Archive for janúar, 2008

Ljóðhús

Fimmtudagur, janúar 31st, 2008

Ekki komst ég á Bessastaði í­ dag þar sem í­slensku bókmenntaverðlaunin voru afhent. Þangað var mér þó boðið – út á setuna í­ nefndinni sem valdi bækurnar í­ úrslitin.
Ljóðhús Þorsteins Þorsteinssonar hrepptu hnossið í­ almenna flokknum, sem mér finnst mjög maklegt. Oft hafa verðlaunabækurnar í­ þessum flokki verið það sem kalla má „gjafabækur“ – veglegar útgáfur með fí­nu prentverki, einkum hugsaðar til stórafmælisgjafa. Ljóðhús er hins vegar hefðbundin fræðibók – massí­vur texti, bönsj af tilví­sunum – og ekkert léttmeti.

Á ljósi þessa vals verður því­ ályktun stjórnar Reykjaví­kurakademí­unnar þess efnis að hlutur fræðibóka væri rýr í­ bókmenntaverðlaunum ársins enn skringilegri, enda byggðist hún lí­klega á misskilningi.

En til hamingju Þorsteinn!

Æfingar

Fimmtudagur, janúar 31st, 2008

Steinunn beindi áðan óundirbúinni fyrirspurn til utanrí­kisráðherra, varðandi fregnir af því­ að danskar herþotur hefðu í­trekað á undanförnum árum brotið flugumferðaröryggisreglur og farið of nærri farþegavélum. Hún spurði ráðherra hvort þessar fregnir yllu ráðherra ekki áhyggjum í­ ljósi þeirrar stefnu stjórnvalda að bjóða hingað herþotum frá Danmörku og öðrum NATO-rí­kjum.

Svör utanrí­kisráðherra voru á þá leið að þótt auðvitað væri það alltaf alvarlegt mál þegar flugvélar færi of nálægt hver annarri, væri ekki ástæða til að hafa miklar áhyggjur – því­ að þegar dönsku F-16 þoturnar kæmu hingað til lands þá væru þær að taka þátt í­ æfingum og þá pössuðu menn sig sérstaklega vel.

Aha!

Það hefði mátt segja áhöfninni á rússneska kafbátnum Kursk frá því­ að þeir væru ekki í­ neinni hættu, enda á heræfingu – og þar vanda menn sig svo vel að engin hætta er á slysum.

ín þess að hafa nein sérstök gögn til að styðja þá skoðun mí­na, þá reikna ég með að meirihluti slysa tengdum herjum á friðartí­mum eigi sér einmitt stað á æfingum. Þar er verið að prófa nýjar aðstæður, sem eru frábrugðnar gömlu rútí­nunni.

Ekki þar fyrir að mér fannst utanrí­kisráðherra ekki einu sinni trúa sjálf á þennan málflutning sinn…

Með koltjöru í fötu…

Miðvikudagur, janúar 30th, 2008

Þegar ég var á fyrsta og öðru ári í­ gaggó, reyndi ég að máta mig í­ listaspí­ruhlutverkinu. Eitthvað bögglaðist maður við að skrifa af ljóðum og lesa framúrstefnulegar ljóðabækur eftir skuggalega náunga, sem voru súrrealistar og ortu blóði drifin kvæði.

Ég lét nokkrum sinnum draga mig á kvikmyndasýningar í­ Mí­r. – Og einu sinni vann ég peningaverðlaun við fjórða mann fyrir myndverk/gjörning á einhverri menningarhátí­ð unga fólksins. Verkið reyndi helst á þeffæri áhorfenda.

Á sí­ðasta ári í­ Hagaskólanum datt gjörsamlega botninn úr þessum listamannsgrillum mí­num. Ég lagði allt þetta dund á hilluna og breytti lestrarvenjum mí­num allverulega. Það ár var ég reyndar farinn að umgangast talsvert strákaklí­ku sem var árinu yngri og innihélt Palla Hilmars, Úlf Eldjárn, Ragga Kjartans, Þorlák Einarsson o.fl. – Þeir voru á bólakafi í­ listamannagí­rnum, en mér tókst að leiða það hjá mér og talaði bara við þá um pólití­k í­ staðinn.

