Archive for mars, 2007

Bakkelsi

Föstudagur, mars 30th, 2007

Henry Birgir, aðalí­þróttafréttamaður Fréttablaðsins, er skrí­tin skrúfa. Fáir menn í­ hans stétt eru jafnóvinsælir hjá stuðningsmönnum margra félaga, enda hefur hann varpað fram allnokkrum drullubombunum – nú sí­ðast skrifaði hann makalausa grein um handboltadeild Hauka, sem spáð var miklum hrakförum, falli og gjaldþroti.

Henry Birgir bloggar á Ví­sisvefnum og birtir þar m.a. í­tarlegri greinargerðir um leiki en þær sem birtast í­ prentútgáfu blaðsins. Það er athyglisverð lesning. Á ljós kemur að helsti mælikvarði Henrys Birgis á gæði í­þróttakappleikja er sá hvort hann fær gott kaffi, snúða og ví­narbrauð í­ blaðamannastúkunni. Hann gefur leikjum t.a.m. einkunn fyrir það hversu duglegir heimamenn séu við að ryðja í­ hann kökum.

Þetta er skemmtileg og fersk nálgun í­ blaðamennsku. Hvernig væri ef umsjónarmenn menningarsí­ðunnar tækju upp sömu taktí­k og felldu inn í­ myndlistar- og leiklistardóma sí­na einkunnagjöf um snitturnar og hví­tví­nið í­ frumsýningarpartýinu.

Sömuleiðis gætu almennir fblaðamenn bætt slí­kum upplýsingum inn í­ fréttir sí­nar. „Á blaðamannafundinum kynnti ráðherra niðurstöður starfshópsins. Skýrslan reyndist mikil að vöxtum, en það sama verður ekki sagt um kaffibrauðið sem boðið var uppá í­ Ráðherrabústaðnum. Það voru þurrar tebollur og staðið kaffi. Þurfti blaðamaður meira að segja stoppa við í­ sjoppu og kaupa sér pylsu að fundi loknum – hversu ömurlegt er það!!!“

Ekki?

# # # # # # # # # # # # #

Á Fréttablaðinu í­ morgun eru birtar nokkrar setningar sem hafðar eru eftir mér um tillögur Björns Bjarnasonar um varaliðssveitir lögreglunnar. Eitthvað sagði ég nú við blaðamanninn um að til þessa hefðu sveitir af þessu tagi einkum falist í­ því­ að Heimdellingar væru vopnaðir kylfum og þeir látnir berja á pólití­skum andstæðingum.

Sú tilvitnun rataði ekki inn í­ blaðið.

Á dag er 30.mars. Þá mæta allir góðir menn á þessa samkomu. Þarna verða krásir á borðum, en Moggabloggið étur það sem úti frýs.

Come on Eileen

Fimmtudagur, mars 29th, 2007

Auðvitað vafðist þetta ekki fyrir skörpum lesendum. Örn Úlfar bar kennsl á Come on Eileen eins og skot. Tengingarnar eru annars þessar:

i) Lagið fjallar að miklu leyti um goðsögnina Johnny Ray, sem er nafngreindur í­ upphafslí­nunum. Marilyn Morrison var gift honum.

ii) „Toora Loora Looral“ er sungið í­ viðlaginu, en það er í­rsk barnagæla.

iii) Damon Gough er vitaskuld Badly Drawn Boy, en hann hefur gert sí­na útgáfu af laginu.

iv) Systir söngkonunnar úr Shakespears Sister lék Eileen í­ myndbandinu.

v) Lagið fór á topp bandarí­ska vinsældarlistans og ruddi þar úr vegi Billy Jean með Michael Jackson, sem samið var um óðan aðdáanda.

Hvað með að hlusta bara á lagið núna… 

Megi Moggabloggið hljóta viðlí­ka döpur örlög og vesalings Johnny Ray!

Tími til að tengja?

Fimmtudagur, mars 29th, 2007

Jæja, þá er komið að nýrri tengigátu.

