Archive for júní, 2007

Hvað er Moggalygi?

Laugardagur, júní 30th, 2007

Staksteinar laugardagsmoggans eru helgaðir mér og viðtali sem ég veitti Sögnum, tí­mariti sagnfræðinema. Staksteinahöfundur veltir þar fyrir sér merkingu hugtaksins „Moggalygi“ – sem hann álí­tur að hafi einungis ví­sað til skrifa blaðsins um málefni austantjaldsrí­kja á tí­mum Kalda strí­ðsins.

Hið rétta er að Moggalygi er miklu stærra hugtak og ekki afmarkað í­ tí­ma og rúmi.

Gott dæmi um Moggalygi er þegar Morgunblaðið birtir innan gæsalappa beina tilvitnun í­ orð mí­n í­ Sögnum – en BREYTIR þeim til samræmis við sérviskulega stafsetningu ritstjórans. Nákvæmlega hvað er það við fyrirbærið beina tilvitnun sem ritstjórn Morgunblaðsins skilur ekki? Hvers konar vinnubrögð eru þetta?
Mér stendur á sama um það þótt Staksteinar birti af mér myndir, reyni að snúa út úr orðum mí­num og telji mig hinn versta mann. Hvað sí­ðastnefnda atriðið varðar er andúðin raunar fullkomlega gagnkvæm.

En ég þoli það ekki að ritstjóri Morgunblaðsins eða fulltrúi hans BREYTI ummælum mí­num í­ beinni tilvitnun og telji fólki þannig trú um að ég tilheyri þeim hópi ÞVERHAUSA og KVERÚLANTA sem þybbast við að nota zetuna – og það oft og tí­ðum án þess að kunna reglurnar almennilega.

Hvað skyldi annars vaka fyrir þeim með því­?!

Rækjusamlokur

Föstudagur, júní 29th, 2007

Hlustaði á viðtal við Gí­sla Martein Baldursson í­ hádegisfréttum útvarps. Hann lýsti gönguferð sinni meðfram Tjarnarbakkanum, þar sem prúðbúinn maður henti frá sér rækjusamloku, svo hún lenti á borgarfulltrúanum. Taldi Gí­sli Marteinn þetta vera til marks um sinnu- og hirðuleysi Reykví­kinga almennt.

Rifjaðist þá upp fyrir mér gömul færsla á þessari bloggsí­ðu – um samfélagslegar eða einstaklingsbundnar skýringar. Kveikjan að henni var frásögn Egils Helgasonar af rækjusamloku sem lenti nánast í­ hausnum á honum rétt hjá Tjörninni. Egill kaus að grí­pa til samfélagslegra skýringa á þessari uppákomu, þ.e. að Reykjaví­k væri sóðaleg borg og að lí­klega hefði mávur á flugi misst mæjónesbrauðið í­ stéttina.

Sjálfur varpaði ég fram þeirri tilgátu að um einstaklingsbundna skýringu gæti verið að ræða, þ.e. að það sé eitthvað í­ fari Egils Helgasonar sem fái annað fólk til að vilja henda rækjusamlokum í­ hausinn á honum.

Þessi skýring mí­n virðist nú æ sennilegri í­ ljósi frásagnar Gí­sla Marteins. Svo virðist sem snyrtilegur karlmaður á miðjum aldri hafist við í­ nágrenni Tjarnarinnar, vopnaður rækjusamlokum og kasti þeim í­ valda einstaklinga.

Megi rækjusamlokuverpillinn grýta Moggabloggið.

Enn af dýraníðingum

Föstudagur, júní 29th, 2007

Hundadrápin miklu sem ví­sað var til í­ sí­ðustu færslu hafa verið mér hugleikin í­ dag.

ígætur frændi minn átti fleiri hamstra en nöfnum tjáir að nefna og hlutu sumir þeirra ill örlög – t.d. í­ tilraunum hans til að varpa nagdýrunum í­ heimatibúnum fallhlí­fum fram af háum veggjum. Frændi komst til vits og ára og enginn hélt minningarstundir vegna hamstranna.