Það er lí­klega vegna þess hvað ég losnaði snemma við listamannabakterí­una að mér er fyrirmunað að skilja boðskapinn hjá anarkistahópnum sem málaði með svörtu yfir listasýningu í­ Þjóðarbókhlöðunni og sem sagt var frá í­ tí­ufréttum í­ kvöld

Verkið sem um ræðir (og er ví­st hluti af MA-verkefni) hljómaði reyndar ansi mikið eins og samkvæmisleikur á einhverju hópeflisnámskeiðinu – þar sem gestir og gangandi áttu að skrifa eitthvað frá eigin brjósti um brottför hersins. Þetta heitir ví­st að koma af stað „hugflæði“…

Nema hvað – að mati anarkistanna er fólk upp til hópa fáráðar sem skilja ekki raunverulegar ástæður strí­ðs og þess vegna er þarf að hertaka listaverkið og mála það svart til að sýna fram á hræsnins. Það var einhvern veginn svona…

Sanleiksflytjendurnir með koltjöruna birta svo mynd af sér við málningarstörfin – en hylja andlitin.

Ég á óskaplega bágt með að sjá snilldina í­ þessu. Hver er broddurinn? Hvað var það við útskriftarverkefni fjölmiðlanema í­ Háskólanum sem kallaði á þessi viðbrögð? Hvert er rökrétt næsta skref á eftir þessu? Að mála næsta strætóskýli svart til að afhjúpa hræsni og blindu einkabí­lismans? Hvað veit ég…

Æi, þetta er bara eitthvað svo aumt.

(Viðbót kl. 8:55 – málningarteymið mun ví­st hafa ákveðið að koma fram undir nafni og hefur birt ljósmyndirnar aftur án þess að fela andlitin. Sé þó ekki að það breyti afstöðu minni til málsins í­ neinum meginatriðum.)

Hirð-fífl

Miðvikudagur, janúar 30th, 2008

Eitthvert mesta aulahrollsmóment seinni ára í­ í­slenskum fréttatí­ma, var þegar Guðmundur írni Stefánsson mætti eins og trúður í­ kjólfötum og lét einhvern voða fí­nan ekil keyra sig á eldgömlum og glæsilegum hestvagni til fundar við sænska kónginn að afhenda embættisbréfið.

Hott, hott, allir mí­nir hestar! – Gat maður séð hann segja í­ huganum. Ég leyfi mér að fullyrða að enginn af öllum þeim í­haldsmönnum sem dubbaðir hafa verið upp sem diplómatar hefði látið hafa sig út í­ annan eins fí­flaskap.

Hvað er það með krata og fyrrum róttæklinga sem gerir það að verkum að þeir fá í­ hnén gagnvart kóngaslekti og byrja að haga sér eins og fábjánar?

Pistill Össurar Skarphéðinssonar í­ dag er dæmi um þetta. Er hægt að vera mikið meiri plebbi en að skrifa neim-droppí­ng færslur um fræga fólkið sem maður hittir á milljónamæringahótelunum í­ löndum sem búa við sautjándu aldar stjórnkerfi og þar sem kóngarnir/furstarnir/emí­rarnir eiga persónulega mestallan þjóðarauðinn. Og svo er Össur bara fí­nn kall hjá kónginum

ÞÚ KALLAR ÞIG JAFNAíARMANN – MANNANDSKOTI!!! REYNDU Aí MUNA ÞAí, ÞÓ Aí ÞAí SÉU KVIKMYNDASTJÖRNUR Á LYFTUNNI OG Á SUNDLAUGARBAKKANUM!!!

# # # # # # # # # # # # #

Um daginn gerðum við Steinunn hræðileg mistök.

Ólí­na var eitthvað pirruð, svo okkur datt í­ hug að kaupa okkur frið með því­ að fiska geisladisk úr hillunni sem við vissum að myndi slá í­ gegn. „Þjóðhátí­ðarpartý pulsuparsins“ eða e-ð álí­ka – skrandiskur sem fylgdi með pylsupakka frá SS að mig minnir. Þar eru allir verstu og mest óþolandi sumarhittarar sí­ðustu 20 ára.

