Archive for október, 2006

Ef þú ætlar…

Þriðjudagur, október 31st, 2006

…að kjósa þennan glæsilega frambjóðanda þann 2. desember…

…þá þarftu bara að ganga í­ flokkinn fyrir 25. nóvember.

Og það er lí­ka hægt að kjósa bréflega frá útlöndum!

# # # # # # # # # # # # #

Fór í­ Blóðbankann í­ gær og lét tappa af. Er kominn upp í­ 36 gjafir, sem er dálaglegt miðað við hvað mér gengur alltaf illa að muna eftir þessu.

Fékk staðfest að blóðþrýstingurinn væri í­ besta lagi, en í­ vor var hann óþarflega hár.

Einn helsti kosturinn við að gefa blóð reglulega er að fá upplýsingar um þessa hluti. Og svo er bakkelsið svo ágætt.

Dónaleg dagblöð

Mánudagur, október 30th, 2006

Allir eru ævareiðir yfir því­ að danskt dagblað hafi skrifað óvirðulega um Íslendinga. Það er ví­st öfundsýki sem ræður þessum skrifum. Held að ég hafi heyrt fjóra spjallþætti í­ útvarpinu í­ dag um hvað þetta væri ill framkoma hjá Dönum.

Fyrir nokkrum vikum birti Mogginn fréttaskýringu um glæpastarfsemi á Íslandi. Hún gekk öll út á að Litháen væri glæpastí­a og þorp þar í­ landi amfetamí­nhöfuðstaðir Evrópu. Yfir þessu var flennistór mynd af litháí­ska fánanum.

Það er greinilegt að Íslendingar eru óskaplega öfundsjúkir út í­ Litháa.

Kannastu við kauða? – Framlenging, 1.hluti

Mánudagur, október 30th, 2006

Jæja, þrí­r lentu í­ efsta sæti í­ þessari skemmtilegu spurningakeppni. Þar sem afdráttarlaus úrslit fengust ekki í­ þrettán spurningum hef ég ákveðið að grí­pa til framlengingar. Hún verður með þeim hætti að haldið verður áfram að spyrja um menn, þar til einhver þátttakandi nær þremur stigum – það þýðir að Ingibjörg, Nanna og Gí­sli þurfa aðeins að svara einni spurningu rétt til að vinna, en aðrir ýmist tveimur eða þremur.

Á fyrsta hluta framlengingar er spurt um mann. Hann starfaði um tí­ma sem huglæknir og spámaður í­ Belgí­u og kallaði sig þar Emarson. Það er fjarri því­ eina dulnefnið sem hann notaði um ævina.

Kannist þið við kauða?

# # # # # # # # # # # # #

Ólí­na fór í­ 18 mánaða læknisskoðun í­ morgun. Dómur heilbrigðiskerfisins er á þá leið að barnið sé aðeins yfir meðallagi stórt, rétt yfir meðallagi þungt og nokkuð skýr miðað við aldur.

Hljómar þetta ekki nákvæmlega eins og lýsing á pabba hennar?

Kannastu við kauða? XIII umferð, þriðja vísbending

Föstudagur, október 27th, 2006

Maðurinn sem um er spurt var blaðamaður.

Kannist þið við kauða?

Kannastu við kauða? – XIII umferð, önnur vísbending

Föstudagur, október 27th, 2006

Viðurnefni mannsins varð til í­ rökréttu framhaldi af breytingum sem urðu á atvinnuhögum hans árið 1924. Þá sagði hann upp gömlu vinnunni sinni og hóf að starfa sjálfstætt.

Kannist þið við kauða?

Kannastu við kauða? – XIII og síðasta umferð

Föstudagur, október 27th, 2006

Staðan:

2 stig: Ingibjörg Haraldsdóttir & Nanna Rögnvaldardóttir. 

1 stig: Arndí­s Dúnja, Þórdí­s Gí­sladóttir, Páll ísgeir ísgeirsson, Benedikt Waage, Finnbogi Óskarsson, Sverrir Jakobsson, Gí­sli ísgeirsson & Björn Jónsson.

