Archive for júlí, 2006

Moggaforsíðan

Laugardagur, júlí 29th, 2006

Flottar aðgerðir í­ gær fyrir framan bandarí­ska sendiráðið. Mogginn segir frá þeim á forsí­ðu ásamt stórri mynd.

Já, ég endurtek: Mogginn segir frá aðgerð Samtaka herstöðvaandstæðinga á forsí­ðu og undir jákvæðum formerkjum.

Kannski einhver sagnfræðingurinn muni í­ framtí­ðinni nota þessi tí­mamót til að marka lok kalda strí­ðsins?

# # # # # # # # # # # # #

Kvöldverðarboð á Mánagötu í­ gærkvöld. Keyptum bleikjuflök í­ Fylgifiskum. Lostæti.

Ólí­na gisti hjá ömmu sinni og afa. Á fyrsta sinn í­ marga mánuði gátum við Steinunn sofið heila nótt án þess að fá spark í­ nýrun eða hausinn. Við söknuðum þess nú pí­nulí­tið.

# # # # # # # # # # # # #

FRAM vann góðan sigur á Akureyringum í­ gær og stefnir ótrautt á að vinna deildina. Missi af næsta leik, úti gegn Stjörnunni, þar sem stefnan er tekin á Neistaflug fyrir austan um verslunarmannahelgina.

# # # # # # # # # # # # #

Skoski boltinn er byrjaður. Hearts mætir Dunfermline á útivelli. Fyrstu leikirnir í­ Evrópuboltanum eru alltaf hálf-melankólí­skir, því­ með þeim byrjar haustið.

B&S

Föstudagur, júlí 28th, 2006

Skoska hljómsveitin Belle & Sebastian er ví­st að spila á skerinu og mikið er gert úr því­ í­ fjölmiðlum. Á gamla daga var þessi tegund tónlistar kölluð gáfumannapopp.

Á fljótu bragði sé ég engan mun á þessu Belle & Sebastian-bandi og gömlu Housemartins/Beautiful South.

# # # # # # # # # # # # #

Missi af FRAM-KA vegna kvöldverðarboðs. Samdi þó leikskrá ásamt Val. Þeir sem mæta á leikinn eiga því­ von á FRAMfærslu, þar sem þeirri spurningu er svarað í­ eitt skipti fyrir öll hvert er besta liðið í­ sögu í­slenskrar knattspyrnu…

# # # # # # # # # # # # #

Mótmæli við sendiráð BNA kl. 17:30. Nánari upplýsingar hér.

Svarta flaskan

Fimmtudagur, júlí 27th, 2006

Black Bottle-viskýið sem fæst í­ Rí­kinu er langbesti fjölmöltungurinn sem seldur er hér heima. Þessi tegund er miklu rammari en gerist og gengur með blönduð viský, enda eru Islay-viský fyrirferðarmikil í­ blönduninni. Mæli hiklaust með þessari tegund. Ef Rí­kislögreglustjóri vill kæra mig fyrir ólöglegar áfengisauglýsingar, þá verður bara svo að vera.

# # # # # # # # # # # # #

Pistill Jóns Orms í­ Fréttablaðinu í­ dag (gær) er beittur – jafnvel beyskur. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að fyrir örfáum mánuðum fengum við að hlusta á hverja fréttaskýringuna á fætur annarri af í­sraelsku þingkosningunum sem gengu út á að ísraelar yrðu að kjósa Olmert yfir sig, þar sem hann væri von friðarins en andstæðingarnir ofstækis- og strí­ðsæsingarmenn. Það var þá aldeilis friðardúfan.

SHA skipuleggur mótmælastöðu fyrir framan sendiráð Bandarí­kjanna á föstudag kl. 17:30. Meira um málið á morgun.

# # # # # # # # # # # # #

Úr því­ að ég er í­ auglýsingagí­rnum, þá er ekki úr vegi að plögga Múlalund í­ leiðinni. Minjasafnið þarf að kaupa möppur og í­ ljós kemur að stóru bókabúðirnar bjóða bara upp á drasl. Heimsókn í­ Múlalund skilaði hins vegar akkúratt því­ sem við höfum verið að leita að, fyrir skí­t og kanil.

# # # # # # # # # # # # #

Eins og fram kemur í­ blogginu hjá frúnni höfðum við nýjar í­slenskar kartöflur í­ kvöldmat. Það er ekki til betri matur. Frá júlí­ og fram í­ desember ætti maður að éta kartöflur í­ öll mál. Eftir það taka hrí­sgrjónin við sem meðlæti.

