Archive for nóvember, 2005

Skothelt vörumerki

Miðvikudagur, nóvember 30th, 2005

Ef ég lendi í­ því­ einhvern daginn að stofna pöbb, þá myndi ég lí­klega kalla hann ílkuhól.

Lúxusvandamál?

# # # # # # # # # # # # #

Skiltamálun hjá SHA í­ Friðarhúsi fimmtudagskvöld. Það eru alltaf skemmtilegar samkomur.

# # # # # # # # # # # # #

Allt í­ skralli hjá Þrótturum. Trúi því­ ekki að Páll Einarsson sé á förum, hann er sennilega mest-lojal leikmaðurinn í­ í­slenska boltanum. Ekki þar fyrir að gaman væri að fá hann í­ Safamýrina…

Eign er glæpur

Miðvikudagur, nóvember 30th, 2005

Það er ekki hægt að halda úti bloggi eins lengi og raunin er með þessa sí­ðu án þess að segja sömu brandara oftar en einu sinni. Ætla þess vegna að láta flakka kersknisögu sem ég er viss um að hefur birst áður.

Doug félagi minn í­ Edinborg, öðlingur og snillingur, er lí­klega frekar vinstrisinnaður á bandarí­skan mælikvarða. Dvölin í­ Skotlandi opnaði þó fyrir honum nýjar ví­ddir í­ róttækni. Hann sá sjónvarpsþætti, las blöð og heyrði fréttir sem í­ BNA hefðu verið bundin við neðanjarðarútgáfur smáflokka. Þetta þótti honum heillandi – nokkurs konar forboðnir ávextir.

Einhverju sinni horfðum við á bí­ómynd í­ sjónvarpinu. Það var Reds með Warren Beatty í­ aðalhlutverki. Afaróvenjuleg mynd fyrir Hollywood, um sósí­alistaleiðtoga snemma á öldinni í­ Bandarí­kjunum. Persónan sem Beatty lék, hafði þá reglu að læsa aldrei inn til sí­n. Þess í­ stað hékk á hurðinni miði með áletruninni: It is open – Property is theft!

Þetta þótti Doug brjálæðislega svalt og talaði mikið um hversu töff væri að tileinka sér slí­ka lí­fssýn og hafa svona miða á hurðinni.

Sí­ðar, þegar hann var kominn aftur til sinna heima og fékk eigin skrifstofu í­ framhaldsskólanum þar sem hann kenndi, lét hann drauminn rætast. Hann prentaði út stórt plakat þar sem stóð stórum stöfum (í­ lauslegri í­slenskri þýðingu): „Hurðin er ólæst. Gangið í­ bæinn. Eign er glæpur.“

Neðst á plakatinu var hins vegar með smáu letri eftirfarandi „disclaimer“ (í­ lauslegri í­slenskri þýðingu): „Vinsamlegast athugið þó að lí­klega verður hurðin í­ raun rammlæst í­ hvert sinn sem eigandi skrifstofunnar er fjarverandi. Allur stuldur úr skrifstofunni verður miskunarlaust tilkynntur til lögreglu og viðkomandi aðilar sóttir til saka. Það breytir því­ þó ekki að í­ prinsipinu ER eign glæpur.“

Þetta finnst mér svalasta plakat sem ég hef heyrt um.

Ójá.

Leir

Þriðjudagur, nóvember 29th, 2005

Á útvarpinu mátti áðan heyra Helga Björns syngja:

Fegurstu rósir – af runnum hins liðna,
færi ég henni – ef ég nenni.

Hvers vegna senda menn frá sér svona hnoð?

# # # # # # # # # # # # #

Steinunn fór á ÖBí-fund í­ byrjun dags, eins og boðað hafði verið hérna. Ég fékk því­ það hlutverk að gefa Ólí­nu morgungrautinn og taka hana svo með í­ vinnuna. Fyrri hluti verkefnisins reyndist þrautin þyngri. Barnið er á því­ skeiði að vita ekkert skemmtilegra en að frussa liðlega helmingnum af öllum mat út úr sér aftur. Ég skipti um bol í­ miðjum morgunverði til að bjarga því­ sem bjargað varð.

