Archive for september, 2005

Endurvinnsla

Föstudagur, september 30th, 2005

Óskaplega bera þessar „sviptingar á fréttastofunum“ vott um lí­tið í­myndunarafl. Sjónvarpið ræður fyrrum starfsmenn Stöðvar tvö og öfugt. Þá eru gamlir fréttamenn fengnir aftur til starfa. Ekkert nýtt, ekkert óvænt, ekkert frumlegt.

Pétur Blöndal sagði um daginn að það fjölmiðlarnir virtust ekki bara vanhæfir til að fjalla um málefni sinna eigin eigenda, heldur lí­ka málefni eigenda annarra fjölmiðla – því­ að starfsmenn RÚV í­ dag væru starfsmenn 365 á morgun. Þetta var fyrir viku sí­ðan. Held að Pétur hafi tæpast trúað því­ sjálfur hversu skjótt spádómur hans myndi rætast.

# # # # # # # # # # # # #

Hin óformlega skoðanakönnun þessarar sí­ðu á því­ hver ætti að leysa Loga Bergmann af hólmi í­ Gettu betur, ef hann hættir í­ kjölfar vistaskiptanna, leiðir í­ ljós að ýmsir vilja Daví­ð Þór Jónsson aftur – en flestir kjósa þó Frey Eyjólfsson útvarpsmann á Rás 2.

Þar sem ég veit að blaðamenn lúslesa þessa sí­ðu, mana ég þá til þess að slá upp frétt um málið og koma nafni Freys í­ umræðuna.

# # # # # # # # # # # # #

Var í­ viðtali á Morgunvaktinni fyrr í­ dag vegna forvals VG. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla verður milli kl. 17 og 21 í­ kvöld. Svo hefst kosning kl. 9 í­ fyrramálið og stendur til 21. Partý um kvöldið.

Stefán og Steinunn

Fimmtudagur, september 29th, 2005

Mér finnst alltaf skringilegt að hlusta á lagið Stefán með Risaeðlunni. Á hvert sinn sem hví­n í­ Möggu Stí­nu „Ste-e-e-e-fán!!!“ í­ viðlaginu – hrekk ég í­ kút. Finnst eins og verið sé að kalla í­ mig. Geri ráð fyrir að Katrí­num landsins hafi liðið eins í­ öllum fréttaflutningnum af fellibylnum nýverið.

Á ljósi þessa, er það pí­nulí­tið hvimleittfyrir okkur Steinunni hlusta á endalausar fréttir af yfirvofandi „slag Stefáns og Steinunnar“ um efsta sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í­ borginni.

Nú les ég það í­ Mogganum að kratarnir ætli að bí­ða fram í­ miðjan febrúar með að halda prófkjör – þannig að næsta hálfa árið verður maður að þola þessi ósköp.

Ef Samfylkingin ætlar að bí­ða langt fram á nýja árið með að ákveða hverjir eigi að leiða listann, má leiða að því­ lí­kum að Sjálfstæðisflokkurinn muni mælast með gott forskot næstu mánuðina. Það virðist nefnilega ansi lí­til stemning fyrir borgarstjóraefnunum tveimur: Steinunni og Stefáni. Spái því­ að þriðji frambjóðandinn verði dubbaður upp fljótlega upp úr áramótum og kratarnir veðji á að fá skyndilegan meðbyr út á nýjabrumið sem varað gæti fram að kosningum í­ vor. Þetta er áætlun sem gæti gengið upp – en lí­ka mistekist hrapalega.

VG klára sitt forval núna um helgina. Kosturinn við að ljúka þessu svona snemma er sá að þá hafa frambjóðendur nægan tí­ma til að setja sig inn í­ málin, undirbúa sig og gera ráðstafanir til að geta einbeitt sér að kosningabaráttunni. Ég hef litla trú á að velja frambjóðendur nokkrum vikum fyrir kosningar.

# # # # # # # # # # # # #

Á Bylgjufréttum er því­ slegið fram að sjoppan á Brú í­ Hrútafirði sé eina þjóðvegasjoppan sem geri ráð fyrir að bæði kynin geti skipt á bleyjum barna sinna. Þessu mótmæli ég. Á Baulu er skiptiaðstaða fyrir framan klósettin, þannig að allir geta notað aðstöðuna. Baula er fí­n sjoppa.

