Archive for janúar, 2006

Hnitmafían

Þriðjudagur, janúar 31st, 2006

Nú liggur illa á Stefáni. Ekki aðeins er sí­ðasti dagur feðraorlofsins að renna upp (reyndar tek ég sjötta og sí­ðasta mánuðinn í­ júní­), heldur vorum við í­ kvöld sviknir um fótboltann í­ KR-heimilinu. ístæðan var hnitmót!

Það eru alltaf mikil vonbrigði þegar fótboltinn fellur niður. Urr!

# # # # # # # # # # # # #

Á dag fékk Friðarhús að gjöf hurð í­ hjólastólabreidd fyrir annað salernið. Þar með hyllir undir að mikilvægum áfanga verði náð í­ framkvæmdum við húsnæðið. Það er gleðiefni.

Næst er að huga að því­ að koma upp bókasafninu. Margir góðir félagar eiga í­ sí­num fórum bækur og blöð um friðar- og afvopnunarmál. Vonandi verða sem flestir til í­ að gefa þær til safnsins eða lána.

# # # # # # # # # # # # #

Ein af hreyfingunum í­ stúdentapólití­kinni sóttist eftir að koma í­ kennslustund hjá okkur Sverri á morgun. Ég benti á að slí­kt væri ekki til vinsælda fallið. Við hnikuðum nefnilega til tí­manum, þannig að hann rekst ekki nema að litlu leyti á við handboltalandsleikinn gegn Króötum. Lí­klega hefðu nemendur haft litla þolinmæði til að sitja undir frambjóðendum til stúdentaráðs, vitandi að þau ræðuhöld myndu einungis lengja tí­mann og takmarka handboltagláp. Kosningasmalinn féllst á þessi rök mí­n og strikaði okkur af heimsóknalistanum.

# # # # # # # # # # # # #

Flottur sigur Luton á útivelli gegn Uglunum í­ kvöld – raunar fyrsti útisigur okkar í­ fjóra mánuði!

Félagar mí­nir úr hópi Sheff. Wed.-stuðningsmanna eru varla kátir, enda liðið í­ vondum málum við botninn. Við erum á hinn bóginn enn í­ baráttunni um sæti í­ umspili – þótt vissulega sé bilið nokkuð breitt. Heimasigur gegn Hull á laugardaginn myndi miklu breyta.

Á miðnætti lokast lí­ka félagaskiptaglugginn. Ekki er útlit fyrir að við kaupum neinn eða seljum. Aðalmálið er að halda Mike Newell. Leicester reyndi að fá að ræða við hann um stjórastöðuna. Spurning hvað Derby gerir núna?

Skopmyndirnar

Þriðjudagur, janúar 31st, 2006

alfur.jpgEinar Örn er að mestu búinn að skrifa pistilinn sem ég ætlaði að skrifa.

Hann á, eins og ég, bágt með að skilja í­ Agli Helgasyni sem skorar á fólk að birta sem allra flestar skopmyndir af Múhameð spámanni – því­ það sé eina leiðin til að takast á við óðu múslimana sem nú gagnrýna Jótlandspóstinn.

Nú þyrfti þetta sjónarmið vissulega ekki að koma á óvart frá Vantrúarseggjum sem hafa þá hugsjón að berja á trúarbrögðum og storka þeim á ýmsa lund. Fyrir slí­ka guðleysingja hljóta skopmyndirnar að teljast dyggð og ritstjórarnir hetjur.

En Egill Helgason hefur til þessa gagnrýnt Vantrúarmenn harðlega fyrir ónærgætni í­ garð Kristinna. Hann birtir reglulega pistla sem eru efnislega á þessa leið:

„Afi minn og amma voru gott fólk. Þau trúðu á guð og kenndu mér marga góða hluti. Mér þótti vænt um ömmu og afa. En þótt amma og afi hafi verið góðar og réttsýnar manneskjur, þá hefðu þau örugglega ekki kunnað að meta hommabrúðkaup. Þess vegna eiga menn að fara að öllu með gát og helst bí­ða með breytingar þar til gamla fólkið er dáið – og ekki bögga biskupinn.“ 

Nú er það þekkt staðreynd að trúarbrögðin Íslam eru afar afdráttarlaus í­ því­ að ekki má gera myndir af spámanninum eða drottni. Augljóslega falla skopmyndir enn sí­ður í­ kramið.

