Archive for júní, 2006

Fjórðungsúrslit

Föstudagur, júní 30th, 2006

Fjórðungsúrslit er flott orð og miklu betra en 8-liða úrslit. Hins vegar væri fí­flalegt að tala um helmingsúrslit í­ stað undanúrslita. Merkilegt.

Fótboltadagurinn mikli er runninn upp. Leikur Þýskalands og Argentí­nu er sá stærsti á mótinu til þessa. Úkraí­na gegn ítalí­u er heldur ekkert slor. Ég vil sjá þessi undanúrslit:

Argentí­na : Úkraí­na & Portúgal : Frakkland.

Hef fulla trú á að það verði að veruleika.

# # # # # # # # # # # # #

Nú eru fjöldamörg blöð og tí­marit skönnuð inn á Tí­marit.is hjá Landsbókasafni. Það eru þó ekki nema nokkur þeirra sem hægt er að skoða með orðaleitarvélinni. Hvað veldur? Er við því­ að búast að þeim blöðum sem hægt verður að leita í­ á þennan hátt fjölgi og hvað með þau sem eldri eru?

Nú er Morgunblaðið orðið það blað sem auðveldast er fyrir sagnfræðinga að leita í­. Þetta mun þýða að sagnfræðingar sem skrifa um 20. öldina munu í­ vaxandi mæli geta fí­nkembt Moggann í­ heimildaöflun sinni en munu láta önnur blöð sitja á hakanum. Þetta getur augljóslega gefið villandi mynd.

Legg til að S-hópurinn taki upp veskið og kosti innskönnun á Tí­manum eins og hann leggur sig. Ekki er ráð nema í­ tí­ma sé tekið – og Framsóknarflokkurinn verður fljótlega bara sagfnræðilegt viðfangsefni…

Skyldi Mál og menning hafa geymt eitthvað af Rússagullinu? Nú væri gott að hafa það til að koma Þjóðviljanum á tölvutækt form.

0 eða 24

Fimmtudagur, júní 29th, 2006

Fór að velta því­ fyrir mér í­ gærkvöldi klukkan hvað sólarhringurinn byrji. Eða öllu heldur – er til eitthvað sem heitir „klukkan núll“?

Af tölvuklukkum heimilisins segir um það bil helmingurinn að klukkan á miðnætti sé 0:00 en hinn helmingurinn að þá sé hún 24:00. Ætli þessi munur sé menningarbundinn? Nú er klukkan á ofninum frá Þýskalandi og segir 24 en þær japönsku veðja á 0:00.

Getur verið að þetta sé angi af stærra ágreiningsefni – svipað og karpið um hvenær aldamótin eru? Þannig telji hluti klukkuframleiðenda að 00:01 sé fyrsta mí­núta sólarhringsins en 24:00 sú sí­ðasta, meðan aðrir veðji á 00:00 og 23:59?

Treysti á lesendur mí­na að efna til lærðra umræðna um þetta mál í­ athugasemdakerfinu…

# # # # # # # # # # # # #

Sá FRAM vinna Fjölni í­ gær. FRAM og Þróttur eru því­ komin með fimm og fjögurra stiga forskot á næstu lið. Sýnist toppbaráttan farin að liggja nokkuð ljós fyrir nú þegar.

Á sunnudaginn mætum við Skagamönnum í­ bikarnum. Spurning hvort Óli Þórðar verði ennþá með liðið…

Panamaskurðir

Miðvikudagur, júní 28th, 2006

Töffaralegur and-reykingaáróður í­ reykví­sku tí­mariti frá 1912, þar sem áherslan er ekki lögð á heilsuspillandi áhrif tóbaksnautnarinnar heldur tí­masóunina:

Þriðjungur af í­búum jarðarinnar reykir 300000000 manna. Þessir menn brenna á degi hverjum tóbaki sem nemur 50000000 króna. Vinnutöfin við að kveikja í­, láta í­ og taka úr nemur svo mörgum dagsverkum á dag, að nægja myndi til þess að gera tvo Panamaskurði.

Jamm.

# # # # # # # # # # # # #

Úr sama blaði:

Ekstrablaðið, ómerkilegt fleipurblað í­ Kaupmannahöfn, hefir nýlega ritað um þýdda sögu eftir Jónas frá Hrafnagili og notað tækifærið til að smána Íslendinga og þjóðareinkenni þeirra.

Heimsins heimskasti pabbi

Þriðjudagur, júní 27th, 2006

Varð það ekki titill á bók eftir Mikael Torfason? Það er eins og mig minni það.

