Archive for janúar, 2007

Hvað með Kúbu?

Miðvikudagur, janúar 31st, 2007

Það þykir kannski ekki lengur fí­nt að blogga um HM í­ handbolta eftir tapið í­ gær, en ég fór að hugsa – hvað er orðið um Kúbu í­ handboltanum? Þeir voru langbesta Amerí­kuþjóðin og enn í­ dag eru öflugir leikmenn af kúbönsku bergi brotnir í­ sterkum Evrópuliðum.

Samkvæmt Wikipediu kepptu átta þjóðir í­ forkeppni HM fyrir Norður- og Suður-Amerí­ku. Kúba var ekki í­ þeim hópi.

Með fyllstu virðingu fyrir Grænlendingum, hlyti handboltaþjóðin Kúba að komast á HM ef hún hefði bara fyrir að senda lið til keppni. Kann einhver skýringu á þessari fjarveru?

# # # # # # # # # # # # #

Fundurinn í­ MH gekk vel. íhugasamur hópur og lí­flegar umræður í­ lokin. Það er alltaf gaman að fylgjast með menntskælingum ræða pólití­k, sem gerir það enn dapurlegra að málfundahefðin sé nánast horfin í­ framhaldsskólunum. Á stað þess að halda málfundi þar sem nemendur karpa um hitt og þetta, eru bara fengnir utanaðkomandi ræðumenn eða skipulagðar ræðukeppnir sem lúta allt öðrum lögmálum.

# # # # # # # # # # # # #

Það verður lí­tið unnið í­ dag. Barnið er veikt heima og krefst athygli og umönnunar. Safnið verður því­ óvarið á meðan.

# # # # # # # # # # # # #

Les á netinu að í­slenskur læknir þykist hafa fundið lækningu við fuglaflensu og kvefi. Nær væri að finna bóluefni gegn Moggablogginu.

Skólanefndarfundur

Miðvikudagur, janúar 31st, 2007

Mætti á skólanefndarfund í­ MR í­ gær. Rí­kið hefur skipað nýja fulltrúa, en við frá borginni fáum lí­klega að sitja í­ einhverja mánuði í­ viðbót. Ég á nú ekki sérstaklega von á að verða látinn sitja áfram fyrir hönd minnihlutans.

Á lok fundar var boðið upp á skoðunarferð um þá hluta skólans sem búið er að endurbyggja. Þetta eru grí­ðarlegar breytingar og aðstaðan hefur stórbatnað. Á árinu 2008 standa vonir til að ryðja megi burtu gamla KFUM-húsinu og reisa í­ staðinn byggingu með litlum í­þróttasal, fundarsal, félagsaðstöðu og nóg af kennslustofum.

Það var mjög gleðilegt að sjá þessar jákvæðu breytingar, þótt á sama tí­ma sé það ergilegt hversu hægt þessar framkvæmdir hafa gengið og að ekki hafi verið hægt að vinna þetta með stóráhlaupi. Það er lí­ka kostnaðarsamt að vinna svona verk í­ smábútum, að ekki sé talað um ónæðið fyrir skólastarfið.

Enn er svo eftir eitt stærsta og lí­klega kostnaðarsamasta verkið, það er alhliða viðhald á gamla skólahúsinu og bókhlöðunni. Það verður stór biti.

# # # # # # # # # # # # #

Á fyrramálið byrja ég daginn í­ kennslustund í­ stjórnmálafræði í­ MH að ræða um NATO. Það eru yfirleitt skemmtilegar heimsóknir – og verða yfirleitt því­ skemmtilegri ef 1-2 Heimdellingar eru í­ hópnum, staðráðnir í­ að þjarma að manni.

Annars er það besta leiðin til að horfast í­ augu við elli sí­na að messa yfir framhaldsskólanemum.

# # # # # # # # # # # # #

Það er runnið bókaæði á Ólí­nu sem krefst þess að við lesum fyrir hana í­ sí­fellu. Bækurnar um Emmu eru langvinsælastar, einkum bókin Emmu finnst gaman á leikskólanum – sem ég hef nú blaðað í­ gegnum oftar en ég kæri mig um að vita. Emma öfugsnúna er lí­ka ofarlega á vinsældarlistanum.

