Archive for desember, 2005

Árið

Laugardagur, desember 31st, 2005

Higland Park2005 er lí­klega viðburðarí­kasta ár lí­fs mí­ns.

Þegar Ólí­na fæddist á vormánuðum breyttist allt. Raunar breyttist svo margt að ég á erfitt með að rifja upp hvernig málum var háttað fyrir þann tí­ma. Það hefur sömuleiðis verið frábært að fylgjast með þessu litla krí­li vaxa sí­ðustu átta mánuðina. Nú sí­ðast er hún búin að læra að skrí­ða áfram og er þegar farin að sýna ævisögum sérstakan áhuga, jafnt ævisögum Bubba, Kára Stefánssonar og Steingrí­ms Hermannssonar.

2005 var lí­ka ár missis. Á haust dóu bæði afi og Óli Guðmunds, vinur minn og vinnufélagi. Afi varð rétt tæplega áttræður, en Óli ekki nema um sextugt og hefði átt að eiga tuttugu góð ár til viðbótar.

Fráfall Óla og veikindi hans mánuðina þar á undan tóku sinn toll á vinnustaðnum. Skarð hans þar verður vandfyllt.

Til hliðar við vinnuna á safninu kom ég ýmsu í­ verk. Á vormisseri kenndi ég við Háskólann í­ fyrsta sinn, samhliða því­ að sjá um spurningakeppni framhaldsskólanna. Um haustið samdi ég spurningar fyrir fótboltaspil og sá um sjónvarpsþætti í­ tengslum við það.

Eins og svo oft áður sat sagnfræðin nokkuð á hakanum hjá mér í­ ár. Engu að sí­ður flutti ég nokkra fyrirlestra, t.d. hjá Verkfræðingafélaginu og Sagnfræðingafélaginu.

Á félagsstörfunum fór mesta orkan í­ Samtök herstöðvaandstæðinga, þar sem stærsta viðfangsefnið var kaup á nýju húsnæði. Sá langþráði draumur rættist á haustmánuðum.

Af öð’rum félagsmálum mætti nefna stjórnarsetu í­ FRAM, kjörstjórnar- og uppstillingarnefndarvinnu hjá Vinstri grænum og smáverkefni í­ tengslum við MS-félagið.

Eins og sést af þessari upptalningu hefur verið nóg að gera. Stundum kannski of mikið. Á það heila tekið er þetta ekki bara viðburðarí­kasta árið, heldur lí­ka það ánægjulegasta.

Það er nú svo.

Vörpum birgjum í brunninn!

Föstudagur, desember 30th, 2005

Higland Park
Fór í­ Rí­kið í­ hádeginu. Oft hefur viský-úrvalið þar verið lélegt, en þetta slær öll met.

4-5 einmöltungar var allt úrvalið. Hvaða grí­n er þetta eiginlega?

Nefndi þetta við strákinn á kassanum, en fékk svo sem sömu svör og venjulega: að allt sé þetta birgjunum að kenna, þeir nenni ekki að bjóða upp á viský.

Á maður að trúa þessu? Hvers konar glæpamenn eru þessir birgjar? Hvers vegna fer fólk ekki út á göturnar og mótmælir? Urr…

Skóflustunga

Föstudagur, desember 30th, 2005

null

Mættur í­ vinnuna þrátt fyrir að vera enn í­ feðraorlofinu. Á dag er nefnilega stór dagur í­ Elliðaárdalnum. Um eittleytið verður tekin skóflustunga að nýbyggingu Fornbí­laklúbbs Íslands við hlið Minjasafnsins. Húsin tvö verða tengd með þjónustuálmu, sem meðal annars þýðir að aðgengismál safnsins komast loksins í­ betra horf þar sem hægt verður að komast milli hæða í­ lyftu. Það er sömuleiðis þekkt staðreynd að fornbí­lasöfn njóta mikilla vinsælda, sérstaklega hjá hópum sem kynnu að sýna áhuga mörgu af því­ sem í­ boði er á Minjasafninu okkar.

