Archive for júlí, 2007

Frí

Mánudagur, júlí 16th, 2007

Sumarfrí­. Ekkert blogg. Ætla að reyna að fara sem minnst á netið yfirhöfuð.

Næsta færsla eftir verslunarmannahelgi.

Gjafir eru yður gefnar

Föstudagur, júlí 13th, 2007

Vef-Þjóðviljinn fjallar um þróunaraðstoð í­ pistli dagsins og þá einkum stuðning Bandarí­kjanna við rí­ki þriðja heimsins. Þar segir:

Bandarí­kjamenn eru stundum gagnrýndir fyrir að vera ekki nógu gjafmildir en þegar gjafir þeirra eru bornar saman við gjafir annarra kemur annað í­ ljós. Bandarí­ska rí­kið gefur að ví­su „aðeins“ 0,22% af þjóðarframleiðslunni í­ þróunaraðstoð en eins og áður sagði er framlag einkaaðila margföld sú fjárhæð. Bandarí­kjamenn sem heild ná því­ auðveldlega 0,7% markinu sem Sameinuðu þjóðirnar hafa sett sem markmið fyrir árið 2015.

Nafnlausu einstaklingshyggjumennirnir ljúka svo pistlinum á því­ að kyrja kunnuglega möntru um kosti einstaklingsframtaksins o.s.frv.

Vef-Þjóðviljanum til hróss setur hann tengil yfir á skýrslu Hudson-stofnunarinnar sem greinin er byggð á. íhugasamur lesandi getur því­ kynnt sér forsendurnar sjálfur.

Og í­ ljós kemur að vissulega eru framlög einstaklinga til þróunarrí­kja miklu, miklu hærri en framlög rí­kisins. Hvert skyldu svo framlögin einkum renna? Jú, til Mexí­kó, rí­kja Rómönsku Amerí­ku, Filippseyja og annarra Así­ulanda.

Af hverju skyldi Mexí­kó vera efst á blaði? Jú, skýringin er sú að langmest af „framlögum einstaklinga til þróunarrí­kja“ eru peningasendingar frá erlendu verkafólki í­ Bandarí­kjunum til sinna gömlu heimkynna. Þegar verkamaður frá El Salvador sendir hluta launa sinna heim til aldraðrar móður sinnar, færist upphæðin á þennan reikning.

Það stappar nærri ósví­fni að nota svona reikningskúnstir til að bera blak af lágum framlögum Bandarí­kjamanna til þróunaraðstoðar. Eða telja menn kannski rétt að lí­ta svo á að í­slenska þjóðin sé orðin stikkfrí­ þegar kemur að þróunaraðstoð vegna þess að vegna þess að innflytjendur frá Ví­etnam eða Tælandi séu duglegir að senda peninga til ættingja í­ gamla landinu? Auðvitað ekki!

# # # # # # # # # # # #

Megi Moggabloggið lenda í­ kjafti mannætugreifingja.

Gróðapungar

Föstudagur, júlí 13th, 2007

Björgvin G. Sigurðsson tjáði sig í­ hádegisfréttunum um söluna á Hitaveitu Suðurnesja. Grí­pum niður í­ fréttina á vef RÚV:

Ekki kemur til álita að mati Björgvins G. Sigurðssonar, viðskiptaráðherra að einkafyrirtæki eigi meirihluta í­ orkufyrirtækjum sem selja raforku til almennings. Hann segir að vatns og rafmagnssala til almennings eigi ekki að vera ágóðastarfssemi. Hins vegar komi til greina að einkafyrirtæki framleiði orku til stóriðju.

Seinna í­ fréttinni (sem er reyndar sleppt í­ endursögn RÚV-vefsins) sagði Björgvin að engin ástæða væri þó til að láta kaup Geysis Green á hlut rí­kisins í­ Hitaveitunni ganga til baka – enda sé þar ekki um meirihlutaeign að ræða.