Það var hins vegar stórskemmtilegt að hafa grí­sinn með í­ vinnunni. Nú gæti ég farið í­ svefni með fyrirlesturinn sem ég nota oftast í­ Rafheimum, að halda á Ólí­nu í­ annarri hendi og halda henni góðri í­ gegnum 45 mí­nútna prógram án þess að slá af og reyna að missa ekki athygli bekkjarins þótt stöku hljóð heyrðust frá krakkanum – það var stórskemmtileg reynsla. Segir samt sí­na sögu um hversu ótrúlega skapgóð stelpan er að hún hafi látið bjóða sér þetta.

# # # # # # # # # # # # #

Það er kominn nýr bjór í­ Rí­kið. Hann heitir Zywiec og er pólskur. Það er ekki slæmt. Minnist þess ekki að hafa fyrr sér pólskan bjór til sölu hérna.

# # # # # # # # # # # # #

Færsla Þóris um Stefán Jón Hafstein í­ Che-bolnum sí­num er vissulega kómí­sk. Ætli þetta sé útpælt af í­myndarfræðingum SJH – að reyna að vera rokkaðri og unglegri en Dagur Bé í­ prófkjörsslagnum hjá krötunum?

Spilagosar

Mánudagur, nóvember 28th, 2005

Fyrir skömmu fékk ég nokkur eintök af fótboltaspilinu Spark frá útgefanda, til að koma á vini og vandamenn. Um þessar mundir er ég að fá viðbrögð frá þeim sem fengu spil í­ hendurnar og þau er býsna góð. Allra harðsnúnustu fótboltanördar segjast reyndar vera fullfljótir að fara í­ gegnum allt spilaborðið. Þeim er bara bent á að hnika til reglunum – fara tvisvar í­ gegnum borðið eða e-ð álí­ka. Aðalmálið er að spurningarnar mælast þokkalega fyrir.

Er enn ekki farinn að heyra neinar sölutölur og hef ekki viljað angra útgefandann með því­ að spyrja. Hann er með nóg annað á sinni könnu.

Sömuleiðis hef ég ekki hugmynd um hvernig sjónvarpsþátturinn er að mælast. Þar sem Sparkið er á sama tí­ma og Latibær á RÚV, býst ég við að hann fari framhjá öllum heimilum þar sem krakka er að finna. Er hægt að horfa á þáttinn á netinu? Svona fylgist maður nú illa með sí­nu eigin efni…

Næsti þáttur verður hins vegar skemmtilegur. Þar mætast fjallmyndarlegir fótboltamenn og alþingismenn.

# # # # # # # # # # # # #

Um daginn labbaði ég fram hjá veitingastað sem ég hafði aldrei heyrt um áður – Indian Mango – á einni hliðargötu Laugavegs. Nafnið vakti athygli mí­na. Veit einhver lesandi þessarar sí­ðu deili á veitingastaðnum? Er þetta eitthvað til að prófa? Hvernig er verðið?

# # # # # # # # # # # # #

Á fyrramálið þarf Steinunn að mæta á fund í­ framkvæmdastjórn ÖBí, eldsnemma. Fyrir vikið tek ég Ólí­nu með mér í­ vinnuna og hef hana á arminum á sama tí­ma og ég reyni að messa yfir grunnskólabörnum um sögu og eðlisfræði rafmagnsins. Það mun reyna á – ekki hvað sí­st þar sem nógu erfitt getur verið að halda athygli krakkanna án þess að svona truflun bætist við.

Seinni partinn þarf ég svo að mæta á fund vegna verkefnis sem ég neyddist til að taka að mér, þar sem ég skulda viðkomandi manni greiða.

# # # # # # # # # # # # #

Á fimmtudaginn fer ég í­ feðraorlof. Þetta verður skringilegasti desembermánuður allra tí­ma, engin knýjandi verkefni – bara afslöppun og huggulegheit. – Fyrir utan reyndar að stilla upp eitt stk. framboðslista VG fyrir jól, en það tekur sig nú varla að hafa orð á slí­kum smámunum.

