Archive for maí, 2006

Skítlegt

Miðvikudagur, maí 31st, 2006

Reykjaví­kurblaðið Svipan andæfir 1.júní­ 1912 tilskipun borgarstjóra um salernahreinsun í­ bænum:

Það er næsta einkennilegt og furðanlegt, að borgarstjóri skuli hér setja einokun á húseigendur og þá, sem húsum hafa að ráða hér í­ bænum, til þess að favauriera þenna nýuppdubbaða skí­tkeyrslumann, sem eftir resolutioninni hefir enga abyrgð með að leysa verk sitt sómasamlega af hendi, og það er allareiðu farið að sí­na sig, að hann er ekki því­ starfi vaxinn, að gera það svo viðunandi sé, menn hafa rakið slóðina alla leið af Lindargötu og langt vestur fyrir Landakot og hefir það verið að mestu óslitinn ræpingur af mannasaur.

Jamm.

Úlpumatur

Þriðjudagur, maí 30th, 2006

Sumarið er tí­minn, þegar mér þykir best… að vappa um í­ gula vestinu mí­nu.

Gula vestið, sem minnir í­ senn á klæðnað veiðimanna og stöðumælavarða, er uppáhaldsflí­kin mí­n. Aðdáun mí­n á þessari flí­k er minnihlutaafstaða. Öllum vinum mí­num finnst hún hláleg og ljót. Mamma fær hroll þegar hún sér mig í­ henni. Steinunn segir ekki neitt – veit kannski að ég yrði bara forhertari ef hún amaðist við vestinu góða.

Frá því­ að ég var pjakkur hafa flestar uppáhaldsflí­kurnar mí­nar verið yfirhafnir sem talist hafa ljótar að flestra áliti. Á menntó gekk ég löngum í­ afar óhentugum gráum jakka með ví­nrauðu fóðri og kraga sem pabbi átti tuttugu árum fyrr. Jakkinn var opinn og tölurnar allar týndar, þannig að ég var meira eða minna kvefaður allan veturinn.

Á gaggó hélt ég mest upp á gamla ílafossúlpu (lí­ka frá pabba). Er ekki fjarri því­ að hún sé ennþá til heima hjá gömlu.

Skringilegasta úlpa sem ég hef átt, en jafnframt ein sú skemmtilegasta, var flí­k sem ég gekk alltaf í­ sí­ðasta árið í­ Melaskólanum. Það var massí­v úlpa með miklu ullarfóðri. Hún var hlý og góð í­ verstu veðrum, en annars var hún alltof heit – og þar sem ég er skelfilega heitfengur gat það orðið mikil raun að klæðast henni.

Einn af helstu kostum þessarar úlpu, var grí­ðarlegur fjöldi af stórum vösum. Lí­klega hafa vasarnir og leynihólfin verið hátt á annan tuginn. Á það minnsta einn þeirra var rifinn, þannig að hægt var að smeygja höndinni inn í­ fóðrið á úlpunni – þetta jók geymslurýmið til mikilla muna.

Einhverra hluta vegna ákvað ég að nýta þessa vasa út í­ ystu æsar. Ég gekk með ótrúlegasta drasl í­ vösunum eða innan í­ fóðrinu. Þannig var ekki óalgengt að ég hefði á mér spilastokk, skeið, áttavita, fjórar golfkúlur, minnisblokk, boxyddara, penna og golftí­ – svo eitthvað sé nefnt. Auðvitað hafði ég engin not fyrir alla þessa hluti, enda var þetta einkum fyrir kúlið. Eftir á að hyggja minnti úlpan góða á frakkann hans Jerrys í­ Parker Lewis Can´t Loose-þáttunum. Það voru góðir þættir.

Jamm.

# # # # # # # # # # # # #

Barnið er með magakveisu. Á sunnudagin lýsti hún sér í­ uppsölum, núna gengur þetta allt niður úr henni. Ljótt, ljótt – sagði fuglinn.

Styttur bæjarins

Mánudagur, maí 29th, 2006

Aulavilla dagsins í­ Fréttablaðinu er í­ fylgiblaðinu Allt – um fasteignir. Þar er myndasyrpa frá Hlemmsvæðinu og má meðal annars sjá fí­na mynd af klyfjahesti ísmundar Sveinssonar.