Slí­k viðkvæmni hefur auðvitað lí­tið að segja fyrir yfirlýsta andstæðinga trúarbragða – en í­ mí­num kolli gengur það ekki upp að sami maður og kveinkar sér undan virðingarleysi trúleysingja við guðstrú afa og ömmu, heimti nú að fylgjendum annarra trúarbragða sé storkað með þessum hætti.

Annars þarf nú ekki að leita til annarra landa eftir dæmum um trúmenn sem reiðst hafa vegna teiknimynda. Man ekki betur en að sjálfur biskup Íslands hafi orðið ævareiður þegar Spölur, eignarhaldsfélag Hvalfjarðarganganna, kynnti til sögunnar teiknimyndafí­gúruna Staupastein – sem var álfur eða smátröll. Þetta kallaði biskup átök milli kristni og heiðni og krafðist þess að öll merki um teiknimyndaálfinn yrðu fjarlægð. Gott ef hann vildi ekki að stjórnendur Spalar bæðust afsökunar á þessu guðlasti sí­nu.

Samlegðaráhrif?

Mánudagur, janúar 30th, 2006

Einn af stóru leyndardómum heimilisins að Mánagötu 24 leystist í­ nótt. Það var ráðgátan um Fasteignablað Moggans.

Þannig er mál með vexti að við Steinunn kaupum ekki Moggann. Það gera hins vegar Bendikt og frú Sigrí­ður á efri hæðinni. Þessi rosknu sómahjón eru mjög pössunarsöm þegar kemur að því­ að hirða nákvæmlega sinn hluta af öllum þeim ruslpósti og frí­blöðum sem berst inn á heimilið – með einni undantekningu: Fasteignablað Morgunblaðsins.

Á hverjum mánudagsmorgni þegar ég fer fram til að sækja Fréttablaðið (sem stundum berst á morgnanna en oft seint á kvöldin) liggur þar Fasteignablaðið, lí­kt og nágrannar mí­nir geri ráð fyrir að þetta sé okkar eintak og að okkur beri að hirða það eða koma til förgunar. Sú hegðun er mjög úr karakter fyrir þau.

Rétt rúmlega eitt í­ nótt vöknuðum við hins vegar við að rjátlað var við póstlúguna. Ég rölti fram – og sjá: þar lágu tvö eintök af Fasteignablaðinu.

Á ljós kom sem sagt að Morgunblaðið heldur úti tvöföldu dreifingarkerfi í­ Norðurmýrinni. Fyrst dreifir blaðberi Fasteignablaðinu í­ skjóli nætur og nokkrum klukkustundum sí­ðar fer annar blaðberi um hverfið með sjálft Morgunblaðið.

Nú er ég hvorki hagfræðingur né rekstrarverkfræðingur – en væri hér ekki hægt að ná fram nokkurri hagræðingu og samlegðaráhrifum?

Kjörfundur/kjörstaður

Mánudagur, janúar 30th, 2006

Þar sem ég er orðinn liðónýtur í­ bloggi upp á sí­ðkastið (ef frá eru taldar stöku fótbolta- og GB-færslur), er eins gott að ég reyni að halda uppi færslufjöldanum með því­ að tengja á athugasemdakerfi á öðrum bloggsí­ðum þar sem ég er að belgja mig.

Á sí­ðunni hans Gí­sla er nú rætt um prófkjörið hjá Framsókn og í­ tengslum við það muninn á hugtökunum „utankjörfundar“ og „utankjörstaðar“. Legg til að sí­ðarnefnda orðskrí­pinu verði eytt úr málinu hið fyrsta!

Óheppinn maður Denis Law

Laugardagur, janúar 28th, 2006

Á þessum degi árið 1961 átti eitt fyndnasta atvik enskrar knattspyrnusögu sér stað – þ.e. fyndið í­ hugum allra annarra en stuðningsmanna Manchester City.

City og Luton mættust í­ fjórðu umferð bikarkeppninnar og Denis Law var í­ banastuði. Þótt það rigndi eins og hellt væri úr fötu, skoraði hann sex sinnum í­ mark Luton – og ómögulegt er að segja hversu mörgum mörkum hann hefði bætt við… ef dómarinn hefði ekki flautað leikinn af vegna bleytunnar á vellinum.

Þetta þýddi að leika þurfti að nýju og í­ þeim leik fór Luton með sigur af hólmi, 3:1.

Svekkjandi?