# # # # # # # # # # # # #

Þetta finnst mér fyndin frásögn…

# # # # # # # # # # # # #

SHA fundar í­ Friðarhúsi í­ kvöld. Þangað mæta allir góðir menn og fá sér kaffi eða bjór og spjalla um landsins gagn og nauðsynjar. – Væntanlegir hluthafar eru sérstaklega boðnir velkomnir.

# # # # # # # # # # # # #

Á gær hafði ég sigur í­ spurningakeppninni hjá Ólafi Bjarna og er kominn í­ undanúrslit. Á viðurkenningarskyni fyrir þátttökuna gaf Þjóðleikhúsið keppendum nokkra frí­miða. Það er hins vegar nokkuð strembið að átta sig á vef Þjóðleikhússins – hvaða sýningar séu í­ gangi og hvenær? Hvernig er þessi sýning „Koddamaðurinn“? Er það eitthvað sem vert er að skoða?

Tvö viðtöl

Miðvikudagur, september 28th, 2005

Það voru tveir viðtalsbútar í­ sjónvarpsfréttunum í­ gær sem verulega erfitt var að hlusta á – hvor á sinni stöðinni.

Á Stöð 2 var spilað viðtal við Jóní­nu Ben sem virtist á barmi taugaáfalls. Hún var ekki í­ nokkru jafnvægi fyrir sí­maviðtal og margsagði fréttamanninum að hún gæti ekki svarað spurningum hans núna. Samt var þetta spilað. Ekki vegna þess að það bætti neinu við fréttina heldur bara af miskunarleysi – eða vegna þess að fréttamaðurinn sem lí­klega var búinn að hafa mikið fyrir að ná í­ Jóní­nu tí­mdi ekki að sleppa því­ að nota efnið.

Á Sjónvarpinu var frétt um sjóskaða. Skúta með tveimur mönnum lenti í­ hafvillum. Annar fórst en vinur hans bjargaðist. Fréttamaður tók á móti þyrlunni við Borgarspí­talann og lét spurningarnar dynja á manninum. Strax í­ upphafi viðtalsins sagðist hann ekki vilja segja neitt að svo stöddu máli né treysti sér til þess. Samt var haldið áfram að spyrja. – Ég er viss um að í­slenskur sjómaður sem væri nýbúinn að sjá eftir félaga sí­num í­ hafið hefði ekki fengið þessa meðferð.

# # # # # # # # # # # # #

Leitin að næsta Loga heldur áfram hér á sí­ðunni. Hægt er að greiða atkvæði í­ athugasemdakerfinu eða senda mér tölvupóst. Þessi hafa fengið atkvæði:

Freyr Eyjólfsson 2
Kristján Kristjánsson 1
Ómar Ragnarsson 1
Magga Stí­na 1
Villi naglbí­tur 1
Gí­sli Marteinn 1
Broddi Broddason 1
Snorri Már Skúlason 1
Daví­ð Þór Jónsson 1

Það eru greinilega skiptar skoðanir hjá þjóðinni, enda um mikið hitamál að ræða. Etv. ætti ég að rukka 99,90 kr. fyrir skeytið?

Framfarir

Miðvikudagur, september 28th, 2005

Held að fundarstjórnin á fundi Sagnfræðingafélagsins í­ hádeginu hafi bara tekist ágætlega. Salvör Nordal flutti erindi sem um margt minnti þó fremur á hugvekju um stöðu heimsmála og fátækt almennt en sagnfræðifyrirlestrana sem menn eru vanir á þessum fundum. Þetta kom prýðisvel út, í­ það minnsta voru umræðurnar fjörugar á eftir – en eins og gengur þegar stórra spurninga er spurt var lí­tið um afdráttarlausar niðurstöður.

# # # # # # # # # # # # #

Logi Bergmann bara hættur hjá Sjónvarpinu – daginn eftir að hafa farið í­ viðtöl um nýja bjobbið sitt í­ Efstaleitinu. Spurninganördar landsins hljóta þá að spyrja: hver tekur við GB?

Að mörgu leyti er þægilegast fyrir RÚV að fá innanbúðarmanneskju. Dettur samt engin í­ hug í­ fljótheitum. Einhverjar uppástungur?

# # # # # # # # # # # # #

Og talandi um spurningakeppni. Klukkan tvö á morgun keppi ég við Daví­ð Þór Jónsson í­ spurningakeppni Talstöðvarinnar hjá honum Ólafi Bjarna Guðnasyni.

