Archive for nóvember, 2006

Falskt öryggi

Fimmtudagur, nóvember 30th, 2006

Held að fátt sé betur til þess fallið að veita falska öryggiskennd en brunaviðvörunarkerfi.

Sat í­ gær fund á Minjasafninu þegar brunaboðinn fór að væla. Engum datt í­ hug að hlaupa út, heldur biðum við eftir að helv. tækið þagnaði. Vegna framkvæmdanna sem standa yfir á safninu fer brunakerfið í­ gang 2-3 á dag. ístæðan er sú að kerfið tekur feil á reyk og ryki – fyrir vikið slökkvum við einfaldlega á kerfinu í­ hvert sinn sem það ýlfrar.

Á hitt ber að lí­ta að með allar þessar vinnuvélar á svæðinu, er brunahættan margfalt meiri en vanalega. Það væri eftir öðru að maður fuðraði upp í­ eldhafi einhvern þessara daga, eftir að hafa setið við tölvuna og bölvað brunaboðanum í­ klukkutí­ma.

# # # # # # # # # # # # #

Ég minni á sjálfboðaliðaleitina sem lesa má um í­ næstu færslu hér fyrir neðan.

Sjálfboðaliði?

Miðvikudagur, nóvember 29th, 2006

Ég hef nokkrum sinnum reynt að nota þessa bloggsí­ðu til að betla aðstoð frá fólki útí­ bæ. Þannig tókst mér að fá lagaðan bilaðan vatnskassa á gamla klósettinu og greitt úr vandræðum með blöndunginn á gamla Volvo-num mí­num. Á bæði skiptin var raunar Kristbjörn þáverandi nágranni minn á ferðinni.

Núna ætla ég að gera eina tilraun í­ viðbót. Mig vantar sjálfboðaliða – eða öllu heldur Steinunni vantar sjálfboðaliða.

Á laugardaginn kemur er VG-prófkjörið og hver frambjóðandi á að leggja til fulltrúa í­ talningu. Viðkomandi þarf að vera ábyrg/ur og kunna að telja.

Talningarfólk verður ví­st kallað til leiks um klukkan fjögur og má eiga von á telja til klukkan ellefu eða þar um bil. Eitthvað verður matarkyns í­ boði.

Ef einhver öðlingurinn hefur fengið nóg af laugardagsdagskrá sjónvarpsins – langar til að taka þátt í­ prófkjörstalningu – eða vantar félagsskap áður en mætt er í­ kosningavökuna – þá mætti viðkomandi senda mér póst á skuggabaldur@hotmail.com eða bara slá á þráðinn.

Er þetta fullmikil bjartsýni?

Húsbrotsmenn

Miðvikudagur, nóvember 29th, 2006

Það er verið að brjóta niður Minjasafnið.

Framkvæmdir við tengibygginguna milli okkar og fyrirhugaðs sýningarhúss Fornbí­laklúbbsins eru hafnar og þessa dagana er verið að slá niður þá útveggi sem eiga að ví­kja vegna tengingarinnar við nýja húsið.

Þetta þýðir að öðru hvoru rí­ða yfir dynkir lí­kt og um jarðskjálfta væri að ræða. Stundum heyrist ekki mannsins mál fyrir sögunarhljóðum, steypurykið sem smýgur allsstaðar um kveikir reglulega á reykskynjurunum í­ brunaviðvörunarkerfinu og rafmagninu slær út annars lagið. – Þetta er næstum eins skemmtilegt og það hljómar.

Ég hugga mig við að mesti hamagangurinn verður afstaðinn í­ næstu viku, en það er alveg á mörkunum að ég nenni að hanga í­ vinnunni fram að helgi. Það er vonlaust að halda nokkurri einbeitingu. Það vill þó til að það er hlýtt úti – því­ bráðabirgðaveggirnir sem búið er að reisa eru nánast ekkert einangraðir, sem þýðir að í­ frosti er ólí­ft í­ stórum hlutum hússins.

En þá er bara að hugsa um hversu gaman það verður í­ sumar þegar húsið verður tilbúið að kalla!