Ólí­na varð frekar pirruð á föður sí­num í­ gær. Þegar henni fannst nógu lengi setið í­ heimsókn fór hún og náði í­ húfuna sí­na og setti á höfuðið, sótti skóna sí­na og úlpuna og rétti mér. Svo stóð hún og beið eftir að ég skildi ví­sbendinguna.

Þegar þetta hafði ekki tilætluð áhrif rölti hún aftur fram, náði einhvern veginn í­ jakkann minn, dró hann með erfiðismunum inn í­ stofu og setti í­ fangið á mér. Mikið skýrari verða skilaboðin nú ekki.

# # # # # # # # # # # # #

Á gær var maður áþreifanlega minntur á hvað Ísland er fámennt land. íþróttadeild Sýnar hefur gefist upp á að fá nýja viðmælendur í­ hálfleiksspjall fyrir hvern einasta leik. Þess í­ stað var Geir ÓLafsson kallaður í­ stúdí­ó öðru sinni – núna til að sýna knattþrautir. Ég hefði viljað vera viðstaddur deildarfundinn þar sem menn töluðu sig inn á að þetta væri góð hugmynd.

# # # # # # # # # # # # #

Á dag mun bandarí­ska fyrirtækið Dr. Don´s Buttons póstleggja sendingu til Íslands. Dr. Don er aðalbirgir okkar Palla í­ barmmerkjaframleiðslunni. Það er greinilega kominn nýr maður í­ söludeildina – einhver Ardy sem svarar öllum fyrirspurnum greiðlega og af stakri kurteisi. Hann leysir af hólmi Bruno sem skrifaði allan tölvupóst með hástöfum til að lesandanum fyndist hann vera að öskra á sig – sem hann var lí­klega að gera. Ég sakna samt Brunos.

Á sendingunni verður nýr skerari fyrir einnar tommu merkin. Ef hann virkar jafnvel og auglýsingarnar lofa, ætti það að létta okkur lí­fið talsvert.

Þá vantar okkur bara sniðug slagorð til að þrykkja á barmmerki. Uppástungur?

Nýtt og betra tjald

Mánudagur, júní 26th, 2006

Á gær var sett upp nýtt og betra sýningartjald í­ Friðarhúsi. Það mun vitaskuld gagnast fyrir hvers kyns myndasýningar og fyrirlestra í­ framtí­ðinni, en sem stendur kætast einkum knattspyrnugláparar.

Nú dvel ég öllum stundum í­ Friðarhúsi, enda allir leikir í­ úrslitakeppninni sýndir þar.

# # # # # # # # # # # # #

Helv. Englendingarnir eru ömurlegir. Skriðu áfram gegn Ekvador og mæta svo Portúgal sem verður með hálft liðið meitt eða í­ leikbanni. Ljótt, ljótt sagði fuglinn.

Skringileg stjórnarandstaða

Föstudagur, júní 23rd, 2006

Á morgun var ég í­ viðtali í­ Íslandi í­ býtið vegna trúleysisráðstefnunnar sem haldin verður um helgina, en þar flyt ég erindi á ví­sindasögulegum nótum. Meðan við Sigurður Hólm biðum eftir að komast að horfðum við á fréttatí­ma þar sem Dagur Eggertsson hafði uppi stór orð um hversu fáránlegt það væri ef borgin réðist í­ að byggja leiguí­búðir fyrir eldri borgara. Helstu rökin virtust vera þau að þannig hefðu menn gert í­ gamla daga og þetta væri ekki nútí­malegt.

Nákvæmlega hvað er slæmt eða óæskilegt við að borgin eigi og reki leiguí­búðir ætlaðar gömlu fólki? Er það kannski bara vont vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn er að í­huga þann kost og Samfylkingin er í­ stjórnarandstöðu?

Manni virðist einmitt sem fjárfestar í­ borginni nenni ekkert að sinna byggingum á leiguhúsnæði af þessum toga, heldur vilji þeir bara reisa fokdýrar háklassaí­búðir í­ miðbænum eða einhverjum bryggjuhverfum. Er þá nokkuð að því­ að borgin komi inn á markaðinn af krafti?

Minn gamli skólabróðir verður að passa sig á að falla ekki beint í­ fýlupokagryfjuna sem getur reynst mörgum stjórnarandstæðingum hættuleg.

# # # # # # # # # # # # #

FRAM tekur á móti Þrótti í­ kvöld. Ég hef bara séð einn heilan leik það sem af er sumri og það var hörmungarleikurinn í­ fyrstu umferð á móti Ví­kingi Ólafsví­k. Nú er komið að stórleik sumarsins og allir góðir menn mæta á völlinn, hverjum er ekki sama um þessa frönsku labbakúta sem spila á HM á sama tí­ma?