Kærkomin nýjung í­ þessari flóru eru Lúlla-bækurnar, en það er sögur af kaní­nustráknum Lúlla eftir sama höfund og gerði hinar óborganlegu Albin-bækur. Albin er frábær!

Á einni Lúlla-bókinni, Lúlli er hamingjusamur, er lýst röksemdafærslu Hannesar – vinar Lúlla. Hann hughreystir vesalings Lúlla sem er stúrinn eftir að hafa barið á þumalinn með hamri. Hannes segir að Lúlli eigi að vera hamingjusamur, því­ verr hefði t.d. farið ef sví­n hefði komið og snúið upp á trýnið á honum.

Megi sví­n koma að snúa upp á trýnið á Moggablogginu!

Helvítis læmingjar

Mánudagur, janúar 29th, 2007

Urr! Þetta áttu að vera kosningarnar þegar Framsóknarflokkurinn yrði nálega þurrkaður út – eða honum greitt slí­kt högg að hann stæði ekki upp aftur. Lí­kurnar á því­ fara minnkandi. Ekki vegna þess að Framsókn sé eitthvað minna glötuð en fyrr, heldur vegna þess að flokkarnir sem eru með okkur í­ stjórnarandstöðu eru drasl.

Hvaða helví­tis læmingjahegðun er að grí­pa um sig hjá þessu liði? Frjálsyndi flokkurinn er að fremja sjálfsmorð. Það sjá allir. Samfylkingin er heltekin af sjálfseyðingarhvöt og virðist fá eitthvert undarlegt kikk út úr því­ að ræða vandamál sí­n á torgum. Þetta er fólkið sem leyfði Sjálfstæðisflokknum að ná þessari drottnunarstöðu í­ í­slensku samfélagi með því­ að tala ekki um annað allan tí­unda áratuginn en skipulagsmál vinstrimanna – lí­kt og ekki væri hægt að standa í­ neinni pólití­skri umræðu fyrr en ljóst væri hvort vinstriflokkarnir væru einn, tveir eða þrí­r. – Og núna ætla þau að byrja upp á nýtt! Er ekki hægt að skila þessu liði?

# # # # # # # # # # # # #

Nýjasti lukkuriddarinn í­ pólití­kinni, Ómar Ragnarsson, var í­ Kastljósi í­ kvöld að tala fyrir verstu hugmynd seinni tí­ma. Ómar vill endurvekja „rúntinn“ í­ Reykjaví­k, sem hann telur að geti ekki gerst nema Austurstræti verði gert að tví­stefnugötu.

Látum liggja milli hluta þótt umhverfisverndarhetjan eigi þann draum að auka tilgangslausa bí­laumferð með útblæstri og hávaða í­ miðbænum. Gallar hugmyndarinnar eru aðrir og augljósari.

Ómar bendir á að að úti á landi lifi rúntamenningin ennþá góðu lí­fi. Það hefur ekkert með tví­stefnugötur að gera. Fólk fer á rúntinn úti á landi VEGNA ÞESS að það er úti á landi og hefur ekkert betra að gera.

Hinn beiski sannleikur um „rúnta“ er þessi: Þeir sem aka rúntinn eru sautján ára strákar, sem reyna að lokka sextán ára stelpur upp í­ bí­lana sí­na. Þeir sem eru orðnir átján komast inn á kaffihús og bari og þurfa ekki að taka þátt í­ þessari vitleysu.

# # # # # # # # # # # # #

Á kennarastofunni í­ Verk- og raunví­sindadeild spunnust í­ dag miklar umræður um Lukku Láka-bækurnar. Mönnum bar saman um að þær séu stórlega vanmetnar, meðan teiknimyndasnobbarar hampa Tinna meira en góðu hófi gegnir. Sagnfræðinördar hrí­fast af hinum fjölmörgu glæsilegu sögulegu ví­sunum í­ Lukku Láka.

Ég ætti að skrifa meira um Lukku Láka hér á næstunni.

# # # # # # # # # # # # #

Er að lesa einhverja skemmtilegustu bók sem ég hef komist í­ í­ háa herrans tí­ð. Meira um það sí­ðar.

