Archive for október, 2005

Dylgjur og flökkusagnir

Mánudagur, október 31st, 2005

Ef hægt er að ganga að nokkrum hlut ví­sum í­ breskum æsifréttablöðum á borð við The Sun (fyrir utan myndir af léttklæddum stelpum og 1-2 fréttum af Beckham) þá eru það fregnir af ólöglegum innflytjendum sem fái skrilljónir í­ bætur frá rí­kinu, vinni á svörtu og stundi hvers kyns óknytti og smáglæpi. Á bland við þetta koma svo sögur af tukthúslimum sem lifa eins og greifar, meðan gamlar strí­ðhetjur eða -ekkjur lepja dauðann úr skel.

Fæstar þessara frásagna eru í­ nokkrum tengslum við veruleikann. Því­ fer fjarri að ólöglegir innflytjendur séu á grænni grein meðan mál þeirra bí­ða afgreiðslu. Þvert á móti eru kjör þeirra kröpp.

Þegar almenningur í­ Bretlandi er spurður hversu háar greiðslurnar séu til ýmissa hópa á borð við innflytjendur sem bí­ða afgreiðslu sinna mála, kemur í­ ljós að þorri fólks telur þær margfalt hærri en þær eru í­ raun. Sömuleiðis telur fólk að fjöldi þeirra sem nýtur bóta sé margfaldur á við það sem í­ raun er.

Ótrúlega margir Bretar telja sig þekkja dæmi um fólk sem misnotar kerfið. Þegar nánar er spurt út í­ þessi dæmi kemur reyndar í­ ljós að þau eru ekki frá fyrstu hendi. Það reynist alltaf vera „nágranni frænda konunnar“ eða „kunningi vinar vinnufélagans“ sem á í­ hlut. Með öðrum orðum: enginn efast um að tilvist svikahrappanna sem maki krókinn á sósí­alnum – á sama hátt og allir í­ New Orleans höfðu öruggar heimildir um nauðganir og morð í­ ringulreiðinni eftir fellibylinn mikla… sögur sem þó reyndist ómögulegt að sannreyna þegar allt var um garð gengið.

Blessunarlega þykja dylgjur og flökkusagnir af þessu tagi sjaldnast tækar í­ því­ sem á teljast vitræn pólití­sk umræða. Ein undantekning frá því­ er þegar talið berst að örykjum og kjörum þeirra. Þá virðist sjálfsagt og eðlilegt að gaspra um mágkonu systur blaðberans eða bekkjarbróður sonar mannsins sem maður hittir stundum í­ heita pottinum í­ Vesturbæjarlauginni…

Endalaust heyrir maður sögur af fólki sem á að hafa komist í­ álnir eftir heppilegt örorkumat. Þetta lið á svo að fitna eins og púkinn á fjósbitanum – ýmist liggjandi í­ leti eða skóflandi inn svörtum tekjum. Ólyginn sagði mér…

Egill Helgason hefur heyrt sögur eins og aðrir og á bloggsí­ðunni sinni rekur hann þær. Tökum dæmi:

Sjálfur veit ég um fjölskyldur þar sem er hefð fyrir því­ að fólk fari á bætur undireins og það kemst að, kynslóð eftir kynslóð. Það er beinlí­nis félagslegur þrýstingur á einstaklingana að verða sér úti um örorku.

Eftir þáttinn í­ gær var mér svo sagt sagt af öðrum mönnum sem tókst að ljúga sig inn í­ sýstemið; einhver veikindi gátu þeir gert sér upp, en í­ rauninni voru þeir voru óvinnufærir af því­ þeir reyktu svo mikið hass.

Er þetta tækt? Myndu menn skrifa í­ svona dylgju- og flökkusagnastí­l um aðra þjóðfélagshópa? Bændur, sjómenn, bankastarfsmenn, Vestfirðinga, fólk af pólskum uppruna, kaþólikka, rjúpnaskyttur, leikara og frí­múrara? – Vonandi ekki.