Þetta á ég dálí­tið bágt með að skilja. Nú hlýtur Geysir Green að kaupa hlutabréf í­ Hitaveitu Suðurnesja í­ hagnaðarskyni, hvort sem um er að ræða meirihluta- eða minnihlutaeign. Öll eignaraðild fyrirtækisins í­ HS hlýtur að veraÂ í­ ábataskyni. Er það ekki augljóst?

Ef viðskiptaráðherra hefur það prinsip að hagnaðarvon megi ekki ráða ferðinni við rekstur veitukerfa (sem er gilt sjónarmið) þá hlýtur hann að vera á móti allri eignaraðild einkafyrirtækja. Annað er rökleysa.

Megi Moggabloggið flækjast í­ kratarökví­si.

Ofstjórnun

Fimmtudagur, júlí 12th, 2007

Hlustaði á Stöðvar 2-fréttirnar í­ bí­lnum á leið heim úr búðinni. Össur Skarphéðinsson var í­ viðtali að ræða um ofstjórnunarþjóðfélagið Ísland. Kveikjan var sú að ráðherrann hafði heyrt frétt um veitingamann á Laugaveginum sem var skikkaður til að færa til borð sem hann hafði sett í­ óleyfi út á götu.

Össur setti á mikla ræðu um ofstjórnunarþjóðfélagið sem hindraði fólk í­ að njóta þeirra fáu sólardaga sem gefast hér á landi. Svo notaði hann tækifærið til að sparka í­ rónana sem drekka áfengi á Austurvelli, meðan hið opinbera stöðvar almenning í­ að fá sér ölkrús utandyra örfáa daga á ári. Vildi ráðherra í­huga það að breyta lögum að þessu tilefni.

Þarna missti ég raunar þráðinn – enda vissi ég ekki betur en að allir barir bæjarins sem hafa borð utandyra seldu bjór. Eru einhver dæmi um það að lögreglan stöðvi kaffi- og veitingahús í­ að selja gestum sí­num bjór á gangstéttinni fyrir utan viðkomandi staði? Eða er Össur Skarphéðinsson að delera? Það væri þá ekki í­ fyrsta sinn.

Sömuleiðis væri gaman að vita hvaða veitingahús á Laugaveginum hafi verið skikkað til að færa til borð fyrir framan staðinn. E.t.v. var það barinn neðst á Laugaveginum, rétt fyrir ofan gatnamótin við Skólavörðustí­g? Þar varð ég um daginn vitni að því­ þegar kona með tví­burakerru komst ekki leiðar sinnar eftir gangstéttinni vegna borða sem stóðu nánast við gangstéttarbrún og sem almennir vegfarendur þurftu að skáskjóta sér framhjá. Er það merki um fasí­skt ofstjórnunarsamfélag að amast við slí­ku?

# # # # # # # # # # # # #

Á morgun, föstudag, kl. 17:30 verð ég spyrill á pöbba kvissinu á Grand rokk. Þangað mæta allir góðir menn.

Frelsi til að lesa

Fimmtudagur, júlí 12th, 2007

Ég les Spiked í­ hverri viku og hef gert í­ nokkur ár. Eftir því­ sem árin lí­ða verð ég stöðugt meira sammála pistlunum sem þar birtast (þótt hrokinn í­ sumum höfundunum sé hvimleiður). Nokkrar skýringar eru mögulegar á þessu. Lí­klega er ég að verða meiri anarkisti með aldrinum en minni forræðishyggjukommi. Önnur skýring er sú að þolinmæði mí­n gagnvart rugludöllum fari þverrandi. Er það heillaspor að skipta út forræðishyggju fyrir almennt mannhatur? Spyr sá sem ekki veit.

Helsti kosturinn við Spiked er hversu samkvæmt vefritið er sjálfu sér. Þar standa menn fyrir fjöldann allan af óvinsælum skoðunum, en fara aldrei eins og köttur í­ kringum heitan graut. Þar er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur, eins og er raunar plagsiður í­ flestri þjóðmálaumræðu.

