Archive for september, 2007

Kvæntur

Sunnudagur, september 30th, 2007

Sko til, þetta gátum við!

Kvöld nokkurt sí­ðasta vetur, þegar við vorum að vaska upp leirtauið, spurði Steinunn hvort við ættum ekki bara að drí­fa í­ að gifta okkur? Ég játti því­ og svo héldum við áfram að vaska upp og sinna gestum.

Um mitt sumar negldum við niður daginn. Pöntuðum félagsheimili Orkuveitunnar í­ Elliðaárdal og bókuðum Hilmar Örn allsherjargoða.

Skömmu áður hafði Stebbi Hagalí­n sagt mér frá búðkaupsveislu Helga Hjörvar og Þórhildar, þar sem gjafir hefðu verið afþakkaðar en gestir verið beðnir um að koma með rétt á hlaðborð og ví­nflösku í­ púkkið. Þetta sagði hann að hefði tekist frábærlega – og ég varð strax skotinn í­ hugmyndinni. Eftir nokkrar umræður tókst mér að sannfæra Steinunni um það sama.

Fyrir tæpum mánuði sendum við út boðskortin. Það voru u.þ.b. 80 manns á gestalistanum, langflestir vinir og kunningjar – sárafáir ættingjar og vinnufélagar.

Sjálft brúðkaupið fór svo fram í­ gær, laugardag. Athöfnin var stutt og einföld á grasflöt fyrir neðan félagsheimilið. Það var mjög skemmtilegt að fá Hilmar Örn til að sjá um hana, enda er hann gull að manni.

íhyggjur sumra af eldri kynslóðinni varðandi tilhögunina varðandi matinn reyndust óþarfar. Þarna var nóg að éta og réttirnir hver öðrum glæsilegri. Barinn var sömuleiðis að svigna af veigum, en auk léttví­nsins frá gestunum bættum við við fordrykk og slatta af bjór.

Félagi Proppé setti svo ný viðmið í­ veislustjórn, þar sem hann stýrði dagskránni eins og herforingi og greip svo gí­tarinn og spilaði með hljómsveit kvöldsins, Hinum geðþekku fautum. Fautarnir voru frábærir. Sama má raunar segja um Svavar Knút sem mætti fyrr um kvöldið og tók nokkur lög. Palli Hilmars dí­-djeiaði svo á undan og eftir bandinu. Hann spilaði m.a.s. Skid Row fyrir Steinunni, en lét ekki verða af hótunum sí­num um að leika Valslagið með Stefáni Hilmars.

(Rétt er að þakka mí­num mönnum í­ Fram sérstaklega fyrir framlag þeirra til veislunnar – þ.e. að falla ekki niður um deild.)

Er gaman að vera kvæntur? Ójá, svo sannarlega.

Spurningin er – á ég að fara að kalla Steinunni, Frú Steinunni, hér eftir?

# # # # # # # # # # # # #

Heimili okkar er nú fullt af trogum, diskum og í­látum sem gestir skildu eftir. Eigendur eru beðnir um að gefa sig fram hið fyrsta.

Grunngildi

Laugardagur, september 29th, 2007

Á fimmtudaginn fór ég með Ólí­nu til háls-, nef- og eyrnasérfræðings í­ Glæsibæ laust fyrir klukkan tí­u. Þegar við mættum þangað var maður að leika á harmonikku – suðrænn yfirlitum – fyrir framan innganginn.

Ég gaf honum smápeninga. Að hluta til vegna þess að mér fannst hann eiga skilið að fá smápeninga fyrir að lí­fga upp á annars ferlega gráan og dauðyflislegan fimmtudagsmorgun. Að hluta til vegna þess að ég vissi að hann færi í­ taugarnar á lögregluyfirvöldum.

Að leika á harmonikku fyrir framan í­slenskan súpermarkað er nefnilega brot á í­slenskum grunngildum. Fólk sem gerir það er sent úr landi.

Úr því­ að lögregluyfirvöld trysta sér til að gefa út kröfur um brottflutning fólks á grundvelli þess að það „brjóti gegn grunngildum“ – þá hlýtur að vera til skilgreining á því­ hvað teljist grunngildi. Ekki satt?

Er þá ekki rökrétt krafa okkar þegnanna að listinn yfir í­slensk grunngildi verði birtur? Það gæti t.d. gerst á vef dómsmálaráðuneytisins (svona úr því­ að útlendingar mega ekki brjóta gegn grunngildum – þá er ekki nema sanngjarnt að þeim sé gerð grein fyrir því­ hvað teljast grunngildi.)

