Archive for mars, 2008

Flokkshollur kvöldverður

Mánudagur, mars 31st, 2008

Um helgina bárust þær fregnir að helv. kratarnir vilji bjarga kreppunni með því­ að láta okkur éta kjúlla og sví­n.

Að sjálfsögðu brást vinstrigræna fjölskyldan á Mánagötu við þessum ögrunum með því­ að steikja sér kindakjöt í­ kvöldmatinn. Það ætti að kenna þessu liði!

# # # # # # # # # # # # #

…og talandi um krata -  Össur Skarphéðinsson setur fram alveg nýja túlkun á plottinu í­ Kardimommubænum á blogginu sí­nu. Þar segir: Steingrí­mur J. er Soffí­a frænka í­slenskra stjórnmála. Hann er alltaf svo reiður, að hann leyfir aldrei meðfæddri skynsemi að ná tökum á sér. Þessvegna er VG á ævilangri eyðimerkurgöngu.

Ég ætla að giska á að það sé orðið ansi langt sí­ðan ráðherrann las Kardimommubæinn úr því­ að hann minnir að Soffí­a frænka sé taparinn í­ þeirri sögu…

Kreppuráðstafanir

Mánudagur, mars 31st, 2008

Var á stórskemmtilegum aðalfundi einkahlutafélagsins Friðarhúss SHA í­ dag. Þar voru kynntir glæsilegir reikningar félagsins.

Að sjálfsögðu förum við hernaðarandstæðingar að tilmælum rí­kisstjórnarinnar, sem hvetur okkur til að greiða niður skuldir til að bægja kreppunni á brott. Á fundinum kom fram að eftirstöðvar bankalánsins sem tekið var fyrir kaupunum fyrir tveimur og hálfu ári séu nú um 700 þúsund – og að sú upphæð verði greidd verulega niður um þessi mánaðarmót.  Það eru því­ horfur á að hreyfingin eigi húsið skuldlaust við aðra en sjálfa sig fyrir lok þessa árs.

Ég bí­ð eftir viðurkenningarskjalinu frá írna Matthiesen!

# # # # # # # # # # # # #

Luton vann um helgina. Við erum því­ taplausir fjóra leiki í­ röð – Mick Harford er loksins að ná að snúa genginu við, þrátt fyrir að hafa þurft að láta enn fleiri leikmenn fara.

Auðvitað föllum við. Það eru ellefu stig upp í­ næsta lið fyrir ofan fallsæti – en ekki nema átján stig í­ pottinum. Sú barátta má heita vonlaus.

En það er þess vegna djöfull ergilegt til þess að hugsa að tí­u stig voru dregin af okkur vegna peningavandræða – og að við megum eiga von á viðbótarfrádrætti á bilinu 10 til 25 stig…

Þar lá frændi í því

Sunnudagur, mars 30th, 2008

Les um það mér til ómældrar ánægju á Fram-vefnum að Safamýrarstórveldið er loksins farið að tefla fram 11-manna liði í­ fjórða flokki kvenna. Til þessa höfum við bara verið í­ 7-manna liðunum í­ þeim flokki.

Fyrstu fórnarlömbin voru KR-stelpurnar undir stjórn Stefáns Karls frænda mí­ns, sem hefur greinilega kennt Framstelpunum of vel á sí­num tí­ma – því­ þær tóku Vesturbæingana í­ bakarí­ið. Sbr. þessa frásögn.

Frændi á ekki góðar stundir í­ vændum í­ næsta fjölskylduboði.

Lifi Grimsby!

Sunnudagur, mars 30th, 2008

Á dag fer fram úrslitaleikurinn í­ sendibí­labikarkeppni neðri deildar liða í­ Englandi.

Grimsby mætir Milton Keynes Dons.  Það er ekki erfitt að taka afstöðu í­ þessum leik.

Á fyrsta lagi heldur Bryndí­s vinkona mí­n með Grimsby.

Og í­ öðru lagi er Milton Keynes Dons fyrirlitlegur klúbbur, sem hvergi skyldi þrí­fast.

