Archive for febrúar, 2007

Svölustu upphafsorðin

Miðvikudagur, febrúar 28th, 2007

Á dag fékk ég í­ hendur glænýja bók eftir David Edgerton. Hún heitir: The Shock of the Old. Technology and Global History since 1900. Þetta er bók sem tekur stórt upp í­ sig. Hún boðar nýja gerð tæknisöguritunar, þar sem áherslan verði færð af sjálfu uppfinningaferlinu en þess í­ stað könnuð útbreiðsla og almenn notkun hverrar tækni.

Upphafsorð bókarinnar eru þau svölustu sem ég hef séð í­ fræðiriti:

Much of what is written on the history of technology is for boys of all ages. This book is a history for grown-ups of all genders.

Vá! Hvernig er hægt að vera svona svalur? Það er eiginlega ekki hægt að lesa þessar lí­nur nema með aðstoð sneriltrommu til að slá á réttum stöðum.

Megi David Edgerton semja diss um Moggabloggið!

Heimilisbókhaldið

Miðvikudagur, febrúar 28th, 2007

Á kvöld var hringt í­ mig frá Félagsví­sindastofnun. Ég lenti í­ úrtaki fyrir könnun á vegum Starfsmannafélags Reykjaví­kur þar sem spurt var út í­ kaup og kjör og afstöðu til félagsins.

Ég var í­ góðu skapi og allur hinn jákvæðasti. Þegar ég var spurður hvað ég teldi sanngjörn laun fyrir vinnuna mí­na, nefndi ég fyrst sömu upphæð og ég fæ núna. Einhvern veginn leið mér strax eins og bjána og konan í­ sí­manum var augljóslega ekki búin undir þetta svar – svo ég umlaði eitthvað um að auðvitað væri aldrei verra að fá meira í­ vasann og hækkaði mig um einhvern þrjátí­uþúsundkall… Djöfull yrði ég lélegur verkalýðsleiðtogi.

Kannski hefðu svörin orðið eitthvað önnur ef staðan á tékkheftinu hefði verið pí­nulí­tið verri þennan daginn, t.d. ef skoðunin á bí­lnum í­ dag hefði leitt til jafn dýrrar viðgerðar og ég óttaðist. En almennt séð er heimilisbókhaldið á góðu róli. Við eigum svo sem enga sjóði til að bregðast við óvæntum stórútgjöldum, en erum ekki með neinn yfirdrátt að heitið getið, litlar langtí­maskuldir og Visa-kortið er eiginlega bara notað fyrir net-innkaup og á ferðalögum.

Eftir að Ólí­na kom til, eru tekjur Steinunnar frá Tryggingastofnun skriðnar upp í­ sexstafatölu eftir skatta (ekki furða þótt Pétur Blöndal telji að fólk keppist við að komast á örorkubætur og lifa eins og greifar). Þegar vinnutekjurnar mí­nar bætast við ásamt smásporslum fyrir aukavinnu út um allar trissur (spurningakeppni hér, fyrirlestrarhald þar) gengur dæmið bara ágætlega upp. Ég hef meira að segja getað leyft mér þann lúxus að vera lí­ka stundakennari við Háskólann – sem mér sýnist að gefi tæpan 500 kall á tí­mann ef reiknað er með smá bókakaupaútgjöldum.

Ég er rati í­ peningamálum. Eflaust er ég að fá alltof litla vexti af þeim litlu peningum sem ég á og borga alltof háa vexti að því­ litla sem ég skulda. Hver veit nema ég gæti sparað helling með einhverjum greiðsluþjónustum eða með því­ að flytja tryggingarnar, aukalí­feyrissparnaðirnn og bankaviðskiptin frá einum staðnum yfir á annan?

En þegar kemur að peningamálum hefur það alltaf verið mí­n gæfa/ógæfa að eyða um það bil akkúrat þeirri upphæð sem ég hef til ráðstöfunar hverju sinni. Ég hef verið í­ vel launuðum verkefnum og illa launaðri vinnu, en einhvern veginn hef ég alltaf komist hjá því­ að safna digrum sjóðum eða skuldum. Samt finnst mér ég sárasjaldan þurfa að neita mér um neitt. Ef við Steinunn sleppum því­ að fara út að borða á góðan veitingastað, þá er það vegna þess að við nennum ekki út úr húsi eða tekst ekki að redda pössun, frekar en að veskið æmti og skræmti.

