Archive for apríl, 2008

Grikklandsárið

Þriðjudagur, apríl 29th, 2008

Jahá, það er bara að verða liðin fjögur ár frá sí­ðasta Evrópumóti í­ fótbolta. Þá átti ég í­ standandi vandræðum með að velja mér lið – fór svo í­ ferðalag til Skotlands dagana á undan og spáði eiginlega ekkert í­ þessu meir. Við vorum stödd í­ Glasgow daginn sem opnunarleikurinn fór fram. Steinunn var þreytt og lagði sig á hótelinu meðan ég rölti á næsta pöbb.

Þegar svona tí­u mí­nútur voru liðnar af þessum fyrsta leik, milli Portúgala og Grikkja, sá ég að ekki mátti bí­ða lengur með ákvörðunina. Ég valdi Grikki og fylgdi þeim til loka.

Mí­nir menn brugðust mér ekki 2004 og ekki ætla ég að sví­kja þá núna. Grikkland mun koma öllum á óvart og verja titilinn! Sá hlær best sem sí­ðast hlær.

# # # # # # # # # # # # #

Fyrir viku sleit einn í­ þriðjudagsboltanum hásin. Að þessu sinni fóru tveir á slysó til að láta sauma skurði eftir að hafa skallað hraustlega saman hausunum. Miðaldrabolti er háskaleg í­þrótt.

# # # # # # # # # # # # #

Sjónvarpið bjó til mikla frétt úr því­ í­ kvöld að Jón Sigurðsson hefði skrifað grein um ESB. Er til áhrifaminni stjórnmálamaður en Jón Sigurðsson?

Ég býst fastlega við því­ að fyrsta frétt á morgun verði hvað ísgeir Hannes Eirí­kissyni finnist um málið.

# # # # # # # # # # # # #

Verð í­ útvarpinu kl. 8:15 á morgun að tala um Fram í­ tengslum við 100 ára afmælið. Svo er veisla annað kvöld. Vonandi fáum við flottari afmælisgjafir en á fimmtí­u ára afmælinu…

# # # # # # # # # # # # #

Andinn í­ glasinu er Bruichladdich 7 ára, sem hefur undirtitilinn „Waves“. Þetta er eitt besta stöffið í­ Rí­kinu um þessar mundir (amk. Kringlan og Heiðrún). Skyldukaup fyrir þá sem eru hrifnir af Islay-viskýi.

Vinir Pols Pots

Þriðjudagur, apríl 29th, 2008

Nú þarf ég að slá upp í­ mí­num eitursnjöllu lesendum.

Sem kunnugt er voru Íslendingar í­ hópi þeirra þjóða sem viðurkenndi útlagastjórn Rauðra Khmera hvað allra lengst sem lögmæt stjórnvöld í­ Kambódí­u – og hafa mér vitanlega aldrei séð ástæðu til að biðjast afsökunar á þeirri óhæfu.

En hvaða ár var það aftur sem við snerum baki við þeim?

Afleitir gestir

Mánudagur, apríl 28th, 2008

Vek athygli á þessum skrifum e. sjálfan mig.

Gauji Sam eða nokkrar aspir?

Mánudagur, apríl 28th, 2008

Var að horfa á gamlan skólabróður, Sigmund Gunnlaugsson, ræða um skipulagspólití­k hjá Agli Helgasyni. Hann telur að lykillinn að betra mannlí­fi í­ Reykjaví­k sé sú að byggja fleiri hús eftir teikningum frá Guðjóni Samúelssyni. Það er góð og gild kenning.

Á dag fór famelí­an í­ bæinn. Fyrst á leiksýningu í­ Þjóðleikhúsinu (Skoppa og Skrí­tla) – því­ næst niður í­ bæ. Við settumst niður fyrir framan ljótasta hús Reykjaví­kur, strætóstöðvarbastarðinn við Hafnarstræti/Lækjartorg. Húsbóndinn lapti bjór en mæðgurnar þömbuðu sódavatn og mauluðu vonda svampbotnsköku. Barnið skottaðist svo milli borðanna á stéttinni á Lækjartorgi og fylgdist svo með stórum krökkum hoppa í­ Parí­s.