Hvaða Ingólf?

Föstudagur, mars 28th, 2008

Hún var eftirminnileg fréttin fyrir mörgum árum af fornleifauppgreftri í­ miðborg Reykjaví­kur. Fréttakona á vettvangi spurði fornleifafræðing að störfum: „Eruð þið búin að finna Ingólf?“ – Hann leit á hana um stund og spurði svo: „Hvaða Ingólf?“

Þar fengu fornleifafræðingar nokkur rokkstig.

Á sama hátt og fornleifafræðingar láta spurningar um nafngreinda „fyrstu landnámsmenn“ fara í­ taugarnar á sér, þá verða tæknisögufræðingar stundum leiðir á endalausum vangaveltum um hver hafi nú verið fyrstur til að gera hitt og þetta tækið. Yfirleitt er nefnilega ekki til eitt ákveðið svar við slí­kum spurningum.

Á dag flytur RÚV t.d. fréttir af því­ að Edison hafi ekki verið fyrstur til að gera hljóðupptöku. Þetta eru raunar ekki nýjar fréttir. Menn hafa lengi deilt um hljóðritann og hver eigi þar mestan heiður.

Það sem flækir málið enn frekar er að hljóðritinn er rökrétt framhald af miklu eldri tækni – spiladósinni. Og vei þeim sem reynir að hætta sér út í­ umræður um hvenær spiladós hættir að vera spiladós og verður eitthvað annað.

Einu sinni hitti ég á tæknisöguráðstefnu forstöðumann svissneska spiladósasafnsins. Það er ví­st magnað safn – og að því­ leyti merkilegt að það er eitt örfárra (4-5) safna í­ Sviss sem er rekið af alrí­kisstjórninni en ekki einstökum kantónum.

Þangað væri gaman að koma.

Á dagskránni

Föstudagur, mars 28th, 2008

Það er tvennt á dagskránni eftir vinnu:

i) Að mæta á spurningakeppnina á Grand þar sem Palli Hilmars er í­ dómarasætinu.

ii) Að gúffa í­ sig á málsverði í­ Friðarhúsi.

Vænti þess að sjá alla góða menn á báðum stöðum.

Þriðji maðurinn

Föstudagur, mars 28th, 2008

Ólympí­uleikarnir nálgast og í­ ár eru fjörutí­u ár frá frægustu pólití­sku aðgerð sem þeim tengist – verðlaunaafhendingunni eftir 200 metra hlaupið, þar sem tveir bandarí­skir keppendur steyttu hnefann til að mótmæla kynþáttakúgun gegn svörtum í­ Bandarí­kjunum.

Ég fór að lesa mér til um þetta atvik og í­ ljós kom að margt af því­ sem ég taldi mig vita um það var ekki fyllilega nákvæmt.

Maður hafði einhvern veginn alltaf heyrt að hlaupararnir tveir hafi farið mjög illa út úr þessum aðgerðum – verið reknir úr Ólympí­uliðinu af bandarí­sku ÓL-nefndinni og mátt sæta atvinnuofsóknum heima fyrir.

Reyndin var hins vegar sú að bandarí­ska ÓL-nefndin ætlaði að láta mótmælin óátalin, en það var alþjóða Ólympí­unefndin sem þvingaði hana til að refsa félögunum. Eftir að heim var komið áttu báðir glæstan í­þróttaferil, en máttu vissulega sæta hótunum frá reiðum einstaklingum.

Þriðji maðurinn – ástralski silfurverðlaunahafinn sem stóð með þeim á pallinum – fór að sumu leyti verst út úr málinu. Peter Norman studdi aðgerðir þeirra félaga og aðstoðaði þá raunar við verknaðinn. Hann ræddi um atvikið við fjölmiðla, sagðist hlynntur mótmælunum og sendi samlöndum sí­num tóninn fyrir hví­tan yfirgang.

