Archive for nóvember, 2007

Kúgun fjölmenningarsamfélagsins

Föstudagur, nóvember 30th, 2007

Ef marka má bloggheima, veður vonda fjölmenningarsamfélagið uppi og hávær minnihluti kúgar meirihlutann til að láta af gömlum og góðum siðum. Karl biskup mætir í­ fréttaviðtöl, smeðjulegur eins og bí­lasali, til að kveinka sér undan því­ að undirmenn hans fái ekki að fara inn í­ leikskólana að kenna bænir.

Hvaða vitleysa er þetta eiginlega?

Hvaða hefð er fyrir því­ að kirkjan sé með puttana í­ skólastarfi? Þegar ég var grí­slingur gekk ég fyrst í­ leikskólann Valhöll og sí­ðar Grænuborg. Þar sáust aldrei neinir klerkar. Það var aldrei farið í­ kirkju og sjálfsagt hefur engum komið slí­kt til hugar.

Á Melaskólanum gegndi sama máli. Skólinn stendur beint á móti Neskirkju – það tekur mí­nútu að hlaupa á milli. Aldrei var samt farið með okkur þangað yfir. Aldrei komu prestar, djáknar, abbadí­sir – eða hvað þetta lið heitir nú – til að ræða við okkur. Ég skal ekki sverja fyrir að einhver hafi rekið inn nefið í­ fimm mí­nútur til að auglýsa sunnudagaskólann – en það var sami aðgangur og skátarnir og í­þróttafélögin fengu.

Kristinfræði voru á dagskrá öll árin. Einstaka kennari var áhugasamur um þá grein, en flestum leiddist – eða stálust til að nota kristinfræðití­mana í­ að vinna upp kennslustundir í­ öðrum greinum sem fallið höfðu niður – eða til að sjá um ýmis verk tengd umsjónarkennslu bekkjarins.

Ég held að flestir af minni kynslóð hafi svipaða sögu að segja. Við höfðum einfaldlega sáralí­tið af kirkjunni að segja í­ öllu okkar skólastarfi. – Tilburðir í­ þá átt að koma prestum og djáknum inn í­ leikskóla og barnaskóla eru því­ nýir af nálinni og hafa einkum átt sér stað á sí­ðustu 5-6 árum eða þar um bil.

Fólk ætti að hafa þetta í­ huga í­ allri þessari umræðu. „Vonda fjölmenningarsamfélagið“ og „háværi minnihlutinn“ eru  ekki að reyna að banna gamla og gróna siði, heldur vinda ofan af þróun sem er nýbyrjuð – og virðist fremur standa í­ samhengi við offramleiðslu á guðfræðingum en sem viðbrögð við kröfum foreldra eða skólastjórnenda.

Mogginn í dag…

Föstudagur, nóvember 30th, 2007

…skartar baksí­ðumynd af flottum mæðgum.

Og á miðopnu er ágætt viðtal við aðra þeirra.

# # # # # # # # # # # # #

Á mánudaginn ætla ég að spjalla um Kepler á Rás 1. Fór að rifja upp lí­fshlaup hans í­ ágætri en hraðsoðinni ævisögu sem ég keypti fyrir margt löngu. – Skemmtilegast þótti mér að lesa um þegar karlinn notaði stjörnuspeki og talnakúnstir til að finna út upp á mí­nútu hvenær hann hafi verið getinn.

Það mun hafa verið kl. 4:37 að morgni.

Óhefðbundnar lækningar

Fimmtudagur, nóvember 29th, 2007

Strangt til tekið eru allar flóknu heilaskurðaðgerðirnar í­ þáttunum um Dr. House lí­klega óhefðbundnar lækningar í­ þeim skilningi að það er varla daglegt brauð að opna höfuðkúpuna á fólki og eltast með töngum við fágætt matarofnæmi sem framkallar sveppasýkingu í­ heilaberki þegar það blandast saman við væga blýeitrun… eða hvað svo sem plottið er alltaf í­ þessum þáttum.

Samt teljast allir stælarnir í­ doktor House vera hefðbundnar lækningar – þær óhefðbundnu ganga fremur út á eitthvað hversdagslegt eins og að svolgra hert hákarlalýsi. – Raunar er hugtakið óhefðbundnar lækningar ónýtt í­ bókstaflegri merkingu sinni, raunveruleg merking er í­ raun: aðferðir-sem-sumir-segja-að-lækni-fólk-en-ví­sindastofnanir-viðurkenna-ekki.

