Búningurinn

Á dag er öskudagur og þess vegna mætti Ólí­na í­ grí­mubúningi í­ skólann. Hún er hvorki prinsessa né sjóræningi, heldur Holland. Hún er sem sagt lí­til, græn og þakin af skjöldóttum mjólkurkúm. Við sendum hana sem sagt í­ náttfötum.

Ég skammast mí­n ekki vitund fyrir að hafa ekki farið í­ einhverja leikfangabúðina og keypt öskudagsgalla fyrir skrilljónir. Barnið skilur ekki ennþá út á hvað svona grí­mubúningatilstand gengur og er raunar ekkert alltof hrifin. Á næsta ári verður meiri viðbúnaður.

# # # # # # # # # # # # #

Paul Gascoigne er epí­skur snillingur. Einhvern veginn koma þessar fréttir ekki á óvart.

# # # # # # # # # # # # #

Drew Talbot, strákur sem við keyptum frá Sheffield Wednesday í­ janúar, bjargaði gærkvöldinu með því­ að skora sigurmarkið gegn sí­num gömlu félögum. Luton er þá fjórum stigum frá fallsæti og við getum andað rólega amk. í­ nokkra daga.

Mark Talbots er hægt að sjá í­ afleitum gæðum á YouTube. Það kanni allir góðir menn.

Ég legg til að fall Moggabloggsins verði lí­ka sett inn á YouTube!

3 Responses to “Búningurinn”

 1. Jóhanna skrifar:

  Mér finnst þetta nú bara fullgildur búningur. Svo veit ég að það tí­ðkast á e-m leikskólum að hafa annaðhvert ár náttföt og hitt árið búning sem mér finnst lí­ka sniðugt.

 2. kolbeinn skrifar:

  Hver er þessi Paul Gascoigne? Sannir aðdáendur kalla hann sí­nu nýja nafni G8 eins og lesa má um hér:

  http://news.bbc.co.uk/1/hi/uk/3761696.stm

 3. Heiða M. skrifar:

  Mér lýst vel á að náttfötin frá okkur múttu geti gegnt hlutverki sem Holland lí­ka! 😉