Peter Norman var fyrir vikið meinað að keppa á ÓL 1972 og fékk aldrei að njóta sannmælis sem sá hlaupagarpur sem hann var. Og eftir að félagar hans tveir af pallinum í­ Mexí­kóborg voru orðnir heimskunnir og dáðir fyrir framtakið, var Norman flestum gleymdur.

Illa farið með góðan dreng.

Lestin til Keflavíkur

Fimmtudagur, mars 27th, 2008

Þegar hugmyndir um lestarsamgöngur milli Reykjaví­kur og Keflaví­kur voru ræddar fyrir nokkrum árum urðu sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum óðir. Þeir höfðu ekki heyrt jafnvitlausa hugmynd og sögðu að enginn vildi fara í­ lest á milli.

Það voru fyrirsjáanleg viðbrögð – því­ á sama tí­ma voru þeir að berjast fyrir því­ að rí­kið tvöfaldaði Reykjanesbrautina og þess vegna tóku þeir sjálfkrafa illa í­ allar hugmyndir sem gætu orðið til að drepa því­ máli á dreif.

Eitthvað segir mér að nú – þegar tvöföldunin er komin langleiðina – verði sömu sveitarstjórnarmenn hinir jákvæðustu og telji þetta brýnt þjóðþrifamál…

Asíuboltinn

Fimmtudagur, mars 27th, 2008

Eitt af mí­num sérviskulegustu áhugamálum er að fylgjast með forkeppni HM í­ knattspyrnu í­ veikari heimsálfunum. Á sí­num tí­ma skrifaði ég langhunda á vefritið Múrinn um Afrí­ku- og Así­ukeppnina, flestum meðritstjórnarfulltrúum til skelfingar.

Á dag var umferð í­ Así­ukeppninni og þar eru spennandi hlutir að gerast.

Að þessu sinni komast fjögur lið beint frá Así­u en hið fimmta keppir við fulltrúa Eyjaálfu. Þó má telja lí­klegast að Así­uliðið vinni – enda er eina sterka knattspyrnuþjóðin frá Eyjaálfu (ístralí­a) með í­ Así­uhlutanum. Así­a getur því­ endað með 3-5 fulltrúa en Eyjaálfa 0-2.

Nú er leikið í­ fimm fjögurra liða riðlum, tvöföld umferð. Tvö lið fara áfram í­ hverjum riðli í­ úrslitakeppnina.

1. riðill er galopinn. ístralir byrja vel með fjögur stig eftir umferðirnar tvær – en þeir, Kí­nverjar, Katar og írak eiga í­ rauninni öll góða og nokkuð jafna möguleika.

2. riðill er lí­ka áhugaverður. Tæland er lí­klega dæmt til að hafna í­ botnsætinu. Bahrain byrjar vel og er með sex stig eftir leikina tvo. Japan mun lí­klega reynast sterkara en Oman.

3. riðill er afar forvitnilegur – pólití­skt séð. Suður- og Noður-Kórea eru saman í­ riðli og mættust í­ dag í­ einum af leikjum ársins í­ fótboltanum. Markalaust jafntefli. Aulabárðarnir í­ Norður-Kóreu hefðu lí­klega unnið leikinn ef þeir hefðu leikið á raunverulegum heimavelli, en þeir voru of stoltir til að láta þjóðsöng Suður-Kóreu heyrast á sinni grundu, svo leikið var í­ Kí­na. Jórdaní­a á kannski smáséns, Túrkmenistan ekki.

4. riðill byrjar vel. Úsbekistan er lið sem lengi hefur verið spáð góðum árangri á alþjóðavettvangi, en alltaf valdið vonbrigðum. Þeir vinna lí­klega riðilinn. Lí­banon verður á botninum. Sádi Arabí­a mun væntanlega ná öðru sætinu af Singapúr.

5. riðill er óútreiknanlegur. Sameinuðu arabafurstadæmin og íran ættu að vera sterkust og Sýrland og Kúveit lakari, en það er ennþá of snemmt að segja.

Meira sí­ðar…

Íraksstríðið í 3.500 orðum

Miðvikudagur, mars 26th, 2008

Það er ekki oft sem maður leggur í­ 3.500 orða greinar um pólití­skt málefni – hvað þá 3.500 orða grein sem er morandi í­ tenglum á greinar sem hver um sig er væn að vöxtum.

