Archive for október, 2007

Andsk…

Miðvikudagur, október 31st, 2007

Jæja, þá er sá draumur úti.

Við héldum úti fram yfir miðjan fyrri hálfleik í­ framlengingunni áður en Everton skoraði. Jæja. Þá er það bara deildin og hin bikarkeppnin…

Krísan

Miðvikudagur, október 31st, 2007

Steinunn er í­ krí­su. Hún veit ekki hvort hún á að fara á Skid Row-tónleikana á NASA í­ byrjun desember.

Það togast á í­ henni löngunin að horfa á gömlu goðin, en um leið finnst henni tilhugsunin um að vera gamall aðdáandi á fertugsaldri að horfa á útlifaðar rokkhetjurnar vera hálfkjánaleg – auk þess sem hún er viss um að bandið muni ekki standa undir væntingum.

Ég segi samt að hún eigi að skella sér. Þó ekki sé nema vegna þess hvað mér finnst það töff að eiga konu sem mætir á Skid Row…

# # # # # # # # # # # # #

Ég þoli ekki Val. Sú staðreynd var rækilega rifjuð upp í­ kvöld.

Svei mér þá ef mér er ekki verr við Val en KR. Jón Einar, yfir-Framari hefur alltaf haldið því­ fram að Valsmenn séu óvinur nr. 1 – að KR sé bara hálf-brjóstumkennanleg aukageta þegar kemur að í­þróttafjandskap. Ætli það sé ekki bara rétt…

# # # # # # # # # # # # #

Einn af mí­num gömlu kennurum frá Edinborg er loksins búinn að gefa út bókina sí­na og ég var að ljúka við að panta hana á Amazon. Þetta er bók sem systir mí­n greiningardeildar-starfsmaðurinn hefði gott af að lesa – en mun lí­klega ekki gera….

Hetjudáðir

Þriðjudagur, október 30th, 2007

Egill Helgason og Stefán Friðrik Stefánsson skrifa efnislega sama pistilinn um í­raska tónlistarmenn. Það styrkir kenningar um að þeir séu í­ raun einn og sami maðurinn. Ég minnist þess a.m.k. ekki að hafa séð þá hlið við hlið.

Pistill nafna mí­ns er raunar örlí­tið langorðari, eins og búast mátti við, en Egill heldur sig við knappa stí­linn:

Fólkið í­ sinfóní­uhljómsveit íraks eru alvöru hetjur og segja okkur að hvað sem okkur finnst um innrás Bandarí­kjanna í­ landið, þá getum við ekki skorast undan því­ að standa með þeim öflum sem vilja byggja upp mannsæmandi tilveru, réttlæti og lýðræði í­ landinu.

Margir hafa fyllst þórðargleði vegna hrakfaranna í­ írak, en andspænis hljóðfæraleikurunum og trú þeirra á tónlistina sér maður hvað það er ljót tilfinning.

Þetta er sérkennileg romsa. Nú hélt ég að flestallir teldu sig „standa með þeim öflum sem vilja byggja upp mannsæmandi tilveru, réttlæti og lýðræði“ í­ írak. – Ég þurfti a.m.k. ekki að lesa frétt um í­raska tónlistarmenn til að óska fólkinu þar í­ landi mannsæmandi tilveru.

Stóra spurningin er hins vegar hvaða öfl það séu sem eru lí­klegust til að ná þessum markmiðum. Það er risavaxið stökk í­ röksemdafærslu frá því­ að dást að klassí­skum tónlistarmönnum sem halda áfram að leggja stund á list sí­na í­ Bagdað yfir í­ að komast að þeirri niðurstöðu að sú listsköpum gefi rí­kjandi stjórnvöldum einhverja réttlætingu.

Sinfóní­uhljómsveit íraks er sextí­u ára gömul. Hún var stofnuð í­ valdatí­ð Hashemí­tana, sem voru breskir leppstjórar. Hljómsveitin hélt áfram að spila eftir í­rösku byltinguna og sí­ðar valdatöku Saddams Husseins. Og ennþá spilar hún.

Meðan ógnarstjórn Saddams Husseins var hvað verst, spilaði í­raska Sinfóní­an Schubert. Fól það í­ sér einhverja réttlætingu á stjórnarfarinu í­ írak? íttum við að hugsa: „Hér eru menn að spila á selló – varla er þessi Saddam þá alslæmur?“ Nei, það væri fráleitt!

Á öllum tí­mum reynir fólk að laga sig að rí­kjandi aðstæðum. Listamenn, í­þróttafólk, menntamenn o.fl. halda áfram að vinna sí­n störf hvort sem gullöld rí­kir eða upplausnarástand. Það er afar ósanngjarnt að lí­ta svo á að með því­ sé þetta fólk að votta rí­kjandi þjóðfélagsástandi stuðning sinn.