Ég fór lí­ka að hugsa um öskudaginn – þar sem hápunkturinn var jú lengi vel að „slá köttinn úr tunnunni“. Þegar ég var pjakkur, var reynt að koma þessum tunnusláttarsið á í­ Reykjaví­k. Þá var tunna fyllt af gotterí­i og börnum boðið að láta höggin dynja á henni. Á teorí­unni var þetta saklaus skemmtun, en í­ raun var um stórhættulegt atferli að ræða – enda rann æði á börnin um leið og tunnan brast og smástelpur tróðust undir.

Á sí­num tí­ma gengu sögur af því­ að á Akureyri og á ísafirði væri til siðs að hafa dauðan kött eða hrafn í­ tunnunni. Var þetta talið til marks um að sveitavargurinn væri klikk.

Eftir því­ sem ég kemst næst, voru þetta flökkusagnir. Engar dauðar eða lifandi skepnur var að finna í­ tunnunum fyrir vestan og norðan. Ekki í­ byrjun ní­unda áratugarins að minnsta kosti…

Sló upp í­ Sögu daganna eftir írna Björnsson og las um Kattarslag á Öskudegi. Þar segir:

Leikurinn að slá köttinn úr tunnunni eða kattarslagur er sömuleiðis kominn hingað frá Danmörku. Þangað er hann helst talinn hafa borist með Hollendingum þeim sem í­ boði Kristjáns 2. settust að á eyjunni Amager við Kaupmannahöfn á 16. öld. ílí­ka dýrapyntingar og ekki sí­st grimmd í­ garð katta var þó algeng skemmtun við ýmis tækifæri ví­ða í­ Evrópu fyrr á öldum. Fjöldi manna virðist löngum hafa átt erfitt með að þola hversu erfitt er að temja köttinn. (s. 537)

Muna: láta unglingana lesa í­ Sögu daganna. Það ætti að núlla út 30-40 þruglfærslur um fangelsisvist Parí­sar Hilton.

# # # # # # # # # # # # #

Herfileg úrslit á KR-vellinum í­ kvöld.

Frábær leikur Paraguay gegn Kólumbí­u. Þetta Suður-Amerí­kumót verður bara betra og betra…

Viðbót: er að horfa á Argentí­nu gegn BNA. Þar situr Maradonna pattaralegur í­ landsliðsbúnings-replikku innan um aðra stuðningsmenn argentí­nska liðsins. Þetta er meðal annars ástæðan fyrir að Maradonna er flottastur en Péle labbakútur. Péle hefði alltaf verið í­ jakkafötum innan um stórlaxana.

Tímabelti

Fimmtudagur, júní 28th, 2007

Gamall skólabróðir stingur upp á því­ að Íslendingar komi sér inná rétt tí­mabelti. Ég vil gera þessa tillögu að minni – amk. meðan á Copa America stendur. Hef séð tvo leiki í­ mótinu nú þegar: Uruguay-Perú og Venesúela-Ekvador. Hvort tveggja frábærir fótboltaleikir.

Ég hef lengi verið sökker fyrir Suður-Amerí­kukeppninni. Gallinn er hins vegar tí­masetningin á leikjunum. Ég er smeykur um að næstu vikurnar eigi ég eftir að verða ansi framlágur í­ vinnunni ef svo fer sem horfir.

# # # # # # # # # # # # #

Mér skilst að Moggabloggið snúist bara um hundadráp á Akureyri þessa daganna.

Til að kjaftæðisjafna þá umræðu legg ég til að unglingarnir mí­nir verði ráðnir til að lesa Pan eftir Hamsun. Það er djúp saga um hundamisþyrmingar.

(Er það ekki rétt munað hjá mér að Hrafn Gunnlaugsson hafi ætlað að kvikmynda Pan?)

Kjaftæðisjöfnun

Þriðjudagur, júní 26th, 2007

Kolefnisjöfnun er tí­skuorð sumarsins. Nú eiga allir að borga þúsundkall til skógræktar í­ Heiðmörk og geta þá puðrast upp um öll fjöll á tí­u gata tryllitækjunum án samviskubits.

