Archive for febrúar, 2008

Þjóðviljinn allur

Föstudagur, febrúar 29th, 2008

Tí­maritavefur Landsbókasafnsins er frábær – eins og margoft hefur verið áréttað á þessari sí­ðu.

Á vikunni náðist þar sá merki áfangi að búið er að setja Þjóðviljann í­ heild sinni inn á vefinn. Það eru gleðileg tí­ðindi.

Nú eru Mogginn og Þjóðviljinn aðgengilegir þarna, sem og Dagur frá Akureyri – allt þar til blaðið rann saman við Tí­mann 1996.

DV er komið frá 1981 til 1995 og mun innan tí­ðar ná allt til 2004.

Það vantar þó eitt og annað. Þarna þurfum við að fá:

* Tí­mann

* Alþýðublaðið

* Ví­si

* Dagblaðið

* Mánudagsblaðið

* Helgarpóstinn

– Er ég að gleyma einhverju? Jú, Frjálsri þjóð… Eintaki… Pressunni… Fleiri uppástungur?

Og auðvitað ætti Tí­maritavefurinn hafa birta áætlun þar sem fram kæmi hver séu næstu verkefni. Hvar er Tí­minn t.d. í­ röðinni? Hvort verður tekið fyrst – Ví­sir eða Alþýðublaðið?

En í­ millití­ðinni látum við okkur nægja Þjóðviljann…

Mánagötur

Föstudagur, febrúar 29th, 2008

Flest internetævintýri Moggans enda með skelfingu. Á því­ eru þó nokkrar undantekningar. Þeirra veigamest er fasteignavefur mbl. Allir sem eru að leita að fasteign fara þangað – og hvergi annað.

Nú er ég ekki í­ í­búðaleit, en fer þó alltaf öðru hvoru inn á vefinn og prófa að slá inn leitarorðinu „Mánagata“ og tékka jafnvel lí­ka á Ví­filsgötunni og Karlagötunni. Þetta geri ég sumpart af forvitni – til að sjá hvort einhver hús í­ hverfinu séu að skipta um eigendur og sumpart til að fylgjast með því­ hvernig verðlagningin á í­búðum eins og okkar tekur breytingum.

Nú sé ég t.d. að verið er að selja kjallaraí­búðina í­ næsta húsi. Hún er 54 fm og kostar 15,5 milljónir.

Með þessari leitaraðferð koma vitaskuld upp allar Mánagötur á landinu. Götur með þessu nafni er að finna í­ Norðurmýrinni, í­ Grindaví­k, á ísafirði, í­ Reykjanesbæ, á Hvammstanga og á Reyðarfirði.

Yfirleitt hafa 2-3 í­búðir í­ götunni minni verið á söluskrá – en er bara ein núna. Að þessu sinni er ekkert auglýst í­ Grindaví­k eða í­ Reykjanesbæ.

Það er hins vegar nokkuð sláandi að sjá heilar sex fasteignir við Mánagötu á Reyðarfirði á söluskrá. Á mesta þenslutí­manum, meðan á álversframkvæmdunum stóð, voru kannski eitt til tvö hús þarna á sölu – og fermetraverðið var svipað og á Akureyri. Núna hefur verðið hrapað.

Kannski er þetta bara tilviljun. Mögulega er Mánagatan frábrugðin öðrum götum á Reyðarfirði, þar sem slegist sé um eignir og verðið enn í­ toppi. En ég leyfi mér samt að efast um það…

Svona borðar maður…

Föstudagur, febrúar 29th, 2008

Hinn sí­vinsæli mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 29. feb. kl. 19. Að þessu sinni verður samkoman í­ umsjón Menningar- og friðarsamtakanna MFíK.Kokkur kvöldsins er Veróní­ka S.K. Palaniandy (Rúbý) frá Singapúr.

Matseðillinn verður mátulega framandi til að falla öllum í­ geð:

* Kjötbollur (nautakjöt) með ferskum grænum piparkornum, basilí­ku og myntu.

* Gular baunir í­ kókos með ýmsu grænmeti (þessi réttur hentar grænmetisætum).

* Blandað grænmetissalat með ólí­fuolí­usósu.

* Réttirnir eru borðaðir með brauði.

* Frönsk súkkulaðikaka í­ eftirrétt og boðið upp á kaffi og te með súkkulaðisí­rópi og blóðappelsí­nusí­rópi.

Andlega næringu munu skáldkonurnar Guðrún Hannesdóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir og Vilborg Dagbjartsdóttir sjá um.

Fjölmennum og tökum með okkur gesti.

Borðhald hefst kl. 19 en húsið opnar 1/2 tí­ma áður.

Maturinn kostar 1.500 kr.

Gallinn við pólsku verkamennina

Fimmtudagur, febrúar 28th, 2008

Hér á Minjasafninu er fjöldinn allur af pólskum smiðum og verkamönnum að störfum. Rétt sem stendur eru þeir að koma fyrir loftklæðningu.

