ var lí­tið að græða.

Það voru ýmsar greinar um útgáfu á Mein Kampf sem kom út í­ Tyrklandi nýlega og náði metsölu. Þá má finna umfjöllun um útgáfusögu Mein Kampf á arabí­sku, allt frá fjórða áratugnum til okkar daga. Bókaútgáfa í­ Lí­banon gaf þannig út Mein Kampf árin 1963, um 1975 og 1995.

Það mun vera 1995-útgáfan sem á að hafa slegið svona rækilega í­ gegn í­ Palestí­nu. Fyrstu frásagnir af vinsældum bókarinnar virðast vera frá 1999. Það er hins vegar merkilegt að nánast sömu frásagnir af vinsældum Mein Kampf í­ Palestí­nu má lesa frá árunum 1999, 2000, 2002 og 2003 – þar sem alltaf er látið að því­ liggja að nýjar fréttir sé að ræða. Einhverjir staðhæfa að palestí­nska heimastjórnin hafi sjálf látið prenta og dreifa Mein Kampf, en aðrir saka hana bara um að aflétta banni ísraelsstjórnar á sölu bókarinnar.

Sumstaðar er bætt við upplýsingum um að Mein Kampf hafi náð sjötta sæti á lista yfir mest seldu bækurnar í­ Palestí­nu og er þá ví­sað í­ franska fréttastofu – þar sem á annað borð er getið heimilda. Þessi franska fréttastofa, (AGF) vakti athygli á fréttinni um að Mein Kampf hefði komist í­ fjórða sæti á sölulistum í­ Tyrklandi, en þrátt fyrir talsverða gúgglun hef ég enn ekki fundið neinn tengil á hina upprunalegu frétt um sjötta sætið í­ Palestí­nu.

Reyndar hefur mér heldur ekki tekist að finna neinar upplýsingar um opinbera metsölubókalista í­ Palestí­nu yfirhöfuð. Ef haft er í­ huga hversu stutt er sí­ðan í­slenskar bókabúðir – sem eru mjög tölvuvæddar – byrjuðu að gefa út opinbera metsölulista, kæmi það mér mjög á óvart að bókabúðir á landsvæði palestí­nsku heimastjórnarinnar standi í­ slí­ku. – En kannski er það misskilningur í­ mér. Kannski er ég ekki nógu góður að leita á netinu, en þá væri gaman að fá ábendingar um slí­kt.

Er saga Ólafs Teits og Vef-Þjóðviljans um að Mein Kampf væri „ein vinsælasta bókin meðal Palestí­numanna ekki alls fyrir löngu“ þá flökkusögn? Tja, það er freistandi að álykta sem svo.

Annars er ekki ólí­klegt að Mein Kampf hafi selst vel í­ Palestí­nu – því­ sú hefur raunar verið raunin í­ flestum þeim löndum þar sem hún hefur fengist útgefin.

Á Þýskalandi er bannað að selja Mein Kampf og frægt er fyrir nokkrum árum þegar mikið mál var gert úr því­ að bókin væri sú næstsöluhæsta hjá þýskum kaupendum Amazon. – Kallar það að mati Ólafs Teits og Vef-Þjóðviljans á sérstaka rannsókn fjölmiðla á innræti Þjóðverja?

Fjármálaráðuneytið í­ Bæjaralandi gerir tilkall til útgáfuréttarins á Mein Kampf á öðrum tungumálum en ensku og mun hann ekki renna út fyrr en 2015. Þjóðverjarnir standa gegn því­ að bókin sé gefin út. 2015 má hins vegar reikna með útgáfu á fjölda tungumála. Væntanlega mun Mein Kampf þá komast hátt á sölulistum ví­ða um lönd – og valda Vef-Þjóðviljanum hugarangri.

Á Bandarí­kjunum og öðrum enskumælandi löndum er hægðarleikur að nálgast eintök af Mein Kampf og selst bókin í­ stórum upplögum. Góðu heilli benda þessar sölutölur ekki til þess að allt úi og grúi af nasistum í­ heiminum. Lí­klegra er að forvitni ráði för. Mein Kampf er einhver alræmdasta bók í­ heimi og sem slí­k hlýtur hún að seljast – einkum ef um ódýra útgáfu er að ræða.