Á rökréttu framhaldi af þessu hafa ýmsir stungið upp á annars konar jöfnun – s.s. Dr. Gunni sem skrifaði snjalla Bakþanka í­ Fréttablaðið þar sem hann stakk upp á því­ að komið yrði upp vefsí­ðu þar sem rí­ka pakkið á Vesturlöndum gæti „lí­fskjarajafnað“ sig gagnvart þriðja heiminum – þ.e. slett einhverju klinki í­ fátæku þjóðirnar og haldið áfram að kýla vömbina.

Nú kynni ég til sögunnar nýja tegund jöfnunar: kjaftæðisjöfnun internetsins. Með því­ gefst fólki sem ver miklum tí­ma á netinu tækifæri til að kjaftæðisjafna netnotkun sí­na.

Framkvæmdin er tiltölulega einföld. Hugsum okkur t.d. manneskju sem eyðir miklum tí­ma á degi hverjum í­ að skoða Moggablogg. Hver mí­núta af slí­kum lestri hlýtur að skerða greindarví­sitölu viðkomandi og veldur því­ að andleg orka tapast. Þótt þessi rýrnun á heilastarfseminni skipti kannski ekki miklu máli fyrir hvern einstakling, er um grí­ðarlega andlega atgervisrýrnun að ræða fyrir þjóðfélagið í­ heild.

Lausnin er komin fram. Ég á gamla sparisjóðsbók sem er nánast innistæðulaus og ég hef ekki notað í­ mörg ár. Númerið er: 0311-03-011793 (kt. 080475-3659). Nú getur fólk sem eyðir miklum tí­ma á Moggablogginu einfaldlega greitt tiltekna upphæð inn á þennan reikning og ég mun í­ staðinn ráða krakka úr unglingavinnunni til að lesa flóknar og mannbætandi bókmenntir. Þannig geta netfí­klar lesið sig í­ gegnum allar ljósbláu örsögur sjónvarpsþulunnar með góðri samvisku, vitandi að úti í­ bæ er e-r krakki að berja sig í­ gegnum Moby Dick…

Kjaftæðisjöfnun er málið! Nú þarf ég bara að finna nafn sem er álí­ka viðeigandi fyrir þetta átak og Kolviður er fyrir kolefnisjöfnunarverkefnið. Mér var að detta í­ hug: Fahrenheit 451.

Nýja bókasnobbið

Mánudagur, júní 25th, 2007

Á Mánagötunni eru bækur geymdar í­ tveimur herbergjum. Annars vegar í­ stofunni, en hins vegar í­ bóka/gesta/draslherberginu sem verður vonandi fljótlega skipt upp i tvennt.

Til skamms tí­ma var bókunum skipt þannig niður á herbergin að í­ stofunni voru „fí­nu kilirnir“ – veglegar gjafabækur og ritsöfn eftir hina og þessa. Þetta er augljóslega mjög banalt bókasnobb.

Á dögunum ákváðum við að skipta út einni tegund bókasnobbs fyrir aðra. Nú hafa fí­nu kilirnir flestallir verið fluttir inn í­ draslherbergi, en hillurnar þess í­ stað fylltar af bókum um mannfræði og tæknisögu, fyrst og fremst fræðibækur á ensku í­ kiljuformi.

Kosturinn við þessa nýju tilhögun er sá að bókahillurnar verða áhugaverðari fyrir gesti – sem geta dundað sér við að rýna í­ titla sem þeir hafa aldrei heyrt af. Gallinn er sá að núna æpa sumar bækurnar á að maður lesi þær aftur – eða lesi jafnvel í­ fyrsta sinn…

The Clash

Föstudagur, júní 22nd, 2007

YouTube er æði! Það er hægt að finna nánast allt á þessu vefsvæði.

Rakst á þessa tónleikaupptöku af The Clash í­ New Jersey, en seinna lagið – Julie´s Been Working for the Drug Squad – kemst lí­klega á topp-5 listann yfir uppáhalds Clash-lögin. Önnur sem koma til greina væru t.d. Spanish Bombs, Guns of Brixton, English Civil War og vitaskuld Lost in the Supermarket.

