Archive for september, 2006

Segulstöðvarblús

Laugardagur, september 30th, 2006

Afmælissöngur Sjónvarpsins í­ stóru, beinu útsendingunni reyndist vera Segulstöðvarblús. Það er viðeigandi um þessar mundir.

Klaufalegt þó að Þórhallur hafi kynnt lagið sem „hið frábæra lag Bubba Morthens“.

Hið rétta er vitaskuld að Sigurður Rúnar Jónsson á lagið og Þórarinn Eldjárn textann. Og ég er nánast viss um að Bubbi var ekki sá fyrsti til að flytja það. Held að útgáfa Jóhönnu Linnet sé t.a.m. eldri.

Stjórnmálasögublogg

Fimmtudagur, september 28th, 2006

Fyrst smáplögg. Munið ferðina á föstudag og ferðina á sunnudag hjá SHA. Nánar hér.

# # # # # # # # # # # # #

Ohh… var búinn að semja langa bloggfærslu sem hvarf. Best að rigga upp styttri útgáfu í­ hvelli:

Næstu kosningar gætu einkennst af pólití­skum uppvakningum. Þar á ég við fólk sem setið hefur á þingi, fallið þaðan eða hætt – en sækist nú eftir endurkjöri. Þessi nöfn eru komin fram:

* Sigrí­ður Jóhannesdóttir, Samfylking Suðurland

* Karl V. Matthí­asson, Samfylking NV

* Kristinn (Pétursson?) frá Bakkafirði, í­haldið NA

* Kristján Pálsson, í­haldið Suðurland

Telja mætti írna Johnsen til þessa hóps – og svo eru alltaf einhverjir að gæla við framboð Jóns Baldvins, t.d. á Suðurlandi.

Á kjölfarið fór ég að rifja upp hversu margar „afturgöngur“ hefðu ratað inn á þing? Þær virðast mér ekki vera margar.

Hér á ég ekki við þingmenn sem féllu af þingi í­ baráttu við hina flokkana í­ þingkosningum, en sneru aftur sí­ðar. Dæmi um slí­kt væru t.d. Halldór ísgrí­msson (féll af þingi 1978) og Jóhann írsælsson (féll af þingi 1995). Ég á við fólk sem hætti sjálfviljugt eða féll í­ innanflokksprófkjöri/uppstillingu – en átti „kommbakk“.

* Gunnar Thoroddsen fór í­ pólití­skt frí­ en átti endurkomu

* Ingibjörg Sólrún Gí­sladóttir fór í­ borgarmálin en sneri aftur (reyndar fyrst sem varaþingmaður – en aðalmaður eftir að Bryndí­s Hlöðversdóttir hætti)

* Gunnlaugur Stefánsson sat á þingi fyrir krata 1978-9 og sí­ðar f. sama flokk en annað kjördæmi 1991

Á fljótu bragði mundi ég ekki eftir fleiri nöfnum. Geta fróðir lesendur sí­ðunnar ekki bætt um betur?

Sýnilegt/leynilegt

Miðvikudagur, september 27th, 2006

Ætli það hafi ekki verið snemma á þessu ári sem frasinn sýnilegar varnir var búinn til? Nokkrum dögum eftir að ég heyrði þessi orð fyrst í­ einhverjum umræðuþætti voru þau á vörum allra herstöðvasinna.

„Auðvitað verður Ísland að hafa sýnilegar varnir – annað væri fáránlegt!“ Þetta fékk maður í­trekað að heyra í­ umræðum um hermálið. Þeir sem viðurkenndu ekki þessi augljósu sannindi voru álitnir fábjánar eða einfeldningar og ekki tækir í­ rökræður.

Á gær var þessum frasa fimlega skipt út fyrir nýjan og betri. Nú er miklu betra að hafa leynilegar varnir en sýnilegar. „Auðvitað eru menn ekkert að auglýsa hvernig hátta eigi vörnunum, varnir eru jú leyndarmál – annað væri fáránlegt!“ Þeir sem ekki skilja þessi nýju og einföldu sannindi eru augljóslega fábjánar eða einfeldningar og ekki tækir í­ rökræður.

Er ekki tungumálið dásamlegt tæki?

Fúll fréttamannafundur

Miðvikudagur, september 27th, 2006

Fréttamannafundur Geirs Haarde og Jóns Sigurðssonar í­ dag var drepleiðinlegur. (Hlýtur það ekki að teljast meiriháttar diss fyrir Valgerði Sverrisdóttur sem utanrí­kisráðherra að vera send til útlanda akkúrat núna?) Hvernig er það, eru engir fjölmiðlaráðgjafar starfandi í­ ráðuneytunum? Engir sem kunna að semja hnitmiðaðan texta og draga út aðalatriðin?

