Archive for maí, 2007

Kveðjustund

Fimmtudagur, maí 31st, 2007

Jæja. Þá er útgáfu Múrsins lokið.

Sjálfur átti ég á sí­num tí­ma hugmyndina að því­ að ráðast í­ að stofna pólití­skt vefrit og var meira að segja búinn að ákveða nafnið áður en ég fór að hafa orð á þessu við aðra. Kveikjan að Múrnum var sú staðreynd að ég var farinn að eyða sí­fellt meiri tí­ma á hverjum degi í­ að ergja mig á ruglskrifum eða -umfjöllun um pólití­k. Öll sú orka sem maður var farinn að setja í­ að skrifa pirringslega tölvupósta um þessi efni þurfti að finna sér jákvæðari farveg.

Ég hafði í­ sjálfu sér ekki hugmynd um neitt sem sneri að hinni tæknilegu hlið málsins og talaði því­ fyrst við Palla Hilmars – sem er tölvunörd, en við höfum verið vinir frá því­ í­ gaggó. Ég var ekki viss um að anarkistinn Páll myndi eiga mikla samleið með sósí­alistunum sem ég sá fyrir mér í­ ritstjórn og þess vegna var ekki ljóst hvort hann myndi koma inn í­ hópinn eða bara hjálpa okkur að ýta þessu úr vör. Þessar áhyggjur urðu óþarfar og góður vinskapur tókst milli Palla og allra hinna í­ hópnum, þótt auðvitað hafi menn orðið misnánir.

Um þessar mundir bjuggum við Steinþór Heiðarsson í­ sömu blokk á Hringbrautinni, hittumst oft og ræddum um pólití­k. Við Sverrir Jakobsson vorum í­ miklu sambandi og sátum langdvölum á Næsta bar. Kolbeinn og írmann voru sömuleiðis augljósir kostir í­ þessa fyrstu ritstjórn.

írmann rekur söguna vel í­ kveðjugreininni. Hann, ég og Palli hættum fyrstir í­ ritstjórninni – en þá var Kata Jakobs búin að bætast í­ hópinn fyrir allnokkru. Á þeim tí­mapunkti töluðum við Palli fyrir því­ að vefritið yrði lagt niður. Ekki vegna þess að við værum á nokkurn hátt ósáttir við Múrinn, heldur einmitt vegna þess að okkur þótti vænt um hann. Ég var alltaf þeirrar skoðunar að við ættum ekki að gefa vefritið út lengur en svo að við hefðum ennþá gaman af þessu – skrifin máttu ekki verða að kvöð.

Hin fjögur í­ hópnum vildu halda áfram. Nýir einstaklingar komu að Múrnum. Þar var t.d. Finnur Déllsen góð viðbót. Ætli hann eigi ekki drjúgan skerf af bestu greinunum frá þessu sí­ðasta tí­mabili í­ sögu vefritsins?

Gullöld pólití­sku vefritanna er liðin. Mikilvægi þeirra lá í­ því­ að vera fersk rödd í­ pólití­skri umræðu. Þegar Vef-Þjóðviljinn, Múrinn, Kreml og einhverju leyti Frelsi (í­ ritstjórn Björgvins Guðmundssonar) börðu hvert á öðru fyrir svona fimm árum sí­ðan – rataði umræðan oft inn í­ hina almennu fjölmiðla. Á pólití­skum umræðuþáttum eða dagblöðum var oft ví­sað í­ skrif af pólití­sku vefritunum, sem skrifuð voru af ungu fólki sem í­ fæstum tilvikum gegndi miklum embættum innan stjórnmálaflokkanna.

Þessi tí­mi er liðinn. Þótt sum þessara vefrita komi ennþá út, gerist það sárasjaldan að skrif á þeim vettvangi hafi mótandi áhrif á stjórnmálaumræðuna. Þeir dálkar dagblaðanna sem áður sinntu þessum óháðu pólití­sku vefritum eru nú helgaðir vefskrifum atvinnustjórnmálamanna – þingmanna og borgarfulltrúa. Þetta er synd, því­ atvinnustjórnmálamennirnir hafa næg önnur tækifæri til að koma sí­num sjónarmiðum á framfæri.