# # # # # # # # # # # # #

Megi Moggabloggið hreppa einhvern skringisjúkdóm sem maður heyrir bara um í­ þáttunum um House!

Gúgglaðu það bara

Sunnudagur, janúar 28th, 2007

Á Sunnudagsmogganum er grein um Ví­sindakirkjuna. Frekar snubbótt reyndar, en inniheldur þó 1-2 áhugaverða punkta. Blaðamaður Morgunblaðsins endar greinina á að ví­sa í­ heimildir (sem eru fí­n vinnubrögð). Heimildirnar reynast vera 5-6 vefsí­ður, sem ví­sað er í­ með ansi almennum hætti (t.d. www.visindavefur.hi.is og www.deiglan.com).

Besta heimildin er þó www.google.com – það kemur ekki einu sinni fram hvaða leitarorð blaðamaðurinn sló inn á leitarvélina, bara að hr. Google hefði komið til hjálpar.

Er þetta ekki dálí­tið eins og setja: „Þjóðarbókhlaðan, Landsbókasafn“ á heimildaskránna sí­na?

Mogginn og internetið – alltaf frábær blanda!

# # # # # # # # # # # # #

Ísland er komið í­ fjórðungsúrslitin í­ handboltanum og á því­ enn möguleika á að vinna verðlaun á HM. Þetta er þrátt fyrir að liðið hafi tapað þremur leikjum á mótinu. Ef við hugsum okkur að liðið vinni Dani en tapi svo tveimur sí­ðustu leikjunum, myndi landsliðið hafna í­ fjórða sæti með fimm töp og fimm sigra.

Segir þetta okkur ekki að eitthvað sé bogið við keppnisfyrirkomulagið í­ mótinu?

# # # # # # # # # # # # #

Á kvöld fengu FRAMarar á baukinn í­ Reykjaví­kurmótinu í­ fótbolta. íR-ingar niðurlægðu Safamýrarstórveldið, sem var ví­st heppið að sleppa með eins marks tap.

Legg til að íR verði næst látið spila við Moggabloggið!

Játningar táningsfemínista

Laugardagur, janúar 27th, 2007

Sá um daginn auglýsingu. Það er verið að bjóða gamla árganga af Veru til sölu. Ég þarf ekki að kaupa. Öll gömlu blöðin eru til heima hjá gömlu í­ Frostaskjólinu og sjálfur var ég áskrifandi af sí­ðustu árgöngunum.

Ég lúslas Veru sem pjakkur. írin þegar blaðið var gott, var það helv. gott. En sum árin var það lí­ka alveg rosalega leiðinlegt. Það er mikil synd að Vera hafi gefið upp öndina.

Nú er kominn tí­mi fyrir játningu:

Ég skrifaði einu sinni pistil í­ Veru. Hann birtist undir dulnefni – er nú er komið að stund sannleikans.

Ætli ég hafi ekki verið fjórtán ára. Ég var í­ Hagaskóla og afar pólití­skt meðvitaður. Á Hagaskólanum voru handmenntagreinarnar kenndar tvö fyrstu árin, en lokaárið voru þær valgrein (sem enginn tók). Á fyrsta bekk var skipt á milli smí­ða og saumaskapar – en á öðru ári voru strákarnir settir í­ smí­ðatí­mana einvörðungu, en stelpurnar í­ einhvern saumaskap. Þetta var réttlætt með því­ að þannig gæfist tí­mi til að vinna að stærri verkefnum, auk þess sem þetta væri almennur vilji nemenda.

Hvað gerir ofurmeðvitaður fjórtán ára grí­slingur við þessu? Jú, hann skrifar kvörtunarbréf í­ Veru. Ég hef aldrei aftur skoðað nafnlausa lesendabréfið, en að öllum lí­kindum var það fullt af réttlátri reiði yfir að fá ekki að sauma flí­kur í­ handavinnutí­mum.