Lenti í­ viðtali á Rás 2 ásamt Jóni Hákon Magnússyni, formanns Samtaka um vestræna samvinnu. Jón Hákon hefur verið formaður þeirra samtaka frá því­ að völvan var ung og sæt. Við göntuðumst með það fyrir þáttinn að svo illa hefði gengið að reyna að finna nýjan formann í­ hans stað að herinn hafi á endanum gefist upp og farið…

Ætlunin var að spjallað yrði við okkur strax að loknum blaðamannafundinum, sem dagskrárgerðarmaðurinn gerði ráð fyrir að yrði 20 mí­nútur eða rétt rúmlega það. Raunin varð sú að Geir Haarde sat og blaðaði í­ samkomulaginu í­ þrjú kortér og rabbaði um það með sí­felldum endurtekningum og án þess að skilja á milli auka- og aðalatriða.

Ég hélt að þegar menn efndu til svona funda hlytu þeir að hafa eitthvert markmið – að það væru einhver tiltekin atriði sem ættu sérstaklega að koma fram og helst að búið væri að matreiða „stórfréttina“ frá fundinum. Ekki bar á neinu slí­ku.

Annars hefði það ekki verið auðvelt að finna slí­kan fréttavinkil. Það er raunar ekkert sem kemur á óvart í­ samkomulaginu – ekkert sem maður hefði ekki giskað á að kæmi út úr því­.

Mengunarmálin gætu orðið okkur dýr – þ.e. ef gripið verður til þess að hreinsa menguðu svæðin sómasamlega. Lí­klegra er að því­ verði meira eða minna sleppt, Suðurnesjamenn færi bara vatnsból sí­n fjær og fjær o.s.frv.

En lendingin í­ mengunarmálunum er ekki þeim að kenna sem stóðu í­ þessum samningum. Íslensk stjórnvöld voru búin að nota mengunarmálin sem skiptimynt áður í­ samningum við Bandarí­kin, til að skæla út lengri hersetu. Þar gekk Jón Baldvin Hannibalsson harðast fram.

# # # # # # # # # # # # #

Var að fatta að Geir Haarde og Jón Baldvin Hannibalsson eru báðir nefndir á nafn í­ þessari bloggfærslu og lí­ka þeirri sí­ðustu, þó í­ allt öðru samhengi.
# # # # # # # # # # # # #

FRAMstelpurnar gerðu jafntefli við Val í­ handboltanum í­ kvöld. Sannarlega óvænt en gleðileg úrslit. Það er búið að fylgja liðinu núna í­ ansi mörg ár að vera kornungt og efnilegt, en ila hefur gengið að stí­ga skrefið fram á við. Kannski það sé loksins að gerast núna? Ég þarf a.m.k. að ná leik með þeim fljótlega.

Bill Clinton

Þriðjudagur, september 26th, 2006

Bill Clinton var kosinn forseti Bandarí­kjanna þegar ég var í­ menntó. Hann lagði þá Bush eldri og sérviskupúkann Ross Perot í­ kosningum.

Þar sem ég hef aldrei getað staðist kosningavökur var ég á fótum lengi fram eftir. Hef lí­klega verið að sötra bjór lí­ka. Ég man að Ólafur Sigurðsson var svo reiður yfir að þessi Clinton væri að vinna að hann var næstum farinn að gráta.

Mig minnir endilega að hafa fylgst með a.m.k. hluta kosningavökunnar heima hjá Borgari Þór SUS-formanni, í­ kjallaranum hjá Ingu Jóni og Geir Haarde. Þar var samankominn smáhópur MR-inga. Hægrimennirnir voru grautfúlir. Við vinstrimennirnir glottum – enda þótti okkur tapið maklegt fyrir Bush sem hafði ýmislegt á samviskunni.

Hvers vegna er ég að rifja þetta upp núna?

Jú, í­ Blaðinu í­ morgun er nýkjörin forystukona Heimdallar spurð hvaða fræga persóna hún myndi vilja vera í­ einn dag. Hún vildi vera Bill Clinton.

Ekki veit ég hvað gömlu skólafélagar mí­nir úr Heimdalli hefðu sagt við slí­kri yfirlýsingu fyrir 14 árum. Ætli stúlkugreyið hefði ekki verið stegld og stjaksett? En svona hefur heimurinn breyst. Clinton er orðin hetja í­ augum Heimdellinganna.

