Archive for febrúar, 2006

Palme

Þriðjudagur, febrúar 28th, 2006

Ég er ekki viss um að ég sé að kaupa þessar nýjustu fréttir af Palme-málinu. Samkvæmt þeim var forsætisráðherrann skotinn í­ misgripum af smákrimma.

Nú geri ég mér grein fyrir að fólk á misauðvelt með að þekkja andlit – en fjandakornið, sá sem rekst á forsætisráðherra lands sí­ns á gangi hugsar varla: „Þessi er eitthvað kunnuglegur – þá hlýtur hann að vera dí­lerinn sem ég ætlaði að skjóta!“

Eða hvað veit ég?

# # # # # # # # # # # # #

Ekki fengum við Edinborgarslag í­ úrslitum skoska bikarsins. Liðin mætast í­ undanúrslitunum en í­ hinum leiknum eigast við Gretna annars vegar en Dundee eða Hamilton hins vegar. Þótt Gretna sé deild fyrir neðan Dundee og Hamilton, telst liðið sigurstranglegra í­ þeirri viðureign og því­ góðar lí­kur á að lið úr þriðju efstu deild frá 3.000 manna bæ komist í­ úrslit bikarkeppninnar. Magnað!

Grammafónsplötur

Þriðjudagur, febrúar 28th, 2006

grammaphone.jpgÞegar geislaspilarar voru fyrst kynntir til sögunnar í­ í­slenskum blöðum var sérstaklega tiltekið hversu sterkir og endingargóðir diskarnir yrðu samanborið við hinar forgengilegu ví­nylplötur. Var meðal annars staðhæft að hægt yrði að fara með geisladiskinn út í­ garð og nota hann sem skóflu án þess að rýra tónlistargæðin.

Eitthvað minna fór fyrir þessum eiginleikum þegar á hólminn var komið.

Á Lögréttu, 18. júlí­ 1928, er lofað viðlí­ka framförum í­ tónlistarmiðlun. Sagt er frá nýrri gerð grammafónsplatna sem enskt félag sé að hefja framleiðslu á:

Nýju plöturnar eru óbrothættar og beygjanlegar og á að vera hægt að hafa í­ vösum sí­num eða senda í­ almennum brjefum. Þær eru ljettari en almennar plötur og á að vera hægt að spila hverja plötu 100 sinnum með sömu nál. Á plöturnar á að vera hægt að prenta texta eða myndir. Ekki eru þessar undraplötur komnar á markaðinn hjer, en svona lýsa framleiðendurnir þeim.

# # # # # # # # # # # # #

Íslenska landsliðið mætir mí­num mönnum í­ Trinidad & Tobago í­ kvöld. Þar sem ég hef löngu lýst því­ yfir að ég held með Trindad á HM, hlýt ég að styðja liðið í­ þessum æfingaleik – auk þess sem einn Luton-maður er í­ liði Trinidad en enginn FRAMari í­ liði Íslands.

Spái því­ að Carlos Edwards skori sigurmarkið.

Útþrá

Mánudagur, febrúar 27th, 2006

Á dag keypti ég mér flugmiða til Lundúna. Fer út 19. mars og kem aftur 23. mars.

Stefnan er tekin á Kuhn-ráðstefnuna í­ Cambridge sem ég var um daginn að barma mér yfir að komast ekki á. Eftir að ég frétti að Huginn Freyr sé á leiðinni á sömu ráðstefnu og hann bauðst til að redda gistingu fyrir skí­t og kanil, gat ég ekki stillt mig lengur.

Nú er bara að lesa Structures einu sinni enn til að koma sér í­ rétta gí­rinn. Það eru fáar bækur sem hafa haft jafnmikil áhrif á mig. Kuhn var langflottastur og stendur furðuvel fyrir sí­nu í­ dag. Sömuleiðis verður gaman að hitta SSK-mennina frá Edinborg. Hó! Þetta verður gaman!

Nostradamus og ljós friðar

Mánudagur, febrúar 27th, 2006

Á fréttunum í­ gær var rætt við Yoko Ono og Stefán Jón Hafstein. Listakonan ætlar ví­st að gefa Íslendingum risastórt ljóstyppi sem á að sprauta friði yfir heimsbyggðina. Sérstaða Íslands sem friðsæls lands mun sömuleiðis gera það að öflugum boðbera friðar – friðarljósið mun sjást frá Íslandi. Jafnframt verður stofnað til sérstakra friðarverðlauna.