Að sumu leyti hefur bloggið ýtt vefritunum úr sviðsljósinu. Það er lí­ka synd, því­ styrkur góðs vefrits umfram bloggsí­ðu felst einmitt í­ ritstýringunni. Enn hef ég ekki séð það einstaklingsblogg sem nær almennilegu vefriti að gæðum.

Palli rekur á sí­ðunni sinni ýmsa þætti varðandi tæknihlið Múrsins. Endilega kí­kið á það. Ég tek undir lokaorðin – Múrspaðarnir eru svo sannarlega ekki hættir. Múrinn er dauður, lengi lifi Múrinn!

Móralska spurningin

Miðvikudagur, maí 30th, 2007

Sumum finnst gaman að velta fyrir sér siðfræðiþrautum. Búum til eina slí­ka:

Hugsum okkur að við séum farsæll stjórnmálamaður, krati sem er loksins kominn aftur í­ ráðherrastól eftir langa bið. Undir ráðuneytið fellur meðal annars skrifstofa jafnréttis- og vinnumála. Fyrstu dagana í­ embætti gengur eitt og annað á. Erlend rí­kisstjórn sér t.d. ástæðu til að senda hingað sendiherra sinn til að kanna fregnir af ómanneskjulegum vinnuaðstæðum. Um svipað leyti stí­ga fram vitni sem staðhæfa að einelti og kynferðisleg áreitni sé látin viðgangast á einhverjum stærsta vinnustað landsins, þar sem verið er að byggja á vegum hins opinbera.

Á ljósi þessara forsenda, hvert af eftirtöldu yrði okkar fyrsta verk í­ embætti:

i) Að mæta strax á framkvæmdasvæðið og krefjast þess að fá að kanna aðstæður með eigin augum.

ii) Að skipa fyrir um rannsókn á því­ hvort ásakanir um stofnanabundið kynþáttamisrétti og kynferðislegt ofbeldi í­ skjóli rí­kisfyrirtækis eigi við rök að styðjast.

eða

iii) Að taka upp helsta kosningamál Frjálslynda flokksins í­ útlendingamálum – þó þannig að starfsmannaleigurnar missi nú örugglega ekki spón úr aski sí­num.

Skemmtilegar svona siðfræðiþrautir…

# # # # # # # # # # # # #

Ég hefði betur sleppt því­ að blogga um Höfðaborgina og sprengingarnar þar. Skrif mí­n hafa reitt verktakana til reiði og þeir sprengja nú sem aldrei fyrr. Rúðurnar í­ húsinu hafa nötrað í­ dag. Við erum þó örugglega 500 metra grunninum. Vei þeim sem búa t.d. á Rauðarárstí­gnum eða staffinu í­ Lögreglustöðinni.

Megi reiði verktakanna beinast að Moggablogginu í­ staðinn.

Lok, lok og læs

Miðvikudagur, maí 30th, 2007

Er ekki ástæða til að óska Jóni Magnússyni til hamingju núna? Nokkurn veginn eina áþreifanlega atriðið í­ hinni alræmdu útlendingastefnu Frjálslynda flokksins gekk út á að afar brýnt væri að virkja frestunarákvæði varðandi komu Rúmena og Búlgara hingað til lands.

Á kosningabaráttunni stóðu allir aðrir flokkar að því­ að skjóta niður málflutning Frjálslyndra í­ þessu efni og bentu á að furðulegt væri að nýta frestunarákvæði einmitt þegar þensla væri í­ landinu og nálega full atvinna – við þær aðstæður værum við sérstaklega vel í­ stakk búin að taka á móti nýjum hópum vinnandi fólks.