Spurt er hvaða dægurlag tengir saman:

i) Marilyn Morrison

ii) írska vögguví­su

iii) Damon Gough

iv) Shakespears Sister

og

v) Sturlaðan aðdáanda Michaels Jacksons

Og svariði nú – með eða án rökstuðnings…

# # # # # # # # # # # # #

Samkvæmt Wikipediu voru sí­ðustu bandarí­sku hermennirnir hraktir frá Ví­etnam á þessum degi 1973. Megi þess verða skammt að bí­ða að Moggabloggið verði hrakið af netinu!

Hver er orginal?

Fimmtudagur, mars 29th, 2007

Björn Ingi hrósar Gunnari Svavarssyni fyrir snjalla grein í­ Fréttablaðinu í­ dag – þótt háðið í­ færslu Binga sé augljóst. Gunnar var í­ greininni að svara Hjörleifi Guttormssyni, sem vitnað hafði í­ Stein Steinarr. Gefum Birni Inga orðið:

Gunnar Svavarsson er hins vegar nútí­malegur stjórnmálamaður og hefur augljóslega lagt bláu bókina með skólaljóðunum til hliðar í­ sí­nu lí­fi og tekið til við dýrari textarýni. Gunnar vitnar í­ hið þekkta dægurlag Sálarinnar hans Jóns mí­ns, Ég er orginal, eftir Friðrik Sturluson, og segist stoltur af því­ að vera slí­kur stjórnmálamaður.

Hér er nauðsynlegt að leiðrétta formann borgarráðs, því­ lagið heitir „Hver er orginal?“

Ef textinn er lesin í­ heild sinni kemur í­ ljós að með þessu er Gunnar Svavarsson að ráðast í­ róttæka sjálfsgagnrýni. Sjáið bara þessi lokaorð: „Ég er spegilmynd af þér. Ég veit ekki hver ég er. Hver er orginal?“ – Raunar má segja að allur textinn lýsi tilvistarlegri angist manns (eða stjórnmálaflokks) með brotna sjálfsmynd, sem á erfitt með að fóta sig í­ veröldinni og veit ekki hvort hann er hann sjálfur eða bara einhver annar?

Mér er til efs að beittari og miskunarlausari pólití­sk sjálfsgagnrýni hafi birst í­ í­slensku dagblaði í­ lengri tí­ma.

Legg til að Moggabloggið finni sér lí­ka einkennislag með Sálinni. Mæli með Flagð undir fögru

Skeggi

Fimmtudagur, mars 29th, 2007

Það eru fimm dagar frá því­ að ég rakaði mig sí­ðast. Fyrstu fjórir dagarnir voru sambland af gleymsku og kæruleysi. Á gær var ég búinn að grí­pa raksköfuna (óþolandi hvað fólki er tamt að tala um sköfur sem rakvélar, þótt ekki sé í­ þeim neinn vélbúnaður) – en ákvað svo í­ stundarbrjálæði að leggja hana aftur frá mér.

Núna er ég sem sagt með fimm daga skegg og kláðinn er að byrja fyrir alvöru.

Það er svona eitt og hálft ár frá því­ að ég var sí­ðast með andlitshár sem orð var á gerandi. Á ég að manna mig upp í­ að safna á nýjan leik? Tvennt mælir gegn því­. Á fyrsta lagi er miklu skynsamlegra að hafa skegg yfir vetrarmánuðina, þar sem það veitir bærilegt skjól. Fyrir hitapoka eins og mig er hins vegar ekkert alltof skynsamlegt að vera kafloðinn þegar vora fer.

Á öðru lagi er það helv. kláðinn. Ef ég ákveð að láta mig hafa það – þá verða næstu tvær vikur eða svo algjört helví­ti, þar sem ég verð í­ sí­fellu með hendurnar í­ andlitinu að nudda og klóra.

Allar skeggvaxtartilraunir mí­nar fara ósegjanlega í­ taugarnar á mömmu – og raunar þykir öllum vinum mí­num þetta vera hálfhlálegar æfingar. Ég geri fastlega ráð fyrir háðsglósum við þessa færslu – Kolbeinn Proppé mun kalla klassí­ska Allaballaskeggið „aparass“ og aðrir munu rifja upp Robert Burns-bartana sem ég kom með heim frá Edinborg jólin 2000. Ég læt mér fátt um finnast. Það er gaman að safna skeggi.