Maðurinn sem spurt er um hafði frægt viðurnefni.

Hann fæddist annað hvort 27. maí­ eða 6. júní­. Það komst aldrei á hreint hvor dagsetningin var rétt.

Kannist þið við kauða?

Kannastu við kauða? – Úrslit IIX umferðar

Fimmtudagur, október 26th, 2006

Ekki vafðist þetta fyrir Birni Jónssyni.

Charles Darwin er frægasti sonur borgarinnar Shrewsbury.

Þaðan kom einnig sveitin T´Pau, sem gerði lagið China in your hand.

Ein spurning eftir og spennan í­ hámarki.

Kannastu við kauða? – IIX umferð

Fimmtudagur, október 26th, 2006

Staðan fyrir næstsí­ðustu spurningu:

2 stig: Ingibjörg Haraldsdóttir & Nanna Rögnvaldardóttir. 

1 stig: Arndí­s Dúnja, Þórdí­s Gí­sladóttir, Páll ísgeir ísgeirsson, Benedikt Waage, Finnbogi Óskarsson, Sverrir Jakobsson & Gí­sli ísgeirsson.

Maðurinn sem um er spurt er langfrægasti sonur borgarinnar þar sem hann fæddist. Afi hans framleiddi postulí­n, en hljómsveit sem kom frá fæðingarbæ þessa manns söng einmitt um postulí­n í­ einu af sí­num frægustu lögum.

Kannist þið við kauða?

Kannastu við kauða? XI umferð

Miðvikudagur, október 25th, 2006

Staðan eftir tí­u umferðir af þrettán: 

2 stig: Ingibjörg Haraldsdóttir & Nanna Rögnvaldardóttir. 

1 stig: Arndí­s Dúnja, Þórdí­s Gí­sladóttir, Páll ísgeir ísgeirsson, Benedikt Waage, Finnbogi Óskarsson & Sverrir Jakobsson.

Maðurinn sem um er spurt átti tólf systkini, sem þó komust ekki öll á legg.

Ekki er vitað um fæðingardag hans og jafnvel er deilt um fæðingarstaðinn. A.m.k. tvö rí­ki gera „tilkall“ til þessa manns.

Hann var sagður tala sjö tungumál, en lærði aldrei að skrifa. Engu að sí­ður samdi hann nokkrar bækur með hjálp skrifara.

Hver er maðurinn?

Dauðramannaþula

Miðvikudagur, október 25th, 2006

Var að klára nýju Rebus-bókina, Dauðramannaþulu e. The Naming of the Dead. Bókin kom út á miðvikudaginn var og var fáanleg í­ í­slenskum verslunum fyrir helgi. Ekki amaleg þjónusta það.

Þetta er fí­nasta bók hjá Rankin karlinum. Það er alveg augljóst að Siobhan er að taka við kyndlinum af Rebusi og mun erfa erkióvin hans í­ leiðinni. Það fer Rankin lí­ka vel að skrifa um þjóðfélagsmálefni, þótt öll umfjöllunin um G8-fundinn geri það að verkum að minna er lagt í­ sjálfa glæpafléttuna en stundum áður.

Þegar ég les Rebus langar mig aftur til Edinborgar – í­ það minnsta á suma barina þar.

Næst fær tengdó bókina lánaða. Þá geri ég ráð fyrir að mamma, Steinunn, Kolbeinn og Palli Hilmars komi fljótt á eftir. Fleiri sem vilja bætast í­ hópinn?

# # # # # # # # # # # # #

Er ennþá hálflí­till í­ mér eftir að hafa hugsað svona mikið um Komið og sjáið! Ekki minnkar melankólí­an við að sitja heima í­ stofu eftir miðnætti og hlusta á Sí­berí­u með Echo & the bunnymen. Nú vantar bara 16 ára einmöltung í­ glasið – en ætli pilsnerinn verði ekki látinn duga í­ kvöld.