Archive for apríl, 2006

Meistarar

Sunnudagur, apríl 30th, 2006

Er fyrst núna að skrí­ða saman eftir sigurhátí­ð gærkvöldsins. Stemningin í­ FRAM-heimilinu fyrir leik og meðan á honum stóð var frábær. Húsið var troðfullt og áhorfendur í­ miklu stuði. Ví­kingur/Fjölnir var auðveld bráð, eiginlega fullauðveld fyrir jafnmikilvægan leik. Undir rest var þeim öllum lokið og máttu eiginlega þakka fyrir að tapa ekki með meira en tuttugu mörkum.

Um kvöldið var slegið upp veislu í­ nýja salnum. Þar sátum við Rabbi og Valur fram yfir klukkan tvö og spjölluðum við hina og þessa. Það skiptir grí­ðarlega miklu máli fyrir andann í­ félaginu að vinna titla á borð við þennan. FRAMarar bera höfuðið hátt þessa dagana.

* Hrósið fær handknattleiksdeild Hauka sem sendi veglegan blómvönd með hamingjuóskum í­ FRAM-heimilið.

* Skammirnar fær Samfylkingin sem mætti snemma um morguninn og kom stóru Samfylkingar-rútunni fyrir á bí­lastæðinu beint fyrir framan innganginn í­ húsið og skildi þar eftir án þess að spyrja kóng né prest. Þetta er hreinn dónaskapur og bakaði Samfylkingunni litlar vinsældir í­ Safamýrinni í­ gær. Látum gott heita þótt þau hafi mætt með rútuna, en það er lágmark að biðja um leyfi eða velja henni stað aðeins meira afsí­ðis. Svona gerir maður ekki!

# # # # # # # # # # # # #

Hearts rúllaði yfir Celtic í­ skoska boltanum. Þar með er meistaradeildarsætið nánast í­ höfn á kostnað Rangers. Næsta keppnistí­mabil gæti orðið MJÖG áhugavert í­ Skotlandi – einkum ef vel tekst til við ráða stjóra.

Luton endaði tí­mabilið í­ tí­unda sæti – ellefu sætum fyrir ofan QPR (Stebbi Hagalí­n verður sko minntur rækilega á það fram á næsta haust…)

Þetta er í­ sjálfu sér ágæt niðurstaða, einkum ef Watford mistekst að komast áfram úr umspilinu.

# # # # # # # # # # # # #

Ég skil ekki stjórnmál.

Tony Blair kemst upp með að leiða Breta út í­ strí­ðið í­ írak, en gæti hrökklast úr embætti vegna þess að aðstoðarmaður hans svaf hjá ritaranum sí­num. Er það bara mér sem finnst þetta kjánalegt?

Firring

Föstudagur, apríl 28th, 2006

Horfði á kvöldfréttir Sjónvarpsins í­ gær. Þar var bankastjóri Landsbankans – Sigurjón, þessi sem einu sinni var í­ Búnaðarbankanum – að segja frá hagnaði fyrirtækisins á einhverju uppgjörstí­mabili.

Tölurnar voru háar, svo til að setja þær í­ „skiljanlegra samhengi“ tók hann fram hvað það væri hægt að kaupa mörgþúsund fimmmiljónkrónu jeppa fyrir gróðann.

Hversu firrtir mega menn vera til þess að nota fimmmiljónkrónu jeppa sem þægilega viðmiðun í­ útreikningum?

# # # # # # # # # # # # #

Middlesborough vann ótrúlegan sigur í­ gær á Stjörnunni. Liðið er komið í­ úrslit Evrópukeppni félagsliða og gæti alveg farið þar með sigur af hólmi. Það yrði í­ fyrsta sinn sem lið yrði Evrópumeistari án þess að hafa nokkru sinni unnið titil í­ heimalandi sí­nu. Merkilegt.

Allt að gerast í Rafheimum

Miðvikudagur, apríl 26th, 2006

Það er mikil gleði á Minjasafninu í­ dag. Prentsmiðjan sendi okkur nýju Rafheima-möppurnar sem dreift er til skólahópa sem heimsækja Rafheima. Íslenska auglýsingastofan sá um að gera þessa nýju möppu og hún er þakin stórum og björtum litmyndum í­ stað svarthví­tu/koparáferðarinnar sem var á öllu prentefni Orkuveitunnar til skamms tí­ma.