Á myndatexta stendur: Vatnsberinn eftir ísmund Sveinsson var nýlega fluttur á Hlemm.

Stuna!

Eyþórsmálið

Sunnudagur, maí 28th, 2006

Nú er ég alveg hættur að botna í­ þessu Eyþórs Arnalds-máli. Samkvæmt fréttum í­ dag er Eyþór snúinn aftur sem oddviti hjá í­haldinu í­ írborg. Samkvæmt NFS lí­tur hann á úrslit kosninganna sem traustsyfirlýsingu – það er sem sagt ekki lengur þörf á að bí­ða eftir að málið gangi sinn gang í­ dómskerfinu, eins og áður hafði verið talað um.

En nú skil ég ekki – sagði Eyþór Arnalds ekki einmitt af sér oddvitastöðunni fyrir kosningar til þess að kosningarnar snérust EKKI um ölvunarakstursmál Eyþórs. Lagði Eyþór ekki einmitt áherslu á að fólk ætti ekki að refsa flokknum fyrir afbrot hans í­ kosningunum?

Á ljósi þess, hvernig geta úrslit kosninganna á nokkurn hátt verið traustsyfirlýsing við Eyþór? Það verður ekki bæði sleppt og haldið.

Vandi Frjálslyndra

Sunnudagur, maí 28th, 2006

Svona fóru þá þessar kosningar. Vinstri græn gátu kæst yfir ýmsu. Sérstaklega er gaman að sjá stórrokkhljómsveitina Gildruna hljóta uppreisn æru sem stjórnmálaafl í­ Mosfellsbæ. Ragga Rí­kharðs hefði kannski betur sleppt því­ að senda út áví­sanirnar?

Nú er stóra spurningin: hvernig verður meirihlutinn í­ Reykjaví­k skipaður.

Fyrirfram mætti telja stjórn í­haldsins og Frjálslynda flokksins lí­klegasta, enda að mörgu leyti eðlilegt að stjórnarandstöðuflokkar sem komast í­ meirihluta láti á samstarfið reyna. Mér detta heldur ekki í­ hug nein málefni sem ætti að geta strandað á milli Frjálslynda flokksins og Sjálfstæðisflokksins.

En málið er ekki alveg svona einfalt.

Sú saga hefur gengið lengi að Samfylkingin ætli sér að reyna að gleypa Frjálslynda með því­ að kippa yfir til sí­n sterkasta fólkinu úr þeirra röðum. Þannig muni Guðjón Arnar Kristjánsson eiga ví­st gott sæti hjá krötum í­ NV-kjördæmi (sem mun missa einn þingmann til SV-kjördæmis við næstu kosningar) og Margrét Sverrisdóttir myndi sömuleiðis fá vænlegt sæti, sennilega í­ Reykjaví­k. Ef þetta gengi eftir, má ætla að það gengi frá Frjálslynda flokknum dauðum.

Ef þessi þráláti orðrómur er hafður í­ huga, flækjast málin nokkuð hjá í­haldinu í­ Reykjaví­k. Þótt Frjálslyndi flokkurinn yrði viðráðanlegur samstarfsaðili, þá er það varla spennandi kostur að ganga til samstarfs við stjórnmálahreyfingu sem gæti fallið eins og spilaborg eftir 6-8 mánuði. Það myndi t.d. þýða að meirihlutinn væri í­ uppnámi í­ hvert sinn sem Ólafur F. Magnússon forfallaðist og í­ raun yrði stjórnin í­ minnihluta í­ ýmsum nefndum.

Ef samstjórn Sjálfstæðisflokksins og Frjálslynda flokksins í­ borginni á að ganga upp, er ljóst að Frjálslyndi flokkurinn þarf að lifa. Forystufólk hans verður að leggja á hilluna öll áform um að skipta um lið og flokkurinn helst að hanga inni á þingi næsta vor (að öðrum kosti er hætta á að hann leysist upp á mettí­ma). Spurningin er hvort formaður og ritari flokksins telji aðild að meirihluta í­ Reykjaví­k með í­haldinu svo mikilvægan að þau kjósi að hryggbrjóta Samfylkinguna?