Tökum klámið sem dæmi. Nú hefur verið talsvert fjallað um klámvæðinguna á sí­ðustu misserum og á köflum hefur manni virst póstlistinn hjá Feministafélaginu hverfast um klám. Flestir sem taka þátt í­ þeirri umræðu eru andsnúnir klámi. Þeir láta klám fara í­ taugarnar á sér og telja það skaðlegt. Þetta er gilt sjónarmið sem hægt er að færa rök fyrir.

En í­ stað þess að berja á Rapport, Hustler og hinum karlablöðunum sem hægt er að kaupa í­ hverri bókabúð eða klámmyndarásunum á Hótelunum eða Breiðbandinu (og takast þá á við þá sem vilja lesa Hustler eða horfa á klámmyndir á gistiheimilum) freistast margir til að taka auðvelda slaginn – ræða um barnaklám og kynlí­fsþrælkun. Þannig byggðist andstaðan við komu klámráðstefnugesta á Hótel Sögu á því­ sem viðkomandi aðilar sannarlega gera – framleiða klámmyndir – en rökin sem notuð voru gengu mikið til út á getgátur um ósönnuð afbrot – mansal og ní­ðingsskap gagnvart börnum. Það er billegt.

Það þarf ekki að velta lengi vöngum yfir því­ hvar blaðamenn Spiked hefðu staðið í­ klámráðstefnumálinu. Spiked hefur alla tí­ð tekið harða lí­nu varðandi tjáningar- og prentfrelsi og verið sjálfu sér samkvæmt. ímsir frelsispostular komu Jótlandspóstinum til varnar þegar blaðið birti skopmyndirnar af spámanninum. Það gerði Spiked svo sem lí­ka, þótt það gæti ekki stillt sig um að sparka í­ danska blaðið í­ leiðinni.

Það er auðvelt að vera hví­tur Breti og verja tjáningarfrelsið þegar það snýst um rétt dansks dagblaðs til að æra fylgismenn erlendra trúarbragða. Kúnstin felst í­ því­ að standa fast á sí­nu þegar dæminu er snúið við.

Brendan O´Neill, aðalritstjóri Spiked, fjallar í­ þessari viku um dóma sem fallið hafa yfir þremur múslimum í­ Bretlandi sem héldu úti vefsí­ðu með myndum af aftökum á föngum, upplýsingum um meðferð á sprengiefni og skrifum þar sem hryðjuverkum í­ London var fagnað. Mennirnir fengu á bilinu sex til tí­u ára dóma fyrir að tjá opinberlega skoðanir sem gætu orðið öðru fólki hvatning til að fremja hryðjuverk. Á ljósi nýlegra hryðjuverkatilrauna og dómsuppkvaðningar yfir mönnunum sem ætluðu að sprengja í­ Lundúnum í­ júlí­ 2005, hafa fáir orðið til að fetta fingur út í­ þessa dóma.

O´Neill nálgast málið ekki út frá hefðbundnum tjáningarfrelsisrökum, heldur telur þetta til marks um fórnarlambavæðingu samfélagsins, þar sem ekki er gert ráð fyrir ábyrgð og rökhugsun einstaklingsins:

The imprisonment of three computer cranks for disseminating disgusting material has further blurred the distinction between words and actions – and it has strengthened the idea that the authorities must protect the public from shocking or disturbing words and images. The real issue here is not the freedom of three losers to publish their war-wank fantasies, but the freedom of the rest of us to see, read and listen to what we please, and to make up our minds for ourselves.

Á raun snýst málið, segir O´Neill, ekki um frelsi einhvers rugludalls til að tjá vondar skoðanir sí­nar eða birta þær á prenti, heldur frelsi okkar hinna til að kynna okkur þær.

It is the flipside of the argument that far-right material must also be censored lest it cajole the white hordes into beating up some blacks and Asians. We are clearly looked upon as impressionable idiots, as attack dogs who might strike out against infidels or Jews on the command of a cyber-jihadist (if we’re a Muslim), or against Muslims and other minorities (if we’re white and working class).