Á Tyrklandi náði hræódýr útgáfa af Mein Kampf metsölu. Bókin þótti sérstaklega lágt verðlögð miðað við stærð. Myndu Íslendingar ekki kaupa í­slenska þýðingu af þessari frægu bók ef hún byðist fyrir slikk í­ kilju? Ég myndi a.m.k. smella mér á eintak.

Besta bókin?

Miðvikudagur, ágúst 24th, 2005

Einhver bloggarinn var í­ dag að velta fyrir sér hver væri besta bókin sem hann hefði lesið og lofaði sjálfum sér að búa til topp-10 lista.

Ekki myndi ég leggja í­ að hrista saman slí­kan lista. Hann myndi kalla á alltof marga varnagla. T.d. þyrfti að skilgreina hugtakið „besta bók“. Margar af þeim bókum sem mér finnst hvað vænst um eru t.d. ekki endilega nein snilldarverk, heldur skiptir máli á hvaða tí­ma ég las þær fyrst. Þannig eru Drengurinn með röntgenaugun eftir Sjón og Leitin að landinu fagra og ístir samlyndra hjóna eftir Guðberg eru í­ miklu uppáhaldi – ekki endilega vegna gæða, heldur vegna þess HVENÆR ég las þær.

En besta bókin? – Tja. Ef ég væri pí­ndur til að nefna bók þá væri það lí­klega Dauðar sálir eftir Gogol eða A Prayer for Owen Meany eftir John Irving. Grónar götur eftir Hamsun er reyndar lí­ka ofarlega á listanum, en það er of stutt sí­ðan ég las hana til að hún geti talist með. Eitthvað fleira? Tja, Útlendingurinn eftir Camus og Frankenstein eftir Mary Shelley – út á ví­sindasögunördismann. Manntafl er svo besta smásagan.

Af í­slenskum bókum væri það helst Íslenskur aðall eftir Þórberg. Laxness kemst ekki á topp fimm þar. Annað hvort er maður Laxness- eða Þórbergsmaður – og ég er Þórbergsmaður.

# # # # # # # # # # # # #

Rakst á Danger Mouse-teiknimyndirnar á dvd. Gat ég stillt mig um að kaupa þær? Vitaskuld ekki. Danger Mouse-þættirnir voru a.m.k. í­ minningunni fyndnustu teiknimyndir allra tí­ma. Óttast samt að verða fyrir vonbrigðum.

Muna menn eftir gamanþáttunum um njósnarann Piglet? Það eru þættir sem ég gæti hugsað mér að eiga á dvd. – Hvernig er það, hefur Íslensk málstöð ekki reynt að búa til orð í­ staðinn fyrir Dé-vaff-dé? Úr því­ að menn kalla gsm-sí­ma „Gemsa“, þá er hægðarleikur að tala um dvd sem „Daví­ð“, ekki satt?

Pat Robertson

Þriðjudagur, ágúst 23rd, 2005

Pat Robertson er einn áhrifamesti trúarleiðtogi Bandarí­kjanna. Hann er virkur meðlimur í­ Repúblikanaflokki Bush forseta og sóttist m.a. eftir útnefningu til embættis forseta 1988 – og þótti um tí­ma sigurstranglegur.

Nú hefur Pat Robertson kallað eftir því­ að forseti annars rí­kis – Hugo Chavez, forseti Venesúela, verði myrtur. Þetta sagði hann ekki undir rós, heldur berum orðum: að það ætti að senda útsendara og skjóta hann, „take him out“.

Bandarí­kjastjórn bregst við þessu með því­ að senda frá sér fréttatilkynningu þess efnis að skoðanir Pat Roberson og rí­kisstjórnar BNA fari ekki saman í­ þessu efni. Punktur og basta. Pat Robertson er ekki einu sinni kallaður inn til yfirheyrslu og spurður hvort hann sé búinn að ráða leigumorðingja. – ístþór Magnússon var látinn dúsa í­ einangrun í­ marga daga þar sem óheppileg ummæli hans voru talin jafngilda hryðjuverkahótum. Séra Robertson má þakka fyrir að Geir Jón er ekki lögreglustjóri í­ Washington.