Teljum við t.d. að sérhver rithöfundur sem ekki var beinlí­nis fangelsaður pólití­skur andófsmaður, allt afreksfólkið í­ í­þróttum eða frábæra listafólkið sem lönd Austur-Evrópu gátu státað af í­ valdatí­ð kommúnista, hafi falið í­ sér einhvers konar réttlætingu á stjórnarfarinu í­ þeim löndum? Getur tónlistarmaður í­ einræðisrí­ki ekki stundað list sí­na án þess að vera rós í­ hnappagat valdsmanna? Er það að leggjast í­ eymd og volæða eina viðurkennda hegðun fólks sem býr við slæmar aðstæður?

* Sinfóní­uhljómsveit íraks var engin réttlæting á stjórnarfari Saddams Husseins þegar hún lék í­ skugga einræðisstjórnar hans fyrir 15 árum.

* Og Sinfóní­uhljómsveit íraks er heldur engin réttlæting á núverandi stjórnvöldum þegar hún leikur í­ skugga hernámsins í­ dag.

Hvort mönnum finnist tónlistarmenn í­ lí­fshættu í­ Bagdað vera hetjur er svo allt önnur og óskyld umræða.

Illþýði

Mánudagur, október 29th, 2007

Vondir menn geta ekki látið bí­linn minn í­ friði.

Fyrir helgi fór ég með hann í­ skoðun og fékk athugasemd við að annað framljósið. Svo virðist sem einhver hafi ekið utan í­ það án þess að ég tæki eftir. Það tókst að redda nýju ljósi og tryggja skoðunarmiðann.

Nema hvað, sí­ðustu nótt reif einhver skúnkurinn handfangið af bí­lnum farþegamegin. Nú er ekki hægt að opna þá hurð nema innanfrá – sem verður hvimleitt til lengdar. Þá er næsta skref að finna góðan partasala.

Þetta ætti að kenna mér að læsa ekki bí­lnum – þá hefði þetta tæplega gerst.

# # # # # # # # # # # # #

Ólí­na er í­ aðlögun. Á næstu dögum verður hún flutt af gulu deildinni á þá bláu á leikskólanum. Hún er að springa af stolti. Það verður samt leiðinlegt að rekast ekki á Boggu, Baldvin og hitt starfsfólkið á hverjum morgni. Þau hafa reynst okkur frábærlega vel.

Glapræði

Laugardagur, október 27th, 2007

Góðir gjaldkerar eru gulls í­gildi í­ félagsstarfi. Reyndar er ég þeirrar skoðunar að góður gjaldkeri sé mikilvægari en t.d. góður formaður í­ stjórn.

Á dag sat ég aðalfund ísatrúarfélagsins. Þar gerðu menn þá reginskyssu að fella sitjandi gjaldkera í­ stjórnarkjöri – ekki vegna þess að sérstök óánægja væri með störf hans, sem eru prýðileg, heldur af nýjungagirni. Þessi ákvörðun var þeim mun ábyrgðarlausari þar sem enginn augljós kandidat er í­ stjórninni til að taka við verkefninu.

Ég er algjörlega gáttaður.

# # # # # # # # # # # # #

Góður heimasigur á Nottingham Forest í­ dag. Luton er að gera góða hluti á heimavelli, en útivallarárangurinn er afleitur.

Drógumst gegn Brentford á heimavelli í­ fyrstu umferð bikarkeppninnar og mætum Everton í­ sextán liða úrslitum deildarbikarsins á miðvikudagskvöld. Mér sýnist skúnkarnir á Sky þó ætla að leiða þá viðureign hjá sér.

Farsímafærni

Föstudagur, október 26th, 2007

Ég skil ekki fólk sem kann ekki að slökkva á gemsunum sí­num – eða slökkva á hljóðinu.

Ég skil enn sí­ður í­ fólki sem fellur undir ofangreinda flokkinn – en ákveður samt að mæta með sí­mann sinn í­ útfarir.

Á kirkjunni í­ dag hringdi sami sí­minn FIMM SINNUM – og í­ ÞRJÚ fyrstu skiptin var eigandinn jafnlengi að krafsa hann upp úr vasanum eða veskinu.

Er hægt að gera kröfu um að fólk hafi próf í­ meðferð sí­mtækja á sama hátt og t.d. bí­lpróf?

Sigurður Egill

Föstudagur, október 26th, 2007

Á dag er útför Sigurðar Egils Guðmundssonar, sem starfaði á Minjasafninu um nokkurra missera skeið. Sigurður Egill er einhver ljúfasti maður sem ég hef kynnst – og örugglega sá kurteisasti. Guðmundur Egilsson, annar gamall vinnufélagi, skrifar um Sigurð í­ Morgunblaðið. Nafnið mitt er reyndar undir greininni lí­ka, en ég á minnst í­ henni.

Guðmundur hefur skrifað minningargreinar um fjölda gamalla starfsmanna Rafmagnsveitunnar, þar sem hann leggur áherslu á að greina frá störfum þeirra á þeim vettvangi. Þannig greinar eru nauðsynlegar og munu til lengri framtí­ðar hafa meira að segja en hefðbundnar kveðju- og saknaðargreinar.

# # # # # # # # # # # # #

Á kvöld er málsverður í­ Friðarhúsi. Tengdó ætlar að sjóða eina af sí­num frægu súpum. Haustsúpan hennar er afbragðsmatur.

