Archive for mars, 2006

Dómarinn snýr aftur

Fimmtudagur, mars 30th, 2006

Á kvöld mun sá er þetta ritar snúa aftur sem dómari í­ spurningakeppni. Það verður í­ þættinum Strákarnir á Stöð 2, þar sem upphaflegu strákarnir þrí­r keppa við nýrri mennina þrjá.

Ég lofa spennandi og skemmtilegri keppni, þar sem færni þeirra kumpána í­ spurningaleikjum mun koma á óvart.

# # # # # # # # # # # # #

Önnur spurningakeppni í­ kvöld er undanúrslitaviðureign MA og MH. Á janúar sagðist ég halda með Hamrahlí­ð í­ ár og stend við það heit. Engu að sí­ður hallast ég að sigri Akureyringa í­ kvöld. Mér finnst þeir sterkasta liðið sem ég hef séð í­ ár, þrátt fyrir að vera ekki nægilega sterkir í­ hraðaspurningum. Ég yrði þó hissa ef munurinn yrði meiri en 3-4 stig.

Sjálfur verð ég að taka upp keppnina, enda staddur í­ Friðarhúsi í­ kvöld að fylgjast með stórmerkilegri myndasýningu og að skrafa við góða friðarsinna fram eftir kvöldi.

Echo

Miðvikudagur, mars 29th, 2006

Nú langar mig á tónleika.

Echo & the Bunnymen verða í­ höllinni 6. maí­, ásamt fleiri misskemmtilegum flytjendum. Miðaverðið er meira að segja hófstillt.

Ég hlusta talsvert á E&B, en Steinunn er ekki eins hrifin. Spurning hvort ég fari ekki bara einn á þessa tónleika en sendi hana í­ staðinn á Ian Anderson. Það er ekki minn tebolli.

# # # # # # # # # # # # #

Flott dagskrá í­ Friðarhúsi á morgun með forvitnilegri kvikmyndasýningu. Þangað mæta allir góðir menn.

Svarið

Þriðjudagur, mars 28th, 2006

Auðvitað var þetta Hitler. Og tilefnið var innrásin í­ Tékkóslóvakí­u – þar sem verið var að stöðva blóðþyrstan einræðisherra, afvopna hættulegt útlagarí­ki og tryggja frið og velsæld í­ heiminum.

Getraun dagsins

Þriðjudagur, mars 28th, 2006

Hver mælti eftirfarandi orð (í­ lauslegri í­slenskri þýðingu) og að hvaða tilefni?

Það er ekki markmið okkar að undiroka önnur rí­ki. Aðgerðir okkar ráðast ekki af illvilja eða hatri í­ garð annarra þjóða. Ég þekki vel hörmungar styrjalda og vil forða þjóð minni frá slí­kum ógnum. Við eigum ekkert sökótt við almenning í­ landinu heldur leiðtoga þess. Hann hefur staðið fyrir ógnarstjórn. Hann hefur leitt hörmungar yfir fjölda fólks með harðstjórn sinni. Hann hefur kúgað milljónir í­búa lands sí­ns til hlýðni. Rí­ki þetta hefur yfir að búa grí­ðarlegu vopnabúri – fram hjá þeirri ógn verður ekki litið. Við höfum sýnt ótrúlega þolinmæði, en ég neita að sitja lengur aðgerðalaus hjá meðan þessi brjálæðingur ní­ðist á milljónum manna!

Björn og rektorsvalið

Þriðjudagur, mars 28th, 2006

mMR4.JPGBjörn Bjarnason fjallar um samsæriskenningu DV varðandi rektorsval í­ MR 1995. Málið er mér skylt, enda var ég fulltrúi nemenda í­ skólanefnd MR á þessum tí­ma. Björn vitnar orðrétt í­ DV:

„Heimildir DV herma að það skipti máli þegar Björn skipaði óvænt Ragnheiði Torfadóttur rektor við MR, 7. aprí­l 1995. Meðal umsækjanda þá var Ólafur Oddsson menntaskólakennari. Svo sjálfsagt mun Daví­ð hafa þótt að Ólafur fengi stöðuna að hann hafði ekki fyrir því­ að árétta það við Björn. Svo mjög varð Daví­ð við, samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV, að hann horfði í­ gegnum Björn næsta árið, yrti hvorki á hann né svaraði sí­mhringingum hans. Þessi meðferð varð svo til þess að Björn hikaði hvergi, þótt það væri gegn öllu öðru, að skipa Ólaf Börk.“

Björn ví­sar fréttinni alfarið á bug. Og það réttilega að mí­nu mati.

írið 1995 voru skólanefndir í­við áhrifameiri en nú er. (Ég hef samanburðinn því­ sjálfur hef ég verið fulltrúi R-listans í­ skólanefnd MR á kjörtí­mabilinu). Þá voru nemendur og kennarar með fulla aðild að nefndinni, en teljast nú áheyrnarfulltrúar.