Hvað hefur breyst á mánuði úr því­ að ný rí­kisstjórn gerir það eitt sitt fyrsta verk að loka á fólk frá þessum ágætu Balkanrí­kjum?

Reyndar verður undanþága frá þessu – Rúmenar og Búlgarir geta unnið hér ef þeir koma í­ gegnum starfsmannaleigur. Starfsmannaleiguvæðingin heldur áfram – að þessu sinni undir stjórn jafnaðarmanna. Óskaplega er það eitthvað ömurlegt.

Bjórinn í skápnum

Miðvikudagur, maí 30th, 2007

Gunni þingmannsfrú skammar mig reglulega fyrir að blogga of mikið um viskýið sem ég drekk. Segist verða viðþolslaus við lesturinn og stökkva út á galeiðuna í­ stað þess að sinna heimsspeki og fjölskydulí­fi.

Hann hefur hins vegar aldrei bannað mér að skrifa um bjórbirgðir heimilisins. Birgðastaðan á þeim bænum er reyndar með besta móti um þessar mundir.

Ég er hættur að kaupa bjór í­ áldósum fyrir heimilið. Það er reyndar óskaplega freistandi að gera það þegar maður býr í­ í­búð með lí­tið geymslupláss – þá er svo auðvelt að kremja dósirnar niður í­ ekki neitt og láta langt lí­ða milli endurvinnsluferða. Núna er ég á sí­felldum þeytingi með tómar flöskur í­ dósakúlur. Hvers vegna er ekki almennilegt skilagjald á þessu – eins og t.d. í­ Danmörku. Ef flaskan gæfi t.d. þrjátí­ukall myndi dæmið horfa töluvert öðruví­si við.

En það eru önnur rök fyrir flöskukaupunum. Þegar Steinunn eignaðist Ólí­nu hafði það í­ för með sér ýmis ófyrirséð áhrif á lí­kamsstarfsemina, t.d. breyttist smekkur hennar varðandi ýmsa þætti í­ mataræði. Fyrir óléttu drakk Steinunn oft bjór, jafnt úr flösku eða dós heima fyrir eða af krana á börum. Á dag lí­tur hún ekki við öðru en flöskubjór (og þá í­ litlum mæli). Dósir má hún ekki sjá – og það dugir tæpast þótt ég helli bjórnum í­ glas í­ næsta herbergi… Bjórinn skal drukkinn úr flösku og af stút. (Jamm, konan er augljóslega snar – en hvað get ég gert, ég elska hana samt.)

Fyrir vikið er alltaf til kippa af tékkneskum Budwar í­ í­sskápnum fyrir Steinunni (og mig eftir föngum). Við hlið hennar hefur sí­ðustu mánuði alltaf verið tiltæk kippa af Kalda, tékkneska bjórnum frá írskógsströnd. Ég kolféll fyrir þessum bjór eiginlega strax í­ upphafi. Hann minnir mig alltaf á Pilsner Urquell sem ég held mikið uppá. Það er einfaldlega frábært að Íslendingar hafi loksins lært að brugga góðan bjór – og ekki er lakara að það sé gert í­ smábæ á landsbyggðinni en ekki í­ verksmiðju uppá Höfða.

Frá og með deginum í­ dag er lí­ka að finna dökkan Kalda í­ í­sskápnum. Þessa afurð rakst ég í­ fyrsta sinn á í­ rí­kinu seinnipartinn – og þetta er dúndurbjór! Það getur vel verið að ég sé að brjóta lög um áfengisauglýsingar með þessu – en þið sem lesið þessa sí­ðu og kunnið að meta bragðmikinn tékkneskan bjór, farið í­ næstu íTVR-verslun og kaupið þennan bjór. Þetta er fullorðins!