# # # # # # # # # # # # #

Þeir sem missa af því­ að hlusta á mig í­ útvarpinu á morgun, geta heilsað upp á mig milli kl. 17 og 21 að Suðurgötu 3 – þ.e.a.s. þeir sem eru félagar í­ VG í­ Reykjaví­k. Forval VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar verður á laugardag, en á morgun – miðvikudag – er utankjörfundaratkvæðagreiðsla. Tilvalið fyrir þá sem ætla út úr bænum.

# # # # # # # # # # # # #

Á kvöld sigraði Luton lið Preston North End með þremur mörkum gegn engu. Howard heldur áfram að skora. Við erum á blússandi siglingu. Mike Newell er snillingur.

Vestur-Íslendingur?

Þriðjudagur, september 27th, 2005

Um helgina voru fjölmennar aðgerðir andstæðinga íraksstrí­ðsins í­ Washington. Sannar það nokkuð þótt 200 þúsund hafi mótmælt – kynni einhver að spyrja – hvað með þá sem heima sátu, er ekki hinn þögli meirihluti hlynntur strí­ðinu og situr því­ heima?

Hugmyndin um að þeir sem ekki taki þátt í­ andófi hljóti að tilheyra þöglum meirihluta sem sé á öndverðri skoðun, er auðveld og þægileg leið til að loka augunum fyrir mótmælum af öllu tagi. Stundum gerist það hins vegar að menn trúa eigin áróðri og hyggjast móbilisera þennan þögla meirihluta. Þá getur niðurstaðan orðið áhugaverð.

Um helgina ákváðu stuðningsmenn strí­ðsins í­ írak að sýna klærnar. Þeir boðuðu til aðgerða þar sem lýst var stuðningi við strí­ðið og mótmælafundi gegn mótmælendum. Aðstandendur viðurkenndu reyndar frá upphafi að aðgerðir þeirra yrðu ekki jafn fjölmennar og strí­ðsandstæðinga – en töldu þó að 10 til 20 þúsund manns myndu mæta.

Raunin varð önnur… EIns og lesa má um hér og sjá á myndrænan hátt hér floppuðu aðgerðirnar illilega. Tólf manns í­ Washington mættu á fund strí­ðssinna – sem þó hafði verið kynntur í­ mörgum stórum fjölmiðlum í­ tengslum við umfjöllun um aðgerðir friðarsinna. – Pí­nlegt…

En það var í­ raun ekki mætingin sem vakti athygli mí­na á þessum fréttum, heldur nafnið á helsta forsvarsmanni þeirra. Sá heitir Kristinn Taylor. Hlýtur Kristinn ekki að vera af í­slensku bergi brotinn? Á það minnsta fæ ég nær einungis í­slenskar sí­ður upp þegar ég gúgglaði nafninu.

Kristinn Taylor er að mér sýnist varaformaður þessara samtaka, sem einkum virðast beina spjótum sí­num að Sindy Sheehan (mömmunni sem mótmælir Bush og strí­ðinu) en hins vegar samsæri homma og lesbí­a í­ Bandarí­kjunum.

Er Kristinn Taylor Íslendingur sem búinn er að meika það í­ útlandinu? Er hann næsti Bjarni geimfari?

Ef ég væri Alfreð Þorsteinsson…

Mánudagur, september 26th, 2005

…þá myndi ég nota tækifærið og tilkynna um 50% hækkun á heitu vatni og rafmagni núna.

Fyrstu tuttugu mí­núturnar af hverjum fréttatí­ma eru undirlagðar af sápuóperunni um rí­ka pakkið; hver svaf hjá hverjum og hver stalst í­ tölvupóst hvers.

íhaldið í­ borginni myndi hvorki æmta né skræmta, vegna þess að enginn Sjálfstæðismaður þorir í­ viðtal þessa daganna af ótta við að fréttamennirnir muni nota tækifærið og spyrja út í­ Baugs-mál og litlu ljótu klí­kuna.

Snjallt – ekki satt?