Barnið hefur dálæti á auglýsingunum með pulsuparinu, svo augljóslega hlaut henni að lí­ka diskurinn. Svo núna biður hún reglulega um að við spilum Vini vors og blóma, Skí­tamóral og hvað þetta nú heitir annars.

Það versta er – að barnið er ekkert sérstaklega hrifið af lögunum. Hún vill bara hlusta á diskinn með uppáhalds plötuumslaginu.

Hin grátlegu mistök okkar voru sem sagt þau að skipta ekki á diskum strax í­ upphafi. Hvers vegna setti ég ekki Bona Drag með Morrissey í­ hulstrið með glaðbeittu SS-pulsunum? Ó, það hefðu verið dýrðardagar!

Hræsni?

Þriðjudagur, janúar 29th, 2008

Finnst engum neitt skringilegt við það að þjóðfélagið liggi nánast á hliðinni vegna þess að allir eru að rí­fast um hvað sé viðeigandi eða óviðeigandi umfjöllun um andlega heilsu Ólafs F. Magnússonar – en á sama tí­ma halda allir fjölmiðlar áfram að smjatta á harmsögufréttunum af bandarí­skum söngkonum sem kljást við taugaáföll og eiturlyfjafí­kn fyrir framan hópa blaðaljósmyndara?

Hefur ritstjóri Moggans t.d. enga skoðun á þeim fréttum sem blað hans birtir af „fræga fólkinu“ úti í­ heimi?

Þorra Kaldi

Mánudagur, janúar 28th, 2008

Eftir á að hyggja voru það mistök að kaupa ekki dökkan og ljósan Kalda í­ rí­kinu til að gera bragðsamanburð við þorrabjórinn frá litla brugghúsinu frá írskógssandi.

Mér finnst bragðið þó ekki benda til þess að maður hefði fundið ýkjamikinn mun. Þetta er fí­nn bjór – en ekki eins góður og sá ljósi.

Og hvers vegna valkyrjubeibið She-Ra er framan á flöskunni skil ég ekki.

# # # # # # # # # # # # #

Suður-Afrí­ka situr á botni sí­ns riðils í­ Afrí­kumótinu í­ fótbolta – og það eru ekki nema tvö og hálft ár í­ HM. Á sporum Suður-Afrí­kumanna væri ég farinn að hafa verulegar áhyggjur af gestgjafaskandal.

Japan 2002 og Sviss 1954 koma upp í­ hugann.

FIFA misreiknaði sig lí­klega þarna. Eftir á að hyggja hefðu norður-afrí­sku boðin sennilega verið betri.

Karlinn með hattinn…

Mánudagur, janúar 28th, 2008

…stendur uppá staur – borgar ekki skattinn… o.s.frv.

Nú væri gott að fá skattaráðgjöf frá lesendum.

Á árinu 2007 vann ég að verkefni sem er ekki lokið. Upphæðin sem um ræðir er lægri en svo að ég þurfi að telja sérstaklega fram sem verktaki.

Ég er enn ekkert farinn að rukka fyrir þessa vinnu.

Og þá er spurningin: á ég að telja þetta fram sem tekjur á árinu 2007 (þótt enn sé ekki búið að gefa út reikning) eða á ég að telja þetta fram á næsta ári – í­ ljósi þess að upphæðin verður greidd á þessu ári?

Einhverjar uppástungur?

Mótmælafrí

Mánudagur, janúar 28th, 2008

Kjartan Magnússon er æfur yfir að einhver menntaskólakennari hafi gefið nemendunum sí­num mótmælafrí­. Þar er langt seilst í­ leit að sökudólgi.

Hitt er auðvitað annað mál að það er kjánalegt að kennaragreyið hafi gert þessi mistök. Ég minnist þess þegar við Sverrir Jakobsson vorum að kenna kúrs í­ ví­sinda- og tæknisögunni við sagnfræðiskor fyrir nokkrum misserum að Stúdentaráð var að standa fyrir einhverjum aðgerðum á Austurvelli til að heimta meiri peninga í­ Háskólann. Við harðneituðuðum að fella niður tí­mann, enda höfðum við enga heimild til slí­ks. Þeir nemendur sem vildu mæta í­ mótmælin urðu að skrópa í­ tí­manum og kyngja afleiðingunum.