Stefán Jón var ekki sí­ður spenntur. Hann telur ljóstyppið verða einkennistákn Reykjaví­kur, sem kallast muni á við tónlistarhúsið á hafnarbakkanum. Borgarfulltrúinn minnti á að Nostradamus sjálfur hafi talað um ljóssúlu friðar sem koma myndi frá Íslandi…

…á þessum tí­mapunkti rifjaðist upp fyrir mér að ég hefði heyrt þetta einhversstaðar áður:

Alþjóðleg friðarverðlaun, friðarljós frá Íslandi, miðstöð friðar í­ heiminum, spádómar Nostradamusar…

…hér er í­ raun verið að lýsa þeirri sýn sem ístþór Magnússon setti fram í­ kosningabaráttu sinni 1996 og 1994.

Menn hefðu betur sleppt því­ að gera svona mikið grí­n af karlinum. Á það minnsta er Stefán Jón Hafstein genginn til liðs við hann.

Lambið hennar ömmu fær uppreisn æru

Föstudagur, febrúar 24th, 2006

lamb1_lg.jpgÞegar ég var pjakkur, var það fastur liður á laugardagskvöldum að fara í­ mat til afa og ömmu. Matseðillinn var í­ takt við í­slenska sunnudagaeldamennsku þess tí­ma. Kjúklingur með brúnni sósu og frönskum kartöflum (þótti lostæti) eða lambakjöt – læri eða hryggur. Lambið var sett í­ ofninn snemma dags og nánast orðið að kæfu þegar það var framreitt. Þessi alvanalega í­slenska matseld fór mjög í­ taugarnar á þeim sem töldust forframaðir í­ erlendri matargerðarlist.

Á gær fórum við á Matar- og skemmtanhátí­ðina og borðuðum á La Primavera. Eins og í­ fyrra, þegar við átum á Sjávarkjallaranum, var boðið upp á lambakjöt – og lí­kt og þá komst erlendi meistarakokkurinn að því­ að best væri að baka kjötið þar til það yrði að mauki.

Kjötið var furðulí­kt því­ sem boðið var uppá hjá ömmu snemma á ní­unda áratugnum. Svona voru í­slenski húsmæðurnar langt á undan atvinnumönnunum.

Annars var maturinn góður, forréttirnir bestir.

# # # # # # # # # # # # #

Horfði á lokin af keppni Borgarholtsskóla og Flensborgar. Á eftir að horfa á fyrri hlutann og get því­ lí­tið sagt um frammistöðu liða og aðstandenda þáttarins. Borghyltingar eru þó greinilega á réttri leið og ættu að geta sett stefnuna á sigur árið 2008.

MR og MA mætast eftir viku. Ekki veit ég hvort sú keppni verður send út frá Reykjaví­k eða Akureyri, en MR er þær nær öruggt um sigur.

Fjarri góðu gamni

Fimmtudagur, febrúar 23rd, 2006

Fékk tölvupóst í­ hádeginu með auglýsingu um grí­ðarlega spennandi ráðstefnu sem haldin verður í­ Cambridge 20.-21. mars, með titilinn: Kuhn and the Sociology of Scientific Knowledge. Dagskráin er mögnuð. Allar helstu kanónurnar úr SSK-geiranum í­ Bretlandi. Edinborgarskólinn mættur eins og hann leggur sig!

Mig blóðlangar, en sé enga möguleika á að fara.

En þeir lesendur þessarar sí­ðu sem búa í­ Bretlandi og hafa áhuga á ví­sindaheimspeki VERíA að mæta!

# # # # # # # # # # # # #

Eitt helsta umræðuefnið á kaffistofum landsins er lóðaútboðið á Úlfarsfellslandinu. Auðvitað er þetta mál klúður. Það þýðir ekki að þræta fyrir það.

Að mí­nu mati hefur borgin bara eina leið út úr þessu leiðindamáli – að kyngja þessari niðurstöðu, en drí­fa sig jafnframt í­ að bjóða út næsta og þarnæsta áfanga – með skýrari reglum. Ekki að láta nægja einhverjar 450 í­búðir í­ viðbót, heldur fara strax í­ 900 í­búðir. Ef til vill væri ekki hægt að afhenda þær strax, en það skiptir í­ sjálfu sér engu máli. Afhending gæti verið 2007 – en ekki drolla með útboðið.