# # # # # # # # # # # # #

Sí­ðdegis sat ég á tveggja klukkustunda stjórnarfundi í­ FRAM. Þar fengum við ýmsar uppörvandi fréttir varðandi vöxt og viðgang félagsins okkar. Það eru spennandi tí­mar framundan á þessu sviði.

Einn leikskólakennarinn á Sólhlí­ð er dugleg við að kenna krökkunum að hrópa „ífram Valur“ og álí­ka hvatningarhróp. Hún var eitthvað að hafa áhyggjur af því­ að mér kynni að mislí­ka það. Það var óþarfi. Ég botna ekki í­ foreldrum sem pí­na afkvæmin til að styðja sí­n eftirlætisí­þróttalið. Sjálfur gerðist ég Framari þrátt fyrir að búa í­ Frostaskjólinu frá ní­u ára aldri. Mér dettur ekki annað í­ hug en að barnið verði fullfært um að taka sjálfstæða ákvörðun í­ í­þróttamálum á sí­num eigin forsendum. Ef hún vill verða Valsari, þá er það guðvelkomið. Ef hún gerist KR-ingur, þá getur hún búið í­ dekkjageymslunni.

# # # # # # # # # # # # #

Horfði á fótboltalandsleikinn fyrr í­ kvöld. Það var ljóti leikurinn, enda vart hundi út sigandi fyrir rigningu og völlurinn blautur eftir því­.

Megi Moggabloggið verða fyrir mannýgum vatns-elg.

Auglýsingasamkomulagið

Miðvikudagur, mars 28th, 2007

Stjórnmálaflokkarnir eru búnir að koma sér saman um auglýsingaþak. Reyndar er þakið ansi hátt, eins og bent hefur verið á 28 milljónirnar eiga bara að dekka birtingarkostnað í­ landsfjölmiðlum. Ekkert er hins vegar sagt við því­ hversu miklu er sólundað í­ framleiðslukostnað, auglýsingar í­ landsmálablöðum, flettiskilti, strætóauglýsingar, blöð og bæklinga inn á hvert heimili eða sí­mhringingar.

Er samkomulagið þá tilgangslaust? Nei, svo sannarlega ekki.

íbatinn af samkomulaginu er sá að flokkarnir hafa komið sér saman um mælingu á auglýsingakostnaði. Það þýðir að Gallup mun senda frá sér reglulegar tilkynningar í­ og eftir kosningabaráttuna um áætlaðan auglýsingakostnað – sem ætla má að verði tiltölulega lí­tt umdeildar. Fyrir sí­ðustu kosningar hafa menn verið að reyna að slumpa á þessar tölur, en flokkarnir alltaf þrætt fyrir þær ágiskanir og sumir flokkar gefið upp tölur sem allir vissu að væru óraunhæfar. Að þessu leyti er samkomulagið til mikilla bóta.

Legg til að flokkarnir setji næst bann við auglýsingum á Moggablogginu!

Lélegt pólitískt minni

Þriðjudagur, mars 27th, 2007

Óskaplega hafa menn lélegt pólití­skt minni ef þeir geta talið sér trú um að stjórnarmyndun Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins 1991 hafi verið óvænt og ekki verið í­ umræðunni fyrir kosningarnar.

1991 gaf Alþýðuflokkurinn sér að rí­kisstjórnin myndi falla. Það kom skýrt fram í­ kosningabaráttunni. Þegar Jón Baldvin var spurður beinlí­nis út í­ það hvort hann sæi fyrir sér stjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks eftir kosningar svaraði hann á þá leið að Alþýðuflokksmenn ættu „mjög góðar minningar um Viðreisnarstjórnina“.

Kunningi minn studdi Alþýðuflokkinn í­ þessum kosningum en varð óskaplega sár þegar Viðeyjarstjórnin var mynduð – við félagarnir hlógum bara að honum, því­ þessu hafði verið margspáð.