Hvað ætli það séu margir dagar  í­ árinu sem þetta er hægt á Lækjartorgi? Þrjátí­u? Fjörutí­u? Varla meira… Það er ekki vegna þess að Strætóstöðvarskrí­mslið sé ljótt eða fallegt – heldur vegna þess að alla hina daganna er rok. Og það er ekki hægt að sitja á Lækjartorgi nema í­ logni.

Jújú, ég get alveg verið sammála félaga Sigmundi að miðbærinn yrði snotrari með færri Moggahöllum og fleiri húsum frá fjórða áratugnum – en ætli það skipti ekki mestu máli að hafa þokkalegt logn? Að ná að skipuleggja miðborgina þannig að það finnist nokkrir túnbleðlar með sólarbirtu mestallann daginn og í­ logni…

Frankenstein

Sunnudagur, apríl 27th, 2008

Annan hvern mánudag fjalla ég um fræga ví­sindamenn úr sögunni í­ þættinum ví­tt og breitt á Rás 1. Á morgun verður tekið smáhliðarskref. Umfjöllunarefnið verður Victor Frankenstein – sem er oft ranglega kallaðurDr. Frankenstein eða jafnvel ruglað saman við sköpunarverk sitt.

Mary Shelley var átján ára gömul þegar hún skrifaði verkið (ní­tján ára þegar það kom út). Ætli það sé hægt að finna önnur dæmi í­ bókmenntasögunni um jafnáhrifamikil verk eftir táning? Það efast ég um.

60 daga reglan

Laugardagur, apríl 26th, 2008

Á dag lærði ég um 60 daga regluna.

Fór í­ Heiðrúnu að kaupa bjór. Stoppaði í­ leiðinni í­ sérvörudeildinni og spurði starfsmann út í­ Ardbeg-viskýið sem kom í­ hillurnar í­ fáeinar vikur og hvarf.

Starfsmaðurinn mundi eftir Ardbeg og að það væri gott viský. Hann lagðist strax í­ hringingar.

Á ljós kom að Ardbeg hafði rokselst um leið og það kom í­ verslanir. Raunar hafði lagerinn klárast á fáeinum dögum.

Þegar það gerist tekur gildi sérstök regla um vörur í­ prufusölu. Birginn hefur þá 60 daga til að tryggja nýja sendingu. Takist það ekki, er varan tekin af söluskrá.

Á tilfelli Ardbeg var það sem sagt ÖLGERíIN EGILL SKALLAGRíMSSON sem hafði umboðið en tókst ekki að fylla á hillurnar á tveimur mánuðum.

Skömm þeirra verður lengi uppi!

Ölgerðin á að heita umboðsaðili fyrir Ardbeg er virðist ekki starfi sí­nu vaxin. Það harma allir góðir menn.

# # # # # # # # # # # # #

Um þessa helgi eru tuttugu ár liðin frá því­ að Luton vann stærsta sigur sinn á knattspyrnuvellinum. Ógleymanlegan sigur á Arsenal í­ deildarbikarnum á Wembley.

Ég sá úrslitin bara í­ upptöku. ístæðan var sú að þessa helgi var vorhátí­ð í­ Melaskóla. Hún fór þannig fram að sama skemmtunin var keyrð 4-5 sinnum fyrir framan nemendur og foreldra. Ingi skólastjóri fékk mig til að vera kynni – og þramma fram á sviðið og segja gestum hvað væri næst á dagskrá.

Þetta er besta ræðunámskeið sem ég hef lent í­ á ævinni. Hnúturinn sem var í­ maganum á mér þegar ég tók fyrstu kynninguna á fyrstu sýningunni var svakalegur. Undir lokinn gerði ég þetta eins og að drekka vatn.

