Archive for ágúst, 2007

Nuclear

Föstudagur, ágúst 31st, 2007

Það hljómar alltaf jafnskringilega þegar George W. Bush talar um kjarnorkuvopn og segir orðið „nuclear“ – og ber það fram „njú-kú-le-ar“ en ekki „njúkler“. Þetta er oft haft til sannindamerkis um að forsetinn sé málhaltur fáviti.

Hið rétta í­ málinu er ví­st að „njú-kú-le-ar“ mun vera fullgildur framburður á orðinu – og jafnvel rí­kjandi framburður á mörgum stöðum.

Þetta höfum við aðdáendur Morrissey náttúrlega vitað lengi – enda þekkja allir lagið „Everyday is like Sunday“ (sem er lí­klega næstbesta lag sem Morrissey hefur sungið, Smiths-árin meðtalin).

Það er samt alltaf pí­nkulí­tið skrí­tið að hlusta á lagið og heyra goðið syngja: „Come Armageddon. Come on njú-kú-le-ar war…“

Samviskuspurningin

Föstudagur, ágúst 31st, 2007

Samviskuspurning vikunnar er einföld:

Hvort er ömurlegra að –

i) vilja vera hinn nýi Jakob F. ísgeirsson…

eða

ii) að takast ekki einu sinni að vera það?

Vatnsveitinga-mylna

Miðvikudagur, ágúst 29th, 2007

Rakst á stórmerkilega klausu í­ fágætu blaði, Tí­manum frá 6. júlí­ 1872 á Tí­maritavefnum frábæra. Þar er rætt um vatnsveitingamyllu Magnúsar Jónssonar í­ Bráðræði, „er hann hefir keypt sjer fyrir 50 rd. (eða rúmt gripverð)“. Vélin er sögð einföld og á færi í­slenskra smiða að búa til:

…það er hægt að flytja hana út einum stað í­ annan til áveitinga, og sje hún sett í­ læk, tjörn eða pitt, getur hún, þegar góður kaldi er, malað vatninu upp svo hátt, að undir vatnið má leggja stærra eða minna svæði eptir því­ sem til hagar með hallann.

Gaman væri að vita meira um þessa vatnsdælu sem hér er lýst. Ætli þetta hafi verið vatnshrútur eða annars konar apparat? Hvað ætli Lagnafréttir Moggans hafi um málið að segja?

KKK og sjálfshjálparbækurnar

Miðvikudagur, ágúst 29th, 2007

Ég hef áður hrósað bók Rons Jonsons: Them – Adventures with extremists. Þetta er einhver fyndnasta bók sem ég hef lesið – amk. fyndnasta bók sem ég hef lesið um fólk sem aðhyllist samsæriskenningar (sem vissulega þrengir hringinn nokkuð).

Á gær rifjaði ég upp einn besta kaflann í­ bókinni, þar sem höfundur lýsir fundi sí­num með þáverandi leiðtoga Ku Klux Klan, sem kepptist við að bæta í­mynd samtakanna með hjálp sjálfshjálparbóka – þar sem áhersla er lögð á að styrkja jákvætt hugarfar en draga úr neikvæðum málflutningi. Þannig var talsverð áhersla lögð á að félagsmenn mættu hvorki nota orgin negro eða nigger.

Þegar Ron Jonson skildi við Ku Klux Klan-mennina var óljóst hvernig hinum almenna félagsmanni myndi takast að tileinka sér hina jákvæðu hugmyndafræði leiðtogans, sem miðaðist greinilega að því­ að tryggja völd hví­ta kynstofnsins með því­ að breyta KKK í­ Rotary-klúbb. Ætli honum hafi ekki verið sparkað fljótlega? Það getur varla verið mikið fútt í­ að vera í­ kynþáttahatarasamtökum sem reyna að uppræta neikvæða strauma…

Sko til!

Þriðjudagur, ágúst 28th, 2007

Úrslit kvöldsins komu gleðilega á óvart. Sunderland stillti upp nokkuð sterku liði, 7 byrjunarmenn sem léku í­ sí­ðasta deildarleik smkv. einhverri heimild, engu að sí­ður rúlluðum við þeim upp – 3:0.

Bell skoraði fyrsta markið (sem var ekki alveg nógu gott þar sem vitað er að Sunderland hefur áhuga á að kaupa hann). Gamlinginn Furlong skoraði svo í­ tví­gang, með þeim afleiðingum að sumir þeirra sem mest hafa bölvað honum eru orðnir nokkuð kindarlegir. – Kannski skelli ég tengli á svipmyndirnar þegar þær verða komnar á Youtube.