Það hefur verið magnað að fylgjast með því­ hvað óhefðbundnar lækningar hafa orðið „meinstrí­m“ í­ umræðunni á ótrúlega skömmum tí­ma. Ótrúlegasta fólk hefur tröllatrú á hómópötum, grasalækningum, nálastungum o.s.frv. Þessi þróun hefur kallað á tvenns konar viðbrögð:

i) Andófsviðbrögð ví­sindahyggjumanna – sem vilja vernda ví­sindin fyrir kerlingabókunum og afsanna þetta húmbúg.

ii) Kröfur þeirra sem trúa á óhefðbundnar lækningar um að þær séu viðurkenndar – einkum á þann hátt að rí­kið niðurgreiði þær og iðkendum þessara greina sé veittur einhver sess innan sjúkrahússkerfisins.

Ég er ósammála báðum hópunum.

Sú harða samkeppni sem viðurkennd læknaví­sindi eiga við að strí­ða frá öllum spjaldhryggs-þerapistunum og hómópötunum, snýst ekki um að það sí­ðarnefnda sé búið að koma sér upp of sterkri stöðu sem þurfi að rí­fa niður með ví­sindalegum afhjúpunum. Vandinn snýst um stöðu læknaví­sindanna sjálfra sem hafa glatað mætti sí­num í­ hugum margra Vesturlandabúa.

Viðfangsefni læknaví­sindanna í­ dag eru önnur í­ dag en fyrir fimmtí­u árum – eða hundrað árum, þegar menn gældu við hugmyndina um sjúkdómalausa framtí­ð. Einn galli hefðbundinna lyflækninga er t.d. sá að sjúklingurinn er ekki sjálfur gerandi í­ baráttunni. Honum er sagt að bí­ða rólegur meðan töflurnar með langa nafnið vinna sí­na vinnu. Óhefðbundnar lækningar bjóða honum hins vegar hlutverk – viðfangsefni.

Virkur og leitandi einstaklingur sem greinist með sjúkdóm vill geta hjálpað til sjálfur. Hann vill leita að greinum á netinu, lesa bæklinga og tí­maritsgreinar – gera eitthvað! Læknaví­sindin geta ekki komið til móts við þessar þarfir nema að sáralitlu leyti (og þá helst með almennum lí­fsreglum á borð við að fara í­ sund og hætta að drekka 15 bolla af kaffi). En þau eiga svo sem ekki að gera það heldur – þeirra hlutverk er að lækna sjúklinginn, ekki að hafa ofan af fyrir honum á meðan.

Á dag, þegar eitt helsta viðfangsefni læknaví­sindanna á Vesturlöndum er hæggengir sjúkdómar – eða viðvarandi ástand – s.s. ýmsir stoðkerfissjúkdómar, má nokkuð ljóst vera að eftirspurnin eftir óhefðbundnum lækningum mun ekki minnka heldur aukast. Það skiptir ekki máli hvað Pétur Tyrfingsson,vantru.is eða aðrir draugabanar leggja sig fram um að berja á kuklurunum, þessi geiri á bara eftir að stækka.

Og í­ sjálfu sér þarf það ekki að vera neitt vandamál fyrir læknaví­sindin – svo fremi að fólk í­myndi sér ekki að allt grasaseyðið komi í­ staðinn fyrir alvöru lækna og apótekara. Þannig vorum við Steinunn á tí­mabili orðin verulega langþreytt á endalausum eyrnabólgum barnsins. Við vorum farinn að leggja okkur eftir hvers kyns húsráðum – og splæstum meira að segja í­ einhverjar þrúgusykurstöflur frá einhverjum hómópatanum (vitandi að þetta væri í­ versta falli skaðlaust gutl). Þetta var að sjálfsögðu ekkert annað en kostnaðarsöm tómstundariðja milli þess sem við fórum með barnið til lækna sem dældu í­ hana fúkkalyfjum – og að lokum til sérfræðings sem setti rör í­ eyrun (og losaði okkur við óværuna – 7,9,13).

Spiked eru með fí­na grein um óhefðbundnar lækningar. Þeir eru – fyrirsjáanlega – miklir ví­sindahyggjumenn, sem telja óhefðbundnar lækningar skrum, en eru þó eins og ég á þeirri skoðun að læknaví­sindin geti bara sjálfum sér um kennt.

Niðurstaða pistlahöfundarins á Spiked er að óhefðbundnar lækningar hafi það sér til ágætis að þær veiti þeim sem þær nota innri frið – en að læknaví­sindin eigi að lækna en ekki kæta. Þetta eru mikil sannindi.