Fyrir rúmum áratug var hlustað á skólanefndir þegar kom að skipun rektora. Skólanefndir kölluðu umsækjendur um slí­kar stöður til viðtals og gengu að því­ loknu til atkvæða. Sá skilningur var rí­kjandi, a.m.k. innan skólanefndar MR á þeim tí­ma, að ráðherra hlyti að fara að áliti okkar ef það yrði vel rökstutt og ef niðurstaðan yrði einróma. Fulltrúar rí­kisins í­ skólaefndinni studdu þá skoðun okkar.

Skömmu áður hafði það gerst í­ tví­gang að skólanefndir í­ framhaldsskólum í­ Reykjaví­k höfðu klofnað í­ kosningu sinni og þáv. ráðherra í­ kjölfarið valið kandí­dat sem ekki hafði hlotið flest atkvæði. Við í­ skólanefndinni einsettum okkur því­ að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Sú niðurstaða var að mæla með Ragnheiði Torfadóttur í­ starfið. Ragnheiður var á þeim tí­ma latí­nukennarinn minn (en ég var velkunnugur fjórum af fimm MR-kennurum sem sóttust eftir starfinu).
Ragnheiður var eini umsækjandinn um starfið sem tók það sérstaklega fram að hún teldi óviðeigandi að ég tæki afstöðu í­ málinu og hefði yfirhöfuð atkvæðisrétt. Það var prinsipsjónarmið hjá henni og virðingarvert að hún skyldi segja mér það hreint út, vitandi að ég yrði dómari í­ hennar máli. Þessi andstaða hennar breytti því­ ekki að ég studdi Ragnheiði eindregið í­ nefndinni og fagnaði því­ þegar hún hlaut embættið. (Sem minnir mig á að það er enn ekki búið að gera málverk af henni fyrir rektora-vegginn á sal Menntaskólans.)

Á mí­num huga var ráðning rektors MR 1995 útkljáð á fundinum þar sem Ragnheiður Torfadóttir fékk öll greidd atkvæði. Ef Björn Bjarnason menntamálaráðherra hefði gengið gegn einróma áliti skólanefndar hefði fjandinn verið laus. Björn hefur því­ á réttu að standa á heimasí­ðu sinni þegar hann segir að samsæriskenning DV gangi ekki upp.

# # # # # # # # # # # # #

Ólí­na er ennþá með eftirhreytur af pestinni sem hún nældi sér í­ um daginn. Hún er nú búin að vera með pí­pandi niðurgang í­ fjóra daga og er fyrir vikið með einhvern þann ljótasta bleyjubruna sem sögur fara af. Það er ekki fallegt.

# # # # # # # # # # # # #

Mig langar til að skrifa bók. Nánar tiltekið langar mig til að skrifa fimm bækur (og er opinn fyrir fleiri hugmyndum). Þrjú af þessum verkefnum eru raunhæf og þar af er eitt í­ hendi. Hinar fjórar enda lí­klega í­ fallega landinu á himnum, þar sem allar óskrifuðu bækurnar búa og lesa hver fyrir aðra.

Muna: stefna að því­ að gera Ísland að milljónaþjóðfélagi. Þá fyrst er lí­klegt að menn geti lifað á að skrifa sérviskulegar sagnfræðibækur.

# # # # # # # # # # # # #

Um daginn uppgötvaði heimilið að Mánagötu að eintakið af Páli Vilhjálmssyni eftir Gunnu Helga væri týnt og tröllum gefið. Á dag fór ég í­ Góða hirðinn og keypti bókina á hundraðkall og vörpuðu allir öndinni léttar. Fyrir viku keypti ég Eyjuna hans Múmí­npabba á sama stað. Það er flottasta Múmí­nálfabókin sem út hefur komið á í­slensku. Hún er ekki á nokkurn hátt barnabók, enda fjallar hún um miðaldrakrí­su.

Flottasta Múmí­nálfabókin er þó Sent i November, þar sem Múmí­nálfarnir koma ekki beinlí­nis við sögu. (Þessi athugasemd er augljóslega einungis sett inn í­ þeim tilgangi að fá Þórdí­si til að blanda sér í­ umræðuna í­ athugasemdakerfinu.)

# # # # # # # # # # # # #

Nanna rifjaði upp hið rétta nafn stóra grimma úlfs í­ athugasemd við sí­ðustu færslu. Hann heitir vitaskuld Zeke Midas Ulv. Fræg er sagan þar sem hið rétta nafn kemur í­ ljós. Þar kvittar þrjóturinn undir eitthvert plaggið sem Zeke M. Ulv og sonurinn fer að spyrja út í­ M.-ið sem leiðir til illra draumfara stóra úlfs sem heyrir sannleikann um Mí­das nafna hans.