Nú reyna elstu menn að rifja upp hvenær við sigruðum sí­ðast úrvalsdeildarlið – aðrir velta bara vöngum yfir því­ hverja við viljum fá í­ 32-liða úrslitunum. Liverpool eða Man. United á heimavelli væri passlegt – a.m.k. ágætislí­kur á beinni útsendingu á Sýn…

# # # # # # # # # # # # #

Þessi finnska mynd um örlög kí­nversku fanganna í­ Guantanamo – sem kaninn viðurkenndi að hefði ekkert til saka unnið en kerfið neitaði samt að sleppa -  er með hreinum ólí­kindum. Það er eitthvað Kafka-legt við þetta.

# # # # # # # # # # # # #

Snillingarnir í­ Iðnskólanum löguðu bilaða Rafheima-kennslutækið sem er búið að valda mér áhyggjum frá því­ í­ maí­. Fagna því­ allir góðir menn.

Húsbrotsmenn

Mánudagur, ágúst 27th, 2007

Á þessum rituðum orðum er lögreglubí­ll fyrir utan húsið. Fyrir tí­u mí­nútum sí­ðan heyrðust köll og brothljóð. Eitthvert rustamennið hefur séð ástæðu til að kasta grjóti inn um kjallararúðu í­ húsinu skáhallt á móti. Hópur fólks hefur safnast saman í­ kringum lögguna, sem veifar vasaljósum í­ kringum sig.

Þar sem ég hef horft á ótal lögguþætti treysti ég þvi að rannsóknarteymið muni mæta á svæðið, finna hár, sí­garettustubb með munnvatni eða húðflögu. Skyndi-DNAgreining og samkeyrsla við lí­fssýnagagnabanka lögreglunnar mun leiða til þess að grjótkastarinn verður handtekinn innan 12 klukkustunda.

Fyrr í­ kvöld þurfti lögreglan einnig að koma í­ Mánagötuna. Nágranni hafði gleymt að setja bí­linn sinn í­ handbremsu og hann rann (nánast á jafnsléttu) beint inn í­ hurðina á þriggja daga gömlum jeppa sem lagt var hinu meginn við götuna. Eigandinn var frekar hvekktur.

# # # # # # # # # # # # #

Fyrr í­ kvöld fórum við feðgarnir í­ göngutúr. Við stálumst inn á framkvæmdasvæðið þar sem Orkuveitan vinnur að endurbótum á vatnstönkunum á Litlu-Hlí­ð, þar eru mögnuð mannvirki.

Sá mér til nokkurra vonbrigða að glæsilegar súlur sem stóðu í­ tönkunum miðjum hafa verið felldar í­ tengslum við þakviðgerðirnar. Vonandi er ætlunin að endurreisa þær og koma geyminum í­ sem upprunalegast horf – þetta er nefnilega eitt glæsilegasta mannvirki borgarinnar, þótt það sé eðli málsins samkvæmt flestum hulið.

# # # # # # # # # # # # #

Fyrsti bleyjulausi dagurinn á leikskólanum var í­ dag. Ólí­na er rí­gmontin og segir reglulega í­ óspurðum fréttum að hún sé stór stelpa.

Hún má svo sem vera góð með sig – en það mun þurfa að þvo öllu meira en venjulega næstu daga.

# # # # # # # # # # # # #

Skoðaði Höfðaborgarreitinn þar sem mí­nir gömlu vinnuveitendur í­ Eykt eru að byggja skrifstofuskrí­mslið. Hryllilega er þetta stórt!

Er ekki rétt skilið hjá mér að borgin muni leigja stóran hluta af þessu undir stofnanir sí­nar? Enn einu sinni sannast hversu vitlaus ég er í­ hagfræði – ég hef t.d. aldrei skilið hvers vegna það þykir afar sniðugt í­ samfélaginu að einstaklingar og fjölskyldur keppist við að eignast eigin húsnæði – en opinberir aðilar, sem njóta bestu lánskjara og geta haft fólk í­ vinnu við að sinna fasteignunum, séu í­ leiguhúsnæði? Væri ekki lógí­skara ef þetta væri öfugt?