Ég man að einhverjum í­ kennaraliðinu sárnaði þetta bréf – og tuðuðu yfir að enginn nemandi hefði kvartað í­ eigin persónu til skólayfirvalda. Það voru svo sem ekki þungvæg rök. Hitt er annað mál að persónulega var ég óskaplega feginn að þurfa ekki að sitja við saumavélaræflana í­ hannyrðaverinu í­ kjallaranum á Hagaskólanum þennan vetur – þá var nú skárra að þykjast pússa einhvern spýtubútinn hjá Birni smí­ðakennara. En prinsipið stóð eftir sem áður – ef maður er fjórtán ára femí­nisti, þá duga engin undanbrögð.

# # # # # # # # # # # # #

Það var mikið fjör í­ Friðarhúsi í­ kvöld og frábær matur. Gunnar Guttormsson og Þorvaldur Örn tóku lagið og sungu meðal annars Vögguví­su róttækrar móður. Þar kemur fyrir lí­nan: „Gleymdu því­ þó aldrei – að meir´en maklegt er, að á sumum þeirra höggvist sundur barkinn!“

Skyldi hér hafa verið ort um Moggabloggið?

SÍF-geymslan

Föstudagur, janúar 26th, 2007

Á Morgunblaðinu er sagt frá því­ að eitthvert byggingarfélag vilji rí­fa SíF-geymslurnar vestur í­ bæ og reisa 150 í­búðir, þar á meðal tólf hæða turn. Nágrannarnir eru skiljanlega foxillir. Ætli hér sé ekki á ferðinni sú gamalkunna brella í­ byggingabransanum að kynna skipulagshugmynd upp á 3-4 hæðum meira en ætlunin er að reisa. Svo dregur fyrirtækið í­ land, byggir átta hæða turn og borgarfulltrúar geta látið eins og um Salomónsdóm sé að ræða?

Það verður reyndar synd að sjá eftir SíF-geymslunum. Ég vann 2-3 sumur hjá SíF. Fyrst þegar ég var 11-12 ára (hvað ætli vinnueftirlitið segði við því­ núna). Það var frábær reynsla og mjög þroskandi fyrir smápjakk að vinna við hliðina á fullorðnu fólki.

Ekki man ég hvað ég var gamall í­ annað skiptið mitt hjá SíF eða hvort það var í­ heilt sumar. Lí­klega hef ég verið svona 15 ára. Sí­ðasta skiptið mitt var svo sumarið eftir fyrsta bekk í­ menntó. Þá losnaði skyndilega pláss í­ nokkrar vikur sem ég greip fegins hendi. Starfið var reyndar afar leiðingjarnt. Þannig var mál með vexti að SíF hafði látið prenta saltfisksumbúðir fyrir c.a. 20 kí­ló, en þeir voru með merki fyrirtækisins og áletruninni „Islandia“.

Á ljós kom að „Islandia“ var skráð vörumerki annars matvælaframleiðanda á ítalí­u. Ég var því­ settur í­ það við annan mann að taka hverjar einustu umbúðir fyrir ítalí­umarkaðinn og lí­ma bláa lí­mmiða yfir textann.

Ég á eftir að kveðja gömlu saltfisksgeymslurnar með nokkrum söknuði.

# # # # # # # # # # # # #

ímsir stjórnarsinnar slógu á dögunum upp fregnum af rannsókn Ragnars írnasonar og töldu þær grafa undan niðurstöðum Stefáns Ólafssonar varðandi ójöfnuð á Íslandi. Fí­n grein á Vefritinu bendir á að sú túlkun byggir á talsverðum misskilningi. Holl lesning.

# # # # # # # # # # # # #

Nú gengur í­ garð helgi boltaí­þrótta og átveislna. Á kvöld er matur og skemmtidagskrá í­ Friðarhúsi. Á morgun og hinn eru handboltaleikir – og Luton tekur á móti Blackburn í­ enska bikarnum um hádegisbilið á morgun. Nú er glatt á hjalla!

# # # # # # # # # # # # #

Ef ég væri hagyrtur gæti ég samið mergjaðar ní­ðví­sur um Moggabloggið. Óska eftir ní­ðví­sum í­ athugasemdakerfið. Limrur og hækur sérstaklega vel þegnar.

