Mogginn og netið

Á dag ákvað Mogginn að sniðugt væri að birta lykilorð allra þeirra sem skráðir væru á Moggabloggið. Þetta var ekkert sérstaklega vinsælt hjá sumum Moggabloggurum, sem höfðu valið sér sömu lykilorð þarna og á netbankanum sí­num, hotmailnum og ég veit ekki hvað.

Stærri menn en ég hefðu að þessu tilefni sagt: „Sagði ég ykkur ekki?“

En hér var ví­st um einstök tæknileg mistök að ræða og verður ekki endurtekið – yeah, right!

Samskiptasaga Moggans og netsins hefur alla tí­ð verið með ólí­kindum – og einkennst af einstökum molbúahætti Moggans.

Ég man þá tí­ð þegar vaskir netáhugamenn tóku sig til og útbjuggu í­ fyrsta sinn RSS-strauma fyrir mbl.is. Viðbrögð Moggans voru þau að senda lögfræðinga á viðkomandi einstaklinga og saka þá um „ritstuld“!!!!!!

Sjálfur kynntist ég þursahætti Moggans í­ netmálum fyrir tæpum áratug, þegar ég var í­ hópi manna sem stofnaði vefritið www.mogginn.com. Við birtum gamansamar greinar um aðskiljanleg málefni, þar á meðal skrifaði ég greinaflokkinn „Stók er djók“, þar sem færð voru rök fyrir því­ hvers vegna fólk ætti EKKI að kaupa hlutabréf í­ Stók.

Mogginn kallaði til lögfræðiteymi. Við bentum á að við værum sí­ða sem hýst væri í­ Bandarí­kjunum – þeim svöruðu: Það skiptir ekki máli, vörumerkið Mogginn er alþjóðlegt – og allir sem nota það, hvar sem er í­ heiminum eru að brjóta lög.

Við bentum lögfræðingum Mbl.is á að vörumerkið „Mogginn“ væri hvergi skráð – og að raunar mætti hvergi finna orðið „Mogginn“ í­ prentútgáfu blaðsinsi.

Þá kom á þá fát…

Eftir smá umhugsun komu lögfræðingarnir til baka og sögðu: Við höfum notað vörumerkið „myndasögur Moggans“ í­ barnablaðinu okkar í­ mörg ár – og það sannar að við eigum hugtakið. Auk þess skiptir það ekki máli, því­ við getum haldið ykkur í­Â  dómsmálum í­ mörg ár án þess að finna fyrir því­ – hafið þið ráð á að borga lögfræðingum í­ mörg ár?

Þannig lauk þeirri rimmu.

Hálfum mánuði sí­ðar ákvað lögfræðideild írvakurs að best væri að festa eignarréttinn á „Mogga“-nafninu betur í­ sessi. Þá var stofnuð „Mogga-búðin“, sem var netverslun sem seldi Mogga-vörur. Á boðstólnum var: klukka, bolur, derhúfa, frisbí­-diskur og kaffibolli.

Megi Moggabloggið drukkna í­ Mogga-kaffibolla!

3 Responses to “Mogginn og netið”

 1. Már Örlygsson skrifar:

  Viðbrögð Moggans voru þau að senda lögfræðinga á viðkomandi einstaklinga og saka þá um “ritstuld”!!!!!!

  Þar sem ég tengdist þessu máli að hluta, þá finnst mér rétt að leiðrétta þessa fullyrðingu. Hún er röng.

  Mogginn sendi enga lögfræðinga á einn eða neinn. Hins vegar setti starfsmaður Morgunblaðsins sig í­ samband við Bjarna Rúnar og bað hann vinsamlegast að hætta smí­ði og dreifingu þessara RSS skráa með fyrirsögnum Mbl.is, því­ þeir teldu hana varða við höfundalög (þ.e. að fyrirsagnir og vefslóðir Mbl.is væru sjálfsstætt höfundarréttarvarið hugverk í­ eigu Moggans).

  (ístæðan var sú að á þessum tí­ma var Mbl að bisa við að *selja* sambærilega fyrirsagnaþjónustu til stærri vefsvæða – og sá fram á að verða af þeim tekjum ef allir gætu bara notað ókeypis RSSið hans Bjarna á rss.molar.is)

  Við Bjarni skiptumst á nokkrum tölvupóstum við Morgunblaðið og fórum að lokum á fund þeirra, heyrðum þeirra sjónarmið og útskýrðum okkar, og enduðum að lokum á að skrifa opið bréf til yfirstjórnar Morgunblaðsins þar sem okkar afstaða kom fram.

  Ég held að Morgunblaðsmenn hafi í­ kjölfarið verið bæði upplýstari og jákvæðari í­ garð netsins (og RSS) – a.m.k. heyrðum við Bjarni ekki meira frá þeim varðandi þetta.

 2. Stefán skrifar:

  Jæja, það er þó ágætt að fá þessa leiðréttingu. Sagan var meira krassandi þegar ég heyrði hana. Leiðinlegt að eyðileggja góðar frásagnir með staðreyndum.

  En það er rétt, Mbl. var á köflum með sérkennilegar hugmyndir um tekjulindir. Á sí­num tí­ma töluðu yfirmenn blaðsins um að gagnasafnið yrði góð tekjulind, því­ hægt yrði að selja gamla efnið fyrir góðan pening. Ekki varð nú mikið úr því­.

 3. pallih skrifar:

  Best var thegar mogginn aetladi ad selja netleiki.

  Allir ad borga 100 kall fyrir ad spila Tetris i klukkutima.