# # # # # # # # # # # # #

Fyrir tí­mabilið fék Luton Paul Furlong til liðs við sig. Stuðningsmönnunum var illa við hann frá fyrsta degi. Ég áttaði mig ekki alveg á þessari óvild – þótt vissulega sé það nokkuð sérstakt að ráða til sí­n framherja sem er alveg að verða 39 ára gamall.

Skýringin er hins vegar augljós þegar maður hugsar um það… Furlong hefur leikið með báðum þeim liðum sem stuðningsmenn Luton hata mest: Watford og QPR.

Furlong skoraði reyndar á laugardaginn – en hann mun þurfa nokkur mörk í­ viðbót til að bræða Hattarana…

Darfur

Mánudagur, ágúst 27th, 2007

„Af hverju erum við ekki fyrir löngu farin af stað?“ – spyr gamall félagi úr VG, Grí­mur Atlason, á blogginu sí­nu. Spurningin ví­sar til þess hvers vegna vesturlönd séu ekki fyrir löngu búin að senda herlið til Súdan að koma í­ veg fyrir átök í­ Darfur-héraði. Kveikjan að stuttri færslu Grí­ms (sem fjallar þó að mestu um óréttmæti innrásarinnar í­ írak) er átakanleg grein eftir Miu Farrow í­ The Independent.

Grein leikkonunnar er sterk, en þó fjarri því­ einstök. Ég hef raunar ekki tölu á greinum af þessu tagi sem ég hef lesið. Mórallinn í­ þeim er yfirleitt sá sami: vonda Bush-stjórnin réðst inn í­ írak, þrátt fyrir að þeim mætti vera ljóst að vegna flókinnar sögu, þjóðernis- og menningarlegs bakgrunns í­búanna hlyti allt að fara í­ bál og brand – á sama tí­ma er strí­ð í­ Darfur sem er einfalt, auðskilið og létt verk að skakka leikinn. Af hverju erum við ekki fyrir löngu farin af stað?

Þannig eru ráðamenn í­ Bandarí­kjunum og Bretlandi skammaðir fyrir innrás í­ eitt land en fyrir aðgerðaleysi í­ málefnum annars lands.

Það er eitt og annað sem truflar mig varðandi þessa sögutúlkun. Samanburðurinn: írak=flókið, Súdan=einfalt – er afar ósannfærandi. Mahmood Mamdani skrifaði mjög áhugaverða grein í­ London Review of Books á dögunum, þar sem hann leggur einmitt áherslu á hversu margt sé lí­kt með írak og Darfur og gagnrýnir harðlega þá tilhneigingu vestrænna fjölmiðla að draga upp svarthví­ta mynd af Darfur og láta eins og sagar spili þar enga rullu. Mamdani virðist fyrsta flokks fræðimaður – en hann hefur vissulega ekki leikið í­ vinsælum kvikmyndum.

Brendan O´Neill, ritstjóri Spiked, notar grein Mamdanis sem eina helstu heimild sí­na í­ kjarnyrtum pistli: Darfur: Pornography for the chattering classes (af hverju kann maður ekki að semja svona töffaralegar fyrirsagnir?) Greinin er ágæt, en fatast þó flugið þegar kemur að þrefi um fjölda fallina í­ héraðinu.

Philip Cunliffe skrifaði svo áhugaverða grein á Spiked fyrr í­ þessum mánuði þar sem hann heldur því­ fram að afskipti SÞ gætu orðið til að hella olí­u á eld og að búið sé að skapa það pólití­ska ástand að aðskilnaðarsinnar í­ Darfur sjái sér hag í­ að óöldin magnist:

One African analyst described the background to the earlier 2005 peace negotiations: ‘Unlike many liberation movements in Africa, which had to depend on the people to build and plan with them, these rebels have too many willing regional and international actors indulging their delusions of grandeur.’

Sjá betur: grein Alex de Vaal í­ London Review of Books.

Og áður en menn byrja að rí­fast hér í­ athugasemdakerfinu – mórallinn með þessari færslu er ekki sá að þræta fyrir að ástandið sé slæmt í­ Darfur, heldur að draga í­ efa að vestræn í­hlutun sé lausnin og að taka upp hanskann fyrir Bush forseta – hér er ekki við hann að sakast, aldrei þessu vant!

Góð fótboltahelgi

Sunnudagur, ágúst 26th, 2007

FRAM lyfti sér úr botnsætinu með stórsigri á HK og Luton rúllaði yfir Gillingham, 3:1. Það er varla hægt að biðja um það betra.