Fyrir utan þessa fastagesti luma ég á tveimur tegundum af belgí­skum Chimay – sem er besti bjór í­ heimi. Bjórgæðingarnir meta þann með bláa miðanum meira (og hann er vissulega góður) en ég er sökker fyrir standardnum, þeim með rauða miðanum. Stöku sinnum kaupi ég mér þriðju týpuna, þann hví­ta – en þótt hann sé góður eru hinir enn betri. Verðið er bara algjör geðveiki fyrir svona litlar flöskur. Helv. áfengisgjaldið fer svona með belgí­sku bjórana.

Bjórinn í­ flöskunni: dökkur Kaldi

Andinn í­ glasinu: Ardbeg

Tónlistin í­ græjunum: Morrissey, Bona Drag.

Megi Moggabloggið sötra Egils Gull.

Síðasta greinin

Þriðjudagur, maí 29th, 2007

Á dag birtist þessi grein eftir mig á Múrnum. Þetta verður væntanlega sí­ðasti Múrpistillinn minn, en það er orðið talsvert langt sí­ðan ég hætti í­ ritstjórninni. Ætli ég hafi náð meira en fimm greinum sí­ðasta árið? Stundum var það vikuskammturinn í­ gamla daga.

Sprungurnar

Mánudagur, maí 28th, 2007

Fyrir rúmlega einu og hálfu ári var eldhúsið á Mánagötunni tekið í­ gegn. Á leiðinni reif ég niður skáp milli eldhússins og gangsins svo eftir stóð stórt gat. Upp í­ þetta gat var múrað svo veggurinn yrði sléttur og fí­nn.

Núna er veggurinn farinn að springa. Svo sem ekkert stórvægilega og sprungurnar eru ekki margar – en þær lengjast og þeim fjölgar.

Auðvitað geta sprungur myndast af ýmsum ástæðum og það er ekkert óeðlilegt við að sprungur komi fram eftir nokkra mánuði í­ nýjum vegg, en við erum nokkuð viss um í­ hverju skýringin liggur: Höfðaborginni.

Eins og allir sem keyrt hafa fram hjá Borgartúninu vita, er þar kominn grí­ðarstór gí­gur í­ jörðina sem á að hýsa fáránlega stóran bí­lastæðakjallara og undirstöður fyrir skýjakljúfa. Þegar verið er að sprengja klöppina nötrar Norðurmýrin.

írni bókbindari heitinn, sem bjó í­ húsinu á móti okkur, var öllum stundum úti í­ garðinum sí­num og þekkti hvern krók og kima í­ þessum hluta hverfisins. Raunar var hann svo fróður um allt varðandi húsin í­ nágrenninu að fólk leitaði til hans varðandi ráð um hvar lagnir væri að finna o.þ.h.

Bókbindarinn fullyrti að fjöldinn allur af sprungum á sí­nu húsi og annarra væri afleiðing af Höfðaborgarsprengingunum. Við hin gátum svo sem ekkert sagt af eða á – ekki man ég hvaða sprungur var hvar að finna þegar ég flutti inn…

Nú búum við fjári langt frá sprengigí­gnum í­ Borgartúninu. Hvernig ætli ástandið sé þá hjá þeim sem nær eru? Á næsta nágrenni eru t.d. hús sem eflaust eru mörg hver með gamlar klóaklagnir. Það er ekki lí­till biti fyrir húseiganda ef klóakið fer í­ sundur – og varla ber byggingarverktakinn nokkra ábyrgð.

Á ljósi þessarar reynslu er ég vægast sagt lí­tið spenntur fyrir „Hlemmi-plús“, hugmyndum um að ryðja burtu húsunum í­ Meðalholtinu (eða hvað þessi gata með gömlu ölgerðinni heitir) og koma þar upp háum húsum með miklum bí­lakjöllurum. Hver verða áhrifin af þeim sprengjukonsertum fyrir gömlu húsin í­ Norðurmýrinni sem sum hver eru orðin býsna lúin?

Megi Moggabloggið fara niður með einni dýnamí­thleðslunni í­ Höfðaborginni.

