Archive for ágúst, 2006

Besta heimkoman

Miðvikudagur, ágúst 30th, 2006

Belgí­a var frábær.

Brúðkaupsveislan hjá Óla og Laurence var frábær. Athöfnin var svo sem fróðleg lí­ka. Mér reiknast til að þetta sé þriðja kirkjubrúðkaupið sem ég hef verið viðstaddur á ævinni, yfirleitt mæti ég í­ veisluna en sleppi kirkjunni. Við Steinunn létum þó eiga sig að þiggja oblátu hjá prestinum – ætli það hefði ekki þurft að ví­gja húsið upp á nýtt ef heiðingjunum væri veitt sakramenti…

Dagarnir í­ Bruxelles voru sömuleiðis ljúfir. Aðalmálið var að éta góðan mat og drekka góðan bjór. Þannig litum við varla inn í­ nokkra verslun. Keyptum eitthvað lí­tilræði af súkkulaði og leikfang fyrir Ólí­nu – ekkert annað. Það var óneitanlega skrí­tið að koma heim án þess að hafa keypt eins og 5-6 bækur.

Belgí­ski kræklingurinn er góður. Bjórinn er frábær. Drakk hina ýmsustu Trappista auk torkennilegra klausturbjóra. Því­ miður náði ég hins vegar ekki nema einum Lambik-bjór í­ allri ferðinni. Það er einhver sérkennilegsti bjór sem til er – með sterku kampaví­nsmysubragði, sem maður kolfellur fyrir á öðrum sopa.

En þó ferðin hafi verið eins og best var á kosið, hefur aldrei verið eins gaman að koma heim og núna. Eftir að hafa skilið Ólí­nu eftir hjá afa sí­num og ömmu í­ sex nætur vissum við ekki alveg við hverju mætti búast. Hún varð eiginlega feimin þegar hún sá okkur aftur, en jafnaði sig eftir smátí­ma og fór að draga fram alls kyns leikföng til að sýna okkur. Það er erfitt að vera lí­tinn, kunna ekki að tala en hafa frá ýmsu að segja.

Á morgun liggur leiðin á næsta róluvöll. Vinnan byrjar aftur á föstudaginn.

# # # # # # # # # # # # #

Það er mikið skrifað um írna Johnsen. Einhverjir láta það fara í­ taugarnar á sér að  handhafar forsetavalds hafi veitt írna Johnsen uppreisn æru og þar með opnað möguleikann á að hann bjóði sig fram til þings.

Ég er ósammála. Að mí­nu mati er jákvætt að írna sé gefið færi á því­. Ég er nefnilega þeirrar skoðunar að ekki eigi að setja neinar hömlur á kjörgengi manna.

Við höfum dæmi um pólití­ska dóma í­ sögunni, þar sem mönnum var meinað að kjósa og bjóða sig fram vegna stjórnmálaskoðanna. Slí­k vinnubrögð þekkjast í­ ýmsum rí­kjum enn í­ dag og eru einatt talin til marks um lágt lýðræðisstig. Öll lög sem skerða kjörgengi einstaklinga bjóða þessari hættu heim.

Hvað er í­ raun að því­ að maður sem er nýsloppinn úr fangelsi bjóði sig fram til opinberra embætta? Eða – ef út í­ það er farið, að maður sem enn sæti í­ fangelsi biði sig fram? Mætti ekki hugsa sér að almenningur teldi viðkomandi fanga grátt leikinn og gæti vel hugsað sér að styðja hann með atkvæði sí­nu?

Mér finnst allar hömlur á kjörgengi vera ólýðræðislegar. Best væri að heimila öllum að bjóða sig fram – og þá er ég ekki bara að tala um að ryðja á brott kröfum um óflekkað mannorð, heldur lí­ka kröfum um aldur og rí­kisfang. Kosningaréttur gæti svo sem verið áfram bundinn við 18 ára í­slenska rí­kisborgara – en ef þessir sömu 18 ára og eldri Íslendingar ákveða að velja fanga, útlending eða fermingarbarn – hvers vegna ættu lögin þá að hindra það?