# # # # # # # # # # # # #

Eru auglýsingar KFC þær skuggalegustu um þessar mundir? Ég verð alltaf hálfsmeykur þegar ví­galegi sköllótti maðurinn segist vilja kjúklingaborgara…

Vinsæl íþrótt

Sunnudagur, júlí 23rd, 2006

Úr grein í­ Mogganum um sögu knattspyrnunnar, 23. des. 1956:

Knattspyrna er nú leikin af hámenntuðum mönnum – lögfræðingum, prestum, læknum o.fl. jafnt sem innfæddum og nautheimskum Afrí­kumönnum og Eskimóum í­ Grænlandi.

Jahá!

Geggjun

Sunnudagur, júlí 23rd, 2006

Framámenn í­ ísrael slá sem sagt upp veislu til að minnast afmælis velheppnaðra hryðjuverka á sama tí­ma og þeir valta yfir Lí­banon í­ nafni strí­ðs gegn hryðjuverkum. Hví­lí­k geggjun!

# # # # # # # # # # # # #

Á þriðjudagskvöldið mun ykkar einlægur vera leiðsögumaður í­ sögugöngu um Elliðárdalinn á vegum Orkuveitunnar. Mig minnir að það verði lagt af stað frá Minjasafninu kl. 19:30, annars má finna nánari upplýsingar á vef OR.

# # # # # # # # # # # # #

Derby mun ví­st vera búið að kaupa Steve Howard aðalmarkaskorara Luton. Stuðningsmennirnir eru furðurólegir, enda Howard gamall og latur – þótt vissulega hafi hann skorað mörg mörk. Bí­ð eftir skýrslu frá aðalstuðningsmanni Derby á Íslandi um málið.

# # # # # # # # # # # # #

Er í­ fyrsta sinn að lesa almennilega rúmlega 10 ára gamla bók Sigurðar í. Friðþjófssonar, íþróttir í­ Reykjaví­k. Hún er bara nokkuð góð.

Margar bækur hafa komið út á í­slensku um sögu í­þróttafélaga, í­þróttasambanda eða einstakra í­þróttagreina. Fæstar þeirra eru hins vegar skrifaðar af sagnfræðingum. Á svipinn man ég t.d. ekki eftir einni einustu bók með almennilega heimildaskrá – fyrir utan Sögu landsmóta UMFÁ sem mig minnir að hafi verið með þetta allt á hreinu.

Ísland & stríðið í Líbanon

Föstudagur, júlí 21st, 2006

Mick Hume skrifar grein í­ The Times um umfjöllunina um strí­ðið í­ Lí­banon og hvernig sjálfhverfum Bretum tekst að láta þessar hörmungar snúast um sjálfa sig. Prufið að lesa greinina og setja „Íslendingar“ inn fyrir „Bretar“:

Some appear to have given up trying to analyse or explain the complexities of the Middle East, and settled instead for making an emotional connection with an audience. So what they assume we need is victim stories. Better still, British victim stories. And best of all perhaps, stories of bewildered children being given a cup of tea by the Royal Navy. How any of this is supposed to help to make sense of events bewilders me. It has reached the point where both the BBC and ITV have staged feelgood family reunions by satellite during news bulletins, reminiscent of those toe-curling old Surprise, Surprise! shows. Crisis in the Middle East? Send in Cilla Black!

Meanwhile, more than 300 Lebanese and 30-plus Israelis have been killed, and the UN estimates that half a million people have been displaced. A report published this week on responses to the Asian Tsunami of Boxing Day 2004 attacks the self-serving “arrogance” of Western agencies, and asks: “Whose emergency was it?” Let’s not wait 18 months for somebody to pose that question about Lebanon. Or are we so vain, we think somebody else’s war is about us?

En úr því­ að búið er að koma í­slensku rí­kisborgurnum heim förum við kannski að fá vitrænni fréttaflutning frá þessum hörmungum.

# # # # # # # # # # # # #

Sá FRAM vinna Leikni í­ Breiðholtinu í­ kvöld. Helgi Sig með þrennu.

Leiknismenn eru með fí­nt fótboltalið – það besta í­ sögu félagsins. Annar Sví­inn þeirra var frábær í­ kvöld. Eitthvað segir mér að hann leiki ekki í­ Leiknisbúningi að ári.