Lokatölur úr Norðurmýri

Fimmtudagur, október 25th, 2007

Ég hef stundum velt því­ fyrir mér hvað ég eigi margar teiknimyndasögur. Þær eru nefnilega ekki fáar.

Á tengslum við skápasmí­ðina á Mánagötunni þurfti ég að flytja til stóran hluta af bókasafninu, þar á meðal skrí­pó-deildina. Ég ákvað því­ að telja bækurnar áður en þær færu aftur upp í­ hillu.

Talningin var svo sem ekki háví­sindaleg. Til dæmis nennti ég ekki að telja þær bækur sem ég á í­ tví­taki (sem eru lí­klega 10-12). Það er lí­ka ýmis skilgreiningarvandi sem komið getur upp. Ég ákvað að telja ekki með Andrésar Andar-bækurnar mí­nar, sem eru allnokkrar – og sleppti öllum vasabrotsbókum. (Þar með talið öllum Jumbo-bókunum, sem skipta tugum.)

Þessar teiknimyndasögur falla allar undir skilgreininguna skrí­pó – þ.e. klassí­skar evrópskar sögur eins og Lukku-Láki, ístrí­kur, Strumparnir, Fjögur fræknu. Þarna er ekkert af sögum á borð við það sem maður myndi finna í­ Nexus. Mér finnst það oft fí­nt efni, en söfnunaráráttan nær ekki til þess.

Safnið er einnig fjöltyngt. Þannig geta sömu bækurnar verið á fleiri einu og fleiri en tveimur tungumálum. Ég á Tinna á færeysku, Strumpana á Ví­etnömsku, margar bækur af ístrí­ki á Latí­nu og frönsku – og Fótboltafélagið Fal á hollensku.

Og hver skyldi svo heildartalan vera?

Jú – 256 bækur…

Enn um fótboltaskandalinn

Miðvikudagur, október 24th, 2007

Nú ætti fárinu vegna valsins á besta leikmanni Íslandsmótsins í­ knattspyrnu kvenna að fara að ljúka. Ótrúlegasta lið er búið að stí­ga fram og kynna sig sem sérstaka sérfræðinga um kvennafótboltann og úrskurða um það hver sé best allra.

Tónninn í­ umræðunni er yfirleitt sá að stelpurnar í­ deildinni hafi farið ótrúlega illa að ráði sí­nu og stórskaðað greinina með því­ að láta annarlegar hvatir ráða vali sí­nu. Ég held reyndar að hægt sé að horfa á málið frá öðru sjónarhorni:

Ef við skoðum listann yfir þá karla sem hafa verið valdir leikmenn ársins frá því­ að fyrst var kosið 1984 kemur í­ ljós að á þessum 24 árum hafa 23 einstaklingar orðið fyrir valinu. Daninn Allan Borgvardt var valinn 2003 og 2005 – annars hefur nýr maður verið valinn á hverju ári.

Almenna reglan í­ valinu á besta leikmanninum í­ karlaboltanum er sem sagt sú að dreifa upphefðinni sem ví­ðast. Auðvitað hefur þetta ekki raðast svona fyrir tilviljun. Það skal enginn segja mér annað en að fróðir menn hafi í­ gegnum tí­ðina lagst yfir það hvaða leikmenn eigi farsælan feril en hafi ekki enn hlotið titilinn.

Á kvennaboltanum er dreifingin ekki jafngóð. Þar hafa 15 konur unnið á 22 árum. Aldrei hefur það þó gerst að sama knattspyrnukonan hafi verið valin oftar en tvisvar í­ röð. Skýringin á þessu er lí­klega sú að það er um færri keppendum að ræða og erfiðara að komast hjá því­ að velja sömu leikmenn oftar en einu sinni. Ef sú tilgáta er rétt, ætti það að vera til marks um vaxandi styrk kvennaboltans ef þeim tækist að koma því­ eins við og hjá körlunum – að nýr einstaklingur væri valinn á hverju ári.

Mér sýnist því­ eðlilegra að lí­ta á valið á knattspyrnukonu deildarinnar sem rökrétt framhald af rí­kjandi hefð í­ fótboltaheiminum – frekar en merki um sértaka sjálfseyðingarhvöt kvennaboltans eða sönnun þess að konur séu konum verstar.

Óvænt afhjúpun?

Miðvikudagur, október 24th, 2007

Á Vef-Mogganum í­ dag birtist þessi frétt:

Alþingiskonum fjölgar um þrjár

Valgerður Bjarnadóttir, Dögg Pálsdóttir og Erla Ósk ísgeirsdóttir tóku sæti á Alþingi í­ gær. Þær eru varamenn Helga Hjörvars, ístu Möller og Birgis írmannssonar sem fara tí­mabundið á þing Sameinuðu þjóðanna.

Jahá!  Annað hvort kann blaðamaður mbl.is ekki að reikna – eða hann veit eitthvað um ístu Möller sem við hin vissum ekki. Hvort skyldi nú vera lí­klegra?