Til viðbótar við þetta finnst mér eðlilegt að auð atkvæði fái „fulltrúa“ á þingi og í­ bæjarstjórnum. Sem stendur gera auð atkvæði ekki annað en að auka vægi hinna sem kjósa og senda óbein skilaboð. Miklu rökréttara væri ef t.d. tæp 2% kjósenda skila auðu, yrði eitt sæti á Alþingi autt næsta kjörtí­mabil – þingmönnum fækkaði úr 63 í­ 62 o.s.frv. Skynsamlegt – ekki satt?

Stefán & Steinunn chez les Belges

Fimmtudagur, ágúst 24th, 2006

Jæja, þá styttist í­ brottför til Belgí­u. Óli Jó og Laurence eru að fara að gifta sig. Það er mikið gleðiefni.

Ólí­na gistir hjá ömmu sinni og afa. Þau munu ekki eiga sjö dagana sæla (fimm dagana í­ þessu tilviki) – því­ grí­sinn klifrar upp um alla veggi. Á morgun klöngraðist hún upp á eldavélina og bjó sig undir að hræra í­ hafragrautspottinum. Samt er hún ennþá smeyk við þröskulda.

# # # # # # # # # # # # #

Það eru sí­ðustu forvöð fyrir háskólanema að skrá sig í­ námskeiðið okkar Sverris og Skúla Sigurðssonar. Á námskeiðslýsingu segir: Tekið verður fyrir tí­mabilið 1900-1925. Þá sáu dagsins ljós fyrirbrigði í­ ví­sindum og tækni, og skipulagningu þessara sviða, sem voru mikilvægir aflvakar nývæðingar á 20. öld. Sjónarhornið er alþjóðlegt og í­slenskt, ví­sindasögu- og tæknisögulegt. Lögð verður áhersla á samanburð og greiningu strúktúra. Fjallað verður t.d. um ví­sindanýjungar á borð við atóm, erfðafræði, geislavirkni, röntgengeisla, rúm og tí­ma, skammtafræði, háskóla og nýjar rannsóknastofnanir, tölfræði og félagsví­sindi, mannfræði og sálfræði, tæknikerfi á sviði orku og samgangna, langdræg rafræn samskiptakerfi, fjöldaframleiðslu og ví­sindalega stjórnun, heilbrigðishreyfingar og afskipti rí­kisins af heilbrigðismálum, borgir og matvælaiðnað, hernað og ví­sindi.

Kennslufyrirkomulagið verður með þeim hætti að Skúli kennir intensí­vt fyrstu dagana í­ september – þar sem verða daglegir fyrirlestrar. Það sem eftir lí­ður misseri kennum við Sverrir saman tí­ma á fimmtudagseftirmiðdögum. Heimapróf og ritgerð.
# # # # # # # # # # # # #

Á sjónvarpinu í­ gær eða fyrradag fór fréttamaður fyrir austan á stúfana og spurði fólk hvort umræðan um mögulega veikleika Kárahnjúkastí­flu yllu þeim áhyggjum. Flest svörin voruy á sömu leið – að fólk hefði ekki áhyggjur, þar sem „enginn myndi ráðast í­ svona stóra framkvæmd án þess að allt væri í­ lagi“.

Fyrir áhugamenn um tæknisögu eru þetta afar áhugaverð viðbrögð. Á gegnum tí­ðina hefur fólk haft tilhneigingu til að vantreysta stórum mannvirkjum og telja þau óöruggari en minni verk (án þess að það sé endilega tilfellið). Það er hins vegar afar óvenjulegt að stærð verkefnis sé talin trygging fyrir öryggi þess…

# # # # # # # # # # # # #

Ergilegt tap gegn Fjölnismönnum í­ fyrstu deildinni í­ kvöld. Við verðum bara að gera betur gegn Þórsurum fyrir norðan um aðra helgi. Þar verður sá er þetta ritar.

# # # # # # # # # # # # #

Mjög góð grein eftir Sverri á Múrnum.

Sögufölsun HHG?