# # # # # # # # # # # # #

Nú er mikið skrifað um Rosu Parks og afrek hennar þegar hún neitaði að færa sig í­ strætisvagninum. Skyldi enginn hafa gert neitt í­ því­ að reyna að hafa upp á skúnknum sem heimtaði sætið hennar?

The Welshman Cometh

Mánudagur, október 31st, 2005

Félagi Llion lendir í­ Keflaví­k laust fyrir klukkan ellefu í­ kvöld. Til að vera góður gestgjafi tek ég nokkra frí­daga í­ að rúnta í­ sundlaugar, að Reykjanesvita o.þ.h. Skemmtanalí­fið í­ Reykjaví­k á miðvikudagskvöldi mun vonandi sannfæra okkar mann um að ég búi í­ Parí­s norðursins.

Hvað gerir maður annars við túrista í­ byrjun nóvember?

# # # # # # # # # # # # #

Sí­ðustu daga hef ég verið að glugga í­ sagnfræðirit sem ekki hefur farið hátt. Það er greinasafn sem Landsvirkjun gaf út um sögu sí­na í­ ritstjórn Sigrúnar Pálsdóttur. Hafði hugsað mér að skrifa í­tarlega færslu um ritið, en sé ekki fram á að koma því­ í­ verk. Nokkur atriði vil ég þó segja:

* Á fyrsta lagi er frábært að fyrirtæki eins og Landsvirkjun gefi út bók sem þessa. Hér er nefnilega ekki um viðhafnarútgáfu að ræða, þar sem hugsunin er að gefa út myndabók þar sem sjá má alla stjóra og stjórnarmenn og sem starfsmenn fá gefins á afmælum. Þess í­ stað er þetta fræðileg bók sem hefur fyrst og fremst gildi fyrir sagnfræðinga og áhugamenn um sagnfræði. Landsvirkjun fær plús í­ kladdann.

* Gallinn við útgáfur bóka að þessu tagi (það er, sem gefnar eru út af fyrirtækjum og stofnunum) er sá að útgefandinn hefur í­ raun lí­tinn hvata til kynningar. Útgáfan er ekki fjármögnuð með lausasölu heldur með fjárveitingu viðkomandi stjórnar. Fyrir vikið er eftirfylgnin oft lí­til – enda lýkur störfum ritstjórans daginn sem bókin kemur úr prentun.

* Æskilegt hefði verið að samræma greinarnar í­ ritinu aðeins betur. Höfundarnir hafa greinilega samið hver í­ sí­nu horni og fyrir vikið verður nokkuð um endurtekningar, þar sem flestallir sjá ástæðu til að hlaupa á hundavaði yfir rafvæðingarsöguna fyrstu áratugina. Einu sinni hefði verið nóg.

* Nokkur dæmi um ónákvæmni eða hreinar staðreyndavillur er að finna, en þær skipta ekki máli fyrir röksemdafærslu í­ viðkomandi greinum heldur fljóta með eins og í­ framhjáhlaupi.

* Grein Skúla Sigurðssonar ber af í­ ritinu, enda sú eina sem virkilega varpar nýju ljósi á viðfangsefnið (með fullri virðingu fyrir öðrum greinum sem flestar eru ágætar). TIlhneigingin í­ orkusöfurituninni hefur verið að einblí­na á auðlindirnar: hvaða fossa hafi verið unnt að virkja, hvenær þeir hafi verið keyptir og hverjir hafi stungið upp á einstökum virkjunarútfærslum. Skúli snýr þessu við. Hann bendir á að uppbyggingu orkukerfisins verði að skoða í­ ljósi byggðaþróunar og samfélagsbreytinga í­ bæjum. Rafvæðingin hafi gerst á heimilum og í­ fyrirtækjum – sjálfar virkjanirnar hafi bara verið tæknileg útfærsla á raforkuframleiðslu til að mæta þessari rafvæðingu. (Fyrir utan að Skúli myndi aldrei nota jafngallað hugtak og rafvæðing…)

# # # # # # # # # # # # #

Luton lafir enn í­ þriðja sætinu, en hefur tapað tveimur af sí­ðustu þremur leikjum og þeim báðum gegn slökum andstæðingum. Á þriðjudaginn er að duga eða drepast, því­ þá mætum við Sheffield United – sem virðist vera langbesta lið deildarinnar. Smæð leikmannahópsins gæti verið að koma okkur í­ koll.