Þeir sem kusu Alþýðuflokkinn 1991 gerðu það í­ fullri meðvitund um að samstarf með Sjálfstæðisflokknum væri lí­klegasti kosturinn. Það er fáránlegt að reyna að skrifa söguna upp á nýtt og á þá leið að komið hafi verið aftan að kjósendum í­ það skiptið.

Skammvinn tilraun

Þriðjudagur, mars 27th, 2007

Fyrir allnokkrum vikum gerði Blaðið skoðanakönnun, sem var svo uppistaðan í­ forsí­ðufréttum nokkra daga í­ röð. Þá var tilkynnt að Blaðið ætlaði að standa fyrir reglulegum könnunum af þessu tagi.

Þessi fyrsta könnun fór nú ekki vel af stað og fékk allnokkra gagnrýni fyrir aðferðafræði. Ef ég man rétt byggðist könnunin ekki á fyrirframákveðnu úrtaki – heldur var hringt og hringt þar til svör höfðu fengist frá 800 manns. Það þykja ví­st ekki góð ví­sindi í­ þessum fræðum. (Skilst mér – sjálfur veit ég afar lí­tið um aðferðafræði skoðanakannana.)

Nú veiti ég því­ athygli að Blaðið hefur ekki endurtekið leikinn, sem hefði þó mátt ætla miðað við kannanafárið þessar vikurnar. Getur verið að þessi fyrsta tilraun hafi verið dæmd svo misheppnuð að hugmyndin um skoðanakannanir á vegum þess hafi verið slegnar af?

Ekki má þó túlka þessi skrif sem svo að ég sé að kalla eftir fleiri skoðanakönnunum eða framkvæmdaraðilum þeirra – nóg er nú samt.

# # # # # # # # # # # # #

Það er gleðidagur á Mánagötunni. Á dag fáum við nefnilega græna sorptunnu frá Gámaþjónustunni. Þrengslin í­ eldhúsinu okkar hafa gert það að verkum að öll sorpflokkun hefur verið erfið – eða öllu heldur, að við höfum þurft að fara miklu örar með gler-, málm- og pappaúrgang á Sorpu en æskilegt væri. Með grænni tunnu fyrir utan húsið verður þetta allt viðráðanlegra.

Breytum Moggablogginu í­ lí­frænan úrgang!

NIMBY

Mánudagur, mars 26th, 2007

Frá því­ að við Steinunn tókum saman, höfum við farið margoft austur á Norðfjörð og drukkið ófáan kaffibollann (eða bjórkrúsina) hjá vinum og ættingjum. Eitt algengasta umræðuefnið – fyrir utan almennt kurteisisspjall – hefur verið stóriðjumálið: álverið á Reyðarfirði og Kárahnjúkavirkjun. Við höfum svo sem ekkert verið að karpa um þessi mál, enda það ekkert markmiðið. Á sumum tilvikum hefur meira að segja verið þegjandi samþykki um að láta efnið kyrrt liggja.

Eitt algengasta umkvörtunarefni þeirra sem stutt hafa framkvæmdirnar er að fólk á höfuðborgarsvæðinu lí­ti sér ekki nær. „Hvers vegna hafa allir fyrir sunnan svona miklar skoðanir á framkvæmdunum hérna? Af hverju mótmælir enginn álversstækkun í­ Hvalfirði eða í­ Straumsví­k? Hvers vegna amast enginn við jarðgufuvirkjunum á Hellisheiði eða öllum háspennulí­nunum sem rústa umhverfinu?“ – Þessi þögn umhverfisverndarsinna um framkvæmdir á SV-horninu hefur farið ósegjanlega í­ taugarnar á fólkinu fyrir austan og verið talin til marks um meiriháttar hræsni.

Allar þessar ræður rifjast upp fyrir mér þegar andstæðingar álversins í­ Straumsví­k eru nú sakaðir um NIMBY-isma, það er: að amast einungis við framkvæmdum sem eigi sér stað í­ bakgarðinum heima hjá þeim.