# # # # # # # # # # # # #

FRAM byrjar vel í­ Reykjaví­kurmótinu. Unnum Fylki 3:0, það er betra en ég þorði að vona. Verð að skella mér upp í­ Egilshöll á næstunni og lí­ta á liðið – þó vissulega sé í­slenskur fótbolti í­ janúar/febrúar sjaldnast fögur sjón.

# # # # # # # # # # # # #

Barnið er marið á gagnauga og með kúlu á hausnum. Þetta er afleiðingin af því­ að hún er farin að reisa sig upp við borð og stóla, iðulega til að fálma eftir einhverju sem þar liggur – og gleymir þá að halda sér á meðan. Með öllum þessu sprikli og hamagangi getur þess ekki verið langt að bí­ða að mörinn byrji að renna af henni.

Ferilskráin

Laugardagur, janúar 28th, 2006

Fyndin ábending hjá Palla Hilmars.

Merkilegt að Björk Vilhelmsdóttir kjósi að draga fram setu sí­na í­ miðstjórn Alþýðubandalagsins fyrir tuttugu árum, en gleymi að geta um varaformennsku sí­na í­ Reykjaví­kurfélagi VG fyrir örfáum misserum.

Nema frambjóðandinn hafi setið heima hjá sér við tölvuna og hugsað: „Ef ég sleppi því­ að nefna Vinstri græn á nafn, þá gleyma kannski kjósendurnir í­ prófkjöri Samfylkingarinnar að ég hafi verið í­ öðrum flokki þar til fyrir mánuði!“

Nokkuð bjartsýnt – ekki satt?

Át

Fimmtudagur, janúar 26th, 2006

Á þetta mæta allir góðir menn:

Fjáröflunarmálsverðirnir í­ Friðarhúsi, sem að jafnaði eru haldnir fjórða föstudag í­ mánuði, hafa rækilega slegið í­ gegn. Sí­ðast var troðfullt hús og frábær stemning langt fram eftir kvöldi.

Næstkomandi föstudagskvöld, 27. janúar, verður á ný blásið til málsverðar. Á matseðlinum er linsulauksúpa, indverskur pottréttur með friðarí­vafi og nýbakað brauð – en þessar krásir eru í­ boði fyrir litlar 1.000 krónur. Auk léttra veitinga á vægu verði.

Meðan á borðhaldi stendur, munu ungskáld láta ljós sitt skí­na. Matarveislan hefst kl. 19, en húsið verður opnað hálftí­ma fyrr. Allir velkomnir og um að gera að taka með sér gesti!

Jamm.

Nýtt viský

Fimmtudagur, janúar 26th, 2006

Eins og úrvalið af einmöltungum er dapurt í­ Rí­kinu um þessar mundir, eru það alltaf tí­ðindi þegar nýjar tegundir bætast við. Keypti áðan Ledaig, frá eyjunni Mull. Kannski ég prufi það strax í­ kvöld!

# # # # # # # # # # # # #

Á kvöld verður á Stöð 2 sýnd keppni mí­n og Friðbjarnar Garðarssonar, samstúdents mí­ns, í­ Meistaranum. Skemmtileg keppni sem Logi hefur skapað á nýja vinnustaðnum.

GB, sjöunda kvöldið

Miðvikudagur, janúar 25th, 2006

Gettu betur sveit FNVÉg hafði spáð tí­ðindalitlu kvöldi í­ Gettu betur, en reyndist ekki spámannlega vaxinn. íður en lengra er haldið er rétt að ég biðji Garðbæinga afsökunar á að hafa afskrifað þá fyrirfram. Það er blóðugt fyrir FG-liðið að sitja eftir með 27 stig, næsthæsta stigaskorið í­ ár.

MS-ingar eru alvöru lið. Með hæsta stigaskorið í­ báðum umferðum (enn sem komið er) hafa þeir stimplað sig inn í­ baráttuna um titilinn. Kannski lykillinn að velgengninni sé sá að MS-ingar hafa verið tí­ðir gestir á Friðarpí­punni, spurningakeppni herstöðvaandstæðinga – það skyldi þó ekki vera…

Borghyltingar máttu hafa fyrir sigrinum gegn frí­skum Laugalimum. Með sigri Borgó varð ljóst að amk. tvær stelpur komast í­ sjónvarpið. Kynjahlutfallið í­ sjónvarpshluta GB virðist vera fasti – sí­ðustu fimmtán árin eru stelpurnar þar yfirleitt tvær, þrjár þegar best lætur. Þetta er auðvitað ekki nógu gott.