Mér er því­ spurn – er það brot á grunngildum samfélagsins að:

* finnast forseti lýðveldisins oft og tí­ðum vera bölvaður froðusnakkur?

* finnast biskup Íslands vera tepra og í­haldskurfur?

* vera almennt þeirrar skoðunar að skopskyn þjóðarinnar sé afleitt – og að það sé hið besta mál að Randver hafi verið rekinn – með þeim rökum að fjórir Spaugstofugrí­narar séu illskárri en fimm?

* geta ekki haldið með fótboltalandsliðinu – við erum bara of leiðinlegt fótboltalið?

* finnast Hannes Hafstein vera fáránleg persóna frekar en aðdáunarverð?

* vona að Ísland komist ekki í­ öryggisráðið?

* vera drullusama þótt í­slenskir kapí­talistar kaupi sjoppu í­ útlöndum?

* þykja SigurRós foxleiðinleg?

* telja að allar aðrar þjóðir en Ísland eigi meiri rétt á Hutton-Rockall?

– Ef svarið við þessum spurningum er já, þarf ég alvarlega að hugsa minn gang…

Hinn augljósi djókur

Föstudagur, september 28th, 2007

Ég trúi því­ ekki að raunví­sindamenn sem vinna við rannsóknir á örverum kalli félagið sitt Einfrumungafélagið. Eitthvað segir mér að hinn nýkjörni formaður eigi eftir að heyra allnokkra brandara næstu misserin um hvort hann sé amaba…

Málmþreyta

Föstudagur, september 28th, 2007

Fyrir nokkrum árum var talsvert talað um málmþreytu – sem gat að sögn orðið til þess að heilu stykkin rifnuðu af flugvélaskrokkum á ferð og þeyttu þannig út hrekklausum farþegum.

Á dag upplifði ég málmþreytu á skaðminni en þó hvimleiðan hátt.

Hálfur bí­lykillinn sat eftir í­ svissinum þegar ætlaði að kippa honum út. Óstuð.

Dagurinn hefur sem sagt að miklu leyti farið í­ að hafa upp á verkstæði, dráttarbí­l o.þ.h.

Það væri fróðlegt að vita hvaða skranmálmur er notaður í­ bí­llykla… Urr!

Sögusagnir

Fimmtudagur, september 27th, 2007

Eru sumarstarfsmennirnir enn að störfum á fréttavef Moggans? Ein af fréttum kvöldsins fjallar um Hillary Clinton og Sýrland:

Clinton staðfestir sögusagnir um kjarnorkuþróun Sýrlendinga

Bandarí­ski öldungadeildarþingmaðurinn Hillary Clinton, sem sækist eftir því­ að verða forsetaefni demókrata, lýsti því­ yfir í­ gærkvöldi að hún styddi meintar aðgerðir ísraelshers á sýrlensku landsvæði en getum hefur verið leitt að því­ að loftárás ísraelshers á sýrlenskt landsvæði fyrr í­ þessum mánuði hafi beist gegn einhvers konar kjarnorkuþróunarstöð. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.

„Við höfum ekki eins miklar upplýsingar og við vildum en það sem við höldum að við vitum er að Sýrlendingar hafi jafnvel um nokkurra ára skeið verið að koma sér upp kjarnorkutækni með hjálp Norður-Kóreu og þá á ég við fjárhagslega, tæknilega og verkfræðilega aðstoð,” sagði hún. „Við teljum að ísraelar hafi stöðvað þetta og ég styð það.”

Gaman væri að vita hvernig fréttamaður mbl.is fær það út að Hillary Clinton hafi með þessum orðum „staðfest“ sögusagnir? „Tekið undir“ sögusagnir væri e.t.v. nær lagi.
# # # # # # # # # # # # #

Róbert írni lögmaður fær strangan dóm fyrir kynferðisafbrot. Samkvæmt fréttum er það talið honum til refsiþyngingar að vera lögmaður – sem er rökrétt, hann getur þá a.m.k. ekki borið því­ við að hafa verið ókunnugt um að afbrotin væru refsiverð.

Hitt er sérkennilegra þegar Lögmannafélagið krefst þess að fá refsivald í­ málinu og tæki til að refsa kollegum sí­num með sviptingu lögmannsleyfa áður en dómur er fallinn.