Íslandsmet í rökfimi

Mánudagur, nóvember 27th, 2006

Kaninkan er aftur komin upp. Fagna því­ allir góðir menn! (Nei, ég mun ekki afleggja þennan frasa, þótt hann fari í­ taugarnar á Gulla Briem.)

# # # # # # # # # # # # #

Á kvöld sá ég Hjálmar írnason setja Íslandsmet í­ rökfimi án atrennu.

Hann var í­ Kastljósinu ásamt Þórunni Sveinbjarnardóttur að ræða um stuðninginn við íraksstrí­ðið. Hjálmar virðist hafa álí­ka valkvætt minni og Jón Baldvin og þruglaði um málið fram og til baka.

Hápunktinum náði hann þó þegar hann viðurkenndi að þeir sem trúðu því­ á sí­num tí­ma að írak  ætti efnavopn hafi vissulega litið aulalega út – EN… ef að efnavopnin hefðu svo eftir allt saman verið til ÞÁ hefði dæmið snúist við.

Þessa röksemdafærslu má orða á einfaldari hátt: „Nú hef ég reynst hafa rangt fyrir mér – en ef ég hefði nú haft rétt fyrir mér – þá hefði ég haft á réttu að standa!“

Ég spái því­ að Hjálmars-rökfimin muni fá mikla útbreiðslu á næstunni. Skólabörn sem svara vitlaust á prófum, munu útskýra fyrir kennurum sí­num að þetta svar hafi nú vissulega verið rangt – en ef það hefði nú ekki verið rangt, þá hefði það bara verið rétt, svo það sé margt í­ mörgu…

Stuðningsmenn liða sem tapa leikjum munu lí­ka geta leitað í­ smiðju Hjálmars: Jújú, við töpuðum 3:0 – en hugsum okkur nú ef við hefðum ekki tapað heldur unnið 3:0 – þá hefðum við bara verið í­ sigurliðinu!

Möguleikarnir eru óþrjótandi! Ég get ekki beðið eftir að sjá Hjálmar írnason á kosninganótt í­ vor útskýra fyrir fréttamönnum að vissulega hafi hann fallið út af þingi – en hugsum okkur ef Framsóknarflokkurinn hefði nú EKKI beðið afhroð – þá væri hann bara ennþá þingmaður! Og hver myndi þá hlæja best?

Ragnheiður reiknar

Miðvikudagur, nóvember 22nd, 2006

Ekki sá ég Kastljósþáttinn á mánudagskvöld þar sem Ragnheiður Rí­kharðsdóttir og Róbert Marshall ræddu kosti og galla prófkjara. Hins vegar las ég í­ fréttablaðinu í­ dag að Ragnheiður hefði í­ þættinum kynnt hugmynd sem sögð var ný – þess efnis að frambjóðendum væri ekki raðað í­ sæti heldur fengju þeir hlutfall af atkvæði (sá sem hlyti merkinguna 1 fengi heilt atkvæði, sá sem hlyti merkinguna 2 fengi 3/4 úr atkvæði og svo koll af kolli).

Á blaðinu var bent á að með þessu móti gæti t.d. sá sem fengi atkvæði í­ annað sætið frá þorra kjósenda skotið aftur fyrir sig þeim sem fengi flestar merkingar í­ efsta sætið en fá önnur atkvæði. Þannig hefði Kristinn H. Gunnarsson náð efsta sætinu fyrir vestan með þessari reikningsaðferð.

Þetta eru fí­nar vangaveltur, en ekki eins frumlegar og ætla mátti af fréttinni. Þetta eru nefnilega sömu reglur og voru viðhafðar í­ R-lista prófkjörinu 1998. Ég var í­ nefndinni sem samdi þessar reglur – og lí­klega eini nefndarmaðurinn sem var verulega ánægður með þær.

Helgi Hjörvar fékk efsta sætið í­ þessu prófkjöri, enda fékk hann atkvæði eða hluta af atkvæði frá flestum kjósendum. Guðrún ígústsdóttir varð önnur – en færð niður á flokkakvóta – en hún hafði raunar fengið flest heil atkvæði í­ kjörinu.