Ég þykist vita að markmið Borghyltinga hafi verið að komast í­ sjónvarp. Þeir eru að byggja upp lið til framtí­ðar og því­ var grí­ðarlega mikilvægt fyrir skólann að detta ekki út í­ útvarpinu. Hins vegar sé ég liðið ekki komast upp úr fjórðungsúrslitunum að óbreyttu.

MR-ingar gerðu það sem þurfti í­ sinni keppni. Fyrir tí­mabilið hélt ég að MR yrði langbest og ynni titilinn fyrirhafnarlaust. Núna er ég farinn að efast. Greinilegt er að þetta eru eldklárir strákar, en einhvernveginn fær maður á tilfinninguna að þeir hafi slæmar gloppur. Það er veikleikamerki að liðið fari í­ kerfi þegar talið berst að rokk- og popptónlist. Sí­ðustu árin hefur vægi „bleika flokksins“ (svo notað sé Trivial Pursuit-orðalag) farið vaxandi í­ GB. Ef Anna Kristí­n heldur áfram á þeirri braut, gæti það komið MR í­ verulegt klandur.

* * *

Ein hugleiðing varðandi keppnina almennt:

Það er alltaf vandmeðfarið hvernig meðhöndla skal „staðbundnar“ spurningar – þar sem búseta annars liðsins getur veitt því­ forskot. Fram hjá því­ verður ekki litið að þegar skólar frá ólí­kum landssvæðum keppa geta einstakar spurningar verið öðru liðinu hagstæðari.

Allir hljóta að vera sammála um að það væri á gráu svæði að spyrja um myndastyttur eða útilistaverk í­ 101 þar sem MR eða Kvennó væru að keppa við ísafjörð eða Vestmannaeyjar. En hvar liggja mörkin? Væri í­ lagi að spyrja á þennan hátt ef andstæðingarnir væru frá höfuðborgarsvæðinu – FB eða Flensborg? Jú, lí­klega myndi það sleppa.

Ég stóð margoft frammi fyrir spurningum sem þessum. Þannig man ég eftir miklum umræðum á undirbúningsfundi fyrir keppni með ME um hvort rétt væri að spyrja um listmálarann Tryggva Ólafsson, sem er frá Neskaupstað. Ekki man ég hver niðurstaðan varð í­ því­ máli.

Á sama hátt velti ég því­ fyrir mér hvort rétt væri að spyrja um Meistarann og Margarí­tu í­ keppni MK og Hafnar í­ Hornafirði, en á sama tí­ma var verið að sýna leikrit byggt á bókinni í­ Hafnarfjarðarleikhúsinu. (Sí­ðar kom í­ ljós, sem ég gat að sjálfsögðu ekki vitað, að einn keppenda MK kom að flutningi tónlistarinnar í­ verkinu.) Gott ef sú spurning fór ekki nærri því­ að ráða úrslitum.

Á tengslum við það má spyrja sig hvort réttmætt sé að spyrja út í­ leiksýningar sem eru á fjölunum í­ Reykjaví­k þegar lið frá höfuðborgarsvæðinu keppa við landsbyggðarlið? Ég er á báðum áttum í­ því­ efni. (Þótt mí­n reynsla sé reyndar sú að landsbyggðarfólk sé duglegra við að fara í­ leikhús í­ Reykjaví­k en Reykví­kingar sjálfir.)

Á keppni Akraness og Hornfirðinga í­ fyrstu umferðinni, var spurt í­ hvaða flokki Anna Kristí­n Samfylkingarþingkona væri. Merkilegt nokk vissu Skagamenn ekki svarið og Hornfirðingar stálu stiginu. Þar slapp dómarinn með skrekkinn, enda óheppilegt að spyrja um þingmann úr kjördæmi annars skólans.

Eins hefði ég sleppt því­ að spyrja út í­ örnefni á Esjunni í­ keppni Borgarholtsskóla, sem er nánast í­ Esjurótum og Þingeyinga. En hér er vissulega úr vöndu að ráða og auðvitað er útilokað að elta uppi allar slí­kar tengingar.

* * *

Á morgun verða tvær áhugaverðar keppnir. Með fullri virðingu fyrir liðunum sem þar keppa tel ég sýnt að sigurliðin þar verði jafnframt þau tvö lökustu í­ sjónvarpinu.