Á viðauka við pistilinn bendir O´Neill á að fórnarlambavæðingin í­ þjóðfélaginu sé farin að teygja sig svo langt að sprengjumennirnir í­ Lundúnum grí­pa til hennar sem málsvarnar:

The four men are clearly well-versed in the get-out clauses of the therapy culture, where you can shrug off bad and even criminal behaviour by claiming to be a victim of prejudice or dark external forces. Their failed defence also reveals something telling about contemporary terrorism. For all the claims that these bombings are a political response to political issues – usually Iraq – in fact they look more like a terroristic version of today’s politics of victimhood.

In short? Contemporary terrorism is a ‘complaint’ more than a political strike. In this sense it fits well with today’s culture of complaint, where individuals and groups represent themselves as victims whose suffering must be recognised rather than as active agents who want to change or reshape society.

Tékkið á greininni. Hún fær mann óneitanlega til að velta vöngum.

# # # # # # # # # # # # #

Vodafone sendi mér í­ gær tilkynningu um að Sýnar-tilboðið væri fallið úr gildi. Hér eftir þarf ég að skipta beint við 365miðla ef ég vil halda Sýn. Gott og vel.

Þar með er lí­ka fallin úr gildi eina ástæðan sem ég hafði fyrir að skipta við Vodafone frekar en eitthvað annað sí­mafyrirtæki. Spurning hvort við eigum að hugsa okkur til hreyfings?

# # # # # # # # # # # # #

Ekki nennti ég að vaka eftir Argentí­nuleiknum í­ nótt, enda úrslitin fyrirsjáanleg. Þetta argentí­nska lið er með þeim flottari sem ég hef séð í­ lengri tí­ma. Mí­nir menn í­ Uruguay voru óheppnir að komast ekki í­ úrslitin. Það hefði orðið áhugaverður leikur – besta vörnin í­ Suður-Amerí­ku á móti flinkustu spilurunum.

Megi Moggabloggið lenda í­ klónum á Messi.

Álftirnar

Miðvikudagur, júlí 11th, 2007

Stöð tvö flytur frétt af því­ að álftaparið sem haldið hefur til í­ lóninu fyrir ofan írbæjarstí­flu hafi ekki sést í­ sumar. Enginn veit hvers vegna.

Þegar lí­ður á fréttina er látið að því­ liggja að þetta hljóti að tengjast pólskum eða litháí­skum farandverkamönnum… vegna þess að tja, Pólverjar éti svani?

Þessi frétt er á pari við furðufréttina sem birtist fyrir nokkrum misserum þess efnis að mávur hefði étið laxahjón og Orkuveitan hafi ekki gert neitt í­ málinu.

Megi Pólverjarnir nota Moggabloggið í­ svanagúllasið.

Meira pönk

Miðvikudagur, júlí 11th, 2007

Hvað er til ráða þegar liðið manns tapar fyrir Hafnarfjarðarhaukum í­ fótbolta?

Jú, það er hægt að dreifa huganum með því­ að hlusta á reffilegt menntaskólapönk. Love Your Money með Daisy Chainsaw. Sí­ðasta ví­nilplatan sem ég keypti mér var einmitt með þessu lagi árið 1991 eða 92. Þetta var mikið spilað þá um veturinn.

Daisy Chainsaw er löngu hætt, en lifir þó áfram í­ Queen Adreena. Það er ekki að heyra að mikið hafi breyst á þessum fimmtán árum. „Pull me under“, þriðja lagið sem þarna má hlusta á, hljómar eins og dæmigert DC-lag.

# # # # # # # # # # # # #

Á föstudaginn kemur verð ég spyrill í­ spurningakeppninni á Grand rokk. Þangað mæta allir góðir menn. Keppnin hefst kl. 17:30. Meira plögg sí­ðar.