Skrifelsi

Föstudagur, júlí 21st, 2006

Skrifaði smápistil á Friðarvefinn í­ dag, hvern allir lesi.

# # # # # # # # # # # # #

Á dag fékk ég vinnufélaga í­ heimsókn sem spurði hvort ég hefði einhverjar upplýsingar eða vitneskju um sögu Gasstöðvar Reykjaví­kur. Hann varð hálfkindarlegur þegar ég dró fram 110 blaðsí­ðna BA-ritgerðina mí­na um sögu Gasstöðvarinnar.

Hann lét sér samt nægja stuttu útgáfuna sem ég birti í­ Rafmagnsveitublaðinu 1998. Það er synd, ég er viss um að hann hefði getað skemmt sér við að lesa kaflana um aukaafurðir gasstöðvarinnar: koksið, tjöruna og ammoní­akið.

# # # # # # # # # # # # #

Steinunn fór út í­ kvöld að hella í­ sig kokteilum og éta eitthvert góðgæti ásamt Ernu. Við feðginin létum okkur nægja að steikja eitthvað kjöt í­ dulargervi úr plastbakka og suðum nokkrar kartöflur. Maður á ekki að éta kartöflur á þessum tí­ma árs. Þær eru allar vibbi. Gamlar og ekkert eftir nema hratið.

Um daginn slógu allir fjölmiðlar upp fréttum af því­ að nýjar kartöflur væru komnar í­ búðir. Spurðist fyrir um þær í­ verslun um daginn, en fékk þau svör að þetta hefði verið fjölmiðlastönt, nokkrir sekkir hefðu verið teknir upp úr jörðinni og selst upp á hálftí­ma – þess utan var þetta ekki einu sinni gullauga, sem eru langbestu kartöflurnar heldur einhver önnur týpa.

Eftir svona viku er von á alvöru sendingu. Þá verður lagst í­ kartöfluát og kartöflur étnar með öllum mat eða bara einar og sér.

# # # # # # # # # # # # #

FRAM heldur upp í­ Hólahverfi annað kvöld (föstudagskvöld) og keppir við Leiknismenn. Held að Sverrir ætli að taka sénsinn og mæta með mér á völlinn, hann hefur annars reynst hin versta óheillakráka. Af þeim tí­u leikjum sem búnir eru af Íslandsmótinu hefur hann mætt á tvo – jafnteflið gegn Ólsurum og tapið gegn Þrótti. Á hinn bóginn höfum við unnið hina átta leikina.

Annars þoli ég Leiknismönnum vel að ná árangri í­ fyrstu deildinni. Það er eitt af þeim í­þróttafélögum sem mér er hvað best við. Sömuleiðis mættu HK-menn alveg fara með okkur upp í­ úrvalsdeildina á kostnað Þróttara. Andúð mí­n á Þrótti fer vaxandi, án þess að ég geti skýrt hvernig hún sé tilkomin. Þegar ég var pjakkur átti ég meira að segja til að mæta á Þróttarleiki í­ gömlu þriðju deildinni til að hvetja Sæviðarsundsklúbbinn…

# # # # # # # # # # # # #

Hvatning mí­n um daginn til í­slenskra tölvunörda hefur ennþá engu skilað. Magni ísgeirsson er enn ekki kominn með sí­ðu um sig á ensku Wikipediunni. Hvar er þjóðernismetnaður í­sleskra Wiki-nörda? Mér er spurn!

Frétt ársins?

Miðvikudagur, júlí 19th, 2006

Ein af fréttum ársins birtist á forsí­ðu Blaðsins í­ dag. Þar er því­ slegið upp með strí­ðsfyrirsögn að mávar éti andarunga. Við lestur greinarinnar sést að blaðamanni er greinilega mjög brugðið við þessar fregnir. Geri fastlega ráð fyrir að sami blaðamaður muni halda áfram á sömu braut með æsifréttum á borð við: „Köttur kemur heim með vængbrotinn fugl“, „Gúbbí­fiskar éta afkvæmin sí­n“ og „Óstaðfestar heimildir herma að þrestir leggi sér ánamaðka til munns“.