9. bekkur Laugalækjarskóla er í­ heimsókn. Góðir hópar úr 9. og 10. bekk eru skemmtilegustu gestirnir. Tí­u ára börnin eru ágæt, en það er hægt að spjalla miklu meira við unglingana og fá þau til að pæla virkilega í­ hlutunum.

Á svona dögum finnst mér ég vera í­ einhverju skemmtilegasta starfi sem hægt er að hugsa sér.

Bosman

Miðvikudagur, apríl 26th, 2006

Hlustaði á langt viðtal í­ hádegisfréttunum við forsvarsmann Keflví­kinga í­ körfuboltanum sem flytur tillögu á ársþingi KKÁ þess efnis að reglum um erlenda leikmenn verði breytt. Nú er heimilt að hafa einn bandarí­skan leikmann, en ekkert þak er á fjölda Evrópumanna. Evrópubúarnir eru kallaðir Bosman-leikmenn með ví­sun í­ hið fræga Bosman-mál í­ fótboltanum.

Keflví­kingurinn taldi fyrirkomulagið afleitt og færði fyrir því­ ýmis rök. Þess í­ stað vill félagið að reglum verði breytt á þann veg að einungis verði leyfðir tveir útlendingar í­ liði – óháð uppruna.

Nú kann vel að vera að þessi tillaga yrði til bóta og styrkti körfuboltaliðin í­ landinu, en það skiptir bara engu máli. Bosman-reglan er tilkomin vegna dóms sem varðaði atvinnufrelsisákvæði Evrópusambandsins ekki satt? írþing KKÁ getur því­ ekki numið hana úr gildi, hversu góður sem rökstuðningurinn kann að vera. Auðvitað er hægt að heimila fleiri bandarí­ska leikmenn, en það verður ekki lokað á EES-leikmenn með tillögu á borð við þessa.

Hitt er stærri spurning – hvers vegna í­ ósköpunum er ég að hafa skoðun á eihverjum körfuboltamálum?

Til hamingju Færeyjar

Miðvikudagur, apríl 26th, 2006

Á vikunni verða Norðureyjagöngin á Færeyjum tekin í­ gagnið. Það er stór áfangi í­ samgöngumálum eyjanna og mikilvæg viðbót við frábært vegakerfi.

Hinar greiðu samgöngur milli staða á Færeyjum eru lykilatriði í­ því­ hversu góður ferðamannastaður þær eru. Við Steinunn fórum um velflestar af eyjunum sumarið 2002, en gistum allan tí­mann í­ Þórshöfn. Á þeim tí­ma voru göngin til Vogeyjar ekki komin og við þurftum því­ að taka tillit til ferjusiglinga suma daganna. T.d. gátum við ekki borðað kvöldmat í­ Klakksví­k einn daginn, sem hefði þó hentað okkur mun betur en að ráfa matarlaus um Þórshöfn seint um kvöld í­ leit að matarbita.

Næst þegar við förum til Færeyja er stefnan sett á Suðurey, sem varð alveg útundan í­ sí­ðustu heimsókn. Þá væri ekki leiðinlegt að heimsækja Mykjunes í­ góðu skyggni.

# # # # # # # # # # # # #

Senn verður ekki komist hjá því­ að taka ákvarðanir varðandi garðinn hér á Mánagötunni. Hann er í­ skralli vegna vanrækslu og eftir klóakframkvæmdirnar stóru fyrir nokkrum misserum. Enginn í­ húsinu er spenntur fyrir dýrum framkvæmdum, en svona getur þetta ekki litið út mikið lengur.

Mér kemur helst til hugar að rétt væri að keyra moldarhlassi í­ lóðina, slétta yfir og sá í­. Jafnvel mætti setja möl næst húsinu. Óska eftir ráðleggingum góðra manna.

# # # # # # # # # # # # #

Ruslpósturinn sem streymir inn í­ athugasemdakerfið hér á sí­ðunni eykst með hverjum deginum. Ég hef varla undan að eyða skeytum frá lyfjaframleiðendum, happdrættum og einhverjum skuggalegum klámmyndaframleiðanda sem segist selja nauðgunar-myndbönd. Hvernig hafa þessir menn upp á sí­ðunni minni?

Niðurstaðan verður væntanlega sú að ég fæ Palla til að loka fyrir athugasemdir við greinar sem eru orðnar eldri en nokkurra daga. Það þýðir að menn sem gúggla sjálfum sér og ramba inn á gamlar færslur geta ekki hellt úr skálum reiði sinnar og kallað mig ýmsum nöfnum. Ekki verður á allt kosið.