Stéttarfélagið

Fimmtudagur, janúar 25th, 2007

Á morgun átti ég erindi á skrifstofu Starfsmannafélags Reykjaví­kur. Skrifstofan er í­ BSRB-húsinu á Grettisgötu, en þaðan á ég margar minningar frá því­ að afi var framkvæmdastjóri. Þegar ég var sendur í­ pössun í­ vinnuna til afa fékk ég að teikna á bréfsefni með áprentuðu BSRB-merki, hamra á ritvél og raða blöðum og tí­maritum. Á í­sskápnum hjá BSRB var alltaf til Spur Cola.

Það er athyglisvert hversu lí­tið hefur breyst í­ húsnæðinu á 20-25 árum. Herbergjaniðurröðun hefur breyst, enda milliveggir hafðir hreyfanlegir, lagnastokkar fyrir sí­ma- og tölvutengingar eru komnir til sögunnar – en að öðru leyti hefur lí­tið breyst. Gólfin eru með lí­nóleum-dúka sem eru orðnir snjáðir af umferð. Myndirnar á veggjunum eru gjafir frá norrænum systurfélögum, plaköt frá gömlum fundum og aðgerðum eða ljósmyndir af sumarhúsahverfum félaganna.

Mér finnst að skrifstofur félagasamtaka – og þá sérstaklega hjá verkalýðsfélagi eins og BSRB – eigi einmitt að vera svona. Vinnuaðstæður starfsfólksins á skrifstofunni eru ágætar, en enginn í­burður sem gefur til kynna að verið sé að bruðla með peninga félagsmanna.

Algjör andstaða við þetta eru t.d. skrifstofur Eflingar í­ Borgartúninu. Þangað hef ég komið 2-3 sinnum og í­ hvert skipti orðið undrandi á massí­vum parketunum, leðurhúsgögnum og dýrum listaverkum á flennistórum veggjum í­ stórum herbergjum. íður en Efling reisti höllina, á einhverjum eftirsóttasta stað í­ bænum, minnir mig að hluti starfseminnar hafi verið í­ Skipholtinu. Mér skilst að einhver fjárfestingarbankinn hafi flutt inn í­ það húsnæði og ekki séð ástæðu til að breyta neinu. Hvaða skilaboð er verkalýðsfélag að senda með svona hegðun?

# # # # # # # # # # # # #

Til skamms tí­ma fékk ég aldrei umgangspestir. Nokkur ár gátu liðið milli þess að ég fengi svo slæma flensu að ég þyrfti að leggjast í­ bælið nema dagspart.

Á vetur, eftir að Ólí­na byrjaði á leikskólanum, hef ég hins vegar fengið hverja pestina á fætur annarri. Lá t.d. heima í­ gær með dúndrandi hausverk og öll vit stí­fluð af kvefi.

Barnið smitar mig af öllum þessum óværum – nær væri að láta hana smita Moggabloggið!

Öldungaframboð

Miðvikudagur, janúar 24th, 2007

Einhvern veginn finnst manni að sérframboð eldri borgara (og e.t.v. öryrkja lí­ka) hafi verið boðað fyrir hverjar einustu þingkosningar. Á flest skiptin hefur þungavigtarfólk úr þessum þjóðfélagshópum farið fyrir slí­kum undirbúningshópum – en ekkert orðið úr framboði, enda markmiðið frekar að hrella stjórnvöld en að láta á þetta reyna.

Núna virðist lí­klegra að framboð aldraðra og öryrkja komi fram í­ raun og veru – tvö frekar en eitt meira að segja.

Baldur ígústsson forsetaframbjóðandi fer fyrir öðrum hópnum, ásamt nokkrum körlum. Hinum hópnum virðist stýrt af nokkrum virðulegum eldri konum – og hlýtur að teljast vænlegra framboðið, þótt hvorugt sé lí­klegt til að koma fulltrúa á þing.

Á skosku þingkosningunum fyrir fjórum árum kom upp sama staða. Eldri borgarar höfðu hótað framboði án þess að vera teknir sérstaklega alvarlega. Skömmu fyrir kosningar komu svo fram tvö slí­k framboð – og það meira að segja sama daginn.

Annar flokkurinn náði fulltrúa inn á skoska þingið. Það var formaður flokksins, sem var frægur fyrir að vera fyrrum stjóri knattspyrnuliðsins Motherwell. Raunar voru ýmsir fyrrum knattspyrnukappar í­ framboði fyrir flokkinn, sem kann að hafa skýrt velgengnina.