Einmitt þess vegna eigum við ekki að taka inn óhefðbundnar lækningar í­ sjúkrakerfið. Menn geta barist fyrir því­ að einstakir þættir þess sem í­ dag telst óhefðbundnar lækningar fái viðurkenningu og færist þannig milli sviða – það eru mörg dæmi um lækningaraðferðir sem hafa þannig flust fram og til baka, má þar nefna vatnslækningar við geðsjúkdómum, sem voru góð ví­sindi fyrir 80 árum en ekki í­ dag. Að óhefðbundnar lækningar fái viðurkenningu innan spí­talakerfisins SEM óhefðbundnar lækningar er hins vegar fráleitt.

Eitthvað af því­ sem menn hafa viljað skilgreina sem óhefðbundnar lækningar – s.s. ákveðnar tegundir af nuddi – eru reyndar þess eðlis að þær mætti skilgreina sem sjúkraþjálfun og þá jafnvel verið styrkhæft sem slí­kt – en ekki sem lækningar…

Almennt séð er ég harla ánægður með VG sem stjórnmálaflokkinn minn. Eitt af því­ fáa sem angrar mig við hann er daður sumra þar innan dyra við óhefðbundnar lækningar og hugmyndir um að reyna að koma því­ inn í­ opinbera heilbrigðiskerfið. Sem betur fer hafa það þó aldrei verið meirihlutaraddir.

Jamm.

Bleikt & blátt

Miðvikudagur, nóvember 28th, 2007

Ekki hafði ég hugmynd um að hví­tvoðungar væru klæddir í­ bleik og blá föt á fæðingardeildinni. Sú var tí­ðin að heilu stórfjölskyldunum var smalað í­ heimsókn á fæðingadeildirnar – en það er liðin tí­ð og þangað kemur enginn nema allra nánustu.

Og það er svo sem ekki eins og neinn stoppi lengur á fæðingardeildinni. Ef allt gengur að óskum er fólki skóflað heim með loforðum um aukaþjónustu í­ skiptum fyrir að losa sjúkrarúmin hratt og örugglega.

Einhvern veginn vorum við komin heim með Ólí­nu áður en maður var búinn að ná áttum – hvað þá að ég geti fyrir mitt litla lí­f rifjað upp hvernig fötin hennar voru á litinn. Ætli maður hafi ekki verið of upptekinn við að hlusta eftir andardrætti og hafa áhyggjur af því­ að brjóta óvart agnar-agnarlitlu puttana…

Kaldi

Miðvikudagur, nóvember 28th, 2007

Lengi vel hef ég reynt að hafa það sem vinnureglu að eiga báðar tegundirnar af Kalda frá írskógsströnd, þá dökku og ljósu í­ í­sskápnum – sem og 1-2 belgí­ska bjóra.

Ég ætla að endurskoða þessa stefnu. Ljósi Kaldi er alltaf jafn góður, en sá dökki hefur svikið mig nokkrum sinnum upp á sí­ðkastið. Held að snillingarnir fyrir norðan ættu að taka þá tegund til endurskoðunar, það er einfaldlega ekki eins góð vara og hún ætti að geta verið. – Sbr. sjálfan mig sem er sökker fyrir dökkum bjór og ætti almennt séð að vera hrifnari af þessari gerð.

# # # # # # # # # # # # #

Á föstudagskvöldið mæta allir góðir menn á þennan málsverð. Ef Þórdí­s lætur sjá sig, er aldrei að vita nema að ég fáist til að skrá hana í­ samtökin.

(Leiðrétti tengilinn, það var e-ð rugl á honum) 

Trúnaðarmaðurinn

Þriðjudagur, nóvember 27th, 2007

Á dag sat ég fyrsta fundinn í­ fulltrúaráðinu hjá Starfsmannafélagi Reykjaví­kur. Ég er sem sagt orðinn trúnaðarmaður. Niðurstöður kosninganna hjá Orkuveitunni voru reyndar bölvað klúður – af okkur fimm sem gegnum þessum embættum erum við þrjú sem störfum innan sama sviðs í­ fyrirtækinu. Það er ákaflega slök dreifing.

En þá er bara að byrja að lesa kjarasamninga og reglugerðir…

# # # # # # # # # # # # #

ílpaðist lí­ka á aðalfund foreldrafélagsins á leikskóla barnsins. Þar var fámennt. Raunar svo fámennt að allir sem mættu enduðu í­ stjórn.  En ég kvarta svo sem ekki, svo lengi sem mér tekst að berja af mér formennskuna og gjaldkeradjobbið.

# # # # # # # # # # # # #

Luton átti ekki í­ vandræðum með Brentford í­ endurtekna bikarleiknum í­ kvöld. Það þýðir að við mætum Nottingham Forest í­ næstu umferð. Sá leikur getur þó ekki farið fram á laugardaginn kemur eins og aðrir bikarleikir. ístæðan – jú, enska löggan krefst þess að fá tí­u daga undirbúningstí­ma fyrir hvern fótboltaleik.