Stigamaður

Fimmtudagur, febrúar 23rd, 2006

Verkefni morgunsins á Minjasafninu er að klára að mála andyrið svo það verði tilbúið fyrir Safnanóttina annað kvöld. Þá geta allir góðir menn mætt í­ Elliðaárdalinn, farið í­ gönguferð í­ leiðsögn minni og Guðbrands Benediktssonar á írbæjarsafni (sem er gamall skólabróðir og snillingur), drukkið kakó eins og þeir fengju borgað fyrir það og fiktað í­ tækjunumí­ Rafheimum.

Best er þó fyrir fólk að hefja safnanóttina í­ Friðarhúsi á föstudagskvöldið og borða krásir sem Guðrún Bóasdóttir eldar. Það kostar ekki nema þúsundkall, sem er auðvitað ekkert verð. Sjá nánar á Friðarvefnum.

En aftur að málningarvinnunni: vandinn er að nú þarf ég að mála í­ loftinu og hef til þess vondan stiga en ekki tröppu – eins og þó hefði verið betra. Búist því­ fastlega við því­ að ég detti og hálsbrjóti mig eða helli yfir mig grænu málningunni.

# # # # # # # # # # # # #

Flottur sigur hjá Barcelona í­ gær. Því­ fyrr sem búið er að koma öllum ensku liðunum úr keppni, því­ betra. Þá fyrst verður hægt að þola lýsingarnar frá leikjunum.

# # # # # # # # # # # # #

Verktakinn sem er að grafa grunninn að húsi fornbí­laklúbbsins í­ Elliðaárdal keppist við. Mér hafði alltaf verið sagt að landið sem byggja skal á væri botnlaus mýri og að tillraunamokstur hefði stutt það. Við að fylgjast með þessum framkvæmdum virðist mér grunnurinn hins vegar alls ekki djúpur. Er þó grafið niður á fast.

Gaman væri að vita hvernig útboðið fyrir jarðvegsvinnuna hljóðaði. Annað hvort spara fornbí­lamenn sér núna góðan pening eða verktakinn stórgræðir.

# # # # # # # # # # # # #

Á kvöld verður farið út að borða. Stefnan er tekin á La Primavera, sem er einn af Food & Fun-veitingastöðunum. Þar er auglýstur breskur kokkur, Andrew Parkinson.

Auðvitað veit ég að herra Parkinson stendur ekki sveittur við í­ eldhúsinu að malla ofan í­ gesti kvöldsins. Hann hefur varla gert meira en að setja saman matseðilinn og verður sjálfur í­ Bláa lóninu eða í­ partýum hjá Baldvin kjötprangara. Það breytir því­ ekki að á þessari hátí­ð er hægt að fá góðan mat á sanngjörnu verði. Þetta verður þriðja árið í­ röð sem við nýtum okkur það.

# # # # # # # # # # # # #

ítveislan mikla gerir það að verkum að ég þarf að taka upp fyrstu GB-keppnina, milli Borgarholtsskóla og Flensborgar. Ég kannast við þjálfara beggja liða og mun því­ samfagna hvoru liðinu sem fer með sigur af hólmi. Báðir skólar stefndu á að komast í­ sjónvarpið og draumurinn um að komast í­ undanúrslitin er því­ bara bónus.

Miðað við frammistöðu liðanna í­ útvarpinu ætti keppnin að verða hní­fjöfn. Þá er bara spurning hvort liðið bæti sig mest milli umferða. Eitthvað segir mér að Borghyltingum muni ganga betur að búi sitt fólk undir stökkið sem er milli útvarps- og sjónvarpskeppni. Spái Borgarholti því­ í­ sæti í­ undanúrslitum þriðja árið í­ röð.

Dóttir mín, músliminn

Miðvikudagur, febrúar 22nd, 2006

Hjónarúmið á Mánagötunni snýr í­ austur og vestur. Það er engin útpæld hugmyndafræði á bak við þessa legu, heldur mótast það af plássi í­ í­búðinni, staðsetningu ofna o.þ.h.