Um daginn spáði ég Flensborg auðveldum sigri á Höfn í­ Hornafirði. Eftir á að hyggja er ég ekki viss um að það sé rétt mat. Mér þykir vænt um Hornfirðinga, enda áttu þeir á sí­num tí­ma stóran þátt í­ að okkur Bigga og Gvendi tókst að sigra í­ GB á sí­num tí­ma. Takist Hornfirðingum að komast í­ sjónvarpið ber RÚV siðferðisleg skylda til að sjónvarpa þaðan í­ næstu umferð!

Ég hef ekki hugmynd um hvort Selfyssingar eða Sauðkrækingar séu sterkari. Sigurliðið verður lí­klega fallbyssufóður í­ fjórðungsúrslitum – því­ miður. Ég man reyndar að það var stelpa í­ Sauðárkróksliðinu, en ég man ekki hvort nokkur slí­k var í­ liði Selfoss – svo ég hallast að því­ að halda með Króknum (auk þess sem ég vann þar eitt sumar).

GB, sjötta kvöldið

Þriðjudagur, janúar 24th, 2006

Fréttablaðið leggur í­ dag út af GB-bloggunum mí­num og lætur blaðamaðurinn að því­ liggja að verið sé að „dissa“ núverandi stjórnendur keppninnar með þeim. Það finnst mér álí­ka kjánalegt viðhorf og að skamma í­þróttadeildina á Fréttablaðinu fyrir að birta greinar um hvað betur mætti fara hjá handboltalandsliðinu í­ staðinn fyrir að hringja í­ Viggó Sigurðsson og spjalla við hann.

Þegar ég var í­ dómarasætinu gladdi það mig alltaf að sjá vitræna umfjöllun um keppnina í­ blöðum eða á bloggsí­ðum. Held að sama gildi um marga keppendur og áhugamenn.

Á gær hófust sextán liða úrslitin með þremur viðureignum. Anna Kristí­n og Sigmar hafa bæði náð að slí­past mikið frá því­ í­ byrjun og keppnin var því­ miklu skemmtilegri á að hlýða. Nú þykist ég vita að dómarinn hafi verið löngu búinn að semja allar útvarpsspurningarnar áður en keppni hófst, en einhvern veginn virðast spurningar bæði betri og skemmtilegri eftir því­ sem dómari og spyrill eru sjálfsöruggari og afslappaðri.
Keppnisreglunum hefur góðu heilli verið breytt í­ samræmi við það sem ég hvatti til hér um daginn, enda þykist ég vita að allnokkrir þjálfarar hafi verið búnir að fara fram á það við Andrés Indriðason umsjónarmann.

Versló, MA og Hamrahlí­ð komust öll maklega áfram í­ sjónvarpið. Verslingar eru að venju góðir í­ hraðaspurningum, en vilja detta niður að þeim loknum. Ég sé Verslunarskólann ekki fara lengra en í­ mesta lagi í­ undanúrslit í­ ár.

Akureyringar bættu sig milli umferða. Á fyrra voru þeir seinir í­ gang og ekki lí­klegir til stórafreka að mí­nu mati. Eftir því­ sem á keppnina leið efldust þeir hins vegar og hefðu undir lokin getað hampað titlinum. Hver veit nema þeim takist að fara alla leið í­ ár?

Hamrahlí­ð átti ekki í­ nokkrum vandræðum með Kvennó. MH-liðið í­ ár er ekki eins sterkt og lið tveggja sí­ðustu ára (og raunar mætti telja lengra aftur). Á hitt ber að lí­ta að það eru fá mjög sterk lið með í­ ár, þannig að það er alls ekki hægt að útiloka að MH vinni sinn fyrsta titil. Ég ætla a.m.k. að halda með Hamrahlí­ð í­ ár.

Á kvöld eru þrjár viðureignir. MR mun sigra Egilsstaði vandræðalí­tið og MS ætti ekki að hafa mikið fyrir að leggja Garðbæinga að velli. Fyrsta keppni kvöldsins er sú eina sem orðið gæti spennandi. Meistarar Borgarholtsskóla senda þrjá nýliða til keppni. Lið þeirra fékk 16 stig í­ fyrstu umferð og mætir nú Laugaskóla sem fékk 21 stig. Út frá þeirri tölfræði ættu Norðlendingar að teljast sigurstranglegri, en lí­klega var þeirra keppni nokkuð léttari og búast má við að Borghyltingar hafi þurft þessa fyrstu keppni til að ná úr sér skrekknum.

Auk þess legg ég til að Gettu betur verði aftur sett á Lengjuna!