Aðeins of sein…

Þriðjudagur, apríl 25th, 2006

Á gær lærði Ólí­na nýtt trikk. Hún kann að blása.

Það hlýtur að vera svekkjandi að tileinka sér þessa nýju tækni DAGINN EFTIR afmælið sitt, þar sem þessi færni hefði vissulega komið að góðum notum.

Exbé – leiðrétting

Mánudagur, apríl 24th, 2006

Um daginn bloggaði ég um Exbé-auglýsingar Framsóknarflokksins. Mér fannst fyndið að nafn flokksins væri svona rækilega falið í­ auglýsingunum og taldi það gert af ráðnum hug.

Björn Ingi leiðrétti mig í­ athugasemdakerfinu. Þar sagði:

Sæll gamli vinur,

Takk fyrir að benda á auglýsingarnar okkar. En skýringin á exbé og B-listanum er ekki jafn dramatí­sk og þú gefur í­ skyn, eða vilt vera láta minn kæri. Staðreyndin er sú að í­ borgarstjórnarkosningum hefur verið rí­k hefð fyrir því­ að auðkenna framboðin með listabókstaf og það var gert í­ tilfelli okkar framsóknarmanna, t.d. í­ kosningunum 1982, 1986 og 1990. Þá var jafnan auglýst í­ nafni B-listans og þótti gefast nokkuð vel.

Með bestu kveðjum, Björn Ingi

Ég gerði auðvitað ráð fyrir að frambjóðandinn væri með þetta á hreinu. Til að sannreyna þessi orð hans gluggaði ég eitthvað aðeins í­ Moggann frá 1982 og 1986 á Tí­maritavefnum, en fann svo sem lí­tið enda nánast bara auglýsingar frá í­haldinu í­ blaðinu þau árin.

Fyrir kosningarnar 1990 var staðan flóknari. Ekki var búið að skanna inn sjálf blöðin og því­ þurfti ég að nota leitarvélina á mbl.is, sem er drasl þegar kemur að eldri blöðunum. Út frá þeirri leit sýndist mér þó að það gæti staðið heima að Framsókn hefði auglýst undir merkjum B-lista.

Frá því­ að ég skrifaði færsluna hafa starfsmenn Landsbókasafn hins vegar verið duglegir í­ vinnunni og nú er hægt að lesa Moggann frá fyrri hluta árs 1990 á Tí­maritavefnum.

Um helgina hraðrenndi ég í­ gegnum Moggann sí­ðasta mánuðinn fyrir kjördag, sem var 26. maí­.

Á þessu tí­mabili birtu Framsóknarmenn í­ borginni fimm auglýsingar í­ Mogganum – tvær heilsí­ðuauglýsingar og þrjár hálfsí­ður. Þær voru sem hér segir:

 * laugardaginn 12. maí­, hálfsí­ðuauglýsing með myndum af Sigrúnu Magnúsdóttur og Alfreð Þorsteinssyni með yfirskriftinni: „Myndir þú vilja soprstöð í­ hverfið þitt?“ Undir auglýsingunni er stór svartur rammi þar sem stendur nafn Framsóknarflokksins með merki flokksins á báða arma.

* fimmtudaginn 17. maí­, hálfsí­ðuauglýsing með myndum af fjórum efstu frambjóðendum með yfirskriftinni: „Af hverju siðareglur fyrir borgarfulltrúa?“ Sama undirskrift með nafni og merki Framsóknarflokksins.

* laugardaginn 19. maí­, heilsí­ðuauglýsing með mynd af sex efstu frambjóðendum. Yfirskriftin var: „Lykillinn að betri borg“. Undir var sami svarti ramminn með nafni Framsóknarflokksins, en xB á báða arma.

* miðvikudaginn 23. maí­, hálfsí­ðuauglýsing um „Dag aldraðra í­ Reykjaví­k“. Þar kemur fram að B-listinn í­ Reykjaví­k bjóði eldri borgurum til kaffiveitinga í­ Glæsibæ. Undir auglýsingunni stendur: Framsóknarfélögin í­ Reykjaví­k.

* fimmtudaginn 24. maí­, heilsí­ðuauglýsing með flennistórri mynd af Sigrúnu Magnúsdóttur og fyrirsögninni „Það vantar 120 atkvæði“. Undir stendur nafn Framsóknarflokksins í­ svörtum ramma, með xB-merki báðum megin.