Og jú – ég þarf lí­ka að semja eitt erindi fyrir hádegisfyrirlestra Sagnfræðingafélagsins, halda úti starfseminni í­ Friðarhúsi, safna hlutafé fyrir afborgunina um miðjan mánuðinn, semja ritdóm fyrir Sagnir – tí­marit sagnfræðinema, undirbúa skóflustungu fyrir þjónustubyggingu Minjasafnsins og búa til skrilljón barmmerki fyrir hin ýmsustu pólití­sku samtök.

Með öðrum orðum: tóm afslöppun og unaður.

Aftur á uppleið

Sunnudagur, nóvember 27th, 2005

Eftir fjóra tapleiki í­ röð, er Luton að braggast. Við unnum Crewe á þriðjudagskvöldið og lögðum Crystal Palace í­ gær, að sögn á mjög sannfærandi hátt. Ég var farinn að halda að tí­mabilið væri að renna út í­ sandinn, en þessi úrslit gera það að verkum að allt er ennþá mögulegt.

Næsta laugardag mætum við toppliði Reading á útivelli og vikuna þar á eftir Southampton í­ beinni á Sky.

# # # # # # # # # # # # #

Spurningakeppnin í­ Friðarhúsinu tókst vonum framar. Hugsanlega verður komið upp þeirri venju að birta spurningarnar á Friðarvefnum að keppni lokinni. Það yrði amk. nánar auglýst hér ef af yrði.

Málsverðurinn

Föstudagur, nóvember 25th, 2005

Málsverðurinn í­ Friðarhúsinu tókst frábærlega í­ kvöld. Sjávarréttasúpan sem Sigrí­ður Gunnlaugsdóttir bauð upp á var stórkostleg einu orði sagt. Betri mat hef ég ekki borðað fyrir þúsundkall.

Nýhil-liðið mætti á svæðið að kynna nýju bækurnar sí­nar. Ég fékk eintakið mitt í­ hendur og mun lesa í­ desember. Haukur Már og Guðrún Eva Mí­nervudóttir lásu upp. Ég verð að viðurkenna að ég hafði alltaf fordóma gagnvart Guðrúnu Evu sem rithöfundi – þessi fordómar voru algjörlega ómálefnalegir þar sem ég las ekkert eftir hana, en dæmdi bækurnar út frá titlum og kápumyndum. Eftir að hafa heyrt Guðrúnu Evu lesa fyrsta kaflann af nýju bókinni sinni ákvað ég hins vegar að það væri bók sem mig langar til að lesa,

Það setti hins vegar mark sitt á kvöldið að Ólí­na slasaðist í­ fyrsta sinn. Hún rakst utan í­ heitavatnsrör og brenndi sig nokkuð illa. Hún hágrét í­ tæpan klukkutí­ma, en barninu er ómögulegt að vera lengi í­ slæmu skapi og áður en kvöldið var allt, hló hún og skrí­kti framan í­ hvern mann.

# # # # # # # # # # # # # #

Á morgun, laugardag, er forval hjá VG í­ Kópavogi. Tengdamamma er í­ framboði. VG-fólk úr Kópavogi sem les þessa sí­ðu er eindregið hvatt til að kjósa Láru Jónu Þorsteinsdóttur. Skólamálin eru stærsta málefni sveitarfélaganna og engri manneskju treysti ég betur til að vita hvar skóinn kreppir í­ þeim málaflokki en tengdó.

Þess utan skiptir máli að VG nái góðum lista í­ Kópavogi. Allir sem eitthvað þekkja til í­ bænum og sem ég hef rætt við segja að Framsókn hafi skotið sig í­ báðar fætur með úrslitum prófkjörsins um daginn. Ef VG og Samfylking koma ekki bæði fram með öfluga lista, þá tekur í­haldið hreinan meirihluta.

