Archive for desember, 2006

Skriðtækling

Laugardagur, desember 30th, 2006

Á morgun fórum við feðginin í­ getraunakaffið hjá FRAM, en getraunastarfið hefur verið með afbrigðum öflugt þar sí­ðustu vikurnar.

Ólí­na var að ráfa um gólfið með kleinu upp í­ sér, þegar hún hljóp beint fyrir lappirnar á miðjumanninum knáa, Viðari Guðjónssyni. Þau féllu bæði í­ gólfið og með því­ kaffibollinn sem Viðar hélt á. Þar sem kaffið var volgt kom það ekki að sök þótt barnið fengi þarna óvæntan hárþvott. Byltan var ekki verri en svo að allt var gleymt eftir eina kökusneið.
Viðari krossbrá og hafði miklar áhyggjur af því­ að hafa slasað barnið.

Aðrir viðstaddir höfðu meiri áhyggjur af því­ hvernig baráttan muni ganga í­ úrvalsdeildinni næsta sumar úr því­ að tveggja ára stelpur geta tæklað leikmennina okkar.

Næst mætti barnið tækla Moggabloggið!

Kaupþing banki

Föstudagur, desember 29th, 2006

Viðskiptabankinn minn skipti ví­st um nafn í­ nótt. Hann heitir núna Kaupþing banki og farið verður í­ tryllingslega auglýsingaherferð til að berja nýja nafnið inn í­ hausinn á viðskiptavinum og allri alþýðu manna.

Ekki byrjar þetta þó vel hjá bankanum. Á það minnsta hefur alveg gleymst að láta stjórnendur heimasí­ðu bankans vita af þessum breytingum – þar heitir bankinn ennþá KB. Hefði maður ekki haldið að fyrsta atriðið á gátlistanum ætti að vera: muna að breyta heimasí­ðunni!

Loftnetsviðgerðir

Fimmtudagur, desember 28th, 2006

Loftnetið fyrir sjónvarpið er í­ steik. Vandinn verður ekki leystur með því­ að klifra upp á þak, heldur þarf að skipta út einhverjum tenglum á þeim enda snúrunnar sem er hér innandyra. Það verður ví­st ekki gert án þess að hafa þartilgerð tæki og kunnáttu. Held meira að segja að þetta sé ekki djobb fyrir venjulegan rafvirkja, heldur sérstakan loftnetskarl/konu.

Lýsi hér með eftir uppástungum. Lumar einhver á sí­manúmerinu hjá klókum iðnaðarmanni? Ekki að undirtektirnar við spurningu minni um Heimastjórnar-Dabba fylli mig bjartsýni.

# # # # # # # # # # # # #

Um daginn hélt ég því­ ranglega fram að Luton væri að spila við WBA á föstudagskvöld á Sky. Hið rétta er að þetta er útileikur gegn toppliðinu Birmingham. Ekkert við þennan leik gefur tilefni til mikilla væntinga, en auðvitað mætir maður í­ Ölver kl. 19:30.
# # # # # # # # # # # # #

íþróttamaður ársins – handboltamaður, eina ferðina enn. Hvað á manni að finnast um það?

Á það minnsta voru menn nógu skynsamir til að velja ekki kylfinginn. Daginn sem golfari verður valinn í­þróttamaður ársins mun ég taka upp baráttu fyrir því­ að spurningakeppnisþátttakendur fái aðild að íSí.

# # # # # # # # # # # # #

Hvernig væri að rista Moggablogginu blóðörn?

Tvíbbar

Miðvikudagur, desember 27th, 2006

Á dag fórum við í­ heimsókn til Þóru frænku Steinunnar og mannsins hennar, Palla sveitarstjóra. Þau eignuðust tví­bura fyrir rúmri viku, strák og stelpu.
Manni bregður alltaf jafnmikið við að sjá svona lí­til krí­li. Ég ráðlagði þeim að taka nóg af myndum, ef þau ætluðu að muna eitthvað eftir þessum fyrstu vikum. Sjálfur man ég nánast ekkert eftir fyrstu vikunum hennar Ólí­nu. Held að heilinn þurrki út allar slí­kar minningar, til að fólk gleymi vökunum og stressinu.