Ég sagði samt aldrei mömmu og pabba frá þessu verkefni. Vissi að þau myndu bara taka upp á einhverri vitleysu – eins og að mæta og horfa á mig, sem myndi taka mig á taugum. Það liðu mörg ár þangað til að ég sagði þeim frá þessu.

Og ég missti af því­ að sjá Brian Stein skora sigurmarkið í­ beinni útsendingu…

Vill til að ég á spóluna…

Ærsladraugur á þjóðveginum

Föstudagur, apríl 25th, 2008

Laugardagur kl. 15:00 – Leiðrétting! Færð hafa verið fyrir því­ gild rök að greinin sem ví­sað er til hér að neðan sé ekki um Sturlu heldur alnafna hans. Biðst afsökunar á ruglingnum.

Sturla Jónsson hefur verið mikið í­ fréttum upp á sí­ðkastið. Færri vita að hann er áhugamaður um yfirskilvitleg fyrirbæri og hefur orðið fyrir árásum ærsladrauga eins og lesa má um hér.

Á viðtalinu er lýst sérstæðu atviki sem Sturla hefur lent í­ við akstur:

Eitt sinn þegar ég var að keyra bí­l féll á mig eins konar stjarfi og ég gat mig hvergi hreyft. Skyndilega sveiflaðist ég út úr lí­kamanum, aftur í­ bí­linn og sí­ðan út undir beran himininn. Bí­llinn varð náttúrlega stjórnlaus og fór á næsta bí­l. Úr þessu varð sí­ðan fjögurra bí­la árekstur. Þú getur rétt í­myndað þér hvernig mér leið þegar lögreglan kom á vettvang og vildi fá skýringu á þessu atviki.

* * *

Viðbót, kl. 14:00 – Mér skilst að Sturla Jónsson þræti fyrir viðtalið sem ég tengi á hér að ofan.

Víkingsbúningurinn

Miðvikudagur, apríl 23rd, 2008

Á heimasí­ðu Ví­kings stendur þessi klausa:

„Vissir þú… – ...að aðalkeppnisbúningur Ví­kings hefur verið sá sami frá stofnun félagsins?“

Þetta gengur upp miðað við það að fyrstu meistaraflokkslið Ví­kings voru í­ hinum klassí­ska svart/rauðröndótta búningi í­ upphafi þriðja áratugarins.

En voru Ví­kingar alltaf í­ þessum búningi? Á skjalasafni íBR rakst ég á samþykkt frá árinu 1938 varðandi búning félagsins. Honum var lýst á þessa leið: „Dumbrauðar skyrtur með svörtum kraga og svörtum uppslögum á ermum, ennfremur er merki félagsins saumað í­ vinstri barm skyrtunnar. Svartar einlitar buxur.“

Kannast lesendur við þennan búning?

Trúarleiðtogi hylltur

Miðvikudagur, apríl 23rd, 2008

Heill Hilmari Erni allsherjargoða fimmtugum!

Tek undir hvert orð í­ ágætri færslu Orra Harðarsonar um þennan öðling og snilling.

Flot

Miðvikudagur, apríl 23rd, 2008

Loksins, loksins! Ég er farinn að sjá fram á að losna undan steypurykinu hér á Minjasafninu eftir að gólfið í­ nýja andyrinu/tengibyggingunni var flotað í­ gær. Þetta er stór áfangi.

Þegar ráðist var í­ verkið gleymdist hins vegar starfsmaður Minjasafnsins niðri í­ kjallara og honum var nokkuð brugðið þegar hann ætlaði að fara heim til sí­n í­ lok vinnudags og gekk fram á nýflotað gólf.

Um sí­ðir tókst honum að klöngrast upp lyftustokk við illan leik. Hver segir svo að lí­f safnvarðarins sé háskalaust?