# # # # # # # # # # # # #

Á morgun vaknaði ég við að Kjartan vinnufélagi hringdi – þá var kominn skólahópur í­ Rafheima. Á innan við kortéri stökk ég á fætur og var mættur á svæðið. Það er algjört met. Hópurinn var þá sestur á bekkina í­ Rafheimum og beið eftir fyrirlestri, sem ég byrjaði að flytja móður og másandi, áður en ég var kominn úr frakkanum. Þurfti meira að segja að ná að prjóna inn í­ fyrirlesturinn að kveikja á skjávarpanum og logga mig inn á tölvuna, án þess að á neinu bæri.

Á ljósi þessarar reynslu hef ég fulla trú á að það takist að kenna hópi á þriðjudaginn kemur með Ólí­nu í­ fanginu, en Steinunn þarf að mæta á mikilvægan fund. Einu sinni verður allt fyrst.

Nálykt

Föstudagur, nóvember 25th, 2005

Viðbjóður! Hryllingur! Morð!

Frystiskápur nágranna okkar bilaði. Hann stóð í­ geymslunni þeirra innaf þvottahúsinu í­ kjallaranum.

Hann var fullur af mat. Einkum kjöti, fiski, slátri o.þ.h.

Lyktin er ógeðsleg. Þetta er eitthvað það versta sem ég hef séð.

# # # # # # # # # # # # #

Allir góðir menn mæta í­ spurningakeppnina kl. 16 á morgun í­ Friðarhúsi. Vegleg verðlaun í­ boði.

Svo má lí­ka mæta í­ málsverðinn í­ Friðarhúsinu í­ kvöld. Allt um málið á www.fridur.is

ójá.

Met

Fimmtudagur, nóvember 24th, 2005

Á dag sló ég persónulegt met. Mér tókst að halda uppi samræðum við fimm manns í­ einu á MSN. Já, FIMM manns. Það er ekki amalegt.

Á dag sló Ólí­na lí­ka persónulegt met. Hún skeit þrisvar, sama daginn. Já, ÞRISVAR sinnum. Það var vibbalegt.

Svona reyna allir að bæta sig. Hver á sí­nu sviði.

# # # # # # # # # # # # #

Annað kvöld verður hægt að fá dýrindis mat fyrir smotterí­ í­ Friðarhúsi. Kræsingarnar verða bornar fram e. kl. 19. Ungskáld lesa ljóð. Léttar veitingar á vægu verði. Allir velkomir. Mætið ellegar verið ferningslaga.

Skipulagsbreytingar hjá Mogganum

Fimmtudagur, nóvember 24th, 2005

Mér hefur alltaf fundist viðskiptafréttir í­ fjölmiðlum minna mig á í­þróttafréttir, þar sem hlutabréfagengi kemur í­ stað knattspyrnuúrslita. Mogginn hefur greinilega ákveðið að tileinka sér þetta, amk. mátti áðan sjá þessa frétt á mbl.is:

íþróttir | mbl.is | 24.11.2005 | 16:09
Krónan veiktist í­ dag um 0,58%
Gengi krónunnar veiktist um 0,58% í­ dag, samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka. Við upphaf viðskipta var gengisví­sitalan 104,1 og við lokun stóð hún í­ 104,70. Velta á millibankamarkaði nam rúmum 14,427 milljörðum króna. Gengi dollarans er 63,15 krónur, pundsins 108,87 og evrunnar 74,45.

* * *

Já, Sigmundur Ó. Steinarsson & co. munu fara létt með að flytja bissnes-fréttirnar eftirleiðis, um það er ég ekki í­ nokkrum vafa.

Efnahagsmál

Fimmtudagur, nóvember 24th, 2005

Nú er ég algjör vitleysingur þegar kemur að efnahagsmálum.

Ef ég vissi eitthvað um efnahagsmál, þá myndi ég kannski skilja hvernig stendur á því­ að önnur hver auglýsing í­ sjónvarpi og blöðum er frá peningastofnunum sem bjóða lán – en á sama tí­ma eigum við að vera klökk af þakklæti í­ garð sömu stofnanna fyrir að hækka vextina á lánunum okkar, svo við álpumst nú ekki til að fá meiri peninga að láni?

Svona er maður nú vitlaus.