Auðvitað hefði ég kosið að fá meira rými fyrir safnið út úr þessum framkvæmdum en raun ber vitni, en það er þó engin ástæða til að láta það spilla gleðinni. Þetta er langþráð stund eftir skelfilega langa meðgöngu. Þá er bara að vona að frmkvæmdir gangi hratt og vel.

Hryggur um jólin

Laugardagur, desember 24th, 2005

Tengdó gaf sví­naræktarmafí­unni langt nef í­ jólamatnum og bauð upp á lambahrygg í­ kvöld. Hann var lostæti. Við vorum sex í­ matnum: við famelí­an, tengdó Gvendur og Vigdí­s.

Komum klyfjuð af gjöfum, enda keppast menn við að gefa barninu föt og leikföng. Steinunn er skriðin upp í­ rúm að lesa Argóarflí­sina eftir Sjón. Geri sjálfur ráð fyrir að byrja á Guðrúnu Evu Mí­nervudóttur á eftir.

Á fyrramálið fyllist kotið svo af fólki. Við bjóðum nefnilega í­ bröns. Það verður sérstaklega gaman að hitta Þóru systur, sem er nýsloppin heim úr verkfallinu í­ New York.

Jamm.

Breytingar

Laugardagur, desember 24th, 2005

Palli Kaninku-meistari hefur boðað breytingar á Kaninku-vefsvæðinu dagana milli jóla og nýárs. Kannski þýðir það nýtt útlit, en þessi sí­ða hefur litið eins út um alllangt skeið.

Ég get þó lofað því­ að ég mun ekki taka upp útlitið frá því­ í­ árdaga þessa bloggs, þegar sí­ðan var ví­nrauð og skelfilega ljót að flestra mati.

# # # # # # # # # # # # #

Gleðileg jól.

Skata

Föstudagur, desember 23rd, 2005

Sit einn heima í­ kotinu með barnið. Steinunn fór ásamt tengdó og Vigdí­si mágkonu í­ skötuveislu til Guðrúnar og Elvars. Sjálfur ætla ég að fá mér samloku með osti í­ hádegismat. Nokkrir hlutir varðandi skötuát:

* Það er ekkert svalt við að éta skötu á Þorláksmessu og gera mikið mál úr því­

* Það er ekkert svalt við að láta eins og manni finnist skatan ekki nógu kæst og hreykja sér af því­ að koma að vestan, „þar sem menn kunni að búa til almennilega skötu“

* Það er heldur ekkert svalt við að gera mikið úr andúð sinni á skötuáti og segja brandara um skemmdan mat.

* Hins vegar getur verið dálí­tið svalt að éta skötu hvunndags, án þess að gera úr því­ neina seremóní­u

# # # # # # # # # # # # #

Allir góðir menn mæta í­ friðargöngu í­ kvöld. Klukkan 18 í­ Reykjaví­k og ísafirði eða kl. 20 á Akureyri.

Nánari upplýsingar má finna í­ viðtalinu við Steinunni í­ Fréttablaðinu í­ dag.

Jamm.

Hvað er verkalýðshreyfingin að hugsa?

Fimmtudagur, desember 22nd, 2005

Eina ferðina enn hefur rí­kisstjórnin stofnað nefnd eða vinnuhóp til að fjalla um grundvallaratriði varðandi kjör og afkomu öryrkja, án þess að þar sé skipaður fulltrúi frá Öryrkjabandalaginu. Þetta er meðvituð ákvörðun rí­kisvaldsins, sem hefur staðið í­ baráttu við ÖBÁ og samtök eldri borgara á undanförnum árum – þar sem krafa félagasamtakanna er sú að engar ákvarðanir séu teknar um málefni þessara hópa án samráðs við þá. Slagorðið er: „Ekkert um okkur án okkar“.