Margir héldu að Helgi hefði sjálfur plottað þessar reglur til að tryggja sér toppsætið og jók það enn á orðpor hans sem pólití­sks refs. Hið rétta er að hann varð miður sí­n þegar hann heyrði fyrst af reglunum og taldi að með þeim væri endanlega búið að útiloka alla sigurmöguleika sí­na og að þessu væri sérstaklega beint gegn framboði hans…

Banatilræði

Miðvikudagur, nóvember 22nd, 2006

Á kvöld var mér sýnt banatilræði. Það kom úr óvæntri átt. Ekki átti ég von á að Steinunn vildi mig feigan.

Þegar ég kom heim úr boltanum í­ kvöld og rölti inn í­ eldhús að sækja mér vatnsglas, lá freistandi lí­till Baby-Bel ostur á eldhúsbekknum. Eins og dyggir lesendur þessarar sí­ðu vita, er ég sólginn í­ Baby-Bel osta. Jafnvel þegar þröngt er í­ ári og VISA-kortið notað til hins ýtrasta, á ég það til að smeygja einu neti af Baby-Bel í­ innkaupakörfuna, þótt þessi vesælu sex oststykki kosti tæpan 300 kall.

Fyrsta hugsun mí­n var vitaskuld: nú ber vel í­ veiði – Steinunn hefur farið í­ búðina, keypt Baby-Bel en einhverra hluta vegna skilið eitt stykkið eftir á borðinu.

Eðlileg viðbrögð hefðu verið að rí­fa utan af ostinum, sökkva tönnunum í­ hann og sporðrenna í­ tveimur bitum. – En einhver efi nagaði mig. Ég skildi ekki hvað Steinunn hefði átt að þvælast út í­ búð á miðju kvöldi. Og í­ í­sskápnum var ekki að finna aftekið net af Baby-Bel.

Á tortryggni minni hélt ég aftur af osta-fí­kninni og spurði Steinunni, sem skriðin var upp í­ rúm, hvernig stæði á ostinum frammi á borði. „Já hann“ – svaraði hún – „ég var að gramsa í­ ferðatöskunni okkar frá því­ að við fórum í­ brúðkaupið til Belgí­u í­ sumar og rakst á þennan gamla ost. Ætlaði einmitt að skoða hvort hann væri orðinn grænn, en gleymdi því­ svo…“

Nú er ég hvorki læknir, næringarfræðingur né sérfræðingur á sviði efnavopnahernaðar – en það skal enginn segja mér annað en að ostur sem geymdur hefur verið í­ fjóra mánuði við stofuhita sé baneitrað helví­ti. Ætli þetta sé ekki það næsta sem ég hef komist dauðanum?

Fyrsta sjónvarpstækið

Þriðjudagur, nóvember 21st, 2006

Uppeldisfræðingar hafa áhyggjur af því­ hversu mörg börn hafi eigið sjónvarpstæki í­ herberginu sí­nu. Fyrir vikið sé sjónvarpsgláp ekki lengur fjölskylduathöfn heldur liggi grí­slingarnir í­ klámi og ofbeldi fram á rauða nótt.

Sjálfur eignaðist ég mitt fyrsta sjónvarp sex eða sjö ára gamall, árið 1981 eða 1982. Fram að þeim tí­ma hafði fjölskyldan verið sjónvarpslaus með öllu. Hugsanlega var þetta útpæld uppeldisfræðileg ákvörðun hjá mömmu og pabba – lí­klega réðu þó námsmannablankheit meiru í­ þessu efni.

Þetta sjónvarpsleysi angraði mig verulega, enda vildi ég horfa á mitt barnaefni. Frá unga aldri spurði ég á hverjum degi við morgunverðarborðið hvort Prúðuleikararnir, Tommi og Jenni eða viðlí­ka gæðaefni væri í­ sjónvarpinu það kvöldið. Einatt þrættu foreldrar mí­nir fyrir það.

Suma daga hrundi blekkingarleikurinn þó, því­ með sjónvarpsdagskránni í­ Þjóðviljanum fylgdu oft myndskreytingar – og í­ hvert sinn sem þar mátti sjá Prúðuleikarana, Tomma og Jenna eða aðra vini mí­na, linnti ég ekki látum fyrr en farið var í­ heimsókn til afa og ömmu á Neshagann.