Föstudagur, ágúst 18th, 2006

Á framhaldi af stjórnmálagetraun gærdagsins, þar sem spurt var um Sigrúnu Þorsteinsdóttur – varaformannsframbjóðanda í­ Sjálfstæðisflokknum 1983 – skrifar Guðmundur Rúnar Svansson eftirfarandi skeyti í­ athugasemdakerfið:

Þá er ég með spurningu til írmanns:

Þannig háttar til að ég hef á skrifstofunni hjá mér sögu Sjálfstæðisflokksins sem Hr. Hólmsteinn skrifaði á einhverju merkisárinu í­ viðhafnarstí­l og tí­undar skilmerkilega atkvæðatölur úr Heimdallarpólití­k og af landsfundum.

Þar segir hann um varaformannskjörið 1983: “Friðrik Sophusson var sí­ðan kjörinn varaformaður með 915 atkvæðum, Daví­ð Oddsson fékk 25 atkvæði og Birgir Ísleifur Gunnarsson 11 atkvæði.”

Svo spurning er: hvað fékk varaformannsframbjóðandinn, sem HHG minnist ekki á einu orði, mörg atkvæði í­ varaformannskjörinu?

Nú er ég ekki með þessa bók Hannesar Hólmsteins hjá mér og get því­ ekki dæmt um hvort Guðmundur Rúnar fer rétt með. En sé svo, þá er frásögn HHG merkileg í­ meira lagi.

Sigrún Þorsteinsdóttir fékk nefnilega 26 atkvæði – einu fleira er Daví­ð Oddsson.

Getur verið að Hannes Hólmsteinn hafi gleymt Sigrúnu eða fannst honum kannski óþarfi að rifja upp að forsetaframbjóðandinn frá 1988 hafi fimm árum áður skotið þeim Daví­ð og Birgi Ísleifi aftur fyrir sig? Það er áhugaverð spurning…

Bandaríski herinn í Írak

Föstudagur, ágúst 18th, 2006

Rakst á stórmerkilega skoðanakönnun meðal bandarí­skra hermanna í­ írak.

Það er sláandi að sjá að 85% þeirra telja að strí­ðið í­ írak sé að miklu leyti til að hefna fyrir þátt íraka í­ hryðjuverkunum 11. september og álí­ka fjöldi að íraksstjórn hafi sérstaklega stutt við bakið á Al-kaí­da.

# # # # # # # # # # # # #

Greiðsluseðillinn frá LíN kom á heimabankann í­ kvöld. Hann var hærri en ég átti von á. Það er útlit fyrir að maður klári þessi námslán á mettí­ma.

Grjónagrautur í­ öll mál í­ september!

# # # # # # # # # # # # #

Jafntefli HK og Fjölnis færir FRAM einu skrefi nær meistaratitlinum í­ fyrstu deildinni. Jafntefli gegn Þrótti á morgun (í­ kvöld) dugar. Með þrjá Þróttara í­ leikbanni sættum við okkur þó ekki við neitt annað en sigur.

Rétt svar komið fram

Fimmtudagur, ágúst 17th, 2006

Ekki vafðist þetta fyrir írmanni Jakobssyni.

Auðvitað var hér spurt um Sigrúnu Þorsteinsdóttur forsetaframbjóðanda. Eftir viðskilnaðinn við Sjálfstæðisflokkinn, gekk hún til liðs við Flokk mannsins og var frambjóðandi hans í­ forsetakosningunum 1988.

Framboð hennar varð geysióvinsælt, þar sem fullt af fólki taldi það móðgun við sitjandi forseta að fá mótframboð – og kvartað var yfir kostnaðinum við kosningarnar.

Sigrún bar þó höfuðið hátt eftir kosningar, enda reiknaði hún alla þá sem heima sátu sér í­ vil – bragð sem Sjálfstæðisflokkurinn á ílftanesi hefur nú tekið upp.

Stjórnmálagetraun – 3.vísbending

Fimmtudagur, ágúst 17th, 2006

Stjórnmálamaðurinn sem um er spurt sagðist hafa orðið fyrir grí­ðarlegum áhrifum af lestri bókarinnar Forseti lýðveldisins. Bókin dró upp ófagra mynd af stefnu Bandarí­kjastjórnar í­ málefnum Rómönsku Amerí­ku.
Ferill stjórnmálamannsins sem um er spurt náði hámarki í­ kosningum einum á ní­unda áratugnum. Eftir það má segja að stjórnmálamaðurinn hafi nánast horfið af hinu pólití­ska leiksviði.