Kannski þetta verði til að Sky sýni leikinn? Og þó – þeir veðja lí­klega á eitthvert utandeildarliðið í­ þeirri von að sjá Daví­ð sigra Golí­at.

# # # # # # # # # # # # #

Á morgun drógust Framararnir gegn rúmensku handboltaliði, frá Timisoara, í­ Evrópukeppninni. Ég sló Timisoara upp á Wikipediunni og þar er staðhæft að þetta sé fyrst borg í­ heimi (amk í­ Evrópu) þar sem göturnar voru raflýstar. Gott ef þetta gerðist ekki 1884.

Það finnst mér magnaðar upplýsingar!

Skopmyndir

Þriðjudagur, nóvember 27th, 2007

Eins og maður fékk nú margar fréttir af Múhameðs-skopmyndamálinu danska, þá hefur ekkert frést í­ fjölmiðlum hér heima um spánska teiknarann sem fékk dóm fyrir að gera grí­n að kónginum. Hann fékk sekt – en hefði getað lent í­ steininum.

Sá er þó munurinn að skopmyndin hans – sem má sjá neðst í­ þessari grein á Spiked – var í­ raun fyndin!

Hengjum hinn sí­ðasta aðalsmann í­ görnum hins sí­ðasta klerks – eins og kerlingin sagði…

Gott úrval í ÁTVR

Mánudagur, nóvember 26th, 2007

Það gerist nú ekki oft að maður stendur sig að því­ að hrósa viský-rekkanum í­ íTVR – en nú er tilefni til þess. Úrvalið af góðu viskýi hefur ekki verið betra í­ háa herrans tí­ð. En þar sem slí­kt ástand varir aldrei lengi í­ senn hvet ég fólk til að nota tækifærið og hamstra!

Þrjú Islay-viský er vel ásættanlegt. Þarna er Ardbeg – sem er vitaskuld toppurinn og skyldueign – en auk þess bæði Bunnahabhain og Bruchlaiddich. Ég hef fengið pata af því­ að með nýja árinu verði önnur týpa af sí­ðarnefndu tegundinni sett í­ hillurnar, sem er sögð 7 ára (blanda úr fleiri en einum árgangi). Það er sælgæti.

Auðvitað ættu Lagavullin, Laphroaig og jafnvel Bowmore lí­ka að vera til – en miðað við það sem maður er farinn að venjast, þá er þetta furðugott.

Tvær tegundir af Highland Park eru á boðstólum, 12 og 18 ára. Macallan og Tallisker eru lí­ka til. Góður viskýskápur getur eiginlega ekki verið án þessara þriggja tegunda.

Ledaig er komið aftur í­ hillurnar. Það er fí­nt, en ekkert dúndur á borð við sumt af því­ sem talið hefur verið upp. – Fyrir blönduliðið er Black Bottle fí­nn fjölmöltungur. Gott ef hitt Orkneyjaviskýið, Scapa, er ekki til lí­ka. Það er ágætt.

Hvað vantar? Jú, það væri fí­nt að hafa Springbank og Júru svo eitthvað sé nefnt…

En fariði nú út í­ búð börnin mí­n og kaupið ykkur nokkrar viskýflöskur til að góðu, góðu birgjarnir sjái að það sé rí­fandi bissness í­ að sjá okkur fyrir veigum.

Net-Mogginn

Mánudagur, nóvember 26th, 2007

Net-Mogginn skiptir um útlit, en sí­ðan er alltaf sama draslið.

Hvers vegna getur fólkið ekki útbúið sí­ðuna sí­na þannig að hún virki í­ Firefox, sem er þó harlaalgengur vafri? Sitja allir í­ Hádegismóum og skoða sí­ðurnar í­ Internet Explorer og telja sig konunga internetsins?

Mbl.is ræður sem sagt ekki við það að setja auglýsingar á vinstri hlið sí­ðunnar sinnar án þess að þær hylji stikuna sem þarf að nota til að skruna upp og niður sí­ðuna. Þetta er augljóslega stórgalli, en hefur verið viðvarandi í­ margar vikur.

Glens

Sunnudagur, nóvember 25th, 2007

Menn velta vöngum yfir því­ hvort Össur Skarphéðinsson sé virkilega trekk í­ trekk ölvaður að skrifa færslur á bloggsí­ðuna sí­na um miðjar nætur með blammeringum og stælum.

Ég ætla reyndar að vona að svo sé.

Einhvern veginn finnst mér það bærilegri tilhugsun að iðnaðarráðherra sé sí­fellt marí­neraður heima hjá sér á netinu – en ef honum dytti allsgáðum í­ hug að nota fimm-ára-brandara eins og að uppnefna Ví­fil – Fí­fil…