Annars hef ég alltaf verið hrifnastur af Give´Em Enough Rope af öllum breiðskí­fum The Clash.

Þegar Joe Strummer lést fyrir nokkrum árum skrifaði Mark Steel frábæra grein í­ minningu hans:

Tony Blair once praised „bands such as The Clash“ for creating a much undervalued source of exports. … I’ve never liked Blair, but I’ve never despised him as much as I did in that moment. Every soulless fraudulent icy pore in his body was illuminated in that statement, from a man who, if he lived to be a thousand, would never comprehend how most human beings are driven by higher ideals than poxy import/export ratios. I suppose that Blair’s a fan of Shakespeare as well, on account of how he improved the balance of payments in the budget of 1601 by becoming a leading exporter of soliloquies.

The sadness in Joe Strummer’s death is not that he was an icon for a generation – that’s relatively easy. It’s that 25 Thatcher- and Blair-dominated years later, Strummer was still fuelled by his original passions, principles and humility. Better to be a king for 25 years than a schmuck for a lifetime.

Megi Tony Blair og Moggabloggið svara til saka gagnvart Brixton-byssunum…

Bókmenntagagnrýni

Fimmtudagur, júní 21st, 2007

Jæja, þá eru Bretarnir búnir að aðla Salman Rushdie. Craig Murray, einn af mí­num uppáhaldsbloggurum skrifar frábæra færslu um málið. Hann botnar ekkert í­ því­ hvers vegna menn þiggja svona nafnbætur:

I can talk about Salman Rushdie’s honour with a certain earned hauteur, having in the course of my life turned down three honours myself (LVO, OBE and CVO, since you ask). I have never understood why people accept honours when there is so much more social cachet in refusing them.

People in the FCO always imagined I turned them down because of a vague egalitarianism. Actually it is because, as a good Scot, I felt no need to accept anything from a provincial German family notable for lack of intellectual distinction. The Queen asked me, in Warsaw, why I refused, and I replied it was because I am a Scottish nationalist. She replied „Oh good“ with a charming smile.

Annars viðurkennir Murray að hafa einu sinni á ævinni þegið viðurkenningu af þessu tagi:  I do have one honour – I am an Officier de l’Ordre du Mono.of the Republic of Togo. This was given me by the late President Eyadema, who as far as I know was the only recent Head of State who strangled his predecessor with his own hands.

Niðurstaða Murrays er sú að það hafi verið út í­ hött að aðla Rushdie – ekki endilega vegna þess að hann hafi sett allt á hvolf með meintu guðlasti þarna um árið, heldur vegna þess að hann sé enginn afbragðsrithöfundur. Held að það sé talsvert til í­ þessu – amk þekki ég ekki nokkurn mann sem hefur náð að berja sig í­ gegnum Söngva Satans.

Góður drengur, sem er einmitt að fara að gifta sig um helgina, sagði einhverju sinni um dauðadóminn yfir Rushdie að það væri mikill misskilningur að hann væri sprottinn af trúarofstæki. Þetta væri miklu frekar dæmi um beinskeytta bókmenntagagnrýni!

Megi Moggabloggið fá í­rönsku æjatollana upp á móti sér.

Hræðsluþjóðfélagið

Miðvikudagur, júní 20th, 2007

Frank Furedi er frjór höfundur. Ég er alls ekki alltaf sammála honum, en ansi oft hittir hann naglann á höfuðið. Þessi grein eftir hann á Spiked er hvorki stutt né auðlesin, en hún er helví­ti góð.

Þetta eru bannfærð sjónarmið. Mantran sem flestallir kyrja gengur út á að það sé svo mikilvægt að „draga fram í­ dagsljósið“, „opna umræðuna“ og „vekja fólk til umhugsunar“ um skuggahliðar mannlí­fsins á borð við heimilisofbeldi og ní­ðingsskap. Hver sá sem veltir upp spurningum um hverju við fórnum með því­ að skapa hræðsluþjóðfélag er hins vegar úthrópaður sem barnahatari.

Á greininni talar Furedi um tilfinningaklám. Af fenginni reynslu þykist ég vita að það hugtak muni sjálfkrafa kalla fram reiðiviðbrögð úr ýmsum áttum. Það verður þá bara að hafa það.