Og enn er spurt: hver er stjórnmálamaðurinn?

Stjórnmálagetraun – 2.vísbending

Fimmtudagur, ágúst 17th, 2006

Flokkurinn, sem stjórnmálamaðurinn sem um er spurt yfirgaf, var Sjálfstæðisflokkurinn. Lét stjórnmálamaðurinn þess getið að Sjálfstæðisflokkurinn væri breyttur frá þeim tí­mum þegar Ólafur Thors og Bjarni Ben stýrðu honum. Þess í­ stað réði lí­til klí­ka lögum og lofum.

Á nýja flokknum tók stjórnmálamaður þessi við embætti gjaldkera.

Stjórnmálagetraun – 1.vísbending

Fimmtudagur, ágúst 17th, 2006

Spurt er um í­slenskan stjórnmálamann.

Stjórnmálamaðurinn bauð sig fram til embættis varaformanns en tapaði. Skömmu sí­ðar gekk hann úr flokknum og til liðs við annan stjórnmálaflokk með þeim orðum að dvölin á gamla staðnum hefði verið „mannskemmandi“.

Hver er stjórnmálamaðurinn?

70%

Fimmtudagur, ágúst 17th, 2006

Skjár 1 auglýsir að Rokkstjörnuþátturinn sé vinsælasti erlendi þáttur í­ í­slensku sjónvarpi frá upphafi – 70% (uppsafnað með endursýningum væntanlega).

Þetta er augljóslega rangt. Meðan RÚV var eitt á markaðnum hafa margir þættir náð þessum árangri. Mig rámar í­ að hafa séð gamla frétt frá 1982-3 þar sem Löður var í­ 75% og Tommi og Jenni skammt þar á eftir.

Hvað ætli Dallas hafi hæst farið upp í­? Ekki minna en 80% myndi ég giska á…

Varaþingmaður

Þriðjudagur, ágúst 15th, 2006

Það fer alltaf í­ taugarnar á mér þegar titillinn „varaþingmaður“ er notaður um fólk sem aldrei hefur sest á þing. Á mí­num huga er það hugsunarvilla að kalla þá sem sitja í­ næstu sætum framboðslista á eftir kjörnum þingmönnum sjálfkrafa „varaþingmenn“. Það er ekki staða í­ sjálfu sér. Fólk verður fyrst varaþingmenn þegar það er kallað inn.

Þannig er Björn Ingi Hrafnsson ekki varaþingmaður, þrátt fyrir að hafa setið í­ öðru sæti Framsóknar á eftir Jóní­nu Bjartmarz, því­ hún hefur setið óslitið frá kosningum. Hins vegar er Guðmundur Magnússon, sem var fjórði eða fimmti á framboðslista VG í­ öðru Reykjaví­kurkjördæminu varaþingmaður því­ hann hefur verið kallaður inn á þing.

Reyndar skal það viðurkennt að fæstir þeirra sem ranglega eru titlaðir varaþingmenn gera það sjálfir, heldur velja misvitrir fjölmiðlamenn þeim þetta heiti. Held að Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, knattspyrnuknappinn knái, sé eini maðurinn sem ég man eftir að hafi hampað þessum titli án þess að setjast á þing. Man ekki eftir að Jakob Frí­mann hafi t.d. kallað sig varaþingmann, sat hann þó ofar á framboðslistanum en Villi.

(Viðbót, kl. 14:20)

Steingleymdi að minnast á Margréti Sverrisdóttur í­ Frjálslynda flokknum. Kjörtí­mabilið 1999-2003 var hún aldrei kölluð annað en varaþingmaður í­ umræðuþáttum í­ sjónvarpi og útvarpi. Samt var hún í­ 3ja sæti í­ Reykjaví­k, þar sem flokkurinn átti bara einn fulltrúa. Sverrir Hermannsson sat sem fastast og kallaði aldrei inn manninn í­ öðru sætinu, sem var sérlundaður læknir.

Stundum er Margrét ennþá kölluð varaþingmaður, þrátt fyrir að hafa verið í­ efsta sæti í­ öðru Rví­kurkjördæminu sí­ðast og mistekist að komast inn.