En það er svo sem margt skrýtið í­ kýrhausnum. Um daginn heyrði ég í­ ágætum sósí­alista sem talaði um að við þyrftum meira af róttækum vinstrimönnum í­ pólití­kina – vinstrimönnum eins og Jón Baldvin Hannibalsson!!!

1992 hefði hugmyndin um Jón Baldvin sem vinstri róttækling verið álí­ka geggjuð og ástarjátningar Heimdallarformanna í­ garð Clintons forseta.

Everton

Mánudagur, september 25th, 2006

Jæja, Luton mætir Everton í­ 32-liða úrslitunum í­ deildarbikarnum. Þetta er enn einn útileikurinn, svo varla verður hann sýndur í­ sjónvarpi.

Sí­ðast þegar við mættum Everton á útivelli lauk leiknum með 1:1 jafntefli og sí­ðasta leik liðanna í­ þessari keppni lauk með 3:0 sigri okkar – þar sem Mike Newell skoraði einmitt tví­vegis. Út frá þessu eigum við sigurinn ví­san – þó vissulega sé nokkuð um liðið…

# # # # # # # # # # # # #

Sjónvarpið bauð upp á Þriðja manninn í­ gær. Það er frábær kvikmynd sem alltaf er jafngaman að horfa á. Þótt áhorfandinn fyrirlí­ti Harry Lime fyrir glæpi sí­na – þá held ég að allir voni innst inni að hann sleppi undan löggunni í­ eltingarleiknum í­ ræsinu. Eða er það bara ég sem er svona siðblindur?

Gleði!

Laugardagur, september 23rd, 2006

Þetta eru gleðifregnir!

Fagna þessu allir góðir menn.

Or are you Cliff?

Fimmtudagur, september 21st, 2006

Cliff Richards er á leiðinni til Íslands. Það leiðir óneitanlega hugann að snilldargrí­nþáttunum The Young Ones, þar sem Cliff var – tja, veigamikil persóna.

Rik – eða the People´s Poet – orti ljóð um kappann. Það heitir einfaldlega Cliff:

Oh, Cliff
Sometimes it must be difficult not to feel as if
You really are a Cliff
When fascists keep trying to push you over it
Are they the lemmings?
Or are you Cliff?
Or are you, Cliff?

Snilld!

Besta ljóð skálds alþýðunnar er samt hið angistarfulla kvæði táningsins:

oh god,
why
am I so much more sensitive than everybody else ?
why
do I feel things so much more acutely than them,
and understand so much more.
I bet I’m the first person who’s ever felt as rotten as this.
could it be
that I’m going to grow up
to be a great poet and thinker, and all those other wankers in my class are going to have to work in factories or go on the dole?
yes, I think it could.

Samantha Fox

Miðvikudagur, september 20th, 2006

Kvennalið Breiðabliks keppir á næstunni við Arsenal í­ Evrópukeppni meistaraliða, fjórðungsúrslitum. Ætli þær ensku eigi ekki sigurinn ví­san?

Á gær rakst ég hins vegar á það kjúrí­osí­tet að módelið og söngkonan Samantha Fox hafi spilað með Arsenal á unglingsárunum. Það fannst mér stórmerkilegt.

Sam Fox er stofnun í­ breskri dægurmenningu. Hún er fyrst og fremst fræg fyrir að sitja fyrir brjóstaber á sí­ðu 3 í­ götublaðinu The Sun. Út á þessar myndir varð hún þjóðþekkt í­ Bretlandi – sem út af fyrir sig er merkilegt. Það sem gerir þessar vinsældir hennar ennþá meira pervers er sú staðreynd að hún var bara sextán ára þegar fyrstu myndirnar birtust af henni – og því­ var sérstaklega hampað að hún væri nýskriðin úr gaggó. Fyrirsögnin með fyrstu myndinni í­ The Sun var einmitt: „Sam, 16, quits A-levels for Ohh-levels!“

Ef Daví­ð Þór hefði á sí­num tí­ma birt mynd af hálfberrassaðri stelpu í­ Bleiku og bláu með fyrirsögninni: „Svona undirbýr Sigga sig fyrir samræmdu prófin“ – hefði hann lí­klega verið stjaksettur á Austurvelli. Á Bretlandi hefði fyrirsætan hins vegar orðið hvers manns hugljúfi.

Skrí­tið!

Vísnabókin

Miðvikudagur, september 20th, 2006

Fór að lesa Ví­snabókina, 10. útgáfu frá 2004, sem Ólí­na fékk gefna fyrir margt löngu. Gamla eintakið mitt er hér einhvers staðar í­ drasli lí­ka, löngu sundurtætt af lestri. Nú þarf ég að fara að grafa það upp og leggjast í­ samanburðarfræði.