Þetta eru hörkunaglar og hinir vinalegustu – þótt þeir tali litla ensku og ég litla þýsku.

En þeir hafa einn galla og hann ekki lí­tinn…

…þeir láta útvarpið drynja meðan þeir eru að vinna…

…sem væri allt í­ lagi…

…ef það væri ekki alltaf stillt á Létt-Bylgjuna!

Niðurlæging Morgunblaðsins fullkomnuð

Fimmtudagur, febrúar 28th, 2008

Það er kunnara en frá þurfi að segja að Mogginn hefur á sí­ðustu misserum glatað þeirri yfirburðastöðu sem hann hafði áður meðal í­slenskra prentmiðla. Ég hafði þó ekki gert mér grein fyrir því­ hversu skuggalegt ástandið væri orðið.

Pistill Vef-Þjóðviljans í­ dag segir í­ raun alla söguna um hrun blaðsins.

Á stuttu máli er pistillinn á þá leið að teknir eru bútar úr þremur greinum sem birst hafa í­ Morgunblaðinu upp á sí­ðkastið, þar sem fólk af vinstri væng stjórnmálanna fer fögrum orðum um þá Daví­ð Oddsson og Björn Bjarnason.

Um þetta segir Vef-Þjóðviljinn: „Þær munu hvergi annars staðar birtast og til þeirra verður ekki fremur vitnað en þær hefðu aldrei birst“

Þetta eru afar athyglisverð ummæli. Þau verða nefnilega ekki skilin á annan hátt en að það að viðra sjónarmið í­ Morgunblaðinu feli nánast í­ sér þöggun. Hversu djúpt sokkinn er Mogginn þegar pólití­sk vefrit þurfa að halda til haga sjónarmiðum sem birtast í­ prentútgáfunni, í­ þeirri von að einhver veiti þeim athygli? Mikið kaldari gerast kveðjurnar nú varla…

El Grillo

Fimmtudagur, febrúar 28th, 2008

Seyðisfjarðarbjórinn El Grillo bragðast bara ágætlega. Ekkert dúndur, en betri en nánast allt það sem Ölgerðin Egill Skallagrí­msson framleiðir.

Tengdapabbi, sem kaupir gjarnan Kalda – einkum ef hann á von á mér í­ heimsókn – myndi kunna vel að meta þennan bjór. Og ekki spillir Austfjarðatengingin.

Spurning hvort Nobbararnir séu hættir að drekka Prins Christian og komnir yfir í­ þetta í­ staðinn?

Fjölmenning og pólitísk rétthugsun skríða fyrir trúarofstækismönnum!

Miðvikudagur, febrúar 27th, 2008

Haukur Þorgeirsson flettir ofan af alvarlegu máli í­ athugasemd við færsluna hér að neðan.

Eins og menn muna, hafa kirkjunnar menn kvartað yfir því­ að Nói-Sí­rí­us setji litlar gúmmí­fí­gúrur – Púka – oná hluta páskaeggjanna sinna. Þetta eru hin svokölluðu „Púkaegg“ sem glatt hafa börnin sí­ðustu árin.

Púkarnir eru óskaplega vinalegar fí­gúrur, en vissulega með horn og hala eins og Kölski sjálfur – og það er of mikið fyrir guðslömbin.

Núna hefur páskaeggjaframleiðandinn Nói látið undan trúarofstækinu. Það verða engir púkar á eggjunum í­ ár, bara strumpar. Gerræði Jesúfasistanna hefur orðið ofaná. Melirnir!

Eflaust er þetta vel meint af páskaeggjaframleiðandanum, sem lætur pólití­ska rétthugsun og fjölmenningarhyggju ráða gjörðum sí­num – eflaust hugsa stjórnendur Nóa-Sí­rí­us sem svo að óþarfi sé að styggja sérstaklega trúarnöttarana af litlu tilefni…

En hér er um grundvallarartriði að ræða! Ef við leyfum skjaldsveinum biskups að ræna börnin okkar páskaeggjapúkunum, þá verður þess skammt að bí­ða að þeir banni okkur að borða annað en fisk á föstunni, konur fengju ekki að ganga í­ buxum eða flatbotna skóm – og hrossakjötið mun hverfa úr kæliborðum stórmarkaðanna.

Til að standa vörð um gildi samfélags okkar er siðferðisleg skylda hvers frjálslynds borgara að hamstra púkaegg og maula þau – helst á almannafæri eða í­ grennd við tilbeiðslustaði Jesúliðsins.

Það segi ég satt.

Flökkugrís

Miðvikudagur, febrúar 27th, 2008

Net-Mogginn birti fyrir einni og hálfri klukkustund frétt um að bankastofnanir væru að afleggja sparigrí­si til að móðga ekki múslima. Nú þegar hafa tæplega tuttugu Moggabloggarar skrifað færslur um að þessir óðu múslimar séu búnir að gana of langt.