Þrjátí­uþúsundkall í­ viðbót á mánuði myndi þannig ekki breyta miklu í­ sjálfu sér. Jú, við gætum kannski flutt í­ tí­u fermetrum stærri í­búð – en þá þyrftum við að pakka öllum bókunum okkar niður í­ kassa (og þær eru hryllilega margar) og lí­klega myndum við hvort sem er fylla þessa tí­u fermetra af drasli eða fleiri bókum hvort sem er.

Ætti ég að hringja niður í­ Starfsmannafélag á morgun og biðja þá í­ Óðins bænum að fara ekki að heimta hærri laun fyrir mig, þar sem ég myndi bara eyða þeim í­ vitleysu? Nei, varla – ætli sí­mtalið myndi ekki bara enda á að þau bentu mér á hina og þessa mennta- og orlofssjóði sem ég á rétt á peningum úr en hef aldrei hirt um að sækja.

Er það fötlun að vera svona vitlaus í­ peningamálum? Persónulega finnst mér það vera viss lí­fsgæði.

Megi Moggabloggið lenda í­ greiðslustöðvun!

MK:FG

Þriðjudagur, febrúar 27th, 2007

Á gær horfði ég loksins á spurningakeppnina frá föstudagskvöldinu. Ég var bara ánægður með spurningarnar og svarhlutfallið var fí­nt.

Daví­ð og Steinunn Vala lentu í­ miklum vandræðum með stigagjöfina eftir hraðaspurningarnar, sem tók furðulangan tí­ma að leysa úr. Lí­klega eru þau ekki með nægilega gott merkingakerfi – í­ það minnsta man ég ekki eftir svona ruglingi í­ minni tí­ð.

Það vakti sérstaka athygli mí­na hversu mikið var um söguspurningar (ég tel gamla testamentið með sem söguspurningar). Ég er viss um að hlutfallið er mun hærra en hjá mér, samt var alltaf verið að saka mig um að semja endalausar sagnfræðispurningar.

Hans og Grétu-spurningin var sérstaklega skemmtileg, en myndirnar stoppuðu of stutt á skjánum. Verra þykir mér ef „finndu málvilluna“-spurningarnar ætla að ganga aftur í­ ár. Þær hafa aldrei verið skemmtilegar og oftar en ekki hálfgert klúður í­ framkvæmd.

Hlakka til að sjá næsta þátt.

# # # # # # # # # # # # #

Annað kvöld verður stjörnuskoðun á Minjasafninu frá kl. 21-23. Allir velkomnir.

Megi Moggabloggið verða fyrir loftsteini!

Radio Situation

Sunnudagur, febrúar 25th, 2007

Jón Knútur fer óvirðulegum orðum um hljómsveitina Bubbleflies á blogginu sí­nu. Það hefði hann ekki átt að gera.

Til að vera örugglega með upphafslí­nuna í­ Strawberries rétta, reyndi ég að gúggla textanum. Svo virðist vera sem engum tölvunirði hafi enn dottið í­ hug að skella Bubbleflies: collected works á netið.

Til að dobbúltékka frasann: „This is Radio Situation – broadcasting li-i-ive across the nation!“ – dró ég fram tvöfalda Núll & Nix-diskinn, sem fylgdi með fyrsta eintakinu af hipp og kúl tí­maritinu „0“. Ætli tölublöðin hafi orðið fleiri en eitt?

Besta lagið á disknum? Funky Bitch & Mr. T með Púff – ekki spurning.

Megi Páll Banine semja magnað ádeilulag gegn Moggablogginu!

Sagan öll

Laugardagur, febrúar 24th, 2007

Um daginn gerðist ég áskrifandi að nýja tí­maritinu hans Illuga Jökulssonar, Sagan öll. Þetta er í­ raun sagnfræðiútgáfan af Lifandi ví­sindum.