Málið er að sumar ví­surnar í­ bókinni eru torkennilegar og öðru ví­si en mig minnti. Getur verið að búið sé að krukka í­ textanum? Ekki kemur neitt fram um slí­kt á sí­ðunni með bókfræðiupplýsingunum.

Dæmi:

Á kvæðinu „Krummi krunkar úti“ segir hrafninn:

Ég fann höfuð af hrúti, / hrygg og gæruskinn. / Krunk, krunk, / kroppaðu með mér nafni minn!

Var þetta ekki alltaf:

Ég fann höfuð af hrúti, / hrygg og gæruskinn. / Komdu nú og kroppaðu með mér – Krummi, nafni minn!

Það eru fleiri svona dæmi. Á ví­sunni um Sigga sem var úti með ærnar í­ haga lýkur kvæðinu ekki lengur á:

Agga-gagg, sagði tófan á grjóti (tví­tekið). Gráleitum augunum trúi ég hún gjóti. Aumingja Siggi, hann þorir ekki heim.

Nú er sagt:

Ga, ga, ga, kvað tófan á grjóti. Gráum augunum trúi ég hún gjóti. Aumingja Siggi, hann ei þorir heim.

Hver ber á ábyrgð á þessu? Er hægt að fá lögbann á svona spellvirki?

# # # # # # # # # # # # #

Luton lagði Brentford í­ deildarbikarnum, 0:3. Illu heilli tókst einum okkar manna að verða sér út um rautt spjald með tilheyrandi leikbanni. Vonandi hefur þetta í­ för með sér sjónvarpsleik í­ næstu umferð. Það er eiginlega eini tilgangurinn með þessari keppni í­ seinni tí­ð.

# # # # # # # # # # # # #

Á Borgartúninu er verið að sprengja fyrir djúpum bí­lakjallara við einhvern skrifstofuturninn. Þó það sé talsverður spölur í­ Norðurmýrina er hér allt á reiðiskjálfi meðan á þessu stendur. Hús nágrannans á móti skemmdist í­ stærstu sprengingunni og hann er farinn að reka það mál gagnvart verktakanum.

Á ljósi þess hvað framkvæmdirnar þarna hafa mikil áhrif, get ég ekki sagt að ég hlakki til þess ef draumur borgarinnar (eða var það bara Dags B. Eggertssonar?) um Hlemm+ yrði að veruleika. Að sprengja djúpar holur oní­ jörðina í­ Einholtinu á eftir að valda talsverðu tjóni á gömlu húsunum í­ Norðurmýrinni og Holtunum. Það virðist hins vegar litlu máli skipta fyrir skipulagið í­ svona málum.

# # # # # # # # # # # # #

Á kvöld mættum við Steinunn á félagsfund í­ Reykjaví­kurdeild VG þar sem samþykktar voru reglur fyrir sameiginlegt prófkjör Reykjaví­kurkjördæmanna og Suburbiu. Sverrir átti stóran þátt í­ að semja reglurnar og er því­ eflaust feginn að þessari törn sé að ljúka.
Sjálfur er ég í­ þeirri óvenjulegu stöðu að sitja hvorki í­ kjörstjórn né uppstillingarnefnd. Fyrir sí­ðustu sveitarstjórnarkosningar var ég í­ kjörstjórn/uppstillingarnefnd VG og í­ uppstillingarnefnd flokksins fyrir þingkosningarnar 2003 og sveitarstjórnarkosningarnar 2002. 1999 var ég í­ kjörstjórn fyrir prófkjör Samfylkingarinnar og 1998 í­ nefndinni sem samdi reglurnar fyrir prófkjör R-listans 1998 (og eini maðurinn sem var ánægður með reglurnar þegar þær voru samþykktar).

Það eru óneitanlega viðbrigði að geta fylgst með vali á framboðslista í­ kosningum sem áhrifalaus áhorfandi.

Svo ég monti mig samt aðeins, þá tel ég nú málið mér ekki alveg óskylt. Á landsfundi VG sí­ðasta haust talaði ég nefnilega fyrir því­ í­ almennum stjórnmálaumræðum að VG ætti að efna til sameiginlegs prófkjörs eða uppstillingar í­ Reykjaví­kurkjördæmunum tveimur og kraganum. Þá hafði ég prufað hugmyndina á nokkrum flokksfélögum en fengið þau viðbrögð að þetta væri alltof framúrstefnuleg tillaga og að enginn myndi þora að láta á hana reyna.

Annað er nú komið á daginn!