Ólí­na sefur uppí­ hjá okkur. Hún hefur gert það frá upphafi og við erum ekki enn farin að hafa okkur í­ að venja hana af því­. (Ég veit, lí­klega verður þetta þess valdandi að hún fæst ekki til að sofa í­ eigin rúmi fyrir en á táningsaldri…)

Á sjálfu sér er rúmið hæglega nógu stórt fyrir þrjá. Vandinn er hins vegar að Ólí­na trúir ekki á að liggja í­ austur og vestur, heldur er snýr hún sér alltaf í­ sömu átt – sem mér reiknast til að sé um það bil áttin til Mekka. Eina rökrétta skýringin á þessu er að barnið sé múslimi.

Tjáningarfrelsið

Þriðjudagur, febrúar 21st, 2006

Það hvimleiðasta við Múhameðsmyndamálið er hversu margir nota það til að upphefja sjálfa sig og slá sig til riddara í­ baráttunni fyrir tjáningarfrelsi – sem sagt er hornsteinn menningar okkar. Hvaða dáð er fólgin í­ því­ að verja rétt manna til að teikna skrí­pamyndir sem okkur Evrópubúum (sem ekki erum múslimar) finnst meinleysislegar? Það segir ekki mikið um ást okkar á málfrelsinu að umbera skrif sem aðrir telja móðgandi. Hinn raunverulegi prófsteinn er hvernig við bregðumst við skrifum sem misbjóða okkur sjálfum.

Á því­ ljósi er eftirtektarvert að horfa upp á fjölmiðla þegja þunnu hljóði yfir því­ þegar breski sagnfræðingurinn David Irving er dæmdur í­ þriggja ára fangelsi í­ Austurrí­ki fyrir skrif sí­n. Irving er ekki dæmdur fyrir að hvetja til ofbeldis, heldur fyrir að halda fram söguskoðun. Söguskoðun Irvings er meðal annars sú að fjöldi gyðinga sem drepnir voru á árum sí­ðari heimsstyrjaldarinnar sé stórlega ofmetinn og að dauða fjölda þeirra megi fremur skýra með sjúkdómum en skipulagðri útrýmingarherferð nasista.

Austurrí­ki er eitt margra rí­kja þar sem það telst glæpur að reyna að færa rök fyrir öðru en viðtekinni söguskoðun um helförina. Slí­k skrif – sem flestir myndu kalla ótrúverðugar samsæriskenningar – eru talin svo meiðandi fyrir stóra hópa fólks að þeir sem senda þau frá sér eru dæmdir í­ fangelsi.

David Irving er óskemmtilegur karakter með óviðfeldnar skoðanir. Þess vegna fást fáir til að verja hann. Fáir halda því­ fram á opinberum vettvangi að „okkur beri að styðja tjáningarfrelsið“ með því­ að endurtaka skrif Irvings sem oftast og ví­ðast. Rí­kisstjórnir Evrópu senda David Irving ekki samúðarskeyti – þvert á móti hafa þær þrýst á Austurrí­kismenn að refsa af hörku fyrir skrif af þessu tagi.

Á vettvangi Evrópusambandsins hefur t.d. um alllangt skeið verið rætt um að banna hið ævaforna indverska tákn, hakakrossinn.

Einhvern veginn þætti mér það ólí­kt kjarkaðri nálgun hjá unnendum tjáningarfrelsins ef þeir kæmu nú til varnar David Irving og rétti manna til að birta mynd af hakakrossinum, en að hampa ritstjórum Jótlandspóstins sem hetjum. Það er eitthvað svo billegt við að halda bara í­ prinsipin þegar þau eru áreynslulaus.

Konudegi klúðrað?

Mánudagur, febrúar 20th, 2006

Konudagurinn er að verða búinn. Ekki keypti ég nein blóm handa Steinunni. Ekki færði ég henni morgunmat í­ rúmið né bauð henni út að borða – eins og óteljandi veitingastaðaauglýsingar sí­ðustu daga höfðu þó hvatt mig til að gera.

Skýringin er svo sem ekki bara sú að ég sé órómantí­skur durtur. Það hefur einfaldlega verið fullt starf sí­ðustu daga að rí­fa heimilið upp úr flensunni. Sjálfur virðist ég hafa sloppið við flensuna (7,9,13) en Ólí­na er búin að vera með hita í­ tólf daga og Steinunn í­ meira en viku. Barnið hefur hrí­ðhorast og er nú bara með eina undirhöku í­ stað þriggja áður. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að giska á hversu mikið af þessu þyngdartapi var í­ formi hors, sem lekið hefur í­ strí­ðum straumum úr litlu nösunum.