Það gefur auga leið að Þóra og Palli hljóta að nefna strákinn Stefán. Það verða aldrei of margir Stefánar Pálssynir. Ónei.

# # # # # # # # # # # # #

Sigmar setti hraðamet í­ Kastljósi við að draga í­ fyrstu umferð GB. Keppnisliðin eru 29, einu færri en í­ fyrra. Hverja vantar?

Sýndist þetta vera stórtí­ðindalaus dráttur.

Týnda færslan fundin

Miðvikudagur, desember 27th, 2006

Týnda færslan sem ég ræddi um hér að neðan er komin í­ leitirnar! Óli Gneisti bjargaði henni og skellti í­ athugasemdakerfið við sí­ðustu færslu. Það má því­ lesa hana þar. Reyndar hafa einhverjar athugasemdir tapast, sem og tenglar, en ég nenni ekki að gera neitt í­ því­ núna.

Heimastjórnar Dabbi

Miðvikudagur, desember 27th, 2006

Á gær las ég Ljóra sálar minnar, greinasafn e. Þórberg Þórðarson. Þar var margt forvitnilegt að finna, sem vænta mátti.

Á umfjöllun skáldsins um pólití­kina og kosningarnar 1911 að mig minnir, getur Þórbergur um Heimastjórnar Dabba sem virðist hafa látið hvað dólgslegast í­ sveit Heimastjórnarflokksins, sem Þórbergur hafði litlar mætur á.

Þetta klingdi bjöllum hjá mér – því­ í­ bréfasafni Steinþórs langafa má finna handrit að tveimur leikþáttum, sem mér virðist að hafi verið sett upp á vegum Ungmennafélags Reykjaví­kur þegar hann var þar í­ forystusveit. Um árið barði ég mig í­ gegnum styttra (og auðlesnara) handritið, sem var sakleysislegur gleðileikur þar sem spilltu yfirstéttarforeldrarnir reyna að fá siðprúðu dótturina til að slá sér upp með „fí­num“ drengjum, sem reynast vera labbakútar sem reykja og drekka – en dóttirin knáa vill frekar prúðan pilt, en ættsmærri, sem er í­ ungmennafélaginu. Allt endar svo vel að lokum. (Þessi endursögn er eftir minni – las þetta fyrir mörgum árum.)

Hitt leikritið er lengra og pólití­skara – og lí­klega illskiljanlegt þeim sem ekki þekkja til stjórnmálasögu tí­mabilsins. Þar er í­ veigamiklu hlutverki Heimastjórnar Dabbi sem ég hélt að væri bara heiti á sterí­ótýpu frekar en raunverulegum manni.

En eftir lesturinn á Þórbergi verður ekki betur séð en að Daví­ð þessi (Dabbi hlýtur að vera viðurnefni á e-m Daví­ð) hafi verið til. Og þá spyr ég hina fjölfróðu lesendur mí­na: Hver var Heimastjórnar Dabbi – sem hefur verið virkur í­ Rví­kur-pólití­kinni amk á árunum 1911-1918.

Prufa

Þriðjudagur, desember 26th, 2006

Þetta blogg er bara prufa til að sjá hvort Palla hafi ekki örugglega tekist að flytja Kaninkuna á nýja staðinn. Vonandi heyra bilanir sögunni til og skæluskjóðurnar sem kvarta undan því­ að geta ekki lesið þessa sí­ðu hvenær sem þeim sýnist þagna.

Og meðan ég man – sí­ðasta færsla hvarf við flutningana, ekki vegna þess að ég hafi tekið hana út eða hún verið ritskoðuð á nokkurn hátt, enda ekkert safarí­kt í­ henni annað en hefðbundnar bölbænir í­ garð Moggabloggsins – sem mætti stegla!