Eru svona fréttir ekki hin fullkomna sönnun þess að í­slenska þjóðin sé flutt á mölina? Þetta minnir mig helst á æsifregnina sem Stöð 2 flutti 2-3 kvöld í­ röð fyrir nokkrum misserum um laxahræ sem fannst við Elliðaárnar og sem fuglar höfðu kroppað í­. Þar var talað við amk. þrjá embættismenn borgarinnar eða yfirmenn hjá Orkuveitunni og þeir spurðir um hvað þeir ætluðu að gera í­ málinu – lax hefði fundist dauður og lí­klega væru fuglarnir í­ borgarlandinu hræætur…

Hin snilldin í­ frétt Blaðsins eru þó viðbrögð fuglafræðingsins sem talað var við. Ví­sindamaðurinn ætlaði sér greinilega ekki að segja neitt sem túlka mætti sem stuðning við mávadrápsstefnu Gí­sla Marteins og gerði því­ allt til að fegra hlut mávanna. Var helst á honum að skilja að mávar dræpu ekki endur – að hér væri margt í­ mörgu, kannski væru fuglarnir bara að leika sér saman – og sjaldan valdi einn þá tveir deila… Kannski helv. andarungarnir hafi reitt mávinn til reiði.

En ég bí­ð spenntur eftir fleiri safarí­kum uppljóstrunum Blaðsins um sí­virðilegt athæfi í­ náttúrunni.

Lystugt!

Miðvikudagur, júlí 19th, 2006

Morgunblaðið, 20. maí­ 1954:

„Kjarnorku-kartöflur“ skemmast ekki

WASHINGTON – Með kjarnorku virðist mega geyma matvæli takmarkalaust án frystingar. Þannig hafa menn gert tilraunir með lauk, kartöflur og fleiri matvæli. Hafa þau geymst árum saman án þess að spillast.

Ví­sindamenn halda því­ fram, að geislun vinni á rotnunar-bakterí­um. Þykjast þeir og geta sannað, að ekki sé mönnum skaðsamlegt að neyta fæðu, sem svo hefir geymzt.

Bandarí­kjastjórn hefir gert 5 ára áætlun um að leita ráða til að geyma matvæli með geislun.

Alveg er það magnað hvað menn voru bilaðir á sjötta áratugnum. Það er ótrúlegt að þeim hafi ekki tekist að sprengja heiminn í­ loft upp margoft á þessum árum.

Sagnfræðinemi á höttunum eftir lokaritgerðarefni gæti valið margt vitlausara að rannsaka en hugmyndir Íslendinga um kjarnorkutæknina og þróun þeirra á árum kalda strí­ðsins.

# # # # # # # # # # # #

Fór til Ólafsví­kur í­ gær í­ frábæru veðri að horfa á góðan sigur FRAM. Snæfellsnesið er fallegur staður og lí­klega er Grundarfjörður sá bær á Íslandi sem hefur fallegasta bæjarstæðið.

# # # # # # # # # # # #

Las á netinu að Channel4 í­ Bretlandi ætli að hafa runk-þema í­ dagskrá sinni fyrstu vikuna í­ ágúst. Þar á meðal er stefnt að beinni útsendingu frá heimsmetstilraun í­ hópsjálfsfróun í­ samkomuhúsi í­ Lundúnum.

Á ljósi þessara fregna virðist heimsmetstilraun hverfamiðstöðvar Vesturbæjar í­ hóp-sippi nú í­ vor hálf-léttvæg eitthvað…

Hún lifir!

Mánudagur, júlí 17th, 2006

Jæja, Kaninkan er vöknuð til lí­fsins. Allan tí­mann sem hún hefur verið í­ lamasessi, hefur hugurinn verið fullur af snjöllum bloggum sem aldrei litu dagsins ljós. Núna, þegar ég get bloggað aftur, dettur mér ekkert í­ hug.

* Jú annars, áðan keypti fjölskyldan sér bí­l. Það er sex ára gömul Subaro Impreza, græn.

* Um helgina las ég nýja reyfarann eftir Söru Paretsky. Efast um að ég nenni að blogga um hann úr þessu. Fí­n bók samt.

* Barnið er búið að læra að klifra upp í­ stofusófann. Við liggjum í­ því­.

* Á föstudaginn var hringt í­ mig og mér boðið að semja spurningar fyrir borðspil sem koma á út fyrir jólin. Afþakkaði boðið, en mikið assgoti eru menn seint á ferðinni með svona verkefni.

* Þrjóturinn Dr. Don er enn ekki búinn að senda efnin í­ barmmerkin. Lí­klega er sökin þó ekki hans heldur hinnar arfavondu bandarí­sku póstþjónustu.