Þessi togstreita innan Frjálslynda flokksins hlýtur sömuleiðis að valda þeim áhyggjum sem láta sig dreyma um stjórn fjögurra flokka í­ borginni, án Sjálfstæðisflokks. Hver yrðu áhrifin fyrir slí­kan meirihluta ef Frjálslyndi flokkurinn springur í­ haust? Er ekki hætta á að þar sætu menn uppi með svipaðan samstarfsaðila og Borgaraflokkurinn var í­ sí­ðustu vinstri stjórn? Það vekur ekki góðar minningar.

Að framansögðu verður að teljast ólí­klegt að aðrir flokkar í­ borginni séu spenntir fyrir samstarfi við Ólaf F. og félaga. Og það fækkar mögulegum stjórnarmynstrum allrækilega.

Sjáumst í kvöld

Föstudagur, maí 26th, 2006

Vænti þess að hitta sem flesta lesendur þessarar sí­ðu hér í­ kvöld. Allir velkomnir.

Sagnir

Miðvikudagur, maí 24th, 2006

Fékk Sagnir, tí­marit sagnfræðinema inn um lúguna í­ dag. Blaðið lí­tur ágætlega út við fyrstu sýn. Á það minnsta eru nokkrar greinar sem ég gæti vel hugsað mér að lesa.

Einhverra hluta vegna er talsverð áhersla á það sem kalla mætti jaðarfyrirbæri í­ í­slenskri stjórnmálasögu, s.s. félög Kúbu- og Albaní­uvina. Þetta er reyndar dæmigert fyrir skrif sagnfræðinga um stjórnmálasögu – sagnfræðingar hafa yfirleitt smáflokkadellu. Sagnfræðingar skrifa um grí­nframboð, einsmálshreyfingar og flokka sem engu flugi náðu – hins vegar leggja þeir sjaldnast í­ stóru stjórnmálahreyfingarnar, heldur láta þær blaðamönnum og stjórnmálafræðingum eftir.

Á Sögu, tí­mariti Sögufélags hefur birst í­ það minnsta ein heillöng grein um Framboðsflokkinn 1971, en ég man ekki eftir einni einustu grein um Sjálftæðisflokkinn. Skrí­tið.

Sjálfur var ég fenginn til að skrifa ritdóm í­ þetta tölublað Sagna. Ekki tókst nú betur til en svo við umbrot blaðsins en að athugasemdir prófarkarlesara voru birtar sem aftanmálsgreinar mí­nar (sem voru raunar kallaðar neðanmálsgreinar). Lesendur munu því­ væntanlega ekki botna neitt í­ neinu.
# # # # # # # # # # # # #

Á dag komst ég í­ að skoða SS-húsið á Kirkjusandi. Það er mögnuð bygging. Fáránlega stór og með ólí­kindum að hún sé ekki nýtt af neinu viti.

Með þessu húsi mætti leysa húsnæðisvanda margra safna sem eru á hrakhólum. Mér kemur strax til hugar Náttúrufræðisafnið.

# # # # # # # # # # # # #

Mætti í­ kvöld með Ólí­nu í­ stúdentsveislu Guðmundar Þóris frænda mí­ns. Barnið lak útaf í­ bí­lnum á leiðinni heim og fékkst ekki til að vakna fyrir kvöldpelann. Hún mun því­ væntanlega rí­fa sig upp eldsnemma eða um miðja nótt, sársvöng og pirruð. Koma tí­mar, koma ráð.

Hallgrímur Helgason

Mánudagur, maí 22nd, 2006

Hallgrí­mur Helgason skrifar í­ Fréttablaðið í­ morgun og upplýsti að fyrir fjórum árum hafi hann kosið Björn Bjarnason og Sjálfstæðisflokkinn. Hann sér mikið á eftir þessu og útskýrir að þetta hafi hann gert vegna þess að R-listinn hafi verið svo slappur fyrstu tvö kjörtí­mabilin en sí­ðan farið á kostum 2002-2006.

Þetta er afar athyglisverð söguskoðun. Ég hélt að flestir væru sammála um að R-listinn hafi einmitt átt sí­nar bestu stundir fyrstu árin, en sí­ðan fatast flugið og leiðst út í­ innanhúsátök og leiðindi. Þess utan sýnist mér að drjúgur hluti þeirra verkefna sem Hallgrí­mur telur upp sem dæmi um hin frábæru verk þriðja kjörtí­mabilsins hafi verið hafin 2002 þegar rithöfundurinn studdi Björn Bjarnason. Svona geta menn séð pólití­kina í­ ólí­ku ljósi.