Ég er harla ánægður með þetta fyrsta blað. Þetta mun höfða til mjög breiðs hóps. Sjálfur tel ég mig vel heima í­ sagnfræðinni, en fann margt fróðlegt. Ef ég hefði verið tólf ára, hefði mér fundist blaðið æði!

Nú er bara að kaupa möppur og binda þetta inn, til að tryggja að Ólí­na geti drukkið blöðin í­ sig eftir áratug eða svo. Ekki viljum við að hún álpist í­ mannfræði eins og mamma hennar, þegar hún getur orðið ví­sinda- og tæknisagnfræðingur…

Á Sögunni allri er sagt frá því­ að Ingólfur Arnarsson kunni að hafa sest að í­ Reykjaví­k til rostungsveiða. Megi mannýgur rostungur ráðast á Moggabloggið!

# # # # # # # # # # # # #

Okkur Luton-mönnum var skellt niður á jörðina eftir sigurleik þriðjudagsins. Við töpuðum úti gegn Crystal Palace, meðan Hull vann óvænt. Við erum á nýjan leik einu stigi frá falli. Á móti kemur að Southend og Leeds sitja sem fastast á botninum. Ef þau dragast aftur úr, verður þetta kannski fjögurra liða barátta um að losna við eitt fallsæti.

Eftir landsfundarsetu fyrripart dags sótti ég Ólí­nu til ömmu sinnar og afa. Tók stelpuna með mér í­ Egilshöll, þar sem Framarar mættu Skagamönnum í­ deildarbikarnum. Reyndar svaf barnið á öxlinni á mér nær allan leikinn eða rétt dormaði. Er samt ekki fjarri því­ að hún hafi glaðst yfir sigri okkar manna.

Fyrra markið sá ég raunar ekki, það var sjálfsmark. Jónas Grani skoraði það sí­ðara. Hann var eins rangstæður og mest mátti vera. Guðjón Þórðarson var ævareiður út í­ lí­nuvarðarræfilinn. Megi mannýgur Skagaþjálfari bí­ta Moggabloggið!

Á þremur stöðum í einu

Föstudagur, febrúar 23rd, 2007

Á dag/kvöld þyrfti ég að vera á þremur stöðum í­ einu. Þar sem við búum ennþá við kapí­talí­skt þjóðskipulag mun ég halda mig við það sem ég fæ greidd laun fyrir að gera.

Á fyrsta lagi er landsfundur VG um helgina. Á kvöld verða almennar stjórnmálaumræður. Þeim sleppi ég. Annað kvöld verður landsfundagleðin, þá verð ég heima með Ólí­nu. Fyrri hluta laugardagsins og sunnudagsins ætti ég hins vegar að ná að drekka 30-40 bolla af kaffi og skrafa við káta flokksfélaga. Kannski nenni ég að taka þátt í­ einhverjum eiginlegum landsfundarstörfum – ég efa það þó.

Á Friðarhúsinu í­ kvöld verður fjáröflunarmálsverður. Glæsilegur matseðill og fróðleg dagskrá. Þetta er málið fyrir fólk sem ætlar út á safnanótt.

Sjálfur verð ég hins vegar að stýra fræðslugöngu frá Hlemmi inn í­ Þvottalaugar í­ tilefni safnanætur. Lagt af stað frá Hlemmi kl. 20. Þátttakendur fá að skyggnast inn í­ launhelgar hitaveitumanna á leiðinni.

# # # # # # # # # # # # #

Flottasta sjálfsmark sem ég hef séð, var þegar Sigurvin Ólafsson þrumaði boltanum uppundir slánna í­ eigið mark af löngu færi fyrir Framara í­ Eyjum fyrir mörgum árum.

Sjálfsmark Lee Dixons er lí­klega næstflottasta mark þessarar gerðar. Það má sjá hér.

Megi þeir Sigurvin og Lee Dixon báðir ganga til liðs við Moggabloggið!

Lengi von á klofningi…

Fimmtudagur, febrúar 22nd, 2007

Á upphafi árs var því­ slegið upp að von væri á framboði aldraðra og öryrkja í­ þingkosningunum – og raunar tveimur fremur en einu.