Spuni

Sunnudagur, maí 27th, 2007

Það hefur verið merkilegt að fylgjast með spunanum úr röðum Samfylkingarinnar í­ tengslum við stjórnarmyndunina á dögunum.

Fyrstu dagana var miklu púðri varið í­ að kenna VG-fólki um að ekki hafi komið til tals að mynda þriggja flokka miðju/vinstristjórn. Þannig hafi forystumenn í­ VG slegið þennan möguleika út af borðinu og gott ef Össur Skarphéðinsson kallaði formann Vinstri grænna ekki guðföður rí­kisstjórnarsamstarfsins. Jafnframt mátti skilja á Samfylkingarfólki að Framsóknarmenn hefðu hæglega getað reynst nýtur samstarfsflokkur – ef ekki hefði verið fyrir stí­flyndi VG.
Þessi túlkun var sérkennileg frá fyrsta degi. Samkvæmt henni hefði Samfylkingin verið nánast óvirkur gerandi í­ atburðum sí­ðustu vikna. íkvarðanir hennar hefðu í­ raun ekki verið teknar á forsendum flokksins og forystufólks hans, heldur verið afleiðingar af ákvörðunum annarra stjórnmálaflokka og -leiðtoga. Málflutningur af því­ tagi væri eðlilegur frá flokki í­ bullandi vörn. Fátt í­ tengslum við þessa stjórnarmyndun benti til að sú væri raunin. Hafi niðurstaðan mætt andspyrnu innan flokksins, hefur tekist að halda því­ leyndu fyrir fjölmiðlum – og hvað viðbrögð annarra flokka varðar, voru þau fyrst og fremst til málamynda. Mér dettur ekki í­ hug ný rí­kisstjórn í­ Íslandssögunni sem fengið hefur jafnléttvægar skammir frá nýrri stjórnarandstöðu við myndun sí­na.

Þegar þessar staðreyndir runnu upp fyrir Samfylkingarfólki, var hafist handa við að vinda ofan af spunanum. Nú er sagan farin að taka á sig þá mynd að það hafi ekki verið Steingrí­mur Joð eða Ögmundur sem hafi slegið af hugmyndir um þriggja flokka miðju/vinstristjórn – heldur hafi það einmitt verið Samfylkingin eða Ingibjörg Sólrún sem komst að þeirri niðurstöðu að slí­k stjórn væri ekki á vetur setjandi (ekki hvað sí­st vegna ósamlyndis VG og Framsóknar). Guðni ígústsson tekur reyndar undir þessa söguskýringu í­ viðtali í­ Blaðinu um helgina, þar sem hann segir Samfylkinguna hafa ákveðið að vonlaust væri að koma á slí­kri stjórn – nema Guðni telur að sú niðurstaða hafi byggst á að VG væri glataður flokkur en feli ekki í­ sér dóm yfir Framsóknarmönnum.

Það er kúnstugt að á hálfri viku hafi spuninn í­ kringum stjórnarmyndunina snúist í­ nálega 180 gráður. Það sem var í­ fyrstu kynnt til sögunnar sem illvirki Vinstri grænna og til marks um slæmt hugarfar þeirra – er nú orðin skynsamleg ákvörðun Samfylkingarinnar tekin af vel yfirlögðu ráði. Það er spuni í­ lagi!

Verst er að Össur Skarphéðinsson situr uppi með að hafa gefið sjálfum sér einkunnina „guðsonur Steingrí­ms Joð“ – það er nokkuð sem honum gæti reynst erfitt að klóira sig útúr sí­ðar.

# # # # # # # # # # # # #

East Stirlingshire hafnaði í­ neðsta sæti skosku deildarkeppninnar fimmta árið í­ röð. Nú liggur fyrir að ef félagið nær ekki að lyfta sér úr botnsætinu á næsta tí­mabili verður því­ ví­sað úr deildinni. Þessi tí­ðindi hljóta að hryggja stuðningsmenn Manchester United, því­ Alex Ferguson byrjaði jú þjálfaraferil sinn þarna.