# # # # # # # # # # # # #

Helv. Watford komst upp í­ efstu deild. Það þýðir að stuðningsmenn þeirra verða gjörsamlega óþolandi á Luton-spjallborðinu næsta vetur – nema reyndar ef liðið verður á svipuðu róli og Sunderland í­ ár. Það er svo sem ekki ólí­kleg staða.

# # # # # # # # # # # # #

Það er verið að taka Hótel Borg í­ gegn og eigendurnir lofa stórglæsilegu hóteli og veitingastað eftir breytingar. Það verður gaman að sjá hvort bókaskápurinn sem er fullur af ensku laga- og reglugerðarsafni í­ 150 bindum mun fá að halda sér. Nákvæmlega hvað á að vera töff við slí­kt „bókasafn“?

Að loknu Söguþingi

Mánudagur, maí 22nd, 2006

Söguþingi er lokið. Ég skemmti mér vel. Nett ættarmótsstemning á þessum samkomum.

Þingveislan á Borginni tókst vel. Ræðan mí­n virtist mælast vel fyrir og vonandi hefur enginn móðgast yfir bröndurunum. Hópur veislugesta endaði á Rósenberg. Ég sat þar alltof lengi og og drakk alltof mikið. Dagurinn fór því­ í­ þynnku.

Það voru færri gestir á Söguþinginu núna en tvö fyrri skiptin. Fyrsta þingið var auðvitað sérstakt og vonlaust að búast við slí­kum fjölda núna. Er þó ekki fjarri því­ að hægt væri að fá fleiri gesti með því­ að keyra meira á árgangamóts-stemningunni. Þannig mætti ýta undir að hópar sem útskrifuðust á tilteknu árabili myndu hittast í­ tengslum við þingið. Það eru grí­ðarlega margir útskrifaðir sagnfræðingar sem ekki starfa beinlí­nis við fagið, en vilja þó halda í­ tengslin.

Ég er skí­thræddur um að ég hafi lofað að taka að mér allskonar stór verkefni eftir að á barinn var komið. Það var ekki það sem ég þurfti á að halda.

# # # # # # # # # # # # #

Missti af sigurleik FRAM á Leikni á laugardag. Skilst þó að við höfum mátt prí­sa okkur sæla með stigin þrjú. Það er þó góðs viti að Helgi sé farinn að skora.

# # # # # # # # # # # # #

Getur virkilega verið að tí­undi hver Reykví­kingur ætli að kjósa Frjálslynda flokkinn? Hvernig má það vera?

Nú hef ég engan hitt sem ætlar að kjósa Frjálslynda (fyrir utan frambjóðendur og systkini þeirra). Ég þekki fullt af fólki sem ætlar að kjósa hina flokkana – meira að segja slatta af Framsóknarmönnum. En ENGA stuðningsmenn Frjálslyndra… ætti þetta ekki að vera tölfræðilega útilokað?

Hættið þessu væli

Föstudagur, maí 19th, 2006

Eins og allir vita er ég í­ hópi þolinmóðari og umburðarlyndari manna. Eitt af því­ sem fer hins vegar óskaplega mikið í­ taugarnar á mér er þegar fólk kann ekki að reikna. Angi af því­ er tuðið yfir að Evrópusöngvakeppnin sé orðin að Austur-Evrópukeppni.

Auðvitað eru mörg Austur-Evrópulönd í­ úrslitakeppninni – enda eru svö mörg þátttökulönd frá Austur-Evrópu.

Ef skoðað er hlutfallið í­ úrslitakeppninni kemur í­ ljós að Austur-Evrópa er undirpresenteruð ef eitthvað er!

Eitt landsvæði sker sig þó úr. Fjögur af Norðurlöndunum fimm verða með í­ úrslitakeppninni annað kvöld. Það er 80%. Þetta er augljóslega galið hlutfall og ætti að kalla á umræður um það hvort ekki sé einhver meinsemd í­ keppnisfyrirkomulaginu sem hygli lögum frá Skandinaví­u sérstaklega.

En nei – vegna þess að eitt Norðurlandanna fimm féll úr keppni, þannig að þau ná ekki 100% þátttökuhlutfalli í­ úrslitum, þá er þetta orðin Söngvakeppni Austur-Evrópu…