Spurning hvort í­slensku öldungaframboðin ættu að taka upp þessa tækni og stilla upp gömlum fótboltahetjum? Albert virkaði nú vel – og Ellert B. Schram er enn með bakterí­una… Hvaða fleiri kempur eru í­ boði?

# # # # # # # # # # # # #

Sælkerar taka frá föstudagskvöldið.

# # # # # # # # # # # # #

Handboltalandsliðið er búið að vinna tvo leiki í­ röð og þjóðin er að tryllast. Ef ég væri Geir Haarde myndi ég rjúfa þing og efna til kosninga á laugardaginn.

Ef ég væri Geir Haarde myndi ég reyndar lí­ka setja bráðabirgðalög til höfuðs Moggablogginu – en það er önnur saga.

Hlífin

Miðvikudagur, janúar 24th, 2007

Ökklahlí­fin sem Ragnar lánaði mér virðist hafa gert sitt gagn. Ökklinn er amk furðulí­tið aumur. Ekki skil ég þó í­ mönnum sem nenna að spila svo árum skiptir vafðir inn í­ svona helví­ti.

Var í­ marki allan tí­mann, aldrei þessu vant. Varði 2-3 fasta bolta með höfðinu – sem í­ bland við kvefið er búið að framkalla hausverk. Ekki verður á allt kosið.

# # # # # # # # # # # # #

Sí­ðast þegar við Sverrir kenndum ví­sindasögunámskeiðið í­ HÁ á sama tí­ma og stórmót í­ handbolta bar uppá – skrópuðu flestir nemendurnir í­ fyrirlesturinn okkar. Við sáum fram á að sagan endurtæki sig á morgun, þegar við ætluðum að ræða um sögu stærðfræðinnar á sama tí­ma og Túnis-leikurinn.

Við erum eldri en tvævetur og sömdum um að fella niður tí­mann, en bæta við kennsluna næsta mánudag. Stefni sjálfur að boltaglápi í­ Friðarhúsi.

# # # # # # # # # # # # #

Luton vann ví­st heppnissigur á QPR í­ bikarnum í­ kvöld. Iss – QPR náði jafntefli í­ fyrri viðureigninni með svindlmarki, svo þetta jafnast út.

Það þýðir að Luton tekur á móti Blackburn í­ bikarnum á laugardaginn, í­ leik sem væntanlega verður á Sýn. Fagna því­ allir góðir menn.

# # # # # # # # # # # # # #

Nú er hlýtt úti og í­sinn að bráðna. Megi Moggabloggið falla oní­ vök.

22. janúar

Mánudagur, janúar 22nd, 2007

Eitthvað heyrði ég talað um það í­ útvarpinu á leið til vinnu að 22. janúar væri versti dagur ársins smkv. einhverri rannsókn sem fram hefði farið í­ útlandinu.

Ekki get ég skrifað upp á það, í­ það minnsta hefur þetta verið grí­ðarlega afkastamikill dagur í­ vinnunni, þótt ekki sé hann nema rétt hálfnaður. Á morgun mætti ég í­ myndbandsupptöku þar sem ég lét gamminn geysa um sögu hitaveitu í­ Reykjaví­k fyrir fræðsluvef OR. Ég sat langan og upplýsandi fund um skipulag lóðarinnar umhverfis safnið, þar sem ég otaði fram mí­num hugmyndum. íðan kom fjörugur hópur frá Austurbæjarskóla í­ heimsókn í­ Rafheima – og safnið tók á móti sextí­u ára gömlum Elektrolux-í­sskáp sem hefur merka sögu.

Seinnipartinn ætlum við Sverrir að fjalla um sögu stærðfræðinnar í­ ví­sindasögukúrsinum og í­ kvöld dreg ég tengdapabba með mér í­ Friðarhúsið að horfa á handboltaliðið vinna frægan sigur á Frökkum.

Og svo á ég frábæra konu og snjallasta barn í­ heimi.

Nú þyrfti bara einhver að stjaksetja Moggabloggið og þá væri þetta fullkomnað!