Fréttin er hins vegar gömul flökkusögn – sem fór ví­ða árið 2005. Hluti fréttarinnar í­ dag er meira að segja um atburði sem gerðust eða áttu að hafa gerst fyrir þremur árum.

Það er enginn hollenskur banki að afleggja sparigrí­si, svo Moggabloggarahjörðin getur varpað öndinni léttar.

En auðvitað mun net-Mogginn ekki birta leiðréttingu, því­ á Íslandi eru erlendar fréttir hugsaðar sem skemmtiefni þar sem flökkusagnir eru fullboðlegar.

Borgarfulltrúar

Miðvikudagur, febrúar 27th, 2008

Oddný Sturludóttir skrifar færslu um fjölda borgarfulltrúa – í­ tengslum við hugmyndir um aðstoðarmenn þingmanna.

Hún bendir réttilega á að borgarfulltrúar séu jafnmargir nú og árið 1908 – fimmtán talsins. Af greininni mætti skilja að svo hafi alltaf verið, en það er þó ekki rétt, eins og ég geri ráð fyrir að Oddný viti.

Vinstrimeirihlutinn 1978-82 lét fjölga borgarfulltrúum í­ samræmi við heimild i sveitarstjórnarlögum sem gerir ráð fyrir að borgarfulltrúar í­ Rví­k geti mest orðið uþb. 25. – Gott ef þeim var ekki fjölgað um sex, uppí­ 21.

íhaldið sló sig strax til riddara með því­ að gera það að stóru kosningamáli að fækka borgarfulltrúum og það varð þeirra fyrsta verk eftir valdatökuna 1982.

R-listinn var talsvert gagnrýndur af mörgum stuðningsmönnum sí­num fyrir að þora ekki að fjölga aftur. Gaman er að velta því­ fyrir sér hvort borgarmálakrí­san nú væri betri eða verri ef fulltrúarnir hefðu verið 21 eða 23 en ekki 15?

Hitt finnst mér kyndugra að lesa hjá Oddnýju, sem varðar fjölgunina í­ bæjarstjórninni 1908. Hún segir:


„Femí­ní­skur fróðleikur: Bæjarfulltrúar voru 11 þar til árið 1908 að Kvennalisti undir forystu Brí­etar Bjarnhéðinsdóttur bauð fram og náði óvænt inn fjórum konum. Mikill kosningasigur sem minnst var með veglegum hætti 24. janúar sí­ðastliðinn að áeggjan minni.
Til að ekki yrði gengið á hlut karlanna í­ bæjarstjórn var ákveðið að fjölga fulltrúum einfaldlega um fjóra…“

Nú vil ég ekki rengja borgarfulltrúann í­ þessu máli – en fullyrðingin kemur mér samt spánskt fyrir sjónir. Nú birti t.d. ísafold óskalista fyrir kosningarnar 1908 um hvaða fólk blaðið vildi sjá í­ bæjarstjórn. Þar var gert ráð fyrir 15 fulltrúum – þannig að ekki var fulltrúafjöldanum breytt eftir að úrslitin og stórsigur Kvennalistans lágu fyrir…

Gaman væri að vita hver heimildin sé fyrir þessari söguskýringu.

Afkomuviðvörun?

Miðvikudagur, febrúar 27th, 2008

Á ljósi dómsins í­ blogg-meiðyrðamáli Ómars R. Valdimarssonar ætti ég kannski að láta athuga lánstraustið hjá bankanum mí­num. Ómar var nefnilega gerður að umræðuefni á þessari sí­ðu fyrir alllöngu – og dróst raunar sjálfur inn í­ þá umræðu.

Það gætu legið einhverjir þúsundkallar í­ þessu…

# # # # # # # # # # # # #

Luton færðist skrefi nær falli niður í­ neðstu deild í­ dag. Liðið er sundurtætt og á sér ekki viðreisnarvon.

Samt er þetta gleðidagur því­ stuðningsmannahópurinn hefur tekið við stjórn félagsins (þó það sé enn í­ greiðslustöðvun). Væntanlega tekst að koma liðinu úr greiðslustöðvun fyrir lok tí­mabilsins. Hvort að við þurfum að byrja tí­mabilið í­ gömlu fjórðu deildinni með stigafrádrátt verður að koma í­ ljós – en það er lí­klegt.

Aðalmálið er að komast á botninn, til að félagið hætti amk að sökkva og við náum viðspyrnu.

# # # # # # # # # # # # #

Steinunn lagði fram lagafrumvarp í­ dag – og þau raunar tvö. Það er stór áfangi og gleðilegur.

# # # # # # # # # # # # #

Á tí­mahraki ákváðum við að borða kvöldmatinn á skyndibitastað í­ Skeifunni – þetta er erlend keðja með í­talskt nafn sem segist bjóða upp á ferska í­talska matreiðslu.

Þetta reyndist það daprasta sem ég hef séð á veitingastað.Diskarnir úr pappa, glösin úr pappa, hní­fapörin úr plasti og maturinn lí­ka. Ég gef þessari keðju hálft ár.