Nú er landið sem betur fer farið að rí­sa. Hitavellan ætti að hverfa á morgun eða hinn og þær mæðgur í­ kjölfarið að geta hætt sér út fyrir hússins dyr. Það er lí­ka eins gott, enda stendur eitt og annað til í­ næstu viku. Má þar nefna Túskildingsóperuna og út að éta á Snæðingi & glaðværð.

En úr því­ að maður var sá rati að klúðra því­ að kaupa blómvönd fyrir konuna sí­na á þessum degi – er ekki úr vegi að reyna að bæta fyrir það með bloggi:

Steinunn, í­ vor – helst ekki seinna en í­ maí­ – þá förum við suður með sjó og löbbum út að fjárréttinni sem við höfum ætlað að heimsækja í­ meira en fjögur ár. Ef nauðsyn krefur þá skal ég bera þig á bakinu, því­ við skulum komast þangað. Ég lofa því­. Það er sí­ðbúna konudagsgjöfin mí­n.

# # # # # # # # # # # # #

Besta viskýið á Mánagötunni um þessar mundir er flaska af tí­u ára gömlum Bruichladdich. Á viskýferðinni miklu til Islay 2004, var dagurinn í­ Bruicladdich-brugghúsinu einna eftirminnilegastur. Þar var ósvikin útihátí­ð í­ verksmiðjuportinu með endalausum skemmtiatriðum í­ steikjandi sól og hita. Þarna rann Islay-bjór í­ strí­ðum straumum og með honum renndum við niður nýfönguðum ostrum sem opnaðar voru fyrir framan okkur. Greinilegt var að heimamenn töldu best að sporðrenna ostrunum með öllum vökvanum úr skelinni – en okkur Steinunni fannst það eins og að drekka sjó og helltum því­ mesta vökvanum af.

Á torginu gekk svo á með sí­felldum sekkjapí­puleik, hópdönsum og kvæðasöng. Til að flýja undan stingandi sólinni var hægt að svipast um á handverksmarkaði og í­ minjagripaverslun brugghússins. Bruichladdich hafði ekki verið efst á vinsældarlista í­slenska hópsins fyrir heimsóknina, en vann sér inn mörg prik þennan yndislega dag.

Spurt er: Fæst Bruichladdich í­ Rí­kinu? Svar: Nei!

Spurt er: Hvers vegna ekki? Svar: Því­ þar er helst bara selt viský sem er drasl.
# # # # # # # # # # # # #

Um helgina afrekuðum við að horfa á tvær kvikmyndir af myndbandi. Annars vegar The Two Jakes, sem var jafngóð og mig minnti. Hins vegar Gus van Sant myndina Elephant – sem mér fannst tilgangslaus, langdregin og óþægleg á að horfa. Nema að tilgangurinn hafi verið að gera langdregna og óþægilega mynd – hafi sú verið raunin, þá náðist það markmið fullkomlega.

# # # # # # # # # # # # #

Á föstudagskvöldið leit ég á Ölver á seinni hálfleikinn af viðureign Luton og Reading. Luton vann frægan 3:2 sigur. Þessum sigri hefði ég fagnað mun innilegar, ef ég hefði ekki verið eini Luton-maðurinn í­ fullu herbergi af Reading-mönnum. Þar var um að ræða fjölskyldu ívars Ingimarssonar, sem var ekki skemmt.

Með sigrinum tókst Luton að svipta Reading færinu á að slá meira en hiundrað ára gamalt met Liverpool – leikir án taps í­ næstefstu deild. Því­ miður færir það okkur ekkert nær sæti í­ umspilinu, en sú von má heita úr sögunni.

# # # # # # # # # # # # #

Ég stend frammi fyrir vali. Á ég að taka að mér verkefni, sem er það sem mig hefur lengi langað til að gera – þótt tí­minn og aðstæðurnar séu kannski ekki alveg þær sem ég hefði helst kosið? Þetta verkefni er bæði spennandi og krefjandi – en það felur jafnframt í­ sér að ég verð að færa fórnir, draga saman seglin á öðrum sviðum, t.d. í­ félagsmálavafstri.

Nú eru góð ráð dýr.