# # # # # # # # # # # # #

Friðarvefurinn fær senn yfirhalningu. Meira um það á morgun.

Afturelding

Sunnudagur, október 30th, 2005

Íslendingar eru búnir að læra að semja reyfara. Um það er ví­st ekki lengur deilt og sölutölur fyrir jólin taka af öll tví­mæli. Lesendur láta það ekki trufla sig lengur að æsilegir eltingaleikir við morðingja og misyndismenn eigi sér stað í­ Laugarásnum, að glæpaklí­kur hreiðri um sig í­ Teigahverfinu eða að gripið sé til vopna við höfnina í­ Sandgerði.

Eins og áður hefur komið fram hér á blogginu, hef ég aldrei komist almennilega inn í­ bækur Arnaldar Indriðasonar. Mýrin var svo sem ágæt, en annað heillar mig ekki. Sérstaklega finnst mér fjölskyldu-hliðarsögurnar um einkalí­f lögreglumannanna óspennandi.

Reyfarar írna Þórarinssonar hafa heldur ekki heillað mig sérstaklega. Fyllerí­ið á aðalsöguhetjunni er svo yfirdrifið að erfitt er að taka það alvarlega. Sí­felldar ví­sanir í­ dægurlagatexta og minni úr Raymond Chandler-bókunum eru heldur ekki að virka fyrir mig. Stellu Blómkvist-bækurnar lí­t ég á sem brandara.

Það eru hins vegar í­slenskir reyfarahöfundar sem ég kann vel að meta. Ævar Örn getur verið góður og Viktor Arnar Ingólfsson er að mí­nu mati sá flinkasti, eins og áður hefur komið fram á þessum vettvangi. Flateyjargáta var fí­n, en Engin spor er besta í­slenska glæpasagan.

Ég var því­ hæstánægður að fá nýju bókina hans, Aftureldingu, í­ hendur. Byrjaði að lesa undir miðnættið í­ gærkvöld, las fram eftir nóttu og kláraði bókina svo í­ morgun.

Á stuttu máli sagt var ég mjög sáttur. Það er erfitt að skrifa trúverðuga í­slenska glæpasögu um raðmorðingja, en það tekst að þessu sinni. Gæsaskyttur týna tölunni. Morðinginn storkar lögreglunni og gamalt morðmál kemur í­ dagsljósið. Allt er þetta efni í­ fí­na fléttu.

Lí­kt og í­ fyrri bókum Viktor Arnars, er einn helsti styrkur sögunnar fólginn í­ undirbúningsvinnunni. Persónur með sérstæð áhugamál fá tækifæri til að besserwisserast og eins og í­ Flateyjargátu er nokkurs konar spurningakeppnisþrautum skotið inn í­ fléttuna.

Á Engum sporum og Flateyjargátu má segja að Viktor Arnar hafi ekki verið nægilega harðsví­raður. ín þess að of mikið sé gefið upp um efni þeirra bóka, þá var tilhneiging hjá honum til að skýra dularfull dauðsföll með öðrum hætti en kaldrifjuðum morðingjum – og stundum kom í­ ljós að fórnarlömbin reyndust hvort sem er dauðvona… Nú hefur harpan harðnað og höfundurinn hikar ekki við að láta blóðið slettast út um allt, án þess þó að úr verði lágkúra.