Sýnar-merkið

Föstudagur, desember 22nd, 2006

Getur einhver útskýrt fyrir mér hvers vegna útsendingastjóri sjónvarpsstöðvarinnar Sýnar kýs að planta merki stöðvarinnar ofaní­ klukkuna sem sýnir leiktí­mann í­ beinum útsendingum frá spænska boltanum? Það hlýtur að vera hægt að útbúa þann fí­dus að færa Sýnar-merkið í­ eitthvert annað horn á skjánum í­ þeim útsendingum sem það er til trafala.

# # # # # # # # # # # # #

Umræða sí­ðustu daga um Náttúrugripasafnið er furðuleg. Umhverfisráðherra þykist vera að leggja miklar tillögur fyrir rí­kisstjórnina og helst má skilja málið sem svo að verið sé að velja á milli Hvanneyrar og Keflaví­kur. Hvort tveggja er fráleitt. Náttúrugripasafnið (þótt lí­tið sé sem stendur) hefur verið skilgreint sem eitt af þremur meginsöfnum landsins og slí­k söfn eiga að vera í­ höfuðborginni. Það er nánast skilgreiningaratriði.

En það furðulegasta í­ þessu er þögn menntamálaráðherra. Eru allir búnir að gleyma því­ að það eru safnalög í­ þessu landi, sem gera ráð fyrir því­ að Náttúrufræðisafn heyri undir menntamálaráðherra en ekki umhverfisráðherra. Hvers vegna í­ ósköpunum lætur Þorgerður Katrí­n það viðgangast að óviðkomandi ráðherra þrugli um hennar málaflokk dag eftir dag?

# # # # # # # # # # # # #

Hinar beinskeyttu og málefnalegu árásir mí­nar á Moggabloggið eru þegar farnar að hafa áhrif. Blaðamannahjörðin hefur meira að segja gert hlé á hver-fer-að-vinna-á-nýja-tí­maritinu færslunum sí­num en beinir spjótum sí­num þess í­ stað að mér og Kaninkunni.

Helstu rök þessa hóps eru á þá leið að Kaninkan sé þung og óaðgengileg. Þessi málflutningur kemur ekki á óvart frá Moggabloggsfólki, enda er Moggabloggið McDonalds bloggheimsins og þeir sem vilja bara skyndibita ráða ekki við neitt sem er þungt og óaðgengilegt við fyrstu sýn.

# # # # # # # # # # # # #

Á gær var ég að róta í­ gegnum dót hér á Minjasafninu sem fellur undir flokkinn „gjafir til Rafmagnsveitunnar“. Er til meiri hefndargjöf en borðfáni?

Skyldu stjórn rafveitunnar í­ Tampere eða Kiwanisklúbbs Blönduóss í­ alvörunni hafa trúað því­ að Rafmagnsveitan myndi setja borðveifu með merki fyrirtækisins/klúbbsins á áberandi stað í­ höfuðstöðvarnar? Hvað er að því­ að gefa bara blóm í­ þakklætisskyni. Þau fölna og er hent eftir viku – og bara allir sáttir.

# # # # # # # # # # # # #

Megi Moggabloggið falla milli skips og bryggju!

Á launum frá fréttastofunni

Fimmtudagur, desember 21st, 2006

Nú karpa fréttamenn um það hvað sé til siðs varðandi greiðslur til heimildamanna. 

Sjálfur hef ég ótaloft lent í­ viðtölum og spjallþáttum. Fjölmiðlamenn lí­ta á þetta sem sjálfsagða þegnskylduvinnu viðmælenda sinna. Oftar en ekki er hringt með stuttum fyrirvara, sem þýðir að maður þarf að leggja önnur verk til hliðar, taka sér frí­ úr vinnu, eyða bensí­ni eða borga fyrir leigubí­la. 

Fimm mí­nútna viðtal í­ sí­ðdegisþætti getur kallað á klukktí­ma snúninga og fokkað upp hálfum vinnudegi. Einkum ef maður vill vanda sig og mæta undirbúinn í­ þáttinn. 