Hugsum okkur hver viðbrögðin hefðu orðið ef í­slamskur trúarleiðtogi, t.d. í­ Bretlandi, hefði farið í­ viðtal og hvatt til þess að Bush yrði skotinn – „taken out“? Hefði Bandarí­kjastjórn í­ „strí­ðinu gegn hryðjuverkum“ sætt sig við almennt orðaða fréttatilkynningu frá Downingstræti vegna málsins og að klerkur fengi svo að starfa óáreittur í­ landinu? Trúlegt eða hitt þó heldur.

Pat Robertson – sem er áhrifamikill maður sem tugmilljónir hlusta á – mun sleppa betur fyrir að hvetja opinberlega til morðs á erlendum þjóðarleiðtoga en Erpur Eyvindarson fyrir að kveikja í­ ruslatunnuskýli bandarí­ska sendiráðsins á fyllerí­i.

Eru menn svo hissa þótt Bandarí­kin séu ekki talin trúverðug þegar þau tala um strí­ð gegn hryðjuverkum?

Urr.

# # # # # # # # # # # # #

Luton vann Leyton Orient í­ deildarbikarnum í­ kvöld. Það er huggun eftir réttarmorðið á laugardaginn var.

Leyton Orient hefur mér alltaf þótt töff nafn. Þeir áttu blómaskeið á ofanverðum áttunda áratugnum. Ég man hins vegar bara eftir liðinu frá gömlum fótboltamyndum sem Daví­ð vinur minn í­ grunnskóla átti. Man að mér fannst búningurinn flottur og hélt pí­nulí­tið með þeim í­ neðri deildunum.

Ætli það sé einhver Íslendingur sem heldur með Leyton Orient? Það hlýtur eiginlega að vera.

Danska

Þriðjudagur, ágúst 23rd, 2005

Hópur danskra verkfræðinga var að yfirgefa safnið. Þetta var eldra fólk sem talaði frábærlega skýra og góða Kaupmannahafnar-dönsku. Ég átti ekki í­ neinum vandræðum með að skilja þau og þau ekki mig. Þegar hingað koma yngri Danir getur hins vegar allt farið í­ steik og enginn skilur neitt.

Ég held að menn gleymi þessum þætti ansi oft þegar rætt er um dönskukunnáttu Íslendinga – eða öllu heldur skort á henni. Málið snýst ekki bara um það hvort við séum orðin slakari í­ dönsku í­ seinni tí­ð, heldur lí­ka þá staðreynd að tungumálið hefur úrkynjast hjá Dönum sjálfum og er orðið illskiljanlegra. Fyrir vikið getur enginn skilið yngri Dani aðrir en Danir sjálfir.

Þetta leiðir hugann að umræðunni um hreintungustefnuna hér á landi. Einhverjir fræðimenn í­ háskólanum vilja halda því­ fram að hreintungustefna sé argasta þjóðhverfa og þess í­ stað eigi menn að leyfa tungumálinu að breytast á hvern þann veg sem menn kæra sig um – taka upp slettur o.þ.h. Þeir sem tala fyrir þessu telja sig væntanlega mikla alþjóðasinna.

Danska dæmið sýnir hins vegar að þessu er þveröfugt farið. Með danskri hreintungustefnu ættu útlendingar möguleika á að læra dönsku og skilja Dani. Að láta tungumálið drabbast eins og raun ber vitni gerir það hins vegar að verkum að Danir skilja sjálfa sig en engir aðrir. Það er hin hreinræktaða þjóðhverfa.

Stóráfangi

Laugardagur, ágúst 20th, 2005

Gærdagurinn var mikill gleðidagur. Þá var skrifað undir kaup á húsnæði fyrir SHA á horni Snorrabrautar og Njálsgötu. Þessi húsakaup hafa verið markmið okkar í­ mörg ár og núna styttist í­ að húsnæðið verði tekið í­ notkun. Þetta er efni til mikilla hátí­ðarhalda!

Næsta skref er að fjölga hluthöfum. Stefnum að því­ að hluthafar verði hundrað talsins fyrir lok ársins!

# # # # # # # # # # # # # #

Curtis Davies er orðaður við Fulham og Birmingham. Luton hlýtur að vilja stórfé fyrir leikmanninn. Hann verður næsti Rio Ferdinand – bara betri.

Allt undir fimm milljónum punda væri gjafverð.