Mér finnst eitthvað meira en lí­tið vafasamt við að fela fagfélögum einstakra stétta réttindi til að svipta fólk atvinnuréttindum. Slí­kt vald getur varla svo vel sé verið í­ höndum annarra en dómstóla eða ráðuneyta (sem aftur gætu framselt það til einstakra stofnanna). Félag úti í­ bæ getur ekki og á ekki að hafa slí­k völd.

Myanmar

Fimmtudagur, september 27th, 2007

Myanmar – eða Burma – er til umfjöllunar í­ öllum fréttatí­mum. Fréttamenn lenda í­ sí­fellu í­ vandræðum með hvort nafnið eigi að nota og láta yfirleitt bæði flakka. Þetta er kúnstugt í­ ljósi þess að það eru átján ár frá því­ að nafninu var breytt. Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna nafnbreytinguna en Bandarí­kjastjórn ekki. Raunar er það hápólití­skt mál hvort nafnið menn kjósa að nota.

Það sem gerir nafngiftarmálið enn sérkennilegra er sú staðreynd að Burma og Myanmar er í­ raun sama nafnið. Merkingin er sú sama. Myanmar-nafnið er lí­ka óumdeilt heiti landsins á máli heimamanna, en með nafnbreytingunni var einungis verið að breyta hinu enska heiti landsins.

Margt hefur verið skrifað um Myanmar/Burma-deiluna og ýmis rök eru dregin fram með og á móti. Þegar öllu er á botninn hvolft virðist þetta þó fyrst og fremst vera frekar rökrétt leiðrétting þar nafnið er lagað að eðlilegum ritunarhætti á tungu heimamanna.

Sumir stjórnarandstæðingar hafa snúist gegn nafnbreytingunni. Ekki sérstaklega vegna þess að þeir telji Burma vera betra nafn en Myanmar, heldur fyrst og fremst á þeirri forsendu að þeir viðurkenni ekki lögmæti herforingjastjórnarinnar og þar með ekki ákvarðanna hennar. Ef herforingjarnir hefðu breytt nafninu á hinn veginn – úr Myanmar í­ Burma – væri stjórnarandstaðan lí­klega í­ dag að berjast fyrir Myanmar-nafninu.

Að sumu leyti eru hinar pólití­sku deilur um hvort nafnið skuli nota sambærilegar við það ef Grindví­kingar og Hafnfirðingar færu í­ hár saman út af því­ hvort tala eigi um Krí­suví­k eða Krýsuví­k – en sveitarfélögin nota ví­st hvort sinn ritháttinn.

# # # # # # # # # # # # #

Varaformaður Samfylkingar útskýrir á blogginu sí­nu hvað hann átti við með að vilja taka upp „tví­tyngda“ stjórnsýslu.

Hvernig væri að hann myndi byrja á að gerast sjálfur tví­tyngdur á eigin bloggi? Hann gæti snarað færslunum sí­num yfir á ensku jafnóðum (eða frumsamið þær á ensku og þýtt svo yfir á í­slensku)? Er þetta ekki alveg brilljant hugmynd fyrir ungan og efnilegan stjórnmálamann?

Eða eru það kannski bara einhverjir aðrir sem eiga að vera svona flinkir að skrifa og tala ensku?

Gjafmildi

Miðvikudagur, september 26th, 2007

Örlæti auðmanna er talsvert í­ fréttum um þessar mundir. Þegar hinn eða þessi skrilljarðamæringurinn gefur rausnalega til einhvers þjóðþrifaverkefnisins er oft látið eins og um einstæða atburði í­ Íslandssögunni sé að ræða.

En hver ætli sé verðmætasta gjöf af þessu tagi í­ sögulegu samhengi? Sumar af gjöfum auðmanna á miðöldum til klaustra voru svo stórar að nær ómögulegt er að átta sig á stærð þeirra framreiknað til nútí­maverðgildis. Ef við einskorðum okkur við tuttugustu öldina myndi ég hins vegar skjóta á gjöf Sigurðar Jónassonar til í­slenska rí­kisins – þegar hann gaf Bessastaði og Geysi í­ Haukadal.

Hvaða verðmiða ætli fasteignasali myndi skella á Bessastaði í­ dag?

Tungumáladagurinn – getraun

Miðvikudagur, september 26th, 2007

Evrópski tungumáladagurinn er í­ dag (eða var hann í­ gær?) Að því­ tilefni er rétt að efna til tungumálagetraunar. Spurt er (og óskað er eftir því­ að lesendur stilli sig um að gúggla) – á hvaða tungumáli er eftirfarandi texti:

Balna í¤binofs jipulils kil, kels í¤golofs lí¼ niver poldik. E alane ofas pí¤lí¼cödetons bligí¤ds vemo riskí¤diks.
Ab í¤sumob ofis moamí¼ etos valik, e nu vobofs pro ob. Nem obik binon ‘Charlie’.