Annars fórum við Sverrir Jakobs að rifja upp sögurnar um þá úlfafeðga í­ dag. Ég hef þá kenningu að þessar sögur kenni börnum afstæðishyggju. ístæðan er sú að í­ sögunum um stóra úlf og grí­sina þrjá gegnir Björn bóndi hlutverki góða karlsins sem er vinur grí­sanna og lemur úlfinn í­ hausinn með kylfu. Sami björn bóndi er hins vegar þrjótur í­ sögunum um Kalla kaní­nu ásamt refnum, sem reyndar tekur stundum höndum saman við stóra úlf í­ grí­saveiðunum…

Eru fleiri persónur í­ Andrésblöðunum sem ganga í­ gegnum svona karakterskipti? Á fljótu bragði mundum við eftir Fedtmule sem verður Supermule í­ sí­num eigin sögum, en aldrei í­ fylgd meðp Mikka mús. Madame Heks mun sömuleiðis hafa unnið með Heksiu de Trix gegn Jóakim aðalönd í­ nokkrum sögum, en er ljúf sem lamb í­ sí­num eigin sögum. Ripp, Rapp og Rupp fara sömuleiðis frá því­ að vera vanvitar í­ hlutverk bráðgeru barnanna á mettí­ma…

Hrævareldur

Sunnudagur, mars 26th, 2006

Á kvöld er St. Elmo´s Fire á dagskrá Skjás eins. Ekki má missa af því­.

Þetta kallar jafnvel á að nýja Tallisker-flaskan verði opnuð.

# # # # # # # # # # # # #

írmann kvartar yfir óréttælti heimsins:

Ég var að velta því­ fyrir mér hve ósanngjarnt það var hér forðum að sonur Store stygge ulv héti Lille stygge ulv, þó hann sé ekkert „styg“.

Getur ekki verið að Stygge-Ulv sé samsett ættarnafn en feli ekki í­ sér neinn gildisdóm um innræti þeirra feðga? Spyr sá sem ekki veit.

Atli Húnakonungur

Sunnudagur, mars 26th, 2006

Er að lesa ævisögu Atla Húnakonungs. Það eru lí­klega mistök. Á það minnsta eru þarna nokkrar splatter-aftökulýsingar sem ættu að duga mér í­ margar martraðir. Annars er bókin nálega hálfnuð þegar aðalpersónan er fyrst kynnt til sögunnar. Bendir til að heimildir séu af skornum skammti.

# # # # # # # # # # # # #

Mér sýnist Skúli Sigurðsson vera að plata mig út í­ enn eitt verkefnið. Það þurfti svo sem ekki mikið til að sannfæra mig. Það er ekki hægt að segja nei við Skúla.

# # # # # # # # # # # # #

Sá blálokin af sigri FRAM á Selfyssingum. Fjórir leikir eftir sem allir þurfa að vinnast. Sá næsti er gegn Akureyrar Þór – sem við vorum ljónheppnir að ná jafntefli gegn á heimavelli.

# # # # # # # # # # # # #

íÂ  frí­höfninni á Stansted rakst ég á 16 ára Highland Park. Þetta hef ég ekki séð áður – bara 12 og 18 ára. Ekki keypti ég mér flöskuna, en gaman væri að vita hvort lesendur kannast við drykkinn.

Ferðapunktar

Föstudagur, mars 24th, 2006

Kominn heim frá útlandinu. Hér eru nokkrir punktar:

* Það er skrýtið að gista í­ King´s College í­ Cambridge. Að utan eru byggingarnar eins og klipptar út úr Harry Potter-mynd en innandyra eru dæmigerðir stúdentabarir, gangar og herbergi eins og í­ stúdentagörðum frá 1965.

* Simon Schaffer er rosalega svalur ví­sindasagnfræðingur, en furðulí­kur Stephen King í­ útliti.

* Maður þarf reglulega að minna sig á það hvað Structures eftir Kuhn er flott bók og hversu áhrifamikil hún var.

* Ale er öndvegisdrykkur.

* Það er alltaf jafnhvimleitt þegar ensku barirnir loka alltof snemma, en maður fagnar því­ að morgni.

* Bókabúðir eru stórhættulegar. Keypti samt ekki nema brot af því­ sem mig langaði í­.

* Viskýbúðir eru lí­ka stórhættulegar. Sjá færslu að ofan.

* Kjartan og Silví­a eru höfðingjar heim að sækja.

* ít geit á karabí­skum veitingastað. Það var nú hálfgert súpukjöt, en samt gaman að geta sagst hafa étið geit.

* Science Museum er alltaf jafnskemmtilegt. Ég fæ aldrei nóg af heimilistækjasýningunni í­ kjallaranum. Nýja orkusýningin er sömuleiðis rosalega flott.