# # # # # # # # # # # # #

Megi Moggabloggið stí­ga á naglaspýtu.

Dráp

Þriðjudagur, júlí 10th, 2007

Jæja, þá hafa Sameinuðu þjóðirnar staðfest að við í­ NATO erum að drepa fleiri almenna borgara en Talibanarnir í­ strí­ðinu í­ Afganistan. Þessar upplýsingar munu tæplega valda í­slenskum NATO-sinnum miklu hugarangri, enda telst það ví­st hræðileg menningarleg afstæðishyggja að fetta fingur út í­Â dráp okkar á fólki í­ þriðja heiminum.

NATO-rí­kin Ísland og Tyrkland vilja bæði komast í­ öryggisráð SÞ. Ég held með Austurrí­ki.

# # # # # # # # # # # # #

Fyrir þá sem komið hafa inn á skrifstofuna mí­na hljóta að það teljast mikil tí­ðindi að frétta að ég er búinn að taka til í­ henni. Það var raunar tveggja manna verk í­ heilan vinnudag, en núna er hún orðin sallafí­n og nóg borðpláss.

Elstu minnismiðar á borðinu voru 4 ára og úti í­ horni fann ég hluti sem komu hingað á safnið 2002. Er mér við bjargandi?

# # # # # # # # # # # # #

Á gær las ég stutta frásögn um hryðjuverkafárið í­ BNA 1919. Hef alltaf ætlað að kanna hvort ekki væru til almennileg sagnfræðirit um þetta efni. íbendingar vel þegnar.

Tildrög málsins voru þau að smáhópur anarkista sendi bréfasprengjur til ýmissa mektarmanna í­ bandarí­sku samfélagi. Fæstar þeirra bárust til réttra viðtakenda, þar sem ekki hafði verið greitt fullt burðargjald, en eyðileggingarmátturinn var grí­ðarlegur.

Á kjölfarið hófst mikið hryðjuverkafár þar sem þúsundir manna voru handteknir og mörghundruð innflytjendur sendir úr landi. Þeir stjórnmálamenn sem harðast gengu fram nutu mikilla tí­mabundinna vinsælda og bandarí­ska þingið kepptist við að setja lög gegn hryðjuverkum.

Sí­ðar, þegar dómstólar fóru að fjalla um kærurnar á hendur öllu þessu fólki, reyndist málatilbúnaðurinn byggður á sandi og almenningi varð ljóst að stóra samsærið væri ekki fyrir hendi.

Boðskapur sögunnar: Ekki hleypa dómstólunum í­ að fjalla um mál fólksins sem þú handtekur fyrir að plotta hryðjuverk. Lokaðu þau frekar inni í­ fangabúðum án dóms og laga.

Megi Moggabloggið fá óvænta sendingu í­ póstinum…

Seðlar

Mánudagur, júlí 9th, 2007

Sverrir er staddur í­ Skotlandi og undrar sig á gjaldmiðlinum þar. Hann segir:

Skotar hafa eigin peninga sem munu vera jafngildir hinum ensku, en myntin er eins.

Þetta er stutt færsla, en inniheldur þó tvær villur.

Hið rétta er að í­ Bretlandi er rétturinn til seðlaprentunar í­ Bretlandi ekki bundinn við einn Seðlabanka. Almennir viðskiptabankar geta því­ prentað sí­na eigin seðla og ráðið útliti þeirra. Mér vitanlega nýta engar bankastofnanir í­ Englandi þessa heimild, en a.m.k. þrí­r bankar í­ Skotlandi gera það: Bank of Scotland, The Royal Bank of Scotland og Clydesdale Bank. 1-2 bankar á Norður-írlandi gera þetta sömuleiðis, en ég veit ekki hvernig málum er háttað í­ Wales.

Þessir seðlar eru í­ teorí­unni jafngildur gjaldmiðill um allt Bretland og eru því­ ekki sérskoskir. Hins vegar geta menn lent í­ vandræðum með seðlana sí­na fyrir sunnan landamærin af þeirri einföldu ástæðu að afgreiðslufólk neitar að trúa því­ að um lögmætan gjaldmiðil sé að ræða.