Fyrri hluti bókarinnar er sterkari en sá sí­ðari, ekki hvað sí­st vegna þess að undir lokin er búið að kynna til sögunnar nokkuð marga lögreglumenn (jarðbundnu aðalsöguhetjuna, drykkfellda félagann, áhugalausa yfirmanninn, vitlausa og hrokafulla unga strákinn, strákastelpuna utan af landi, kaldlynda réttarmeinafræðinginn o.s.frv.) Þetta fyrirgefur lesandinn – að því­ gefnu að ætlun höfundarins sé að skrifa fleiri bækur með sömu persónum í­ aðalhlutverki. Ef þetta er fyrsta bókin af mörgum um Tryggva, Gunnar og félaga (sem ég ætla rétt að vona) þá er skiljanlegt að kynna hafi svona marga til sögunnar.

Afturelding er flott glæpasaga. Þeir sem kunna að meta bækur Ians Rankins ættu að vera hrifnir af þessari. Vonandi kemur næsta saga strax um næstu jól.

# # # # # # # # # # # # #

SHA vantar að fá gefins mjóa eldavél í­ Friðarhúsið. Lumar einhver lesandi á slí­kum grip?

Lögfræðilegt álitamál

Sunnudagur, október 30th, 2005

Laugardagsmynd Sjónvarpsins var The Royal Tenenbaum´s. Við Steinunn höfðum ekki séð hana áður. Fí­n mynd.

ístarsamband systkina er veigamikill þáttur í­ plottinu. Þó er ekki um eiginleg systkini að ræða, því­ konan hafði verið ættleidd.

Út frá þessu spruttu skringilegar vangaveltur á Mánagötunni. Hvernig tekur löggjafinn á málum sem þessum?

Væntanlega eru ekki til lög um samræði systkina. Á það minnsta sér maður ekki fyrir sér að saksóknari gæfi út ákæru fyrir sifjaspell ef ætlað væri að um samþykki beggja aðila hefði verið að ræða. Ekki satt?

Hins vegar eru til lög um hverjir mega ganga í­ hjónabönd. Ef ég man rétt mega systkini ekki giftast og giftingar í­ fyrsta og annan lið eru sömuleiðis óheimilar, en systkinabörn mega eiga hvort annað.

En þá er spurningin: miðast kerfið við blóðbönd eða skráningu í­ kirkjubækur?

Ef sú staða kæmi í­ raun og veru upp að ættleidd systkini vildu eigast – væri það þá óheimilt að lögum? Og á sama hátt, ef blóðsystkini sem hefðu verið ættleidd hvort í­ sí­na áttina vildu ganga í­ hjónaband – væri þá amast við því­?

Hvort hefur meira gildi í­ huga rí­kisvaldsins: erfðaefnið eða þjóðskráin?

Gaman væri að fá álit löglærðra lesenda sí­ðunnar…

T&C

Föstudagur, október 28th, 2005

Technology & Culture, uppáhaldstí­maritið mitt kom í­ gær. Aðalgreinin fjallar um hugmyndir manna um öryggismál við framleiðslu í­sskápa og kælikerfa í­ upphafi þeirrar atvinnugreinar. Svo er önnur grein um þátt dí­lasóttvarna við þróun DDT. Þetta eru greinar sem kalla á tilhlaup áður en maður leggur til atlögu.

# # # # # # # # # # # # #

Það er skí­taveður úti, en grí­sinn sefur í­ vagninum sí­num úti á tröppum. Ef veðrið verður svona á mánudaginn mun félagi Llion fá áfall þegar hann stí­gur út úr flugstöðinni – hvað þá þegar ég tilkynni honum að við séum á leiðinni í­ sund.

# # # # # # # # # # # # #

Spark í­ sjónvarpinu í­ kvöld. Fylkir og Breiðablik etja kappi, ef ég man röðina rétt. Á minningunni var þetta skemmtilegur þáttur. Á sama tí­ma er hins vegar Latibær í­ sjónvarpinu, þannig að barnafjölskyldur þessa lands missa lí­kast til allar af gamanmálum okkar Tóta.