Það væri svo sem reynandi að senda inn reikning fyrir svona viðvik. Ætli það væri ekki besta leiðin til að tryggja að manni yrði aldrei boðið aftur í­ viðtal? 

Eina skiptið sem ég man eftir að vikið hafið verið frá þessari sjálfboðaliðahugsun, var í­ tengslum við bresku þingkosningarnar sí­ðast. Þá vorum við Sigrí­ður Dögg Auðunsdóttir fengin í­ sjónvarpssal ásamt Ólafi Sigurðssyni þar sem við fylgdumst með kosningasjónvarpi BBC og tjáðum okkur um gang mála í­ öðru hvoru. 

Eftir útsendinguna tók Ólafur niður reikningsnúmerin okkar og nokkrum dögum sí­ðar barst greiðsla upp á svona 5-10 þúsund kall. Ólafur sagðist leggja mikla áherslu á að greitt væri fyrir svona vinnu – annað væri amatörismi. 

Mér er nú til efs að fréttamenn fari almennt eftir þessu prinsipi Ólafs Sigurðssonar, en ef svo er gæti maður í­myndað sér að vinsælustu álitsgjafar, s.s. Baldur Þórhallsson, séu að fá þokkalegan pening upp úr krafsinu.

# # # # # # # # # # # # #

Já, meðan ég man:

Megi Moggabloggið veslast upp af kóleru! 

Áfram Kristsmenn krossmenn!

Fimmtudagur, desember 21st, 2006

Valsblaðið kom inn um bréfalúguna áðan. Það er nú ekki oft sem maður er minntur á að Norðurmýrin á ví­st að heita Valshverfi samkvæmt skiptingu borgaryfirvalda. Sögulega séð er hún náttúrlega Framhverfi, enda var gamli Framvöllurinn fyrir neðan Stýrimannaskólann.

ívarpið í­ blaðinu vakti athygli mí­na. Þar skrifar sóknarpresturinn í­ Hallgrí­mskirkju einhverja jólahugvekju með Biblí­utilvitnunum og langsóttum tengingum við fálkann í­ merki Vals.

Þessi helgislepja Valsmanna er ekki ný af nálinni. Félagið er meira að segja með kapellu á miðju í­þróttasvæðinu! Tengingin er jú sú að Séra Friðrik stofnaði liðið sem knattspyrnudeild KFUM – en fjandinn hafi það, FRAM var stofnað af kaupmannasonum í­ miðbænum 1908. Ekki fáum við samt formann Verslunarráðs til að skrifa ávörp í­ blöðin okkar.

Óháð því­ hvort rétt sé að tengja trúmál og í­þróttir saman með þessum hætti, finnst mér lí­ka augljóst að Valsmenn eru sérstaklega óheppnir í­ vali sí­nu á trúarbrögðum. Boðskapur Kristninnar gengur út á að elska óvini sí­na og rétta fram hinn vangann. Þetta kallast þrælasiðferði á góðri í­slensku og er ekki vænlegt til árangurs á knattspyrnuvellinum.

Væri ekki nær að ísatrúarfélagið tæki eitthvert knattspyrnuliðið upp á sí­na arma. ísatrúarmenn hafa takmarkaða trú á mætti fyrirgefningarinnar, en eru vinir vina sinna. Það er ólí­kt betri grundvöllur í­ keppnisí­þróttum.

# # # # # # # # # # # # #

Um daginn fékk ég bókina um sögu Melaskólans í­ pósti. Ég lét nefnilega til leiðast og skrifaði pistil í­ bókina með minningum frá skólaárunum. Eitthvað virðist nú hafa skolast til í­ uppsetningunni, amk kemur mér spánskt fyrir sjónir að Þórarinn „Aggi“ Þórarinsson er sagður hafa útskrifast ári á eftir mér. Hann er örugglega tuttugu árum eldri.

En alltaf gaman að skoða gamlar myndir.

# # # # # # # # # # # # #

Megi Moggabloggið hreppa tölvuví­rus!