Paul, hinn norður-í­rski félagi minn í­ Edinborg, lent t.d. í­ eilí­fu stappi með norður-í­rsku pundin sí­n. Fólk hélt að hann væri að greiða með í­rskum pundum.

Varðandi seinni hluta staðhæfingarinnar fer Sverrir lí­ka með rangt mál. Það eru nefnilega til nokkrar tegundir af mynt. Ef eins punds-myntin er skoðuð kemur í­ ljós að aftan á henni eru nokkrar tegundir tákna sem fara eftir svæðum í­ Bretlandi. Á Skotlandi eru flest pund með skoska þistilinn, en í­ Wales er drekinn á flestum myntum.

Megi Moggabloggið lenda í­ gengisfellingu.

Viðbót: Sló upp í­ Wikipediu. Þar er forvitnileg grein um seðlaútgáfu í­ Bretlandi. Þar segir:

Scottish banknotes are unusual in that they are technically not legal tender anywhere in the UK – not even in Scotland – they are in fact promissory notes. Indeed, no banknotes (even Bank of England notes) are now legal tender in Scotland, there being no such item defined in Scots Law. Nevertheless, like debit cards and credit cards, they are used as money because they are commonly understood and agreed to be money.

Kjarkur

Mánudagur, júlí 9th, 2007

Við í­ famelí­unni á Mánagötunni teljumst heiðingjar samkvæmt Þjóðskrá. Það þýðir að við beygjum okkur ekki undir þrælasiðferðið sem Kristlingarnir boða, þvert á móti erum við vinir vina okkar og óvinir óvina okkar. Markmiðið er að ala heimasætuna upp í­ þessum anda.

Nú skal viðurkennt að Ólí­na er ekki kjarkaðasta barnið sem sögur fara af. Hún er raunar hálfgerð raggeit, sem myndi aldrei hætta sér út í­ ófærur. Þetta er ótví­ræður kostur í­ uppeldi, því­ við höfum aldrei þurft að hafa miklar áhyggjur af því­ að barnið hætti sér í­ miklar ógöngur, þótt hún sé látin eftirlitslaus í­ stundarkorn.

Um daginn gladdi stelpan þó hjarta okkar og staðfesti að hún hefur herra- en ekki þrælasiðferði.

Við vorum stödd í­ Kjarrhólmanum hjá annarri ömmunni og leiðin lá út á róluvöll. Ólí­na sá rennibrautina úr fjarska og byrjaði strax að þylja möntruna: „Ólí­na fara í­ rennibraut“ (bara aðeins smámæltara).

Eftir því­ sem við nálguðumst rennibrautina jukust brýningarnar. „Ólí­na fara í­ rennibraut“. Þegar komið var upp að brautinni tók barnið til við að klifra upp og þuldi í­ sí­fellu: „Ólí­na geta, Ólí­na geta, Ólí­na geta…“ – þar til komið var upp í­ topp. Þá leit hún niður og sá að það var fjári langt til jarðar.. „Ólí­na vilja ekki“ – og svo var klifrað aftur niður.

Svona gekk þetta nokkrum sinnum. „Ólí­na geta, Ólí­na geta – Ólí­na vilja ekki“. Aldrei renndi hún sér niður, alltaf sneri hún við á miðri leið – en eftir stendur að Ólí­na GETUR rennt sér niður – hún VILL bara ekki gera það…

Þetta er í­ hnotskurn munurinn á herra- og þrælasiðferði.

# # # # # # # # # # # # #

Leikir kvöldsins í­ Suður-Amerí­kukeppninni voru furðuójafnir. Er alvarlega að spá í­ að vaka eftir leik Uruguay og Brasilí­u á þriðjudagskvöld, en verð þá varla til stórræða í­ vinnunni á miðvikudaginn.