# # # # # # # # # # # # #

Á hádeginu á morgun verð ég fundarstjóri hjá Sagnfræðingafélaginu. Á fréttatilkynningu segir:

Salvör Nordal, „Örbirgð við allsnægtir“. Fyrirlestur á vegum Sagnfræðingafélags Íslands

Sumir fá ekki sæti við það gnægtarborð sem aðrir njóta. Félagsfræðingurinn og heimspekingurinn Zygmunt Bauman kallar þetta fólk „úrhrök nútí­mans“ í­ nýlegri bók. Að mati Baumans hljóta efnahagslegar framfarir og nútí­mahyggja að leiða til þess að þessum hópi fólks fjölgi sí­fellt í­ heiminum. Salvör Nordal, heimspekingur og forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, fjallar um þessi efni í­ hádegisfyrirlestri Sagnfræðingafélags Íslands þriðjudaginn 27. september. Fyrirlesturinn verður í­ Þjóðminjasafni Íslands við Suðurgötu í­ Reykjaví­k og hefst kl. 12:10. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

Höfrungur

Mánudagur, september 26th, 2005

Á gær fórum við Steinunn út að borða á Tveimur fiskum í­ gömlu Hafnarbúðunum. Ekki var nú mannmergðinni fyrir að fara. Setið við eitt borð fyrir utan okkar.

Tveir fiskar eru ákaflega notalegur staður og verðið ásættanlegt. Þarna borða menn sjávarfang en ekki kjöt. Matseðillinn fór ansi nærri því­ að segja rollu- og beljuætum að drulla sér út.

Ég pantaði mér höfrungasteik, enda aldrei étið þá skepnu fyrr. Ætli höfrungar séu mikið að þvælast í­ net – eða er í­ raun einhver höfrungaskytta sem veiðir dýrin og lætur svo heita að hafi fangað þau í­ net fyrir slysni?

Þetta reyndist úrvalskjöt. Minnti á einhvern skringilegan hátt á blöndu af hreindýri og hnýsu. Enginn greinilegur lýsiskeimur, en þó augljóst að um sjávarskepnu væri að ræða.

Drukkum nýsjálenskt hví­tví­n með. Það var stórgott. Ætla að svipast um eftir því­ í­ Rí­kinu.

# # # # # # # # # # # # #

Á nótt var ruslatunnu Minjasafnsins stolið. Þetta var engin smátunna, heldur lí­till gámur. Merkilegt hverju menn nenna að hnupla.

# # # # # # # # # # # # #

Þegar við ætluðum að ganga til náða í­ gærkvöldi kveiktum við fyrir slysni á Sirkus og duttum niður í­ mynd um hvað Karl Rove væri mikill þrjótur. Ekki fannst mér nú margt bitastætt í­ henni. Grátkaflinn um unga hermanninn sem féll í­ írak var lí­ka furðulegur og ekki í­ neinum tengslum við annað efni myndarinnar.

Ég hef alltaf átt bágt með að skilja hvernig hægt er að samtvinna dýrkun á hermennsku, herþjónustu og föðurlandsást annars vegar – en væla og skæla í­ hinu orðinu yfir því­ þegar þessi sama hermennska leiðir til dauða í­ styrjöldum. En kannski er þetta eitthvað sem kvikmyndagerðarmennirnir telja sig þurfa að láta fylgja með í­ myndum sí­num til að vera ekki úthrópaðir sem svikarar við ættjörðina?

Tónlistarhúsið

Sunnudagur, september 25th, 2005

Hvenær var undirritað samkomulag um að öllum öðrum en frjálshyggjumönnunum á Vef-Þjóðviljanum ætti að finnast bygging tónlistarhússins og lúxushótelsins við Höfnina æðisleg? Nú hef ég lí­tið náð að liggja yfir þessum teikningum og áætlunum – en er ekki stærðin á þessu algjört brjálæði?

Þeir sem leyfa sér að setja spurningamerki við útgjöldin eru hins vegar úthrópaðir sem leiðindapúkar sem vilji að bestu tónlistarmenn landsins æfi sig í­ bí­lskúr og spili í­ Kolaportinu. Er ekki til einhver millivegur?

Svo virðist kostnaðurinn vera ansi mikið á huldu. Stundum er talað um einhverja 12 milljarða, en svo skilst manni að útgjöldin verði í­ raun miklu meiri því­ þessir tólf milljarðar verði fengnir að láni frá framkvæmdar/rekstraraðilanum og endurgreiddir tvöfalt. Þetta – þegar hið opinbera tekur lán fyrir stórframkvæmdum – heitir ví­st ekki lengur lántaka, heldur „einkafjármögnun“ eða „að leitað hafi verið nýrra leiða við fjármögnun verksins“. Það er ví­st ekki lengur töff að rí­ki og borg taki lán, en „einkafjármögnun“ er hipp og kúl eins og Sí­nalkó-auglýsingin í­ gamla daga.