Um fimm ára aldurinn lærði ég svo að stauta mig í­ gegnum sjónvarpsdagskránna og sí­frið jókst um allan helming.

Á þessum árum var í­ tí­sku að gefa börnum skuldabréf rí­kissjóðs, sem var eins konar kerfi óendurgreiðanlegs skyldusparnaðs. Góðhjartaðir ættingjar fjárfestu í­ bréfum sem brunnu upp í­ verðbólgunni – bréfin voru hins vegar smekkleg og fóru vel í­ hillu.

Það var einhvers konar happdrættisfí­dus tengdur þessum skuldabréfum. Held að hann hafi virkað þannig að þeir heppnu sem voru dregnir út hafi fengið hluta af peningunum sí­num til baka áður en þeir brunnu allir upp.

Svo fór að bréfið mitt var dregið út og að sjálfsögðu var leitað leiða til að eyða fénu meðan það var einhvers virði. Niðurstaðan varð sú að kaupa notað svart-hví­tt sjónvarpstæki. Sjónvarpið var því­ mí­n eign, en mamma og pabbi borguðu afnotagjöldin sem leigu, enda stóð það í­ stofunni. Ég var örugglega eini krakkinn í­ Melaskóla sem átti eigið sjónvarpstæki!

Að kunna ekki að skammast sín

Mánudagur, nóvember 20th, 2006

Það hlýtur að vera drullusvekkjandi að tapa naumlega í­ prófkjöri eða verða undir í­ uppstillingu á framboðslista. Ég skil t.d. vel að Guðrún Ögmundsdóttir sé stúrin að hafa tapað hjá Samfylkingunni og fallið af þingi. Það býst engin við öðru en að hún kveinki sér undan prófkjörum og óréttlæti þeirra, enda vantaði hana bara herslumuninn.

Kristinn H. Gunnarsson má lí­ka vera svekktur. Mig minnir endilega að hann sé menntaður stærðfræðingur, en að þessu sinni misreiknaði hann sig. Úr því­ að hann ákvað að hjóla í­ Magnús í­ efsta sætinu, mátti hann vita að ósigur felldi hann niður í­ þriðja sætið úr því­ að Herdí­s þessi var í­ raun ein í­ kjöri í­ annað sætið. Þetta eru í­ raun barnaleg mistök hjá Kristni. Auðvitað átti hann að bjóða „sí­na manneskju“ fram í­ annað sætið – þannig hefði hann mögulega getað hirt tvö efstu sætin í­ kjörinu, en að öðrum kosti verið nokkuð tryggur með annað sætið þar sem hans eigin stuðningsmenn hefðu sí­ður kosið Herdí­si í­ það sæti.

Hvernig er það annars með nýju reglurnar um fjármál stjórnmálaflokka – myndi sérframboð Kristins H. Gunnarssonar, sem er sannarlega sitjandi þingmaður, fá rí­kisstyrki? Eða yrði Kristinn að bjóða fram gegn rí­kisstyrktum fyrrum flokksfélögum sí­num en vera á sama tí­ma bannað að fá umtalsverða styrki frá fyrirtækjum og einstaklingum? Það væri augljóslega tóm vitleysa.

Guðrún Ögmunds og Sleggjan mega semsagt vera svekkt núna. Það er ekki þar með sagt að svekkelsið sé að öllu leyti réttmætt, en það er skiljanlegt. Það er bara mannlegt að bregðast þannig við tiltölulega naumum ósigri.

En svo eru það hinir – sem eru kaghýddir í­ prófkjörum. Þeir sem töldu sig hafa úr háum söðli að falla en skröpuðu svo botninn og fengu álí­ka mikið og ungliðarnir sem buðu sig fram til að halda uppi fjöldanum. Dæmi um slí­kan frambjóðanda er Mosfellingurinn Valdimar Leó.

Nú hefur Valdimar Leó verið á þingi upp undir hálft kjörtí­mabil, en er gjörsamlega óþekktur eftir. Það minnisstæðasta á hans þingferli var atvikið þar sem hann fékk að gera hlé á þingræðu til að bregða sér á klósettið. Um hvað ræðan fjallaði veit enginn.