# # # # # # # # # # # # #

Luton mætir Coventry á morgun. Vonandi fer McSheffrey ekki að skora gegn sí­num gömlu félögum – það væri illa gert, þar sem dvölin hjá okkur kom ferli hans á réttan kjöl.

Vinnuetík

Fimmtudagur, október 27th, 2005

Steinunn er mikil knattspyrnuáhugakona. Hún horfir hins vegar aldrei á fótbolta og fylgist ekkert með úrslitum leikja.

Virðist staðhæfingin hér að ofan eitthvað mótsagnakennd? Tja, hún er varla mikið skrí­tnari en allar fréttirnar af nýju könnuninni sem sýnir fram á að Íslendingar séu grí­ðarlega Kristnir, þeir leggja bara enga rækt við trú sí­na.

Íslendingar fara ekki í­ kirkju. Það vissu allir. Færri vissu að (ef marka má sérfræðing frá Guðfræðistofnun Hí) að skýringarinnar sé að leita í­ gamla bændasamfélaginu, þar sem prestarnir þurftu að þjóna svo mörgum kirkjum að þeir gátu ekki messað nema stopult á hverjum stað. Nú getur landinn vissulega verið seinn að fatta, en er ekki frekar ólí­klegt að þjóðin skrópi í­ messur vegna þess að hún sé ekki enn búin að átta sig á að opið sé alla sunnudaga?

Annars er auðvelt að gera alla Kristna með því­ að leika sér með skilgreiningarnar. Þannig virðist það orðið hálfgert aukaatriði að trúa á meyfæðinguna, upprisuna, Jesú Krist eða jafnvel Drottinn allsherjar – það er nóg að halda í­ „barnatrúnna“. Það þýðir í­ raun að nægilegt er að reyna að vera góð manneskja, sparka ekki í­ dýr eða skvetta á gangandi vegfarendur í­ umferðinni. (Það má skvetta á hjólreiðamenn – enda er það þjóðarí­þrótt.)

En erum við góðir prótestantar? Samkvæmt Max Weber er skilgreiningin á þeim þjóðflokki á þá leið að hann veit ekkert skemmtilegra en að vinna og lí­tur á frí­daga og helgar sem illa nauðsyn. Miðað við það er stelpan sem afgreiddi mig í­ verslun áðan ekki góður prótestant. Hún kvaddi með orðunum: „Takk fyrir og góða helgi…“ – Á HíDEGINU Á FIMMTUDEGI? Bölvuð páfavilla!

Slappir Madridingar

Miðvikudagur, október 26th, 2005

Horfði á Deportivo leika sér að Real Madrid í­ kvöld. Úff hvað þetta milljónalið getur verið slappt í­ vörninni. Ég er samt ekki að ná því­ að detta oní­ spænska boltann. Of mikið af kvöldleikjum um helgar. Það er ekki alveg tí­minn fyrir fótboltagláp hér á Mánagötunni.

# # # # # # # # # # # # #

ítum núðlur í­ kvöldmatinn frá Nings í­ Hagkaupum í­ Kringlunni. Það var neyðarbrauð, því­ ég mætti á svæðið með það í­ hyggju að raða í­ einhvern plastbakka úr salatbarnum sem mun vera einhver sá stærsti og veglegasti í­ í­slensku súpermarkaði, ef marka má auglýsingarnar.

Þegar að salatbarnum var komið féllust mér hins vegar hendur. Veturinn 2001-02, þegar við Steinunn vorum að draga okkur saman, gripum við nefnilega fáránlega oft til þess ráðs að bjarga kvöldmatnum með því­ að henda hví­tlauksbrauði í­ ofninn, sjóða egg og kaupa salatbakka í­ Nóatúni. Eftir þann vetur fengum við bæði svo magnað ógeð á þessum krásum að við höfum enn ekki beðið þess bætur.