Stubbur

Miðvikudagur, júní 21st, 2006

Fór að blaða í­ eintaki af snilldarbarnabókinni Stubbi, sem Ólí­na hefur leikið grátt sí­ðustu daga. íkvað af rælni að grafast fyrir um höfundana, þau Bengt og Grete Janus Nielsen.

Bengt þessi, sem teiknaði myndirnar, mun vera Bengt Janus. Hann er betur þekktur sem Jens K. Holm, en undir því­ dulnefni skrifaði hann einmitt Kim-bækurnar…

Þetta finnst mér skemmtilegt kjúrí­osí­tet og fyllsta ástæða til að deila með heiminum!

(Þessi færsla hefði verið flottari ef ég hefði fundið mynd að Stubbi (d. Strit) til að skreyta hana með – en það mistókst.)

Barnaskór

Þriðjudagur, júní 20th, 2006

Önnur langamma Ólí­nu hefur áhyggjur af því­ að krakkinn sé að fá ilsig og leggur til að hún verði höfð meira í­ skóm heima við, nánar tiltekið í­ skóm með góðu innleggi. Nú er ég alveg úti á þekju í­ þessum fræðum. Hvort þykir betra fyrir litlar lappir að hlaupa um í­ góðum skóm eða á sokkaleistunum?

Treysti á snillingana sem lesa þessa sí­ðu til að svara spurningunni.

# # # # # # # # # # # # # # #

Það var góður hópur samankominn í­ Friðarhúsi í­ gærkvöldi. Sumir voru að hjálpa til við að setja glæsilegt skilti framan á húsið sem sést langt að. Aðrir horfðu bara á fótboltann.

íkveðið hefur verið að frá og með 16-liða úrslitunum verði hver einast leikur sýndur í­ Friðarhúsi. Þar geta boltaþyrstir friðarsinnar safnast saman, lausir við reykingastybbuna sem fylgir flestum börum.

Talandi um HM. Getur einhver staðfest það hvort markatala í­ riðlinum eða innbyrðisviðureignir verði fyrst látið gilda til að ákvarða röð liða?

Franskir labbakútar

Sunnudagur, júní 18th, 2006

Ég ákvað fyrir EM 1996 að halda með Frökkum. Þeir ollu nokkrum vonbrigðum á mótinu, en öllum mátti þó vera ljóst að Evrópumótið var bara upphitum fyrir HM í­ Frakklandi tveimur árum sí­ðar.

Á HM 98 og EM 2000 brugðust Frakkarnir mér ekki og hömpuðu titlinum. 2002 studdi ég Frakka sömuleiðis – en hví­lí­kar hrakfarir! Frakkar voru sendir heim með skömm eftir ömurlega frammistöðu og ekkert mark skorað.

Ég er enn ekki búinn að fyrirgefa Frökkum svikin frá því­ fyrir fjórum árum. Ekki aðeins hef ég snúið fullkomlega við þeim baki – heldur hlakkar í­ mér yfir óförum þeirra núna. Vonandi floppa þeir lí­ka gegn Tógó í­ lokaleiknum og verða grýttir með úldnu grænmeti við komuna til Parí­sar. Það ætti að kenna þeim!

Í stuttu máli sagt…

Sunnudagur, júní 18th, 2006

„Á stuttu máli sagt, jafnrjettisást kommúnista á Íslandi og „frjálslyndi“ þeirra birtist á þann hátt að þeir vilja eyða gjaldeyri til þess að blökkumenn geti spilað á blásturshljóðfæri fyrir Reykví­kinga.“

Mogginn, 18.jan. 1948

Það er ekki laust við að Megasar-textinn Svo skal böl bæta komi upp í­ hugann þegar Morgunblaðsleiðarinn Svartir menn og hví­tir frá 18. janúar 1948 er lesinn. Þar segir:

„Það lí­tur t.d. sjerlega einkennilega út þegar í­slensku kommúnistarnir eru harmi lostnir, er þeir frjetta að einhvers staðar á jörðinni þurfi svartir menn að sitja í­ verri sætum í­ strætisvögnum en hví­tir, þegar þeir jafnhliða lýsa ánægju sinni yfir því­ að hví­tir menn sjeu hengdir eða skotnir það suður á Balkanskaga að hafa sjálfstæða skoðun á því­, hvernig eigi að stjórna landi þeirra.“

Þetta er gömul saga og ný – Mogginn þolir engum að gagnrýna Bandarí­kjamenn og hefur aldrei gert. Þá er heppilegt að geta bent á eitthvað annað – þrælana á Volgubökkum eða raunar hvað sem er.

# # # # # # # # # # # # #

Les á netinu að Arnljótur Daví­ðsson hafi skorað eitt marka FRAM í­ bikarkeppninni á föstudaginn. Það er magnað!