# # # # # # # # # # # # #

Á kvöld var ég leynigestur á skemmtilegri samkomu. Kannski meira um það sí­ðar.

# # # # # # # # # # # # #

Mí­nir menn í­ Sevilla hanga enn í­ Real Madrid og Barcelona. Ekki hef ég þó mikla trú á að bæði lið tapi stigum í­ næstu tveimur leikjum.

Af hverju Sevilla? Tja – ætli það sé ekki frá því­ að Dasayev var í­ markinu þar…

# # # # # # # # # # # # #

Steinunn er með magakveisu og Ólí­na ljótan hósta.

Þið megið giska hvers ég ætla að óska Moggablogginu að þessu sinni…

Bláir sokkar

Miðvikudagur, maí 23rd, 2007

Fékk í­ hendur 25 ára afmælisblað Knattspyrnufélagsins Vals. Á forsí­ðunni er mynd af Íslandsmeistaraliði Vals frá 1930.

Rak augun í­ að Valsmenn eru á þessum árum í­ bláum sokkum við rauða og hví­ta búninginn. Er þetta upphaflegi búningurinn og hvenær skyldi það hafa verið aflagt?

Megi Moggabloggið lenda í­ vondum tí­skuráðleggingum…

Týndur pólitíkus

Þriðjudagur, maí 22nd, 2007

Almennt séð er alltaf betra að hafa HJíLM á hausnum – nema maður búi á Flateyri…

(Ókey – vondur djókur, en það þurfti bara einhver að láta hann flakka.)

Lí­f fólksins á Flateyri er í­ uppnámi. Aðalvinnustaðurinn stefnir í­ lokun og ekkert nema fjöldaatvinnuleysi blasir við. Að óbreyttu geta í­búarnir þó huggað sig við jarðgöngin til ísafjarðar, án þeirra væru húsin þeirra alveg verðlaus.

Ég hef hlustað á nokkra umræðuþætti í­ útvarpi og sjónvarpi um stöðuna á Flateyri. Einar Oddur hefur vitaskuld verið tekinn tali. Einar Guðfinnsson, Kristinn H. Gunnarsson, Karl V. Matthí­asson og Guðjón Arnar Kristjánsson sömuleiðis. En ég minnist þess ekki að nokkur hafi kallað til Illuga Gunnarsson.

Slí­kt viðtal væri þó þeim mun áhugaverðara í­ ljósi þess að fyrir nokkrum vikum vað Illugi í­ viðtali við Jóhann Hauksson í­ Morgunhananum á Útvarpi Sögu. Hann var spurður talsvert út í­ kvótakerfið og áhrif þess á hinar minni sjávarbyggðir.

Illugi setti á langa tölu um reynslu sí­na frá Flateyri – hvernig menn hefðu hér fyrr á árum krafist sértækra aðgerða fyrir Vestfirði og kveinkað sér undan kerfinu. Með tí­ð og tí­ma hafi menn látið af barlómnum og væri Hjálmur á Flateyri glæsilegt dæmi um það hvernig fyrirtæki sem kynnu að laga sig að umhverfinu gætu dafnað.

Hvar er Illugi núna?

# # # # # # # # # # # # #

Fyrir margt löngu fetti ég fingur út í­ að fólk sem aldrei hefði sest á Alþingi titlaði sig varaþingmenn og nefndi Björn Inga, minn gamla félaga úr sagnfræðinni, sem dæmi um það. Bingi svaraði fyrir sig og benti á að landskjörstjórn hefði sent honum skipunarbréf upp á varaþingmennskuna. Þar með var ég kveðinn í­ kútinn.