# # # # # # # # # # # # #

Leit við í­ Friðarhúsinu undir kvöldmatarleytið. Þar stóð yfir húsfundur þar sem rætt var um meinta silfurskottuplágu í­ húsinu. Sumir eru ofsóttir af þessum kvikindum, en aðrir hafa aldrei séð þau. Að eitra eða umbera, það er efinn…

Næsta skref í­ húsnæðisframkvæmdunum verður uppsetning á eldhúskrók. Það er útlit fyrir að dagsetning opnunarhátí­ðarinnar, 5. nóvember, standist með glæsibrag.

# # # # # # # # # # # # #

Á gær fékk ég endurskoðunarmiða á bí­linn. Eitthvað ólag á bremsunum, lí­klega stí­fluð dæla sagði skoðanamaðurinn. Aldrei gaman að fá endurskoðun, en þó skárra að það sé út af raunverulegum vandamálum en ekki smámunum eins og rúðuþurrkum, ljósum yfir númeraplötu og þess háttar. Það er ömurlegt að fá ekki skoðun út á þess háttar smotterí­.

# # # # # # # # # # # # #

Vinnudagurinn fór að mestu í­ að lesa amerí­skt vefsvæði um hvernig skuli kenna – eða öllu heldur ekki kenna börnum um rafmagnsfræði. Þetta er grí­ðarlega fróðlegt allt saman, en því­ miður er höfundurinn duglegri við að skjóta niður myndlí­kingar og framsetningu á borð við þá sem flestir kennarar nota en að útskýra hvernig betur mætti gera.

Aðalvandinn felst þó í­ því­ hversu ófullkomið hugtakið „rafmagn“ er. Við notum þetta orð í­ ótal ólí­kum merkingum, sem geta stangast á innbyrðis.

Geri ráð fyrir nokkrum dögum til viðbótar í­ þessar stúdí­ur.

# # # # # # # # # # # # #

Van de Graaf-hraðallinn minn er ennþá í­ lamasessi. Það kviknar á honum, en hann hleður sig ekki svo neinu nemi – samt er ég búinn að skipta um nælonreim í­ honum. Þetta er grí­ðarlega frústrerandi…

Einhverjar uppástungur hvernig ég gæti komið gallagripnum í­ lag?

Too Many Daves

Miðvikudagur, október 26th, 2005

Dr. Seuss er einhver flottasti barnabókahöfundur sem uppi hefur verið. 23 Daví­ðssálmur er snilldarkvæði:

Did I ever tell you that Mrs. McCave
had twenty three sons and she named them all Dave?
well, she did. And that wasn’t a smart thing to do.
You see, when she wants one and calls out ‘yoo-hoo!
come into the house, dave!’ She doesn’t get ONE.
All twenty three Daves of hers come on the run!
This makes things quite difficult at the McCaves’
as you can imagine, with so many Daves.

And often she wishes that, when they were born,
she had named one of them Bodkin van Horn
and one of them Hoos-foos. and one of them Snimm.
and one of them Hot-shot. and one Sunny Jim.
and one of them Shadrack. and one of them Blinkey.
and one of them Stuffy. and one of them Stinky.
another one Putt-putt. another one Moon Face.
another one Marvin O’Gravel Balloon Face.
and one of them Ziggy. and one Soggy Muff.
one Buffalo Bill. and one Biffalo Buff.
and one of them Sneepy. and one Weepy Weed.
and one Paris Garters. and one Harris Tweed.
and one of them Sir Michael Carmichael Zutt
and one of them Oliver Boliver Butt
and one of them Zanzibar Buck-buck McFate…
But she didn’t do it.

And now its too late.

Gráðostur

Miðvikudagur, október 26th, 2005

Gráðostur er furðulegt fyrirbæri. Nú er hann sannarlega ekki vondur, en það er eiginlega ekki hægt að segja að hann sé góður heldur. Allt fer þetta eftir samsetningum.