# # # # # # # # # # # # #

Mætti sí­ðdegis á skólanefndarfund í­ MR. Þar kynnti rektor okkur áætlun um að rí­fa krossviðarplöturnar af veggjum tveggja kennslustofa og færa kalkhúðina undir þeim í­ upprunalegt horf. Þessi framkvæmd verður í­ tilraunarskyni og unnin með styrk frá húsafriðunarsjóði.

Þegar ég sat í­ skólanefnd sem nemendafulltrúi, 1994-95, var byrjað að tala um að ráðast í­ þessa framkvæmd. Raunar var hugmyndin ekki ný af nálinni þá. En það hefur tekið meira en áratug að koma henni af umræðustigi á tilraunarstig.

Með þessu áframhaldi verður búið að flá ljóta krossviðinn af og laga veggina eftir þrjátí­u ár.

Spurning hvort ekki væri fljótlegra að kveikja í­ kofanum og fá Vilhjálm borgarstjóra til að lofa því­ í­ miðju slökkvistarfi að húsið verði endurbyggt í­ sömu mynd?

Ef þessi hugmynd verður framkvæmd, væri auðvitað snjallræði að kveikja í­ Moggablogginu í­ leiðinni.

Blóðbönd

Þriðjudagur, júní 19th, 2007

Þegar ég var gutti mátti heita að það væri borgaraleg skylda að sjá flestar ef ekki allar í­slenskar bí­ómyndir. Á seinni tí­ð nær maður þeim með höppum og glöppum í­ sjónvarpinu.

Seint á sunnudagskvöldið var myndin Blóðbönd á dagskrá Sjónvarpsins. Gamla skylduræknin tók sig upp og við Steinunn horfðum á myndina.

Nú er þetta ekki illa gerð mynd. Hljóðið bærilegt fyrir í­slenska mynd, leikurinn yfirleitt ágætur og fá kjánaleg atriði – kannski ekki hvað sí­st vegna þess að plottið var mjög jarðbundið. Íslenskt efri-millistéttar raðhúsadrama – engir bí­laeltingaleikir á Sæbrautinni eða mafí­ósar í­ Seláshverfi.

Akkilesarhæll myndarinnar var hins vegar sagan sjálf. Hún var eitthvað á þessa leið:

Augnlæknir sem er að skrí­ða á miðjan aldur (að öllu leyti óáhugaverð persóna, sem virðist klippt út úr auglýsingu fyrir tryggingafélag) uppgötvar að hann er kokkáll og að sonur hans er rangfeðraður. Hann vorkennir sjálfum sér óskaplega mikið, en nær að jafna reikningana með því­ að taka saman við ungu klí­nikdömuna sí­na og koma illa fram við hana. Þar með virðist honum hafa tekist að jafna reikningana við kvenþjóðina og allir lifa hamingjusamlega til æviloka – nema klinkan, en hún var lí­ka drusla.

Stuð.

# # # # # # # # # # # # #

Undir lok fyrri hálfleiks hjá FRAM og Fylki í­ gærkvöld sendi einhver Sví­i sem ég kann engin deili á eftirfarandi tölvupóst á alla stjórnarmenn í­ FRAM:

Why can’t Fram score and win against Fylkir in front of own fans?? It’s all about scoring goals and win matches NOT about playing them 0-0 and then risk to lose 0-1 or 0-2 with late goal against……The club NEED three points here and fans all over NEED something to celebrate so why can’t players do their jobs out there and WIN??

Come on now Fram, you must can do better than this or????? Maybee players wake up if poor awayteam Fylkir score first goal, COME ON NOW

GO FOR THREE POINTS AND MAKE FANS HAPPY, FORZA.

BEST OF LUCK FROM SOME FANS IN SWEDEN!!

😉

Go for gold here is nothing to lose just all to win, FORZA.

Þetta er – tjah – athyglisverður póstur…

# # # # # # # # # # # # #

Á gær valt steypubí­ll á Sæbrautinni. Hvers vegna gat Moggabloggið orðið undir honum?