* Íslenska orkusýningin var ekki að hreyfa við mér. Hönnunin svo sem smart og stí­lhrein, en þetta var óskaplega mikið eins og túristabæklingur.

* Fór á bikarleik Chelsea og Newcastle. Slakur leikur en mögnuð upplifun engu að sí­ður.

* Fékk kjánahroll þegar fulltrúi í­slenska aðdáendaklúbbsins mætti inn á völlinn með viðurkenningarplatta til „leikmanns ársins“

* Fékk sniðugar hugmyndir í­ minjagripaversluninni á Biitish Museum sem vert væri að stela.

# # # # # # # # # # # #

Málsverður í­ Friðarhúsi í­ kvöld. Allir velkomnir. Sjá: hér.

Góðir dagar

Laugardagur, mars 18th, 2006

smile.gifStundum gengur allt upp. Þá er gaman að vera til.

Herinn virðist á förum. Því­ fagna allir góðir menn.

Sí­ðustu vikurnar hefur ómældur tí­mi farið í­ að undirbúa aðgerðir gegn íraksstrí­ðinu. Dagskrá sí­ðustu daga hefur verið þétt, en gengið eins og í­ sögu. Rúmlega 800 manna útifundurinn í­ dag var velheppnaður lokahnykkur.

Steinunn fór í­ stera og það setti heimilishaldið á hliðina. Með mikilli hjálp, meðal annars frá mömmu og pabba, Bryndí­si og Ní­nu frá Heimaþjónustu borgarinnar tókst hins vegar að láta dæmið ganga upp. Þótt enn sé of snemmt að segja til um árangurinn, eru fyrstu merkin jákvæð.

Á sportinu er allt í­ góðu gengi. Luton endurréð Mike Newell til fjögurra ára og sigraði Derby í­ dag. Framararnir stigu á sama tí­ma stórt skref í­ átt að Íslandsmeistaratitlinum í­ handboltanum (7,9,13).

Á morgun fer ég til Cambridge á Kuhn-ráðstefnu. Ég ræð mér varla fyrir spenningi. Þar hitti ég í­ það minnsta tvo gamla kennara frá Edinborg. Á kjölfarið fer ég til Lundúna og hitti Kjartan og Sylví­u.

Ekkert blogg hér fyrr en í­ fyrsta lagi á föstudaginn kemur…

GB

Föstudagur, mars 17th, 2006

Ég rakst á liðsmenn úr GB-liðum MH og MS í­ Útvarpshúsinu í­ dag, þar sem ég var að plögga aðgerðirnar á Ingólfstorgi á laugardaginn kl. 15. Þeir skömmuðu mig fyrir að blogga ekki nóg um GB og létu mig lofa að skrifa færslu um keppni kvöldsins. Við það verð ég að standa:
MS-ingar áttu ekki góðan dag gegn Hamrahlí­ð. MH er hins vegar með hörkulið. Vona að þau vinni í­ ár og þar með verði stelpa í­ sigurliði í­ GB í­ fyrsta sinn í­ sögunni. Fyrst þarf liðið hins vegar að leggja Akureyringa, sem eru viðlí­ka sterkir. Spái MA sigri ef keppt verður fyrir norðan en MH ef viðureignin verður í­ borginni (já, heimavöllur getur skipt máli í­ GB).

Verslingar voru heppnir með drátt. Þeir eiga að vinna Borgarholt án mikilla vandræða. Ef ég hefði átt að styrkleikaraða liðunum í­ keppninni eftir fyrstu umferðina hefði ég sett Versló í­ 5.-6. sæti – en sömu sögu var að segja fyrir tveimur árum þegar Verslingar fóru alla leið. Þá uxu þeir milli umferða. Þeir eru lí­ka lúsiðnir og fá hámarksárangur út úr sí­num mannskap. Ekki verða hissa þótt Versló vinni MA í­ úrslitum – slí­k úrslit væru nánast endurtekning á því­ sem gerðist fyrir tveimur árum þegar Borghyltingar unnu MR og töldu að björninn væri unnin, til þess eins að tapa fyrir Verslingum…

Ein ráðlegging til dómarans að lokum:

Ekki byrja spurningar, sérstaklega ekki ví­sbendingaspurningar, á fæðingarstað eða -ári þess sem um er spurt. Öll sterku liðin í­ GB hafa í­ sí­num fórum langa lista með fæðingar- og dánarárum frægs fólks og það er því­ ekkert afrek hjá þeim að þekkja menn á slí­kum ví­sbendingum.
Þess utan rýrir það spurninguna að þrengja hana strax í­ byrjun í­ tí­ma og rúmi. Betra er að semja spurninguna þannig að í­ byrjun sé öll mannkynssagan eða Íslandssagan undir – en að svo þrengist hringurinn. Eftir að MH-ingarnir svöruðu Kjarvals-spurningunni í­ kvöld var keppnin dauð.