Nú er Gleym-mér-ey-borgarinn á Vitabar besti hamborgarinn í­ bænum, sem ekki verður skýrt með öðru en gráðostinum. Gráðostapí­tsur eru sömuleiðis fí­nar. Ofnbakaði laxinn í­ gráðostasósunni sem ég át í­ kvöldmat var alls ekki vondur. Hann var meira að segja nokkuð bragðgóður… en samt skrí­tinn.

Það sama verður hins vegar ekki sagt um samastöppuðu kartöflurnar og gulrótina sem barnið þurfti að éta. Sá matur var hreinræktaður vibbi.

# # # # # # # # # # # # #

Hvers vegna þarf alltaf allt að lenda á sömu dögunum? Á laugardaginn er spennandi málþing í­ Háskólanum um Þorvald Thoroddsen, sem allir ví­sindasagnfræðingar ættu að mæta á. (Mikið langar mig í­ Landfræðisögu Þorvalds sem verið er að gefa út um þessar mundir!)

En á sama tí­ma er aðalfundur MS-félagsins. Þar þarf Steinunn að vera og ég raunar lí­ka, enda fulltrúi í­ laganefnd. Svona er það nú bara.

# # # # # # # # # # # # #

Hef lent í­ nokkrum viðtölum sí­ðustu daga vegna spurningaspilsins, sem var að koma í­ verslanir. Ekki veit ég hvort margir kaupa borðspil í­ lok október, en einhverjir markaðsspekúlantar segja að gott sé að auglýsa á fullu núna til að stimpla vöruna inn, amk meðal hörðustu fótboltaáhugamanna. Á desember verður svo athyglinni beint að öfunum og ömmunum.

Skilst að þátturinn á föstudaginn verði viðureign Fylkis og Breiðabliks, sem var einn lí­flegasti þátturinn sem við tókum upp. Þar kljást meðal annars tveir pólití­kusar: Dagur Eggertsson og Gunnar Birgisson.

# # # # # # # # # # # # #

Drjúgum hluta vinnudagsins eyddi ég í­ að lesa gamlar skýrslur frá Sambandi í­slenskra rafveitna frá sjötta áratugnum ofanverðum. Klár sagnfræðinemi sem hefði sans fyrir tækni- og ví­sindasögu gæti gert svo flotta BA eða MA-ritgerð um Kjarnfræðanefnd Íslands og hugmyndir manna um beislun kjarnorkunnar á Íslandi á þessu árabili. Þetta er efni sem liggur á lausu, en það eru að verða sí­ðustu forvöð áður en lykilmenn taka mikilvægan fróðleik með sér í­ gröfina.

# # # # # # # # # # # # #

Sé að ístrí­ksbloggið-mitt hér að neðan hefur fengið óvenjugóð viðbrögð.

En gæti einhver útskýrt fyrir mér hvernig stendur á því­ að nú, þegar prentun ætti öll að vera einfaldari, virðist enginn leggja í­ stórfellda teiknimyndaútgáfu á meðan þetta var gert í­ stórum stí­l á áttunda áratugnum þegar það var stórframkvæmd?

Nýr Ástríkur

Þriðjudagur, október 25th, 2005

Jæja, nú eru fréttir farnar að berast af nýjustu ístrí­ks-bókinni frá Uderzo. Hún verður sú 33. í­ röðinni og lí­klega ein sú sérviskulegasta. Fregnir herma nefnilega að geimverur, sem augljóslega eiga að vera fulltrúar bandarí­skrar sjoppumenningar, heimsæki Gaulverjabæ til að forvitnast um hvernig standi á hinum yfirnáttúrulegu kröftum í­búanna. Hljómar ekkert sérstaklega vel.

Einungis 20 af bókunum 33 hafa komið út á í­slensku (21 ef talin er með bók nr. 2 í­ röðinni sem birtist í­ Mogganum). Þessar bækur voru gefnar út á tí­u ára tí­mabili, frá 1974 til 1983. Sí­ðustu 22 árin hefur hins vegar ekkert gerst – sem er hörmulegt.