Rétt er að taka fram að ég er sérstakur áhugamaður um þetta tungumál.

Fótboltabrúðkaupið

Miðvikudagur, september 26th, 2007

Fólk keppist við að spyrja mig að því­ hvernig það muni ganga upp að hafa brúðkaup á sama degi og sí­ðasta umferðin í­ Íslandsmótinu. Því­ er auðvelt að svara.

Athöfnin, sem verður við félagsheimili OR í­ Elliðaárdalnum, hefst ekki fyrr en þremur kortérum eftir að flautað hefur verið til leiksloka. Það gefur boltabullum í­ hópi brúðkaupsgesta tækifæri til að jafna sig á úrslitunum. Þeir sem vilja mæta á völlinn eiga meira að segja að ná því­ með því­ að mæta beint að leik loknum.

Til að gera boltaþyrstum lí­fið enn auðveldara hef ég náð hagstæðum samningum við Orkuveituna um að sýna fótboltann í­ sal Rafheima, steinsnar frá félagsheimilinu. Þá þarf enginn að missa af neinu (og ég næ sjálfur að sjá einhverjar mí­nútur á milli þess sem ég stend í­ snatti og reddingum).

En hvaða úrslit eru vænlegust til að tryggja sem besta stemningu í­ partýinu? Jú, þarna verða gallharðir Valsmenn, Framarar, Ví­kingar og KR-ingar – en minna um FH-inga og HK-menn. Það þýðir að hin besta blanda væri titillinn á Hlí­ðarenda og HK niður.

Það er sem sagt búið að hugsa fyrir öllu!

# # # # # # # # # # # # #

Var að lesa í­ dag um viðureign Fram og Barcelona í­ Evrópukeppninni 1990. Liðin mættust í­ 16-liða úrslitum, en liðunum þar var skipt upp í­ styrkleikaflokka sem byggðu á fyrri árangri í­ Evrópu. Það er kúnstug staðreynd að Manchester United (sem vann keppnina þetta árið) var í­ veikari flokknum ásamt Fram, enda ensku liðin nýkomin úr keppnisbanni, en í­ hópi liðanna átta í­ sterkari flokknum var Wrexham frá Wales – sem þetta sama keppnistí­mabil hafnaði 92. og neðsta sæti ensku deildarkeppninnar…

# # # # # # # # # # # # #

Þetta virðist ætla að verða bikarár hjá Luton. Lí­tið gengur í­ deildinni, en í­ deildarbikarkeppninni slógum við út Sunderland á dögunum og svo Charlton í­ kvöld. Erum komnir í­ 16-liða úrslit sem er bara fjári gott.

Stuðningsmennirnir eru kátir. Þeir vilja útileik gegn stórliði (eða í­ einhverri partý-borginni á Suðurströndinni). Ég vil heimaleik gegn stórliði – til að eiga möguleika á að sjá mí­na menn á Sýn. Arsenal eða Manchester United heima væri fí­nt…

Hvimleið Miðlun

Þriðjudagur, september 25th, 2007

Nú er búið að hringja hingað tvisvar í­ kvöld með fimmtán mí­nútna millibili til að spyrja um Steinunni, sem ekki er heima. Þarna er annað hvort um að ræða einhverja sí­msölu eða skoðanakönnun – í­ það minnsta er fyrirtækið Miðlun skráð fyrir sí­manúmerinu sem hringt var úr.

Svona hringingar fara ekkert í­ taugarnar á mér, ef hringt er á skikkanlegum tí­mum sólarhringsins og ekki í­ sí­bylju – að öðrum kosti væri mér lí­ka í­ lófa lagið að setja mig á bann-hringilistann í­ Sí­maskránni.

Það fer hins vegar í­ taugarnar á mér að þessir Miðlunar-starfsmenn skuli ekki kynna sig – þeir biðja bara um manneskjuna sem þeir vilja ná í­ og segjast svo muni hringja aftur seinna. Það er dónaskapur að kynna sig ekki í­ sí­ma þegar maður hringir í­ ókunnugt fólk. Og ennþá meiri dónaskapur að ráða fólk í­ vinnu til að standa fyrir kerfisbundnum dónaskap.

Miðlun eru skúnkar dagsins.