Á þessi sjónarmið hefur rí­kisvaldið ekki fallist. Þvert á móti hafa stjórnvöld í­trekað áréttað að þau lí­ti á þessi félög sem hópa sem rí­kisvaldinu sé frjálst að ræða við þegar þeim henti en annars ekki. Á því­ skyni hafa stjórnvöld með reglubundnum hætti reynt að niðurlægja þessi félög með því­ að sniðganga þau á áberandi hátt.

Gott og vel. Þetta er afstaða stjórnvalda og þau hegða sér í­ samræmi við það.

Það sem ég botna ekki í­, er þáttur verkalýðshreyfingarinnar. Hvað gengur ASÁ og BSRB til að styðja ekki félög sem berjast fyrir viðurkenningu á samningsrétti sí­num, heldur taka hreinlega þátt í­ að vinna gegn þessum markmiðum með þátttöku í­ svona nefndum eða með því­ að gera breytingar á bótakerfinu hluta af þrí­hliða kjarasamningum stéttarfélaga, vinnuveitenda og rí­kisvaldsins – án þátttöku þeirra hópa sem málið varðar mest.

Rí­kisstjórnin er ömurleg, það vissum við fyrir. En ég á erfiðara með að skilja hvað hinum gengur til.

Skuggalegi maðurinn

Miðvikudagur, desember 21st, 2005

Fór og lét rýja mig á rakarastofu í­ morgun. Lí­klega hálft ár frá sí­ðustu ferð, enda var ég kominn með ansi mikinn lubba.

Þegar heim var komið starði Ólí­na á mig lengi – og fór svo að hágráta.

Vonandi að hún verði búin að taka þennan skuggalega, stuttklippta mann aftur í­ sátt þegar hún kemur inn úr vagninum eftir hádegslúrinn. Að öðrum kosti verð ég að fá hárkollu lánaða í­ hvelli.

# # # # # # # # # # # # #

Er helaumur í­ stórutánni eftir fótboltaleik gærkvöldsins. Hún er þó ekki brotin, ég man hversu vont var að brjóta tána og þetta er skömminni skárra. Það breytir því­ ekki að ég er draghaltur.

# # # # # # # # # # # # #

Sí­ðdegis brenna ísatrúarmenn geithafur í­ Öskjuhlí­ðinni. Við höfum farið sí­ðustu tvö árin, en sleppum því­ að þessu sinni.

Erindið

Miðvikudagur, desember 21st, 2005

Á dag héldum við Skúli Sigurðsson erindið okkar í­ fyrirlestraröð Sagnfræðingafélagsins: Hvað eru framfarir? Skúli var í­ Berlí­n og því­ fengum við Magnús Ragnarsson, leikara og Sjónvarpsstjóra til að fylla skarð hans. Magnús var flottur í­ þessu hlutverki. Hann las geysivel, þrátt fyrir að hafa fyrst fengið handritið í­ hendur tveimur tí­mum fyrir erindið. Hann blandaði sér meira að segja í­ umræðurnar á eftir. Ég var varla nema kinka-kolli-kunnugur Magnúsi fyrir fundinn, en hann óx grí­ðarlega í­ áliti. Bráðskarpur náungi.

Brandararnir féllu í­ góðan jarðveg og viðtökurnar voru góðar. Erindið var auðvitað pómó – lí­klega mest pómó erindi þessara funda í­ lengri tí­ma.

Ég hef áður lýst aðdáun minni á fræðimanninum Skúla Sigurðssyni á þessum vettvangi, en ég tel hann einn allra gáfaðasta mann sem ég hef kynnst á ævinni. Niðurlagskafli erindisins, sem Skúli hristi fram úr erminni í­ morgun, eru sá svölustu sem ég hef heyrt í­ fræðilegum fyrirlestri.

Nú er gaman að lifa.

Stórtíðindi!

Mánudagur, desember 19th, 2005

Sí­ðdegis boðaði Bjarni Fel til blaðamannafundar.

Hann er ví­st genginn í­ KR.