ístrí­ksbækurnar eru gjörsamlega ófáanlegar í­ fornbókaverslunum og hef ég þó lengi svipast um eftir þeim. ístæðulaust er að ætla annað en að kaupendahópurinn yrði stór ef ráðist yrði í­ endurútgáfu og margir myndu sömuleiðis vilja sjá bækurnar þrettán sem upp á vantar, sérstaklega þær sex sem Coscinny samdi. Íslenskir bókaútgefendur virðast hins vegar nær hættir að gefa út skrí­pó, nema þá eitthvað afleitt drasl. Teiknimyndasöguútgáfa sem blés til sóknar fyrir nokkrum misserum rann t.d. beint á rassinn, enda byrjaði hún á óþekktum sögum sem aldrei voru söluvænlegar, í­ stað þess að gefa strax út þekktari tiltla.

Annars lí­tur ístrí­ksbókalistinn svona út:

1. Astérix le Gaulois, ístrí­kur Gallvaski
2. La Serpe d’or, ístrí­kur og gullsigðin (ekki komið út á í­slensku, nema sem framhaldssaga í­ myndasögum Moggans)
3. Astérix chez les Goths, ístrí­kur og gotarnir
4. Astérix gladiateur, ístrí­kur skylmingarkappi
5. Le Tour de Gaule, ístrí­kur á hringveginum
6. Astérix et Cléopí¢tre, ístrí­kur og Kleópatra
7. Le Combat des chefs, ístrí­kur og bændaglí­man
8. Astérix chez les Bretons, ístrí­kur í­ Bretlandi
9. Astérix et les Normands, ístrí­kur og ví­kingarnir
10. Astérix légionnaire, ístrí­kur í­ útlendingahersveitinni
11. Le Bouclier arverne, ístrí­kur skjaldsveinn (ekki komið út á í­slensku)
12. Astérix aux Jeux Olympiques, ístrí­kur Ólympí­ukappi
13. Astérix et le chaudron, ístrí­kur og grautarpotturinn
14. Astérix en Hispanie, ístrí­kur á Spáni
15. La Zizanie, ístrí­kur og flugumaðurinn
16. Astérix chez les Helví¨tes, ístrí­kur með innistæðu í­ Heilvitalandi
17. Le Domaine des dieux, ístrí­kur í­ Arnarnesinu (ekki komið út á í­slensku)
18. Les Lauriers de César, ístrí­kur og lárviðarkransinn
19. Le Devin, ístí­kur og falsspámaðurinn
20. Astérix en Corse, ístrí­kur á Korsí­ku (ekki komið út á í­slensku)
21. Le Cadeau de César, ístrí­kur og gjafir Sesars
22. La Grande traversée, ístrí­kur heppni
23. Obélix et Compagnie, Steinrí­kur Group (ekki komið út á í­slensku)
24. Astérix chez les Belges, ístrí­kur í­ Belgí­u (ekki komið út á í­slensku)

25. Le Grand fossé, ístrí­kur og þrætugjá þjóðfélagsins
26. L’Odyssée d’Astérix, Hrakningasaga ístrí­ks
27. Le Fils d’Astérix, ístrí­kur og sonur
28. Astérix chez Rahazade, ístrí­kur og töfrateppið (ekki komið út á í­slensku)
29. La Rose et le glaive, ístrí­kur og rauðsokkurnar (ekki komið út á í­slensku)
30. La Galí¨re d’Obélix, ístrí­kur í­ Atlantis (ekki komið út á í­slensku)
31. Astérix et Latraviata, Flagð undir fögru skinni (ekki komið út á í­slensku)
32. Astérix et la rentrée gauloise, Skálkar á skólabekk (smásögur, ekki komið út á í­slensku)
33. Le ciel lui tombe sur la tíªte, ístrí­kur og gereyðingarvopnin (óútkomin)

Ég ragmana Eddu-útgáfu eða einhverja aðra bókaútgefendur að ganga í­ málið!!!