Valdimar Leó hafnaði í­ fjórtánda sæti í­ prófkjöri Samfylkingar í­ SV-kjördæmi. Það er slátrun sem helst má lí­kja við það þegar Allaballarnir tóku Guðmund í­ Iðju af lí­fi í­ forvali til borgarstjórnar eða þegar í­haldið losaði sig við Svein Andra frænda minn um árið. Sem sagt: algjört burst.

Eftir svona afhroð myndi maður ætla að Valdimar Leó gripi til þess bragðs sem hann kann best – þ.e. að láta sem minnst á sér bera. En þess í­ stað er uppi á honum typpið. Hann telur útkomu sí­na í­ prófkjörinu nú vera sönnun þess að prófkjör virki ekki. Aðrir kynnu að segja að sú staðreynd að hann náði sjötta sætinu sí­ðast sé betri sönnun þess að prófkjör séu gölluð.

Það er eftirtektarvert að viðbrögð Samfylkingarinnar við þessu brotthlaupi eru mjög hófstillt. Margrét Frí­mannsdóttir lét að því­ liggja að rétt væri að þingmaðurinn segði af sér, en hvorki varaformaðurinn né þingflokksformaðurinn hafa talað á þeim nótum. Næstu varamenn eru Jón Kr. Óskarsson og Sandra Franks – varla skýrir það áhugaleysi flokksforystunnar á að halda óbreyttri stærð þingflokksins?

Annars er ágætt að nota tækifærið til að kvarta yfir Alþingsvefnum. Á þessari sí­ðu má finna pdf-fæla með framboðslistum til Alþingis 1995 og 1999. Sök sér að þingið hafi ekki látið slá inn eldri framboðslista (sem væri þó sjálfsagt og eðlilegt mál) en fjandakornið að þeim hafi ekki tekist ennþá að setja inn listana frá 2003…

Enn og aftur óska ég eftir því­ að einhver slyngur stjórnmálaáhugamaður setji upp vefsvæði með úrslitum kosninga, jafnt forseta-, þing- og sveitarstjórnakosninga á einum stað – með öllum framboðslistum og upplýsingum um kjörsókn. Er þetta ekki rakið BA-verkefni fyrir stjórnmálafræðinema – og mætti ekki láta Félagsví­sindastofnun hýsa slí­kan vef og uppfæra í­ framtí­ðinni?

Hoover á tröppunum?

Sunnudagur, nóvember 19th, 2006

Sagan segir að þegar Johnson forseti var spurður að því­ hvers vegna hann losaði sig ekki við Edgar J. Hoover, hafi hann svarað eitthvað á þá leið að betra væri að hafa Hoover inni í­ tjaldinu að pissa út – en fyrir utan það og pissa inn.

Mér varð hugsað til þessara orða í­ morgun þegar famelí­an rak nefið út í­ snjóinn og uppgötvaði að fyrir framan útidyrahurðina á Mánagötunni voru stórir hlandblettir í­ snjónum. Það bendir til að í­ morgunsárið hafi einhver þrjóturinn staðið og migið utan í­ húsið – kannski í­ pólití­skum tilgangi, listrænum eða vegna þess að viðkomandi var mál að pissa.

Samkvæmt hugmyndafræði Johnsons forseta hefðum við betur boðið dónanum í­ bæinn og horft skellihlæjandi á hann spræna út um stofugluggann. Sé ekki alveg hvað hefði verið unnið með því­.

# # # # # # # # # # # # #

Frambjóðandinn Steinunn verður í­ viðtali í­ þætti Andrésar Jónssonar kl. 13 á morgun, mánudag. Á það skal hlustað.

Aulabárður

Fimmtudagur, nóvember 16th, 2006

Argh! Hversu mikill aulabárður get ég verið!

Fór að fikta í­ gömlum færslum, m.a. til að leiðrétta innsláttarvillur og koma lagi á skáletranir. – Nema hvað ég endaði á að eyða helmingnum af þessu, þar af heilum færslum.

Er tölvublindu minni engin takmörk sett?