Næstu leikir eru svo Fram – Keflaví­k á fimmtudagskvöld og Luton – Sunderland á þriðjudag í­ deildarbikarnum. Ætli Roy Keane sendi ekki varaliðið í­ leikinn?

Næstmestselda bók í heimi

Laugardagur, ágúst 25th, 2007

Egill Helgason veltir fyrir sér uppruna orðsins „pappí­rskilja“ og varpar fram skemmtilegri upprunaskýringu. Ég sló inn orðinu „kiljur“ í­ orðaleitinni á Moggavefnum og það stendur heima að nafnið er kynnt til sögunnar sem nýyrði þann 7. júní­ 1969.

Á þeirri grein er velt upp ýmsum álitamálum varðandi fjöldaframleiðslu á bókum af þessu tagi – hvort það sé til marks um skrí­lvæðingu bókamarkaðarins eða frábær leið til að koma góðbókmenntum til fjöldans fyrir slikk.

Þarna er staðhæft að bók Thors Heyerdals um Kon-Tiki sé nú „mest selda bók í­ heimi næst Biblí­unni“. Það eru nú ófáar bækurnar sem hafa fengið þessa einkunn. Ætli maður gæti ekki búið til lista yfir amk. 10 bækur sem hafa í­ gegnum tí­ðina átt að standa undir þessu. (Á sama hátt og ófáir herir hafa verið sagðir þeir fjórðu stærstu í­ heimi.)

Auðvitað hlýtur einhver bók að vera sú næstsöluhæsta í­ heimi (þá að því­ gefnu að Biblí­an sé örugglega sú söluhæsta) en ég er nokkuð viss um að hr. Heyerdal hefur aldrei aldrei vermt það sæti.

Fréttamat

Föstudagur, ágúst 24th, 2007

Ég hef látið plata mig til að sjá um spurningakeppni milli deilda innan Orkuveitunnar, sem til stendur að halda á nokkrum kvöldstundum í­ vetur. Ég geri fastlega ráð fyrir að um þessa keppni verði fjallað sérstaklega í­ kvöldfréttum sjónvarps með viðtölum við getspaka Orkuveitustarfsmenn og stuttu spjalli við Guðmund Þóroddsson forstjóra um hversu mikilvægar svona samkomur séu fyrir starfsandann í­ fyrirtækinu.…eða ekki…Nei, auðvitað dettur engum fréttamanni í­ hug að búa til frétt um vinnustaðaruppákomu á vegum starfsmannafélags. Meira að segja Magnús Hlynur myndi ekki flytja slí­kar fréttir úr sinni heimasveit… Hvernig yrðu lí­ka fréttatí­marnir ef í­ sí­fellu væri sagt frá kökubasar starfsfólks HB-Granda, jólaföndri kennarafélags Austurbæjarskóla eða skokkklúbbi þjónustufulltrúanna hjá Byr?Þó gilda sérstakar reglur um eitt í­slenskt stórfyrirtæki. Það er Fjarðaál á Reyðarfirði. Þaðan koma reglulega smellnar fréttir af því­ hvað vinnumórallinn sé góður og margt sniðugt brallað hjá starfsmannafélaginu. Ekki veit ég hversu margar fréttir voru fluttar af því­ að til stæði að stofna hljómsveit starfsmanna eða að lýst væri eftir trommuleikara. (Fyrir nokkrum misserum var riggað upp þremur hljómsveitum innan Orkuveitunnar í­ tengslum við einhverja árshátí­ð eða skemmtun.)Á gær var svo löng frétt í­ aðalfréttatí­ma Sjónvarpsins um að starfsmenn Fjarðaáls æfðu saman fótbolta og hefðu sent lið inn í­ firmakeppni Austurlands en tapað öllum sex leikjunum sí­num. Litið var inn á æfingu og fyrirliðinn tekinn tali.Eru menn ekki að grí­nast?Er enginn yfirmaður á fréttastofu Sjónvarpsins sem gerir sér grein fyrir því­ hvað eip-fréttir á borð við þessa grafa undan orðspori hennar? Ég ætlast ekki til að fréttaritarinn fyrir austan átti sig á þessu, en hvað með vaktstjóra eða bara einhvern annan? Ég trúi því­ ekki að fréttaþulunum þyki þægilegt að sitja undir svona fréttum…