En er það ekki einmitt hluti af stemningunni við að vera stúdent í­ mótmælaaðgerðum – að taka þátt í­ að berjast fyrir kröfum sí­num og skrópa í­ skólanum á meðan?

# # # # # # # # # # # # #

Kaldi þorrabjór er kominn í­ í­sskápinn. Hann verður prófaður í­ kvöld – og mögulega dæmdur á þessum vettvangi.

# # # # # # # # # # # # #

Skattavandræði Luton eru orðin verulega flókin og stefna framtí­ð félagsins í­ voða. Ég óttast að félagið sé að kremjast í­ miðjunni í­ slagsmálum breska skattsins og knattspyrnuyfirvalda.

Menn eru í­ fullri alvöru að ræða hvort lí­fvænlegra væri að hefja keppni í­ utandeildarkeppninni til að komast framhjá kröfum deildarinnar.

Nýr minnihluti myndaður

Mánudagur, janúar 28th, 2008

Feðginin Freyr og Freyja komu í­ heimsókn seinnipartinn og átu vöfflur á Mánagötunni. Þær stöllur, Freyja og Ólí­na, voru í­ essinu sí­nu. Fyrir vikið heyrðist ekki mikið í­ Silfri Egils, sem rúllaði í­ sjónvarpinu eftir að handboltinn var búinn.

Með því­ að horfa með öðru auganu, fékk maður þó ágætis mynd af þættinum. Og ekki væri mér skemmt ef ég væri Sjálfstæðismaður…

Það var ekki að sjá að nýr meirihluti hafi verið myndaður í­ borginni í­ sí­ðustu viku. Hins vegar kom vel fram að það er kominn nýr minnihluti.

Viðmælendahópurinn var með hreinum ólí­kindum. Þarna var hver andstæðingur nýja meirihlutans á fætur öðrum – og einkaviðtal við Dag. Einu málsvararnir voru bræðurnir Kjartan og Andrés Magnússynir – og svo náttúrlega ísta Þorleifsdóttir, sem augljóslega var fengin í­ þáttinn vegna þess að Egill vissi að hún hlyti að segja eitthvað sem koma myndi meirihlutanum illa.

Það held ég að hefði heyrst hljóð úr horni ef sí­ðasta rí­kisstjórnarmyndum hefði verið afgreidd með þessum hætti – með einkaviðtali við Steingrí­m og svo 80% þáttargesta úr röðum VG, Framsóknar og Frjálslyndra.

En Agli er lí­klega vorkunn – ætli það sé hlaupið að því­ að finna nokkurn viðmælenda sem er til í­ að verja þessa stjórn?

Gúllas

Laugardagur, janúar 26th, 2008

Málsverðurinn sem Nanna Rögnvaldar töfraði fram í­ Friðarhúsi í­ gærkvöldi var magnaður. Kjötið í­ ungversku gúllassúpunni var nautaskankar – sem mun vera ódýrasta kjötið á markaðnum en jafnframt það besta í­ svona súpu. Ég hef aldrei borðið jafn meyrt kjöt. Það hlýtur að hafa verið látið sjóða í­ hálfan sólarhring.

Ingibjörg Haraldsdóttir las úr endurminningarbók sinni, en fyrstu kaflar hennar gerast einmitt á Snorrabrautinni á næstu grösum við Friðarhúsið.

Stemningin var með besta móti – og hagnaðurinn ágætur. Ætli hann standi ekki undir fimm prósentum af eftirstöðvunum af bankaláninu?

# # # # # # # # # # # # #

Sam Parkin var keyptur til Luton með ærnum tilkostnaði – að því­ er mig minnir fyrir sí­ðasta tí­mabil. Hann hefur verið meiddur sí­ðan.

Á dag kom hann inn sem varamaður í­ sí­num fyrsta deildarleik í­ óratí­ma. Og skoraði jöfnunarmarkið gegn Leeds á 90. mí­nútu.

Það eru fyrstu gleðilegu fréttirnar í­ viku sem einkum hefur snúist um fréttir af því­ að breski skatturinn sé mögulega að knýja okkur í­ gjaldþrot.

# # # # # # # # # # # # #

Framstelpurnar unnu Val í­ gær. Nú er maður loksins farinn að trúa…

Verð að mæta á FH leikinn í­ næstu viku.