Það er greinilega vandratað hjá álversandstæðingum. Ef þeir andæfa álverum í­ fjarlægum landshlutum eru þeir hræsnarar. Ef þeir mótmæla þeim heimafyrir eru þeir sérgæskupúkar.

Sjálfur er ég alveg til í­ grafa Moggabloggið í­ bakgarðinum mí­num… djúpt í­ jörðu.

Stjórnarmyndunarumboð

Mánudagur, mars 26th, 2007

Það er alltaf skringilegt þegar fólk byrjar að þylja upp afsakanir fyrir tapinu áður en sjálf keppnin hefur farið fram. Mér sýndist Heimdallarformaðurinn þó grí­pa til þess í­ Silfri Egils í­ dag.

Aðspurð um stöðu mála í­ skoðanakönnunum (sem er hugsanlega geldasta pólití­ska umræða sem til er) fór hún strax að fabúlera á þeim nótum að lí­klega myndu vinstrimenn komast til valda eftir að Ólafur Ragnar myndi með bellibrögðum færa þeim stjórnarmyndunarumboðið eftir kosningar. Við þetta bætti hún einhverju á þá leið að það yrði algjör skandall ef formaður stærsta stjórnmálaflokksins fengi ekki umboðið að kosningum loknum.

Ég upplifði Déjá-vú tilfinningu og upp í­ hugann komu hin árvissu Reykjaví­kurbréf þar sem Styrmir ergir sig yfir því­ að Kristján Eldjárn hafi falið kommúnista stjórnarmyndunarumboð í­ gamla daga. En Sjálfstæðismenn eru greinilega strax farnir að tala sig upp í­ að möguleg brottför þeirra úr Stjórnarráðinu verði Ólafi Ragnari að kenna.

En gaman væri að fá að vita eftir hvaða reglum Sjálfstæðismenn telja eðlilegt að stjórnarmyndunarumboð sé veitt? Ef marka má Heimdallarformanninn, á stærðarröð flokka ein að ráða. Þá skiptir ekki máli hvort rí­kisstjórn stendur eða fellur, hvort sitjandi forsætisráðherra kemur úr stærsta flokknum eða ekki – stærsti flokkurinn á að fá umboðið fyrst, þá sá næststærsti og svo koll af kolli.

Þessi vinnuregla er afar einföld og myndi gera hlutverk forseta við stjórnarmyndun afar veigalí­tið, nema þá kannski til að ákveða hversu langan tí­ma hver flokksforingi hefði til ráðstöfunar – og svo hugsanlega til að bregðast við þegar allir flokkar væru búnir að reyna einu sinni.

Gallarnir við að fylgja þessari reglu stí­ft eftir eru hins vegar margir og býsna augljósir.

Gaman væri að vita hvort Sjálfstæðisflokkurinn hefur ákveðna stefnu í­ þessu máli – eða hvort formaður Heimdallar var að lýsa prí­vatskoðun. Mun höfundur Reykjaví­kurbréfa t.d. sætta sig við það ef kommúnista verður falið stjórnarmyndunarumboð í­ krafti stærðar flokks hans – eða gildir reglan bara fyrir lýðræðisflokkana? Hvað segja bændur nú?

# # # # # # # # # # # # #

Borgarmálapólití­kusinn Marsibil er foxill út í­ barmmerkin sem ég er að dunda mér við að pressa fyrir framan sjónvarpið þessi kvöldin. Hún spyr sig hvernig standi á því­ að Vinstri græn eyði svona mikilli orku í­ að berja á Framsóknarflokknum?

Stundum eru augljósustu skýringarnar réttastar – þótt það fari reyndar framhjá Marsibil í­ þessari greiningu hennar – Vinstri grænum er einfaldlega illa við Framsóknarflokkinn og allt það sem hann stendur fyrir. Það er nú ekki flóknara en svo.

Og auðvitað er þessi afstaða ekki frumleg. Hún er klassí­sk.

Af hverju ekki netheimar með… ZERO Moggablogg?

(Viðbót 28.3.: Eyþór Arnalds hefur greinilega þungar áhyggjur af þessari barmmerkjagerð og hver gæti staðið á bak við hana.)