Ég slæ þann varnagla að einhverjar auglýsingar kunna að hafa farið fram hjá mér. Eftir stendur að það er ekki rétt hjá Birni Inga að Framsóknarflokkurinn hafi auglýst í­ nafni B-listans 1990 (ef frá er talin auglýsingin um hátí­ð eldri borgara). Sömuleiðis var það rangt hjá mér að taka undir þessa staðhæfingu Binga.

1990 auglýsti Sjálfstæðisflokkurinn stundum einungis undir merkjum xD og Nýr vettvangur birti 2-3 auglýsingar sem einungis voru merktar xH. Kvennalistinn notaði ætí­ð nafn sitt í­ auglýsingum, en Alþýðubandalagið auglýsti ekkert í­ Mogganum.

Þannig er því­ nú háttað.

Búinn á því

Sunnudagur, apríl 23rd, 2006

Úff. Ég er gjörsamlega uppgefinn. Hvers vegna er ekki útskýrt í­ mæðraskoðuninni hjá Heilsugæslunni að barnaafmæli séu svona slí­tandi.

Samt voru sárafáir gestir og börnin bara þrjú – þar af eitt sem hreyfði sig varla úr kjöltu mömmu sinnar…

Hvernig verður þetta eftir nokkur ár?

Getum við ekki gerst Vottar Jehóva? Þeir halda ekki upp á afmæli – eða voru það jólin?

Ár

Sunnudagur, apríl 23rd, 2006

Ólí­na er ársgömul. Eins og manni getur fundist tí­minn vera fljótur að lí­ða, þá er furðulegt að hugsa til þess að ekki sé lengra sí­ðan hún fæddist. Mér finnst hún alltaf hafa verið til.

Metnaðarfullar áætlanir þess efnis að kenna barninu að ganga fyrir eins árs afmælið gengu ekki eftir. Það vantar þó bara herslumuninn.

Á morgun er blásið til barnaafmælis á Mánagötu. Vonandi fær barnið þar gefins einhverja harðspjaldabók sem hægt er að blaða í­ fyrir svefninn. Ég sturlast ef ég þarf einu sinni enn að lesa um helví­tið hann Andra sem leikur sér að grasmaðki í­ sandkassanum og fer svo í­ bað.

# # # # # # # # # # # # #

Herkveðjuhátí­ðin í­ Keflaví­k var fí­n. Dagskráin var mikil að vöxtum en stórskemmtileg. Rúnar Júlí­usson er snillingur.

# # # # # # # # # # # # #

FRAM er einum sigri frá Íslandsmeistaratitli í­ handbolta. Hver hefði trúað þessu í­ upphafi móts? Það hefur verið frábært að fylgjast með handboltadeildinni eflast upp á sí­ðkastið. Næsta verkefni hlýtur að vera að koma kvennaliðinu á fyrri stall. Vandin er að FRAM-liðið í­ kvennaboltanum hefur í­ mörg ár verið í­ þeirri stöðu að þykja efnilegt en ná ekki að stí­ga næsta skref.

Laugardagurinn kemur hefur sem sagt verið tekinn frá fyrir handboltaveislu. Bí­ð spenntur eftir að heyra hvaða dagskrá verður boðið upp á í­ Safamýrinni fyrir leik.

# # # # # # # # # # # # #

Sé á heimasí­ðu Ians Rankins að næsta bók er væntanleg í­ desember og mun tengjast G8-fundinum í­ Edinborg. Jæja, maður verður ví­st að láta sig hafa það að bí­ða.

Ástarsagan

Miðvikudagur, apríl 19th, 2006

Á morgun hringdi í­ mig blaðakona frá Hér og nú. Hún vildi fá mig í­ viðtal fyrir einhvern dálk í­ blaðinu þar sem fólk segir sögur af því­ þegar það fór að slá sér upp með makanum. Ég afþakkaði pent.

Er það ekki sönnun þess að Ísland sé of lí­tið fyrir vikuleg slúðurblöð þegar ástarmál safnvarða þykja fréttamatur?

Annars á ég einhversstaðar lí­flega bloggfærslu um þetta mál. Þar komu Egill Helgason, Haraldur Blöndal og óður maður með sveðju meðal annars við sögu…

# # # # # # # # # # # # #

Sí­ðasta kennslustundin í­ ví­sindasögunámskeiðinu verður seinnipartinn. Umfjöllunarefnið: ví­sindaskáldsögur – með áherslu á lí­f á öðrum hnöttum.