Nýjasta bloggfærsla Arnþórs Helgasonar bendir til að nú hafi annað framboðið klofnað. Lí­klega stefna þá þrí­r hópar að því­ að bjóða fram í­ maí­.

Enn er nokkuð til vors, svo ef af lí­kum lætur ættu þessir hópar að ná að klofna nokkrum sinnum í­ viðbót. Upp úr mánaðarmótum verða lí­klega 6-7 hópar að vinna að framboði. Eitthvað segir mér þó að enginn þeirra muni ná að bjóða fram í­ raun og veru.

Það er mótsagnakennt lögmál í­ félagsstörfum, að því­ fámennari sem félagsskapur er – því­ lí­klegri er hann til að klofna í­ tvennt. Nú myndi maður ætla að þessu væri öfugt farið, að fjölmenn félög gætu alið af sér fjölmennan minnihluta sem aftur væri nógu burðugur til að kljúfa sig í­ burtu og lifa sjálstæðri tilveru. Á raun er þessu þveröfugt farið. Fámennustu félögin eru í­ langmestri klofningshættu.

Megi Moggabloggið fá Baldur ígústsson í­ sí­nar raðir!

Mogginn og netið

Miðvikudagur, febrúar 21st, 2007

Á dag ákvað Mogginn að sniðugt væri að birta lykilorð allra þeirra sem skráðir væru á Moggabloggið. Þetta var ekkert sérstaklega vinsælt hjá sumum Moggabloggurum, sem höfðu valið sér sömu lykilorð þarna og á netbankanum sí­num, hotmailnum og ég veit ekki hvað.

Stærri menn en ég hefðu að þessu tilefni sagt: „Sagði ég ykkur ekki?“

En hér var ví­st um einstök tæknileg mistök að ræða og verður ekki endurtekið – yeah, right!

Samskiptasaga Moggans og netsins hefur alla tí­ð verið með ólí­kindum – og einkennst af einstökum molbúahætti Moggans.

Ég man þá tí­ð þegar vaskir netáhugamenn tóku sig til og útbjuggu í­ fyrsta sinn RSS-strauma fyrir mbl.is. Viðbrögð Moggans voru þau að senda lögfræðinga á viðkomandi einstaklinga og saka þá um „ritstuld“!!!!!!

Sjálfur kynntist ég þursahætti Moggans í­ netmálum fyrir tæpum áratug, þegar ég var í­ hópi manna sem stofnaði vefritið www.mogginn.com. Við birtum gamansamar greinar um aðskiljanleg málefni, þar á meðal skrifaði ég greinaflokkinn „Stók er djók“, þar sem færð voru rök fyrir því­ hvers vegna fólk ætti EKKI að kaupa hlutabréf í­ Stók.

Mogginn kallaði til lögfræðiteymi. Við bentum á að við værum sí­ða sem hýst væri í­ Bandarí­kjunum – þeim svöruðu: Það skiptir ekki máli, vörumerkið Mogginn er alþjóðlegt – og allir sem nota það, hvar sem er í­ heiminum eru að brjóta lög.

Við bentum lögfræðingum Mbl.is á að vörumerkið „Mogginn“ væri hvergi skráð – og að raunar mætti hvergi finna orðið „Mogginn“ í­ prentútgáfu blaðsinsi.

Þá kom á þá fát…

Eftir smá umhugsun komu lögfræðingarnir til baka og sögðu: Við höfum notað vörumerkið „myndasögur Moggans“ í­ barnablaðinu okkar í­ mörg ár – og það sannar að við eigum hugtakið. Auk þess skiptir það ekki máli, því­ við getum haldið ykkur í­Â  dómsmálum í­ mörg ár án þess að finna fyrir því­ – hafið þið ráð á að borga lögfræðingum í­ mörg ár?

Þannig lauk þeirri rimmu.

Hálfum mánuði sí­ðar ákvað lögfræðideild írvakurs að best væri að festa eignarréttinn á „Mogga“-nafninu betur í­ sessi. Þá var stofnuð „Mogga-búðin“, sem var netverslun sem seldi Mogga-vörur. Á boðstólnum var: klukka, bolur, derhúfa, frisbí­-diskur og kaffibolli.