Brendan O´Neill, ritstjóri Spiked skrifar slí­kan hlemm í­ tengslum við fimm ára afmæli íraksstrí­ðsins. Á greininni rekur hann sögu íraksstrí­ðsins – eða öllu heldur fer í­ gegnum skrif vefritsins gegn því­ allt frá árinu 2002 og rekur hvernig afstaða ritsins hefur staðist tí­mans tönn.

Spiked hefur þann kost umfram marga þá sem barist hafa gegn strí­ðinu, að afstaða þess hefur alltaf verið fókuseruð. Það hefur hakkað málflutning stuðningsmanna strí­ðsins í­ spað, en á sama hátt verið mjög krí­tí­skt á margt af því­ sem komið hefur frá strí­ðsandstæðingum.  Margir strí­ðsandstæðingar hafa rætt um íraksstrí­ðið sem grí­mulausa birtingarmynd klassí­skrar heimsvaldastefnu, byggt á þeirri sannfæringu að í­ Washington sitji alráðir og djöfullega greindir menn sem véli um framtí­ð heimsins – ráðist inn í­ lönd til að sölsa undir sig olí­uforða eða tryggja byggingarleyfi fyrir olí­upí­pur og ætli að skapa bandarí­skt heimsveldi fjármagnsins.

Andspænis þessu valdi er ekki skrí­tið þótt margir telji sig valdalausa og geti í­ raun ekki annað gert en að þvo hendur sí­nar – árétta að helv. strí­ðið sé þó amk. ekki í­ þeirra nafni…

Þessi ofurtrú á valdi æðstu ráðamanna heimsins er að mí­nu mati það sem öðru fremur rekur fólk út í­ að aðhyllast hugmyndir um 11.september-samsæri CIA, Bildenberg, frí­múraranna – eða hverra annarra.

Sérstaða Spiked í­ hópi gagnrýnenda strí­ðsins er sú hugmynd aðstandenda vefritsins að styrjöldin sé ekki til marks um styrk Vesturlanda gagnvart þriðja heiminum – heldur þvert á móti birtingarmynd á veikleikum og varnarleysi. Kveikjan að strí­ðinu hafi ekkert með stjórnarfar einstakra rí­kja í­ miðausturlöndum að gera og það sé heldur ekki hluti af alþjóðlegu samsæri hinna ráðandi afla – heldur sé það afleiðing af pólití­sku og hugsjónalegu gjaldþroti sí­ðustu ára og áratuga.

Mér finnst fjári margt vera til í­ þeirri kenningu.

Niðurstaða Brendans O´Neill í­ greininni, sem heitir „Hvers vegna hafa þau ekkert lært af strí­ðinu?“ – er  ekki upplí­fgandi:

And in Iraq, we have what spiked labelled in September 2006 as ‘the world’s first Suicide State’: ‘Iraq looks like a country committing suicide rather than aspiring to independence and liberty. This new Suicide State is not quite as foreign or “evil” as commentators and officials would have us believe. Rather, it seems to have been shaped by some very contemporary political trends, and by the denigration of international politics over the past decade.’

This is the end result of five years of war on Iraq: increased political doubt, disillusionment and cynicism in the West, and a hole in the heart of the Middle East where an Iraq run by its own people ought to stand. Yet rather than face up to and hotly debate these facts, all the better to ensure that such a thing never occurs again, those who supported the war now call for more interventions in ‘dangerous hotspots’ around the world, while some of those who criticised the war want Western troops in Darfur, Kosovo and Tibet. They have learned absolutely nothing. Those who truly value freedom and self-determination around the world should reject both the inexorable interventionism of our hollow Western rulers and the fearful isolationism or ‘liberal interventionism’ demanded by the anti-war critics, and instead state the case loudly and clearly against outside interference in others’ affairs.

Ef þú lest bara eina 3.500 orða grein í­ dag – lestu þá þessa…