Á dag fékk Steinunn svo skipunarbréf upp á að vera 2. varaþingmaður VG í­ Rví­k-norður. Þrátt fyrir skjalið á ég bágt með að éta orð mí­n alveg ofan í­ mig. Einhvern veginn finnst mér það bara vera plat-varaþingmaður sem aldrei sest á þing. Hvernig er það annars með þennan Alþingisvef – hvers vegna er þar ekki að finna æviágrip varaþingmanna sem tekið hafa sæti? Á þessu þarf að vinna! Hér geta 2-3 góðir sagnfræðingar fengið aukapening!

Annars tek ég eftir því­ að landskjörstjórnarmenn hafa allir undirritað skipunarbréfin eigin hendi – væntanlega bæði frumritið í­ skjalasafn þingsins og eintakið sem fulltrúunum er sent. Það eru u.þ.b. 250 undirskriftir á mann!

Megi Moggabloggið fá bæði skrifkrampa og sinaskeiðabólgu.

Adam var ekki lengi í paradís

Þriðjudagur, maí 22nd, 2007

Hann var sérkennilegur, þátturinn í­ kvöld sem fjallaði um hugmyndir ví­sindamanna um að finna mætti frum-manninn – Adam, ef svo mætti segja. Tilgátan gengur út á að stökkbreyting í­ einum einstaklingi hafi haft slí­k áhrif að hægt sé að tala um að á þeim tí­mapunkti hafi nútí­mamaðurinn orðið til. Út frá þessari kenningu var svo seilst nokkuð langt í­ skemmtilegum tilraunum til að gera sér í­ hugarlund hvernig þessi „Adam“ hafi getað litið út og hvernig tungumál hans hefði getað hljómað.

Látum áreiðanleika ví­sindanna í­ þessum þætti liggja á milli hluta – í­ sjónvarpsþáttum af þessu tagi þurfa menn oft að stytta sér leið.

Undarlegra var þó að sjá hversu langt höfundarnir gengu í­ öllu Adams-talinu. Það sem byrjaði eins og sakleysisleg myndlí­king var að lokum farið að hljóma fullbókstaflega. Handritshöfundarnir lögðu greinilega ofurkapp á að matreiða þessa þróunarsögu á þann hátt að í­ raun stangaðist hún ekki á við frásögn Mósebókar af sköpun mannsins.

Á ví­sindasögunni má lesa ótal frásagnir af ví­sindamönnum fyrri alda sem dönsuðu lí­nudans í­ framsetningu kenninga sinna og gættu þess að orða þær þannig að trúarleg yfirvöld gætu fellt sig við það. Mér varð hugsað til þessara dæma meðan á þættinum stóð og þróunarkenningunni var troðið með skóhorni innan ramma sköpunarsögunnar – og frásögn Biblí­unnar nánast notuð sem rök fyrir ágæti ví­sindakenningarinnar.

# # # # # # # # # # # # #

Á sunnudagskvöldið skrúfaði ég saman bókahillu frá IKEA. Markmiðið er að reyna að koma skikki á gesta/draslherbergi heimilisins, með það að markmiði að barnið geti komið sér upp leiksvæði.

Sí­ðast þegar ég setti svona hillur saman fann ég fyrir ofnæmisviðbrögðum, fékk dúndrandi hausverk og lagðist í­ bælið. Minnugur þeirrar reynslu reyndi ég að vera sem minnst með nefið oní­ verkinu, stóð reglulega upp til að fá mér ferskt loft og þvoði mér vel og vandlega um hendurnar. Allt kom fyrir ekki.

Þegar ég vaknaði í­ morgun var ég með dúndrandi hausverk og gat með herkjum drattast fram úr bælinu og skutlað Ólí­nu í­ leikskólann (á bakaleiðinni þurfti ég að stoppa bí­linn og kasta upp). Ég skreið aftur upp í­ rúm, svaf til klukkan hálf þrjú og vaknaði með þynnku- og þreytutilfinningu.

Megi Moggabloggið anda að sér helví­tis eiturlí­mgufunum frá IKEA.