Megi Moggabloggið drukkna í­ Mogga-kaffibolla!

Búningurinn

Miðvikudagur, febrúar 21st, 2007

Á dag er öskudagur og þess vegna mætti Ólí­na í­ grí­mubúningi í­ skólann. Hún er hvorki prinsessa né sjóræningi, heldur Holland. Hún er sem sagt lí­til, græn og þakin af skjöldóttum mjólkurkúm. Við sendum hana sem sagt í­ náttfötum.

Ég skammast mí­n ekki vitund fyrir að hafa ekki farið í­ einhverja leikfangabúðina og keypt öskudagsgalla fyrir skrilljónir. Barnið skilur ekki ennþá út á hvað svona grí­mubúningatilstand gengur og er raunar ekkert alltof hrifin. Á næsta ári verður meiri viðbúnaður.

# # # # # # # # # # # # #

Paul Gascoigne er epí­skur snillingur. Einhvern veginn koma þessar fréttir ekki á óvart.

# # # # # # # # # # # # #

Drew Talbot, strákur sem við keyptum frá Sheffield Wednesday í­ janúar, bjargaði gærkvöldinu með því­ að skora sigurmarkið gegn sí­num gömlu félögum. Luton er þá fjórum stigum frá fallsæti og við getum andað rólega amk. í­ nokkra daga.

Mark Talbots er hægt að sjá í­ afleitum gæðum á YouTube. Það kanni allir góðir menn.

Ég legg til að fall Moggabloggsins verði lí­ka sett inn á YouTube!

Vítisenglar

Þriðjudagur, febrúar 20th, 2007

Á febrúar 2002 var hópur danskra ferðalanga – sem sumir hverjir voru félagar í­ Ví­tisenglum – stoppaður í­ Leifsstöð. Þessi aðgerð mæltist vel fyrir og löggan fékk hrós í­ leiðurum blaðanna.

Það voru mjög fáir sem voguðu sér að reifa önnur viðhorf en þau að handtökurnar hefðu verið hið besta mál. Hver sá sem vogaði sér að setja spurningamerki við þær, mátti búast við að vera úthrópaður sem málsvari ofbeldismanna og dópsala.

Sverrir Jakobsson var einn fárra sem skrifaði gagnrýnið um þetta mál. Það gerði hann í­ þessari grein á Múrnum. Ég var ánægður með greinina á sí­num tí­ma og sýnist hún ennþá standa fyrir sí­nu.

írið 2002 var í­slenskum stjórnvöldum ekki treystandi fyrir því­ valdi að geta ákveðið án rökstuðnings eða sannana hverjum mætti banna að koma hingað til lands á grunni í­myndaðra ógna. Þetta vissum við sem störfuðum í­ friðarhreyfingunni, vegna þess að stjórnvöld höfðu gefið það skýrt til kynna að útlendingar sem ætluðu að koma til Reykjaví­kur og mótmæla NATO-ráðstefnunni á Hótel Sögu, mættu búast við að verða snúið við á flugvellinum. Aðgerðir lögreglunnar gegn Falun Gong-liðum sí­ðar sama ár, voru rökrétt framhald af þessari stefnu.

Ég treysti ekki yfirvöldum í­ þessum efnum árið 2002 og traust mitt er ekki meira nú. Framganga lögregluyfirvalda gagnvart því­ fólki sem hingað vill koma, meðal annars til að viðra skoðanir sí­nar í­ umhverfisverndarmálum, er til skammar. Þar er reynt að hindra för fólks á grunni ætlaðra áforma um spellvirki, án nokkurra sannana.

Þess vegna truflar það mig þegar Ví­tisenglahandtökurnar eru rifjaðar upp nú, í­ tengslum við stóra klámráðstefnumálið, lí­kt og almenn sátt eigi að rí­kja um þá aðgerð. Það eru svo ótalmörg betri rök sem andstæðingar klámhunda geta gripið til en að hampa framgöngu lögreglunnar í­ því­ máli.

# # # # # # # # # # # # #

Á dag er sprengidagur. Megi Moggabloggið éta úldið kjet.