# # # # # # # # # # # #

Ekki fór þetta vel í­ bikarúrslitunum. Suamrið 2005 var vonbrigðasumar fyrir okkur stuðningsmenn FRAM, en hálfu verra er þetta þó fyrir leikmennina. Það eru þeir sem hafa lagt á sig alla vinnuna, æft á fullu og neitað sér um ýmsa hluti til að geta spilað fyrir félagið. Ég hef aðeins náð að kynnast sumum þessara stráka og þetta eru toppmenn upp til hópa. Vonandi verða sem flestir með í­ fyrstu deildinni á næsta ári.

Luton gerði sí­ðan jafntefli í­ sjónvarpsleiknum gegn Sheffield Wednesday – vorum þó miklu betri. Við verðum að kaupa sóknarmann í­ janúar. Það gengur ekki að treysta bara á Howard.

Hearts er að gera frábæra hluti í­ Skotlandi. ítta sigrar í­ röð og núna var Rangers lagt að velli um helgina. Hvenær í­ ósköpunum ætlar Sýn að vakna til lí­fsins og sýna Hearts? Mér er spurn.

# # # # # # # # # # # # #

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í­ forvali VG í­ Reykjaví­k hófst í­ dag. Ég er formaður kjörstjórnar og hef því­ í­ ýmsu að snúast næstu daga. Hægt verður að kjósa á miðvikudag og föstudag frá 17-21 utan kjörfundar og svo er stóri dagurinn á laugardaginn.

Hvað er stytta?

Föstudagur, september 23rd, 2005

Kjartan Magnússon vill reisa styttu af Tómasi Guðmundssyni í­ Reykjaví­k. Skyndilega er þetta orðið hápólití­skt og tengist jafnréttismálum. Staðhæft hefur verið að það sé bara ein stytta af nafngreindri í­slenskri konu í­ Reykjaví­k (á móti 28 eða 29 körlum). Það mun vera myndin af Björgu Þorláksson fyrir framan Odda á Háskólasvæðinu.

Ég hafna þessu og tel að það sé engin stytta af nafngreindri konu í­ bænum. Að mí­nu mati er brjóstmynd ekki stytta. Mér finnst að stytta þurfi að sýna viðkomandi frá toppi til táar (eða amk. niður að hnjám eins og styttan af Héðni Valdimarssyni við Hringbraut).

Ef brjóstmyndir eru flokkaðar sem styttur, hvers vegna ekki lágmyndir? Og hví­ þá að telja bara brjóstmyndir sem eru utandyra en ekki hinar ótalmörgu brjóstmyndir sem finna má innanhúss – þær eru margfalt fleiri en sá styttufjöldi sem hefur verið í­ umræðunni upp á sí­ðkastið og í­ þeim hópi eru einhverjar konur.

Kjartan Magnússon vill styttu af Tómasi. Honum nægir ekki að gamla brjóstmyndin sé tekin upp úr geymslu og sett á fjölfarinn stað – enda notast hann við sömu skilgreiningu og ég.

Annars eru hefðbundnar styttur af nafngreindum mönnum mjög á undanhaldi. Það er óralangt sí­ðan slí­k stytta var sí­ðast sett upp í­ Reykjaví­k. Sú var reyndar afar óvenjuleg, því­ hún sýndi mann sem var sprelllifandi þá – og er enn á lí­fi. Og nú er spurt: hver er maðurinn/styttan?

Lóðbolti

Fimmtudagur, september 22nd, 2005

Á gær og í­ morgun tókst okkur Kjartani að laga tvo tilraunabása í­ Rafheimum sem höfðu verið bilaðir. Báðar viðgerðirnar kölluðu á notkun lóðbolta og annarra tækja.

Því­ var spáð að aðfarirnar myndu minna á hina Slóvakí­sku „Klaufabárða“ (sem margir kalla ranglega tékkneska), en við reyndumst völundarsmiðir.

# # # # # # # # # # # #

Þættirnir um Jóhann Sigurjónsson sem Sjónvarpið sýndi um daginn voru bráðskemmtilegir. Raunar með betri í­slenskum heimildarþáttum sem ég hef séð lengi.

# # # # # # # # # # # #

Frömurum tókst að leggja Hauka í­ upphafsleik sí­num á Íslandsmótinu. Kannski maður reyni að fylgjast með handboltanum í­ ár…